Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.04.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 19.04.1916, Blaðsíða 2
68 LÖGRJETTA Besta sumar- eöa fermingargjöfin er í ár eins og endrarnær góð bók. Af bókum eru bestar gjafir: Islands- saga Jóns Jónssonar, kr. 4.50, eða Úr- valsljóð Matth. Jochumssonar, kr.4.50. Bækurnar fást hjá öllum bóksölum í - - - - - bænum. - - - - - Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. LÖ(jKJETTA kemur út á hverjum mið- vikuieyi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á íslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi I. júlí, Eins og kunnugt er, þá eru þeir nú aðalstyrkur landssjóðsins, og jeg tel sjálfsagt og óumflýjanlegt, að á með- an auðmagn þjóðarinnar er eða verð- ur ekki eitthvaö talsvert meira en það er nú, og á meöan kringumstæöur landsmanna eru eitthvað svipaðar því sem þær eru nú, þá hljóti þær að vera aðalfóturinn undir tekjumagni lands- ins. En þó að tollaleiðin sje sjálfsögð, þá er samt ekki sama, hvernig hún er farin; það er ekki sama á hvað eða hvernig tollarnir eru lagöir. Það, sem jeg legg aöaláhersluna á, er að tollarnir sjeu, eins og aðrir skattar, aöallega lagðir þar á, sem gjaldþolið er mest fyrir, og svo verð- Ur jafnframt að hafa það í huganum, að á meöal tollgæslan er engin, eða jafnófullkomin og hún er hjá okkur nú, þá verður að hafa fyrirkomu- lagið þannig, að sem ljettast og ein- faldast verði að framkvæma eftir- litið. Jeg hef heyrt ýmsa menn halda því fram, að ekki geti komiö til mála um annan toll en aðflutningStoll, að útflutningsgjald eigi ekki að eiga sjer staS. En mjer hefur æfinlega fundist, hvar sem jeg hef heyrt þessar raddir, að þá sjeu þær sagSar aS lítt athug- uðu máli, heldur miklu fremur í þeim tilgangi og í þeirri von, aS þær hljómi vel x eyrum og falli aS vilja fólksins. Mjer hefur aldrei komiS til hugar að leggja það til, að hætt sje við að- flutningstoll, þaö er síður en svo; jeg tel hann einmitt sjálfsagöan á ýmsum vörutegundum, en þaS er vandaverk aS ákveSa, hvar hann á aö vera. Þennan toll má alls ekki leggja á þær lífsnauösynjar, sem ómögulegt er án að vera, jafnt fyrir ríka sem fá- tæka. ÞaS eru til sárfátækir menn, svo fátækir, að þeir eiga engan skatt að bera, eða geta engan boriö í einni eða neinni mynd, og þessir fátæk- lingar, sem tíðast eru fjölskyldumenn eSa heilsubilaöir, þrá það oft mest af öllu, að þurfa ekki aS vera upp á aSra komnir. Þeir leggja svo mikiS á sig’ sem þeir orka, og neita sjer um alt, sem þeir mögulega geta án veriS, til þess aS glata ekki sjálfstæði sínu; þessir menn kaupa ekki óþarfa, þeir kaupa að eins óumflýjanlegustu lífs- nauðsynjar, og slíkar vörur mega alls ekki vera tollaöar. Aöflutningstollur verður því helst og sjerstaklega aS vera lagöur á mun- aðarvöru, eSa á þær vörutegundir, sem þeir mennirnir, sem betur eru efnum búnir, láta eftir sjer aS kaupa, og býst jeg viS að tóbakið yröi einna fyrst fyrir, þaS er aö segja fyrir ut- an vínið, ef það væri meS á mark- aSinum, eða fengi komuleyfi þangaö, einnig kaffiS, því það geta þó fátæk- lingar neitaS sjer um aS miklu eða' mestu leyti, en haft í þess staS ýmis konar teblöndur, sem kosta mjög lít- iS. Svo er margt fleira, sem rjettmætt er að tolla. En aftur á móti tel jeg ekki rjettmætt að tolla sykur, þvi eng- inn getur samkvæmt þeim lifnaðar- háttum, sem nú eru hjer, veriö án hans, og kemur því sá skattur aS litlu leyti á menn eftir efnum og ástæö- um, heldur verður heimilisfaöirinn vanalegast að greiSa hann því hærri sem hann er meiri fjölskyldumaöur. ASalerfiSleikinn við aS leggja aS- flutningsgjald á ýmiskonar óþarfa vörur, sem í sjálfu sjer væri rjettlátt og sjálfsagt að tolla, er aö alt of margir eru því miður hneigðir til toll- svika, og þess vegna er jeg hræddur um aö ekki verði hægt aS framkvæma nægilega vel eftirlitiö á mörgum slík- um vörutegundum nema meö um- fangsmikilli og kostnaSarsamri toll- gætslu. AS lögleiða útflutningsgjald hefur tvo aöalkosti, og þá stóra. Stærsta og aðalkostinn tel jeg þaö, að skattur þessi kemur aö mestu leyti á menn eftir efna-ástæSum þeirra og gjald- þoli og alt af samkvæmt viSskifta- veltu. Það er tíðast aS vörumagn og við- skifti manna eru aö mestu leyti í hlutfalli viö það, hvaS þeir eru stönd- ugir og efnasterkir. ÞaS kemur auS- vitað oft fyrir, aS meira eSa minna af þvi, sem menn hafa undir hönd- um, er í skuldum, en viS því er ekki hægt að gera. ÞaS veröur bara aö lxaia þaS hugíast, að skatturinn sje sanngjarn, enda getur þaö ekki kom- iö til mála, aS skattur þessi sje svo hár, aS hann dragi dug úr mönnum meS aö auka framleiðslu sína, jafn- vel þó meS skuldafje sje. ÞaS er auövitaS altaf erfitt aö kom- ast áfram með skuldafje, þaS vita bæSi jeg og fleiri, sem þaS hafa reynt. En jeg býst viS aS þaS verSi hjer nú fyrst um sinn hlutskifti ýmsra manna, og sem sagt, er ekki hægt viö' því aö gera. En skattur þessi á ekki aS hafa, og hefur ekki þau áhrif, hvort það er hægt eöa ekki, enda er þaö svo nú einnig viSvíkjandi hinum gildandi lausafjárskatti, aö hann ligg- ur jafnt á leigufjenaöi og ööru skuldafje, eins og þar sem um hreina eign er aö ræöa, og vegna þess skatts, og jafnvel þó að hann væri talsvert hærri, mundi enginn hika viS aö taka lán til að fjölga ánum sínum, eöa bát- unum, ef á annað borð von væri um arösama framleiöslu. Útflutningstollurinn hefur líka þann annan kost, aS hann er fyrir- hafnarlítill í framkvæmdinni, og mjög lítil hætta á aö þar veröi kom- iö viö tollsvikum. ÞaS er lítil hætta á aS ull eöa gærur, kjöt eSa fiskur verði sent út í fölsuöum umbúSum, og þó enn síöur um hross eða annan lifandi fjenaö. Þetta er mikill kpstur, þegar veriS er aS reyna aS sneiða hjá þeim kostnaSi, sem tolleftirlitiS hefur í för meS sjer. ViS veröum aS hafa þaS hugfast í allri tolllöggjöfinni, að annaðhvort verður aö vera, aö tolla- fyrirkomulagið sje svo einfalt og ó- brotiS, aö ljett og fyrirhafnarlítiS sje aö framkvæma eftirlitiS, eSa þá að hafa svo fullkomna tollgætslu, að erfitt veröi aS koma viS tollsvikum, því þaS, að ljett og auSvelt sje aS fremja tollsvik fyrir hvern óþokk- ann sem vill hafa sig til þess, er afar ilt og óholt, enda mun jafnvel fariS að bóla á því, aö sumir telja það ekki óþokkaskap, heldur sýna dugnað og útsjón; aö minsta kosti mun þaS af sumum ekki talin stór synd, þó aS brennivínskút eða viskykassa sje komiS í land svo lítiö beri á; jeg hygg annars aS vínbanniö eigi því miöur drjúgan þátt í aS æfa menn í tollsvik- um. Þær ástæSur, sem jeg hef heyrt færðar fram gegn þeirri stefnu að leggja á útflutningstoll, eru aöallega tvær. í fyrsta lagi og sjer í lagi, að slíkt fyrirkomulag muni draga úr framleiöslu-framkvæmdum, og í öSru lagi, aö útflutningstollur eöa annar framleiSsluskattur sje hvergi starf- ræktur meöal annara þjóSa. Til fyrri ástæðunnar er því aS svara, aö þaö getur aldrei komiS til mála aö þessi tollur verði hafSur svo hár, aS hann dragi úr mönnum að auka framleiöslu sína. ViS hljótum að mega treysta löggjafarvaldinu í því tillliti; við hljótum aS mega treysta því, aS þaS skilji þaö nægilega vel, aS ef aS þessi skattur væri lagöur á í svo frekum stíl, að hann drægi úr framleiSslu-framkvæmdum manna, hvort neldur væri til sjós eSa sveita, þá væri það mjög óhyggilegt, fyrst og fremst vegna hagsmuna einstak- linganna, sem gjaldiS eiga aö bera, og svo einnig vegna landsjóSsins, því það skilja allir, aS þaS mundi verða drýgra fyrir hann, aö umsetningin í landinu yrSi sem stærst, og tekju- stofninn þar af leiSandi sem mestur, heldur en að gjaldiö væri skrúfaS svo hátt, að það drægi dáö og dug úr mönnum. Þessi ástæSa er því aS mínu áliti svo fráleit og fjarstæö, og eink- um þegar nú litið er á þaS, aS miklu meiri hluti þingmanna er skipaSur úf flokki framleiöenda. HvaS viövikur hinni ástæðunni, að þetta fyrirkomulag sje hvergi starf- rækt i öðrum löndum, þá skal jeg ekki fara mikiö út í þá sálma, því jeg er því miður altof illa aS mjer i löggjafarfyrirkomulagi annara þjóöa, en þó þykist jeg vita, aö þetta muni ekki satt vera. Jeg skal ekkert um þaö segja, hvort útflutningstollur er víöa eða nokkurs staðar lagöur á, en þaS er víst, aS íramleiösluskattur er hjá flestum, eöa iíklega öllum menningarþjóöum, lagS- ur á í einhverri mynd, því sá skattur, sem framleiöendur bera, á hvaöa hátt sem er, er oftast ekki annaö en fram- leiðsluskattur, og t. a. m. hinn núgild- andi lausafjárskattur okkar, — ekkert er hann annaö en framleiSsluskattur. Og tekjuskattur af hreinum aröi, sem margir álíta rjettlátastan allra skatta, hann er þó í flestum tilfellum ekki annaS en hreinn og beinn framleiSslu- skattur. Jeg álít líka alveg ófullnægj- andi í þessu tilliti, eins og svo víöa, aS blina á það, hvaö aörar þjóSir gera, heldur reyna aS rýna eftir því, hvaö best á viö hjá okkur sjálfum. Þegar litiö er á þaö, hvort rjettara muni vera, aS leggja útflutningsgjald á framleiSsluafuröir, eSa skatt á framleiöslustofninn, þá blandast mjer aö minsta kosti ekki hugur um, aS þaS er heppilegra aö fara útflutnings- gjaldsleiöina. Jeg skal t. a. m. taka dæmi af því, aö þaö eru tvö skip, jafnstór og jafn- dýr; þau heföu því bæSi auövitað jafnan skatt, ef lagSur væri á þau eignaskattur, en svo veröur þaö, aS annaS skipiö fiskar ákaflega vel, en hitt afarilla. Þá sjá þaö allir, aS þaS skipið, sem vel fiskar, þolir hærri skatt en hitt skipiö; einnig þolir skip- iS eöa útgeröin þyngri skatt, þegar fiskurinn er i háu veröi, heldur en þegar verðlagiö er lágt. Þetta minnir á þaS, aS þaS er heppilegra aö hafa tollinn í hundraSsgjaldi af vöruverö- inu. Sama er aö segja um sveitabúskap- inn. Tvö jafnstór bú færa oft ólíkan arS, og þar aö auki eru mikil áraskifti aö því, hvaöa arö búin gefa, bæöi vegna árferðis og verslunarviöskifta. í góöum árum, þegar fjenaöur er vænn og í háu veröi, þola búin aS greiöa þyngri skatt en í illum árum. Hross þau, sem höfS eru til heimilis- vinnu, mega ekki vera skattskyld, fremur en þá vagninn og plógurinn, eöa önnur vinnuverkfæri, en aftur á móti er í alla staöi rjett og viSeigandi, aS leggja skatt á þau hross, sem höfS eru fyrir útflutningsvöru. Mjer hefur dottiS i hug aö leggja til, aS af flestum útfluttum vörum yrði útflutningsgjaldið 1—2 prócent af söluverðinu, hærri álít jeg aö þessi tollur megi ekki vera, aS undan- skildum einstöku vörutegundum, sem af sjerstökum ástæSum gætu boriS hærri skatt, svo sem ef um gróSa- fyrirtæki útlendinga væri aS ræSa, eða eitthvað þvi líkt. Jeg veit aö þetta veröur, eöa getur oröiö, eitthvaS talsvert þyngra gjald á sumum mönnum, en hinn núverandi lausafjárskattur, en þaö er nú einmitt þaö, sem jeg er aS leita eftir, á hvern hátt við getum með sem sanngjörn- ustu móti aukiö eitthvaS tekjurnar. Eins og jeg hef áSur minst á, þá geri jeg mjer talsverSa von um, aS ef það gjald verður lögleitt, þá muni þaö eiga drjúgan og góSan þátt i aS auka tekjur landsjóðsins, án þess aS það komi þó illa eöa harSneskjulega viS nokkurn gjaldanda. Bóndi, sem verslar meö frá búi sínu segjum 2000 kr., hann veröur aö greiSa í þennan skatt 40 krónur (þ. e. a. s. ef tollurinn er 2 prócent af sölu- verðinu, en annars minna) og er jafn- framt laus viö lausafjárskattinn. Þessi skattur yröi engum bónda ofvaxinn, og gæti ekki haft nein lamandi áhrif á framleiðsluframkvæmdir hans, og því siður yröi þessi skattur erfiöur, ef hann væri helmingi hærri eða meira, því þaS stafar af því aS fram- leiðslan, eöa veltan, hefur aukist aS því skapi. En þó aö þessi tollur sje ekki hærri en þetta, þá vona jeg samt að það, sem hann gefur af sjer muni aukast mikiö í náinni framtið. Fyrst og fremst vonast jeg eftir aö öll fram- leiðsla aukist til muna, en þaö, sem jeg þó sjerstaklega horfi á, er hinn feykimikli áhugi og umbrot meö að auka og útvíkka sjávarútveginn. ÞaS er meS öllu ómögulegt aö gitska á, hvaS hann lcann aö aukast og marg- faldast á fáum árum, bæöi meö inn- lendu og útlendu fje. Þaö er víst, að íslendingar sjálfir munu leggja mikla áherslu á að auka þessa framleiðslu í stórum stíl, og þaö má líka gera ráS fyrir því sem sjálfsögSu, aö ýms- ir útlendingar muni leggja fram stór- fje, annaðhvort sem einstakir, eöa þá í fjelagi meö Jslendingum, til aö afla fjár á hinum fengsælu fiskimiöum, sem hjer er rióg af umhverfis strend- ur landsins, og þaö sýnist ekki órými- egt eöa óviSeigandi, aö þessir menn greiddu einhvern skatt af afla þeim, er þeir moka saman hjer í kring um andið okkar. Jeg heyri aö þaö eru til menn, sem standa í þeirri skoðun, aö vegna tolls- ins fengju menn lægra verö fyrir vör- ur sínar, sem sendu þær út úr landinu, heldur en þeir, sem seldu þær til neyslu innan lands, en þetta er algerö- ur misskilningur, svo framarlega sem um eölilega og heilbrigSa verslun er aö ræða, og út frá öSru vil jeg ekki ganga, og get ekki gengiS. Ef um þær vörutegundir er aö ræöa, sem ekki þarf nema einhvern hluta af til notkunar í landinu sjálfu, en hinn hlutinn, hvort hann er mikill eða lítill, er sendur og seldur út úr landinu, þá er það hiS útlenda mark- aSsverS, sem þar skapar vöruveröiS, ekki einungis á því, sem selt er til út- landa, heldur einnig á því, sem haft er til neytslu heima hjá okkur. Svo sem til dæmis skal jeg taka, að þaS sje einnar krónu tollur á hverri kjöt- tunnu. MeS tilliti til þess verður kaup- maöurinn, eSa sláturhúsiS, aö borga einni krónu minna fyrir hverja kjöt- tunnu og viS þaS lækkar jafnframt hver kjöttunna, sem höfS er til neytslu í landinu, um eina krónu. Þetta er hin ákveSna afleiðing, ef verslunin er heilbrigö. ÞaS má auövitað deila um þaS, hvort þaS sje rjett eSa ekki rjett, aS hafa þann hluta vörunnar skattfrian, sem hafður er til neytslu i landinu, af því að vegna tollsins verði þessi vara í lægra verSi manna á milli, og toll- urinn skapi þannig einskonar tekjur til handa ýmsum þeim mönnum, sem ekkert framleiSa sjálfir, en neyta þó meira eða minna þessarar vöru. Jeg fyrir mitt leyti lít eindregiö svo a, aö rjettast sje aS hafa allar slíkar íslenskar framleiösluafurSir skattfrí- ar, sem notaöar eru í landinu, þrátt fyrir þaS, þó nokkrir menn eSa stjett- ir í landinu hafi dálítinn hag af því. ÞaS eru þó hagsmunir, sem allir lenda í landinu, og þeir, sem þessa hags njóta, hafa þá þvi fremur skattþol á öSrum sviSum. En svo legg jeg sjer- staka áherslu á þá ástæöu, aS jeg geri mjer enga von um að hægt verði aS fá skýrslu um innanlandseyðsluna svo nokkur mynd veröi á. En svo getur verið um þaö aö ræöa, aS þaS sjeu hjer framleiddar vörur (og kanske meö góöum arSi), sem að öllu eöa mestu leyti eru notaðar i landinu sjálfu, en slíkar vörur mega ekki komast hjá skatti, því þaS skap- aSi alt of mikið misrjetti á milli manna. Jeg hygg, aö þar sem svo stendur á, veröi aS leggja skattinn á framleiöslustofninn en ekki fram- leiðsluna. ÞaS, sem jeg hef hjer sjerstaklega í huganum, eru kúabúin í kaupstöö- unum og í kring um þá. En sje nú lagður eignaskattur á kýrnar eöa aöra framleiðslustofna, þar sem likt stendur á, þá má heldur ekki leggja útflutningsgjald á þær afuröir, sem framleiddar eru af slíkum stofnum, þó eitthvaö af þeim kunni aö vera sent út úr landinu, þvi sá skattur yröi þá tvöfaldur. AS endingu vil jeg minnast á eitt atriði, sem svo margir hafa fyrir á- stæöu gegn öllum tollum, jafnt bæöi aöflutnings- og útflutningstollum, og þaS er aö kaupmenn taki óeðlilega mikiS fyrir aö greiöa tollinn, jafnvel helmingi meira en sjálfu gjaldinu nemur. En þetta er algeröur misskiln- ingur, og er allra mesta furöa hvaö hann á víSa heima. Á þeim vörum, sem aöflutnings- gjald hvilir á, veröur tollurinn einn liSur af innkaupsveröinu, svo sem eins og flutningsgjald, vátryggingargjald og uppskipun; kaupmaöurinn getur ekki fremur tvöfaldaö tollupphæSina en hina liSina, sem mynda hið sanna og virkilega verS vörunnar í samein- ingu. Og sama er aö segja um útflutn- ingsgjaldiö, aö þaö veröur aukakostn- aöarliöur viS aS koma vörunni í fult verö, þangaö sem hún á aö fara. Viö skulum t. d. segja, aö kaup- maðurinn geti selt eitt kíló af ull, komiS til Englands eða Danmerkur, fyrir 2 krónur, og þá verður hann, þegar hann kaupir ullina hjer, aö hafa tillit til umbúSa og annars kostnaöar, sem á hana fellur meSan hún er aö komast þangaS, sem hún á aö fara, og þar á meSal er útflutningsgjaldið; hann hvorki þarf nje getur fremur tvöfaldaS þann kostnaöarliSinn en hina liSina, svo sem umbúSir, flutn- ingsgjald og fleira. Svona hlýtur þaö aS vera. Þetta er ákveöið lögmál í allri versluninni, alstaSar þar sem um eðlilega og heilbrigða verslun er aö ræða, og alstaöar þar sem nægileg verslunarsamkepni er, eSa þar sem menn hafa kaupfjelagsskap í sæmi- legri mynd, þar verður verslunin nokkurnveginn heilbrigö. Mjer dettur ekki í hug aö efast um, aS margir kaupmenn sjeu talsvert eigingjarnir, og vilji hafa sem mest- an gróöa af verslun sinni, þar sem þeir geta komiS því viö. ÞaS er í sjálfu sjer ekki nema mannlegt og náttúrlegt. ÞaS er sameiginlegt fyrir alla, aS vilja hafa sem mest upp úr atvinnu sinni, hverrar tegundar sem hún er, en þaS er samkepnin og kring- umstæöurnar, sem ráöa hvernig þaS gengur. Jeg þykist því vita, aS þar sem eng- inn eöa ófullkominn kaupfjelagsskap- ur er, og lítil verslunarsamkepni, þar muni kaupmenn oft og einatt setja óþarflega og óeðlilega hátt verS á vörur sínar, en þaö kemur auövitað alveg jafnt fram á tolluðum og toll- fríum vörum. Þetta er hægt aö sanna meS nógum dæmum, hvenær sem vera skal. Jeg geri nú ráö fyrir aS ýmislegt af því, sem jeg hef sagt hjer, muni mæta meiri eSa minni mótmælum; þaS gengur svo vanalegast, og um þaö tjáir ekki aö kvarta. En samt vona jeg þaö, aö þeim mönnum fjölgi óöum, sem skilja þaö og kannast viö þaS, aS seint muni okkur ganga aö komast áfram til menningar og mann- virSinga, meöan viö göngum meS hugann uppfyltan af barlómi og á- ræðisleysi. Hver einstakur maöur finnur glögt til þess, að ef hann ætlar aö fram- kvæma mikiS og láta mikið eftir sig %gja> þá kostar hann þaS mikiS fje; hann veröur því aö leggja á sig þung- an skatt til aö geta framkvæmt hug- sjónir sínar og fyrirtæki. Og alveg þaö sama á viö, þegar um þjóðfjelagið í heild sinni er aS ræSa; þjóöin verður talsvert á sig aS leggja til þess aö hún geti náö þeim andleg- um og efnalegum þroska, sem hún hefur ástæSur og hæfileika til. t Jónas Guðlaugsson skáld. „MorgunblaSinu“ var símaö lát hans frá Khöfn í gær. Hann haföi ekki alls fyrir löngu veriö á heilsu- hæli í Noregi, og síöan hafSi frjetst aö hann væri kominn á heilsuhæli í Þýskalandi. Lasleiki hans stafaöi af taugaveiklun, aS sögn , en um bana- mein hans er ekki getið. Á siöustu árum haföi Jónas verið búsettur í Danmörku, og alt, sem hann skrifaöi á þeim árum, skrifaði hann á dönsku. En efniö í bæöi sög- um hans og kvæöum, sem út hafa komið á dönsku, er nær eingöngu hjeðan að heiman. Og um íslensk mál skrifaöi hann oft í dönsk blöö, nú að siðustu mest í „Hovedstaden". Var hann alt af boöinn og búinn til þess aö taka málstað íslands, og átti hvaö eftir anrtaö í ritdeilum við K. Berlin prófessor, og ljet sig hvergi í þeirri

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.