Lögrétta - 08.03.1916, Side 4
40
LÖGRJETTA
Hjerxned tilkynnist
aS vjer höfum afhent herra yfirrjettarmálaflutningsmanni Magnúsi Sig-
urðssyni í Reykjavík allar útistandandi skuldir firmans I. P. T. Bryde
í Likvidation (á 8 u r I. P. T. Brydes-verslun) í Reykjavík til innheimtu
og ber þeim, sem skulda tjeSu firma, aS greiða skuldir sínar til hans.
Reykjavík 3. mars 1916.
I. P. T. Bryde
i Likvidation.
Jakob Jónsson
(eftir umboði).
Með skírskotun til ofanritaðrar tilkynningar er hjer með skoraS
á alla þá, sem skulda firmanu I. P. T. Bryde i Likvidation (á S u r I.
P. T. Brydes-verslun) hjer í bænum, að greiöa skuldir sinar til mín und-
irritaðs fyrir 30. apríl þ. á. Þær skuldir, sem ekki eru greiddar
innan þess tíma, verða innheimtar með lögsókn á kostnaö skuldunautanna.
D. u. s.
Magfnus Sigfurdsson,
yflrrjettarmálaflutningsmaður.
Eldgos á Breiðafirði.
Sjávarhæð við ísland, og fleiri
landsmál.
V.
Takmark jarðfræðinnar er eigi ein-
ungis að kunna aS skýra, hvernig
jarðlög og landslag er til orðið, held-
ur einnig aS geta sagt hvaö verða
rauni, og síSan aS grípa fram í rás
viSburðanna, í samvinnu viS verk-
fræSinga og aSra. En seint mun verSa
um þær framfarir, meSan vísindin eru
ekki i meiri metum en enn þá vill
raun á verSa ;meSan skilningur á þýS-
ingu þess fyrir alt mannlíf, að mönn-
um sje kent að taka betur eftir og
hugsa rjettar, er ekki meiri en enn þá
er orðiS, jafnvel á þeim stöðum, sem
taliö er að menning sje lengst komin
á jörðu hjer. Og ekki síst mun þeim
framförum seinka í löndum, þar sem
telja má að refsing nokkurs konar
liggi viS því aS ganga aðrar götur
en hinar vanalegu, eSa ryðja nýjar.
Berið saman ástæSur íslenskra vís-
indamanna, sem ætla sjer ekki að
vera embættismenn, og svo embættis-
manna. Þó að ræði um mann, sem t. d.
einnþeirrar þjóðar hefur talað („hald-
ið fyrirlestra") í sumum helstu vís-
indalegum fjelögum í Evrópu, þá er
fjárframlag minna en þau verSlaun, er
má fá fyrir að standast vel próf viS
suma háskóla, talið mikið, og af sum-
um, og það ekki eingöngu þeim, sem
fávísastir þykja, jafnvel nokkurs
konar ölmusa. Þá eiga þeir öSru-
visi aSstöSu á landi hjer, sem hafa
áhuga á verslun. Enda sjer á.
Því aS jeg rek margt óefnilegt
ástand á landi hjer til þess, að íslend-
ingar lítilsvirða það hugarfar, sem
leiðir til þess, aS menn verja lífi sínu
til að auka og bæta þekkingu. En frá-
leitt skilja þetta allir, og halda að þar
sje ekkert samband á milli, hversu
ógóðar eru ýmsar ástæður manna á
landi hjer, og hins, hvað andleg fram-
leiðsla er hjer örðug og í litlum met-
um. Skal jeg til skilningsauka rjett
minnast á fátt eitt af því, sem jeg
hygg aS betur mundi fara, hefðu á-
stæður til að rannsaka, hugsa og
kenna, veriS hjer betri. Drepsótt er
hjer, sem ekki þyrfti aS vera, væri
öllum ljóst frá barnæsku, að lungun
eru það líffæri, sem ríður á aS
styrkja og hvernig á aS fara aS
þvi. Kranksamar er hjer miklu en
þyrfti að vera. Verslunarfyrirkomu-
lagið er hjer slíkt, að mjer virðist
alt tal um íslenskt sjálfstæði ærið hje-
gómakent, meðan því er ekki breytt
til batnaðar (takmarkið ætti að vera,
aS verslunin yrði með tímanum þjóS-
areign). Samgöngur innanlands eru
hjer svo sautjándualdarlegar, aS ald-
rei getur ]>jóð þrifist, þar sem ekki
hagar betur til í þeim efnurn. Sam-
bandsmálið hefur verið fariS með
nærri því eins og menn vissu ekk-
ert um viðskifti Dana og íslendinga
á kaupmannavaldstímabilinu, þegar
niðjar landnámsmannanna voru af út-
lendum gróðamönnum taldir rjettir
rúningsskrælingjar. SamanburSur á
mannfræSi íslendinga og annara
NorSurlandaþjóSa, sem er þó svo á-
ríöandi, hefur ekki verið geröur. Ger-
um ráS fyrir t. d., að það kæmi í
ljós við slíkar rannsóknir, að íslend-
ingar hafi yfirleitt minni lungu en
aðrir Norðurlandabúar; vafalaust
mundi sú vitneskja verða mönnum
hvöt til að fara að sinna brjóstrækt
meira en gert hefur verið. Eða setj-
um, að það kæmi í ljós hins vegar, að
námshæfileikar íslendinga sjeu yfir-
leitt meiri en alþýöu manna ann-
arstaðar á Noröurlöndum. Ætli
slíkt hvetti menn ekki til að fara að
gefa meiri gaum en áður hinni forn-
göfgu tungu Norðurlanda, sem vjer
einir höfum haldiö lífinu í. En yrði
slíkt til þess að sá siöur kæmist á
að fá íslendinga til að kenna norrænu
íNoregi,SvíþjóS og víðar,viö háskóla
og aðra skóla; þá gæti af því leitt
sitthvað gott fyrir íslenskt þjóölíf.
Margt gott má sækja, meira en vjer
gerum, til Norðmanna, Svía og Dana.
En hins vegar hygg jeg, að þessum
þjóðum gæti oröið að miklu gagni,
að læra aö hafa meiri mætur á forn-
tungu NorSurlanda. Og beinlínis aö
uppgangi þessarar litlu þjóSar, þar
sem ýmsir oddvitar hafa áður verið.
ÞaS er eftir að uppgötva íslendinga,
sjá hvað risið getur úr þessum rúst-
um, sem vjer megum ekki leyna fyrir
sjálfum oss að vjer erum enn þá.
Skortir nú mikið á 7 fetin, jafnvel
þá sem hæstir eru. En mjög mundi
það greiöa fyrir öllu þessu máli, ef
islenskir vísindamenn, skáld og lista-
menn þyrftu ekki aS vera eins og
fuglar i búri sakir fjeleysis, eða þá
að fara í útlegð til fulls og kasta tung-
unni. Besti auSur einnar þjóðar er at-
gjörvisfólk.
VI.
En víkjum aS gosinu aftur, eða
gosunum, sem kunna aS vera í vænd-
um á BreiSafirði. Varla munu Breið-
firðingar þurfa að ugga um sig fyrst
um sinn fyrir slíku. Og ef til vill fer
ekki að gjósa fyr en ísl. eru orSnir
þrælalýöur kínverskra síldarmiljón-
ara. Ef þá rás viSburSanna verSur
þann veg, eins og jeg held nærri því
að hljóti að verSa, eigi auðvaldsher-
afli og vopnaviðskifti aS ráSa því á-
fram, hverjir forustuna skuli hafa á
jörSu hjer, og verSi vitaukning áfram
svo lítils metin, að mönnum lærist
ekki að skilja gang sögunnar og taka
rjetta stefnu til þess sem eigi skilið
að heita þjóðfjelag og mannfjelag.
En læri menn það, þá verður forusta
mannkynsins á Norðurlöndum, þar
sem vaxtarbroddurinn var áður, eða
oddvitarnir, og meS þvi kyni og þá
forustunni ööruvísi háttað en áSur.
Því að þaS er ekki nein yfirdrotnun
sem hjer er átt við, heldur annaS. Þá
verða einhvern tíma einhverjir íslend-
ingar í tölu leiðtoga mannkynsins.
Þá verður Alþing aftur, nokkra daga
af sumrinu, þjóðarþing á Þingvelli,
þar sem einnig munu koma útlend-
ingar, sem norrænu kunna, til aS
heyra það mál vel kveðið og vel tal-
aS. Þá getur orSið gott að vera Is-
lendingur, því að sú er ánægjan best,
að vaxa svo, að sú hindrun, sem áður
hefti, verði einungis til þess að auka
kraftana.
Og þegar gígirnir rísa upp á
BreiSafirSi, þá veröur komið mun
nær en nú aS því takmarki, að snúa
svo öflum náttúrunnar til þjónustu
viS þroska lífsins, að jafnvel eldgosa-
krafturinn fái ekki aS geisa taum-
laust. Því að einhvern tíma kemur
þar, ef hin rjetta leiS veröur tekin,
aö jafnvel öflin, sem reisa fjöllin og
leggja þau í rúst, verði ekki framar
ofurefli viS aS fást mannviti og
mannorku.
10.—21. febr.
H e 1 g i P j e t u r s s.
„Hadda-Paddau
Guðmundar Kanibans.
Merkur mentamaður hjer í bæn-
um hefur beðið Lögr. fyrir eftirfar-
andi grein.
Herra ritstjóri! Sem „einn af
átján“, þ. e. einn þeirra, er í leikhús
fara sjer til skemtunar (ef einhverja
skemtun er þar að hafa), mætti jeg
ef til vill segja álit mitt á þessu fræga
verki hr. GuSm. Kambans, þótt það
sje nú oröiS nokkuS eftir dúk og
disk, þar sem hætt er að leika það.
Eins og gefur aS skilja, er jeg ekki
samdóma þeim, sem hrósa ö 11 u svo
að segja, ef þaö að eins er í s 1 e n s k-
u r samsetningur; því aö þótt jeg
hafi, eins og víst rjett allir Islend-
ingar, mætur á íslenskum og þjóS-
lcgum listum, þá leiðir engan veginn
af því, aö jeg telji alt list, sem „ís-
lendingar" búa til. Þaö væri þarft
verk, aS gagnrýna á þessu sviöi,
í stað þess, eins og mönnum hættir
hjer til, að gerast öfganna lofbásún-
ur, sem jeg tel mjög óþarft og skað-
legt (þar á sannarlega viS: „Bara ef
lúsin íslensk er“ o. s. frv.!). — Ann-
ars geri jeg ráS fyrir, að allur þorri
manna hugsi aö þ e s s u leyti á líka
leið og jeg. Hitt gæti verið, að nokkr-
ir væru hrifnari af þessum leik,
Höddu-Pöddu, heldur en jeg get ver-
ið, þótt aösóknin að honum muni
mest hafa stafaS af gegndarlausu
skjalli blaöanna, sem enginn hefur
haft rænu í sjer til aS mótmæla
SjeS hef jeg, að ýmsir Danir bera
mikið lof á leiksmiS hr. Kambans
(og býst jeg viS, aS íslensku lofbá-
súnurnar gleSjist af því í hjarta sínu,
að eiga hjá þeim samherja). En þar
fyrir þarf dómur þeirra manna( jafn-
vel samanlagður) ekki aS vera ó-
skeikull. Danir hafa nú um hríð veriS
í hinu mesta sjónleika-hraki og leik-
húsum þeirra hefur vegnaS fremur
illa. Þeir hafa því leiðst út í eltinga-
leik viS æsingaáhrif (,,sensation“),
kvikmyndalæti og þessháttar, sem
harla fjarri er sannri list eSa sæmi-
legu viti. Og úr þeirri skúffu er ein-
mitt þetta leikrit G. Kambans — tit-
lilinn sjálfur, nafnskrýpiS „Hadda-
Padda“, getur heldur ekki leynt því,
hvaS hjer er á ferSinni. Og fer ann-
aS eftir því. ÞaS „passaöi“ þess vegna
í „kramið“ danska — og þaS „pass-
ar“ hjer auSvitaS líka, e f viS ætl-
um aS ofurselja okkur „bíólistinni"
meS húS og hári, og telja fjarstæð-
urnar bestar.
A8 mínu viti hefSi GuSm. Kamban
átt aS nota þessar hugmyndir sínar
í „spennandi" kvikmyndaleik ;* þá
hefSi alt getaS veriS meS feldu, því
aS þar virðist gilda danska reglan:
„Jo galere jo bedre“. Óeðli og sál-
fræöilegar firrur rekur hvaS annað
gegnum leikinn allan. Sama rugliö
endurtekur sig æ ofan í æ, en ýmis-
legt, sem enginn getur búist viS, verS-
ur alt í einu ofan á, svo aö talsvert
er til þess aS kitla taugarnar.
Hr. Kamban virSist ætla aS nota
skáldgáfu sína (hana h ef u r hann,
þrátt fyrir alt, þaS gægist upp úr
á milli) í þjónustu þessarar „stefnu“.
„Konungsglíman" hans stendur þó
þessu leikriti hans framar, þess er
vert aS geta; en blærinn yfir henni
er líkur. Hann ætlar sjer nú að
stunda listina í Ameríku, hefur
heyrst; þar er sviSiS víSara en í
Danmörku. Sem business er
þetta líka a 11 r i g h t!
AS endingu get jeg ekki stilt mig
um aö hryggja menn með því, að
Danir hafa ekki verið allskostar sam-
mála i því aS hrósa H.-P. á hvert
reipi. Sumir, eigi ómerkir, ritdóm-
arar ljetu sjer fátt um finnast. Einn
kvað t. d. hafa komist svo aS orði
um þennan skáldskap (jeg hef ekki
sjálfur sjeð þaS): „ÞaS getur vel
veriö, að á íslandi kallist þetta „p ó-
e s i“, en á vanalegu dönsku máli
heytir þaS „h y s t e r i“ !
Ekki illa sagt.
Áhorfandi.
Leynilögreglusaga
eftir
A. COlfAN DOYLE.
IV. KAPÍTULI.
Frásögn sköllótta mannsins.
Frh.
Litli maSurinn stansaSi snöggvast,
kveikti í hookah-pípunni og bljes
nokkrum sinnum út úr sjer reyknum
eins og hann væri í djúpum hugs-
unum. Þegar hann hafSi sagt svona
stuttaralega frá dauða kafteinsins,
varð ungrú Morstan snögglega ná-
föl, og jeg hjelt að hún mundi falla
í ómegin. En hún náði sjer bráðlega
aftur, þegar hún var búin aS drekka
glas af köldu vatni, sem jeg í kyrþey
helti í handa henni úr venesianskri
vatnsflösku á hliöarljorSi. Sherloch
Holmes hallaði sjer aftur á bak í
stólinn, auðsjáanlega með hugann
langt í burtu, en augnalokin huldu ná-
lega hvöss augun. Þegar mjer varö
litið á hann, gat jeg ekki að mjer
gert aö mjer datt í hug hve sárt
hann hafSi, áður um daginn, kvartað
undan þvi, hve lífiS væri hversdags-
legt. Hjer var þó aS minsta kosti
leyndardómur, sem gat reynt á skarp-
skygni hans út í æsar. Taddeus
Sholto leit á okkur til skiftis, og var
sýnilega hreykinn yfir því, hve mikil
áhrif frásögn hans hafði á okkur.
SíSan hjelt hann áfram á milli þess
sem hann púaði út úr sjer reyknum.
„Eins og þið munuð geta hugsaö
ykkur," sagöi hann, „vorum við bróS-
ir minn heldur en ekk ákafir eftir
fjársjóönum, sem faöir okkar hafSi
talaS um. Vikum og mánuSum sam-
an grófum viS og rótuSum í garöin-
um alstaSar, en vorum engu nær. ÞaS
var til þess að verða vitlaus út af aS
staSurinn, sem sjóöurinn var falinn á,
skyldi vera alveg á vörunum á hon-
um þegar hann dó. ViS gátum gert
okkur hugmynd um stærö hans og
verðmæti eftir hálsbandinu, sem faS-
ir okkar hafði tekið upp. Bartolo-
mew og jeg komumst i oröadeilu út
af þessu perluhálsbandi. Perlurnar
voru auðsjáanlega mjög dýrmætar og
honum var þvert um geS að láta þær
af hendi, því að, milli okkar sagt, þá
*Jeg heyri nú sagt, aS leikritið sje
sýnt um þessar mundir í k v i k-
m y n d u m í New-York !
var bróðir minn töluvert hneigSur til
sömu ágirndarinnar sem faðir okkar.
Hann var líka á þeirri skoSun, aS
ef við ljetum hálsbandiS frá okkur
fara, þá mundi þaö koma af staS
slúðursögum, og gæti komiS okkur i
ógæfu. Alt og sumt, sem jeg gat
fengiS hann til, var aS leyfa mjer aö
leita uppi bústaö ungfrú Morstans,
og senda henni meS jöfnu millibili
eina og eina perlu, svo aS hún í öllu
falli skyldi aldrei líða fjarskalega
neyð.“
„ÞaS var fallega hugsað,“ sagöi
vinkona okkar alvarlega, „það var
dæmalaust hugsunarsamt af ySur.“
Litli maðurinn benti með hendinni
aö hún skyldi hætta.
„ViS vorum eins konar fjárhalds-
menn yöar,“ mælti hann, „eSa svo leit
jeg á þaS, þó aS Bartolomew bróöir
vildi ekki alt af líta svo á. ViS höfS-
um gnægS fjár sjálfir. Mig langaSi
alls ekki í meira. Og svo þess utan
þá hefði þaS mátt vera dæmalaus
ósvífni aS fara svo lúalega meS unga
stúlku. ,Le mauvais gout méne au
crimei' Frakkar kunna aS koma orö-
um aS því. Þessi skoðanamunur
komst svo langt, aS jeg hugði ráð-
legast fyrir mig, aS fá mjer aöra íbúS
handa mjer. Og svo yfirgaf jeg
Pondicherry Lodge og tók gamla
Khitmutgar og Williams að mjer.
En í gær frjetti jeg aS stórviöburður
hefði oröið. Fjársjóðurinn er fund-
inn. Jeg ljet ungfrú Morstan þegar í
staö vita, og nú eigum viS ekkert
annað eftir en aka út í Norwood og
heimta okkar hluta. Jeg sagði Bar-
tolomew l)róður hvaö jeg ætlaöi
mjer i þessu, svo aS hann býst við
oklcur. En hitt er ekki víst aS viS
verSum sjerlega velkomnir gestir.“
Thaddeus Sholto þagnaði og sat
kvikandi í hinu glæsilega sæti sínu.
Við sátum öll þegjandi og vorum aS
brjóta heilann um þessar nýju stefn-
ur, sem leyndardómurinn hafði feng-
ið. Holmes varS fyrstur til aS spretta
upp úr sætinu.
„Þjer hafiö hagað ySur ágætlega
frá því fyrsta til þess síSasta,“ sagði
hann. „ÞaS er ekki ómögulegt aS viS
kynnum aS geta goldiS yöur þaS að
nokkru leyti með því aö varpa ljósi
yfir það í þessu máli, sem yöur er enn
hulið. En, eins og ungfrú Morstan
sagði áðan, þaö er orSiS áliöiö, og
þaS er best fyrir okkur aö ganga taf-
arlaust til verks.“
Hinn nýi kunningi lokaSi hookah-
pípunni í skyndi, og tók fram undan
tjaldi á veggnum síða kápu meS bönd-
um og astrakankraga og hring
fremst á ermunum. Hann hnepti
henni alveg upp í háls sökum þess
að veöur var nístings kalt um nótt-
ina, og setti loks á sig hjeraskinns-
húfu með blöðkum, sem huldu eyrun.
Sást þá hvergi í hann, nema blá-and-
litið, sem sífelt var á hreyfingu meS
fettum og l)rettum.
„Jeg hef óhrausta heilsu," sagSi
hann, þegar hann var á leiöinni fram
göngin, „jeg verö að fara meö mig
eins og sjúkling."
Vagninn beið okkar fyrir utan, og
auðsjeö var aS alt gekk eftir föstu
formi, því að ökumaðurinn fór af
staS þegar á fullri ferS. Thaddeus
Sholto ljet munninn ganga í sífellu,
í síðastliðnum ágústmánuði hvarf
mjer úr heimahögum ljósgrár foli
tvævetur, ómarkaður, með síðu tagli
og faxi. Ef einhver hefur orðið var
við slíkan fola í óskilum, óska jeg
eftir að fá að vita.
HraungerSi 3. mars 1916.
ÓL, SÆMUNDSSON.
cg talaSi svo hátt aS þaS yfirgnæföi
skröltiö i vagninum.
„Bartolomew er slunginn náungi,“
mælti hann. „Hvernig haldiö þið að
hann hafi fariS að finna sjóöinn?
Hann var kominn aS þeirri niöur-
stöSu, að hann mundi vera einhver-
staðar innan hússins. Þá reiknaöi
hann út rúmmál hússins, og mældi
alt nákvæmlega, svo aö hvergi gat
falliS úr einn þumlungur. Meöal ann-
ars fann hann aS húsiS var 74 fet á
hæS, en ef hann lagöi hæSina á her-
bergjunum saman, og lagöi þar viS
þyktina á loftunum, sem hann mældi
meS því aS bora, þá fjekk hann aldrei
nema 70 fet. Þá hlutu einhverstaSar
aö vera 4 fet ótalin. Og þau hlutu aS
vera efst í húsinu. Hann braut þá
gat á loftiö, sem var úr timbri og
kalki, og haldiö þið þá ekki aS hann
kæmi i autt rúm yfir öllu saman!
En hví haföi algerlega veriö lokaS
og enginn vissi af því. Og í miðj-
unni stóö kistan með sjóðnum og
hvíldi á tveimur staurum. Hann ljet
hana síga niður um gatiö, og þar
liggur hún svo. Hann hefur giskaS
á, að verS gimsteinanna muni vera
um hálfa miljón sterlingspunda.“
Þegar hann nefndi þessa feikna
upphæS, störöum viS undrandi hvert
á annað. Ungfrú Morstan mundi, ef
hún fengi sinn hluta, veröa auSug-
ust enskra kvenna, í staö þess að vera
nú fátæk kenslukona. Það var því ær-
in ástæða fyrir vini hennar aö sam-
gleSjast henni. En, þó aS skömm sje
frá aS segja, þá fór svo um mig, að
eigingirnin fjekk yfirhöndina, og
mjer fanst blýþungur klettur leggj-
ast á hjarta mitt. Jeg stamaöi fram
nokkrum heillaóskaorSum, en sat síS-
an niðurlútur og gaf engan gaum
mælginni í hinum nýja kunningja
okkar. Hann var auösjáanlega yfir-
kominn af ímyndunarveiki, og jeg
man óljóst eftir því að hann þuldi
upp fyrir mjer ógurlega runu af sjúk-
dómseinkennum, og spurSi mig ráSa
um samsetningu og verkun óteljandi
skottulæknameöala, og hafSi töluvert
af þeim meS sjer í leöurtösku. Jeg
vona að hann muni ekki öll svör mín
þetta kvöld. Sherlock Holmes sagSi
mjer seinna, að hann hafi ekki tek-
iS eftir því, aö jeg varaði hann viS
aS taka meira en tvo dropa af castor-
olíu í einu, en jeg ráölagöi honum,
trúi jeg, aö taka inn stórar inntökur
af stryknín til þess aö stilla skaps-
munina. HvaS sem því öllu leið, þá
varð jeg sárfeginn, þegar vagninn
stansaði snögglega og vagnstjórinn
stökk niður og opnaöi huröina.
„Ungfrú Morstan, hjer er Pondi-
cherry Lodge,“ sagSi Thaddeus
Sholto um leiS og hann hjálpaöi
henni niður úr vagninum.
PrentsmiSjan Rún.