Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.04.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 05.04.1916, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LÖGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 16. Reykjavík, 5. apríl 1916. XI. árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í f Lárus Fjeldsted, YfirrjettarmálafærslumaíSur. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn. Efling landbúnaðarins þjóðarnauðsyn. Tillögur um báðar atvinnugreinarnar. Salt-skilyrði bretsku stjórnarinnar. í herlöndunum á meginlandi álf- unnar er efling landbúnaSarins einn þáttur landvarnanna og hermálanna, meS þaS fyrir augum, aö gera þjóS- irnar sem hæfastar til þess í friSi að framleiSa nægar vistir handa sjer. Fyrir þessar sakir hefur því t. d. á Þýskalandi landbúnaður nú um langt skeið notiS sjerstakrar verndar og margvíslegra hlunninda frá hálfu rík- isins. Og meS því nú að þessi póli- tík ÞjóSverja hefur gefiS svo góSa raun í stríSinu, má því ætla, aS her- löndin á meginlandinu muni eftirleiS- is gera meira aS því aS efla landbún- aS en þau hafa gert nokkru sinni áS- ur, enda er þaS lika þegar fariS aS gera vart viö sig. Þannig var þaS t. d. i Noregi, aS norska þjóSin, jafnt kaupstaðabúar sem sveitafólk, ljet þaS eindregiS i ljósi viS kosningarn- ar til Stórþingsins næstliSiS haust, aS hún vildi verndartoll á kornvörum, til þess meS því aS stuSla aS aukinni kornyrkju í landinu, svo framarlega sem önnur betri og ódýrari ráS yrSu ekki fundin til þess aS tryggja þjóS- inni kornmat á ófriSartímum. Eins og menn mega sjá af þessu, verSur þannig aS þessu leyti ekki geröur neinn samanburSur um land- búnaSinn hjer á landi og efling hans meS þjóSunum á meginlandinu, þar sem hjer eru engin hermál. Bændur hjer mega því ekki láta sjer þaS nægja aS vitna til annara þjóSa i þessu efni, heldur rökstySja kröfur sínar um aS stjórn og þing styrki landbúnaSinn ekki aS eins jafn mikiS heldur meira en sjávarútveginn og sýna fram á þaS, hverjar sjerstakar ástæSur þaS eru, sem gera þaS aS verkum, að þaS er ekki einungis stjettarmálefni, heldur jafnframt þjóSmál. Að öSrum kosti, ef þetta er ekki gert, en landbúnaSurinn hins vegar styrktur meira en sjávarútvegurinn, þá má eiga þaS víst, aS rígur sá milli bændastjettarinnar og kaupstaSabúa, sem fariS er aS bóla á, magnist æ meir meS hverju ári, í stað þess aS minka. AS vísu veit jeg, aS því mun verSa haldiS fram, aS fullnægjandi röksemdir í þessu efni hafi þegar ver- iS bornar fram af hálfu bænda, en þar til er því aS svara, aS þær hafa þá ekki veriS svo sannfærandi aS kaup- staSabúar hafi tekiö þær til greina enn sem komiS er. Eins og kunnugt er, halda bændur því. hvervetna fram sem einni ástæSu fynr efling landbúnaSarins, aS sveita- störfin hafi meiri og betri þroska- skilyrSi í för með sjer fyrir menn, bæSi líkamlega og andlega, en önnur atvinna. En þessa ástæSu viSurkenna kaupstaSabúar vorir ekki fremur en aSrar þær ástæður, er jeg minnist aS hafa sjeð eSa heyrt bornar fram því máli til stuSnings aS landbúnaS- inn beri að styrkja meir en sjávarút- veginn. T. d. hafa ýmsir viljaS leggja mikla áherslu á þaS, aS sveitirnar ali upp svo mikið af fólki fyrir kaupstað- ina og þaS sje því ekki .nema sann- gjarnt aS þaS sje endurgoldiS aS ein- hverju leyti á einn eSa annan hátt. En þetta er röksemdafærsla, sem jeg felli mig ekki viS, því aS kaupstaSabúar geta á sama hátt bent á ýmislegt, er jafnar reikninginn, eins og t. d. þaS, aS kauptúnin og kaupstaSirnir veita mörgu sveitafólki atvinnu yfir ýmsa tíma af árinu, er þaS aS öSrum kosti væri atvinnulaust, auk þess sem þeir gera þaS mögulegt að bændur geta fjölgaS við sig verkafólki yfir hey- skapartímann, án þess aS þurfa aS sjá því fyrir frekari atvinnu eSa hafa af því annan aukakostnaS aSra tíma ársins. Jeg vil því ekki fara út í neinn slíkan samanburS eSa útreikn- inga á því, hvorir meira geri hvorir fyrir aðra i viðskiftum sínum, kaup- staSabúar eSa sveitabændur, heldur skoða máliS frá annari hliS. Hinar stórkostlegu framfarir, sem hjá oss hafa orSið í sjávarútvegnum, nú síSustu árin, hafa, eins og kunn- ugt er, gert þaS aS verkum aS vinnu- launin hafa hækkaS til stórra muna við sjávarsíöuna. En af því leiSir aS sveitafólkiS yfirgefur sveitirnar og leitar til kaupstaSanna, nema afkom- an viS sveitabúskapinn geti s a m- t í m i s tekiS þeim umbótum, sem til þess útheimtast, aS landbúnaSurinn geti einnig risiS undir kaupgjalds- hækkuninni. AS öSrum kosti, ef fólk- iS verSur aS yfirgefa sveitirnar um skör fram, verður afleiöingin óhjá- kvæmilega sú, aS kaupstaSirnir of- fyllast af verkafólki. En af því mundi aftur leiða stórum aukið vinnuleysi í landinu meS þeim afleiSingum fá- tæktar og sveitaþyngsla, sem þaS hef- ur í för meö sjer. Ofan á þaS böl, sem þetta væri fyrir þjóSfjelagiS, mundi svo loks einnig bætast útflutningur fólks, til óbætanlegs tjóns fyrir vöxt °g viðgang þjóSarinnar, því aS jeg geng aS því vísu, aS verkalýSurinn hjer í liöfuðstaSnum mundi fremur flýja landið, heldur en aS una því aS vinnulaunin lækkuSu að nokkru ráöi niSur úr þeirri kauphækkun, sem hjer hefur orðiS upp á síSkastið. Eins og kunnugt er, hafa almenn verkalaun hjer í Reykjavík hækkaS nú á næstliSnum tveim árum sem hjer segir: Fyrir vinnu frá kl. 6 árd. til kl. 6 síSd........... 33 pct.* Fyrir vinnu frá kl. 6—10 síSd. og 4—6 árd..... 71 pct. Fyrir vinnu frá kl. 10 síSd. til 4 árd. og helgidaga- vinnu ................ 185 pct. í HafnarfirSi hefur þessi hækkun aftur á móti ekki átt sjer staS fyr en nú, aS veriS er aS reyna aS koma henni þar á, og sýnir þaS aS þessi kauphækkun, sem orSin er hjer í Reykjavík, er þannig nú aS byrja aS verka út frá sjer. En hvernig svo sem þessu máli verkamanna kann nu að þessu sinni aS reiSa af í Hafnar- firSi, þá er þaS naumast ætlandi, aS þessi kaupgjaldshækkun haldist til langframa innan þeirra takmarka, að hún gildi aS eins hjer i Reykjavík, en nái eigi aS breiSast út um landiS. VerSa menn því aS vera viS því búnir aS útgjöld. bænda og annara atvinnu- rekenda úti um land hljóti áSur en langt um líSur aS hækka að sama skapi og átt hefur sjer staS hjer í borginni, enda er þaS þegar orðiS hvaS kaupavinnti snertir, sakir mikill- ar síldarvinnu, sem útlendingar bjóSa nú upp á, eftir uppgripin í fyrra. En nú mun óhikaS mega fullyrða, að * Eftir að greinin var skrifuð, hef- ur orðiS sú breyting á, aö hækkunin á þessum liS nemur 50 pct. bændur alment muni ekki fá risiS undir þessari kaupgjaldshækkun, svo framarlega sem afkoman viS sveita- búskapiun verður ekki betri eftir stríðið en hún var áSur en ófriSurinn hófst. Ef menn vilja því ekki þurfa aS horfa fram á þaS, aS þjóSin geti átt þaS í vændum aS fólkiS flýji sveit- irnar og flykkist um of til kaupstaS- anna og leiti siðan úr landi sakir at- vinnuleysis eSa lækkunar á vinnu- launum, þá er þaS leiSin til þess að girSa fyrir það og varSveita fólkiS i landinu, aS styrkja landbúnaSinn meS dáS og dug í öllum þeim greinum, er miða aS því aS auka svo afrakstur hans, aS hann geti haldið i fullu trj° viS sjávarútveginn um kaupgjaldiS. En þá kem jeg aS því, sem hörmu- legast er til aS vita, aS vjer höfum alls ekki kunnaS tökin á því a'ð styrkja landbúnaSinn á þann hátt, sem honum er mestur styrkur í og mest von er til aS honum geti orSiS að gagni. En þar á jeg viS það, aS vjer höfum um of skelt skolleyrunum viS þeirri nauSsyn, sem oss er á því aS afla sjálfstæSrar þekkingar á land- búnaSinum, því aS hann er aS því leyti frábrugðinn bæSi sjávarútvegi og iSnaSi, aS vjer getum i þeim grein- um lært alt af útlendingum. En i landbúnaSinum verSur þessu ekki komiS viS nema aS litlu leyti. Er þaS í stuttu máli skoSun mín, aS landbúnaSurinn veröi best styrkt- ur meS því aS afla sem sjálfstæSastr- ar og fullkomnastrar þekkingar á honum, annars vegar aS þvi er snertir öll atriSi hans hjer innanlands og hins vegar markaS afurSanna erlendis. AS þessu sinni mun jeg þó aS eins ræSa síSari liðinn, en geyma mjer þaS aS gera grein fyrir afstöðu minni til fyrri liSsins. Eins og kunnugt er, hefur kaup- mannastjettin litlu sem engu áorkaS i því efni aS opna landbúnaSarafurS- um vorum nýja markaSi og hækka þær í verði erlendis. En þetta er ekki nema eSlilegt, sökum þess aS þeir, sem leggja í þann kostnaS, er slik- um framkvæmdum tíSast eru samfara til byrjunar, verSa þá líka aS geta átt i vændum hagsvon, er því svarar. En um kaupmennina er það svo, aS þeir geta ekki gert sjer auknar gróSavonir af því aS ráSast í neitt slíkt, þar eS verslunarsamkepnin gerir þaS aS verkum, að þeir geta ekki reiknaS með því að fá nema venjulegan versl- unararS í aSra hönd eftir aS ísinn er brotinn. Er það því skiljanlegt, aS þeir leggi ekki mikið í sölurnar til þess aS rySja braut í þessum efnum, enda er þaS líka kunnara en frá þurfi aS segja, aS það er einmitt alstaSar svo i veröldinni, aS þaS eru framleiS- endurnir sjálfir, sem í þessu verSa aS brjótast. VerksmiSjurnar hafa þann- ig menn í sinni þjónustu til þess aS bjóSa fram vörur sínar til kaupmann- anna, og bændur, eins og t. d. bændur í Danmörku, mynda meS sjer stór út- flutningsfjelög til þess meS þvi að gera þaö aS sjerstakri atvinnu sjer- fróSra manna, aS koma afurSum þeirra i verS. Á sama hátt var þaS og hjer, að saltkjötiS náSi þá fyrst há- marksverSi sinu erlendis, er Sláturfje- lag SuSurlands komst á og menn höfSu kynt sjer, hvernig kaupendurn- ir vildu að gengiS væri frá kjötinu. En nú meS þvi aS íslensk fram- leiðsla er enn svo skamt á veg kom- in og fjármagniS, sem aS baki henni stendur, er af svo skornum skamti hjá flestum, þá verS jeg aS telja þaS nauSsynlegt, aS landsjóSur sje hjer látinn hlaupa undir bagga. Eins og kunnugt er, þá er kjöt- framleiSsla vor enn sem komiS er ekki á hærra stigi en svo, aS þaS er aS eins almúgafæSa, sem vjer höfum á boðstólum, aSallega handa alþýSu- fólki í Danmörku og annarstaSar á NorSurlöndum. Aftur á móti flytst ekkert af íslensku kjöti til Bretlands, þangað, sem allir, er til þess geta náS, keppast þó um að senda kjöt sitt. , En þetta stafar, eins og kunnugt er, Trygfgfingr fyrir aS fá vandaSar vörur fyrir HtiS verS er aS versla viS V. B. K. Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír cg ritföngum Sólaleðri og; skósmíðavörum. Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. VandaSar vörur. Smásala. Ódýrar vörur Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. af því, aS Bretar neyta ekki saltkjöts og kaupa ekki frá öSrum löndum nema aS eins kælt og freSiS kjöt. Hjer þarf því aS brjóta ísinn, kosta mann til þess aS kynna sjer söluna þar og kröfur kaupenda og afla þekkingar og kunnáttu i því, hversu fara skal meS kjötiS frá því fyrst aS skepn- unum er slátrað hjer og þar til þaS kemur til Englands. Nú, og svo þó aS þetta sje gert, þá verSur þó alt af aS eiga þaS á hættu, aS misfellur gcti orSiS á til byrjunar. Hjer er þvi um kostnaS og áhættu aS ræSa, sem enn hefur ekki veriS lagt út í og óvíst er nær gert verSur, auk þess sem miklar líkur eru til þess aS enda þótt til- raunir yrSu byrjaðar að einhverju leyti, þá sje þaS undir hælinn lagt, hvort þeim yrSi þá haldiS áfram eSa ekki, ef ekki gengi alt aS óskum þeg- ar i fyrstu og framkvæmdirnar væru undir því komnar, aS bændur hefSu samtök um aS standast kostnaSinn. Fyrir þessar sakir verS jeg því aS telja þaS nauSsynlegt, aS landssjóS- ur leggi þegar í staS fram fje til til- rauna og framkvæmda í þessu efni, meS því hjer er um aS ræSa velferS- armál, sem snertir ekki aS eins bændastjettina eina sjer, heldur líka alt þjóSfjelagiS i heild sinni, eins og sýnt hefur veriS fram á hjer aS framan. Ætti þegar i staS aS fela verslunarfróSum manni aS rannsaka og undirbúa sölutilraunir á kjöti til Englands, því aS nú einmitt er tæki- færiS til þess að komast inn á kjöt- markaðinn þar, alveg á sama hátt og Kanadamenn hafa gripiö þaS aS þvi er fiskmarkaðinn áhrærir. Eins og kunnugt er, eru þeir nú teknir aS senda vatnafisk sinn freSinn til Eng- lands, ekki aS eins í því skyni aS notfæra sjer þaS háa verS, sem nú hefur veriS á öllum fiski í Englandi, heldur jafnframt meS þaS fyrir aug- um, aS þegar sambandiS sje einu- sinni komiS á og fólk í Englandi hafi á annaS borS komist upp á aS neyta vatnafisksins, þá hljóti viSskiftin a'ð haldast áfram, einnig eftir aS friSur er kominn á. Enn fremur vil jeg taka þaS fram, aS jeg hef einhverstaSar sjeS þess getiS, að Brasilíumenn leggi nú mikiS kapp á aS koma sjer upp kjötmarkaSi í Englandi. En nú eru skipaleigur háar og miklir erfiSleikar á því fyrir Englendingum aS full- nægja samgönguþörfum landsins, og ættum vjer því aS standa vel að vígi sakir þess, hversu hjeSan er tiltölu- lega stutt til Englands. Er þaS því bráðabirgðatillaga mín til allra póli- tiskra funda i landinu, aS þeir skori á stjórnina aS hefjast þegar i staS handa í þessu efni og verja í því skyni fje til undirbúnings og framkvæmda upp á væntanlegt samþykki þingsins meS aukafjárveitingu. AS öSrum kosti, ef ekkert er gert í málinu, þá mega menn eiga þaS víst, aS saltkjöt- iS fellur í verði aS stríSinu loknu, og þær afleiSingar koma þá fyr eSa; seinna fram, er jeg hef bent á hjer aS framan. Vjer verSum aS hafa þaS hugfast, að þaS, aS saltkjötiS er nú í svo háu verSi, stafar eingöngu af því, aS ÞjóS- verjar kaupa nú upp á NorSurlönd- um alt það kjöt, sem þeir fá þar yfir komist og án þess aS skera verSiS viö neglur sjer. En strax og stríSinu linn- ir, eru þessi viSskifti þeirra óSara úr sögunni, er tollarnir ganga aftur í gildi. Um Englendinga er aftur á móti lítil ástæSa til aS ætla, aS þeir breyti verulega pólitik sinni í þess- um efnum, meSan yfirráSin á sjónum eru í þeirra höndum, enda auSsótt fyrir þá aS ná tekjum í ríkissjóS meS því aS hækka útflutningsgjaldiS af kolunum, þar eS ekki er aS efa, aS samningar geti tekist meS þeim og meginlandinu um að fara hinu sama fram í þvi efni, til þess með því aS láta hlutlausu löndin í álfunni, sem öll eru kolalaus, hjálpa til aS greiSa her- kostnaSinn eftir því sem unt er. Þess utan er og á þaS aS líta, aS ekki er eftir neinu aS bíSa meS þaS að reyna til þess aS opna kjötinu markaS á Englandi, meS því aS auk niSur- suSu er ekki í önnur hús aS venda í því efni. En eins og óþarft er aS taka fram, þá er meS framkvæmdum í þessa átt, ef rekspölurinn kemst á, áreiSanlega stigiS stærsta sporiS sem enn hefur veriS stigis til þess aS lyfta landbúnaSinum, þvi aS þaS atriSi, aS afurSir hans hækki í verSi, er undir- staSan undir aukinni ræktun lands- ins og besta vörnin gegn horfellinum. Jafnframt þvi sem jeg nú legg til, aS landbúnaSurinn sje styrktur sjer- staklega, er þaS einnig tillaga min, aS sjávarútvegurinn sje efldur á sama grundvelli, þvi aS hann hefur þá þýSingu fyrir þjóSina, aS hann á aS sjá íbúum kaupstaSanna fyrir lífsupp- eldi og auk þess taka á móti þeirri umframfjölgun fólks i sveitunum, sem landbúnaSinum er ofvaxiS aS veita næga atvinnu eSa ala önn fyrir á annan hátt. Fyrir þessar sakir og þaS, aS tollarnir í stríSslöndunum á neginlandinu hljóta aS hækka stór- kostlega sakir herkostnaSarins, og aS þaS getur þá meSal annars haft áhrif á saltfisksmarkaS vorn á ítalíu, verS jeg því aS ætla aS þaS væri vel ráSiS aS senda menn til Ameríku til þess aS kynna sjer og undirbúa væntanleg- an markaS íslenskra sjávarafurSa þar í álfu. Vil jeg því máli mínu til styrktar minna á þann árangur, sem útlit er fyrir aS þegar sje orSinn af síldarsendingunni þangað vestur í hitt eS fyrra, er ekkert hefSi orSiS úr, ef svo hefSi ekki heppilega at- vikast á síSustu stundu, aS nokkrir útgerSarmenn höfuSstaSarins, er á þaS höfSu fallist aS tilraunin væri þess verð að hún væri reynd, hefSu hjer gerst þeir forgöngumenn aS leggja saman í sendinguna og sjálfir kosta síldarmatsmanninn til fararinn- ar til þess aS hann gæti lært aS ganga svo frá síldinni síSar meir sem Ame- ríkumönnum líkaSi. luns og kunnugt er, hefur kaup- mannastjettin, sem vonlegt er, jafnan lagt mikla áherslu á þá hliS viS- skiftalífsins, sem miSar aS því aS fá sem beinastar og greiSastar sam- göngur viS þau lönd, þar sem þær erlendar vörur, er vjer aSallega þörfn- umst, eru ódýrastar. En slíkar sam- göngubætur eru mjög undir því komn- ar, aS vjer þá jafnframt getum haft

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.