Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.05.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 17.05.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 87 kr. hafa fengist meö samskotum, þar af borgaS inn 7,600 kr. 1000 kr. styrk hefur alþing lagt fram. Þórður á Hálsi i Kjós varS fyrir þvi slysi nýlega, aS hann datt af hesti og gekk úr liSi önnur öxlin. Hann var á ferS nálægt Grjóteyri í Kjós og var fluttur heim þangaS. Landskosningarnar. Listi stjórnar- manna („Langsum") er breyttur frá því, sem áSur var ráSgert, og nú orS- inn svona : Einar Arnórsson ráSherra, Hannes HafliSason áSur skipstjóri, sjera Björn Þorláksson, sjera Sig. Gunnarsson og Jónas Árnason bóndi á Reynifelli i Rangárvallasýslu. Fleiri nöfn eru þar ekki. Eggert Stefánsson söngvari. í StokkhólmsblaSi nýkomnu hefur Lögr. sjeS mynd af honum og grein um hann. Segir þar, aS hann sje í þann veginn aS fara frá Stokkhólmi, ætli til Noregs og þaSan svo heim. Stendur þá til aS Eggert syngi í Stokkhólmi opinberlega áSur en hann fer þaSan og eru ummæli blaSsins mjög vingjarnleg í hans garS. Egg- ert er væntanlegur heim hingaS bráS- lega. „Vesta“ kom í gær norSan um land frá útlöndum og meS henni fjöldi farþega aS norSan og vestan. Frá Ak- ureyri m. a. Magnús Kristjánsson al- þingismaSur, frá Blönduósi frk. Mar- grjet Stefánsdóttir, frá IsafirSi frú Jóhanna Olgeirsson, Grímur Jónsson og Baldur Sveinsson, frá Þingeyri Ó. Proppé kaupm. o. fl. o. fl. Verkfallid. Þvi er nú lokiS á þann hátt, aS samþykt var á fundi Hásetafjelags- ins á föstudagskvöldiS 12. þ. m. aS taka þeim boSum, sem útgerSarmenn höfSu boSiS i tilkynningu sinni frá 9. þ. m., sem prentuS var i siSasta blaSi. HafSi Hásetafjelag HafnarfjarSar þegar gengiS aS þeim boSum, en margir tóku aS segja sig úr fjelag- inu hjer, er fariS var aS ráSa aSra á skipin. Fór út á þeim margt af nýjum mönnum, en eldri hásetar sitja í landi, vegna þess aS ýms af skip- unum lögSu út áSur en HásetafjelagiS hafSi gengiS aS tilboSunum. VerkfalliS stóS nær hálfan mánuS. En misjafnan tíma tafSi þaS skipin frá veiSum, þvi þau voru aS koma inn smátt og smátt, eftir aS verkfall- iS hófst, og sum töfSust aS eins fáa daga. En samt er tjóniS af því mikiS fyrir alla, sem hlut eiga aS máli. Margir hásetar hafa mist góSa at- vinnu, aSri hafa mist alt aS 200 kr. kaupi viS töfina. Tap útgerSarmanna og skipstjóra er auSvitaS mikiS. Bæjarstjórnarnefndin, sem reyndi aS koma sáttum á, hefur sent Lögr. frásögn um milligönguna, og strand- aSi hún aS lokum á því, aS útgerSar- menn hjeldu fram tilboSi sínu frá 9. þ m. sem siSasta tilboSi frá sinni hálfu. Nýtísku-guðfræðin íslenska og dómurinu í máli sjera Arboe Rasmussens. Vegna misskilnings, sem jeg hef orSiS var viS hjá einstaka manni hjer í bænum, um þaS, aS þar sem hæsti- rjettur hafi „sýknaS“ sjera Arboe Rasmussen hinn danska, þá sje guS- fræSingunum okkar „óhætt“, — vildi jeg fá aS geta þessa, sem hjer segir: HvaS nýguS'f ræSingana snertir, þá er þaS víst, aS þeir fara aS sumu leyti 1 e n g r a hjer en sjera A. R. hefur gert, svo aS alveg er ósjeS, hvort hæstirjettur teldi þ á fyrir „innan takmörkin", þótt A. R- hafi tekist aS tolla þar enn sem kom- iS er, óefaS meS æSirúmum lögskýr- ingum (hann hafSi lika orS yfirboS- ara síns, biskupsins, fyrir því, aS hann stæSi á. „grundvelli þjóSkirkj- unnar“). Og dómstóllinn mun ekki hafa komist aS þeirri niSurstöSu, aS hin ev. lút. þjóSkirka ætti „ekki aS hlíta neinuffl föstum reglum", eins °S laeri{egur 0kkar vilja halda fram. Annars verSur sannfróSlegt fyrir nienn, aS hísa Gg sjá, hvernig for- sendurnar eru a« Jómnum eSa hann j þeild sinni hljó«lr Um andatrúna er þaS því um síSur sagt meS þessum dómi, hversu leyfileg hún sje í þessu sambandi, þvi aS í fyrsta lagi f æ s t s j e r a A. R. a 1 ls e k k i v i S h a n a, og í annan staS er þaS ótviræSlega gefiS, aS hún er algert fyrir utan tak- m ö’r k i n, sem „reglur“ ev. lút. kirkju setja. Á því leikur ekki nokk- ur minsti vafi. Og út af samblönd- un h e n n a r hjá sjera Har. Níels- syni viS trúarlærdóma þjóSkirkjunn- ar spunnust einmitt umræSur mínar um trúmálin í vetur (í Lögrjettu), eins og kunnugt er. 14.—5-—’i6. G. Sv. Svar til Einars Benediktssonar. ÞaS er eins og óværS hlaupi á ís- lensku þjóSina í hvert skifti sem Einar Benediktsson kemur heim frá sinni — dularfullu — „mission“ í öSrum löndum, og þýtur í aS gefa út blaS eSa timarit, til þess aS aga okk- ur, sem heima sitjum, og leiSa okkur í allan sannleika. Jeg veit nú ekki hvaS E- B. lætur b e s t — efast um, aS hann hafi nokk- urn tíma rataS á þaS. — En blaSa- menska og stjórnmál láta honum v e r s t. * 1 , Enn þá er hann byrjaSur á nýju blaSi. Þar skrifar hann undir ýmsum dularnöfnum, meSal annara undir nafninu „Glúmur“ um „Veisluna á Grund“. Hann hefur sagt mjer þaS sjálfur, aS hann hafi skrifaS þetta — og fleira — svo aS ekki tjáir aS reyna aS koma því á aSra — þó aS honum kynni aS finnast fátt um þaS síSar meir. E. B. yrkir o f t vel, oft 1 j ó m- a n d i v e 1, þó aS margt megi einnig aS kveSskap hans finna. En þó aS hann gerSi þar alt v e 1, hefSi hann engan rjett til aS knjesetja önnur skáld og kenna þeim aS yrkja — eSa heimta af þeim aS þau höguSu sjer eftir honum aS formi og smekkvísi. ÞaS væri þó afsakanlegt. En hitt er meS öllu óverjandi, aS hann skuli ráðast meS rembingi á þaS, sem menn rita í ó b u n d n u máli. Hann hefur marg-sýnt þaS, aS hann er manna síst færastur um aS rita í óbundnu máli. Þess vegna hefur hvert blaSiS og timaritiS eftir annaS hrokkiS upp af i höndunum á honum. Hann hefur líka reynt aS skrifa skáldsögur, en gefist upp viS þaS af góSum og gild- um ástæSum.—Þær hafa ekki átt viS- urkenning nokkurs manns aS fagna, veriS alveg gersamlega verk til einsk- is unniS. Þessum manni ferst það ekki, aS setja sig á þann háa hest aS dæma skáldsögur annara. ESa gerir hann þaS af geðilsku yfir því, aS sjá öðr- um hafa tekist betur en sjer? ÞaS sem hann segir um „Veisluna á Grund“ staSfestir það best, hve afar- ósýnt honum er um ,aS skrifa um skáldsögur. AnnaS hvort veit hann ekki sjálfur, hvaS hann ætlar sjer um söguna aS segja, eSa hann hefur ekki lag á aS koma þvi fyrir í orS- um. Greinin er frá upphafi til enda lítt skiljanlegt þvögl, grautur af lofi og lasti, hugsanaflækja, sem varla er nokkurstaSar hægt aS hafa hendur á. Ein ásökun gægist þó fram úr allri skriffinsku-þokunni, svo aS hægt er aS handsama hana. Hann segir, aS jeg sje „auðsjáanlega haldinn af þeirri villu, aS bersögli um alt, hvað sem er, jafnvel þaS lægsta og dýrs- legasta í afkimum mannlífsins .... sje leyfilegt eSa jafnvel skyldugt (!) í skáldment þessa tíma“. AS svj> miklu leyti sem jeg fæ skiliS, þykir honum jeg of berorður um ástriSur þeirra hirSstjóramanna og varnir kvennanna á grund gegn þeim. Hann skilur þaS ekki, aS einmitt þ e 11 a er snaran, sem Helga veiðir þá í — og bjargar meS því öllu NorSurlandi frá blóSbaSi. Gömlu sagnaritararnir hafa skiliS þetta, og í athugasemdum aftan viS bókina eru tilfærS orðrjett orð Jóns prófasts Halldórssonar — en athugasemdirnar hefur E. B. ekki nent aS lesa áSur en hann slengdi sleggjunni á bókina. En sá heilagleiki! En sú dæma- lausa umhyggja fyrir æskulySnum! Hugsum okkur, aS hann hefSi lesiS þetta á uppvaxtarárum sínum í Tobbukoti! Hann hefði orðið óviS- ráSanlegur. Annars skal jeg játa þaS, aS jeg er frábitinn öllum tepruskap i rithætti, hata hann, eins og jeg hata hræsnina í öðrum myndum. Jeg lýsi því, sem á vegi mínum verður, og læt hvorki Einar eða nokkurn mann annan setja mjer reglur um þaS, hvaS jeg megi segja. Þessi brigsl til rithöfunda um, aS þeir sjeu siSspillandi, eru orSin göm- ul og farin aS verSa hlægileg. Þau hafa duniS á þeim á öllum öldum. Holberg og Moliére var brigslaS um þetta sama, Byron, Edgar Poe og Henrik Ibsen. Allir voru þeir taldir siðspillandi af einhverjum smásálum samtíðar sinnar. Allir, sem fletta of- an af fúanum í mannfjelaginu og sýna því eymd þess, eru taldir siS- spillandi. Jeg fer þó ekki líkt þvi eins langt í þessum efnum eins og margir frægir og ágætir útlendir höfundar, sem nú eru uppi, t. d. A n a t o 1 e France. Menn geta boriS sögu mína saman viS síðustu sögu Sophus Michaelis, sem kom út um sama leyti (Hellener og Barbar). — ESa kannske þola íslendingar ekki bersögli i þessum efnum nema hún sje á erlendu máli — eða í biblí- unni? Um höfuS SmiSs í mjólkurtroginu og ummæli Helgu vísa jeg E. B. á athugasemdirnar, sem hann hefur vanrækt aS ksa, eSa „HirSstjóraann- ál“ Jóns Halldórssonar. Þessi gamli prófastur og sagnaþulur hneykslast ekki á þessum ummælum; hann met- ur þaS meira, hve skýrt þau lýsa skaphörku konunnar. Og þaS, sem söguleg rök liggja til, á aS halda sjer í „historiskum“ skáldsögum. Einar tínir til talsvert hrafl af orS- um, rifnum út úr sambandi til og frá i sögunni, og setur viS þau háðs- merki. Þau eiga aS vera eitthvaS dæmalaust hneykslanleg. Eitt af þess- um orSum er sagnorSiS „rasa“. Jeg setti þetta orð viljandi og veSjaði viS kunningja minn um, aS einhver lærður maður, sem þættist magnaSur íslenskugarpur, mundi steyta á því og telja þaS dönsku eða eitthvaS því um líkt. Hann kvaS slíkt fjarstæðu. Jeg var sínu af hverju vanur úr rit- dómum og hjelt mínu fram. E. B. hefur nú gert mjer þá gleSi aS gleypa agniS. Þarna hangir hann nú á öngl- inurn, „rasandi“ eins og hinar kind- urnar, sem veiddar eru á sama hátt. MeS hans ágætu aðstoS hef jeg nú unniS veSmáliS. I þakkarskyni skal jeg nú fræða hann á því, aS sögnin „aS rasa“ er gömul og góS íslenska og hefur hald- ist viS til þessa dags, meSai annars í málsháttunum : „AS r a s a fyrir ráS fram“, „Hætt er rasanda ráSi“ og „Aftur tekur ragur maður r a s-gjöf sina“. Slettum E. B. um flokksfylgi í sam- bandi viS landssjóðsstyrkinn visa jeg heim í föðurgarS. Honum g æ t i veriö þaS kunnugt og æ 11 i aS vera þaS kunnugt, aS jeg hef staöiS öll- um landsmálaflokkum óháður og marg-n e i t a S aS lána þeim hæfi- leika mína til flokkshagsmuna eða nafn mitt til ábyrgöar á blööum. Jeg hef því engan eyri fengiS fyrir flokksfylgi og á engin brigsl fyrir þaS skiliö. Jeg hjelt, aS E. B. væri meira göfugmenni en svo, aS hann gæti fengiS af sjer aS telja þennan litla þingstyrk eftir. Slíkt gera ekki aðrir en öfundsjúk lítil- menni. — ÞaS, sem á hefur vantaö, aS þessi styrkur hrykki mjer til lífs- framfæris, hef jeg unniö mjer inn meö heiöarlegri vinnu og oft þurft hart á mig aS leggja. — Vill h a 11 n fara út í þaö, aS bera saman, á hvern hátt viS höfum unniS okkur fje inn hvor í sínu lagi? Ekki skal á mjer standa. Annars held jeg mörgum finnist sýslumanns-eftirlaunin h a n s eiga eitthvaS skylt viS „bitling" eSa „skáldastyrk“, því aS ekki viröist vanheilsan hafi veriS honum til stór- baga síðan hann fjekk lausn. Mjer hefur þótt svo vænt um E. B. sem skáld, aS jeg hef fyrirgefiS honum hvern brest til þessa og frem- ur reynt aS halda skildi fyrir hann aS honum fjarstöddum. Þess vegna þykir mjer nú leitt aS eiga viS hann oröaskak. En tilhneiging til sjálfs- varnar er mjer ásköpuS sem öSrum og hann hefur ráöist á mig. Jeg hef ekki snert viS ritverkum hans til þessa, en enginn vandi væri aS taka þar glepsur og glepsur og fylla þær af háösmerkjum, kalla þær blekiönaö og annaS þaöan af verra. Jeg hjelt aS E. B. væri yfir slíka smámunasemi hafinn. Nú hef jeg sjeö, aS ekki er vandfarnara meS hann en hvern meS- alrnann. Jeg efast ekki um, aS E. B. helli yfir mig heilum reiSilestri í blaöi sínu, slíku á maður aS venjast, þegar litlir skapstillingarmenn’ hafa blöS undir höndum. Þá er að taka því. En eitt vil jeg ráða honum til aS gera: aS 1 e s a bækur mínar áSur en hann dæmir þær. Jeg, sem er honum talsvert kunnugur, þekki þessa ó- heilla ástríðu hans, aS dæma bækur ólesnar. G. M. Ársfundur Búnadarfjelags íslands 1916. Hann var haldinn í IðnaSarmanna- húsinu í Reykjavík laugard. 13. maí. Fram var lagður og lesinn upp reikningur fjelagsins fyrir áriS 19x5, ásamt efnahagsyfirliti 31. des. 1915- Fignir fjelagsins um árslok 1915 voru kr. 78268.91, en höföu urn árslok 1914 veriS kr. 76139-75. Eignaauki á árinu kr. 2128.16. Hann rnátti minstur vera eftir lögum fjelagsins 760 kr., AS eignaatikinn hefur oröiS kr- 1368.16 meiri, kemur aöallega af því aS vegna ótíðarinnar 1914 og dýrtíSar- innar 1915 var á þeim árum minna fullgert en viS var búist af jarSa- bótum þeim, sem fjelagiS hafði heit- iS styrk til, og kom þvi minna af þeim styrkjum i gjalddaga á árinu 1915 en ella mundi. Þær kr. 1368.16, sem spöruðust áriS sem leiS, eru því skoðaöar sem geymslufje, sem taka megi til á þessu ári- LofaSir jarSa- bótastyrkir, sem ekki eru enn komnir í gjalddaga, nema nú 7—8 þús. kr. Þá var gefin skýrsla sú, er lög fjelagsins mæla fyrir um,um störf fje- lagsins. Fer sú skýrsla hjer á eftir: Jarðræktarfyrirtæki, sem fjelagið hafSi afskifti af og styrkti aS ein- hverju leyti áriS sem leið, voru þau, sem hjer segir. Mælingar fyrir áveitu. SigurSur búfræöingur SigurSsson mældi fyrir áveitum allvíöa og sá sjálfur um framkvæmd verksins á einum staS. Um þau störf hans má vísa til skýrslu hans, sem prentuS mun verSa í Búnaöarritinu. Upp í kostnað viS mælingu á StaS- arbygSarmýrum í EyjafirSi, sem Páll kennari Jónsson gerði, greiddi fjelag- iS 300 kr., nálægt helmingi kostnaSar. Upp í kostnaö viS mælingarnar á Miklavatnsmýri, sem getiS er um í aöalfundarskýrslunni í fyrra, greiddi fjelagiS á árinu kr- 547.83. Á þá fje- lagiS ógreiddar kr. 2380.05 af þeim alt aS 6000 kr. styrk, sem fjelagiS haföi heitiS til þeirrar áveitu. Þær eftirstöövar munu veröa greiddar á þessu ári, því aS nú hefur veriö ráS- in endurbót hennar í sumar, undir for- sögn Jóns landsverkfræðings Þorláks- sonar, meS því fje, sem til hennar er veitt x fjárlögunum, styrknum frá Búnaöarfjelaginu og tillagi frá Árnes- sýslu af leifum lánsins, sem sýslan tók til áveitunnar. Tveir menn eystra hafa tekiS aS sjer framkvæmd aSal- verksins fyrir tiltekiö verS. Til annara áveitufyrir- t æ k j a var veittur 1453 kr. styrk- ur. ÞaS voru 300 kr. til áveitumylnu á Hellulandi í SkagafirSi- — Skýrsla um hana er í ársriti Ræktunarfjelags Norðurlands. — 100 kr. til áveitu á GrenjaSarstaS, 100 kr. til áveitu í Teigi í Dalasýslu, 140 kr. til áveitu á BrúsastaSamýri í Þingvallasveit, 313 kr. til stíflu i Reykjadalsá í Þing- eyjarsýslu og 500 kr. til stíflu í Laxá til áveitu úr Mývatni. Styrkurinn hef- ur veriS nálægt fimtungi kostnaöar. Til varnar gegn vatnsá- gangi var veittur 710 kr. styrkur: Til aö varna landbroti af Fitjaá hjá Efstabæ í Skorradal 150 kr., til fyrir- hleöslu viS Þverá á Dufþekjubökk- um 200 kr., til fyrirhleöslu viS Hall- geirseyjarfljót í Landeyjum 170 kr. og til fyrirhleðslu í Hábæjarhverfi i Þykkvabæ 190 kr. Styrkurinn hefur numiS um þaS bil fimtungi kostnaSai. Til undirbúnings áveitu- t i 1 r a u n a í MiSey og í Fljótshól- um var variö 36 kr. Um undirbúning á Hólum i Hjaltadal, þar sem í ráSi er aS aöaltilraunirnar fari fram, er ekki komin skýrsla nje reikningur. Til g i r S i n g a, annara en girS- inga fyrir kynbótagripi, var veittur 1354 kr. styrkur: í Laugardal 415 kr., i Saurbæjarhreppi i Eyjafiröi 500 kr., í Nesjum í Austur-Skaftafellssýslu 289 kr., á Efri-Fljótum í Vestur- Skaftafellssýslu 75 kr. og á Ölvalds- stööum í Mýrasýslu 75 kr. Styrkur- inn hefur veriS um 3 aurar á stiku. Öllum þessum styrkjum hafSi veriö heitiö fyrir árslok 1914. Frá því í ársbyrjun 1915 hefur af fjárhags- ástæSxxm engum styrk veriS heitiö til girðinga annara en fyrir kynbóta- gripi, og er búist viS, aS svo munj einnig verSa framvegis. Til jarSyrkjukenslu var variS 360 kr.: Á Ánabrekku hjá Páli kennara Jónssyni, 240 kr., hjer aust- an fjalls, undir umsjón BúnaSarsam- bands SuSurlands, 120 kr. Styrkurinn var 40 kr. fyrir hvern nemanda, sem kenslunnar naut í 6 vikur og kennar- inn aS loknu námi gat vottaS um, aS væri vel fær til aS fara meS plóg og herfi. Um g r ó S r a r s t ö S i n a i Reykjavík verður aS visa til skýrslu um hana, sem kemur i BúnaS- arritinu- Þess skal getiS, aö af fje því, sem í reikningnum er taliö hafa geng- iS til gróSrarstöövarinnar, gengu 760 kr. til garSyrkjukenslunnar—skýrsla um hana kemur í BúnaSarritinu, og til sýnistöðvanna fjögra 100 kr. til hverrar. Til gróðrarstöSvarinnar sjálfrar gengu um 2500 kr. ArSur af gróSrarstööinni varS í fyrra óvenju nxikill. Búfjárrækt. Til hennar voru helstu fjárveitingar þær, sem nú skulu tald- ar: Nautgtriiparækj'tatfjeljQÍg 25 fengu alls kr. 4581.50- Þau gjöld fjelagsins aukast allmikiS, er fjelög- unum fjölgar. Þau eru nú oröin 30, og styrkurinn til þeirra þetta ár verður fullar 4800 kr. Páll kennari Zophoníasson hefur í vetur veriS að vinna úr skýrslum nautgripafjelag- anna 1911—1915 og mun BúnaSarrit- iS næsta vetur geta flutt ýmsan fróð- leik frá honum þar aS lútandi. Til eftirlitsmanna kensl- u n n a r gengu 780 kr. Hún er nú orS- in nokkru yfirgripsmeiri en áöur var. Skýrsla um hana verður í árs- skýrslu SigurSar Sigurðssonar í Bún- aöarritinu. I þeirri skýrslu verður og nánar skýrt frá ýmsu, er aS búfjár- rækt lýtur, en hjer er gert. Til giröinga fyrir kyn- bó t a n a u t 573 kr- styrkur í 4 staöi. Styrkurinn var um þaö bil þriSjung- ur kostnaöar og því skilyröi bund- inn, að fjelagiS, sem styrk fjekk, hef'Si umráS yfir hinu girta landi í 15 ár aS minsta kosti. Til stóðhestskaupa var einu hrossaræktarfjelagi (í Austur-Land- eyjum) veittur 100 kr. styrkur, þriöj- ungur verös. Þeir styrkir eru jafnan veittir meS því skilyrSi, aS ef hætt verður aS nota hestinn til undaneldis innan 5 ára, þá verSi fjelaginu endur- greiddur þriöjungur verös hans eins og þaS verður þá. Til girðinga fyrir kyn- bótahross var veittur 269 kr. styrkur, í 2 staSi- Styrkurinn var þriöjungur kostnaðar og sama skil- yrSi bundinn og styrkur til girðinga fyrir kynbótanaut. Búast má viö, að gjöld fjelagsins til hrossaræktar rnuni aukast allmikið á næstu árum, því aS minsta kosti i einu hjeraSi, Borg- arfiröi, er nú vaknaöur mikill áhugi á aS koma hrossaræktinni í lag, meS nýrri kynbótasamþykt og meS stofn- un hrossaræktarfjelaga og hrossa- girðinga i öllu hjeraSinu. TilhjeraSssýningahrossa í Húnavatnssýslu voru veittar 300 kr. Þetta ár er ætlast til aS haldnar verði hjeraössýningar á hrossum í Borgar- firöi og í Þjórsártúni (fyrir Árness- og Rangárvallasýslur og einn eSa fleiri hreppa í Vestur-Skaftafells. sýslu). Til sauSfjárkynbótabúa 7 var veittur alls 1100 kr. styrkur. Hrútasýningar voru haldn- ar í haust sem leiS í Húnavatns- Dala-, Snæfellsness-, Mýra- og Borg- arfjarSarsýslum og í Bæjarhreppi í Strandasýslu. Jón H. Þorbergsson var til leiöbeininga á öllum þessum sýningum, og kostaSi BúnaSarfjelag-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.