Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.04.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.04.1916, Blaðsíða 2
58 LÖGRJETTA Lj Matth. Jochumsson: j o <) m æ I i. Úrval. Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Flógmann vill Búnaðarsamband Austurlands fá næsta sumar (ekki verkfæri nje hesta). Tilboð sendist stjórninni að Vallanesi fyrir miðjan apríl næst- komandi. 12. 2. 1916. Stjórnin. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á íslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí, að flytja til sömu landa sem nægastan flutning á skipunum. Þessar viðskifta- bætur á því ekki a5 knýja fram upp á þaS, að landssjóSur sje látinn halda uppi ferSunum meS því aS svara út ærnu fje fyrir aS sigla skipunum tómum aSra leiSina, heldur á í þess staS aS láta landssjóS leggja fram fje til þess aS opna afurSum vorum nýja markaSi eftir tillögum verslunar- fróSra manna og annara sjerfróSra manna í þeim greinum. Þess utan ætti þaS og aS vera lýS- um ljóst, aS oss, sem mest allra þjóSa verSum aS versla viS önnur lönd, er þaS meiri nauSsyn en öSrum þjóSum aS fara aS þeirra dæmum í þessu efni og gera alt sem auSiS er, til þess aS koma afurSum vorum til annara landa í sem hæst verS, svo aS vjer stöndum sem best aS vígi meS aS jafna viS- skiftin. Og þaS atriSi, aS framkvæmd- irnar geti í þessu efni orSiS þær, aS kjötiS geti haldist í því verSi, sem þaS var í síSastliSiS haust, og verS sjávarafurSa falli ekki um of, er aSal- skilyrðiS fyrir þvi, aS hagur allrar al- þýSu geti orSiS bættur. En vitanlega verSur og aS hafa þaS hugfast, aS aukin notkun vjela og umbætur á vinnubrögSum og því öSru, er miSar aS því aS gera framleiSsluna ódýrari aS öllu öSru en vinnulaunum, er ekki síSur þýSingarmikiS í því efni aS hækka afrakstur þjóSarinnar af starf- rækslu hennar á landinu, enda er þaS ekki af því aS vjer vitum þaS ekki allir mæta vel, jafnt vinnuþiggjendur sem vinnuveitendur, aS þaS, aS vjer tökum höndum saman í þessu efni, miSar til þjóSarheilla, heldur eru þaS aSrar ástæður, sem valda því, er ann- aS vill verSa uppi á t,eningnum, þegar til framkvæmdanna kemur. En þótt svo sje, aS þaS sje aS vísu stórmikil nauSsyn á umbótum í þessu efni og jeg verSi þess utan aS telja þaS afarnauSsynlegt til framfara fyr- ir landbúnaSinn hjer innanlands, aS vjer öflum oss íslenskrar búfræSis- þekkingar, þá legg jeg þó mesta á- herslu á þaS í augnablikinu, aS fyrst og fremst snúi menn sjer aS fram- kvæmdum i þá átt aS hækka afurSir vorar í verSi erlendis, af því aS marg- falt skjótari árangurs er þar aS vænta en um hin atriSin. Geri jeg þaS því aS tillögu minni til eflingar landbúnaSi og sjávarút- vegi, sem eru þær atvinnugreinir vor- ar, er vita út á viS og einar jafna viS- skifti vor viS önnur lönd, aS lands- stjórnin sje eftirleiSis látin hafa hæfi- lega ríflegt fje til umráSa til þess aS kosta sendingar til útlanda á land- og sjávarafurSum vorum í því skyni, að opna þeim þar nýja markaSi og aS öSru leyti standast þau útgjöld önnur, er slíkum framkvæmdum verSa aS vera samfara. En til þess nú aS girSa fyrir þaS, að þessi tillaga mín á nokkurn hátt geti orSiS misskilin, vil jeg taka þaS fram, aS jeg ætlast ekki til þess aS stofnaS sje til embætta um ráSuneyti stjórnarinnar í viSskiftum, heldur sje fje þaS, sem varið er í því skyni, not- aS á þann hátt, aS sá eða þeir, sem þættu álitlegastir þeirra manna, er gera viSskiftin landa á milli aS at- vinnu sinni, væru styrktir til ferSa- laga eftir þvi sem þörf krefði í hvert einstakt sinn. Eiginhagsmunir þessara manna gera það aS verkum aS þeir aS jafnaSi mundu hafa ríkari hvöt til þess aS leysa þessi störf vel af hendi en menn í föstum stöSum. En annars eru vörusendingarnar og utanfarir þeirra, sem læra eiga aS ganga frá vörunum, aðalatriðiS fyrir mjer, því aS þaS er á framkvæmdunum á þvi, sem þaS veltur hvort nýr markaSur opnast eSa ekki. Sem dæmi þess, hverja þýSingu þaS getur haft, skal jeg geta þess, aS ítalskur fiskikaupmaður í Genua hef- ur bent mjer á þaS, aS Ditlev Thom- sen ræðismaSur segir í skýrslu sinni til landshöfðingja 1894, aS Labrador- fiskur ætti aS geta orðiS útflutnings- vara frá íslandi til ítalíu. En eins og kunnugt er, kom þessi athugun, er ítalinn dáSist mjög aS, oss aS engu gagni af því aS ekkert var gert til þess aS hagnýta sjer hana. Var þaS að eins fyrir tilviljun eina aS þessi markaður opnaSist fyrir oss nokkrum árum seinna, því ef ekki hefSi svo atvikast um aldamótin, aS herra Ward, sem fyrstur byrjaSi aS flytja hjeðan Labradorfisk, hefSi ekki skaSast á botnvörpungaútgerS sinni í HafnarfirSi og þvi viljaS reyna hjer eitthvaS til þess aS hafa upp tapið, er óvíst hvort nokkur hefSi enn veriS orðinn til þess aS byrja aS flytja þessa vöru hjeSan. Og eins og reynsl- an hefur sýnt, hefur jafnan mikill á- rangur orSiS af því, er menn hafa fylgt afurSum vorum utan til þess aS heyra útásetningar kaupendanna á vörunum og kynna sjer þaS, hversu ganga skyldi frá þeim hjer til þess aS þær yrSu sem útgengilegastar. Nægir í því efni aS minna á síldar- sendinguna til Ameríku í hitt eS firra, að jeg nú ekki tali um SpánarferS Þorsteins yfirmatsmanns GuSmunds- sonar. Næst vali á mönnum skiftir þaS því sem sagt mestu aS erindrekar vorir og útsendir trúnaSarmenn i þessum efnum hafi íslenska vöru milli handa, er til útlanda kemur, ef von á aS vera um þaS aS oss megi takast aS opna afurðum vorum nýja og betri mark- aSi. Skora jeg því á landsmenn aS fylgja vel fram tillögu minni hjer aS framan um fjárframlög úr lands- sjóSi til vörusendinga. Eftir aS jeg hafSi tekið þessa grein sarnan, hafa gerst þau tíSindi, aS Bretar hafa sett þau skilyrði fyrir saltflutningi til landsins, aS viStak- endur skrifi undir eftirfarandi skuld- bindingu: „Jeg undirritaSur, N. N., lýsi hjer meS yfir því statt og stöSugt, aS hvorki alt nje nokkur hluti af salti því, sem mjer hefur veriS sent meS gufuskipinu N. N., sem nú er á leið til íslands, verSi flutt aftur út frá íslandi í sömu mynd og aS jeg noti hvorki alt saltiS nje nokkurn hluta þess til þess aS tilbúa vörur, sem ætlaSar eru til útflutnings til lands, sem á í ófriSi viS Stóra-Bretland, nje heldur til Danmerkur, Noregs, Svi- þjóSar eSa Hollands, og enn fremur skuldbind jeg mig til þess, aS selja ekki nje ráðstafa á annan hátt tjeSu salti nje nokkurri vöru, sem þaS hef- ur veriS notaS til aS tilbúa, nokkrum manni eða mönnum, nema aS nöfn þess eða þeirra manna hafi áSur ver- iS tilkynt ræSismanni Breta i Reykja- vík og aS jeg hafi fengiS skriflegt samþykki tjeSs ræðismanns til hinnar fyrirhuguðu sölu eSa ráðstöfunar á saltinu eSa vörum þeim, sem um er aS ræSa. Ennfremur lofa jeg aS afhenda ræSismanni Breta í Reykjavík til at- hugunar allar og sjerhverjar bækur, blöS og skjöl, sem jeg kann aS hafa í höndum viðvikjandi salti því eSa vörum, sem ræSir um hjer aS fram- an, ef og þegar þess er óskað aS þau sjeu afhent. Fari svo, aS framanskráð skuld- binding verði brotin eSa rofin, hvort heldur af mjer, beinlínis eSa óbein- linis, skuldbind jeg mig hjer meS til aS borga stjórn Bretakonungs, þegar hún krefst þess fyrir milligöngu bretska ræSismannsins í Reykjavík eða á annan hátt eftir því sem tjeS stjórn ákveSur, fjárupphæS í ster- lingspundum, sem jafngildir tvöföldu verði saltsins eSa þeirrar vöru, sem saltiS hefur veriS notaS til aS tilbúa, hvort heldur sem vera skal, og skai ákveSa verðiS sem þaS verS, er slíkt salt eSa vara mundi verða seld fyrir í Evrópu, þar sem verðiS er hæst.“ Sakir þessara skilyrða bretsku stjórnarinnar, stakk jeg upp á því á föstudaginn var viS forstjóra Sláturfjelags SuSurlands, aS hann reyndi þegar í staS aS tryggja sjer þau 80—100 tonn af salti, er fjelagiS þarf, af birgSum þeim sem hjer eru enn til af salti, sem ekki er bundið skilyrðum. Eins vakti jeg máls á hinu sama viS tvo velferSarnefndarmenn, hvaS landið í heild sinni snertir, af því aS mjer var kunnugt um þaS, aS ýmsir útgerSarmenn töldu þá aS ó- hindraS mundi mega senda þann fisk til Kaumannahafnar sem komiS hefur á land til þessa og enn er ósendur; var þaS álit þeirra, aS saltskilyrSin væru aS eins afleiðing þess, aS botn- vörpungarnir eru teknir aS afla í salt og í því skyni sett, aS knýja fram samkonrulag um aS þeir færu þegar i staS aS fiska í ís handa Englending- um. En af skeyti, er birtist í Morgun- blaSinu síðastliðinn laugardag, er auSsætt, að þessi ráðstöfun Breta stendur dýpra og aS hjer er um að ræða almennar ráðstafanir, sem gera á til þess eftir ýtrasta megni aS hindra allan matarflutning til Þýska- lands eða miSveldanna. Af skeytinu i Morgunbl. í gær, er segir forsætis- ráSherrann danska vilja leggja hegn- ingarhúsvinnu viS brotum gegn á- kvæðum, er sett hafi veriS um út- flutning, er auSsætt, aS hjer er al- vara á ferðum, og þyrfti því sem skjótast aS afla fullrar vitneskju um það ástand, sem hjer á aS ríkja, enda mun landsstjórnin og velferSarnefnd- in líka þegar hafa hafist handa í því efni í samráSi viS dönsku stjórnina, sem ekki er þaS síður áhugamál en oss, aS Danir geti fengiS hjeðan salt- kjöt og fiskmeti. Fari nú svo, aS NorSurlandamark- aSinum veriS lokið fyrir oss, verSur aS vinda bráSan bug aS því að gera ráðstafanir til þess sumpart aS sjóSa niður kjötiS meS haustinu og sumpart aS opna því markað á Englandi kældu eða freðnu, eða á fæti, alt eftir því sem rannsóknir í því efni leiddu í ljós aS tiltækilegast væri, meS því að litlar sem engar líkur eru til þess, aS saltkjötinu geti skyndilega opnast nýr markaður utan NorSurlanda meS- al þjóða, sem aldrei hafa neytt þess eða annars saltkjöts áSur. Nú, og þó svo færi, aS betur rættist úr þessu máli en áhorfist í augnablikinu, þá er þó engu síSur nauðsynlegt, að gerSar sjeu ráðstafanir til þess næsta haust, að senda kælt eSa freSiS kjöt til Englands, til þess aS fá reynslu í því efni og vera betur undir búnir haustiS 1917. Undir báSum atvikum ætti þaS því ekki aS dragast degi lengur, aS hafist væri þegar í staS handa um undirbún- ing og framkvæmdir á því, að opna kjötinu markaS á Englandi. Og verS jeg þá aS leggja áherslu á það, aS landsstjórnin og velferðarnefndin taki nú þegar forgöngu þessa máls í sínar hendur í samráði viS kjötútflytjendur og aðra fróSa menn á þessu sviSi, meS því að þaS er ekki undir því eigandi aS nokkuS verSi úr framkvæmdum aS öðrum kosti, fyr en þá um seinan og eftir aS komið er í ótíma. Tillögur um þaS, hvaS landsstjórn- in geti gert til þess aS greiSa fyrir sölu sjávarafurSa nú í svipinn, geri jeg engar, með því aS þaS er útgerðar- manna, sem þekkinguna hafa á því sviSi, aS leggja þar á ráSin. AS eins vil jeg taka það fram, aS þaS er nauSsynlegt fyrir bæjarfjelag- iS eða verkafólkið, sem ráðið hefur sig í síldarvinnu hjá útlendingum, að gengiS verði sem fyrst úr skugga um þaS, hvort nokkuS verSi úr veiðum þeirra að þessu sinni eða ekki. Einn- ig ættu verkamenn aS taka þaS til yfirvegunar, hvort ekki væri ástæða til þess aS krafist væri einhverrar tryggingar, t. d. bankatryggingar, fyrir því tjóni, er af því getur hlotist, ef útlendingar draga inn seglin á síS- ustu stund, er tíminn er orðinn of naumur fyrir síldarvinnufólk til þess aS ráSa sig til annarar atvinnu yfir sumartímann. En slíkt getur auSveld- lega aS höndum borið á jafnviðsjár- verSum tímum og nú eru, og reyndar alt- af, þar sem aldrei er að vita nær hafísinn kann aS gera síldveiSarnar ómögulegar. Eggert Briem frá ViSey. Björgunarskip. Á hverju ári fáum vjer bendingar um, aS tími sje kominn til þess aS landiS eignist björgunarskip. Fyrir nokkrUm dögum bjargaSi fiskiskipið „Ester“ 38 mönnum úr sjávarháska og frá opnum dauSa, og mótorskipiö „Freyja" bjargaði í sama veðrinu 10 mönnum. Af hreinni tilviljun eru þessi skip, sem bjarga, stödd á rjett- um staS, en þau eru þar án áætlunar. Báta hefur rekiS undan landi og öll- um er það ljóst, að þeir munu í nauS- um staddir. Tekist hefur þó aS fá gufuskip úr Reykjavík til þess að leita, en það tekur tíma og hætt viS aS þar sem langur aðdragandi er, rnuni árangur ekki mikill, og auk þess er engin vissa fyrir, aS slík skip sjeu til taks hvenær sem kallað er. Ef landsmönnum yrið þaS ljóst, aS hjer þarf eitthvað meira en orSin tóm eða ritgeröir í blöðum um þetta atriSi, þá væri ekki úr vegi að hug- leiSa, hvernig slíkt skip ætti aS vera, og vildi jeg leyfa mjer að koma með bendingar í þá átt frá mínu sjónar- miSi, og aS aSrir kæmu svo með þær frá sínu, því málefniS er þess vert aS þaS sje athugað. Skip af sömu gerð og frakknesku spítalaskipín, sem hingað hafa komið, álít jeg hið á- kjósanlegasta, þvi auk þess að vera björgunarskip, ætti þaS um leiS aS vera spítalaskip. Sjávarútvegur fer sívaxandi, og flestum er kunnugt, hve oft fiskimenn sýkjast, einkum á ver- tíð. Þá er fiskaS þar viS landiö, þar sem engar hafnir eru í nánd; þaS kostar langar siglingar og geta út- gerðarmenn og fiskiménn best skýrt frá, hvað þær kosta, þegar sigla þarf langar leiðir frá besta afla, til aS leggja veikan mann á land. Á vertíSinni ætti skip þetta aS vitja fiskiflotans eins oft og tími leyfSi, en aðalstarfiS ætti þó aS vera, að hafa gætur á bátum í vondum veSrum, aðstoSa þá til aS ná landi, hjálpa þeim, sem í nauSum væru staddir, og yfirleitt reyna aS bjarga lífi og eigum manna, og þar eS skipið væri útbúiS í samræmi 'viS starfið, mundu bátar síSur brotna viö þaS í stórsjó en viS hliö á skipi, sem ekki er und- ir slíkt búiö. Vitum fjölgar hjer óðum; þeir þurfa aö fá sínar nauðsynjavörur á hinu stutta sumri og í mörg horn er þar aö líta. Til flutninga til vitanna eru tekin leiguskip’ eða bátar og mun stundum ganga ógreitt aö fá fleytu. Björgunarskip og flutninga- skip til vitanna virSist því mega sam- eina hjer, þar sem aSalbátagæslan væri meöan veörin eru verst og flestir á sjó, vertíðinni. LeiSir mætti mæla á skipinu og leggja leiSardufl og m. fl. og þaS mundi sannast, aS kæmist slíkt skip hingaS og tæki til starfa, mundi verkefni verSa nóg. ÞaS ætti aS hafa klefa til þess að geta tekiö á móti sjúklingum og læknir yrSi á því aö vera. Eflaust yrSi slíkt skip nokkuS kostnaSarsamt landinu, en hjer er líka mikið í húfi, og má þaS heita til- viljun ein, að 50 manns er nú bjarg- aö frá dauöa í einu, en engin ráð- stöfun, og þetta er endurtekning, og sama getur komiö fyrir á komandi vertíöum, að því undanteknu, aS þá er máske ekkert skip á hinum rjetta staö, þar sem hjálpa þarf. Hugsum allir um þetta, þaS er al- varlegt málefni. 31. mars 1916. Sveinbjörn Egilsson. Skattamáladeilan. Fátt er of vandlega hugað. Eftir Jón G. Sigurðsson á Hofgöröum á Snæfellsnesi. ----- Frh. Mjer skilst í grein hr. Sv. Bj„ að helsta mótbáran, sem fram kom i þinginu gegn útflutnirxgsgjaldslögun- um, hafi verið fjárfellirinn 1914. En hvaS sem um þetta er, þá er þaS víst, aS afleiöingar harðindanna konui mjög tilfinnanlega hart niSur á bændalýðnum, og ekki mun „Borg- firSingur" taka mikiö of djúpt í ár- inni, er hann áætlar fjenaSarfækkun þá, sem af harSindunum leiddi. Lík- lega getur nú hr. Sv. Bj. eigi látiö sjer skiljast, aS önnur fjenaSarfækk- un hafi átt sjer staS en horfellir, því að svo lítur út sem búnaöarvit hans nái ekki svo langt. Hve mikill hinn eiginlegi fellir hafi veriö, er mjer ó- kunnugt um, en mörg slys urSu þá á skepnum bænda, hvort sem slíkt er eignað fyrirhyggjuleysi þeirra eSa eigi. Meginþorri unglamba dó um vor- iS eSa var lógað hjer um sveitir, og þótt eigi veröi sagt meS sanni, að mjög margt fjelli af fullorSnu fje, urSu samt ýmis konar skaSar og slys á því. Ofan á þetta bættust stórfeldar verslunarskuldir, sem bændur komust i sökum kornkaupa til skepnufóðurs um veturinn og voriö. Sumarið 1914 var litlu betra en hiS næsta á undan, og neyddust bændur því til aS selja mikiS af fjenaöi þeim, sem eftir var, bæöi til skuldalúkninga og svo vegna fóSurskorts. Samt sem áSur munu fæstir hafa getaö greitt þá nema nokkurn hluta skuklanna, eöa aS eins höggviS svo mikiS skarö í þær, aS lán fengist aS nýju til heimilisþarfa. MeS fylsta rjetti má því staöhæfa, aS mikill hluti hinna seldu landbún- aSar-afuröa sumariS og haustiö 1915 gengi til greiðslu skulda þeirra, er stöfuðu af harðindunum. AS leggja skatt á afurðir þessar var því bein- línis aS skatta óhjákvæmilegar skuld- ir bænda, eöa meS öðrum orSum, aS hækka þær. Upphaflega átti nú svo sem ekki aö skera þessa skattálögu viS neglur sjer. „ísafold“ kom frarn meS þá uppástungu um þingtímann, að lagSur væri 30 aura skattur á hverja sauSkind á landinu, miSaS viS fjenaðarfjölda voriö 1912, eSa áður en harSindin hófust, áður en fjenaSin- um fækkaöi. BjargráSanefndin setti hásællar minningar í útflutnings- frumvarp sitt 8 aura gjald af hverju tvípundi (kg.) kjöts, 20 au. af hverju tvípd. ullar, 10 au. af hverri gæru, 10 kr. af hverjum hesti og 3 kr. af hverri sauðkind. Og þetta átti að vera til þess aS firra þjóðina vand- ræöum eSa bjarga lifi landsmanna!! ÞaS sýnist fremur vandalítiS verk, aS semja lög um skatta og álögur á hina örfáu menn, sem bera svo mikla ræktarsemi í brjósti sjer til fööur- landsins, ættjarSarinnar, er hefur fóstrað kynslóSina og haldiS lífi í henni meira en 10 aldir, aS þeir nenni aS leggja fram krafta sína til þess aS yrkja og rækta landið. En hversu djúpt gróSursett skyldi sú ættjarSar- ást vera, er kemur fram i slíkri lög- gjöf? —- Rjettast mun vera að svara ekki slíkri spurningu fyrri en þessir menn hafa sýnt þaS í verkinu, aS þeir vilji snerta sínum minsta fingri viS hinu þungum byrSum, er þeir binda öörum. All-skrafdrjúgt veröur hr. Sv. Bj. um misrjetti þaS, er sjávarmenn verði fyrir, ekki síst aS því er kemur til hlutdeildar í meSferS landsmála, tel- ur þaS hróplegt ranglæti, aS bændur á þingi vildu eigi fjölga alþingis- mönnum Reykjavíkur. Allir vita, að mannmergS höfuS- borgarinnar samanstendur aS mjög miklu leyti af alt öSru fólki en sjó- mönnum, og þaS er óvíst, hvort sjó- mannastjettin á nokkru meira ítak í Reykjavikurbúum en sveitamönnum. Sjómenskan er meira og minna rekin meS vinnukröftum ofan úr sveitum, enda hafa sveitirnar alt af sopiS seyS- iS af slíku: mist margan vaskan mann á besta aldri, auk þess sem stórar fjölskyldur hafa oft og einatt hrúg- ast á sveitirnar, þegar fyrirvinnunnar misti viS. — Órjettlæti þaS, er höf. talar um, er alls ekki gagnvart sjó- mannastjettinni. En hvort þaS sje rjettlátt að miöa þingmannafjölda Reykjavíkur meira viö manntal en gert er, mun hann naumast fær um að dæma, og lítt mundi það bæta

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.