Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.05.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 17.05.1916, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlt, Rjett er að hver sjúklingur liggi frá því er kvefið byrjar og þangað til öllum sótthita er lokið, og fari var- lega með sig fyrst í stað á eftir- Ef sjúkling verður mjög þungt fyrir brjósti eða fær eyrnabólgu eða er mjög þungt haldinn af einhverjum öðrum ástæðum, þá er sjálfsagt að vitja læknis. Mislingasjúklingum er afarhætt vil berklasmitun ;«skal var- ast að hafa þá nálægt berklaveikum manneskjum. Mislingar eru líka hættulegir fyrir berklaveikt fólk, iðu- lega að berklaveikin versnar upp úr mislingum eða tekur sig upp, ef niðri hefur legið. Ef einhver veikindi eru á heimili, þá er ráðlegast að spyrja lækninn um mislingahættuna og nauðsynina að verjast þeim og ráðin til þess. 16. maí 1916. G. B j ö r n s o n. Stríðið. Síðustu frjettir. Viðureignin er nú að byrja aftur á austurvígstöðvunum. Þjóðverjar hafa byrjað sóknina þar að norðan- verðu, við Jacobstadt, og segja skeytafregnlrnar að barist sje af á- kafa bæði að austan og vestan. Ný- lcga var talað um bardaga að vest- an, norður við Dixmude. En að sjálf- sögðu hafa Þjóðverjar nú flutt mikið af liði frá vesturherstöðvunum og austur. Skeytafregnirnar segja, að litlar eða engar breytingar hafi orðið við Verdun nú í síðustu rimmunni þar, og nú virðist svo, eftir síðustu fregnunum, sem sókn sje að verða þar af hálfu Frakka. En búast má við að aðalviðureignin verði nú fyrst um sinn að austanverðu. Frá vígstöðvunum annarstaðar eru engar nýjungar sagðar. Frá Persíu og Mesópótamíu. I þýska timaritinu „Das Echo“ frá 20. apríl er grein um afstöðu Persiu til ófriðarins og í henni ýmsar fróð- legar upplýsingar til skýringar á því, sem er að gerast þar eystra í sam- bandi við heimsstyrjöldina. Höf. segir, að ófriðurinn hafi vak- ið Persa af svefni, eða tilkynning Tyrkjastjórnar um það, að hjer væri um „heilagt stríð“ að ræða. Rúss- neskur her er nú inni í landinu og heldur nokkrum hluta þess. En land- ið er erfitt umferðar og Persar vanir hernaðarskærum, svo að Rússar eiga þar við marga erfiðleika að stríða. Vegna legu sinnar hefur Persia dreg- ist inn í heimsmáladeilurnar. Til þess að ná suður að heimshöfunum, þurftu Rússar að fara yfir Persiu. En fyrir austan Persíu er eitt af meginlöndum enska heimsríkisins, Indland, dýr- mætasta útríki Englands. Taflið um völdin þarna var því milli Rússlands og Englands í fyrstu. En með samn- ingum frá 31. ágúst 1907 komu þau sjer saman um, að skifta milli sín valdinu yfir Persíu. Landinu var sam- kvæmt þeim samningi skift i þrent. Nyrst er hagsmunasvæði Rússlands og nær suður að borginni Jesd, sem sjest á uppdrættinum hjer í blaðinu, er. þaðan liggur takmarkalínan í norðaustur til Meschhed, sem er í norðausturhorni landsins, austur af suðurenda Kaspíhafsins, og í norð- vestur um Khurramabad og Ker- manschah, sem sjást á uppdrættinum. Þetta svæði er 790 þús. ferkílóm., allur norðurhluti landsins, og gengur í odda suður á við til Jesd. En að sunnan er hagsmunasvæði Englend- inga, og hefst við Bendarabbas, sem sjest á uppdrættinum. Þaðan liggja takmörk þess í norður, um Kerman til Bajistan, og svo austur til To- man-Agia .Hagsmunasvæði Englend- ir.ga er miklu minna ummáls en hags- munasvæði Rússa, eða 355 þús. fer- kílóm. Milli þeirra er hið svo kallaða „hlutlausa“ svæði, en það er vestur- abbas og norður fyrir Kermanschah, og svo skák austur um mitt landið, sunnan við Jesd og þaðan í norð- Matth. Jochumsson: L j d ð m æ I i. Úrval. Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. ÞAKKARÁVARP. * Erivan Erzepum ■v*Charpai 'Mtzrdin tJr f PfTakJ- (Ijgrnia. Zinjan • jfUswi. \mosuI ferU: ' \ • y>ihnari iTébitm ^»»»‘""11 TEHERW Hamadan... SiT"nan raurLrh . • •Kum Hermanschak i r •Ka$dian W V ^ Oomor Tiibe, ,ms/ul' •fspaban. DiLoaneh 'Skuslar . 9jesd Kumischeh ‘Babakiába*k Mims^ _ __ . _ X \BuschehpiL Fipusabad Frá viðureign Rússa og Tyrkja í norðvesturhorni landsins hefur áður verið sagt hjer í blaðinu. Þar berjast þeir um yfirráðin, og takmörkin milli Persíu og Tyrklands eru þar mjög óákveðin. Bæði Rússar og Englend- ingar hafa verið hlutsamir og ágeng- ir í Persiu. En verslun landsins út á við hefur mikið aukist fyrir afskifti þeirra. Hún hefur meira en tvöfald- ast frá síðastliðnum aldamótum. Verslunin er mest við Englendinga, Rússa og Tyrki, en þar næstir eru Þjóðverjar. Fram til 1906 urðu þýsk- ar vörur, sem sendast skyldu til Persaflóa, fyrst að fara til Englands. En það ár sendi Hamborgar-Ame- ríku-línan þýska fyrst skip til Bas- ra og stofnaði til fastra ferða austur í Persíaflóa, og er þýsk verslun jókst þarna, urðu ferðirnar tíðari, og komu þangað skip frá Hamborg reglulega með 14 daga millibili. Samgöngutæki í Persíu eru mjög á eftir tímanum. Þar er að eins einn lítill járnbrautarstúfur.frá Teheran til staðar þar í nándinni, og eru að eins fáir kílómetrar á milli. Annars eru vegirnir eldgamlir lestavegir og flutningatækin eru úlfaldar, asnar og hestar, en vagnfærir eru vegirnir ekki nema á einstöku svæðum, og eru bilaferðir nú komnar þar á sumstað- ar. Einn helsti vörulestavegurinn er frá Teheran um Tábris vestur til 'Irapezunt. Vegalengdin er 1700 km. og er þetta talin 10 vikna ferð. Allra nyrst í landinu hafa þó Rússar gert sjer töluvert far um að bæta vegina. Sumstaðar gera ræningjaflokkar enn vegina hættulega. Þýski höfundurinn segir, að fram- tíð Persíu sje mjög undir því komin, hvernig striðið endi. Ef Þjóðverjar sigri, þá renni upp nýr tími fyrir Per- siu. Þar sje verkefni fyrir þýska framtakssemi. En hann játar, að á- hrifin frá Rússum og Englendingum liafi að ýmsu leyti verið Persum til góðs. Einkum hafa Rússar látið sjer ant um framfarir á strönd Kaspíhafs- ins. En landsmenn eru skamt á veg komnir yfirleitt í búnaði. Til þess að koma búnaðinum áfram, þarf vatnsveitingar i stórum stíl og svo samgöngubætur. Um járnbrautar- lagningar hefur líka verið talað á síð- ari árum og höfðu Rússar fengið einkaleyfi til lagningar á braut bæði í norður og suður frá Tábris, áður en stríðið byrjaði, og var það veitt til 75 ára ásamt rjetti til námanotk- unar beggja megin brautarinnar á 60 versta svæði. En ekki er byrjað á þessu verki enn. Einnig er talað um hliðarbraut frá Bagdadjárnbrautinni austur um Persíu, er þá mundi liggja um Kermanschah og Hamadan til Teheran. Eigi langt fyrir sunnan þessa leið, vestarlega í landinu, eru hinar miklu olíulindir, sem reknar eru af ensk-persnesku fjelagi, sem fengið hefur á þeim 60 ára einkarjett- 1 indi, enda þótt verksviðið sje sum- part í hinu hlutlausa belti landsins og sumpart á hagsmunasvæði Rússa. Það eru yfir höfuð geysimikil lönd þarna austur frá, sem bíða þess að komast undir menningaráhrif Norð- urálfu. Víð svæði af þeim hafa góð skilyrði til þess að verða meðal auð- ugustu landa heimsins, svo sem Mesó- pótamía. Með Bagdadjárnbrautinni færist menning Norðurálfunnar aust- ur um lönd Tyrkja í Asíu, og sam- vinna Þjóðverja og Tyrkja nú í stríð- inu miðar að því marki. En sú hug- mynd kemur fram í nýju og skærara ljósi, segir þýski höfundurinn, þegar útsýni opnast til þess, að Persía kom- ist einnig inn í þetta viðskiftasam- band. En Persía er ekki fær um þetta af sjálfsdáðum, segir hann. Kraftur- inn verður að koma utan að, einkum til þess að bæta samgöngurnar. Land- ið þarf að fá frið og komast í ró, samgöngurnar þarf að bæta og sýna íbúunum, hvað í landi þeirra er. Að taka þátt í þessu starfi, að stríðinu loknu, er verkefni fyrir Þjóðverja, segir höf. Af uppdrættinum hjer í blaðinu má sjá mikið af herstöðvunum þar eystra. Rússar halda nú Erzerum og Trape- sunt, sem er þar fyrir norðvestan, einnig Bitlis. Svo eru þeir að austan í Ispahan, hafa tekið Kermanschah og haldið vestur þaðan inn yfir landa- mæri Tyrkja, á sljetturnar við Tigris- fljótið. En enski herinn, sem átti að leysa Townsend hershöfðingja, er skamt austan við Kút el Amara. Rússar og Englendingar munu ínú geta sameinað þar heri sina, en hvor- ugir eru mannmargir á þessum stöðvum, og í síðustu enskum blöð- um er sagt, að Tyrkir hafi búið þar vel um sig. Brjef frá Þýskalandi. Maður hjer, sem kunnugur er í Þýskalandi, hefur gefið Lögr. eftir- farandi útdrætti úr brjefum, sem hann hefur fengið þaðan: Halle 19. apríl 1916. „.... Hernaðarástand okkar batn- ar með degi hverjum. Árásir Rússa austan megin verða að engu, og hjá Saloniki fá Frakkar og Englendingar engu til leiðar komið. Vestan megin, hjá Verdun, miðar okkur heldur á- fram, þó hægt fari. Þar höfum við tekið síðan 21. febrúar 39000 Frakka til fanga. Og kunnugt mun yðir um hvert tjón kafbátarnir og loftflotinn gera Englendingum. Enginn vafi er heldur á því, að efnalega getum við haldið ófriðnum áfram. Matvæli fást öll þau sömu og i fyrra, þó að verð- ið hafi farið hækkandi, en hjá því verður ekki komist á ófriðartímum. Mjer er óhætt að fullyrða, að þó að nú sje komið fram í 21. mánuð ófrið- arins, eru bjargræðishorfurnar mun betri nú en áður. Við horfum því hughraustir fram á ókomna tímann. — I dag var jeg að lesa um, að Eng- lendingar hefðu tekið póstinn úr Botníu á leið frá Kaupmannahöfn til íslands ....“ Leipzig 27. april T6. „.... Nú er vorið komið, alt grænkar og blómgast. Útlit er fyrir, að uppskeran verði afbragðsgóð í ár og kemur það sjer vel, því að í fyrra var uppskeran mjög slæm (að undan- teknum kartöflum) ....“ Frjettir. Ársit heilsuhælisins fyrir árið 1915 er nýkomið út. 1. jan. 1915 voru sjúk- lingar 67 í hælinu, en meðaltal þeirra á dag árið 1914 hafði verið 73,6. Ár- ið 1914 voru deildir fjelagsins 32 og námu tillög þeirra kr. 2502.53. Er það miklu minna en vera ætti. Lög- um fjelagsins hefur nú verið breytt þannig, að framvegis verður alt fje, sem fjelaginu áskotnast, bæði tillög fjelagsmanna, áheit og gjafir ^in- siakra manna og minningargjafir, lát- ið ganga til styrktar fátækum sjúk- lingum í hælinu, og ganga þeir fyrir öðrum, sem eru í fjelaginu. í Ártíðaskrá Heilsuhælisins komu 2984 kr. árið 1914, en 1915 2873 kr., og alls eru komnar i hana 1700 kr., og þó nokkuð af því sjeu stærri minn- ingargjafir, þá er meirihlutinn fje, sem annars hefði verið varið til kransa, sem engum koma að gagni. Þó er kransar enn miklu algengari, og við margar jarðarfarir sjást alls ekki skildir. Minningarskildi má á öllum tímum dags fá hjá ritara fje- lag^ins, Jóni Rósenkranz lækni á Uppsölum. Tíðin er enn köld, hæg norðanátt, og sólskin á hverjum degi, en frost á nóttum. Snjór minkar lítið á Norð- urlandi; hagasnapir komnar í Húna- vatnssýslu og Skagafirði víða, en heyleysi þrengir nú mjög að. I Þing- eyjarsýslu var hvítt yfir alt um síð- ustu helgi. Sunnanlands grær jörð ekki vegna þurka. Hefur ekki komið regn nú í langan tíma. Síðustu fregn- ir austan yfir fjall segja þar hvergi kominn gróður nema austur undir Eyjafjöllum. Þar eru tún farin að breyta lit. í uppsveitunum er enn snjór. Rjett fyrir síðustu helgi var upp- boð haldið á eitthvað um 20 kindum á bæ í Sæmundarhlíðinni í Skaga- firði. Hafði eigandinn dáið í vetur sem leið. Ærnar voru seldar minst á 50 kr., en gemlingar á 34—36 kr. Ber þetta ekki vott um heyskort eða ílt útlit á fjenaði þar um slóðir. Líkar fregnir voru sagðar af gripauppboði í Dalasýslu nú nýlega. „Niður með vopnin“. Á „Nýja Bíó“ eru nú sýndir þættir úr hinni frægu skáldsögu B. v. Suttner, sem svo heit- ir. Var fyrsta sýningin á mánudags- kvöld og troðfult hús. Er það aðal- ætlunarverk leiksins og skáldsögunn- ar, að sýna hörmungar þær, sem stríð- in valda. Verðlaun fyrir björgun. Fiskifjelag íslands þakkaði skipstjórunum Guð- bjarti Ólafssyni og Guðmundi Jóns- syni björgun skipshafnanna, sem þeir og menn þeirra frelsuðu úr sjávar- háska í norðanveðrinu i vetur, með því, að stjórn fjelagsins afhenti þeim verðlaun og skrautrituð ávörp til skipstjóra og skipshafna. Þilskipaafli á vetrarvertíðinni, sem nú er á enda, er talinn betri en nokkru sinni áður. Morgunblaðið tel- ur hann þannig fram: Þilskipin úr Hafnarfirði: Acorn (Jón Magnússon) 34 þús., Surprise (Bergur Jónsson) 34 þús., Gunna (Jóh. Guðmundsson) 30^2 þús., Toi- ler (Sig. Guðmundsson) 28 þús., Rieber (Sig. Ólafsson) 15 þús. Þilskip úr Reykjavík: Ása (Friðr. Ólafsson 47 þús., Björgvin (Ellert Schram) 33 þús., Esther (Guðbj. Ól.) 38. þús., Hafsteinn (Ing. Lárusson) 37 þús., Hákon (Guðm. Guðjónsson) 32 þús., Keflavík (Egill Þórðarson) 31 þús., Milly (Finnb. Finnbogason) 35 þús., Seagull (Símon Sveinbj.s) 33 þús., Sigríður (Bj. Jónsson) 51 þús., Sigurfari (Jóh. Guðmundsson) 30 þús., Skarphjeðinn (Sig. Oddsson) 26 þús., Sæborg (Guðj. Guðmunds- son) 42 þús., Valtýr (P. M. Sigurðs- son) 60 þús. Nýgift eru í Hull J. G. Wittle sima- verkfræðingur og frk. Lára Blöndal, dóttir Magnúsar Blöndals verslunar- fulltrúa hjer í bænum. Nýtt ættarnafn. Þeir Einar Hjör- leifsson rithöfundur og Sigurður Hjörleifsson læknir, systkini þeirra og börn jieirra og börn sjera Jósefs Þegar jeg varð fyrir þeirri miklu sorg að missa eiginmann minn, Sig- urð Gíslason, og son minn, Stein- björn, í sjóinn af vjelbátnum „Her- mann“, urðu margir til að sýna mjer hluttekningu í sorg minni. Sjerstak- lega vil jeg minnast þeirra, sem í til- efni af þessu sendu mjer stórar pen- ingagjafir svo sem hr. stórkaupm. Thor Jensen, sem sendi mjer 100 kr. og hjónanna á Stórakroppi, Kristleifs Þorsteinssonar og Snjáfríðar Pjeturs- dóttur, sem gengust fyrir því, að safnað var peningagjöfum handa mjer í Reykholtsdal og Hálsasveit, sem fjekk almennar og góðar undirtektir. Ennfremur sendi Kristleifur mjer minningarljóð um þá feðgana, sem hann sjálfur hafði ort. Öllum þeim, sem hafa sent mjer gjafir og á annan hátt sýnt mjer hlut- tekningu í sorg minni, votta jeg mitt innilegasta hjartans þakklæti og bið guð að launa þeim. Borgarnesi, 2. maí 1916. Þórunn Brynjólfsdóttir. TILKYNNING. Síðastliðinn aprílmánuð þóknaðist sýslunefndinni í Gullbringusýslu að burtkalla frá hörmungum þessa lífs hreppstjórnina á Kalmannstjörn eft- ir hartnær 24. ára' þjáninga- og kvalafulla sultar-tilveru i þarfir ís- lensku landsstjórnarinnar. — Þetta tilkynnist vinum og vandamönnum, og öðrum er kunnir voru hinni burt- sofnuðu. Jafnframt eru allir þeir, er framvegis eiga brefaviðskifti við undirritaðan, beðnir að minnast til- kynningar þessarar. Kalmannstjörn, 8. maí 1916. ólafur Ketilsson. heitins bróður þeirra, hafa fengið lögfest fyrir sig ættarnafnið Kvaran. Vjelstjóraskólinn. Hann tók til starfa hjer í bænum síðastl. haust, og nú er nýlokið þar fyrsta burtfarar- prófinu. Tóku það 3 nemendur: Hall- grímur Jónsson, Bjarni Þorsteinsson og Gísli Jónsson, allir með góðum vitnisburðum. Skólinn er í tveimur deildum og voru þessir þrír i eldri deildinni í vetur og 4. maður um tíma, sem hætti. í yngri deildinni voru 8 allan veturinn, en um tíma 10. Skóla- stjóri er M. E. Jessen, en kennarar voru í vetur, auk hans, sjera S. Á. Gíslason, í reikningi og eðlisfræði, H. Níelsson prófessor, í íslensku, S. P. Sívertsen dócent, í dönsku, og hr. Stefán Stefánsson, í ensku. Námstími á skólanum er áætlaður minst 14 mán- uðir, og þessir þrír piltar, sem nefnd- ir eru hjer á undan, eru þeir fyrstu, sem lokið hafa fullnaðarnámi í vjel- fræði hjer á landi. Jón Helgason prófessor hefur ver- ið boðinn til Danmerkur nú í sum- ar af Lýðháskólafjelagi Dana til þess að halda fyrirlestra á háskólanáms- skeiði, sem haldið verður 23. ág. til 3. september í Dalum hjá Odense, fyrir kennara og kenslukonur lýðháskól- anna. Hjálpræðisherinn. Hornsteinninn að h;nu nýja húsi hersins, sem á að reis- ast hjer í bænum, var lagður 11. þ. m. Hjelt yfirmaður hersins, Graus- lund stabskapt., þar ræðu um starf- semi hersins hjer 'á landi og fyrirætl- anir hans með húsbyggingunni, en margt manna var þar saman komið. Jafnframt þvi sem nýja húsið á að vera bækistöð hersins, á þar einnig að verða alment gistihús, miklu stærra en áður, og er brýn þörf á því hjer í bænum. Ráðgert er að nýja húsið kosti 44 þús. kr. Um 14 þús, austur.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.