Lögrétta - 09.08.1916, Blaðsíða 4
138
LÖGRJETTA
að til standi, að smásögur eftir hann
komi út í danskri þýöingu í haust.
Greininni fylgir þýSing á dönsku á
innganginum aö ,,Heiöarbýlinu“, eftir
frú Margrethe Löbner Jörgensen í
Askov, sem áöur hefur þýtt „Borgir“
á dönsku.
Póstbílarnir, sem verið hafa í ferö-
um hjeðan frá því í vor austur um
sveitir og þóttu í fyrstu gáð sam-
göngubót, eru nú hættir ferðum, en
í þeirra stað komnir aftur hestavagn-
ar, eins og áður. Bílarnir voru altaf
að bila, svo að ólag komst á ferðirn-
ar og óánægja reis upp út af þvi.
Yfirrjettardómur var kveðinn upp
í fyrradag í máli Ben. S. Þórarins-
sonar kaupmanns gegn landstjórninni,
er krafðist skaðabóta fyrir svifting
vínsöluleyfis, er bannlögin gengu í
gildi.Var landstjórnin sýknuð í undir-
rjetti og sá dómur staðfestur, en
málskostnaður fellur niður.
„Flóru“-farþegarnir komu til Akur-
eyrar með Goðafossi 4. þ. m.
Tíðin. Stöðugir óþurkar um Suður-
land og Vesturland, svo að töður
liggja enn meira og minna óhirtar og
meira og minna skemdar, og úthey
eins. í Húnavatnssýslu og Skagafirði
hefur gengið nokkuð betur með hey-
þurkinn, og þó ekki vel. En í Eyja-
firði, Þingeyjarsýslu og á Austurlandi
hefur verið mjög hagstæð tíð. Gras-
vöxtur er yfirleitt góður, betri þó
norðanlands en sunnanlands. En gras-
maðkur hefur gert mikið tjón í
Skaftafellssýslu.
Hagfræðispróf, fyrri hluta, hefur
tekið við háskólann í Khöfn Jón Dúa-
son með hárri I. eink., 52 stig.
Myndarleg gjöf. Framfarafjelag
Reykjavíkur gaf nýlega ekknasjóði
Reykjavíkur 500 kr. bankavaxtabrjef.
Húsbruni á Akureyri. Aðfaranótt
4. þ. m. brann þar húsið 68 við Hafn-
arstræti, eign Sigurðar Þórðarsonar
veitingamanns; hafði eldur komið
upp i kjallara hússins. Næst hús er
pósthúsið og eldur komst í það, en
var slöktur áður en hann gerði þar
verulegt tjón. En hitt húsið brann að
grunni.
Druknun. Nýlega druknaði af
ensku skipi Ólafur Ólafsson sjómað-
ur hjeðan úr bænum, liðlega þrítug-
ur að aldri.
Einar H. Kvaran rithöfundur hefur
dvalið á Blönduósi nú um hríð að und-
anförnu, en er nýfarinn þaðan i ferð
um Norðurland, ætlar, eftir beiðni,
að halda fyrirlestra á Sauðárkróki,
Akureyri, Húsavík og við Mývatn,
en verður kominn aftur að Blönduósi
i lok þessa mánaðar.
Aflabrögð. Síld hefur verið mikil
að undanförnu bæði við Vesturland
og Norðurland, en tunnuleysi hefur nú
að síðustu hamlað því, að þetta kæmi
að fullum notum, einkum á Eyjafirði
og Siglufirði. Þó er nú að rætast úr
þessu.
Tímabreytingin. Konungur hefur
4. þ. m. staðfest svohlj. bráðabirgða-
lög:
„x. gr. Ráðherra íslands heimilast
að ákveða með reglugerð breytingu
á tímareikningi á íslandi, þannig að
klukkan verði færð fram um alt að
kl.st. frá svonefndum íslenskum
meðaltíma og verði þá 1 kl.st. og 58
mínútum á undan miðtíma Reykja-
víkur. —■ 2. gr. Lög þessi öðlast gildi
þegar í stað
Athugasemd.
Páll búfræðiskandídat Zóphónías-
son ritar smágrein í Lögrj. ig. f. m.
(34, tbl.), þar sem hann virðist vera
að rjettlæta sig í augum almennings
og ritsmíð sína, „Nautgriparæktin“, i
Búnaðarritinu (28. árg. 1914) út af
ummælum Valtýs búfræðiskandídats
Stefánssonar í ritdómi í Eimreiðinni
um nefnda grein.
Ekki skil jeg nú, satt að segja,
hvað rekið hefur Pál til þess að skrifa
grein þessa, því ekki voru ummæli
Valtýs hörð og því síður meiðandi.
Það hlýtur að vera einhver veikleiki
eða of mikil viðkvæmni, er því veldur.
En úr því að Páll á annað borð fer
á stað i þeim tilgangi að skýra málið,
og rjettlæta sjálfan sig, þá lá vitan-
lega beinast við fyrir hann að fara
rjett með það, er fór á milli hans og
Búnaðarfjelagsins í þessu efni. Hann
getur þess, að hann hafi boöið fjelag-
inu að rekja ættir bestu kúnna sam-
kvæmt skýrslum nautgripafjelaganna
o. s. frv., en að því boði hafi verið
hafnað. En þess lætur hann ógetið,
hver ástæðan hafi verið til þess, að
boð hans var ekki þegið þá þegar.
Páll gerði útdrátt úr skýrslum
nautgripafjelaganna fyrir árin 1906—
1910, og nokkru siðar bauðst hann
brjeflega til þess að vinna úr þessum
skýrslum ættir bestu kúnna. Þá er
forseti fjelagsins sagði mjer frá þessu,
svaraði jeg honum því, að þetta væri
sjálfsagt að gera seinna meir, þegar
skýrslur fjelaganna fyrir árin 1911—
1915 væru komnar, en fyr ekki. Taldi
jeg, a ð þá væri fenginn ábyggilegur
grundvöllur til þess að byggja á í
þessu efni, og a ð þá mundi síður
hætt við mistökum eða skökkum á-
lyktunum um einstakar kýr. Og þetta
sama sagði jeg svo Páli, mig minnir
bæði munnlega og brjeflega. Einnig
bjóst jeg við þá, að jeg mundi ef
til vill fá tíma til að vinna þetta verk.
Búnaðarfjelagið hefur aldrei ætlast
til að Páll gerði þetta eða annað fyrir
það án endurgjalds. Nú var Páli í
fyrra falið, eftir tilboði hans, að gera
útdrátt úr skýrslum nautgripafjelag-
anna fyrir árin 1911—1915, og að því
búnu að rekja ættir bestu kúnna, er
um getur í skýrslunum.
í niðurlagi nefndrar greinar í Lög-
rjettu, lætur Páll liggja orð að því,
að jeg hafi hnuplað frá honum nýj-
ungum, og birt þær í grein minni,
„Nautgriparæktin og nautgripaf jelög-
in“, sem prentuð er í Búnaðarritinu
(29. árg. 1915).
Satt er það, að jeg get um það í
þessari ritgerð með öðru fleiru,
er gera þurfi til umbóta nautgripa-
ræktinni hjer á landi, að safna beri
skýrslum „um bestu kúaheimilin" og
ættir kynbótaskepnanna, en hitt þori
jeg ekki að fullyrða, að þessi nýj-
u n g, ef nýjung skyldi kalla, eigi að
sjálfsögðu ætt sína að rekja til Páls
Zóphóníassonar. En það er nú eins
og vesalings Páll imyndi sjer, að eng-
um geti. dottið neitt n ý 11 i hug
nema honum sjálfum.
En það er nú um þessa „nýjung“
að segja, að hún er ekki að upphafi
getin í heila Páls, þótt frjór sje.
Þetta, eins og ýmislegt fleira, sem
við erum að brjóta upp á til umbóta
landbúnaðinum hjer, eru gamlir kunn-
ingjar frá nágrannalöndunum. Flest-
ar „nýjungarnar“ hjer eru gömul
reynsla annara manna og þjóða. Við
gerum að eins dálitlar breytingar á
þessum erlendu aðferðum eða nýjung-
um, til þess þær geti átt hjer við og
farið betur og orðið að gagni.
Það er alt og sumt.
En þetta skraf lætur nú býst jeg
við illa í eyrum þeirra, er fengið hafa
í vöggugjöf þá ímyndun eða trú, að
þeir sjeu fæddir „geni“.
Reykjavík, 1. ágúst 1916.
Sigurður Sigurðsson.
Áskorun.
Stjórn Bókmentafjelagsins hefur á-
kveðið að gefa út helstu rit Jónasar
skálds Hallgrímssonar í bundnu og
óbundnu máli og kosið til að sjá um
útgáfuna, í samráði við forseta fje-
lagsins, þá Helga Jónsson, dr. phil.
í Reykjavík, Matthías Þórðarson,
fornmenjavörð í Reykjavík og Jón
Sigurðsson í Kaldaðarnesi.
Til þess að rit þetta geti orðið sem
fullkomnast, eru það tilmæli útgáfu-
nefndarinnar til allra þeirra, er hafa í
höndum eða vita um handrit frá Jón-
asi Hallgrímssyni, kvæði, sendibrjef
eða annað, og sömuleiðis brjef til Jón-
asar, að ljá eða útvega nefndinni alt
slíkt til afnota, helst í frumriti, en ella
í stafrjettu eftirriti,og ennfremur önn-
ur gögn, er lúta að æfi Jónasar, svo
sem frásagnir eða ummæli, er menn
kynnu að hafa heyrt um Jónas, t. d.
um tildrög sumra kvæða hans o. fl.,
alt að tilgreindum heimildum.
Allir þeir, sem kynnu að geta rjett
nefndinni hjálparhönd i þessu efni,
eru beðnir að senda gögn sín einhverj-
um nefndarmanna sem allra fyrst.
Reykjavík, 13. júlí 1916.
Helgi Jónsson. Matthías Þórðarson.
Jón Sigurðsson.
Pjórmenninoamerkið.
Leynilögreglusaga
eftir
A. CONAN DOYLE.
XII. KAPITULI.
Jonathan Small segir einkennilega
sögu.
Frh.
„Jeg er frá Worcestershire, fæddur
í nánd við Pershore. Jeg er nærri því
vuss um, að ef þjer færuð að grensl-
ast eftir því, þá munduð þjer finna
Small-nafnið þar ekki svo óvíða. Jeg
hef oft verið að hugsa um að bregða
mjer þangað, en sannleikurinn er sá,
að fólkið mitt kærði sig aldrei sjer-
lega mikið um mig og jeg er alveg
óviss um að það yrði nokkuð fegið, að
sjá mig. Það var alt silalegt, kirkju-
rækið fólk, smábændur, og fengu gott
orð í allri sveitinni.en jeg var snemma
nokkuð uppvöðslumikill. Að lokum,
jtg var þá átján ára, ljet jeg það alt
sigla sinn eigin sjó, því að jeg hafði
komist í klandur við stelpu, gekk í
herinn og fylgdist með þriðju deild,
sem þá var að leggja upp til Ind-
lands.
■
KBONE LAftEBÖL
er best.
„Það átti samt ekki fyrir mjer að
liggja að vera lengi hermaður. Það
var að eins að jeg var búinn að læra
göngulagið og var nýbyrjaður að fara
með byssu, þegar mjer varð sú skyssa
á. að synda í Gangesfljótinu. Til allr-
ar hamingju fyrir mig var undirfor-
inginn í minni deild, John Holder, að
synda á sama tíma, og hann var einn
með allra bestu sundmönnunum.
Krókódíll náði i mig þegar jeg var
kominn hálfa leið, og beit af mjer
hægri fótinn rjett fyrir ofan hnjeð,
svo laglega, að enginn læknir hefði
getað skorið hann beinna. Bæði af
geðshræringu og blóðmissi leið yfir
mig, og þar hefði jeg druknað, ef
John Holder hefði ekki náð í mig, og
draslað mjer upp að landinu. Jeg lá
í fimm mánuði á sjúkrahúsi, og þegar
jeg loksins fór að geta staulast áfram
með trjefæti, sá jeg að nú var búið
með herþjónustuna og flest störf yfir
leitt.
„Þið getið nærri, að ekki lá vel
á mjer, að vera orðinn hálf ósjálf-
bjarga aumingi og þó ekki tvítugur
að aldri. En þetta ólán mitt sýndist
samt ætla að snúast til láns. Maður
nokkur, Abel White að nafni, sem átti
indigó-akra, þurfti á manni að halda
til þess að gæta að verkamönnum
sínum. Svo vildi til að maður þessi
var skyldur óberstinum, en hann
hafði sýnt mjer mikli hluttekningu í
óláni mínu. í stuttu máli sagt, hann
mælti sterklega með mjer, og þar sem
mestmegnis var hægt að vera á hest-
baki við þetta verk, gerði fótmissir-
inn mjer lítið til, því að stúfurinn var
nógu langur til þess að halda mjer
föstum á hestbaki. Það, sem jeg átti
að gera, var að ríða um akrana, gefa
vinnumönnunum auga, og segja frá ef
einhverjir slæptust. Borgunin var
sanngjörn, bústað hafði jeg góðan, og
alt í alt var jeg mjög ánægður með
að eiga að vera þarna alla mína æfi.
Abel White var ágætismaður, og oft
kom hann inn í kofann minn og reykti
eina pípu hjá mjer, því að hvítum
mönnum finst þar miklu fremur eins
og þeir sjeu bræður, heldur en heima.
„Jæja. Jeg var aldrei lengi í sam-
fylgd með gæfunni. Alt í einu, án
nokkurs fyrirvara, gaus uppreistin
upp. Einn mánuðinn var Indland eins
rólegt að ytra útliti eins og Surrey eða
Kent. Næsta mánuð voru hins vegar
mörg hundruð þúsund svört óarga-
dýr æðandi um landið, og þar var
hreinasta Víti fyrir menn að vera. Þið
þekkið það auðvitað, herrar mínir, út
í æsar, og líklega mun betur en jeg,
því að lestur hefur aldrei verið mín
list. Jeg veit það eitt, sem jeg sá með
mínum eigin augum. Búgarðurinn
okkar var þar sem kallað var Muttra,
nærri landamærum Norðvestur-ný-
lendanna. Nótt eftir nótt var loftið
rautt af bálunum í bæjunum, og dag
eftir dag streymdi Evrópufólkið fram
hjá okkur, konur og börn, og alt á leið
til Agra, sem var næsti bær með setu-
lið. Abel White vildi ekki láta undan.
Hann hafði fengið það inn i höfuðið,
að fregnirnar væru ýktar og alt þetta
mundi kafna eins fljótt og það reis
upp. Þarna sat hann á svölunum ró-
legur, drakk te og reykti vindlinga,
þó að alt landið í kring stæði i báli.
Auðvitað vorum við kyrrir hjá hon-
um, jeg og Dawson, sem ásamt kon-
unni hans hafði bókfærsluna á hendi.
Svo einn góðan veðurdag trumbaði
alt. Jeg hafði verið að heiman og reið
í hægðum mínum heim um kvöldið.
Þá sje jeg nálægt veginum liggja ein-
hverja flyksu. Jeg reið þar að til þess
að gæta nánar að því. Það var þá
kona Dawsons, öll tætt í sundur og
hálf jetin upp af hundum. Nokkru of-
ar með veginum lá Dawson sjálfur á
grúfu, steindauður, með skammbyssu
í hendinni og 4 uppreistarmenn dauð-
ir fyrir framan hann. Jeg stöðvaði
hestinn, án þess að vita hvert halda
skyldi. En rjett um leið sá jeg þykk-
an reykjarmökk og loga leggja upp
úr húsi Abels White. Jeg sá þá, að jeg
gat ekki orðið húsbónda mínum að
neinu liði, heldur mundi að eins stofna
sjálfum mjer í voða. Þaðan sem jeg
var, sá jeg mörg hundruð svartra
djöfla með rauðar treyjur á bakinu,
þar sem þeir voru að dansa og grenja
kringum logandi bæinn. Nokkrir
þeirra bentu á mig, og strax flugu
kúlurnar í kringum mig. Þá hvatti
jeg hestinn, þeysti beint yfir akrana,
og seint um kvöldið var jeg kominn
á öruggan stað innan múranna í
Agra.
„En svo kom það upp úr kafinu,
að jafnvel þar var engan veginn ör-
ugt. Alt landið var fult eins og af
býflugnasæg. Hvar sem Englending-
ar voru saman komnir í hóp, þar
höfðu þeir vald nákvæmlega á þeim
bletti, sem þeir náðu til með fallbyss-
unum, og meira ekki. Það var orusta
milli miljónaannarsvegarog hundraða
hins vegar. Og það sem erfiðast var
viðfangs var það, að uppreisnarmenn-
irnir voru okkar eigin hermenn, sem
við höfðum kent og æft, fengið okkar
eigin vopn og allan útbúnað. í Agra
var þriðja Bengals herdeild, nokkrir
Sikhs, tvær riddarasveitir og ein
stórskotaliðsdeild. Sjálfboðaliðsdeild
af verslunarmönnum og ýmsum
starfsmönnum hafði myndast og í
hana gekk jeg með trjefætinum og
öllu. Við gerðum úthlaup til þess að
mæta uppreisnarmönnum við Shah-
gunge snemma í júlí, og við rákum
þá til baka uni stundarsakir, en púðr-
ið gekk til þurðar hjá okkur svo að
við urðum að hverfa aftur inn í borg-
ina.
„Alt af komu illar frjettir til okkar
úr öllum áttum — sem ekki var að
undra, því að á landabrjefi má sjá, að
við vorum rjett í miðju versta svæð-
inu. Lucknow er fullar hundrað mílur
í austur og Cawnpore hjer um bil
jafn langt i suður. í öllum áttum var
ekkert annað að heyra en morð og
rán og ofbeldisverk.
Agraborg er stór staður og krökt
þar af æsingamönnum og djöfla-
dýrkurum alls konar. Þessir fáu menn
okkar hurfu í viðáttumiklum götun-
um. Foringinn fór því eftir fljótinu,
og tók sjer stöðvar i virkinu gamla.
Jeg veit ekki hvort nokkur ykkar hef-
ur lesið eða heyrt nokkuð um þetta
gamla virki. Það er einkennilegur
staður — einhver sá allra einkenni-
legasti, sem jeg hef nokkurn tíma
verið í, og hef jeg þó sitt af hverju
Sv. Jónsson & Co.
Kirkjustræti 8 B.
Reykjavík
hafa venjulega fyrirliggjandi miklar
birgðir af fallegu og endingargóðu
veggfóðri, margskonar jíappír og
pappa — á þil loft og gólf — og
gipsuðum loftlistum og loftrósum.
Símnefni; Sveinco. — Talsími 420.
Nokkrar húseignir
á góðum stöðum í bænum fást keypt-
ar nú þegar. Mjög góðir borgunar-
skilmálar. Væntanlegir kaupendur
snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR.
Til viðtals i veggfóðursverslun Sv.
Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kl.
3—6 síðdegis.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima
kl. 10—11 og 4—5. Talsimi 16.
sjeð. Fyrst og fremst er það feikna
stórt. Jeg held að það sje margar
dagsláttur á stærð. Þar er nýr part-
ur, sem rúmaði allar konur og börn,
búðir og alt saman og var þó nóg
rúm að auki. En nýi parturinn er þó
ekkert í samanburði við gamla part-
inn að stærð. Þar stígur aldrei
mannsfótur, en drekar og eðlur eru
þar einvaldar. Þar er fult af stórum,
auðum byggingum og göngum og
sundum, svo að það er hægastur vandi
að ramvillast þar. Þess vegna fór
þangað sjaldan nokkur, nema ein-
staka sinnum njósnarmenn með blys.
„Fljótið skolar framhlið virkisins
og ver það um leið, en á hliðunum
og aftan frá eru mörg hlið, og þar
varð að halda vörð, og það engu síð-
ur í gamla partinum en hinum, sem
búið var í. Við höfðum varla nógu
marga menn til þess að dreifa þeim
um alt virkið og vera við fallbyssurn-
ar. Það var því farið svo að, að í
miðju virkinu var sterkur flokkur til
taks, en við hvert hlið var settur
einn hvítur maður og tveir innfædd-
ir menn. Jeg var valinn til þess að
gæta eins af afskektu hliðunum á
suðvesturhliðinni nokkra tíma úr
nóttunni. Tveir Sikh hermenn voru
settir mjer til aðstoðar, og ef eitthvað
kæmi fyrir, átti jeg að hleypa skoti
úr byssunni, þvi að þá mundi koma
hjálparlið frá miðstöðinni tafarlaust.
En hliðið var að minsta kosti tvö
hundruð skref burtu, og þar voru ó-
teljandi krókagöng og ranghalar, svo
að í rauninni efaðist jeg stórlega um
að hjálp gæti komið í tíma, ef árás
yrði gerð.
Prentsmiðjan Rún.