Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.07.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 19.07.1916, Blaðsíða 1
Nr. 34. t Jón Ólafsson, fyrverandi ritstjóri 20. mars 1850. 50 ára margþætta starfsemi er yfir líta, þegar minnast skal Jóns Ólafs- sonar dáins. Þótt hann væri eigi eldri en 66 ára, er hann fjell frá, hefur hann um 50 ára skeið verriö einn þeirra manna, sem mest hefur bor- ið á og mest kveSiö aS í íslensku þjóðlífi. Innan við tvítugt geröist hann blaíSamaöur og lenti inn í stjórn- málaróstur þeirra tíma, auövitaö lítt þroskaður þá til þeirra starfa, þótt bráðþroska væri, en fullur af æsku- fjöri, áhuga og kappi eftir að ryðja sjer þar til rúms og vinna gagn þeim málstað, sem hann bauð þjónustu sína. Þetta var á síðasta skeiði stjórn- málabaráttu Jóns Sigurðssonar, og höfðu þá kenningar hans um rjettindi Islands til sjálfstjórnar alveg sigrað hjer á landþeða að minsta kosti fylgdi hin yngri kynslóð honum einhuga að málum. En mótstaðan var frá dönsku stjórninni. Jón Ólafsson valdi sjer þegar rúm í fylkingarbrjósti og gerð- ist talsmaður þeirra, sem harðast vildu sækja málið á hendur dönsku stjórnarvöldunum. „íslendingabrag- ur“ hans kom út í „Baldri“ 20. mars 1870, á afmælisdag Jóns, er hann varð tvítugur. En þar þótti svo langt gengið, að mál var höfðað móti hon- um fyrir kvæðið og það talið móðgun gegn konunginum, og varð þetta til þess að blaðið hætti, en Jón fór úr landi um stund, til Noregs. En í yfir- dómi var Jón sýknaður af kærunni, og kom þá heim aftur. Og nokkru síðar, 1873, byrjaði hann útgáfu á nýju blaði, sem hjet „Göngu-Hrólf- ur“, en lenti þar brátt í erjum við stiftamtmanninn og var út úr þeim dæmdur í háar sektir, 011 prentun blaðsins var bönnuð. Fór Jón þá til Ameríku og dvaldi þar hátt á annað ár. Hefur hann án efa haft gott af þessum utanlandsferðum sínum, þótt erfitt hafi hann átt uppdráttar oft og einatt í þeim hrakningum. Hann fór landkönnunarferð vestur til Alaska, og virðist það hafa verið hugsun hans þá, að koma þar upp íslenskri ný- lendu. Sumarið 1875 kom hann heim aftur frá Ameríku. Nokkru síðar settist hann að á Eskifirði. Þar stofnaði hann prentsmiðju 1877 og gaf þar út blaðið „Skuld“ til vors 1881, en þá fluttist hann til Reykjavíkur, tók við útgáfu „Þjóðólfs" 0g var ritstjóri hans nokkur ár. Eftir það var hann og alþingismaður. — 11. júlí 1916. um tíma forstöðumaður prentsmiðju og bókaverslunar Sigfúsar heitins Eymundssonar, en fór til Ameríku í annað sinn veturinn 1890; var þá ráð- inn ritstjóri „Lögbergs". En ekki samdi honum lengi við eigendur þess, og varð hann þá um hríð ritstjóri hins aðalblaðs Vestur-íslendinga, „Heimskringlu", og síðan nýs blaðs, sem stofnað var í Winnipeg og hjet „Öldin". Fór svo til Chicagó og vann uin tíma við ýms Skandinavablöð í Bandaríkjunum, lengst við „Norden" í Chicagó, en fjekk svo starf við bóka- safn þar í borginni og gegndi þvi um stund, þangað til hann hvarf aftur heim til íslands vorið 1897. Næsta haust stofnaði Jón heitinn Vídalín konsúll hjer blað, sem hjet „Nýja öldin" og varð Jón Ólafsson ritstjóri þess. Meðan hann var það, kom hann hjer upp nýrri prentsmiðju, en seldi hana brátt aftur, og er það prentsmiðjan, sem nú er á Eyrar- bakka. „Nýja öldin" kom ekki lengi út. En skömmu eftir að hún hætti, fæddist „Reykjavíkin", og skrifaði J. Ól. í hana frá upphafi, og varð síðan ritstjóri hennar. Hún var þá kaup- mannablað, en var gerð að stjórn- málablaði þegar stjórnarskiftin urðu hjer 1904. Var Jón lengur ritstjóri „Reykjavíkurinnar" en nokkurs ann- ars blaðs, og í hana hefur hann mest ritað. En starf hans frá þeim árum er mönnum enn í fersku minni. Það játa allir, að Jón Ólafsson hafi verið einn af atkvæðamestu blaða- mönnum okkar. Ljet hann flest hin stærri mál okkar meira eða minna til sín taka, og greinar hans og tillögur höfðu venjulega mikil áhrif. Hann var fjölhæfur maður og víðsýnn og hafði margbreytta lífsreynslu við að styðjast. Ritaði hann jöfnum höndum um stjórnmal, fagurfræði, verslunar- mál, málfræði o. fl. o. fl. Var honum sjerstaklega sýnt um, að gera alt, sem hann skrifaði um, öllum ljóst og auð- skilið. Og oft voru greinar hans skemtilegar, fullar af fyndni og gam- ansemi, og stundum af gáska, sem ýmsum þótti nóg um, og breyttist hann að þessu leyti lítið með aldrin- um. Ádeilugreinar hans voru oft hvassorðar og hann óhlífinn í garð mótstöðumanna sinna, enda var oft óvægilega að honum vegið. En aldrei bar hann til lengdar óvildarhug til þeirra manna, sem hann hafði átt í Reykjavík, 19. júlí 1916, Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bikauerslun SinlOsaf [ymunilssflnar. Lárus Fjeldsted, Y f irrjettarmálaf ærslumaCui;. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. deilum við, en var jafnan fús til að sættast við þá og láta alt vera gleymt, sem milli hafði farið meðan á deil- unum stóð. Um þingmensku Jóns Ólafss. má ýmislegt hið sama segja og um blaða- mensku hans. Hann hafði ágæta þing- menskuhæfileika, fjölbreytta þekk- ingu, víðsýni og skarpleik samfara mælsku og rökfimi, svo að hann var jafnan einna áheyrilegastur ræðumað- ur á alþingi. Og rjett er það, sem tekið hefur verið nýlega fram um hann af öðrum, að hann gætti jafnan betur hófs í ræðu en í riti, og að hvergi naut hann sín betur en í þing- salnum. „Hann hafði alveg sjerstakt lag á, að láta alt það sýnast rjett, er hann hjelt fram, en hitt öfgar eða fjarstæðu, er hann mælti á móti,“ seg- ir Jón dócent Jónsson í „Morgunbl." 16. þ. m. „Alt það, sem hann vissi, hafði lesið eða heyrt, var honum handbært og tiltækilegt, hvenær sem á þurfti að halda. Það var því eigi heiglum hent að eiga i orðaskaki eða kappræðum við hann á þingum og mannfundum, enda var hann glöggur á veilur og bláþræði í röksemda- leiðslu mótstöðumannanna, fljótur að leita höggstaðar á þeim og hnittinn í tilsvörum." — Jón var kosinn á þing af Sunnmýlingum 1880, rjett þrítugur að aldri, og sat á þingi sem fulltrúi þeirra til 1890, er hann fór til Ameríku í síðara skiftið. 1905 var hann konungkjörinn þingmaður, en sagði því umboði af sjer þá í þing- lokin. 1908—13 var hann aftur þing- maður Sunnmýlinga, en bauð sig ekki fram eftir það. Fyrst fylgdi hann á þingi Benedikt Sveinssyni sýslumanni i endurskoðunarbaráttunni, en varð 1889 einn af forkólfum miðlunarinn- ar, en þeir vildu sníða samband ís- lands við Danmörku eftir sambandi Kanada við England. Á síðari þing- setutíma sínum var hann í flokki Heimastjórnarmanna, og barðist jafnt fyrir málstað flokksins á alþingi og í blaði sínu. Bókmentastarfsemi J. Ól. hnígur á yngri árum hans, fyrir utan blaða- menskuna, mest að ljóðagerð, og hafa kvæði hans mörg náð miklum vin- sældum. Safn af þeim kom fyrst út meðan hann var á Eskifirði, en síðan hafa komið út af þeim tvær útgáfur auknar, önnur vestan hafs, en hin hjer. Fyrir utan þetta er töluvert af kvæðum eftir hann til og frá í blöð- um, og hafði hann stundum orð á því nú á siðustu árum, að fara að safna því saman og gefa ljóðmæli sín út að nýju, enda munu eldri útgáf- urnar fyrir löngu upp seldar. Á síðustu árum var hann, eins og kunnugt er, að safna til íslenskrar orðabókar, og gekk öll vinna hans i það verk. Af þvi eru komin út að eins tvö hefti, en mikið mun vera til í handriti af framhaldinu, meira og minna fullgerðu til prentunar. Hafði Jón mikinn áhuga á þessu verki, og fann mjög til þess, að sjer gæti ekki enst aldur til að fullgera það. Lengi vann Jón að skrásetningar- XI. árg. Tilkyuningf Nýjar vörubirgðir er nú komar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum — Vefnadarvörum —- í fjölbreyttu úrvali. Vegna tímanlegra innkaupa getur verslunin boðið viðskifta- mönnum sínum þau bestu kaup, sem völ verður á í ár. Ennfremur hefur verslunin: Pappír cg ritföng, Sólaleður og skósmíðavörur. Vandaðar vörur. Odvrar vörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavik. starfi við Landsbókasafnið, og ýms- um opinberum störfum gegndi hann öðru hvoru, tíma og tíma í senn, svo sem endurskoðun landsreikninga, gæslustjórastarfi við Landsbankann o fl. Um eitt skeið fjekst hann við bókaútgáfu og bóksölu, og gaf út meðal annars ljóðmæli Páls Ólafsson- ar, bróður síns. Jón kvæntist meðan hann var á Eskifirði, 20. ágúst 1878, Helgu Ei- ríksdóttur Björnssonar, þá bónda á Karlsskála í Reyðarfirði, ágætri konu, sem verið hefur manni sínum tryggur förunautur á lífsleiðinni, stundum i erfiðum kringumstæðum. Þau eiga fjögur börn á lífi: Ólaf tannlækni í Chicagó, sem kvæntur er enskri konu; frú Sigríði, konu Á- gústs Bjarnasonar prófessors; Gísla, símastjóra hjer í bænum, og Pál, sem er stúdent frá Mentaskólanum hjer, en nú við tannlækninganám í Chi- cagó. Jón Ólafsson hefur hlotið um æf- ina bæði lof og last. En það eru ekki ætíð bestu mennirnir, sem allir lofa. Þvert á móti. Lastið er ekki að eins óhjákvæmileg fylgja manngildisins, heldur jafnvel mannkostanna líka. Og margir af þeim, sem nánust kynni höfðu af Jóni Ólafssyni, munu minn- ast hans meðal þeirra manna, sem þeir hafa haft mestar mætur á. Hann átti mikið af drenglyndi og þeim mannkostum fleirum, sem bestir eru. J. Ól. var mikill maður á velli og fríður sýnum, feitlaginn mjög á efri árum. Hann var glaðlyndur maður og jafnlyndur, skemtinn í viðræðum, dagfarsgóður og prúðmenni mesta í allri framgöngu. Lengstum æfinnar var hann hraustur og heilsugóður, en síðustu árin varð hann hvað eftir annað sjúkur af nýrnaveiki, og í vet- ur, sem leið, fjekk hann aðkenningu af slagi, en var að ná sjer aftur eftir það. Framan af deginum 11. þ. m. var hann hress og kátur, en fjekk slagið, sem leiddi hann til bana, nál. kl. 5, og andaðist kl. 11 um kvöldið. Landsspítalinn. Það blandast víst engum hugur um það, hvaða þjóðarminkun það er að enginn landsspítali skuli vera til, svo að allir okkar ágætislæknar, sem í Reykjavík sitja, verða að knýja á náðardyr erlendra stofnana með sjúk- linga sína og vera háðir dutlungum þeirra, sem þar ráða matvælum. Það var því þarft verk þegar nokkrar konur Reykjavíkurbæjar hófu máls á því að koma upp landsspítala. Jeg verð samt í hreinskilni að segja það, að mjer geðjaðist ekki að ávarpinu, sem þær sendu út um landið. Ekkert málefni var betur til þess fallið fyrir okkur að byrja samvinnu við karlmenn í landsmálum en spítala- byggingin. Því var ekki sú leið farin ? Spítalabyggingin er mál, sem alla varðar jafnt og engin meiningamunur getur verið um. KÆRAR KVEÐJUR og innilegar þakkir sendi jeg öllum þeim, er sýndu mjer hluttekning og vinsemd við frá- fall mannsins míns, Árna prófasts Jónssonar frá Hólmum, og á ýmsan hátt gerðu mjer greiða. Sjerstaklega beini jeg þökkum mínum til Hólma- safnaðar fyrir veitta aðstoð og mjög fagra minningargjöf. Reykjavík, 17. júlí 1916. Auður Gísladóttir frá Hólmmn. Þvi eigum við að minnast stjórn- málarjettinda okkar á^þann hátt, að pokast út af fyrir okkur ? Það er und- arlegt, hvað þessar háttvirtu konur virðast misskilja afstöðu okkar gagn- vart karlmönnum. Það liggur við að lesa megi út úr ávarpinu frá þeim, að þær ætli beint að segja karlmönn- unum stríð á hendur, svo er mikill vígamóðurinn yfir þvi, hvað við sje- um „öflugar"—„ef vjer annars tökum allar höndum saman". Þetta verður ekki skilið öðruvísi en að þær ætlist til að við vinnum út af fyrir okkur, líklega þangað til sá alvaldi breytti okkur í einn voldugan „saltstólpa". Þetta vakti upp í huga mínum eitt fundahald í „Kvenrjettindafjelaginu", þegar jeg var meðlimur þess. Frú Guðrún Pjetursdóttir frá Engey vakti máls á því, að fjelagið fengi einhvern hæfan mann til þess að halda fyrir- lestur innan fjelagsins um landsmál, til að auka þekkingu okkar á þeim, en það fanst formanni fjelagsins hin mesta fásinna, þar eð „þau væri alt önnur mál en okkar". Mjer hefur nýlega borist „Lögr.“ með 1. skilagrein fyrir samskotum til spítalasjóðsins, og verð jeg að segja, að þegar frá dregst' höfðinglegt til- lag frá Thorvaldsensfjelaginu, hinu ísl. kvenfjelagi og kvenfjelagi Frí- kirkjusafnaðarins, þá hefur sorglega lítið safnast. Jeg las skilagreinina þrisvar, því jeg gat ekki trúað því, að hvergi sæ- ist nafn neinnar konunnar, sem undir „ávarpið" hafa ritað, hvorki með til- lag frá sjer „eftir efnum og ástæð- um“, nje heldur sem safnendum í bænum. Það hefði verið styrkur fyr- ir þetta mál, ef þær hefðu ekki látið lenda við skrifin tóm, heldur að þær hefðu sýnt það í verki, að þeim væri þetta áhugamál. Það er fyrirsjáanlegt, að alt of löng bið yrði það, ef landspítalabygging- in ætti að dragast þangað til kven- fólkið hefði safnað nægilegu fje til hennar. Það verður því að leita ann- ara ráða. Jeg get ekki sjeð að nokk- uð sje eðlilegra en að landsjóður leggi fram fje til spítalabyggingarinnar. Það er þjóðarnauðsyn að hann verði bygður hið allra fyrsta. Þær konur, sem nú hafa kosningarrjett til alþing- is, ættu að setja það mál á oddinn við þingmannavalið, sem nú fer í hönd, og auk þess beita áhrifum sín-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.