Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.07.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 19.07.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 125 þakkarávarp. Hjartanlegt þakklæti biSjum viS undirritu8 „Lögrjettu" aö flytja hr. Þorgrími SigurSssyni skipstjóra á Jarlinum frá fsafiröi fyrir þá höfö- inglegu gjöf, er hann sendi okkur 10. júní þ. á., er hann var staddur hjer á Seyöisfiröi. Gjöfin var 50 kr. í pen- ingum, og er þaö bæn okkar, aö góö- ur guö launi honum drengskapar- bragð þetta viö okkur hjónin. Seyöisfirði 1. júlí 1916. Þorbjörg ólafsdóttir. Sumarliði Matthíasson. Skagafjörö, sem var meö öllu tilhæfu- laust, því jeg gat staöhæft þaö, aö hann gæti enn fengið hey á flestum viðkomustööum sínum yfir Skaga- fjörð, eða þar í grend. Annars er margt og mikið skrifað og sagt um fóöurásetninginn, þegar einhverstaö- ar gengur illa, og er það góðra gjalda vert, þegar það gera þeir menn, sem því eru vaxnir. Því aldrei veröur þaö of oft brýnt fyrir almenningi aö tryggja vel bústofn sinn. En þar á móti er þaö leitt fyrir þá sem fram- leiða, og gera þaö meö hyggindum, og dugnaði, þegar ýmsir þjóðarómag- ar þykjast vera aö gera sig merkilega og sjá alt hiö rjetta í gegn, og hafa ráö á hverjum fingri móti hættum þeim, sem óhyggilegur ásetningur bænda hafi í för með sjer, en blaðra vanalega eitthvað út í bláinn, sem hvergi er á rökum bygt. Dúki 20. júní 1916. Ólafur Sæmundsson. Rausnargjöf. Þau hjónin Ragnar konsúll Ólafsson á Akureyri og kona hans hafa nýlega gefið 400 krónur til heilsuhælisfjelgsins. Síldveiðarnar. Undirbúningur er nú mikill til síldveiða á Vestfjöröum og veröa þær reknar þaöan frá miklu fleiri stööum en áöur og í stærra stíl, bæöi af innlendum mönnum og Norð- mönnum, er halda úti 2 gufuskipum frá hvalveiöastööinni í Hesteyrar- firði. Frá báðum gömlu hvalveiöa- stöðvunum í Álftafirði veröa og rekn- ar sildveiðar nú, segir „Vestri“, og aö menn hjeöan úr Rvík, E. Rok- stad o. f 1., hafi keypt Dvergasteins- eyrar-stöðina. Þrjár síldveiðastöðvar segir blaöið aö sjeu aö komast upp á Isafirði. Á Eyjafirði hefur síldar orðiö vart í reknet úti fyrir firðinum, segir fregn af Akureyri í „Vísi“ í gær, og er nú fjörðurinn aö fyllast af síldveiöaskip- um úr ýmsum áttum. Svíar kvaö vera þar miklu fleiri en undanfarin ár, skip frá ekki færri en 20 sænskum útgeröarfjelögum. Vöruflutningar milli íslands og Ameríku. Landstjórnin hefur leigt skip til vöruflutninga milli íslands og Ameríku, 1500 smál. aö stærð og leig- an 65 þús. kr. á mánuði. Fyrst á skip- ið að koma meö kolafarm frá Eng- landi, en síðan að sækja til Ameríku matvörur og ef til vill steinolíu. Hafísinn kvaö nú vera horfinn að mestu leyti frá Norðurlandi, eöa það hröngl af honum, sem þar var á slæö- ingi. Verðlagsnefnd og Velferðarnefnd. Sighv. Bjarnason bankastjóri hefur verið skipaöur í verðlagsnefnd í staö Björns Sigurðssonar, en sjera Krist- inn Daníelsson hefur fengiö sæti i velferðarnefndinni í stað Skúla Thor- oddsen. Dómur fjell 13. þ. m .í skaöabóta- máli, er frú M. Zoega höfðaöi gegn landstjórninm út af atvinnumissi vegna bannlaganna. Kraföist hún 100 þús. kr. skaðabóta, en landstjórnin var sýknuö af kröfunni. Steinolía .frá Ameríku. Jónatan Þorsteinsson kaupm. hefur pantað steinolíufarm frá Ameríku og leigt skip til aö flytja hann hingaö. Flutn- ingsgjald kvaö vera 24 kr. ú tunnu. Mannalát. 13. þ. m. dó í Noregi Björn sonur Þórh. biskups Bjarnar- sonar, hinn yngri af sonum hans tveimur, áður bústjóri hjá föður sín- um í Laufási. hjer við bæinn, efni- legur maður og vel látinn. Hann var á ferð um Noreg, ásamt tveimur öðr- um ungum mönnum hjeðan, til þess að kynnast þar búskap. 11. þ. m. andaðist hjer í bænum Guðm. Gunnlaugsson verslunarmað- ur hjá G. Olsen, eftir nál. mánaðar legu. Nýlega er látin frú Halldóra Waage, dóttir Eggerts sál. Waage kaupmanns, áður gift Oddi Jónssyni lækni. Hún andaðist i kynnisför aust- ur í Laugardælum i Flóa. Minningargjöf. Ekkja sjera Árna Jónssonar heitins á Hólmum, frú Auður Gísladóttir, er sest að hjer í Reykjavík, kom að austan meö „Gull- fossi“ siðast. Þegar sóknarmenn í Hólmaprestakalli kvöddu hana, gáfu þeir henni fallega minningargjöf: silfurkrans í ramma, með skildi í miðju, sem á er grafiö: „Prófastur Árni Jónsson, f. 9. júli 1849, d- 27. febr. 1916. Með þakklæti frá söfn- uðinum í Hólmaprestakalli." Slys vildi hjer til við hafnarvinn- una morguninn 15. þ. m., hvolfdi grjótpramma við uppfyllinguna, sem veriö er að gera fram af Hafnar- stræti, og druknaði einn maðurinn, sem á var, Þorsteinn sonur Þorsteins slátrara hjer í bænum, ungur maður, en tveir aðrir náðust mjög þjakaðir. Mislingarnir hafa mjög breiðst út hjer um bæinn og hafa ekki fá börn dáið af afleiðingum þeirra. Loftskeytastöðin. Samið hefur ver- iö við Marconifjelagið um kaup á tækjum til loftskeytastöðvar hjer, og stendur nú ekki á öðru, en því, að útflutningsleyfi fáist á tækjunum hjá ensku stjórninni. Síðasta blaðagrein Jóns ólafssonar mun vera „Orðsendingin“ í 29. tbl. Lögr., 19. f. m. Aðra grein stutta kom hann með til Lögr. skömmu áö- ur en hann dó, en ekki á við að prenta hana úr því að hún gat ekki komið út að honum lifandi. Jarðarför Jóns ólafssonar fer fram í dag. Eiríkur Briem prófessor flyt- ur húskveðju, en í kirkjunni talar sjera Matth. Jochumsson. Stríðið. Síðustu fregnir. Skeytin frá síöastl. viku segja frá framsókn af hálfu bandamanna á vesturvígstöðvunum, norðan við Som- me, og á suðurvígstöðvunum, án þess þó að tilgreindir sjeu nokkrir sjer- legir atburðir þar. Frá austurvíg- stöðvunum er sagt frá bardögum í Volhyniu og að Þjóðverjar hafi sent hjálparlið þangað að noröan. Áöur hefur verið getið um franska og jap- anska menn við stórskotalið Rússa þarna, en í síöustu útl. blöðum er tal- að um, að í rússneska hernum þar eystra sjeu einnig enskir hermenn, og höfðu þeir verið settir á land viö Hvítahafiö nú í vor. Fregn frá 16. þ. m. segir Joseph Austurríkiskeisara sjúkan. Frá Grikklandi. Áður hefur veriö getið um afvopn- un gríska hersins og stjórnarskifti i Grikklandi, er hvorttveggja fór fram eftir kröfu bandamanna. Höföu þeir fyrst lagt hafnbann á Grikkland, stöðvað skipaferðir til landsins og frá þvh og geröu síðan þessar kröfur. Voru stjórninni í Aþenu tilkyntar þær 21. júní og settir tveir kostir, en meðan á svarinu stóð er sagt að her- floti frá bandamönnum hafi verið á sveimi utan við Aþenuborg. Kröfur sínar um stjórnarskifti báru banda- menn þannig fram, að þeir heimtuðu stjórn, er færi að vilja löglega kosins þings, og lítur helst út fyrir að kon- unginum hefði verið hrundið frá völdum, ef kröfunum hefði ekki ver- iö fullnægt. Þær raddir komu fram, að þau veldi, sem ábyrgð hefðu á Grikklandi, en þar er átt við England, Frakkland og Rússland, gætu skorist i leikinn, er landinu væri ekki stjórn- að eins og lög stæðu til. Eitt af ensku blöðunum, „Daily Chronicle“, sagði hreint út, að ef Konstantín Grikkja- konungur vildi halda kórónu sinni, þá yrði hann að láta sjer nægja að bera hana_á sama hátt og faðir lians hefði gert, sem þingbundinn konungur í strangasta skilningi. Ef hann gerði skyldu sina að þessu leyti, væri um ekkert ósamkomulag að ræða milli Grikklands og bandamanna, en sama framferði og áður þyldisti honum ekki lengur. Ein fregnin segir, að Konstantin konungur hafi snúið sjer með þetta mál til Vilhjálms keisara, og hann hafi ráðlagt honum að láta að kröfum bandamanna, með því að Miðveldunum gæti svo lítill styrkur orðið að því, þótt Grikkir lentu inn í ófriðinn þeirra megin. Út úr þessu fór Skuludis frá völdum, en Zaimis tók við til bráðabirgða. Kosningar eiga svo að fara fram í ágúst, og er þá gert ráð fyrir að Venizelos taki við völdum á ný, ef flokkur hans fær meirihluta. ítalía var í fyrstu ekki með í kröf- unum til Grikkja um afvopnun hers- ins, en kom með síðar og setti þá það skilyrði, að krafan næði einnig til þess hers, er Grikkir höfðu í Norður- Epírus, eða suðurhluta Albaníu, en þann landshluta höfðu Grikkir tek- ið meðan rósturnar stóðu um yfirráð- in í Albaníu. Viðskiftastíðið. Eitt af þeim málum, ófriðnum við- vikjandi, sem mjög er nú rætt í út- lendum blöðum, er samþykt frá 2. fulltrúafundi bandamanna i París um samvinnu milli bandaþjóðanna í við- skiftum, bæði meðan á ófriðnum stendur og einnig eftir hann, en úti- lokun Miðveldanna og bandaþjóða þeirra frá verslunarmarkaði heims- ins. Þessi 2. fulltrúafundur stóð frá 14. til 17. júní, en 1. fundurinn var haldinn í mars í vetur. Þegar á 1. fundinum kom þessi hugsun fram. Briand, yfirráðherra Frakka, sagði þá, þegar hann setti fundinn, að það væri ekki nóg, að sigra í ófriðnum, heldur yrði líka að tryggja hagsmuni bandaþjóðanna með fastri samvinnu milli þeirra, eftir að sigurinn væri unninn. Takmarkið væri ekki að eins það, að sigra fjandmennina á vígvöll- u.num, heldur einnig hitt, að veita at- vinnuvegum þeirra og viðskiftalifi mergundar sár. Og þetta er hugsunin, sem liggur bakvið gerðir 2. fulltrúa- fundarins. Þar er fyrst og fremst á- kveðið, að bandamenn banni öllum ríkisþegnum sínum og öllum, sem dvöl hafa í löndum þeirra, verslun við: 1. íbúa óvinalandanna, hverrar þjóðar sem þeir eru, 2. ríkisþegna ó- vinalandanna, hvar sem þeir eru bú- settir, 3. einstaka menn, fjelög og verslunarfirmu, sem óvinaþjóðirnar hafa mök við. Enn fremur að hindra það, að nokkrar vörur frá óvinalönd- unum nái inn á valdsvæði banda- manna og að fullkomna þær ráðstaf- anir, sem þegar hafa verið gerðar til þess að hefta innflutning matvæla til óvinaþjóðanna. Þetta á við ó- ' friðartímann. En þar næst segir, að þar sem með stríðinu sjeu rofnir allir verslunarsamningar, sem bundið hafi bandamannaþjóðirnar, þá sjeu þær nú sammála um, að neita óvinaþjóðun- um vist árabil, sem nánar skuli ákveð- ið með samkomulagi síðar, um öll viðskiftahlunnindi, en styrkja aftur á móti sem mest öll viðskifti meðal bandamannaþjóðanna innbyrðis, og skuli verslun óvinaþjóðanna, þetta vissa árabil, vera háð vissum regl- um, er m. a. taki fram, að sjerstak- ar iðnaðargreinar, er þýðingu hafa fyrir hervarnir ríkjanna, skuli for- boðnar þegnum óvinaríkja á vald- svæði bandaþjóðanna. Loks er einnig gert ráð fyrir tollmálasamtökum með- al bandaþjóðanna eftir stríðið og samræmi í löggjöf þeirra um einka- leyfi o. fl., sem ætlast er til að verði varánlegt, en ekki timabundið, eins og þau ákvæði, sem á undan eru talin. Það er skiljanlegt, að bandamenn reyni að hefta matvælaflutning til Miðveldanna meðan á stríðinu stend- ur, því á þessu munu þeir einkum byggja sigurvonir sínar. Og þetta er ekki heldur nýtt, því þeir hafa gert það frá byrjun ófriðarins, þótt verið sje að herða á viðskiftaböndunum eft- ir því sem á liður. En hitt er nýtt að heyra, að þessu viðskiftastríði eigi alls ekki að vera lokið með ófriðnum. Þegar bent var til þessa á 1. fulltrúa- fundinum í París, mætti það mótmæl- um úr ýmsum áttum frá bandamönn- um sjálfum, einkum i Rússlandi og Englandi. í Rússlandi kváðu við radd- ir, sem sögðu óeðlilegt og ógerlegt, að ætla að slíta viðskiftum milli Rússlands og Þýskalands. Rússland gæti ekki án þeirra verið. Merkur rit- höfundur, Menschikov, ritaði margar greinar um þetta í eitt helsta blað Rússa, og síðan kom fregn um, að hjeraðsstjórnin i Moskva hefði lýst yfir, að hún teldi nauðsynlegt þegar í stað að fara að undirbúa verslun- arsamning við Þýskaland, „þar sem viðskiftasambandið milli Rússa og Þjóðverja hvorki gæti slitnað nje mætti slitna". í blöðum Miðveldanna er litið gert úr því, að þetta viðskifta- bann geti átt sjer stað, eftir að stríð- inu er lokið; það sje svo óeðlilegt. En Miðveldin eru líka að koma á tollasambandi og viðskiftasambandi innbyrðis meðal þeirra ríkja, sem þeirra megin eru í ófriðnum, og tjá sig þó fús til að taka upp öll versl- unarsambönd út á við aftur undir eins og því verði við komið vegna ófrið- arins. írska málið. Það gengur ekki eins greitt með samkomulagið um írsku málin og út leit fyrir í fyrstu eftir að Lloyd Ge- orges hafði tekið að sjer að jafna þau og gerði það á þann hátt, að heima- stjórnarlög Ira skyldu nú þegar koma i framkvæmd, en Ulster þó vera und- anskilið.’Redmond og Carson höfðu fallist á þetta, og sömuleiðis Bonar Law. En sumir forsprakkar ihalds- flokksins hafa risið á móti því, þar á meðal Lansdowne lávarður, Walter Long og Selborne, og hefur hinn síð- astnefndi sagt af sjer ráðherraem- bætti út af þeirri deilu og talið lik- legt að hinir tveir fari einnig. En það er að eins minni hluti af íhalds- flokknum, sem á móti er og því sjálf- sagt, að tillögur Lloyd Georges ná fram að ganga. Lloyd Georges er nú orðinn her- málaráðherra, eftirmaður Kitcheners. Svo eru hyggindi sem í hag koma. í nýútkomnu hefti af „Dýravinin- um“, 16. hefti hans, er þess getið, að sveitafjelög í Svíaríki, Noregi og Danmörku hafi stofnað dýraverndun- arfjelög hjá sjer. Væri ekki reynandi að reyna eitthvað likt hjer á landi? Það vill svo vel til, að góð með- ferð á skepnum er jafnhliða hagsvon fyrir eigandann, og um leið fyrir sveitarfjelagið. Það er svo margreynt, að vel fóðraðar og vel með farnar skepnur, gera meira gagn eigandan- um þótt færri sjeu, en miklu fleiri skepnur, sem dregnar eru fram hor- aðar vor eftir vor. Og svo þegar þar við bætist kvíðinnog hugarangrið eig- andans i harðindunum á vorin, að miss þá margra ára gróða sinn, þó kvalir skepnanna hryggi hann minna. Er það ekki mikilsvert að komast hjá slíku tjóni og hugarangri? Með- alið er: hyggilegur heyásetningur á haustin og heyfyrning á vorin. — Hey fyrningar eru trygg- ingarsjóður landbón’dans. Húseigendur vátryggja hús sín og aðrir vátryggja skip sin og vörur. Vátryggingargjöldin í heiminum hlaupa á miljónum króna, og þetta þykir eigendunum tilvinnandi, en landbændunum hjer á landi þykir ekki tilvinnandi að tryggja búpening sinn, að fáum undanskildum; þeir þurfá þó ekki að greiða meiri upp- hæð, en vexti af því heyi, sem leift er á hverju vori, eða í mesta lagi á- góða þann, sem gat orðið á skepnum þeim, sem hefðu getað lifað af hey- leifunum yfir veturinn, væri hann góður. En hefði komið harðinda vet- ur, hvernig fór þá? Er hagnaðinum af hinum viðbættu kindum, að jafna saman við þá hræðilegu hættu, sem af þessu getur leitt í harðindum ? Búhygnum mönnum þykir það ekki tilvinnandi, þess vegna gera þeir sjer að fastri reglu, að eiga hey af- gangs eftir veturinn og fyrna þau. Af þeim mörgu mönnum, sem jeg hef þekt um dagana, eru örfáir fátækir, sem ætíð hafa átt heyleifar á vorin og skepnur í góðu standi, en aftur hef jeg þekt fjölda manna fátæka, vegna þess, að þá vantaði hey á veturna og vorin, og mistu ýmist líf eða gagn af skepnum sínum. En marga þeirra vantaði nægilega framsýni og velvild til skepnanna sinna. Mjög fáir drepa reiðhestinn sinn úr hor, af því þeim þykir vænt um hann, og eins mundu færri skepnur líða hungur og illa meðferð, ef eigendun- um þætti vænt um þær og fyndi það, að frá þeim kemur lifsframfæri hans og skylduliðs hans. Faðirinn skipar ekki syni sínum i lífshættu út í ófæra á. af því honum þykir vænt um hann og er ant um hann. Eins mundi eig- andinn ekki stofna búpening^ sínum í bersýnilega lífshættu með vitlausum gapa-heyásetningi á haustum, ef hon- um þætti verulega vænt um skepnur sínar. Það þykir vel gert og göfugmann- legt.þegar menn bjarga öðrum úr lífs- háska, eða hjálpa varnarlausum og minnimáttar manni. Er þá ekki einnig vel gert, að hjálpa og bjarga varnar- lausum skepnum, sem eru einskis máttar gagnvart þeim eigendum, sem tefla lífi skepna sinna í horhættu og hungurkvalir. — Sársaukatilfinningin er lík í dýrinu og manninum, bæði elska lífið, og hræðast kvalir og dauða álíka mikið. Alþingismennirnir slógu greinilega utan við naglahausinn, þega þeir ætl- uðu að slá sig til riddara með forða- búrslögunum. Forðabúrin eiga að vera í hugskoti og í heyhlöðu hvers búandi manns, en ekki í sveitaforða- búri. Menn munu segja: Þetta er gagnslaus tillaga, mönnum er ekki trúandi fyrir því alment, að geyma heyforðann hjá sjer. „Veit jeg það, Sveinki,“ og þvi segi jeg, „hugarfar bænda þarf að breytast, og meðan það breytist ekki, er alt, sem ráðgert er móti horfelli, ljelegt kák.“ Land- bóndinn verður að hugsa líkt kaup- manni, sem álítur það ekki að eins tilvinnandi, heldur sjálfsagt, að vá- tryggja hús, vörur og skip sín.Reynd- ar þarf ekki að fara svo langt, að fara til kaupmannastjettarinnar. Ýmsir isl. bændur eru og hafa verið svo hygn- ir, að setja aldrei á öll sín hey, og hafa allan sinn búskap fyrnt hey og aldrei orðið í heyþröng á vorin. Eitt sinn hjelt jeg þingmálafund hjá Birni bónda í Dal í Þistilfirði, og stóð allan fundinn uppi á háu fyrn- ingaheyi, sem hann átti. Þaðan horfði jeg á 5 önnur fyrningahey, sem voru hans eign. Fundurinn varð sá besti þingmálafundur, sem jeg hef verið á, hyggindi bóndans höfðu svo góð á- hrif á hugsanir fundarmanna. Fyr en sá hugsunarháttur er kom- inn inn hjá landsbændunum, að aðal- undirstaða velliðunar þeirrasje hyggi- leg og góð meðferð á búpeningi, og að vátrygging hans liggi í hey- stabba í þeirra eigin hlöðu, þá hef jeg litla trú á verulegum framförum land- búnaðarins, annað er kák og skamm- góður vermir. Að auka áburðinn og þar af leiðandi grasvöxtinn, er að eins stundarhagur, meðan hugsunar- hátturinn breytist ekki, og menn missa í harðindum á fárra ára milli- bili ekki að eins þær skepnur, sem fjölguðu fyrir grasaukann, heldur til viðbótar talsvert af hinum stofninum. Tr. G. íslenski fáninn á Lögbergi. Þar, mjer vitanlega, enginn hefur hreyft mótmælum, a. m. k. opinber- lega, gegn þeirri skoðun, að hið forna Lögberg við Öxará sje austan meg- in árinnar, síðan jeg reit greinina: „Hvar er Lögberg hið forna?“ í „Skírni" 1914, bls. 51—72, þá tel jeg líklegt að flestir, sem kunnugir eru á Þingvöllum og hugsa nokkuð um það mál, sjeu þeirrar skoðunar, að Lögberg hafi alla tíð verið fyrir aust- an öxará. Það er líka sennilegt að einhver, t. d. hr. próf. B. M. Ólsen, hefði reynt að hnekkja þeirri skoðun, er jeg hjelt fram í nefndri grein,* ef nokkur sennilegri rök hefðu fund- ist, en þau er áður hafa verið færð fram, fyrir því, að Lögberg hafi ver- ið á eystri barmi Almannagjár Nú hefur einn af vorum fjölhæf- ustu mentamönnum, hr. prófessor Jón Helgason, sýnt það, hverrar skoðun- ar hann er í því máli, þar sem hann lætur íslenska fánann blakta á „Lög- sögumannshóli á Lögbergi, milli Flosa- og Nikulásargjáar, á hinni fögru mynd sinni, sem hann á heið- ur og þökk landsmanna fyrir, því með myndinni vona jeg að hann komi í veg fyrir það, að þeim misskilningi sumra seinnitíðarmanna skjóti upp aftur, að ætla forfeður vora þá fá- vita að gleyma því, hvar hinn al- kunni og merkilegi sögustaður væri, sem aldrei getur orðið íslensku þjóð- inni nema til óvirðingar. Kjörseyri, 27. maí 1916. Finnur Jónsson. * Eftir að greinin kom út í „Skírni“, benti mjer á einn hinna fróðustu og skarpskygnustu lögfræð- inga vorra, að konferensráð Jón Ei- riksson (f. 1728, d. 1787), segði, í „Isl. Rettergang" að Lögberg væri fyrir austan Öxará, en það hef jeg ei sjeð. Sami maður, er sagði mjer þetta, fullyrti að, engin sannanleg rök mundu finnast fyrir því, að Lög- berg hefði verið fyrir vestan ána. F. J.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.