Lögrétta - 19.07.1916, Blaðsíða 2
124
LÖGRJETTA
Matth. Jochumsson:
j o ð m æ 1 i.
Úrval.
Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil.
Stór bók og eiguleg.
Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Criillsmidix1.
Góðir og reglusamir gullsmiðir geta fengið atvinnu við gullsmíði um
lengri tíma, ef um semur, nú strax, eða frá i. október.
Semjið sem fyrst við
Jón Sigmimdsson guiismið
Laugavegi 8, Reykjavík.
Sími: 383.
Kennarastarfi laus
viS barnaskólann í Mjóafirði eystra. Kenslutími 4—5 mánuðir. Dagleg
kensla 5 tímar. Kaup 15 kr. á viku. Annan kennara vantar 9—12 vikur;
launakjör sömu. „ ^ ,
Fræðslunefndm.
LÖGRJRTTA ktmur úI í hvtrjum mit-
vikuitgi og auk þtss aukablöt vif og vit,
miust 60 blöt alls á iri. Vtrí 5 kr. árg. i
lslandi, trltndis kr. 7.50. Gjalddagi l. júli,
um alstaðar sem þær geta komiS því
viS landsspítalanum til stuðnings.
Það er rjettilega tekið fram í á-
varpinu, að starfsvið kvenna hefur
sjerstaklega verið bundið við mann-
kærleiksstörfin. Því hefði mjer þótt
vel til fallið að þessum spítalasjóði
yrði breytt í líknarsjóð handa fátæk-
um sjúklingum spítalans á sínum
tíma. Þá væri vel minst stjórnmála-
rjettinda okkar, ef við gætum unnið
að fljótri framkvæmd spítalabygging-
arinnar og þar að auki stofnað álit-
legan sjóð handa fátækum sjúkling-
um spítalans.*
Guðrún Björnsdóttir.
Þversummenn
á biðilsbuxum.
Eftir því sem nær dregur kosn-
ingunum 5. ágúst, fara blöðin að
verða ákafari í því að hæla listum
skjólstæðinga sinna og kasta hnút-
um að hinum blöðunum og þeirra
mönniun. Þetta er nú venjulegt og
ekkert um það að tala. En það sem
nú er nýtt í aðferðinni er smjaðrið
og fagurgalinn fyrir einum sjerstök-
um hluta kjósendanna, sem „Landið“
setur upp núna í 30. tbl. Þar koma
þversum-höfðingjarnir albrynjaðir
fram á vigvöllinn. En búningurinn er
mýkri viðkomu en venjulegt er. Þeir
eru allir komnir í sínar fínustu póli-
tisku biðilsbuxur. Og það er svo sem
ekki skömm að þeim, enda eru þær
líka ætlaðar konunum til augnayndis.
Þeir fara heldur ekki fruntalega að
þessum nýju kjósendum. Þeim er svo
sem kunnugt, að „bestu“ konurnar
hafi alt af hallast að þeim. Þeir eru
engir viðvaningar, karlarnir, hafa
lengi skotrað til þeirra hýrum aug-
um, til þess að eiga víst liðsinnið á
sínum pólitisku örlagastundum, og
þykjast hafa orðið þess vísir, að þess-
um „bestu" lítist bærilega á sig. Því
verða þær nú þeirra Þorgerður
Hölgabrúðir, sem þeir knjekrjúpa og
fórna öllum sínum heitustu bænum.
Þeim finst undarlegt, ef þær kæmu
ekki hlaupandi til að þakka þeim
núna fyrir liðveisluna frá upphafi, t.
d. 1911, þegar allir þeir, sem greiddu
atkvæði móti stjórnarskránni og
frumvarpinu um jafnrjetti íslenskra
kvenna til æðri mentastofnana, náms-
styrks og embætta, voru úr Sjálfstæð-
isflokkinum, sem nú kallar sig No. 1
með því nafni, en aðrir kalla þvers-
ummenn. Eða 1914, þegar þeir gerðu
sitt ítrasta til að koma í veg fyrir að
við fengjum nokkra stjórnarskrár-
breytingu, eða fána, með því að setja
sig þversum fyrir allar þær leiðir,
sem þar að lágu. Ekki er furða, þótt
þeim þyki undarlega við bregða, ef
konurnar halda ekki dauðahaldi í þá
og láta þá „njóta þess nú“.
En það eru ekki einungis þvers-
um-höfðingjarnir á fyrstu síðu íLand-
inu, sem knjefalla konunum og full-
vissa þær um fyrverandi ástir sínar.
Óbreyttu liðsmennirnir koma líka
fram, og þeir eru enn þá tungumýkri:
„Elskurnar mínar góðu, hjálpið þið
B-listanum okkar,“ segja þeir. „í öll-
um bænum farið þið ekki að eins og
hún frú Bríeh sem fór að fylgja
Heimastjórnarmönnum þegar þeir
tóku ráðin af okkur og komu stjórn-
arskránni og fánamálinu fram. Við
eigum, sem betur fer, margar víð-
sýnni konur en hana, sem setja sig
þversum fyrir allar framfarir með
okkur. Munið það, að ef þið gerið
það allar, þá getur ekkert vald komið
nokkru framfaramáli áfram. Við höf-
um svo sem alt af v i 1 j a ð hafa ykk-
ur með okkur, þótt við höfum auð-
vitað álitið, að við værum enn þá bet-
ur fallnir til þversum-forustunnar, af
því við erum enn þá þyngri á met-
um en þið.“------
Og giftu bændakonurnar fara ekki
varhluta heldur af tilbeiðslunni:
* Grein þessi barst Lögr. snemma
í maí í vor, en birtingin hefur af
vangá dregist, svo að sumt í grein-
inni er orðið á eftir tímanum, eins og
sjá má á síðustu skilagrein samskota-
nefndar spítalasjóðsins. En aðalefni
greinarinnar er það ekki. — Ritstj.
„Blessaðar, fylgið þið mönnunum
ykkar. Munið að maðurinn er konunn-
ar höfuð, eins og við erum höfuð
mannanna ykkar. Nei, varist að skapa
ykkur sjálfstæða skoðun. Mennirnir
ykkar geta hugsað fyrir ykkur og
Landið okkar getur sagt þeim hvað
þeir eigi að hugsa. Þá er velferð
okkar allra borgið.“ —
Nei, ekki er óliklegt, að konum
gangist hugur við slíkum blíðmælum.
K o n a.
„Flóra“ hertekin.
Laugardagskvöldið 7. þ. m. fór
„Flóra“ hjeðan áleiðis til Siglufjarð-
ar, sunnan um land, kom við i Vest-
mannaeyjum og fór þaðan sunnu-
dagskvöldið 8. þ. m. Með henni var
eitthvað nálægt 300 manns, flest
verkafólk til Siglufjarðar og margt
af því kvenfólk, Frjettist svo ekki til
ferða hennar fyr en 14. þ. m. Þá kem-
ur fregn um, að enskt herskip hafi
tekið hana x hafi og flutt til Lerwick.
Var hún komin þangað 13. þ. m.
Meðal farþega var Guðm. Björnson
landlæknir og ætlaði í eftirlitsferð til
Norðurlands og Austurlands. Kom
nú einnig skeyti frá honum til stjórn-
arráðsins um skiptökuna og kvaðst
hann reyna að fá skipið til að flytja
farþegana til landsins aftur. En síðan
hafa komið fregnir um, að þetta er
ófáanlegt, og fer „Flora“ frá Ler-
wick til Noregs, þegar hún losnar,
og hefur komið hingað skeyti til af-
greiðslumanns hennar um, að hún
leggi á stað frá Bergen í næstu ferð
hingað 24. þ. m. í gærkvöld var hún
þó, að sögn, ófarin frá Lerwick.
Hvort farþegahópurinn fer með henni
til Noregs, er ófrjett, eða hvað um
hann verður. Stjórnarráðið hefur
skýrt utanríkisstjórninni dönsku frá
málavöxtum í því skyni að krafist
verði skaðabóta af ensku stjórninni,
og einnig hefur hún falið fulltrúa
sínum í Englandi, Birni Sigurðssyni,
sömu málaleitanir. En um árangur af
því er ófrjett enn.
Hjer standa menn undrandi yfir
öðru eins ofbeldistiltæki og þessu, að
taka skip í strandferð hjer við land,
með fjölda fólks, sem er á leið milli
hafna innanlands, og flytja það til
Englands. Og þetta er gert rjett eftir,
að stjórnin hjer hefur opinberlega til-
kynt, að samkomulag væri komið á
milli íslands og Bretlands til þess að
gera samgöngur og viðskifti trygg-
ari en áður. Ekki bætir þetta álit
manna á því samkomulagi. Annars
er á öðrum stað hjer í blaðinu grein
um málið eftir Lárus Fjeldsted lög-
fræðing, og sýnir, hve mjög mönnum
gremst hjer þetta tiltæki. Virðist svo
sem enska herskipið hefði vel mátt
fyl&)a „Flóru“ til hafnar og láta hana
skila af sjer farþegunum, en taka
hana síðan, ef þess þótti þörf, þar
sem hún var, að háum sektum við
lögðum, skyld til að koma við í enskri
höfn á útleið.
Hrakningur fólksins er illur og at-
vinnutap þess mikið. Flest af þvi var
á 3. farrými og að eins útbúið með
nesti á leiðinni til Siglufjarðar. Fylli-
lega rjettmæt virðist tillaga, sem fram
hefur komið frá greinarhöfundi í
„Vísi“, að landstjórnin bæti fólkinu
tjón það, sem það hefur orðið fyrir,
en krefjist svo bóta af ensku stjórn-
inni, og fáist þær ekki, sem ólíklegt
er að fyrir geti komið, þá beri land-
sjóður tjónið.
Ekki hefur heyrst, hvort vörur hafi
verið teknar úr skipinu í Lerwick, en
í því hafði verið bæði lýsi og saltfisk-
ur, sem ætla má, að tekið hafi verið.
En hvað á að gera?
Valtýr Stefánsson spyr svo í rit-
dómi í Eimreiðinni um grein mína
„Nautgriparækt", er birtist í Búnað-
arritinu, 28. árgangi, og hann bætir
svo við: „Það virðist svo, sem höf-
undi (þ. e. mjer) sje það eigi fylli-
lega ljóst.“ Við þessu vil jeg segja
höfundi og öðrum þetta: Þegar jeg
afhenti forseta Búnaðarfjelagsins
skýrslur Nautgriparæktarfjelaganna,
bauðst jeg til að tína úr þeim
þær kúaættir, er bestar væru, og gera
þetta fyrir ekkert, ef jeg að eins fengi
heimild til að krefja formann og eft-
irlitsmenn fjelaganna um þær upplýs-
ingar, er jeg þyrfti til viðbótar við
það, er í skýrslunum væri. Þessu svar-
áði forseti svo, og mun jeg ekki verða
svo gamall að jeg muni það ekki:
„Mun sjá nú, í hvaða fjelagi er best
meðalkýr, og það víst nóg í þetta
skifti.“ Þar með var það mál þá út-
rætt.
Um veturinn snemma ritaði jeg svo
forseta og sýndi fram á a ð nauðsyn-
legt væri að tína úr bestu ættirnar og
koma á samkepni milli kúabúa.
Bauðst jeg til að rökræða þetta í
brjefi síðar og óskaði eftir að það
yrði rætt á búnaðarþingi 1915. Þessu
brjefi mínu svarar forseti ekki fyr en
löngu síðar, og þá með því að senda
mjer sjerprentun úr grein Sig. Sig-
urðssonar, sem þá var verið að
prenta I Búnaðarritinu, segja mjer, að
hann hafi nú tekið þetta upp í grein
sína, úr minni, og spyrja mig, hvort
jeg sje ekki ánægður með það. Því
svaraði jeg ekki og fanst það ekki
svara vert.
En nú er þó búið að fela mjer að
rekja ættir bestu kúnna, og er jeg nú
að því i frítímum mínum, og vona
að það geti birtst einhvern tíma að
vetri.
Af þessu vona jeg að höfundur
tjeðs ritdóms og aðrir sjái hvað mjer
var ljóst í þessu efni og hvaðan nýj-
ungarnar í grein S. S. eru komnar
Klett 12. júlí 1916.
PállZóphóníasson.
Trygð viðskifti?
Mjer þótti mjög vænt um þegar
jeg í vor fjekk að vita að landstjórn-
in væri að semja um tryggari fram-
t'ðarviðskifti við Breta.
Það var þá sem sje fyrir löngu orð-
ið fyrirsjáanlegt, að Bretar mundu
leggja mikil höft á alla verslun vora
og samgöngur út á við, sem lama
hlytu viðskiftalíf vort og gera oss
stórtjón, ef ekki væri að gert í tíma.
Jeg hef ávalt litið svo á, að eðli-
legt væri að bandaþjóðirnar gerðu
öflugar ráðstafanir til þess að koma
i veg fyrir að afurðir vorar kæmust
á markað miðveldanna, hvort heldur
beina leið eða gegnum milliliði, því
eins og nú stendur á, verður ekki með
sanngirni ætlast til að nokkur hern-
aðarþjóð horfi aðgerðalaus á að af-
urðir, er að gagni mega koma í ófriðn-
um, komist í hendur mótherjanna.
Slíkar ráðastafanir eru að vísu
skerðing á frjálsri verslun hlutlausra
þjóða (þar sem ekki er um „kontra-
bande“ að ræða), en þær afsakast af
nauðsyn hernaðarþjóðanna, sem nú
berjst fyrir tilveru sinni. Þó er þetta
því að eins afsakanlegt, að ekki sje
beitt ástæðulausu ofbeldi við hinar
hlutlausu þjóðir.
Eftir að málaleitanir stjórnarinnar
höfðu haft þann árangur, að við-
skiftasamningur var á kominn milli
Breta og vor, taldi jeg málinu að því
leyti borgið, að vjer mundum ekki að
ástæðulausu verða beittir ofbeldi af
Breta hálfu, sjerstaklega þar sem
samningurinn mun bera það ótvírætt
með sjer, að stjórn vor hefur gengið
mjög Iangt til þess að þóknast Bret-
um> °§f jafnvel selt þeim sjálfdæmi
að sumra áliti. Stjórn vor hefur og
þrásinnis látið það í ljós, að úr þessu
væru viðskifti vor sæmilega trygð.
Það kom mjer því úr hörðustu átt,
þegar sú fregn barst hingað að
„Flora“ væri hertekin hjer uppi í
lsndsteinum, á siglingu milli hafna
innanlands og með fleiri hundruð ís-
lenskra farþega, og að þeir með her-
valdi hefðu verið færðir til Lerwick.
Þótt svo kunni að hafa verið, að
„Flora“ hafi haft meðferðis eitthvað
af vörum, sem Bretar vildu athuga,
þá afsakar það ekki þetta tiltæki; það
var hægurinn á að taka skipið síðar,
er það fór frá landinu, eftir að far-
þegarnir höfðu yfirgefið skipið.
Jeg get ekki skilið þetta atferli. Jeg
get ekki skilið að bretska stjórnin hafi
lagt það fyrir varðskip sín hjer við
land, að þau skyldu beita slíku of-
beldi að ástæðulausu. Jeg get ekki
skilið að umboðsmaður Breta hjer____
sem þekti málavöxtu — eigi nokkurn
þátt í þessari svívirðingu, enda hef
jeg heyrt, að hann hafi þegar látið
gremju sína í ljósi yfir þessu tiltæki.
Hin eina hugsanlega skýring á
málinu er sú, að skipstjórnarmaður
sá, er tók „Flóru“, hafi ekki verið
starfi sínu vaxinn, hafi að ósekju og
af ásettu ráði móðgað oss og um leið
kastað skugga á álit sinnar eigin þjóð-
ar. Gagnvart oss hefur hann sýnt fyr-
irlitningu og ómannúð, þar sem hann
hefur fótumtroðið þjóðsæmd vora
með því að hrekja mörg hundruö ís-
lenska borgara — á ferð milli hafna
innanlands — til útlendrar hafnar, alt
að nauðsynjalausu og ósekju, og auk
þess beinlínis stofnað lífi þeirra í
hættu með þessu athæfi, 0g Breta hef-
ur hann gert hlægilega gagnvart öðr-
um þjóðum með þessari „hernaðar-
ráðstöfun“.
Þetta má ekki þolast; stjórn vor
verður að mótmæla slíku framferði
og krefjast afsökunar á því (og
skaðabóta); en ekki nóg með það,
vjer verðum að krefjast þess að Bret-
ar rannsaki málið fyrir herrjetti og
refsi þeim manni eða mönnum, sem
hjer eiga sök á, til þess að sýna í
verki vanþóknun sína á þessu tiltæki.
Jeg hef aldrei dregið dul á að mjer
er hlýtt til Breta, en einmitt þess
vegna er mjer þetta mál sjerstaklega
viðkvæmt, þar sem jeg ávalt hef ætl-
að þeim hið besta í vorn garð, en jeg
get ekki samrýmt þetta álit mitt við
það, sem hjer hefur fram komið, ef
við svo búið á að standa. Jeg hlýt
þvi að ganga út frá að Bretum sje
ljúft að fullnægja kröfum vorum í
þessu máli.
Því að eins geta þeir átt von á aö
halda samúð vorri, að þeir láti ekki
sæmd vora liggja óbætta hjá garði.
Reykjavik, 15. júli 1916.
Lárus Fjeldsted.
Frjettir.
Frjettapistill úr Skagafirði. Eins og
kunnugt er, var siðastliðið sumar
með meiri grasleysissumrum, sem
hjer koma, og heyfengur því alment
með mikið minna móti, þrátt fyrir
það, þó nýtingin væri góð. En svo var
veturinn góður, alt til miðsvetrar.
Eigi að síður var búið að gefa sauð-
fjenaði mikið hey á þeim tíma í flest-
um plássum hjer. En hross voru ljett
á fóðrum til janúarloka. En þá byrj-
uðu líka, að kalla mátti, harðindi, sem
hjeldust að miklu leyti þangað til
seint i mai, þó allra verst væru þau
yfir marz og apríl. Eldri menn hjer
segjast varla muna jafnstöðugar stór-
hríðar og snjókomur. Svo það er ekki
furðanlegt neitt við það, þó hey væru
orðin litil hjá almenningi, þegar loks-
ins að batinn kom. Það væri mikið
meiri ástæða til að furða sig á þvi,
hvað menn entu heyin lengi. Þvi um
miðjan jxennan mánuð (júní) var ám
gefin hálf gjöf í Stíflu, sem liggur
fram af Fljótum í Skagafjarðarsýslu,
og ekki allfáir menn, bæði í Skaga-
firði og Húnavatnssýslu, sem fyrna
hey, enda þó að það sje með minsta
móti, sem ekki er óeðlilegt, jxvi jxeir,
sem betur máttu, hjálpuðu hinum.
Með kornmatargjöf, sem víða varð
mikil, komust skepnur svo vel af, að
víða hafa skepnuhöld sjaldan verið
betri en nú. Sem vænta má, er það þó
ekki alstaðar svo, því fyr er nú gott
en ágætt, t. d. lambadauði sumstaðar
nokkur, sem mest hefur þó stafað frá
hættum, þar sem svo seint leysti
snjóa. Jeg hef nokkuð kynt mjer
skepnuhöld, bæði um Skagafjörð og
Húnavatnssýslu, og hvergi heyrt get-
ið um annað en fremur góða afkomu,
og mikið betri eftir Jafnlangsöm
harðindi en hægt var að búast við,
enda tíðin verið mjög mild og hag-
stæð síðan um hana skifti. Jeg var á
Suðurlandi frá því um miðjan mars
og fram til mailoka, og heyrði þang-
að margar tröllasöguna sagða um
harðindin á Norðurlandi, horfelli og
niðurskurð o. s. frv. Það yrði of langt
mál hjer, að skrifa þær allar, enda
óþarft, þar sem flest annað var ósatt
en jxað, að hörð væri tíð þar nyrðra.
En til sönnunar því, hvað lýgin á
hægt með að ferðast, ekki síður þó
illa viðri, þá ætla jeg að setja hjer
eina söguna, sem suður kom um
hrakfarirnar á Norðurlandi. Hún var
einhver sú veigamesta, og töluvert
margþætt. Magnús bóndi á Frosta-
stöðum átti að hafa látið skjóta 40
hross á sumardaginn fyrsta, 0g bóndi
i nágrenni við MagnÚS, ekki nafn-
greindur, átti að hafa skorið 80 ær
sama dag. Þegar svo að Skagfirðing-
ar heyrðu þetta, að fjárflesti bóndi
sýslunnar væri farinn að slátra svona
greinilega, fóru hver um annan að
fága upp byssur og brýna hnífa, og
bjuggust við að þurfa á því að halda
næstu daga. Samtimis kom fregn úr
Húnavatnssýslu uin það, að einn
bóndi á Ásum, Eysteinn í Meðal-
heimi, hefði skorið alt sitt fje, 150
talsins, og að faðir hans, Björn frá
Ánastööum, hefði skotið 7 hross; það
var nú svo sem ekki talið mikið hjá
honum, varla nema til að reyna byss-
una; þau fengju fljótlega að hátta
fleiri hjá þeim karli. Hreppstjórinn
í Vindhælishreppi átti að hafa sagt,
að 2 hestar af heyi væru til á páskum
í öllum þeim hreppi. Og það gilti
alveg sama hvort þeir, sem fræddu
hver annan um þetta, vissu, að Vind-
hælishreppur er alt að 2 dagleiðum
yfirferðar, eða þeir hjeldu hann fárra
tima ferð. Mjög rnargar sagnir í þessa
átt heyrði jeg daglega. En þetta tel
jeg samt þær helstu. Það fór líkt fyr-
i? mjer og þeim, sem ekki trúa hverju
orði í ritningunni. Jeg vildi fara að
vinsa eitthvað úr öllu þessu. En það
komst jeg ekki upp með. Jeg fór eitt-
hvað að spyrjast fyrir um, hvaðan
þessar fellisögur væru upp runnar.
Það gat jeg aldrei komist fyrir. Einn
frjetti það hjá þessum, annar hjá hin-
um, og þriðji hjelt að þær hefðu
ílutst með símanum. En hvernig svo
sem það væri, þá hlyti alt þetta að
vera satt, og mikið meira. Svo veikti
það ekki gildi þessara sagna, þegar
suður kom, fregnin um það, að nú
gæti pósturinn ekki ferðast lengur,
meðan svona stæði. Hann fengi
hvergi hey, að minsta kosti yfir