Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.05.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 17.05.1916, Blaðsíða 4
88 LÖGRJÉTÍA r Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, s e I ] a: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningsolíu. f Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. ið ferð hans, en gat fjárhagsins vegna ekki veitt fje til verðlauna alstaðar, veitti fje til verSlauna að eins í Dala- og Snæfellsnesssýslum, 240 kr., þvi aö þær sýslur höfðu ekki áður feng- ið slíkan styrk. Næsta haust er i ráði að hrútasýn- ingar verði haldnar í Árness-, Rang- árvalla-, Vestur-skaftafells- og Þing- eyjarsýslum. Verður Jón Þorbergs- son til leiðbeiningar á sýningunum syðra, en Hallgrímur Þorbergsson í Þingeyjarsýslu. Búnaðarsambandi Austurlands hefur einnig verið heitið styrk til nokkurra hrútasýninga. L e ið b e i n i n1 g ar f e r ð ir í sauðfjárrækt hefur Jón Þor- bergsson farið í vetur fyrir fjelagið, skoðað fje á fjölda bæja og haldið fyrirlestra á mörgum stöðum: hjer austan fjalls í Gullbringusýslu og í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. Þess- ar leiðbeiningaferðir virðast þegar vera farnar að hafa sýnilegan árang- ur. Fóðurtilraunir sauðfjár voru gerðar í fyrra vetur á 2 stöðum, eins og getið er um í aðalfundar- skýrslunni í fyrra. Þeim var haldið áfram í vetur á sömu bæjum og meö sama tillagi, 100 kr. á hvorum bæ. Styrkur til verklegs sauðfjárræktarnáms hjer- 1 e n d i s (í Þingeyjarsýslu) var veitt- ur einum manni, Eyjólfi Sigurðssyni á Fiskilæk, 50 kr. Þeim námsferðum ætti að fjölga. Eyjólfur hefur nú stofnað sauðfjárræktarfjelag í sinni sveit (Leirárhreppi og Mela) og feng- ið þangað kynbótahrút að norðan. Búnaðarnámsskeið í Stykk- ishólmi, sem Búnaðarsamband Dala og Snæfellsness gekst fyrir, styrkti fjelagið og sendi þangað 2 fyrirlestra- menn, þá Sigurð búfræðing Sigurðs- son og Jón H. Þorbergsson- Sama stóð til að gera fyrir námsskeið Bún- aðarsambands Vestfjarða í Barða- strandarsýslu, en það námsskeið fórst fyrir vegna veikinda í bænum, þar sem átti að halda það.Námsskeið Bún- aðarsambands Austfjarða styrkir fje- lagið með fjárframlagi. Á bænda- námsskeiðinu á Hvanneyri í vetur voru 3 fyrirlestramenn af hendi bún- aðarfjelagsins, þeir Jóhann Fr. Krist- jánsson, leiðbeiningamaður í húsa- gerð, Magnús dýralæknir Einarsson og Sigurður búfræðingur Sigurðsson. — Guðmundur kennari Hjaltason hef- ur haldið nokkra fyrirlestra um bún- aðarmál fyrir fjelagið. Hússtjórnarkenslu hefur fjelagið haft í vetur í Barðastrandar- sýslu og Dalasýslu, alls 8 námsskeið, 2^/2—3 vikna og veitt styrk til tveggja mánaða námsskeiðs á Eyrarbakka. Einnig hefur það heitið að borga kenslu alt að 6 vikna tima í vor á Siglufirði og heitið styrk til alt að 6 vikunámsskeiða í Reykjavík fyrir húsmæður, sem Kvenrjettindafjelag fslands gengst fyrir. Á mjólkurskól- anum á Hvítárvöllum hefur verið til- sögn í matreiðslu i vetur, eins og í fyrra. Mjólkurmeðferðarkensl- an á Hvítárvöllum. Um hana verður að visa til skýrslu kennarans, sem kemur út í Búnaðarritinu. Slátrunarnám si’s’k e i ð var haldið í haust. Sóttu það fáir. Þau námsskeið falla nú niður um sinn- Vefnaðarnámsskeið var haldið í haust í Rangárvallasýslu, að tilhlutun sýslunefndarinnar og með styrk frá henni. Búnaðarfjelagið veitti styrk til þess í eitt skifti, 200 kr. til áhaldakaupa. Utanfararstyrku r var veitt- ur þessi: Til búnaðarháskólanáms Gunnari S. Hallssyni, Lúðvík Jóns- syni og Niljóni Jóhannessyni 200 kr. hverjum, til garðyrkjuháskólanáms Ragnari Ásgeirssyni og Sigmari Gutt- ormssyni 200 kr- hvorum og til verk- legs búnaðarnáms 1 ár i Noregi Árna Guðmundssyni, Einari Jósefssyni og Magnúsi Kristjánssyni 100 kr. hverj- um. Af vöxtum gjafasjóðs C. Liebe voru enn fremur veittir þessir utan- fararstyrkir: Guðrúnu Jóhannesdótt- ur til hússtjórnarnáms í Noregi 200 kr., Edvald Bóassyni til búnaðarnáms í Noregi 200 kr. og Lofti Rögnvalds- syni til verklegs búnaðarnáms í Dan- mörku 100 kr. Valtý Stefánssyni búfræðiskandídat var heitið 600 kr. styrk á ári í 3 ár til bóklegs og verklegs náms erlendis í því er litur að vatnsveitingum og öðrum mannvirkjum til jarðræktar. En þann styrk var fyrst byrjað að greiða á þessu ári. G u 1 b r a n d s-h úsagerðin. — Búnaðarþingið í fyrra ákvað að fela Guðjóni Samúelssyni, fræðimanni í húsagerð, að spyrjast fyrir um þá ný - stárlegu húsagerðaraðferð, sem þá voru nýlega komnar fregnir um hing- að. Fór hann til Noregs meðal annars í þeim erindum, og greiddi því bún- aðarfjelagið honum nokkurn hluta ferðakostnaðarins. Fjelagið hefur fengið skýrslu frá honum og er álit hans um það mál einnig prentað í ísa- fold i vetur. Ekki hvetur hann til aðgerða í þá átt að svo vöxnu máli, en telur ástæðu til að gera nokkrar smátilraunir með íslensk húsagerðar- efni. Á fjelagið von á frá honum nánari tillögum um það mál. L j á i r. í sambandi við utanför Metúsalems Stefánssonar er þess get- ið í áðalfundarskýrslu í fyrra, að gerð hafi verið tilraun til að fá sýnishorn af betri ljáum frá Bretlandi. Þau til- mæli hafa verið endurnýjuð. Einnig hefur verið skrifast á við verksmiðju eina í Vesturheimi um að fá þaðan nokkra ljái til reynslu. Úr hvorugri áttinni hefur fjelagið enn fengið sýnishorn. Ekki er þó enn með öllu vonlaust um þau. Efnaran'nsóknir. Skýrsla um þær er þegar komin út i Búnaðar- ritinu, og er hún ekki endurtekin hjer. Tilraunir með ostagerð ogsmjörgerð. í ársfundarskýrsl- unni 1914 er getið um gráðaostagerð Jóns Guðmundssonar á Þorfinnsstöð- um, sem búnaðarfjelagið hafði veitt nokkurn styrk til. Tilraunir hans hepnuðust furðu vel fyrsta árið, mið- ur annað árið, en þriðja árið, 1915, á- gætlega. Tilraunum þessum verður haldið áfram, og hefur búnaðarfje lagið heitið nokkrum viðbótarstyrk til verkfærakaupa. Gísli Guðmundsson gerlfræðingur er að byrja tilraunir með smjörgerð, aðallega í þvi skyni, að komast eftir því, á hvern hátt smjörið verði best fallið til að þola geymslu. Er það afarmiklisvert vegna þess, að með samgöngum þeim, sem enn eru, hlýt- ur smjörið hjeðan oft að verða orðið nokkuð gamalt, þegar það kemur á markaðinn. Búnaðarfjelagið hefur heitið dálitlum styrk til þessara til- rauna (til mjólkurkaupa og tækja). Innan skamms er von á leiðarvísi frá Gísla um smjörgerð. V otheysgerð. Skýrslur um þær tilraunir frá þeim mönnum eystra, nyrðra og vestra, sem við hafði verið samið um þær, komu ekki fyrir árið sem leið, nema ein úr Múla- sýslum. En allmargar skýrslur hefur fjelagið fengið síðan votheysgerðar- skýrslurnar komu út í Búnaðarritinu 1912. Var í ráði að láta þær koma nú i næsta hefti Búnaðarritsins. En þá barst fjelaginu rækileg ritgerð um votheysgerð eftir Halldór skólastjóra Vilhjálmsson, og þótti rjett að láta hana ganga fyrir. Er vonast eftir að hún muni örva menn til framkvæmda í þessa átt, og er ekki vanþörf á því. — Biða þá hinar skýrslurnar næsta árs. Leiðbeining í húsagerð t i 1 s v e i t a. Þau afskifti hafði fje- lagið af henni árið sem leið, að það veitti nokkurn styrk til þess, að Jó- hann Fr- Kristjánsson ferðaðist í fyrravetur um Borgarfjörð og skoð- aði steinhúsin þar. Var ætlað að það mundi verða að góðu gagni við störf hans framvegis, að hann fengi færi á að skoða að vetrarlagi mörg stein- hús með ýmsri gerð og athuga galla, sem í ljós kunna að hafa komið. Kornforðabúr. Einu korn- forðabúri var á árinu sem leið veitt- pr styrkur til skýlisgerðar, þriðjung- ur kostnaður, 115 kr. Það var í Borg- arfjarðarhreppi eystra. Það hefur ekki árað til að koma upp kornforðabúr- um þessi árin. En muna ættu menn efti þeim, þegar kornið lækkar aftur i verði. Landið má ekki vera án korn- forðabúra á einhvern hátt, d. m. k- meðan heyásetningsmálið er ekki lenga á veg komið hjá okkur en enn er orðið, og jafnvel hvort sem er — lika til bjargar fyrir m e n n i ísaár- um. Hefur það sjest í vor, hversu mikilsvert það var, að landið átti nokkurt korn, sem senda mátti þang- að, sem brýnust var þörfin. Hvernig hefði farið, ef ís hefði verið fyrir landi ? Fjelagatal. Nýir fjelagar árið sem leið voru 74, og það sem af er þessu ári 45. Fjelagatalan alls er nú komin eitthvað á 14. hundraðið. Jón H- Þorbergsson fjár- ræktarfræðingur hjelt fyrirlestur um fjárdauðann 1914. Þá var borin upp og samþykt með samhljóða atkvæðum svolátandi til- laga: „Fundurinn skorar á landsstjórn- ina að gera það sem auðið er til þess, að sem minst vandræði hljótist af því fyrir landið, að útflutningur á salt- kjöti til Norðurlanda verður alger- lega stöðvaður og Englendingar vilja ekki ganga í kaupin. Ennfremur skorar fundurinn á landstjórnina að láta þegar í stað rannsaka markaðshorfur í Englandi fyrir kælt og freðið kjöt og sauðfje hjeðan og gangast fyrir því, að til- raunir í ]>ví efni, að opna oss slíkan markað þar, verði byrjaður þegar næsta haust.“ Till. var frá Eggert Briem, bónda í Viðey, en orðunum „og sauð- fje“ bætt inn í eftir tillögu Bjarnar hreppstjóra Bjarnarsonar í Grafar- holti. Þá urðu nokkrar umræður um ný- býlamálið milli þeirra Jóns H. Þor- bergssonar, Jóhanns bónda Eyjólfs- sonar í Brautarholti og Bjarnar Bjarnarsonar, en engin ályktun um það gerð. Leynilögreglusaga eftir A. CONAN DOYLE. „Það var leiðinlegt, frú Smith, því að jeg þurfti á gufubát að halda og jeg hef heyrt svo vel látið af — já, hvað heitir hann nú aftur?“. „A u r o r a heitir hann.“ „Nú, er það þá ekki gamli græni báturinn með gulu röndinni, þessi hái að framan?“ „Nei, nei. Hann er eins laglegur og nokkur annar bátur á ánni. Hann hefur nýlega verið málaður svartur með tveimur rauðum röndum.“ „Þakka yður fyrir. Jeg vonast nú til að þjer frjettið bráðlega af mann- inum yðar. Jeg verð að bregða mjer ofan eftir ánni bráðum, og ef jeg verð var við Auroru, þá skal jeg segja honum að þjer sjeuð óróleg hans vegna. Sögðuð þjer ekki að reykháf- urinn væri svartur?“ „Nei, hann er svartur með hvítri rönd.“ „Ó, já, nú skil jeg. Það er skrokkur- inn, sem er svartur. Verið þjer nú sælar, frú Smith. Hjer er maður með ferju, Watson. Við skulum láta hann fíytja okkur yfir ána.“ „Aðalvandinn við svona fólk,“ sagði Holmes, þegar við vorum sestir upp í bátinn, „er sá að láta það aldrei gruna, að maður sje að reyna að komast að neinu. Ef það heldur það, þá þagnar það um leið, og fæst ekkert orð úr því. En ef þjer látið það altaf fá tækifæri til að leið- rjetta það sem þjer segið, þá eruð þjer viss með að fá alla hluti upp úr því.“ „Nú sýnist máli liggja beint við,“ sagði jeg. „Hvað vilduð þjer þá gera?“ „Jeg mundi fá mjer gufubát og elta Auroru ofan eftir ánni.“ „Góði minn, það mundi nú verða meira en litið verk. Hún getur leg- ið hvar sem vill við báða bakka alla leið ofan að Greenwich. Úr því að kemur niður fyrir brúna, eru lend- ingarnar svo margar, að þær skifta þúsundum, og ómögulegt að botna í þeim. Ef þjer væruð einn að leita, mundi það verða langs tíma, margra daga verk, að leita í þeim öllum.“ „Þá er að kalla lögregluna til hjálpar." „Nei. Jeg læt Athelney Jones lík- lega vera við seinasta þáttinn. Hann er ekki svo slæmur náungi, og jeg vil ekkert það að hafast, sem gæti spilt orði hans út á við. En nú langar mig til að ljúka sjálfur við verkið fyrst jeg er kominn svona langt. „Getum við þá ekki auglýst og beðið um allar upplýsingar sem hægt væri að fá?“ „Alt af batnar það! Þeir sæju þá strax, að það væri verið á hælunum á þeim og þeir mundu hafa sig af landi brott þegar í stað. Eins og sakir standa nú, er ekki ólíklegt að þeir forði sjer, en þeir fara sjer ögn hægara ef þá grunar ekkert. Jones hefur hjálpað okkur vel þar, þvi að hann hefur aðhafst nóg til þess, að það kemur í blöðunum, og þá halda bófarnir, að allir sjeu á rangri leið.“ „Hvað eigum við þá að gera?“ spurði jeg, þegar við vorum lentir. „Fá okkur vagn, fara heim til okk- ar, jeta morgunmat og sofa dálítinn dúr. Það er líklegast að við megum vera uppi kvöld. Vagnmaður! stans- ið þjer við næstu símstöð. Toby skul- um við hafa við hendina, því að vel getur svo farið, að gagn verði að honum enn.“ Við námum staðar við símstöðina í Stóra Pjetursstræti og Holmes sendi skeyti. Hverjum haldið þjer að jeg hafi verið að senda skeyti,“ spurði hann, þegar við vorum komnir af stað aftur. „Það hef jeg ekki minstu hugmynd um.“ „Munið þjer ekki eftir Baker street lögreglusveitinni, sem jeg ljet hjálpa mjer í Jefferson Hopes málinu?“ „JÚ,“ sagði jeg hlæjandi. „Þetta er einmitt mál, sem þeir mundu geta hjálpað afbragðs vel með. Mistakist þeim, þá verð jeg að grípa til annara ráða. En fyrst vil jeg reyna þá. Símskeytið var til hers- höfðingjans óhreina, hans Wiggins, og jeg býst við að hann verði kominn með herinn áður en við erum búnir að borða.“ Klukkan var milli 8 og 9 og jeg fann ákafan afturkipp eftir æsinguna um nóttina. Jeg var máttlaus og þreyttur, hugsunin þokukend og lík- aminn linur- Jeg gat ekki hleypt í mig öðrum eins áhuga og þeim, sem hjelt fjelaga mínum uppi, og jeg gat heldur ekki litið á málið eins rólega. Alt fram að dauða Barthólómew Sholto’s, var mjer nokkuð sama um það alt, og jeg gat ekki fundið að morðingjar hans væru mjer neitt við- komandi, en með fjársjóðinn var öðru máli að gegna. Hann, eða að minsta kosti partur af honum, var eign ung- frú Morstans. Svo lengi sem nokkur von var um að geta náð honum, var jeg reiðubúinn til að fórna lífi mínu fyrir það. En það hlaut að verða til þess, ef hann náðist, að hún yrði skil- in algerlega frá mjer. En þá hefði ást mín verið smásmugleg og sín- gjörn, ef jeg hefði látið stjórnast af þeirri hugsun. Ef Holmes var ákafur að ná í sökudólgana, þá var jeg þó tífalt ákafari að ná í fjársjóðinn. Jeg fjekk mjer þegar heim kom kalt bað og skifti um öll föt, og hresti það mig framúrskarandi vel. Þegar jeg svo kom ofan í borðstofuna aftur, var maturinn á borð borinn og Hol- mes var að hella kaffinu í bollana. „Hjer er það komið,“ sagði hann hlæjandi og benti á nýtt dagblað. „Jones með allan dugnaðinn, og ein- hver fregnritari, sem hefur alstaðar nefið niðri í öllu, hafa hjálpast að við það. En nú eruð þjer búinn að fá nóg af málinu í bráð. Nú er best að taka til matar síns.“ Jeg tók blaðið og las stutta grein með fyrirsögninni: „Dularfult atvik í Efri-Norwood“. „Um tólfleytið í gærkveldi," stóð í „Standard“, „fanst herra Bartholo- mew Sholto í Pondicherry Lodge í Efri-Norwood dauður í herbergi sínu, og var þegar grunsamt um afdrif hans, að þar væri ekki alt með feldu. Að því er vjer frekast vitum, var líkið óskaddað, en allmikið af ind- verskum gimsteinum, sem látni hafði erft eftir föður sinn, var horfið. Hin- ir fyrstu, sem urðu þess varir, voru herra Sherlock Holmes og Watson læknir, sem komu til hússins ásamt bróður hins látna, herra Thaddeusi Sholto. Svo afarheppilega vildi til, að herra Athelny Jones, hinn alkunni og góðkunni leynilögreglumaður, var staddur á lögreglustöðinni í Efri- Norwood, og gat því brugðið strax við, og var hann kominn á vettvang- inn hálfri stundu síðar. Hann gerði þegar, með sínum alkunna dugnaði og kænsku, gangskör að því, að hafa hendur í hári sökudólganna, og varð árangurinn strax sá, að áðurnefndur bróðir hins látna, Thaddeus Sholto, hefur verið hneptur í varðhald. Sömu- leiðis ráðskonan frú Bernstone, ind- verskur þjónn, Lal Raó að nafni, og dyravörður eða hliðvörður að nafni Mc Murdo. Það var augsýnilegt, að þjófurinn, eða þjófarnir, voru hús- inu nákunnugir, því að herra Jónes, sem er kunnur að því, hve strangvís- indalega og afarnákvæmlega hann hann athugar alla smámuni, reiknaði út upp á vist, að bófarnir gátu hvorki komist inn um glugga nje dyr, heldur hlutu þeir að hafa komist inn um þakglugga og á þann hátt komist inn í herbergi, sem er næst þeirri stofu, sem líkið fanst í. Þetta atvik, sem herra Jones hefur sýnt mjög ljóslega, sannar, að hjer hafa ekki venjulegir bófar verið að verki. Og það, hversu snarlega og hraustlega lögreglan hef- ur skorist í leikinn, sýnir hver áhrif einn hraustur og ráðandi andi getur haft. Hjer er enn þá ein sönnun fyr- ir þeim málstað vorum, að nauðsyn- legt sje að dreifa leynilögreglumönn- unum meira út um borgina, svo að þeir sjeu ávalt sem fyrst við hend- ina.“ „Er þetta ekki dýrlegt?“ sagði Holmes og glotti yfir kaffibollanum, „hvernig lýst yður á?“ „Mjer lýst svo á, að það hafi verið hundahepni, að við vorum ekki líka hneptir i varðhald og sakaðir um að hafa drýgt glæpinn.“ „Þar segi jeg sama. Jeg þori ekki að ábyrgjast okkur enn, ef annað dugnaðarkastið skyldi koma yfir hann.“ Þegar hann var rjett að sleppa orð- inu, heyrði jeg að dyrabjöllunni var hringt hátt, og rjett á eftir brýndi frú Hudson mjög röddina eins og hún væri í háa rifrildi. fæst að eins í Bankastræti 11. Pór. B. Porisson. Nokkrar húseignir á góðum stöðum í bænum fást keypt ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viðtals í veggfóðursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kL 3—6 síbdegis. Prentsmiðj an Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.