Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.04.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 19.04.1916, Blaðsíða 4
70 LÖGRJETTA Sálin vaknar, hín nýja saga Einars Hjörleifssonar, fæst hjá öllum bóksölum. VertS innb. kr. 4.00, í kápu 3.00. Aðalútsala í Bankastræti n. Þór. B. Þorláksson. Heimilisfang mitt hef jeg flutt frá GertSum i Garði að Búöum á Snæfellsnesi, og eru því allir, sem einhver skifti kunna að eiga við mig, beðnir að snúa sjer til min þar. Blöð og tímarit eru útgefendur hjeðan í frá beðnir að senda mjer á hinn síðarnefnda stað. p. t. Reykjavik 14. april 1916. Finnbogi G. Lárusson. „Franski baróninn á Hvítárvöllum dáraði mjög þennan vitlausa sið,“ seg- ii blaðið, „að flýta klukkunni, er út á leið. Seinni vetur sinn tók hann það upp sjálfur, og sagði að ætti að vera til fyrirmyndar öllum siðuðum heimi.“ Samábyrgðin. Umboðsmenn Sam- ábyrgðar eru orðnir Trolle & Rohde, Bredgade 6 í Khöfn, fyrir Danmörk, Noreg og Svíþjóð. Á Dýrafirði hefui; Ól. Proppé kaupm. fengið umboð. Ættarnafn. Bræðurnir Erlendur og Jónas Jóhannessynir, skósmiðir, hjer í bænum, hafa fengið stjórnarráðs- leyfi til þess að taka sjer ættarnafnið Hvannberg. — Hefur fjöldi manna tekið sjer ættarnöfn síðan hreyfing komst á það mál í vetur, og virðasj mótmælin, sem komið hafa fram gegn því frá nokkurum mönnum, síðan til- lögur nafnanefndarinnar kom út, litil áhrif hafa. Dýralæknir. 31. jan. síðastl. lauk Hannes Jónsson prófi í dýralæknis- fræði og var 11. þ. m. skipaður dýra- læknir í Vestfirðingafjórðungi með búsetu í Stykkishólmi fyrst um sinn. Yfirullarmatsmenn. 12. þ. m. voru skipaðir yfirullarmatsmenn: Jón H. Þorbergsson fjárræktarfræðingur í Reykjavík með umdæmi frá Vík í Mýrdal til Borgarness að báðum stöð- um meðtöldum og Vestmannaeyjum, Ingimundur Magnússon í Bæ með umdæmi frá Búðum til Hvamms- tanga, Stefán Stefánsson á Varðgjá með umdæmi frá Blönduósi til Þórs- hafnar og Jakob Jónsson á Seyðis- fyrði með ummdæmi frá Bakkafirði til Hornafjarðar. Heiðurssamsæti. Sóknarmenn Hofs og Fellssóknar í Skagafirði höfðu samsæti 19. des. síðastl. til heiðurs þeim hjónum, sóknarpresti sinum Pálma Þóroddssyni í Hofsós og konu hans, Önnu Jónsdóttur. Samsætið var haldið til minningar um, að á árinu 1915 hafði sr. Pálmi verið prestur í sóknum þessum 30 ár, eða allan þann tima, sem hann hefur þjónað sem prestur. Fyrir samsæti þessu stóðu helstu menn beggja sókna. Af forgöngu- mönnum má nefna Jón hreppstjóra Konráðsson í Bæ, Ólaf H. Jensson kaupmann í Hofsós og Pál bónda Er- lendsson á Hofi fyrir Hofsókn og Svein hreppstjóra Árnason í Felli,, Tómas Jónasson sýslunefndarmann á Miðhóli og Franz bónda Jónatansson á Skálá fyrir Fellssókn. Alt að 130 manns tóku þátt í sam- sætinu. Fór það fram hið besta og skemtu menn sjer ágætlega, þótt eigi væri ölteiti á mönnum. Til skemtunar var einkum haft ræður og söngur. Ræður voru margar og töluðu allir þeir, sem nefndir eru, en auk þeirra Magnús Jóhannesson hjeraðslæknir í Hofsós. Söngskemtunum stýrði Páll bóndi Erlendsson á Hofi og fór söng- urinn mæta vel. Gjafir voru þeim hjónum færðar að samsætinu. Til að fá gjafirnar höfðu sóknarmenn efnt til samskota. Gengu þau samskot svo greiðlega, að tals- verður peningaafgangur varð, þegar búið var að borga gripi þá, er keypt- ir voru handa þeim hjónum. En gripirnir voru: Stundaklukka, vönduð og fögur, er presti var gefin, og vönduð kaffiáhöld, er prestskon- unni voru færð. Á klukkuna var fest- ur silfurskjöldur og á hann letrað: „Til sr. P. Þ. til minningar um 30 ára prestsþjónustu frá sóknarbörnum hans. Gripunum fylgdi og peningaaf- gangur sá í gulli, er orðið hafði af samskotunum. Um leið og þeim hjónum voru færð- ar gjafirnar, var þeim og flutt kvæði, er ort hafði Magnús læknir Jóhanns- son. Pálmi prestur er kvæntur dóttur Jóns próf. Hallssonar í Glaumbæ í Skagafirði. Hafa þau hjón lengst af búið á Höfða á Höfðaströnd, en eru nú fyrir nokkrum árum hætt búskap og flutt til Hofsóss. Þau hafa átt margt barna. Eru börn þeirra pú flest fulltíða og öll hin mannvænleg- ustu. Fimm af dætrum þeirra eru giftar* og öll eru nú börn þeirra að heiman farin nema tvö, er heiðurs- * Þorbjörg — Jóhanni Möller versl- unarmanni á Sauðárkróki, Lovísa — Guðm. Sveinbjörnsson skrifstofustj. í Rvík, Þóranna — Pjetri Pjeturssyni kaupm. á Akureyri, Jóhanna — Jóni ísleifssyni verkfræðing í Rvík og Sig- rún — Jóni Sigurðssyni bónda á Reynistaðt gestir voru í samsætinu ásamt for- eldrum sínum. Það má af líkum ráða, að þau hjón hafi þurft á umhyggju og atorku að halda, til að halda uppi búskap og framfleyta sjer með mikinn fjölda barna. Það er ekki ljett verk fyrir fá- tækan prest í fremur fátæku brauði, þótt mörgum íslensku prestunum hafi hepnast það. En þótt efnahagur þeirra hjóna væri nokkuð erfiður og ekki auður fyrir höndum, þá gætti þess ekki við þá, er gestir komu á heimili þeirra. Þeir fóru þaðan með endurminning- ar um snoturt heimili, mörg falleg og efnileg börn og um gestrisni og glaðværa góðvild húsbændanna. Það er því ofurskiljanlegt, að sókn- arbörn sjera Pálma minnist hinna liðnu 30 ára með gleði, enda hafa þau gert það, svo að þeim er sæmd að. Einn þeirra, er í samsætinu voru, sagði: „Það er margs að minnast, þegar menn koma saman til þess eftir 30 ár, því þó þau sjeu að vísu ekki langur timi, þá breytist þó margt á þeim tíma, og hjer hefur margt breytst til stórra bóta yfir síðustu 30 árin.“ Þetta er vafalaust satt. Vonandi er hægt að segja það um allar sóknir á landinu, að margt hafi breytst til bóta síðustu 30 ár. En án efa eru Holts og Fellssóknir þar ekki eftirbátar annara. Og yfir þessu veit jeg að sjera Pálmi og kona hans muni innilega samgleðjast sóknarbörnum sinum, og óska þess ásamt sóknarfólkinu, að heilladís framfaranna útbýti eigi síð- ur rikulega gæðum sínum á sjerhvert heimili í sóknunum á ókomna tíman- um, en á þeim undanfarna. Skagfirðingur. Leynilögreglusaga eftir A. CONAN DOYLE. VII. KAPÍTULI. Keraldið kemur til sögunnar. Lögregluþjónarnir höfðu komið i vagni, og í honum flutti jeg ungfrú Morstan heim til hennar. Eins og títt er um kvenmenn, og er svo aðdáan- legt, hafði hún verið algerlega róleg að sjá, hvað sem á gekk, meðan ein- hver veikari var viðstaddur, og jeg sá að hún var glaðleg og hugrökk á svipinn, meðan hún sat hjá ráðskon- unni. En þegar hún var kominn út í vagninn, ætlaði fyrst að liða yfir hana, en síðan fór hún að gráta ákaf- lega — svo voðalega hafði nætur- æfintýrið fengið á hana. Hún hefur síðan sagt mjer það, að henni fanst jeg vera kaldur og kærulaus á leið- inni. Hún hafði litla hugmynd um þá baráttu, sem háð var í hjarta mínu, og það fjarskalega stríð sem það kostaði mig, að halda mjer í skefjum. Löngunin til að hugga hana og ást- in leituðu nú til hennar, eins og hend- in á mjer hafði gert í garðinum. Jeg fann svo vel, að mörg ár með venju- legum lifnaðarháttum hefðu ekki get- að sýnt mjer eins glögt ástúð henn- ar og yndi, eins og þessi eina æfin- týrlega nótt hafði gert. En það var tvent, sem lokaði á mjer munninum, svo að ekkert viðkvæmt orð gat kom- ist yfir varirnar. Hún var veik og hjálparlaus og hugur hennar og taugar í æsingn. Það hefðu verið svik að reyna að hafa áhrif á hana í því ástandi. En hitt var enn meiri hindrun að hún var stórauðug. Ef Serlock Holmes tækist leitin, þá var hún auðmaður. Var það rjett, var það heiðarlegt, að herlæknir á hálf- um launum færði sjer í nyt þennan nána kunningsskap, sem af hendingu hafði tekist með okkur? Mundi hún þá ekki skoða mig sem venjulegan viðbjóðslegan æfintýrariddara? Jeg þoldi ekki að hugsa til þess að slík hugsun kynni að koma upp í huga hennar. Þessi Agra-fjársjóður var kominn eins og ógurlegt fjall á milli okkar. Klukkan var orðin nærri því 2, þegar við komumst heim til frú Ce- cil Forrester. -Vinnukonan var háttuð fyrir hjer um bil klukkustund, en frú Cecil Forrester hafði verið svo undr- andi og forvitin út af þessum skila- boðum, sem ungfrú Morstan hafði fengið, að hún sat uppi til þess að vita, hvort hún færi ekki að koma. Húri opnaði sjálf hurðina. Hún var miðaldra kona, svipfalleg, og jeg gladdist yfir að sjá, hve viðkvæmlega hún tók utan um hana, og hve móð- urleg röddin var, þegar hún heilsaði henni. Hún var auðsjáanlega engin venjuleg þjónustustúlka, sem vann fyrir kaupi, heldur innileg vinstúlka. Við vorum samkynt, og frú Forrester bauð mjer innilega að koma inn, til þess að jeg gæti sagt henni upp alla söguna. En jeg sýndi henni fram á, hve knýjandi erindi jeg hefði, og lof- aði hátíðlega að koma og skýra þeim 'vandlega frá öllu, sem gerast kynni frekar í málinu. Þegar við ókum burt, leit jeg snöggvast við,og mjer finstjeg er.n sjá fyrir mjer þessa mynd á tröpp- unum — konurnar tvær, vafðar sam- an, hurðina hálfopna, ljósið í fordyr- inu senda veikan geisla út um rifuna og glugga með mislitu gleri, hita- mælinn og hvítt handriðið. Það var stórkostlega einkennilegt að sjá þetta friðsama, enska heimili mitt inni í þessu skuggalega verki, sem við vor- um að vinna. Og því meira sem jeg hugsaði um málið, þess svartara og hrikalegra varð það. Jeg rifjaði upp alla þessa einstæðu röð af viðburðum meðan jtg skrönglaðist áfram eftir þögulum, gaslýstum götunum. Það sem upphaf- lega hafði verið leyndardómurinn, það var nú orðið uppvíst: Dauði Mor- stans kafteins, perlusendingarnar, auglýsingin, brjefið. Þetta hafði nú alt komið fram í dagsljósið. En það hafði aðeins orðið til þess að leiða fram fyrir okkur enn þá dýpri og stórfenglegri leyndardóma. Indverski fjársjóðurinn, kortið einkennilega, sem fanst i plöggum Morstans kaf- teins, þessi einkennilegu atvik við dauða Sholtos majórs, fundur sjóðs- ins og strax á eftir morð þess, sem sjóðinn fann, og svo margt einkenni- legt í sambandi við morðið, sporin, óvenjuleg vopn, orðið, sem skrifað var á blaðið, sama orðið, sem var á korti Morstans kafteins — alt þetta var slíkt völundarhús af óskiljanleg- um hlutum, að einhver, sem hefði verið ögn minna einkennilegur en fje- lagi minn var, hefði látið hugfallast við komist út úr því. Pinchinsund var röð af óhreinum tvílyftum húsum í neðri hluta Lam- beths. Jeg varð að berja hvað eftir annað að dyrum í nr. 3, áður en það hrifi. Loksins sást þó veikt kerta- liós bak við eitt gluggatjaldið, og andlit kom út í glugga. „Snautaðu burt, fyllirafturinn þinn,“ sagði andlitið, „ef þú lætur ekki vera að berja upp almennilegt. fólk hjer í götunni, þá skal jeg senda á þig 43 hunda.“ „Ef þjer viljið senda einn út til mín, þá er það erindi mitt, sem jeg fæ upp- fylt," sagði jeg. „Farðu burtu!“ orgaði maðurinn, „jeg hef stigvjelaþræl við hendina, og hann skal í hausinn á þjer, ef þú gegnir ekki.“ „Jeg verð að fá hundinn," sagði jeg. „Jeg vil ekki hafa neinar stælur," hrópaði Sherman alveg fokreiður. „Vertu nú tilbúinn, því þegar jeg segi „þrjú“, kemur stígvjelaþrællinn." „Herra Sherlock Holmes —“ lengra komst jeg ekki. Þessi orð sýndust hafa hreinasta töfrakraft, því að á sama augnabliki var glugganum lok- að og skömmu síðar opnaðist útidyra- hurðin. Sherman var gamall maður, hár og linlega vaxinn, axlirnar álappa- legar, hálsinn sinaber og blá gleraugu hafði hann fyrir augunum. „Vinur Sherlock Holmes" er alt af velkominn," sagði hann, „komið þjer inn. Látið ekki hundinn ná til yðar, því að hann bítur. Kyr, kyr! Þú ert þó ekki að hugsa um að bíta gestinn?“ Þetta sagði hann við stór- an og digran hund, sem þrýsti hausn- um upp að grindunum i búri sínu og góndi á okkur með gráðugum aug- um. „Skeytið ekkert um hann, herra minn, hann er silakeppur. Hann gat aldrei veitt neitt, svo að jeg brúka hann til að halda öllu í skefjum hjer inni. Þjer megið ekki taka til þess þótt jeg væri nokkuð stuttur í spuna fyrst í stað, því strákar hafa otft gaman af að vekja mig upp, án þess að hafa nokkurt erindi. Hvað vildi Sherlock Holmes mjer?“ „Hann þarf að fá hjá yður hund.“ „Svo, það mun vera Toby?“ „Já, ,Toby‘ hjet hann.“ „Toby býr i nr. 7 hjer til vinstri handar." Hann gekk hægt á undan með kertið í hendinni innan um alt þetta safn af hundum, sem þarna var sam- an komið. Ljósið af kertinu var dauft, og í hálfrökkrinu sá jeg hvernig aug- un góndu á okkur úr öllum áttum. Jafnvel uppi í loftinu var fult af búrum með allskonar fuglum, sem hölluðust ýmist á þennan fótinn eða hínn, þegar talið í okkur raskaði ró þeirra í svip. Toby var ljótur, loðinn hundur, með hangandi eyru, mórauður og hvitur að lit, með digran, uppbrettan haus. Eftir dálitla umhugsun tók hann móti sykurmola, sem náttúru- fræðingurinn gamli rjetti mjer, og þegar hann hafði með þessu undir- skrifað samninginn við mig, fór hann með mjer út í vagninn, og var fús til að fylgja mjer. Klukkan var ný- slegin þrjú, þegar jeg komst út að Pondicherry Lodge. Þar frjetti jeg strax að gamli hnefleikamaðurinn hafði verið tekinn fastur, sem hlut- taki í glæpnum, og bæði hann og Thaddeus Sholto höfðu verið reknir á lögreglustöðina. Tveir lögreglu- þjónar gættu nú hliðsins, en þegar jeg nefndi nafn Holmes, ljetu þeir mig fara tálmunarlaust inn með hundinn með mjer. Holmes stóð á tröppunum með hendurnar í vösunum, reykjandi. „Jæja, hjer erúð f)jer þá kominn með hann,“ sagði Holmes, „hund- greyið! Athelny Jones er farinn. Hjer hefur mikið gengið á síðan þjer fóruð Hann hefur verið mjög umsvifamik- ill og ekki einungis tekið vin okkar Thaddeus fastan, heldur lika dyra- vörðinn, ráðskonuna og indverska Jjjóninn. Við erum því einráðir og einir hjer, nema einn lögregluþjónn er uppi á lofti. Skiljið hundinn lijer eftir og komið upp.“ Við bundum Toby og fórum upp stigana enn af nýju. Herbergið var eins og þegai; við yfirgáfum það sein- ast, nema hvað líndúkur hafði verið breiddur yfir manninn í stólnum. Þreytulegur lögregluþjónn hjekk þar i einu horninu. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. " i Hringferð kvenfjel. „Hringurinn“ 2. í páskum. ■ mm m Verkefni: 1. Templarahúsið: Veitingasalur opnaður kl. 2. 2. Bárubúð: Frú Stefanía Guð- mundsdóttir les upp kl. 2—3 síðd. Meiri skemtun. 3. K. F. U. M.: Jón Jakobson talar. Frú Finsen syngur sóló, kl. 2—3 síðd. 4. Bárubúð: Frú Elín Laxdal les upp, karlakór syngur, kl. 3—4 síðd. 5. K. F. U. M.: Árni Pálsson tal- ar, frú Herdís Matthíasdóttir li syngur, kl. 3—4. síðd. 6. Gamla Bíó og Nýja Bíó opin bæði kl. 4—5 síðd. 7. Kirkjuhljómleikur: Páll ís- ólfsson og frú Valborg Ein- arsson, kl. 3%—4síðd. 8. Málverkasafn fslands í al-. þinghúsinu opið kl. 12—2. 9. Kirkjuhljómleikar í dómkirkj- unni kl. 7—8 síðd. ...............mwmmmm....... Dia/bolo er orðin langútbreiddasta skilvindan, því margra ára reynsla hefur sýnt, að hún er langbesta og ódýrasta skil- vindan, er til landsins flytst. Nr. o skilur 65 lítra á klukkustund. Nr. 1 skilur 120 lítra á klukkustund. Nr. 2 skilur 220 litra á klukkustund. Diabolo-strokkurinn er nýkominn á markaðinn. Salan eykst óðum, hann vinnur vel, sparar tíma og vinnu. Nákvæm lýsing er send þeim er óska. Stærð A. strokkar 5 lítra. Stærð B. strokkar 10 litra. Stærð C. strokkar 15 litra. Ávalt fyrirliggjandi í Verslun Jóns Þórdarsonar Nokkrar húseignir á góðum stöðum í bænum fást keypt ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viðtals í veggfóðursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kL 3—6 síðdegis. Prentsmiðjan Rún, r

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.