Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.04.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 19.04.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 67 viöureign. Tvö ljóöasöfn, og aS minsta kosti þrjár skáldsagnabækur höfðu komið út eftir hann á dönsku, hin síðasta, „Bredefjordsfolk", næstl. vetur. Hann var ljóðskáld meira en sagnaskáld, og eru mörg af kvæðum hans falleg og vel gerð, bæði þau, sem kveðin eru á dönsku og íslensku, eftir að hann fór aö þroskast. Jónas var óvenjulega ungur, er hann fór fyrst að koma fram opinberlega. Hann var bráðþroska, framgjarn og bjartsýnn, og hafði rnikið traust á sjálfum sjer. Um tvítugt var hann orðinn ritstjóri á ísafirði, og fáum ár- um síðar varð hann ritstjóri hjer í R.- vík. Á þessum árum komu hjer einnig út kvæðasöfn eftir hann: „Vorblóm“ 1905, „Tvístirnið" 1906 og „Dags- brún 1909. Eftir veruna á ísafirði fór hann til Khafnar og dvaldi þar um hríð, og næstu missirin var hann ým- ist hjer heima, í Khöfn eða Noregi, þangað til hann fluttist hjeðan alfar- inn, fyrst til Noregs og síðan til Dan- merkur. Síðustu árin var hann búsett- ur á Skaganum á Jótlandi. Hann var tvíkvæntur, fyrst norskri konu, og bjuggu þau einn vetur hjer i Reykja- vík, fóru síðan til Noregs og skildu skömmu síðar. En Jónas kvæntist síðar danskri konu, er mun lifa hann. Jónas mun hafa verið rjett um þrí- tugt nú, er hann dó. Oft mun hann hafa átt erfitt uppdráttar erlendis, en að kunnugra sögn leið honum þó vel síðustu árin, eftir að hann giftist í síðara sinn og settist að á Skaganum. Það er skaði, að Jónas skyldi verða svo skammlifur. Meðan hann var hjer heima, var hann unglingur og vant- aði þroska til þess að fást við ýmis- legt af því, sem hann tók sjer fyrir hendur. En gáfur hafði hann góðar og af hug og áræði miklu meira en al- gengt er. TIL JÓNS TRAUSTA. Þú sagðir mjer, vinur, sögur. Mörg sagan var ljómandi fögur. En svo er um flest, að finna má brest. Og aular, sem ekkert geta annað en ropa og freta, þeir unna því mest, sem er allra verst. Skeyttu ekki um skammirnar, góði. Þakkirnar — þær koma í hljóði. 16.—4. T6. * Stríðið. Síðustu frjettir. Uppdráttur af’ umhverfi Verdun- borgar fylgir hjer með. Sjást þar ýms af þeim staðanöfnum, sem oft hafa verið nefnd í frásögninni um bar- dagana. Mislitu, feitu strikin sýna járnbrautarlínurnar austur og vestur, suður og norður frá borginni, en svarta strikið er áin Maas. Nú mun herlínan liggja norður eftir nokkru vestan við Fresnes-þorpið, sem sýnt er á uppdrættinum, því langt er síð- an Þjóðverjar tóku það, og svo í' boga til Douaumont, eða þar skamt fyrir sunnan, og vestur að Maas. En vestan við Maas hafa Þjóðverjar fyr- ir nokkru tekið Melancourt. Þar var sóknin áköf rjett fyrir síðastl. mán- aðamót, og þýsk blöð frá þeim tíma gera mikið úr því, sem þar vinst á, vegna þess, að þar er kept eftir að ná járnbrautinni vestur frá Verdun til Parisar, en austur frá Verdun liggur járnbrautin til Metz í Þýska- landi. — Annars hafa litlar frjettir komið af orustunni við Verdun síð- ustu vikuna. Fyrir nokkrum dögum var sagt hlje á orustunni þar vegna óveðurs, en það mun að eins hafa verið stutt bráðabirgðarhlje. Sagt var fyrir skömmu, að Þjóðverjar niundu vera að búast til sóknar víðar “ vesturherstöðvunum og hefðu mik- mn liðsamdrátt í Flandern. Um loftflota-árásina á Leith í byrj- un þ. m., sem áður er getið, flutti Morgunbl. nýlega þá frjett, eftir far- þegjum a ,,Goðafossi“, sem þá var á Seyðisfirði en mun hafa verið í Leith, þegar árásin var gerð, að skemdir hafl orðið þar töluverðar; meðal hefðu skrifstofur Andrj. Gui p.nar °g Ellingsens, afgreiðs -imskipafjel. íslands, skems mercTa'Ístre'f 1 SÖmU bygginS I x x t 2' Alls höfðu vl uaraVSegÍr sú frJett. yiSsbiítabann E„gle„di„ga batahernaður Þóðverja eru nt meginþáttum ófriðarins. Ski er mikið og tjónið af viðskiftabann- inu mikið. Síðustu fregnir segja, að mjög harðni á ósamkomulagi milli Hollendinga og Englendinga. 1 út- lendum blöðum frá lokum marsmán. er getið um miklar skemdir á símum milli Evrópu og Ameríku og þær eignaðar þýskum kafbátum. Rjett fyrir mánaðamótin síðustu varð allmikið uppþot í þýska þing- inu. 18 þingmenn jafnaðarmanna- flokksins sögðu sig þá úr honum og mynduðu nýjan flokk undir forustp Haase þingmanns, er hafði orð fyrir þeim, þegar sundrungin varð. Hann sagði það nú fullreynt, að hvorugir gætu unnið fullnaðarsigur í ófriðin- um, en almenningur allra þjóða vildi fá frið, og þvi ætti nú að hætta. Og ýmislegt sagði hann um ófriðinn, sem ljet illa i eyrum flestra þingmanna, og fór svo, að honum var bannað að tala, en formaður jafnaðarmanna- flokksins, Scheidemann, lýsti yfir, að flokkurinn væri honum ósamdóma og hefði ekkert umboð gefið honum tii að tala í sínu nafni. Sögðu þeir sig þá 18 úr flokknum, að Haase með- töldum, en 2 höfðu farið áður, þegar Liebknecht gerði uppþotið i þinginu, hann sjálfur og annar til. Áður hafði jafnaðarmannaflokkurinn 110 þing- menn, svo að enn eru þeir eftir 90, að þessum 20 frágengnum. Frá austurherstöðvunum heyrist nú ekkert, og virðist alt vera þar kyrt. Sömuleiðis á Itölsku heístöðvunum. Cadorna yfirhershöfðingi ítala var á ferð til Parísar og Lundúna um síð- astl. mánaðamót. Það er haft eftir honum, að ítölum hafi þótt æfin ill í vetur norður í fjöllum, þar sem bar- ist er, vegna snjóa og kulda, og aö þeir hafi mist þar ekki færri menn vegna veðurharðindanna en fallið hafi fyrir óvinunum. Hann kvað ekki vilja lofa liði frá Italíu til annara vig- stöðva, svo sem til Frakklands, eða Balkanskaga, og samvinnu við leifar Serbahersins vill hann ekki, segja þýskar fregnir. Frá Balkanskaganum eru það síð- ustu fregnirnar, að bandamenn hafi gert loftárás á Konstantínopel. I Grikklandi hafa orðið stjórnarskifti, en sagður vaxandi kur milli Grikkja og Englendinga. Grikkir hafa aftur fært valdsvið sitt yfir norðurhlutann af Epírus, og virðist svo sem það sje gert með samþykki miðveldanna og Búlgara, en einkum í trássi við ítali. Hafa Grikkir dregið her þar saman í landinu. Austan úr Asíu er sagt, að Eng- lendingar hafi unnið sigur við Tigris- fljótið, en ekki fylgir það frjettinni, hvort her þeirra í Kut el Amara sje þár með laus orðinn. KVEÐJA til Bjarna Vogan. I þjóðrembings flogi, væskill frá Vogi, varst þú um daginn að glepsa í mig og sníkja’ á lýðinn að lesa þig. En ei þarftu’að vona að karl eða kona a kumrinu þínu heimski sig. Báglega gengur þjer bragsmíða- kengur að blása upp samúð í þjóðar lund, þar áttu dapra „Dauðastund". Rímgirnd til hægðar, en til rýrrar frægðar reiðstu „Kolbrún" á mærðar sund. Lendir í Dölum i logandi kvölum líf þitt um næstu kosningar, því óðum vitkast nú þjóðin þar. Lokast nú sundin og ljettvægur fundinn laumastu burt sem kulnað skar. Með alúðarkveðju J ón Skruðtlingur. Frjettir. Tíðarfar. I dag er síðasti vetrardag- ur og hefur undanfarinn vetur í heild sinni verið mjög góður hjer sunnan- lands. Nú að síðustu hafa þó verið stöðugir kuldar og norðanátt, en bjart veður og sólskin flesta daga. I Norðurlandi er snjór yfir alt og harðindi. Þó er sagt þaðan, að yfir- drifnar sjeu þær frjettir, sem hjer hafa gengið um heyleysi þar, einkum i Skagafirði. Póstmeistafi birti hjer í bæjarblöðunum 12. þ. m., er norðan- póstur var að leggja á stað hjeðan,svo hljóðandi auglýsingu: “Sökum hey- leysis á póstleiðinni getur aðalpóstur ekki farið frá Akureyri til Staðar. I þess stað verða póstsendingar til Norðurlands sendur með „Flóru“ og frá Norðurlandi með „Goðafossi", en aukapóstur frá Blönduósi mætir Borgarnesspósti á Stað.“- Að norðan er sagt, að heyleysi sje enn ekki alment á þessari leið. En á Silfrastöðum í Blönduhlíð sje hey- laust, en þar er náttstaður pósts hjerna megin Öxnadalsheiðar, og í Öxnadalnum innanverðum muni einnig vera lítið um heybirgðir. — En haldi þessari tíð áfram óbreyttri, eru horfurnar illar í Norðurlandi. Sýslumaður Skagfirðinga hefur pant- að hjeðan á Sauðárkrók mikið af matvöru til skepnufóðurs, og sagt er líka, að töluvert af heyi sje nú flutt hjeðan til Húsavíkun I Dölum, Borgarfjarðarhjeraði og sýslunum austan fjalls eru nú nægar heybirgðir. Landslistarnir. Tveir nýir lands- listar hafa nú verið opinberaðir, ann- ar frá Þversum-mönnum, hinn frá verkamönnum. Á verkamannalistan- um verða: Erlingur Friðjónsson bæj- arfulltrúi á Akureyri, Ottó N. Þor- láksson verkm. í Rvík, Þorv. Þor- varðsson prentsmiðjustj. í Rvik, Egg- ert Brandsson sjómaður i Rvík og Guðm. Davíðsson kennari í Rvík. Á þversum-listanum eru : Sig. Egg- erz sýslumaður, Hjörtur Snorrason í Arnarholti, Gunnar Ólafsson konsúll í Vestmannaeyjum, Magnús Friðriks- son á Staðarfelli, Kristján Benjaf- mínsson á Tjörnum, Ól. Thorlacius læknir, Magnús Magnússon kennari í Reykjavík, Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli. Skfrnir. I nýútkomnu hefti er grein eftir forseta, B. M. ó., um aldaraf- mæli bókmentafjel., kvæði eftir Ein- ar Benediktsson, „Útsær“, ritgerð um Þorleif Repp eftir Pál Eggert Óla- son, um þegnskylduvinnu eftir Her- mann Jónasson, alþýðufyrirlestur um arfleifð íslendinga eftir Bjarna frá Vogi og „Utan úr heimi“ eftir Hjeð- inn Valdimarsson. — Er það vel gert, að minnast Þorleifs Repp eins rækilega og þarna er gert, og á höf. lof skilið fyrir þá ritgerð, því nafni Þorleifs hefur ekki áður verið haldið hjer á lofti eins og vert var. Hringurinn. Menn skyldu lesa á ; öðrum stað i blaðinu auglýsingu frá kvenfjelaginu „Hringurinn“ um skemtun, sem til stendur á 2. í pásk- um. Aðgöngumiðar á alt þetta, sem þar er auglýst, kosta að eins 1 kr. og ágóðanum verður varið til styrktar berklasjúklingum, eins og jafnan, er „Hringurinn“ skemtir. Jón Þorláksson landsverkfræðing- ur. kom frá útlöndum með „Botníu“ í morgun, hafði farið til Noregs og Kaupmannahafnar. Póstur tekinn í Englandi. Botnía kom frá útlöndum í morgun, en hafði ekki póst meðferðis nema frá Færeyj- um. Allur pósturinn frá Khöfn hafði verið tekinn í Englandi og var það mikill póstur, því langt hefur liðið milli ferða i þetta sinn. Aðfarir Englendinga á sjónum eru nú yfir höfuð orðnar ærið harðar undir að búa fyrir hlutlausar þjóðir, sem ekki gcta reist rönd við ofríkinu. Og liklega verður það allra mál eftir | þetta strið, að yfirráðin á liafinu geti naumast verri verið í höndum nokk- urrar þjóðar en þau nú eru í hönd- um Englendinga. Málverkasýing Ásgríms Jónssonar er nú opin í Vinaminni kl. 11—5 dag- lega. Stórfalleg er hún, ekki síður nú en oft áður. Þar eru milli 40 og 50 málverk og mörg af þeim ný. Stærsta myndin heitir: „Dauði Eiriks Ragn- arssonar Loðbrókar" og er efnið tek- ið úr Fornaldarsögúm Norðurlanda. Er það glæsileg mynd og sýnir það, er Eiríkur er hafinn á loft dáinn af mörgum hermönnum á spjótsoddum. Cnnur stór mynd og mikilfengleg er þar, sem heitir „Kötluhlaup“. Við báðar þessar myndir er þess getið, að þær sjeu ekki til sölu. Landslags- myndir eru margar nýjar, svo sem stór mynd frá Múlakoti, meðal’margra annara frá sama stað, „Hrauns- ás í Borgarfirði“, með Eiríksjökul í baksýn, „Morgun í Fljótshlíð", „Kvöldroði bak við Mýrdalsjökul“ o. m. fl. Úr Reykjavík eru nokkrar myndir, sumar nýjar. Margar myndir eru úr Hornafirði, af Síðu og víðar úr skaftafellssýslu, og svo eru myndir úr Fljótshlíð, af Þórsmörk, úr Þing- vallasveit, úr Flóa, frá Húsafells- skógi í Borgarfirði, úr Hörðadal og Haukadal og frá Hvalfirði. Er það kunnugt, hve landslagsmyndir Ás- gríms eru fallegar og vel gerðar. — Svo er þar „Uppástunga að Lands- bankabyggingu“, er sýnir framhlið hins væntanléga Landsbankahúss eins og Ásgrímur hugsar sjer að hún ætti að vera. Ekki veit Lögr. hvort banka- stjórn og landsstjórn hafa skoðað myndina éða látíð uppi álit sitt um ; tillöguna, en ganga má að því vísu, :að ef annari þykir uppástungan góð, þá þykir hinni hún óhæf með öllu. Mannalát. Dáin er í Skildinganesi 23. f. m. frú Sigríður Eiríksdóttir, ékkja sjera Jóns Þórðarsonar áður prests á Auðkúlu í Húnavatnssýslu, en dóttir Eirílcs Sverrissonar áður sýslumanns i Mýrasýslu og síðar í Rangárvallasýslu, fædd 30. febrúar 1830. Eftir lát manns síns, 1858, bjó hún lengi í Litladal í Auðkúlusókn, en fluttist suður hinagð 1907 og var hjer eftir það hjá dætrum sinum, frú Guðrúnu, konu E. Briems yfirdómara, og frú Guðnýju, konu Brynjólfs Gíslasonar í Skildinganesi. Önnur börn þeirra sjera Jóns og Sigriðar, sem nú eru á lífi, eru þessi: frú Vil- borg, kona Eiríks prófasts Gíslason- ar á Stað í Hrútafirði, sjera Theódór á Bægisá, frú Þóra, kona sjera Ste- fáns M. Jónssonar á Auðkúlu, frú Kristín, kona Ríkarðs Torfasonar bankabókara. En sjö börn höfðu þau hjón mist á ungum aldri. Frú Sigríður stofnaði eitt hið fyrsta kvenfjelag, sem til hefur verið hjer á landi, og var það innansveitar- fjelag í Auðkúluhreppi með þvi mark- miði að efla menningu ungra stúlkna, cg starfaði það þangað til Húnvetn- ingar fengu kvennaskóla, og ljet eft- ir sig sjóð, sem ávaxtaður er í söfn- unarsjóði Islands og heitir „Styrktar- sjóður til menningar ungum stúlkum i Svínavatnshreppi." 16. febrúar síðastl. andaðist Jón Adólfsson í Grímsfjósum við Stokks- eyri, merkur maður, 78 ára. Guðm. Magnússon prófessor var skorinn upp i Khöfn siðastl. fimtu- dag; honum líður vel eftir aðgerðina, var sótthitalaus þegar símað var. Skip stranda. 9. þ. m. strönduðu tvö eyfirsk skip við Önundarfjörð, segir Morgunbl., „Július" og „Von- in“. Hið síðarnefnda náðist fljótlega út aftur, eitthvað skemt, en hitt var ekki komið á flot, er af þvi frjettist. Manntjón varð ekki. „Júlíus“ er eign Jak. Havsteens konsúls. „Vísir“ segir þá frjett, að fiskiskipið „Orion“, eign Sam. ísl. verslananna á Siglufirði, hafi rekið i land undan íshroða við Norðurfjörð á Ströndum, en óvíst hve mikið það sje skemt. Dr. Alexander Jóhannesson flutti s. 1. sunnud. fyrirlestur um kvennalýs- ingar í íslenskum skáldskap og dró ftam ýms dæmi um þetta, einkum úi kveðskapnum. Kemur fyrirlestur- inn út i bókmentatímaritinu „Edda“ í Kristjaníu nú i þessum mánuði. Dr. A. J. endaði mál sitt með þeirri ósk, að hugir manna snerust að fegurðar- dýrkun og skáldskaparnautn fremur én’að trúmálagrufli og dulrænum efn- um. Norræna stúdentasambandið. I Reykjavíkurdeild þess flutti Holger Wiehe dócent nýlega fyrirlestur um Suður-Jótland, sagði sögu þess og baráttunnar, sem danskt þjóðerni hef- ur átt þar i eftir 1864. Hefur mjög óskynsamlegri harðneskju verið beitt þar af Þjóðverjum gegn þjóðerni og tungu Dana, eins og kunnugt er. En 4000 ungir menn frá Suður-Jótlandi eru nú fallnir i stríðinu undir merkj- um Þýskalands. Hafa þeir fallið við góðan orðstír, sagði ræðumaður, og landar þeirra feta í fótspor þeirra, möglunarlaust. Aldarafmæli Hins ísl. bókmentafje- lags. I nýkomnu hefti af Skírni skýrir forseti Bókmentafjelagsins frá, að aldarafmæli þess sje 15. ág. þ. á. og verði þess minst með hátiðlegri at- höfn. Bókmentafjelagið er til orðið úr tveimur fjelögum; var annað þeirra í Reykjavik, hitt i Kaupmannahöfn. Reykjavíkurfjelagið var myndað á árinu 1915. Aðalstofnendur þess voru Rasmus Kr. Rask málfræðingur og Árni Helgason þá dómkirkjuprestur. Var Á. H. formaður þess, en með honum í stjórn Sig. Thorgrimsen landfógeti og Halldór Thorgrimsen sýslumaður. Hafnarfjelagið var stofn- að í marsmánuði 1816 og var Rask formaður þess, en með honum í stjórn þeir Grímur Jónsson og Finn- ur Magnússon. En það var frá upp- hafi ætlun Rasks, að þessi tvö fjelög skyldu sameinast og verða tvær deildir i einu fjelagi. Voru ákvæði um þetta samþykt i Hafnarfjelaginu 13. april, en i Reykjavikurfjelaginu 15. ágúst 1916. Upp frá þvi urðu fjelögin eitt fjelag í tveimur deildum með nafninu „Hið ísl. bókmentafjelag". Minningarrit um aldarafmælið á að koma út i ár, og helst að vera full- prentað 15. ág. Einnig hefur verið á- kveðið að leggja sveiga á leiði aðal- stofnenda fjelagsins, þeirra Rasks og Árna Helgasonar, þennan dag. Rask er jarðsettur í Khöfn, en Á. H. í Görðum á Álftanesi. Skip keypt. Friðriksen kolakaup- maður hjer í bænum hefur keypt norska gufuskipið „Patria“, sem kom hingað um daginn með gaskolin, og mun ætla það til kolaflutninga hing- að, segir Morgunbl. Póstafgreiðslumenn. 13. þ. m. var Björn Pálsson cand. jur. skipaður póstafgreiðslumaður á Seyðisfirði, Ólafur H. Jensson póstafgreiðslumað- ur á Hofsós og Rolf Johansen póstaf- greiðslumaður á Reyðarfirði. Aflabrögð. Botnvörpungarnir afla enn í besta lagi, en vjelbátarnir hjer við flóann afla nú ekkert. I Þorláks- höfn hefur verið aflalaust í allan vet- ur og vor, og er sagt að þar hafi setið um 600 manns allan veiðitímann, sem af er, og engan fisk fengið. Það eru róðrarbátar, sem menn nota þar, en fiskurinn hefur ekki gengið svo grunt, að þeir hafi náð til hans. En úti fyrir hafa þilskipin og botnvörp- ungarnir haft besta afla. Rósir heitir nýútkomin bók eftir Einar Helgason garðyrkjufræðing, og er það leiðarvísir í ræktun inniblóma, þörf bók og góð, sem margir ættu að eignast og færa sjer í nyt. Hún er 95 blaðsíður og útgáfan vel vönduð. Búnaðarblaðið „Freyr“ hefur ný- lega skift um eigendur að nokkuru leyti. Einar Helgason garðyrkjufræð- ingur hefur selt sinn hluta í ritinu Páli Zófóníassyni kennara á Hvann- eyri, svo að útgefendurnir eru nú: Magnús Einarsson dýralæknir, Páll Zófóniasson og Sigurður Sigurðsson ráðanautur. „Sálin vaknar“ er vel valin sumar- gjöf. Gamall og góður siður. Kirkju- blaðið mintist nýlega á þann gamla sið hjer á landi, að færa klukkuna fram um 2 stundir, þegar dag fer að lengja, og kallaði „viturlegan og hollan sveitasið". Ráðlagði það bæj- arstjórninni að taka upp þennan sið, er gasstöðin var að verða ljóslaus á góunni, og sagði, að „vísirinn á kirkjuklukkunni tæki stjórnina alveg hljóðalaust".

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.