Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.05.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 24.05.1916, Blaðsíða 2
90 LÖGRJETTA Matth. Jochumsson: L j o ð m æ 1 i. Úrval. Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. I Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. 11 [iinskipafjeliig \Mi hefur ákveðið að fella uiður frá þessum degi afslátt þann á flutningsgjöldum milli íslands og Kaupmanna- hafnar, sem hingað til hefur verið gefinn. Reykjavik, 23. mai 1916. H.f. Eimskipaljelag' íslauds. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mií- vikudegi og auk þess aukablöð vii og vii, minst 6o blöð alls á ári. Vert $ kr. árg. á Islondi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi I. júli, Mergurinn málsins þetta: Mælingamenn eiga aö afhenda mæl- ingabækur svo vel úr garði gerðar, að hæfir menn geti eftir þeim gert uppdrátt af túninu, enda fái þeir handriss mælingamanns til hliðsjón- ar. — Mælingabækur allar geymist til seinni tíma. Þykist jeg með línum þessum hafa bent á, að á þennan hátt sje trygging fáanleg fyrir því, að verk þetta verði ábyggilegt og til frambúðar — þúsundunum, sem það kostar, verði ekki af vankunnáttu og hroðvirkni á glæ kastað. Kaupmannahöfn, 28. apríl 1916. VALTÝR STEFÁNSSON. Þegnskylduvinnan. í 20. tbl. Lögrjettu ritar hr. Einar garðyrkjufræðingur Helgason langt mál á móti ritgerð minni í Skírni um þegnskylduvinnuna. Jeg ætla ekki að þreyta lesendur blaðsins á löngum andmælum. Það er gagnslaust fyrir alla hugsandi menn að reynt sje að svara ítarlega hár- togunum og útúrsnúningi og rang- færslum i stað rökfærslu. Þó vil jeg leyfa mjer að benda á fáein dæmi, til að sýna, að jeg segi þetta ekki út í bláinn. E. H. segir: „Setur Hermann upp reikning, sem hann er auðsjáanlega mjög hreykinn af“, og svo fimbul- fambar E. H. mikið um reikninginn. Sumir höfðu gert afarmikið úr kostnaði landssjóðs við þegnskyldu- vinnuna. Var það mikið af misskiln- ingi. Á þann háft komst árlegur kostnaður landssjóðs upp í 1,400,000 kr., en aðgætandi var, að talan var áttfölduð af misgáningi. Jeg varð því að reyna lauslega með tölum að sýna mestu fjarstæðurnar, þótt jeg vissi, eins og jeg segi, að reynslan ein gæti úr því skorið. En svo er að athuga í hverju hreykni mín er fólgin. Orð mín eru þessi: „Verður eigi leyst úr þessu (þ. e. kostnaði landssjóðs) fyr en með reynslunni. Jeg vil þó koma hjer fram með lauslega áætlun, sem menn geta athugað, deilt um og endurbætt..“ E. H. segir: „Niðurstöðuna á reikningnum er Hermann auðsjáan- lega ánægður með.“ Min orð eru: „Auðvitað getur það ekki orðið með öllu í framkvæmd- inni,“ það er að segja að hinn raun- verulegi reikningur falli saman við áætlunina. E. H. virðist mjög hreykinn — svo jeg noti hans eigin orð — yfir því að finna „sumaraukann nýja“. Mjer væri vorkunnarlaust að þekkja sumar á Norðurlandi og klaka þar í jörðu, engu síður en E. H. Jeg tek lika ljóslega fram vandkvæði á þessu. En þegar E. H. er að skop- ast að þessu og tilfæra orð min, er hann, móti von minni, svo óhlutvand- ur að ganga í ritgerð minni fram hjá þessu: „En þegar ótíð hamlar með öllu, þá fellur framan af fyrri tím- anum, en aftan af þeim síðari, og eru þó þátttakendur engu að síður taldir að hafa að fullu leyst þegn- skylduvinnuna af hendi. Einnig gæti það komið til athugujmr, að hafa vinnuskeiðið að eins eitt yfir sumar- ið á norðurhluta landsins." Jeg vil taka það fram hjer, að jeg álít heppilegra að hafa þegnskyldu- vinnuskeiðið að eins í 10 vikur, en að vinnuskeiðin geti verið tvö yfir sumarið. Það er ekki einungis að það spari landsjóði mikið fje, heldur er ]>ar einnig svo margt annað, sem kem- ur til greina, er mælir eindregið með því. E. H. veður reyk þegar hann talar um þurkun gagnslausra óræktarflóa og hættur af „graflækjum". Jeg hef stöðugt miðað við það, að verkstjór- arnir væru svo vel að sjer í sínu starfi að það mætti trúa þeim til þess að ræsa eigi fram flóa nema það yrði með timanum til bóta, þótt vatni verði eigi við komið, og að þeir leggi skurði án þess þeir hafi graflækja- hættu í för með sjer. Ekki þurfti jeg að sækja neina speki til E. H. um reynitrjen i Laufás- kirkjugarði. Jeg mundi vel eftir þeim. Jeg sá þá árið 1888. En þótt ekkert sje á móti því að hafa eitt og eitt trje í kirkjugörðum, og þá emkum innan varanlegra járngirð- inga, þá getur það eigi gengið að rækta skóg í kirkjugörðum. Annað- hvort verður grafreiturinn að rýma íyrir skóginum eða skógurinn að rýma fyrir grafreitnum. Það, sem jeg lagði til málanna, var því það, að minningartrje væru gróðursett í frið- uðum reit utan kirkjugarða, og er það rjett sagt, að jeg minnist eigi að hafa orðið var þeirrar tillögu áður. Væri mjer kært, ef E. H. vildi benda á slíkar tillögur, ef til eru. En þetta þurfti E. H. að rangfæra sem annað í grein sinni, til þess að geta brigsl- að mjer um gort, sem honum er svo einstaklega hugleikið. Það er of löng klausa hjá E. H. til þess að taka hana hjer upp, sem hann ver til þess að brigsla mjer um að jeg hefði haldið fram stórum vinnuflokkum, en fyrir kappið með málinu hefði jeg gengið inn á tillögu, sem kom fram í Vestra, að menn leystu þegnskylduvinnuna innan sinn- ar sýslu. Min orð eru þessi: „En svo skift- ast leiðir milli mín og heiðraðs höf- undar .. / . Og þó að sanngirni mæli með því, að hver þegnskyldur mað- ur vinni innan síns sýslufjelags og ferðalög yrðu minst á þann hátt, álít jeg, að það vegi ekki nándar nærri á móti þeim ókostum, sem eru því samfara. Þegar unnið væri árlega í liverju sýslu- og bæjarfjelagi, þá yrði að jafnaði verkstjórn ófullkomnari og meira einhliða. Verkfæri og áhöld yrðu ófullkomnari og fábreyttari. Þetta hvorttveggja væri óumflýjan- legt, nema svo mikið væri borið í kostnað, að það næmi miklu meira en þeim kostnaði, er leiddi af því að sumir yrðu að sækja nokkuð langt til vinnunnar. „En það sem mestu skiftir er að uppeldishliðin á þegnskylduvinnunni minkaði tilfinnanlega.“ — Og svo held jeg áfram til að sýna fram á það með rökum. Jeg veit eigi hvað mega teljast rangfærslur ef eigi þetta, sem hjer er tekið fram. En öll grein E. H. er af sama toga spunnin, sem jeg hirði ekki að eltast við. Þess gerist heldur ekki þörf. Grein hans átti ekkert er- indi til hugsandi manna. Lítur þvi út fyrir að hún hafi eingöngu verið skrifuð til að blekkja þá menn, sem ekki nenna að hugsa sjálfir, eða skoða mál frá fleiri hliðum en einni. í 22. tbl. Lögrjettu skrifar sjera Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi um þegnskylduvinnuna. Þar kastar nú fyrst tólfunum. Jeg hirði samt eigi að taka nema eitt atriði til athugunar. í útreikningi sínum gerir hann ráð fyrir að hreinn vinjnuarður sje að meðaltali yfir alt land fyrir hvern þegnskyldan mann 30 krónur á dag við sjóvinnu og 20 krónur við land- vinnu, eða til jafnaðar hreinn vinnu- arður að meðaltali 25 krónur á dag. Nú ber að gæta þess, að gert hef- ur verið ráð fyrir því.að flestir mundu leysa þegnskylduvinnuna af hendi á aldrinum 18—20 ára. Og eftir því sem kom fram á alþingi, 17 ára. Öll- um ætti að vera það ljóst, að á þess- um aldri er fjöldi pilta eigi fullþrosk- aður og fjöldi fákunnandi til verka og margir likamlegri vinnu með öllu ó- vanir. Útvegsbændur geta best dæmt um það sjálfir, hvort þeir hafi að meðaltali í hreinan vinnuarð 30 kr. ti! jafnaðar á hvern dag frá því fyrst í maí til seint í október eftir ung- lingspilta. Sveitabændur geta og líka stungið hendinni í sinn eigin barm og athugað, hvort þeir hafi eftir þá til jafnaðar 20 krónur í hreinan á- góða á dag yfir nefndan tíma. Jeg sje að sönnu að Magnús prest- ur gengur eingöngu út frá heyskapar- tímanum, en það er alls eigi rjett. Vor 0g haust verður einnig að taka með í reikninginn. En látum svo vera,að eingöngu væri miðað við þrjá miðsumarsmánuðina; þá væri ísland það lang-lang-besta land i heimi, ef hreinn vinnuarður vinnuveitenda væri 25 krónur á dag til jafnaðar eftir hvern unglingspilt, þótt fjöldi þeirra sje óvanur fram- leiðslustörfum. Mjer þykir annars gæta æðimikils í misrjettis hjá prestinum, að ætla vinnuþiggjanda eigi nema 3 kr. í kaup á dag en að vinnuveitandi beri að jafnaði á dag frá borði 25 krónur í hreinan arð eða ágóða. Þó undrar mig enn meira að prest- urinn miðar við það, að enginn vinnu- arður missist, þó landstjórnin ráði 800 fulltíða menn og starfsvana til að leysa þau verk af hendi, sem vinna mætti með þegnskylduvinnunni. „Fyr má nú rota en dauðrota.“ Jeg get annars ekki skilið þegar skynsamir og mentaðir menn slengja athugalaust fram jafn gengdarlaus- um fjarstæðum og þessum. Get heldur eigi álitið það ábyrgðar- laust að brýna slíka vanhyggju fyrir mönnum, þegar jeg lít til vefkfalls- ins, sem nú er nýafstaðið hjer í Reykjavík. Treysti mönnum til að athuga þegnskyldumálið með gætni og skyn- semd áður en þeir ganga til atkvæða um það nú í haust. 16. maí 1916. HERMANN JÓNASSON. íslenskir búnaðarnemar til Englands. Það er í seinni tíð all-algengt —og mætti þó algengara vera — að ungir íslendingar fari til Danmerkur til verklegs búnaðarnáms. Jeg efast ekki um að þær ferðir muni yfirleitt koma landi og þjóð að alveg eins miklum notum sem háskólaferðirnar eða slíkt hálfgildings-„húmbúgg“, sem kenn- ara(há!! !)skólaferðirnar (menn fara þangað til þess að læra ensku og þýsku!). Enginn neitar því, að Danir eru búmenn góðir, hagsýnir í atvinnu- málum og fjármálum. Hitt getur ver- ið mikið álitamál, hvort íslendingar geri rjett í því að sækja erlenda búnaðarfræðslu eingöngu til Dan- merkur, eins og heita má að þeir geri nú, þegar undan eru 'skildir þeir helsti fáu menn, er fara í þeim erindum til Noregs. Helsti fáu fyrir því, að þótt Norðmenn standi Dönum ef til vill ekki jafnfætis í búnaðarmálum, þá eru staðhættir þar svo miklu líkari því, sem er á íslandi, og það skiftir í þeirri grein eigi litlu máli. Hvað mundi það t. d. stoða oss að læra af ítölum, þótt landbúnaður væri hjá þeim á háu stigi, eins ,og hann líka er í sumum greinum. Til Englands eða Skotlands hafa svo fáir búnaðarmenn sótt, að þeir eru tæplega teljandi, þ. e. ef metið er eftir höfðatölu. Hvort aftur á móti t. d. Torfi Bjarnason hafi eigi vegið upp á móti sumum 2—3 meðalmönnum, er verið hafa í Danmörku, læt jeg hjer órætt. En eftir að hafa kynt mjer búnaðarhætti bæði á Englandi og í Danmörku, er jeg fullkomlega gertg- inn úr skugga um það, að verkleg bretsk búnaðarfræðsla muni íslend- ingum miklu hagkvæmari en sams konar fræðsla í Danmörku. í sjerstakri grein mun jeg ef til vill síðar, yið tækifæri, gera samanburð á enskum og dönskum búnaðarháttum, og jeg ætla þess vegna ekki að færa rök að þessari staðhæfingu minni hjer. En minna vil jeg á það, að í landbúnaði er venjulega talað um tvær aðalaðferðir, sem lúta að tveim- ur all-ólíkum grundvallarreglum. Á útlendum málum kallast þær i n t e n- siv og extensiv aðferð. Á dönsku eyjunum er allur landbúnað- ur rekinn eftir hinni fyr nefndu að- ferð, en á ísl. aftur á móti allur eftir hinni síðar nefndu, enskur landbún- aður að mestu leyti sömuleiðis. í Dan- mörku læra íslendingar heldur ekki hið minsta í sauðfjárrækt (nema ef vera skyldu hinir nauðafáu, er fara til Jótlands), en í sauðfjárrækt standa Bretar líklega öllum þjóðum framar. Um mikilvægi sauðfjárræktarinnar fyrir Islendinga væri það næstum kát- legt að eyða hjer orðum. Jeg vil óska þess — og treysti því líka — að landar mínir í framtíðinni sæki meiri fróðleik og áhrif til Breta en þeir hafa gert, bæði í búnaðarmál- um og öðrum. Sökum ófriðarins er nú á Englandi talsverð verkafólksekla, einkum í sveitum, sem leitt hefur til þess að stjórnin um miðjan síðasta mánuð gerði bændum tilboð um að hjálpa þeim til þess að fá danskan; vinnu- afla. Boðinu var- náttúrlega tekið með fegins hendi, og nú hefur um tima dvalið hjer í Höfn efindreki ensku stjórnarinnar, er ráða skal menn til sveitavinnu á Englandi og í Wales, bæði búnaðarnema og æfða verka- menn. Hann er danskur maður, K. K. Ingvorsen að nafni, en búsettur i Letchworth á Englandi. Að enska stjórnin muni ekki fá hverjum ó- völdum landhlaupara umboð sitt í hendur hygg jeg að flestir muni hafa hugboð um, enda hefur henni víst í þetta skifti sem oftar tekist að velja þann mann til erindreka, er hafi alla kosti til þess að gera báða aðila ánægða. Hr. Ingvorsen dvelur hjer enn um nokkurn tima, en þegar er jtg frjetti að hann væri kominn hing- að, datt mjer í hug að nú væri tæki- færi til þess að 'opna veg fyrir ís- lenska búnaðarnema á Englandi. Sneri jeg mjer þegar til hans með þær málaleitanir og fjekk hinar bestu undirtektir. Kvaðst liann með ánægju skyldi greiða fyrir þeim löndum mín- um, er til sín leituðu og æsktu sveita- vinnu á Englandi. Að eins vildi hann setja það skilyrði, að umsækjendur sneru sjer fyrst til mín með umsóknir sínar og meðmæli. Þeim, sem jeg svo teldi hæfa, skyldi hann útvega at- vinnu. Það verður orðið svo áliðið vors- ins þegar þetta birtist á íslandi, að flestir munu hafa ráðið sig til sumar- vinnu og geta því ekki sint tilboði hr. Ingvorsens að svo stöddu; en þeir sem nú eða síðar vilja sinna þvi, verða, eins og þegar er sagt, fyrst að snúa sjer til mín og láta umsókninni fylgja meðmæli um iðni, hegðun o. s. frv. frá einhverjum málsmetandi manni (t. d. hreppstjóra, presti e. sl.) Géta skal um aldur, hvort upp alinn er í sveit, og um skólamentun, ef nokkur er fram yfir það sem krafist er til fermingar. Ef umsækjandi hef- ur lært plægingu, skal þess getið, og þó einkum, ef hann hefur lært að mjólka. Þeir, sem ekkert kunna í ensku, ættu að fá sjer einhverja hand- hæga kenslubók, t. d. Vesturfaratúlk Jóns Ólafssonar eða 100 tíma Eibes. Af þeim bókum (einkum hinni fyrri) getur hver meðalskynsamur maður, sem hefur svo sem 1 klst. dag hvern aflögu, á mánaðartíma og alveg til- sagnarlaust aflað sjer þeirrar þekk- ingar á málinu, sem nauðsynleg er. Frekari kunnátta kemur ótrúlega fljótt, þegar menn fara að vera með fólki, sem málið talar. Eigi er svo að skilja, að jeg sje með þessu að ráðast á ferðir íslenskra bændaefna til Danmerkur, enda óska jeg alls eigi að fyrir þær skyldi taka með öllu. En jeg vil að utanfarirnar bæði aukist og dreifist. Og auk þess sem ísl. búnaðarnemar mundu fá betra kaup á Englandi en þeir fá í Danmörku, þá hafa einnig allir þeir, sem fá vist fyrir milligöngu hr. Ing- vorsens, alla þá tryggingu, er enska stjórnin heimtar af bændum þeim, sem hún útvegar vinnuafla, m. ö. o. tryggingu fyrir góðu fæði, góðum húsakynnum, og jafnstuttum vinnu- degi og ella- tíðkast þar, og sem er h u. b. þriðjungi styttri en vinnu- dagurinn í sveitum í Danmörku. Þeir, sem fara til Danmerkur, eiga flesti^ engrar slíkrar tryggingar kost, og margir landar hafa lent þar í ærið misjöfnum stöðum, og það engu síður þeir, sem fengið hafa vist fyrir milli- göngu búnaðarfjel. danska, eða hvað munu t. d. þeir landar segja um það, sem verið hafa hjá Lars Nielsen í Skensved („Páska-Nielsen“, sem kunnur er fyrir meðferð þá, er hann f jekk í K 1 o d s-H a n s fyrir „páska- flutning“ sinn). Væntanlegir umsækjendur sendi brjef til mín c[o Dennis Flird, Esq., M. A., J. P„ Bletchley, Bucks, Eng- land (nafni mínu eiga þeir auðvitað að bæta við). Fyrirspurnum og um- sóknum ætti að fylgja liurðargjald í frímerkjum, þar sem það ella mundu verða talsverð útgjöld fyrir 1—2 menn að greiða það, ef margir sækja eða óska upplýsinga. Þeir, sem óska þess, geta skrifað brjef sín á íslensku, þar eð jeg svo þýði þau, ef þörf ger- ist. Sama gildir einnig um meðmæli og önnur skjöl. Khöfn, á páskadaginn 1916. SNÆBJÖRN JÓNSSON. Dómurinn í máli sjera Arboe Rasmussen. í dönskum blöðum frá 10. þ. m. er birtur hæstarjettardómurinn i þessu nafntogaða máli, á þessa leið: „.... Hin umræddu ummæli sak- borningsins i hinum áfrýjaða dómi eru sumpart óskýr, og hefur sakborni fyrir prófastsrjettinum og einnig i skrifi til verjanda, sem lagt hefur ver- ið fram í hæstarjetti, útskýrt nánara og aukið ummælin í verulegum at- riðum. Svo hafa einnig fyrir hæsta- rjetti verið lagðar fram allmargar yfirlýsingar frá biskupum landsins og sömuleiðis frá prófessorum og prestum, og má af þeim ráða, að menn greinir á um það atriði, að hve miklu leyti sakborni hefur brotið algert bág við kenningar þjóðkirkjunnar með ummælum sínum. Hæstirjettur telur þess nú ekki þörf að útkljá þessa spurningu, þar sem mál þetta að eins hnígur að því, hvort refsa skuli sakborna. Með því að hann sem sje eftir þvi, sem liggur fyrir, verð- ur að teljast hafa verið í grundvall- aðri góðri trú („begrundet god Tro) um rjett sinn til þess að setja fram ummælin, verður að sýkna hann af þeim sökum, en að málskostnaður greiðist af almannafje. Því dæmist rjett að vera: Sóknarprestur Niels Peter Arboe Rasmusen á að vera sýkn af kæru á- kærandans í málinu. Málskostnaður, þar í innifalin þóknun til málaflutn- ingsmanna Knud Petersen og Boie Petersen 500 kr. til hvors þeirra, til yfirdómslögmanna Dahl og Johnsen 700 kr. til hvors og til hæstarjettar- lögmanna Asmussen og Liebe fyrir hæstarjetti 1500 kr. til hvors, svo og endurgreiðsla á kostnaði hæstarjett-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.