Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.04.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 05.04.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 59 hag þjóSfjelagsins þótt fjölgaS væri þingmönnum þar. Hrapalleg mótsögn er þaS hjá hin- um háttv. herra, aS hann kveSst ekki telja „heppilegt" aS auka tekjur land- sjóSs meS útflutningsgjaldi, en vill þó leggja skatt á jörðina, sem fram- leiddar eru á hinar útfluttu vörur. Vjer íslendingar komumst alls ekki hjá því, aS kaupa ýmsar nauSsynja- vörur frá útlöndum, og kaupeyrir sá, sem vjer höfum til viSskifta viS er- lendar þjóSir, eru afuröir lands og sjávar. Væri nú lagSur skattur á land þaS, er vjer notum til framleiSslu kaupeyris vors, er skattur sá í raun rjettri útflutningsgjald á vörur þær, er vjer verslum rheS og aS auki skatt- ur á þann hluta framleiSslunnar, er vjer neytum sjálfir. Kenningin um beinan jarSarskatt er þvi lokleysa ein, bygS á herfilegum misskilningi og hugsunarvillu. Fögur eru orS hins háttv. herra um samuS einstakra manna og einstakra stjetta landsins, og ber síst aS efast um, aS þau komi frá hjartanu. En ekki skil jeg vel, hvaS hann er aS fara, þar sem hann gefur i skyn, aS almenningur viS sjávarsíSuna muni verSa aS missa af fiskmeti, aS lík- indum vegna dýrtíSarinnar. Mjer virðist lítt skiljanlegt aS menn viS sjávarsíSuna (þ. e. sjómenn) eigi ó- hægra meS aS leggja sjer fisk til munns þótt hann sje i háu verSi, og aS minsta kosti ætti þeim ekki aS vera þaS miklu erfiSara en bændum aS neyta kjöts, sem líka er í háu verði móts viS þaS sem vant er. Ef til vill er þetta síldin, sem maSurinn á viS, meS „fiskmeti". En einkennilegt er það, aS hann hefur alt í einu gert hana „miklu næringarmeiri" en kjöt- iS. Síld hefur í sjer 15 pct. eggja- hvítuefni og 9. pct. fitu, eSa alls 24 pct. næringarefna, en kindakjöt 20 pct. eggjahvítu og 6 pct. fitu, eSa alls 26 pct. næringarefna. (Niöurl.) Frjettir. Tíð og aflabrögð. SíSan norSan- garSinum lauk hefur veriS óstilt veS- ur. Eftir miSja síSastl. viku snjóaSi, en síSan kom austanveSur, rokhvast, einkum fyrir sunnan land, og hleyptu þá þilskipin mörg inn hingaS. Kom svo aftur norSanátt meS frosti, en í dag er hláka og rigning. — í Norður- landi er tíS vond og hagleysur, og látiS illa yfir heybirgSum manna í SkagafirSi og Húnavatnssýslu, ef þessu heldur lengi áfram. Þilskipin, sem inn hafa komiS, hafa aflaS vel, hæst „Ása" (Duus) 15^ þúsund og „SigríSur" (Th. Th.) 14 þús. Botnvörpungarnir hafa einnig aflaS vel. B. Kr. og ísafold. Því er mótmælt í síSustu ísafold, aS blaSiS hafi „þegiS eins eyris styrk" frá B. Kr. banka- stjóra, og segist blaSiS ekki telja þaS styrk til sín, þótt B. Kr., ásamt fleir- um, ætti aS nokkru leyti aS launa Sig- urði Hjörleifssyni meSan hann var viS ritstjórn Isaf. En viS þetta studdi Eögr. ummæli sín í síSasta tbl., því þaS var alkunnugt orSiS af málaferl- "num, sem út af því hafa risiS. Fyrirlestur flutti Har. Níelsson pró- fessor síSastl. sunnudag um afstöSu sina til kirkjunnar. Taldi hann sig iiær frumkristninni en presta nú al- ment, og voru þaS fróSlegar skýring- ar, sem hann gaf í því sambandi á ýmsum stöðum í Nýjatestamentinu, en margir kaflar í fyrirlestrinum ljómandi fallegir. HúsiS var fult, Bárusalurinn, og urSu margir frá aS hverfa. En nú verSur fyrirlesturinn endurtekinn í kvöld. Símaslit. 1 fyrradag brotnuSu 25 símastaurar á Eyrarbakka í einni röS. HafSi hlaSist ísing á þræSina, en síS- an hvest, en þó ekki mikiS. Sam- band er samt komiö í lag, en stöSin í bráSina flutt aS Litlahrauni. Slys á „Rán". Botnvörpuskipiö „Rán" kom inn hingaS síSastl. mánu- dagsmorgun meS einn af skipverjum örendan. HafSi vörpuvírinn hrokkiS upp úr skorSum síntim, er skipis var aS veiSum á sunnudagskvöldiS i sjó- gangi, lent á höfSi mannsins og lost- i? hann til bana. MaSurinn hjet Bene- dikt Jóhannsson, frá Lindargötu 4 hjer í bæuum, ungur maSur og efni- lcgur. Skipatjón vestanlands. Mrg.1)l. seg- ir þá fregn frá Þingeyri 2. þ. m., aS þar sje þa aftakaveSur á norSaustan og hafi slupp-skipis „Christian", eign ProppésbræSra, slitiS upp og rekiS i land, og sje liklegt taliS, aS þaS sje gerónýtt. Einnig hafi þilskipiS „Tjalf- inn" rekiS í land á Bíldudal, en þaS kvaS vera lítiS skemt. Á SuSureyri viS TálknafjörS strandaSi þilskipiS „Sigurbjörg", og „Talisman", kútter frá EyjafirSi, rak í land á Bíldudal, cg er hann talinn mikiS skemdur. Mannskaðinn í norðanveðrinu. — Mennirnir, sem druknuSu á Her- manni frá Vatnsleysu, voru þessir: SigurSur L. Jónsson, 38 ára, kvæntur og átti 3 börn, Helgi Jónasson, 33 ára, kvæntur, átti 2 börn, Jón, bróSir Helga, 23 ára, Jón Runólfsson, 23 ára, SigurSur Gíslason, kvæntur, 58 ára, frá Kletti í Borgarnesi, Svein- björn, sonur hans, 21 árs og GuS- brandur Árnason, 20 ára, frá MiS- dalskoti í Laugardal. — Einnig druknaSi maSur af vjelbátnum Sæ- Lorg frá Vatnsleysuströnd, Ögmund- ur aS nafni, úr BarSastrandarsýslu. Skipakaup Eyfirðinga. Þess var nýlega getiS hjer í blaSinu, aS Ásg. Pjetursson kaupm. á Akureyri hefSi keypt auk gufuskipsins „Kristjáns IX" 4 vjelskip til síldveiSa, en „Vís- ir" segir, aS hann hafi keypt 3 vjel- skip og einn botnvörpung, er kostaSi 160 þús. kr., og sjeu fleiri i fjelagi meS honum um hann. ÁSur átti Ás- geir 2 fiskigufuskip. Enn fremur seg- ir blaSiS, aS HöfSabræSur hafi keypt tvö vjelskip og ætli aS byggja bryggju á Kljáströnd og reka þaSan síldveiSar meS hringnótum, og einnig hafi BöSvar Jónsson yfirdómslög- maSur o. fl. keypt vjelskip til síld- veiSa. Síðustu fregnir. Skeytin hingaS sýna, aS viSureign- in stendur enn hjá Verdun meS full- um krafti. SíSasta fregnin er sú, aS ÞjóSverjar hafi tekiS kastalann Vaux, sem lengi hefur veriS barist um og áö- ur er frá sagt hjer í blaSinu. ÁSur kom sú fregn, aS þeir hefSu í áhlaupi tekiS 30 þús. fanga. Englendingar hafa mikiS aukiS her sinn í NorSur- Frakklandi, til þess aS Frakkar gætu sent sem mest af liSi sinu til Verdun. 9 loftför þýsk höfSu gert árás á England um síöastl. mánaSamót og lenti eitt þeirra niSur i Themsá og i höndum Englendinga. En nokkru fyrir mánaSamótin höfSu Englend- ingar gert loftskipaárás á NorSur- Sljesvík og ÞjóSverjar tekiS 1 eSa 2 skip, sem í henni voru. Herskip höfSu fylgt þessum loftförum Englendinga og lenti þeim saman viS þýska tund- urbáta vestan viS Jótland, en fregnir af því ógreinilegar. — AS austan er sagt aS Rússar haldi uppi sókn á ýmsum stöSum, en frásagnir um þaS óljósar. Á hafinu. Eftir því sem irjettirnar segja, hef- ur skipatjóniS veriS meira en nokkru sinni áður i ófriSnum eftir aS ÞjóS- verjar hófu aS nýju kafbátahernaS- inn 1. mars síSastl. Þeir höfSu nokkru áSur sent hlutlausum þjóSum tilkynn- ingu um, aS vopnuS kaupskip óvina- þjóSanna yrSu eftir 1. mars þ. á. skoS- uö af þeim sem herskip. Tilkynningin um þetta var birt i aSalmálgagni þýsku stjórnarinnar, „Nordd. Allgem. Zeit." 10. febr. Þar er fyrst og fremst gerS sú grein fyrir þessu, aS enska stjórnin hafi þegar fyrir byrjun stríSsins gefiS enskum útgerSar- mönnum tækifæri til þess aS vopna kaupför sín. 26. mars 1913 hafi þáverandi flotamálaráSherra Englendinga, Churchill, skýrt frá því í þinginu, aS flotamálastjórnin hefSi hvatt útgerSarmenn hinna stærstu línuskipa til aS vopna þau, og iegSi stjórnin til vopn og skotfæri og menn til aS stjórna þeim, og væri þetta gert til verndar skipunum. ÚtgerSar- mennirnir hefSu orSiS viS þessum til- mælum, og þegar í maí 1913 hefSi formaSur eins af stærstu útgerðar- fjelögunum tilkynt hluthöfum þess, aS stærri gufuskip fjelagsins væru vopnuS. í janúar 1914 hefSi flota- málastjórnin enska birt lista yfir 29 flutningaskip ýmsra enskra fjelaga, sem væru vopnuS. Þýsk herskip hefSu þegar í byrjun stríSsins orSiS þess vör, aS línuskipin ensku væru vopnuS. Af hálfu ensku stjórnarinnar hefSi ])ví vcriS haldiS fram, aS skip þessi yrSu skoSuS sem hver önnur friS- söm flutningaskip meSan þessi vopn væru aS eins notuS til varnar sjálf- um skipunum. HefSi þvi veriS lýst skýrt yfir i skjali til Bandarikja- stjórnar 25. ág. 1914, aS ensku línu- skipin hefSu veriS vopnuS aS eins til varnar sjer, en ekki til árásar á önn- ur skip, og aS þau þar af leiSandi mundu aldrei skjóta aS fyrra bragSi, en aS eins svara, er á þau hefSi veriS skotiS. Um vopnuS skip, sem bæru annara þjóSa flögg, hefSi enska stjórnin aftur á móti gefiS út þá reglu, aS fariS skyldi með þau sem herskip. Nú segir i tilkynningunni, aS þýska stjórnin sje í engum efa um, aS vopn- uS flutningaskip beri aS skoSa sem herskip, hvort sem þau sjeu vopnuS til varnar sjer aS eins eSa jafnframt til árása. Hún gerir því þær kröfur, aS þessi skip sjeu látin hlýSa sömu lögum og herskip í höfnum hlut- lausra þjóSa, en segir, aS sumstaSar hafi menn áSur aShylst ensktt kenn- inguna um, aS hjer væri ekki um her- skip aS ræSa, en annarstaSar hafi þessi skip orSiS aS lúta sömu lögum og herskip. Eftir aS stríSiS hófst, voru fleiri og fleiri ensk flutningaskip vopnuS, seg- ir í tilkynningunni, og hafi þau eigi aS eins beitt vopnum til mótstöSu gegn þýskum herskipum, heldur einn- ig gert árásir á þau aS fyrra bragSi og notaSi þá oft fölsk flögg. Skrá sje til yfir slík tilfelli, og hafi skip bandamanna Englendinga tekiS þetta eftir þeim. Á skipum af þessu tægi, sem lent hafa í höndum ÞjóSverja, hafi fundist fyrirsagnir um vopna- notkunina frá ensku flotamálastjórn- inni, svo sem nákvæmar reglur um árásir flutningaskipa á þýska kaf- báta, og sje þar beint tekiS fram, aS ekki þurfi aS biSa þess, aS kafbát- urinn byrji viSureignina. Þessum reglum sje eigi aS eins ætlaS aS gilda á hernaSarsvæSinu kringum England, heldur hvervetna. í tilkynningunni segir þar næst, aS þar sem máliS horfi þannig við, sje þaS bert, aS óvinaskip, sem vopnuS sjeu, meS stórskotatækjum, eigi engan rjett til þess, aS meS þau sje fariS sem friSsamleg herskip. ÞjóSverjar muni því, er ákveSinn frestur sje liSinn frá birtingu tilkynningarinnar, þ. e. eftir 1. mars, fara aS viS slík skip svo sem væru þau herskip, og gefi þýska stjórnin hlutlausum þjóS- tim þetta til kynna til þess aS þær geti varast mannflutninga og vöru- flutninga meS þeim skipum. Nú virSist svo sem ÞjóSverjar hafi fylgt þessu fram í kafbátahernaSi sín- um eftir 1. mars, og er enn komin upp deila um þetta út af því milli þeirra og Bandaríkjastjórnar. En kaf- skip ÞjóSverja eru nú sögS miklu stærri og betur búin en í fyrra. Ný- lega höfSu þýskir kafbátar komist inn á höfnina i Havre og sökt þar skipum. Hafa ýms skip frá hlutlaus- um þjóSum farist í þessari nýju rimmu, sem hafin er á sjónum, þar á meSal skip frá Sam. gufuskipafjel., „Christianssund", er fórst á tundur- dufli í Ermarsundi. En Englendingar herSa jafnframt mjög á eftirlitinu meS skipaferSum hlutlausra þjóða og hugsa sjer nú aS taka gersamlega fyrir alla vöru- flutninga til miSveldanna. Er frásögn um þaS,aS því er flutninga tilNorSur- landa snertir, í grein E. Briems hjer i blaSinu. Verslimarskoli íslands. Eins og auglýst hefur verið, verður inntökupróf til miðdeildar haldið 28. þ. m. fyrir þá, sem þess óska. En það verður einnig haldið á venju- legum tíma næstkomandi haust, í byrjun skólaársins. Lærisveinn Har. Níelssonar. Kandidat Ásgeir Ásgeirsson hefur fariS á stúfana í síSustu Lögrjettu, til þess aS bera blak af læriföSur sínum, aS því er virSist. Bjóst jeg hálft um hálft viS því, aS hann mundi ekki geta setiS á sér, eftir orSum hans aS dæma viS mig áSur. Sjálfur læri- meistarinn dregur sig nú í hlje, en heyrt hef jeg, aS hann hafi í sunnu- dags-prjedikun sinni síSustu (í Frí- kirkjunni) boSaS söfnuði sínum, aS hann mundi heíja ieiSangur gegn mjer á öSrum vettvangi en í dálkum Lögrjettu!* * Efndirnar á þessu þykist hann víst liafa byrjaS með fyrirlestri sínum í Báru- búS 2. þ. m., um „kirkjuna og ódauSleika- sannanirnar". Af tilviljun gat jeg ekki hlustaS á hann : Jeg bjóst viS þvi sem sjálf- sögöu, aS H. N. sýndi þá algengustu kur- teisi og sendi rnjer aðgöngumiöa, I eða 2, að fyrirlestrinum, en það varS ekki og Tek jeg ekki til þess, þótt hr. Ás- geir vilji láta ljós sitt skína, en æski- legra hefSi veriS, málefnis þess vegna, sem aS umræSu hefur veriS, aS „ljósiS" hefSi veriS dálítiS skýrara, skrif hans ákveSnara og meira snert- andi aSalatriSi málsins held- ur en raun ber vitni um. Jeg get ekki bundist þess, aS láta þaS hjer i ljósi, hvaS ýmsum finnast sumir af stúdent- tim allra síSustu tíma óákveSnir og reikulir í hugsun, eftir þeim kynnum, sem þeir hafa haft af þeim (eSa því, sem þeir hafa látiS til sín heyra). Þótt gáfur sjeu í góSu lagi, eins og taliS er vera um kand. Á. Á., er eins og dómgreind þeirra sje æriS ábóta- vant, sem ekki getur komiS af öSru en einhverjum skorti á rjettri æfingu. Þetta má og heyra af munni kunn- ugra manna, er meiri mök hafa viS þá en jeg. Og ef þessi grundvöllur hefur ekki veriS lagSur áSur, svo aS haldi geti komiS, má nú nærri geta, aS guSfræSin ein hefur ekki getaS bætt þar úr skák. Nýja guSfræSin, meS sínu reikanda ráSi, virSist ekki sjerlega líkleg til þess — og ekki mun a n d a t r ú i n, sem blandaS er hjer saman viS guSfræSina, hafa greind- aukandi áhrif á nemendurna. Er hjer nú eitt lifandi dæmiS. Annars var Ásgeir einn af þeim, sem stóSu undir hinu merkilega „vott- orSi", er próf. H. N. birti í Lögrjettu og getiS hefur veriS um áSur, svo aS veriS getur, aS þessi grein hans eigi aS þýSa þaS, aS hann vilji aS því leyti „gera grein fyrir sjer". Ef allir hmir koma á eftir, má eiga von á uppbyggilegum samræSum. I síSustu grein minni gleymdi jeg aS geta þess, aS mjer finst þaS óviSeigandi, úr því guSfræSiskennarinn, presturinn H. N., þóttist þurfa aS fá sjer v o 11- o r S nokkurra manna um þaS, aS hann hefSi talaS um Krist „eins og kristnum presti sæmir"(!) — þakka skyldi honum, aS hann fer ekki aS skamma Krist —, aS setja þá alt kvenfólkiS hjá, sem þó mun vera í ekki litlum meiri hluta i „söfnuSi" hans. Hr. Á. Á telur mig vera aS „lasta" Har. Nielsson — og sjálfur virSist H. N. álita, aS jeg beri honum þaS á brýn, sem ekki sje kristnum presti sæmilegt. Einmitt þaS. Eins og hver getur sjeS (nema líklega þessir „skýru" menn) hef jeg á engan veg veitst aS H. N. persónulega, auS- vitaS ekki, heldur aS eins talaS um kenningar hans og afstöSu þeirra til ákveSinna atriSa, og verSur þaS mál ekki hrakiS. En þ a S kalla þeir „last" o. s. frv., eins og geSofsamönnum er títt, aSgætandi ekki, aS meS því gefa þ e i r til kynna, aS s j á 1 f a r þ e s s- ar kenningar sjeu ekki sem sæmilegastar, er þær eru krufSar til mergjar. Eins og gefur aS skilja, enda i samræmi viS þaS, sem jeg ein- att hef látiS í ljósi, þá er þaS min skoSun, aS þeir eins og aSrir megi hafa hvaSa trú, sem þeir vilja, ef þeir aS eins fara meS hana svo sem hlýSir. ÞaS er annars eftirtektarvert, hversu þeim er orSiS illa viS, andatrúar- mönnum og þeirra velunnurum, aS nefna orSiS a n d a t r ú, þeir kalla þaS bara „spiritisma", þaS útlenda orö er finna og hátíSlegra fyrir fólkiS. Jeg get nú ekki gert þeim þaS til geSs, fremur en annaS, aS feta í þessi fótspor þeirra. GóSum ís- lenskum orSum held jeg og nota þau, er viS á. En liklega er þeim verst viS heitiS af því, aS nú eru þeir alt af aS burSast viS aS heimfæra þetta undir v i s i n d i n (þaS er svo sem ekki ólukkans „trú" eSa neitt þess konar, öSru nær!), þótt langt sje fór jeg því ekki á stað til þess aS afla þeirra fyr en orðiÖ var um seinan og „alt uppselt" (því að fólkinu finst þetta „spenn- andi"). Þar sem hann notaSi þessa „deilu" okkar aS tilefni og hún er farin aS verSa honum aö fjeþúfu, og þar sem þetta átti aS vera svar til mín, hefÖi ekki verið ósanngjarnt, aS mjer heföi veriS trygSur aðgangur! — Annars gefst mönnum sjálf- sagt tækifæri til aS athuga þessa vörn pró- fessorsins nánar,.því aS gera má ráS fyrir, aS hann mutii láta prenta hana. frá, aS þetta andahjal þeirra eigi nokkuS skylt viS sönn vísindi, því að rjettar sálfræSilegar tilraunir hafa ekki leitt neitt í ljós um anda fram- liSinna. Á. Á. játar nú, aS hann hafi ekki kynt sjer andatrúna, og segir hann þaS víst satt, því aS orS hans ber þess ljósan vottinn, aS hann hefir litla hugmynd um, í hverju hún er fólgin. Samt leyfir hann sjer aS segja, aS j e g muni henni „litlu kunnugri", sem hann aS sjálfsögSu getur ekkert vitaS um (nema þá eftir reglunni, aS margir eru gjarnir á aS álita aSra sjer jafnfávísa), og sýnir þetta sam- viskusemi hans. Jeg get nú frætt hann um þaS, aS jeg er henni alls ekki ókunnugur (og hef ritaS um hana áSur m. a. i „Ingólf" 1913), þótt lítt hafi jeg tekiS þátt í anda- særingunum, sem hjer og á ýmsum öSrum stöSum hafa átt sjer staS. En ekki vantar bókmentirnar, meS og mót, og ætti herra Ásgeir aS geta átt- aS sig á því, enda hafa sjálfir anda- trúarmenn hjer visku sína mest þaS- an, eins og sjá má af skrifum þeirra. Grunnhygnin er svo mögnuS, aS hann fullyrSir ósmeikur, aS trúa beri (bet- ur) frásögnum H. N., sem skoSanir sínar byggi á „eigin reynslu og rann- sókn". Jú, sá hefur nú ekki litla „eig- in rannsókn" aS byggja á! Hjálpi okkur hamingjan. Ef trúa ætti öllu, sem trúgjarn maSur þykist sannfærS- ur um, þá býS jeg ekki mikiS í skyn- stmina. — Á. Á. hefur þau orS eftir mjer, aS jeg segi, aS „ókleift" sje aS boSa andakukliS sem „sannleik". Þótt lítiS sje, þá er hjer úr lagi fært —jeg taldi þaS „ó 1 e y f i 1 e g t", þyí vitanlega eru lítil takmörk fyrir því, hvaS einhliSa æsingamenn sjá sjer „kleift" aS bera fram. Þótt bert sje, ef til vill aS vonum, aS hr. Á. Á. veit í raun rjettri ekkert um andatrúna, þá er þó enn neySar- kgra, aS hann virSist, guSfræSing- urinn, líka vaSa talsverSan reyk i sjálfum trúarlærdómunum, ef þaS eru þá ekki látalæti ein hjá honum, til þess aS geta fariS i kringum kjarna málsins. Hann heldur, aS kenning- um kirkjunnar og kristninnar um a n n a S 1 í f sje aS öllu fullnægt meS því, ef þaS „sannaSist" hjá andatrúar- mönnum, aS þeir næSu sambandi viS framliSna menn, og aS þannig sje líf til eftir dauSann. Hann hlýtur þó aS vita, nema ö 11 u sje nú umhverft orS- iS i lærdómi þeim, sem þulinn er prestaefnum hjer viS háskólann ísl., aS hin kristna kirkja gerir sjer vissar hugmyndir um lífiS eftir dauSann, hiS eilífa lífiS, himnaríki o. s. frv., sem mjög er frábrugSiS þvi ogaltann- a S en þaS (margt mjög svo hlægi- lega), sem birtist úr heimi „andanna" hjá andatrúarmönnum. Og jeg endur- tek þaS, sem jeg sagSi í fyrstu grein minni, aS ekki verSur betur sjeS en aS þaS, sem fram kemur „úr hinu lifinu" á andafundunum, k o 11- v a r p i alveg, e f satt væri, hug- myndum kirkjunnar um eilífSina. — Geta má þess og, sem hr. Á. Á. hlýtur aS vita, aS í mörgum öSrum trúarbrögSum en kristninni er gert ráS fyrir lífi eftir dauSann, og gætu þá „andasannanirnar" eins stutt þau. En þaS sjá allir, aS enginn gróSi getur þaS veriS kristinni trú s e m s 1 i k r i, þótt eitthvaS kæmi f ram, sem hlæSi jafnt undir heiSnar hug- myndir og annarlegar. í annan staS er þaS nú víst, og ó- mótmælanlegt meS rjettum rökum, aS s'j e eitthvaS orSiS þekkmgaratriSi einvörSungu, þá getur þaS ekki leng- ur veriS hent til þess aS byggja á „átrúnaS" eSa „trúarbrögS", enda verSur raunveruleg þekking og trú aldrei sameinaS, meS því aS þau hugtök eru gagnstæSur. StoSar þar lítiS að vitna í Pál postula. Er Páls er minst, sem hr. Ásg. gef- ur tilefniS til, er rjett aS skjóta því inn í, aS þaS sýnir ofboS vel, hverjar hugmyndir nýguSfræSingar gera sjer um Krist, aS Ásg. leggur þýSingu upprisu hans, sem sönnun fyrir framhaldi lífsins, aS liku vib „sannanir" þær, sem andatrúarmenn þykjast fá af sambandi sínu viS fram- liSna, og vitnar jafnvel um þetta til

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.