Lögrétta - 23.02.1916, Qupperneq 2
30
LöGRJETTA
Islenskt söngvasafn.
I. bindi.
Safnað hafa SIGFÚS EINARSSON og HALLDÓR JÓNASSON.
Þetta er stærsta og lang-ódýrasta nótnabókin, sem út hefur komið
á íslandi.
150 sönglög með raddsetningu við allra hæfi.
Verð kr. 4.00 ób. og 5.00 innb.
Fæst hjá bóksölum.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Steixiolia.
Steinolía sú, er Fiskifjelag fslands fjekk frá Texasfjelaginu með skip-
inu „Aquila" í haust, verður seld fyrst um sinn á 34 kr. hver tunna 300
pd. nettó.
Lysthafendur gefi sig fram á skrifstofu Fiskifjelagsins kl. 11-3 hvern
virkan dag.
Reykjavík, 5. febrúar 1916.
Stjórn Fiskifjelags íslands.
LÖGRJETTA kemur lít á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á
Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí,
hægðarleikur er að leiða vatniö. úr
í rörum heim í húsin til hitunar, ef
ekki er gjörlegt aS nota til þess raf-
magn. Hver þessi er nefndur Amster-
damshver og er á milli Reykja og
Helgafells og hefur Bogi þegar trygt
sjer rjett til að nota hverinn til þessa.
Vegalengdin frá honum að Álafossi
er 790 metrar, og hef jeg það eftir
fróðum mönnum um þessa hlufi, aö
það mundi kosta um 4000 kr. að leiða
hverinn heim að Álafossi. f síðasta
lagi er það kostur við þenna stað, að
hann er aS eins 16 km. frá höfuS-
staðnum og er það rjett um þriggja
klukkust. ferð með vagn eða klyfjar.
Sjerstaklega af því svona hagar til,
að vatnsaflið er þarna notað til
ljósa, og að vinnan er þörf og nauð-
synleg, væri óskandi að verksmiðjan
næði að eflast og blómgast áfram, og
ullarverksmiðjur, sem gengju fyrir
vatnsafli, færðust í aukana, svo að
landsmenn notuðu meira innlendan
fatnað, og auk þess má vinna ullina í
landinu og selja á erlendum markaði;
mætti þá gera sjer von um að inn-
lendar ullarverksmiðjur gæfu meira
fyrir ullina heldur en hún nokkurn
tíma gæti selst óunnin út úr landinu.
En til að ná því takmarki, verður
fyrsta skilyrðið að verksmiðjurnar
noti vatnsaflið. Til dæmis má nærri
geta, að það sem unnið er í Iðunni,
hlýtur að verða miklu dýrara þar eð
hún verður að kaupa kol til að hreyfa
vjelarnar, gas til ljósa og auk þess
að borga háan vatnsskatt. Enda kost-
ar nú 6 aurum meira að kemba eitt
kg.ullar i Iðunni heldur en á Álafossi,
og samsvarandi munur mun vera á
annari vinnu í þessum verksmiðjum.
Frá mínu sjónarmiði ætti að sam-
eina þessar tvær ullarverksmiðjur á
Á.lafossi og hætta við þann barnaskap
að reka jafn-stóra verksmiðju eins
og Iðunni með kolaafli.
Á þann hátt mætti vænta að þess-
ar verksmiðjur gætu unnið meira
gagn og reksturskostnaður yrði ólíku
ódýrari, ekki eingöngu vegna vatns-
aflsins, heldur yrði þá minni kostnað-
ur við eftirlit o. fl.
Reykjavík 12. febr. 1916.
Jón H. Þorbergsson.
Stríðið.
Montenegró.
Montenegró er þriðja ríkið, sem
hrunið hefur í þessum ófriði. Hið
fyrsta var Belgía, annað Serbía. Ser-
bíukonungurinn flýði til ítalíu, og
það gerði Nikita konungur i Montene-
gró einnig í fyrstu, enda átti hann
þar til nákominna að hverfa, þar sem
hann er tengdafaðir ítalíukonungs. Þó
dvaldi hann skamma stund í ítalíu, en
hjelt til Frakklands, ásamt fjölskyldu
sinni, og settist að í Lyon. Einn af
sonum hans, hinn næstelsti, Mirkó
prins, varð þó eftir hjá leifum hersins
í Montenegró, ásamt Vukovitch yfír-
hershöfðingja og yfirráðherra.
Eins og áður hefur verið frá sagt,
gafst her Montenegrómanna upp fyr-
ir Austurríkismönnum nálægt miðjum
janúar og Nikíta konungur bað þá um
frið. En skömmu eftir það hjelt hann
úr landi, eins og áður segir, og frjett-
irnar sögðu, að Montenegrómenn
vildu ekki ganga að þeim kostum, sem
þeim voru settir af Austurríkismönn-
um, en það var fullkomin uppgjöf
landsins á þeirra vald, og mundi her
þeirra undir forustu Mirkós prins
halda vörnum uppi áfram.
En samningar um vopnauppgjöf
voru undirskrifaðir í Cettinje 25. jan.
af fulltrúum beggja þjóðanna og eru
þeir birtir í „Hamb. Fremdenbl." 30.
jan. Þetta eru helstu ákvæðin: Öll
vopn og hergögn, sem i landinu finn-
ast, skulu afhent herstjórn Austurrik-
is, og er tekið fram, á hverjum stöð-
um vopnin og hergögnin skuli af-
hendast, en stjórn Montenegró’s á
byrgist, að hver maður komi fram
og afhendi vopn sín. Þetta á að fara
fram á þriðja til sjötta degi eftir
undirskrift samninganna. Þá eiga
Montenegrómenn að leggja til flutn-
ingatæki, að svo miklu leyti sem þau
hrökkva, til þess að flytja vopnin og
hergögnin til borganna Nikfic, Dani-
lovgrad og Podgoritsa. Þó mega her-
foringjar halda þeim vopnum, sem
þeir bera við hlið sjer. Og nauðsynleg-
ir lögreglumenn í hverju hjeraði mega
bera skotvopn, og sömuleiðis varnar-
liðið á takmörkum Albaníu. En hver
sá, sem þessi ákvæði eiga að ná til,
verður að bera á sjer skírteini um
það frá stjórn Montenegró’s, hljóð-
andi upp á nafn hans.
Þá segir, að þar sem her Austur-
ríkis hafi nú þegar tekið meginhluta
landsins, sje honum frjálst að halda
áfram hernaðarhreifingum í landinu
þangað til friður sje settur, og skuli
landsmenn hvergi hindra hann í
þessu, og stjórninni sje skylt að
styðja hann eftir megni og .láta hon-
um í tje flutningatæki o. s. frv.
Stjórnin í Montenegró ábyrgist, að
svo miklu leyti sem í hennar valdi
stendur, að allir vopnfærir menn
Mirkó prins.
landsins haldist við rólegir á heimil-
um sínum og engar æsingar sjeu í
frammi hafðar gegn Austurríkis-
mönnum. Verði misbrestur á þessu,
getur herstjórn Austurríkis sett vopn-
að lið til að vaka yfir því að samning-
arnir sjeu haldnir. Þurfi stjórn Mon-
tenegró’s aðstoð vopnaðra manna, þá
fær þún hana hjá her Austurríkis. Þá
segir að allar hafnir, lendingar, járn-
brautir og kastalar sjeu þegar á valdi
hers Austurríkis, og geti hann haldið
þeim þangað til friður sje saminn.
Allir austurrískir, ungverskir og
þýskir herfangar í Montenegró skulu
vera frjálsir og afhendast herstjórn
Austurríkis í Podgoritsa. En þeir
Montenegrómenn, sem eru herfangar
Austurríkis, skulu látnir lausir, þeg-
ar friður er saminn. Þó er það beiðni
fulltrúa Montenegró’s að þeim verði
einnig slept áður. Þeir Montenegró-
menn, sem gefist hafa upp eftir að
hernaðinum var lokið, kl. 8)4 f. m.
17. jan., skulu ekki teljast herfangar
og fá þegar heimfararleyfi.
Stjórnarstörf í landinu framkvæm-
ast af þeim innlendu mönnum, sem
áður hafa gegnt þeim, en þó getur
herstjórn Austurríkis tekið þar fram
í, þegar henni þykir þess með þurfa.
Stjórn Montenegró’s skal daglega til-
Vukovitch hersöfðingi.
kynna herstjórn Austurrikis i Cetti-
nje, hvernig gangi um afhending
vopnanna. Fulltrúar Montenegró’s til-
kynni, hvar stjórn þá, sem ábyrgðina
ber í Montenegró, sje að finna hvenær
sem er. Þegar samningarnir eru gerð-
ir, er hún í Podgoritsa.
Að lokum er tekin fram sú ósk
frá fulltrúum Montenegró’s, að frið-
argerðinni sje flýtt sem mest.
Undir þessa gerð hafa skrifað fyr-
ir Austurríkis hönd hersh. v. Weber
og Schuppich, en fyrir hönd Mon-
tenegró’s hersh. Becir og Lompar.
Eins og sjá má af þessu, er því sem
næst alt landið á valdi Austurríkis
þegar þessi samningur er gerður í
Cettinje 25. jan., og með honum er
alt landið gefið á þeirra vald. Um
nokkra verulega mótstöðu frá her-
leifum þeim, sem þeir Mirkó prins
og Vukovitch hershöfðingi voru með,
getur ekki verið að tala, en frjettirn-
ar skýra enn eigi frá, hvað um þær
hafi orðið. „Hamb. Fremdenbl." láir
konunginum brottför hans úr landinu,
en talar þó að mörgu leyti vel um
hann. Það segir, að úr því sem kom-
ið sje geri undirskrift hans undir frið-
arskilmála hvorki til nje frá, enda
sje friðarbeiðnin undirrituð af honum
með eigin hendi. Gerir það ráð fyrir,
að hugsun hans hafi verið sú, þegar
hann fór úr landi, að hafa opna leið
til beggja handa eftir ófriðinn. Sigri
miðveldin, þá heiti það svo sem
Mirkó prins hafi lagt ráð sitt á þeirra
vald, en sonur hans er borinn til rík-
iserfða og Mrikó prins er fyrir tengd-
ir við Obrenovitch-konungsættina
serbnesku líklegur til þjóðhöfðingja
í báðum löndunum. En sigri banda-
menn, þá skuli þess minst, að kon-
ungurinn hafi leitað á þeirra náðir.
Annars telur það áhrif frá Róm, og
frá stjórnarvöldum bandamanna hafa
verið með í spili, er Nikita konungur
tók það ráð að hverfa úr landi eftir
að hann hafði beðist friðar.
Ýmsar fregnir.
Nýungar frá ófriðnum eru nú eng-
ar, vegna símslitanna. Fregnir um
það, að Rúmenía muni vera að lenda
inn í ófriðinn, eru óljósar enn og
óvíst, hvað á þeim má byggja. Báðir
málsaðilar reyna auðvitað enn, eins
og áður, að fá hana sín megin. Her-
inn kvað nú vera allur undir vopnum
og mestur hluti hans kominn að vest-
urtakmörkum ríkisins, eins og búist
væri við að beita honum gegn mið-
veldunum. Segja fregnirnar, að mið-
veldin hafi þá hótað stríði, en Rúmen-
ir látið undan þeim kröfum, sem gerð-
ar voru.
Sprengingarslys varð nýlega í einni
af helstu vopnaverksmiðjum Austur-
ríkis, Skoda-verksmiðjunni í Bæ-
heimi, og eyðilagðist þar mikið, en
nær 200 rnanns biðu bana.
Frjettir, sem „Vísir“ flytur frá
Seyðisfirði, segja, að Rússar hafi tek-
ið Erzerum og Englendingar mist 2
herskip, annað við tundurdufla-
árekstur í Norðursjó.
Frjettir.
Eggert Stefánsson söngvari hefur
nýlega verið á ferð í Stokkhólmi og
söng þar opinberlega kvöldið 21. f.
m.. í Vísinda-akademíinu. Hefur
Lögr. sjeð ummæli nokkurra Stokk-
hólmsblaðanna um sönginn, og láta
þau vel yfir honum. Þau geta um, að
hann hafi sungið lag Sigf. Einars-
sonar við „Gígjuna" eftir Ben. Grön-
dal og lag Árna Thorsteinssons við
„Kirkjuhvol" eftir Guðmund Guð-
mundsson. Segir eitt blaðið, að í þess-
um lögum sjeu skandinavískir þjóð-
legir tónar, hlýir og innilegir, i ætt
við þá norsku. Eggert söng íslensku
tekstana, en á söngskránni voru þeir
í þýskri og enskri þýðingu. Blaðið
segir að það hafi verið málfræðing-
unum unun að heyra framburð
fornsagnamálsins í söng. En veikara
var það í framburði en menn höfðu
búist við, segir blaðið, og var þó auð-
heyrt, að þar kom til greina sjer-
kennileiki söngvarans. Mest bar á hin-
um hörðu I-hljóðum, sem sænsk eyru
helst vilja tileinka fjörugu sveitamáli, '
en þykja síður eiga heima í fáguðu
bókmentamáli. Lögunum var vel tek-
ið, segir blaðið, og lýsir svo með vel-
vilja meðferð söngvarans á þeim og
helstu einkennum hans.
Annað blað, „Stokkhólmstíðindi",
talar um, að rödd söngvarans sje ekki
sterk, en hrósar henni samt ekki
lítið og segir m. a. að hann hafi sung-
ið „Svaninn“ eftir Grieg, „Gígjuna“
og „Kirkjuhvol" af mikilli tilfinn-
ingu og innilegum skilningi. Þriðja ís-
lenska lagið, sem hann söng, var
„Sverrir konungur“ eftir Sveinbjörns-
son, og þykir blaðinu þar helst um
sjerkennileik að ræða.
„Berlingatíðindi“ frá 14. sept. í
vetur geta um, að Eggert hafi sungið
ásamt fleirum á samkomu í Khöfn,
sem blaðið gekst fyrir til þess að
safna handa fátækum fyrir jólin, og
lætur það mjög vel yfir söng hans.
Þar söng hann ýms íslensk lög, en
einnig „Breit úber mein Haupt“ eftir
R. Strauss, „En Svane“ eftir Grieg,
og ítalska serenade eftir Paola Tosti,
og segir blaðið að öllum lögunum
hafi verið mjög vel tekið, en sjer-
staklega hinu siðastnefnda.
Forseti bæjarstjórnar var kosinn á
síðasta fundi Sighvatur Bjarnason
bankastjóri í stað Jóns Magnússonar
bæjarfógeta, er baðst undan endur-
kosningu.
„Sálin vaknar“ heitir skáldsagan,
sem Einar Hjörleifsson hefur nú ný-
lega lokið við, og las hann upp
nokkra kafla úr henni síðastl. sunnu-
dag í Bárubúð. Sætin voru útseld, og
aldrei hefur sögu-upplestri eða fyrir-
lestri verið betur tekið hjer í bænum.
Segja það margir, sem heyrðu, að
þessi saga muni taka fram öllum eldri
sögum hans.
Mannalát. í gærmorgun andaðist
hjer í bænum frú Ida Annette Niel-
sen, móðir frú Inger Östlund, konu
D. Östlunds áður ritstjóra og prent-
smiðjueiganda hjer í bænum. Frú
Nielsen hafði legið um tíma að una-
anförnu og var banameinið krabbi í
lifrinni. Hún var fædd 28. okt. 1845
í Brevik í Noregi, en átti lengst um
heima í Kristjaníu þangað til hún
fluttist hingað til dóttur sinnar og
tengdasonar fyrir eitthvað nálægt 10
árum. Nú er D. Östlund vestur í
Bandaríkjum og dætur hans tvær, en
frú Inger Östlund Dýr hjer enn og
eru synir þeirra tveir hjá henni, hinn
eldri við nám í Mentaskólanum. Var
það ráðgert, að þær mæðgurnar og
bræðurnir færu áður langt um líður
vestur um haf. Frú Nielsen átti son
í Chicagó, en þriðja barn sitt, dóttur,
hafði hún mist. — Frú Nielsen var
mesta myndarkona og merkiskona að
öllu leyti.
Nýlega er og dáin hjer í bænum
ungfrú Helga Magnúsdóttir Gunn-
arssonar.
Sæsíminn er enn ekki kominn i lag.
Aflabrögð eru nú í bezta lagi hjer
suður með flóanum, eins á Vestfjörð-
um. Vjelbátar ísfirðinga eru nú að
koma hingað suöur í flóann til veiða.
Fisksalan í Englandi. Síðustu
fregnir af henni eru þær, að Apríl
seldi nýlega fyrir 1300 pd. sterl. og
Maí fyrir eitthvað nær 1200. Snorri
goði seldi fyrir nokkru fyrir 860.
Gjaldkeramálið. Úrskurður í því
kvað nú vera væntanlegur mjög bráð-
lega.
Veðrið. Snjór er hjer enn yfir alt,
en veður hið besta undanfarna daga,
sólskin og frostlaust.
Landskosningarnar. Enn mun eng-
inn listinn vera fullgerður, netna ef
vera skyldi Þjórsárbrúarlistinn, og
]jó voru ófengin loforð fyrir flestum
nöfnunum þegar hann var saminn. Á
Heimastj.listanum verður H. Haf-
stein efstur, en annars er listinn ekki
fullgerður. Á stjórnarmannalistanum
(,,langsum-manna“) er talað um þá
efsta Einar Arnórsson ráðherra eða
sjera Ólaf Ólafsson frikirkjuprest, á
þversum-lista Sig. Eggerz sýslum.
eða sjera Kr. Daníelsson, og á lista
Bændaflokks þingsins Jósef Björns-
son. En um frekari skipun listanna
mun alt vera meira og minna óráðið
enn.
25 ára hringjara-afmæli átti Bjarni
Matthíason hringjari við dómkirkj-
„F R A M“.
Fundur í Templarahúsinu laugar-
dag 26. þ. m. kl. 8síðdegis.
FUNDAREFNI:
Húsnæðisleysi og húsabyggingar í
Reykjavík.
Málflytjandi Jón Þorláksson.
Bæjarstjórninni er boðið á fundinn.
Húsasmiðir og byggingameistarar
velkomnir.
Adalfimdur
Járnsteypu Reykjavíkur
verður haldinn í Iðnó uppi föstudag-
inn 3. mars, kl. 5 e. h.
Reikningar verða framlagðir.
Kosin stjórn og tveir endurskoð-
unarmenn.
Rædd mál, sem koma fram á fund-
inum.
TRYGGVI GUNNARSSON.
una hjer í bænum 10. febr. og var
honunt til minningar um það haldiö
samsæti af sóknarnefndinni, dóm-
kirkjuprestunúm og öðru starfsfólki
kirkjunnar.
Embættispróf í læknisfræði hefur
nýlega tekið hjer á háskólanum Hall-
dór Kristinsson frá Útskálum.
„Óðinn“. Desemb.bl. flytur myndir
af Jóhannesi Nordal íshússtjóra og
dr. Sigurði Nordal syni hans. Enn-
fremur mynd frá brunanum mikla í
Reykjavík síðastliðið vor. Kvæða-
flokk eftir Margeir Jónsson, ortan til
Har. Níelssonar prófessors, er hann
hafði flutt fyrirlestur á Hólum í
Hjaltadal síðastl. sumar, og kvæði
eftir Jakol) Thorarensen, Sigurð
Kristjánsson og Ben. Þ. Gröndal.
Þrjú æfintýri eftir J. M. Bjarnason,
sagnaskáld Vestur-íslendinga.
Janúarblaðið flytur mynd af Sæm.
Bjarnhjeðinssyni prófessor og mynd-
ii 5 bænda: Ólafs sál. á Geldingaá í
Borgarfirði, þriggja dáinna merkis-
bænda af Fljótsdalshjeraði: Halldórs
á Sandbrekku, Björns á Kóreksstöð-
um og Stefáns í Gagnstöð, og svo
Guðmundar sál. frá Möðruvöllum í
Kjós og Guðlaugar konu hans. Kvæði
eftir Hallgr. Jónsson og flokk fær-
eyskra kvæða eftir ýmsa höfunda,
sem þýdd eru á íslensku af Gesti.
Blöðunum fylgir lag eftir Holger
Wiehe dócent við kvæðið „Ræntur
koss“ eftir Steingr. Thorsteinsson.
Orðasaga og önnur. Athugasemd.
Depill á röngum stað í grein minni
síðast gerir, að svo virðist sem Mogk
sje eignað að segja að Njörð sje sama
sem Jörð. Örð þýðir auk þess, sem
tekið var fram, uppskeru. „í raf-
magnsfræði“ átti að standa, greinis-
laust. í IV. les : skiljanlegra f. skiljan-
legt. " H. P.
Vjelstjóraskólinn. 31. f. m. skipaði
ráðherra M. E. Jessen forstöðumann
vjelstjóraskólans í Reykjavík.
Hagtíðindi heitir blað, sem nýfarið
er að koma út frá Hagstofu íslands,
og er 1. tbl. komið út. Áskrifendur
að ritum hagstofunnar fá blaðið ó-
keypis. Tilgangur blaðsins er, að