Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.02.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 23.02.1916, Blaðsíða 4
32 LÖGRJKTTA er áreiöanlegasta og ódýrasta lífsábyrgðarfjelagiö á Norðurlöndum. Lág' idgjöld! Hár bóuus! Nýtisku barnatryg'ging'ar! Ef trygöi hættir i fjelaginu einhverra hluta vegna, fær hann mest öll iðgjöld endurgreidd. Fjelagið hefur lengi haft varnarþing hjer. er opin hvern virkan dag frá kl. 5 til 7 e. m. (í staðinn fyrir 4 til 6) á Grundarstigr 7. Hann kemur sjálfur í ljós oft og víöa í sögum sínum. Hann gerir sig t. d. beran að því aö smjúga í barm Þór- dísar, þegar hún segir á örðugasta hjallanum: „Vötn lifsins voru ekki æfinlega fagurblá.“ Þetta eru orö s k á 1 d s en ekki sveitakonu, sem murkaö hefur líftóruna úr sjálfri sjer alla æfi, með því að faðma mann, sem hún hefur óbeit á. Og þá sjest Einar berlega í Vista- skiftum t. d. í þessum orðum drengs- ins, sem alinn er upp á válaði (þ. e. hrakningi): „Og vatnavextir komu. Alt, sem kaldast hafði verið og stirð- ast, varð hjólliðugt og vildi áfram fyrir hvern mun. Sunnanvindurinn sótti í sig veðrið. Vatn fór að verða, hvar sem maður steig niður fæti, vatn, hvert sem maður horfði, vatn, hvar sem maður hlustaði, syngjandi vatn. Snjóskaflarnir uppi í hlíðun- um urðu að lækjum, sem flýttu sjer eins og þeir ættu lífið að leysa. Og svellin í lautunum urðu að tjörnum, ofurlitlum vötnum, sem ekki hugsuðu um annað en hvað það væri yndis- legt, að geta grafið sig niður ein- hverstaðar og dansað á burt. En þau komust ekkert annað en upp í loft- ið. Svo að þau fóru það. En þóttust vera of lengi að því.“ — Og sami unglingurinn finnur „yndislega mold- arlykt“, þegar veggirnir þiðna um vorið. Jeg tek þetta til dæmis, af því að þetta er fallega sagt og í sögu þess manns, sem ekki er talað um, að brjóti reglur listarinnar. En hver rek- ur kollinn upp úr þessum syngjandi vatnagangi ? Hver annar en höfundur sögunnar með sínu „yndislega“ marki. Þá gengur Gesti Pálssyni ekki bet- ur að dylja sig en hinum, sem jeg hef nefnt. Allar persónur hans segja „já“ — eins og hann gerði sjálfur! Og Þorvarður gamli þjófurinn er fyndinn á þann hátt, sem Gestur var. Hans fólk er ekki eðlilegt. Hann smýgur sjálfur eins og áll um mýri gegn um þær flestar og rjettir koll- inn upp úr þeim. Það er víst, að margar sögur eru gersneiddar skáldlist, sem brjóta ekki lögmál listarinnar. Hins vegar getur verið skáldskapur í sögum, sem hægt er að finna að. Svo er um sögur sem mennina: Þeir eru ekki mestir menn, sem ekki verður verulega fundið að. Þeir menn eru mest verðir, sem hafa mesta kosti — þó að gallar fylgi kostunum. Skuggar fylgja fjöllum og hávöðum, en ekki láglendi nje flat- neskju. Það er að visu gott, að regl- um listarinnar sje fylgt og sagan sniðin samkvæmt þeim. En þess hátt- ar sögur geta verið gersneiddar skáld- skap, þó að ekkert sje að forminu að finna; alveg eins og kvæði geta verið skáldskaparlaus, þó að rjett sjeu kveðin. Það, sem gerir gæfumuninn í þeim efnum er blóðrásin, eða eldur- inn inni fyrir, neistinn, sem glóir og sindrar. Grímur Thomsen braut regl- ur listarinnar og var þó meira skáld en flestir þeir, sem yrkja rjett. Ann- ars er það viðkvæði um alla, sem vikja frá þeim reglum, sem gilda þá og þá, að þeir brjóti lögmál listar- innar. Einn kunningi minn ritaði mjer og sagði meðal annars: „Maðurinn, sem minkaði — sú frásögn — er ekki s a g a.“ — Jeg vissi það reyndar. Það er kvæði í sundurlausu máli og hefði átt að heita því nafni. Svo er og um „Sólhvörf". í þessháttar stýl má þó höfundurinn koma i ljós að ósekju, eins og í kvæði. Dr. Ágúst minnist á — í Nýju Ið- unni — orðið ó b y r j u og telur það vera prentvillu fyrir ó b e r j u. Þetta er mín sök en ekki prentara. — Þetta orð er þannig borið fram, þar sem jeg þekki til, og þó að jeg sje ekki málfræðingur, ætla jeg að fullyrða, að þetta sje rjett mynd sem jeg nota. Ófrjó kona er nefnd óbyrja í Ritn- ingunni. Þaðan er víst hugmyndin komin. Og þá þúfu kalla jeg óbyrju, sem er ófrjó — gróðurlaus, eða þvi sem næst. Hitt g æ t i einnig verið rjett, að segja óberja. Væri þá hug- myndin sú, að þúfan væri berjalaus. En bæði er framburður orðsins á móti þeirri mynd og í annan stað eru flestar þúfur berjalausar frá náttúr- unnar hendi, þó að þær sjeu grasi grónar. Fyrst jeg minnist á ritdóm dr. Ág. Bjarnasonar, verð jeg að nefna ann- að atriði og þó reyndar tvö. Hann finnur að feðgunum á Hillu, að sú saga sje margskift, en ekki fullsögð. Hann virðist sjá eftir bónorðsför- inni að henni er ekki haldið áfram. Fyrir mjer vakti þetta: Ungur galgopi, sem á heima á há- vaðastöðum — Þjótanda — hleypur flumósa að heiman til kvonbæna, hálfblindur af glysi og hjegóma- tildri. Hann rekur sig á óvænta al- vöru og mjög rótgróna (og al- genga) : misklíðina milli föður og sonar, sem oftast verður í okkar landi að þurrafrosti þagnarinnar. Maðurinn fær nýja sjón inn í völ- undarhús lífsins og telur eigi þess vert að minnast á hjegómlega bón- orðsför einu orði, þegar þetta alvöru- mál er búið að fylla hugskotið. Mig furðar á því, að þvílikur mað- ur sem dr. Ágúst er, skuli eigi sjá „tendensinn“ i þessari sögu. Þá hnýtur dr. Ágúst um fáein orð, sem hann segir að standi í frásögn- inni um — hetjuna horfnu — þessi orð höfundarins, sem hann nefnir: Og hjer kemur nú sagan um för Signýjar yfir Gnúpaskarð „eins og jeg hugsa mjer hana“. Dr. Ágúst mælir á þá leið, að með þessum orð- um sje gefið í skyn, að sagan sje til- búningur og þar með sje dregið úr öllum áhrifunum. Litið er stundum i eyði ósært. Þetta, sem dr. Ágúst hefur eftir mjer, er ekki rjett með farið, og mun mis- minni valda. Orð söguhöfundarins eru þessi orðrjett: „Jeg fylgdi Signýju yfir skarðið um nóttina og hjerna kemur nú frá- sögnin um ferð hennar eins og jeg mælti fram ferðasöguna við sjálfan mig.“ — Það er sama sem jeg hefði sagt: fráfall Signýjar og lífsbarátta fjekk svo mikið á mig, að jeg varð and- vaka, og þessa nótt sneið jeg i huga minum frásögnina um för hennar yfir Gnúpaskarð — náði tökum á efninu. Þetta mátti höfundur Signýjarsögu segja, svo fremi sem höfundur Vista- skifta Einars Hjörleifssonar má segja þaö að gögulokum, sem hann segir: „Jeg ætla nú ekki að hafa þessa söguþætti fleiri að sinni.“ Það get jeg sagt vinum mínum, ef nokkrir eru, að nú hef jeg fullgerðar sögur í nýja bók, með öðrum hætti sagðar en þessar tólf og þó ekki gerðar eftir pöntun. Höfundarnir kjósa umskifti eins og lesendurnir. Guðmundur Friðjónsson. Leidarþingf i Borgarfirði. Úr Mýrasýslu er skrifað: Þing- maður okkar var hjer nýlega á ferð og hjelt tvo fundi í hjeraðinu, í Norð- tungu og Borgarnesi. Fyrst og fremst skýrði hann lauslega frá því helsta, sem gerðist á síðasta þingi og af- stöðu sinni til hinna helstu þingmála; sagði svo frá núverandi flokkaskift- ingu þar og hvernig hún hefði mynd- ast. Mintist svo á samband ýmsra mála frá þingi til þings, hver af mál- um þeim, sem fyrir hafa verið á und- anförnum þingum og fallið þar, eða ekki náð fullum framgangi, væru líklegust til að koma fram aftur á næsta þingi; taldi hann þar til t. d. grasbýlamálið, járnbrautarmálið, þegnskylduna o. fl. Þegnskyldan var talsvert rædd á báðum fundunum, og var svo að heyra sem almenningur væri þeirri hugmynd mjög frá- hverfur. Mestar urðu umræðurnar á báðum fundunum um skattamálin. Þingmaðurinn hjelt eindregið þeirri stefnu fram, að lausafjárskatturinn yrði afnuminn, en lagður sanngjarn útflutningstollur á sem flestar afurð- ii landsins. Þessari stefnu þingmanns- ins var nokkuð misjafnt tekið. Á Norðtungufundinum komu þó engin veruleg andmæli fram gegn henni, heldur virtist þar miklu fremur vera samhugur með henni. Var auðheyrt á mönnum þar, að þeir voru fúsir til að bera sinn bróðurhluta af gjöldum landsins. Á hinum fundinum var þessu miklu miður tekið. Fjórir menn tóku þar til máls til þess að andæfa skoðun þingmannsins, en enginn tók í strenginn með honum, en það er þó víst, að margir, sem þögðu, voru hugmynd hans hlyntir. Það leyndist engum manni, að þingmaðurinn bar hina mjög ofurliði í röksemdafærsl- unum. í Norðtungu urðu litlar eða engar umræður um stjórnarskiftin á síðasta þingi og ljetu menn sjer nægja skýrslu þingmannsins j>ar um. En í Borgarnesi urðu talsverðar umræður um það atriði, með því að Sigurður Eggerz sýslumaður var þar fyrir og vítti þingið, eða þó einkum „langs- um-menn“ harðlega fyrir framkomu sína í stjórnarskrármálinu. Um þetta urðu nokkrar deilur milli hans og jiingmannsins og át þar hvor sitt. Þingmaðurinn kvaðst annars ekki vilja halda uppi deilum um j>að þar á fundinum, með því að til jjess máls eins mundi þá ekki duga dagurinn og öðrum málum, sem nauðsynlegri væru umræður um, yrði með því bægt frá. Báðir voru fundirnir fjölsóttir og fóru umræður fram með friðsemi og stillingu. Þingmanninum var mjög vel tekið af kjósendum sýslunnar og mun j^að vera almenn ósk, að hann haldi áfram þingmenskustarfinu, ekki einasta frá hálfu Heimastjórnar- manna, heldur og einnig margra Sjálfstæðismanna. Bændanámsskeid á Hvanneyri. Dagana 6.—13. febrúar var haldið búnaðarnámsskeið á Hvanneyri. Á námsskeiðinu voru að staðaldri 62 að- komumenn, er gistu að Hvanneyri, og um 20, er gistu á næstu bæjum. Síðustu dagana var j)ó mikið fleira; á föstudaginn voru 153 aðkomandi og á laugardaginn varð alt fólkið á síð- ustu fyrirlestrunum um 360. Af föstu námsskeiðsbændunum voru um 20 bændur. Þessir fyrirlestrar voru fluttir: 5 af Sigurði ráðanauti Sigurðssyni, um nýbýli, fjelagsskap, bændastjettina, hrossakynbætur og bændaskólana. 2 af Magnúsi Einarssyni dýralækni, um tennur og aldur hesta. 3 af Halldóri Vilhjálmssyni, um vothey og votheys- gerð. 3 af Páli Zóphoníassyni, um „kynbætur“ og „talandi tölur“. 3 af Páli Jónssyni um kartöflur. 6 af dr. Guðm. Finnbogasyni, um þörfina á vinnuvísindum", „vinnuathuganir“, „þreytu“, „að fylgja áætlun“, „sálar- lífið og tímaskeiðin" og „landið og þjóðin“. 1 af Sverri Gíslasyni, ráða- naut Búnaðarsamb. Borgfirðinga um „afnot jarða“. 3 af Jóhanni Kristjáns- syni húsagerðarmanni, um byggingar. 1 af Ólafi Hjaltested um heyþurkun. 3 af Einari Sæmundsen skógfræðing, um skógrækt. Á kvöldin kl. 6—8 og stundum 8— 10 voru málfundir, voru þar rædd ýms mál svo sem bannmálið, þegnskyld- an, vinnuvísindin, jarðaafnot o. fl. Þessar tillögur voru samjjyktar á kvöldfundunum: „Bændanáfsskeiðið álítur rjett, að menn greiði ekki atkvæði um þegn- skylduvinnuna við næstu kosningar, sökum þess að málið er illa undir bú- ið, og þar af leiðandi ekki tímabært enn sem komið er.“ Þessi tillaga var samjiykt með 20 atkv. gegn 11. „Bændanámsskeiðið á Hvanneyri álítur að þegnskylduvinnan geti orð- ið þjóðinni til gagns, sje aðallega hugsað um að auka verklegar fram- kvæmdir landsins með henni, enda sje málið vel undirbúið.“ Þessi till. var samþ. með 18 móti 13. „Bændanámsskeiðið á Hvanneyri á- lítur þegnskylduvinnuna ótímabæra og óframberanlega í þeirri mynd, að aðaláherslan sje lögð á skólafyrir- komulagið og andlegt uppeldi." Feld með 13 gegn 9. Af þessu má sjá, að 20 vilja ekki greiða atkvæði um þegnskylduvinn- una, því Jieir treysta ekki þinginu til að búa málið svo vel úr garði eftir framkomu þess í málinu síðast. 18 vilja hafa þegnskylduna sem skatt, en 13 vilja hafa hana sem skóla og upp- eldisstofnun. í Bannmálinu var þetta samþykt með 68 : 25. „Bændanámsskeiðið á Hvanneyri litur svo á, að aðflutningsbannslögin eigi alls ekki að nema úr gildi, og skorar alvarlega á stjórnarvöld lands- ins að hafa sterkari gætur á, heldur en hingað til, að þeim sje hlýtt.“ Með 102 samhljóða atkv. var Jietta samj). í vinnuvísindamálinu: „Bændanámsskeiðið á Hvanneyri lítur svo á, að vinnuvísindi muni geta leitt til mikils góðs fyrir land og lýð og væntir þess að þingið styðji rann- sóknir hjer að lútandi framvegis." Um 60 greiddu ekki atkvæði og var það nær eingöngu kvenfólk. Með 208 samhlj. atkv. var þessi tillaga samjiykt: „Bændanámsskeiðið á Hvanneyri álitur brýna þörf á húsmæðraskóla i sveit, og skorar á alþingi íslendinga að hrinda þessu máli í framkvæmd sem fyrst.“ Á sunnudagskvöldið og laugardags- kvöldið sýndi skólastjóri skugga- myndir úr striðinu og ýmsar innlend- ar myndir. Á Miðvikudagskvöldið og laugardagskvöldið var dansað. Á laugardagskvöldið var líka sýnd leik- fimi undir stjórn Einars Jónssonar, og þótti vel takast. Annars var spil- að, teflt og sungið á hverju kveldi af einhverjum, og oft skemti Einar Sæmundsson með upplestri á sögum og kvæðum eftir sjálfan sig og aðra. Námsskeiðið fór hið besta fram, og er hiklaust j)að besta, er enn hef- ur verið haldið á Hvanneyri. P. Z. Skrá yfir íslenskar iðnaðarvörur seldar á Bazar Thorvaldsensfjelagsins árið 1915. Kr. Vetlingar 890 pör Sokkar 559 — Hyrnur og sjöl 160 st. Band fyrir 577-41 Vaðmál fyrir 221.12 Nærfatnaður 73 — 337-25 Kvenhúfur 7°4 — Ábreiður 4 — 59-70 Ljósdúkar 63 — 372.29 Kommóðudúkar 29 — 140.86 Ýmsar hvítar bród. 288 — 776.13 Mislitur útsaumur 66 — 334-93 Hekl 64 — 131-36 Silfurbelti 3 — 49.00 Silfurbeltispör 2 — 48.00 Silfurbrjóstnælur 35 — ”7-15 Silfurmillur 16 — 16.00 Silfurmunir ýmsir 33 — 126.75 Spænir 26 — Útskornir munir 81 — 381.89 Svipur 16 — 92.07 Sútuð skinn 11 — 83-25 ísl. skór 257 pör. Ótalið er ýmislegt smávegis. Alls selt á árinu fyrir kr. 8572.40, sem er miklu minna en vant er af })ví að svo lítið hefur verið af útlendum ferðamönnum. Þó hefur sala á ullarvinnu og hann- yrðum aukist til muna, af því að hjer- lendir menn hafa sjeð sjer hag í að skifta við Bazarinn með jiessar vör- ur. En af þeim vörum, sem ferða- menn helst kaupa, svo sem útskorn- um munum, silfursmíðum, sútuðum skinnum o. fl. hefur selst j)eim mun minna. Eftirmæli. Hinn 8. jan. }). á. andaðist að heim- ili sínu, Húsatóftum á Skeiðum, hús- frú Sigríður Vigfúsdóttir. Hafði hún ltngi verið heilsutæp, en smájiyngdi síðasta missiri æfi sinnar. Sigríður sál. var fædd 5. ágúst 1859. Foreldrar hennar voru: Vigfús Pálsson bóndi á Stóra-Hofi í Gnúp- verjahreppi og kona hans Katrin Þor- steinsdóttir, sæmdarhjón mikil, að sögn kunnugra, sannorðra manna. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum, og hefur án efa fengið ágætt uppeldi og dvaldist í foreldrahúsum þar til hún byrjaði búskap árið 1893. Giftist hún J)á eftirlifandi manni sínum, Þorsteini Jónssyni; bjuggu þau hjón allan sinn búskap á Húsatóftum. Þeim varð 6 barna auðið, tvö þeirra dóu á barns- aldri, en 4 lifa móður sína;, tveir synir og tvær dætur, öll mannvæn leg. Sigriður sál. var merkiskona. í fám orðum sagt, fyrirmyndar eigin- kona, móðir og húsmóðir. Hún var framúrskarandi gáfum gædd, en hafði engrar fræðslu notið, nema þeirrar, sem góðir foreldrar, eftir þá- verandi tísku, veittu börnum sínum, og hún sjálf, í hjáverkum sínum, afl- aði sjer af bókum og eftirtekt í skóla lífsins, því hún var mjög bókhneigð, fróðleiksfús og athugul. Hún skrif- aði mjög laglega rithönd og svo rjett, að furðu sætti, þar sem hún hafði eigi annað til stuðnings en bækur; var auðsjeð að hún hafði veitt rit- hætti merkra manna nákvæma eftir- tekt. Listgefin var hún, hafði t. d. næman smekk fyrir fögrum skáld- skap. Jeg, sem þetta rita, get af eigin reynslu borið um að yndi var að sam- ræðum hennar. Hún var hyggin búkona og stjórn- söm, enda höfðu j)au hjón allgóð efni. Vandvirk var hún, þrifin og reglusöm. Þegar jeg kom á heimili hennar, varð mjer starsýnt á, hvað alt leit þrifalega út, og svo einstak- lega snyrtileg og haganleg niðurröð- un á öllu. Jeg hef oft hugsað, að ef allar íslenskar eiginkonur, mæður og húsmæður líktust henni, mundi heim- ilislíf vort og þjóðlíf fljótt umskap- ast og fá hugnæmari blæ. Hún naut maklegrar virðingar, en sjálf mattist hún eigi um æðstu sætin, því hún var mjög yfirlætislaus. Hennar er því minst með virðingu, ást og jiakklæti, og sárt saknað, eigi að eins af nán- ustu vandamönnum og vinum, heldur einnig af sveitarfjelagi hennar og öll- um, sem hana jaektu. S. fæst á afgreiðslustofu Lögrjettu, Bankastræti II. Verð árg. 3 krónur. W Það sem út er komið af henni (4 árgangar, 1911—14) fæst keypt lijá ritara Háskólans fyrir 3 krónur hvert ár. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Nokkrar húseignir á góðum stöðum í bænum fást keypt ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viðtals í veggfóðursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kL 3—6 síðdegis. Prentsmiðjan Rún,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.