Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 27.09.1916, Side 2

Lögrétta - 27.09.1916, Side 2
LÖGRJETTA 164 c-ýí Nýjustu bækur: GLÍMUBÓK. Gefin út af fþróttasambandi fslands. MeS 36 myndum. Verö kr. 2.75. K N A T T S P Y R N U L Ö G. Gefin út af íþróttasambandi íslands. Meö uppdráttum. VerS kr. 0.50. Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Idnskólinn veröur settur mánudag 2. okt. kl. 7 síödegis. Þeir, sem óska inntöku í skólann, gefi sig fram viö undirritaöan á kenn- arastofu skólans eftir 26. þ. m., kl. 7—8 síödegis. Skólagjaldið er 15 kr. og greiðist fyrirfram. Þaö skal tekiö fram að samkvæmt iönaöarnámslögunum eru allir þeir meistarar, sem námssveina hafa, skyldir aö láta þá ganga á skólann. Fyrir hönd skólanefndar Þór. B. Þorlákssou. NÝJUSTU BÆKUR: Sönglög I. eftir Jón Laxdal. Verö 4 kr. Syngi, syngi svanir mínir, æfintýri í ljóðum eftir Huldu. Verö 1 kr. Brot, sögur úr íslensku þóðlífi, eftir Val. Verö kr. 1. Ársrit hins íslenska fræðafjelags með myndum, 1. ár. Bókhlööuverö 1 kr. 50 au. Búsettir áskrifendur á íslandi geta til ársloka fengið það á 75 au. Handbók í fslendingasögu eftir Boga Th. Melsteð, 1. bindi. Verð 2 kr. til ársloka 1917 fyrir kaupendur aö öllum bindunum, er eiga aö veröa 6. Bókhlöðuverð 1. bindis 3 kr. 75 au. Aðalútsala: Bókaverslun Arinbj. Sveinbjarnarsonar. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi I. júlí. Björnsson L, Jör. Brynjólfsson V, Þorv. Þorvarðsson V. í Borgarfjaröarsýslu: Bjarni á Geitabergi H, Pjetur Ottesen Þv, Jón í Deildartungu Ó-(-Þv (þ. e. óháöur þversum-bóndi eða þversum-óháður bóndi). í Mýrasýslu: Jóh. Eyjólfsson H, Andrjes í Síðumúla Ó+Þv, Pjetur í Hjörtsey Ó-fÞv. í Snæfellsnessýslu: Halldór Stein- sen H, Páll V. Bjarnason sýslum. Jf, ólafur á Jörfa H, O. Clausen Þv. í Dalasýslu: Benedikt í Tjaldanesi U, Bjarni frá Vogi Þv. 1 Baröastrandarsýslu: Sjera Sig. Jensson U, Hákon Kristófersson Þv. í Vestur-ísafjaröarsýslu: Matth. Ólafsson H, sjera Böövar Bjarnason H, Halldór Stefánsson læknir Þv. f ísafjarðarkaupstað: Sigurjón Jónsson H, Magnús Torfason Þv. f Norður-ísafjarðarsýslu: Sjera Sig. Stefánsson H, Skúli Thorodd- sen Þv. í Strandasýslu: Magnús Pjeturs- son L (studdur af Guðjóni Guðlaugs- syni kaupfjelagsstjóra, sem áður hefur fylkt liði móti honum, og því sjálfkjörinn). í Húnavatnssýslu: Þórarinn á Hjaltabakka H, Jón á Undirfelli H, Jón Jónsson læknir H, Guðm. Ólafs- son Þng., Guðm. Hannesson U. í Skagafjarðarsýslu: Sjera Arnór Árnason H, Magnús Guðmundsson sýslum. U, Jósef Björnsson Þng, Ól. Briem Þng. í Eyjafjarðarsýslu: Stefán í Fagra- skógi H, Jón Stefánsson H, Páll Bergsson H, Kristján á Tjörnum Þv, Einar á Eyrarlandi U. í Akureyrarkaupstað: M. Krist- jánsson H, Sigurður Einarsson dýra- læknir Ó, Erlingur Friðjónsson V. í Suður-Þingeyjarsýslu: Pjetur Jónsson H (sjálfkjörinn). í Norður-Þingeyjarsýslu: Stgr. Jónsson H, Ben. Sveinsson Þv. í Norður-Múlasýslu: Gutt. Vig- fússon H, Ingólfur Gíslason H, Jón á Hvanná Þng, Þorst. M. Jónsson Þv. í Seyðisfjarðarkaupstað: Jóh. Jó- hannesson H, Karl Finnbogason L. í Suður-Múlasýslu: B. R. Stefáns- son H, Sigurður H. Kvaran H, G. Eggerz Þv, Ól. Thorlacius læknir Þv, Þórarinn í Gilsárteigi Þng, Sv. Ólafs- son Ó. í Austur-Skaftafellssýslu: Sjera Sig. Sigurðsson H, Þorleifur í Hól- um Þng. í Vestur-Skaftafellssýslu: Gísli Sveinsson L, sjera Magnús Bjamason Þv, Lárus á Kirkjubæjarklaustri Þv. f Rangárvallasýslu: Sjera Eggert Pálsson H, Einar á Geldingalæk H, sjera Skúl Skúlason (?). í Vestmannaeyjum: Sveinn Jónsson H, Karl Einarsson Þv. í Árnessýslu: Sig. Sigurðsson H, Jón Þorláksson H, Einar Arnórsson L, Gestur Einarsson Ó, Árni í Al- viðru (?). í Gullbr,- og Kjósarsýslu: Björn í Gröf H, Einar Þorgilsson U (gam- all sjálfstæðismaður), Þórður Thor- oddsen U (gamall sjálfstæðismaður), Björn Kristjánsson Þv, sjera Kr. Daníelsson Þv, Davíð Kristjánsson V. Um framboð Davíðs Kristjánsson- er það sagt, að það hafi ekki komið fram fyr en á laugardag og telji kjör- stjóri það of seint fram komið og því ógilt. Þingmannaefnin, sem um verður kosið, eru þá 80. Mundi frambjóð- endatalavið alþingiskosningar nokkru sinni hafa verið svo há áður? Til frú Krisfjönu Hafstein. Nokkrar konur hjer í bænum færðu amtmannsfrú Kristjönu Gunnarsdótt- ur Hafstein heiðursgjöf á áttræðsaf- mæli hennar 20. þ. m. Var það mynd af Laufási í Þingeyjarsýslu, fæðing- arstað frúarinnar. Myndin var búin skrautlegri umgjörð með gullplötu, sem á var letrað nafn frúarinnar, fæð- ingardagur hennar og ár og afmælis- ár. Þessari gjöf fylgdi mappa með skrautrituðu ávarpi og kvæði eftir frú Jarþrúði Jónsdóttur, og er það á þessa leið: Fuglar sungu einn fagran dag forðum i Laufáss-viði; ófædd var mærin, sem átti þann brag. Yndislegt hljómaði gleðilag hátt upp í himininn borið, hreint, eins og skínandi vorið. Fæðast mundi þar fögpir mær fuglarnir spáðu á meiði, mjúklynd sem blíðasti morgunblær, mikilhæf, gáfuð og öllum kær, auðug af mannúð og mildi, meinin öll bæta hún vildi. Árin liðu og aldirnar áður en spá sú rættist, skógurinn horfinn og skrautlegt bar, skemtilegt var þó úti þar. Sviphýra fegurð leit svanni, sólin í foreldra ranni. Mærin unga varð mentuð skjótt, mikill og góður arfur. Ýmislegt hafði’ hún til Eggerts sótt, íslensk, skáldleg — með geðið rótt — björt var og fögur í blóma. Bar hún af öðrum með sóma. Lítur Freyja nú Laufás sinn ljúfan, í hárri elli. Blóminn er farinn og bliknuð kinn, blíðlegur fagnar þó svipurinn æskunnar hjartfólgna inni, aldrei sem leið henni’ úr minni. Fyrir norðan. Eftir Einar Hjörleifsson Kvaran. I. Veðrið. Þjer hafið, hr. ritstjóri, mælst til þess, að jeg segði eitthvað í Lög- rjettu út af ferð minni norður í sumar. En jeg finn, að jeg get minstu gert skil af því, sem fylt hefur hugann i ferðalaginu: norðlenska sólskininu og sumarblíðunni, ástúð mannanna, sem jcg hitti, og hinum og öðrum vanda- málum, sem fólkinu verða smám sam- an ljósari og ljósari. Jeg fór úr Mývatnssveitinni 21. ágúst. Þá hafði enginn regndropi komið þar alt sumarið; eina vætan þoka nokkur kvöld. Svo að menn sjá, hve ólíkt sumarið hefur verið í Þing- eyjarsýslum og á Suðurlandi. Einu örðugleikarnir við ferðalag mitt frá 9. til 26. ágúst voru hitarnir — eins og ástarþel náttúrunnar yrði heldur um of ákaft. Þegar vestur eftir Norð- urlandi dró, voru þurkarnir ekki eins miklir. En nægilegir samt. Og grasið með allra-mesta móti. Vorið. Norðlingar þurftu líka á góðu sumri að halda. Vorið hafði leikið þá hart, eins og kunnugt er. Mjer var sagt, að hjá mörgum þeim, sem lentu í heyþrotum og urðu að kaupa miklar kornbirgðir til fóðurs, hafi gróði síðasta árs alveg gengið til þurðar, og meira en það. Sjálfsagt má bera mörgum það á brýn, að þeir hafi sett djarft á heyin í fyrra haust. En hitt verður þá líka að segja, ef sann- gjarnlega á að tala, að eftir að út í örðugleikana var komið, vörðust norðlenskir bændur voðanum vel. Ef annað eins hefði hent þá fyrir nokkr- um áratugum, hefði orðið voðafellir. Nú varð enginn. Allar fellissögur, sem hingað voru að berast, ósannar. Fjeð varð vel framgengið. En korngjöfin varð óhemju-dýr þeim bændum, sem mikið urðu á henni að fleytast. Og ýmsum átakanlegum sögum mætti víst safna úr því stríði, ef vel væri leitað. Einn bóndinn sagði mjer frá því, hvernig staðið var frá hans bæ og nágrannabæjunum yfir ánum um sauðburðinn uppi í fjöllum, langt frá öllum mannabygðum. Þar náðist eitt- hvað til jarðar, og samt ekki betra að- stöðu þar en svo, að gæta varð þess að láta ærnar bera þar sem hæst bar á. Á öðrum bæ voru 12 hross rekin út úr húsi út í blindbyl, undir nótt- ina, til þess að hýsa pósthestana. Bóndinn vissi ekki, hvort hann sæi þau framar lifandi. Hann sagðist ekki gera slíkt oftar; póststjórnin yrði að sjá póstgöngum öðruvísi farborða eftirleiðis en með því að treysta á sig. Og mjer fanst það vorkunnarmál. Annars töluðu menn tæplega um vor- hörmungarnar nema brotið væri upp á því við þá. Sumarið ljek við þá. I.undin var orðin ljett. Og þeir höfðu nóg annað um að tala. Fólkshaldið. Þar á meðal áttu ýmsir greindir bændur tal við mig um framtíð land- búnaðarins. Þeir töluðu um það, að sjávarútvegurinn væri að gera fólks- hald á jörðunum ókleift. Og mjer skildist svo, sem alment vissu menn ekki sitt rjúkandi ráð, hvernig út úr þeim ógöngum ætti að komast. Einn sagði mjer, að sumir bændur væru farnir að tala um að hverfa frá bú- skapnum um stund, láta fara um jarð- irnar eins og verkast vildi á meðan, og leggja alt, sem þeir gætu til reytt, í botnvörpuútgerð, til þess að geta svo gert jörðunum betri skil, þegar - þeir hefðu aflað sjer fjár með þessu móti. Maðurinn sagðist vel vita, hvað úr slíkri ráðbreytni yrði: Mennirnir kæmu aldrei aftur, til þess að sinna landbúnaðinum, og hugsunin væri beinlínis hættuleg. Aflraunin. Mjer fanst flestir að minsta kosti þeirra manna, sem við mig töluðu um þetta efni, vera sammála um það, að út úr þessum ógöngum yrði ekki kom- ist nema með stórkostlegri þjóðar- aflraun. Sumir þeirra fóru lítilsvirð- ingarorðum um bændagreinarnar í blöðunum hjer syðra. Þar sje alt af verið að stagla um það, sem í raun og veru skiftir engu máli fyrir bændur. Jörðina verði að rækta. Ekki einhvern tíma. Ekki eftir svo og svo marga mannsaldra. Jörðina verði að rækta í tiltölu- lega skjótri svipan — áður en land- búnaðurinn verði marinn sundur af samkepni við sjávarútveginn. Til þess þurfi fyrst og fremst landbúnaðurinn að eiga kost á peningum með láns- kjörum, sem sniðin sjeu við hans hæfi. Til þess þurfi líka sennilega nýja for- göngu, eftirlit 0g stjórnsemi af land- stjórnarinnar hálfu. Og samfara stór- stígum ræktunar-framförum verði að koma gagngerðar samgöngubætur. Sú stjórn, sem leggi kapp á að koma þessum breytingum á, sje landbúnað- inum góð stjórn, með hverjum flokks- ^ heitum sem hún auðkenni sig. Sú stjórn, sem leggist þetta undir höfuð, sje landbúnaðinum ónýt stjórn. Því að landbúnaðurinn geti ekki stefnt aðra leið en þessa. Og verði þessi stefna ekki tekin bráðlega, þá merjist hann sundur undir heljarþunga ann- ara athafna þjóðfjelagsins. Þokan. En þeir menn, sem við mig töluðu í þessa átt, duldust þess ekki, að um þessi efni væri allmikil þoka í hug- um almennings. Breytingarnar, sem hlytu að vera í vændum, ef vel ætti að fara, væru svo miklar, að ekki væri von að allir gætu áttað sig á þeim í einu. Af sumum þeim mönnum þjóðarinnar, sem mest beri á, sje lika unnið að þvi að hnekkja fram- farafýsninni með prjedikunum um það, að landbúnaðurinn hljóti að sligast undir þeim menningar-ráðstöf- unum, sem fyrir stórhuguðum fram- faramönnum vaka, svo sem almenn- um lántökum til jarðyrkju, járnbraut- um o. s. frv. Sumir kvörtuðu undan þvi, að þó að tiltölulega auðvelt sje að margfalda heyfenginn á mörgum jörðum í einu með þurkunum og vatnsveitum, þá sje ókleift að koma á samtökum um það. Með slikum fyr- irtækjum sje lengra stokkið út úr gamla farinu en menn geti felt sig við. Mjer fanst, í stuttu máli, svo vera ástatt, sem nú skal greina: Allir telja landbúnaðinn í hættu. Engum kemur til hugar sú fásinna, að unt sje að aftra því, að aðrar auðsuppsprettur þjóðarinnar sjeu notaðar af fremsta megni, en frá þeim auðsuppsprettum stafa mestir örðugleikar landbúnað- arins. Allur þorrinn hefur mist trúna á það, að þær manndygðir, sem þeim hefur sjerstaklega verið bent á, svo sem sparsemi, reglusemi, iðjusemi, sjeu einhlitar til þess að afstýra hætt- unni. En það er yfirleitt í þoku með mönnum, hvert á að stefna, hvers á að krefjast. Hjer virðist því mikið verkefni fyrir vitmenn, sem vel eru fallnir til forustu. „Trúin á skuldirnaÞ'. Jeg átti nokkurt tal við einn þjóð- kunnan merkismann um hans reynslu af búskapnum. Hann er af öllum tal- inn einkar gætinn maður, bæði í at- ferli sínu og áætlunum. Hann sagði mjer, að eftir sínum reikningum um kostnað og ágóða, sem hann teldi mjög varlega, ættu túnasljettur sín- ar að hafa gefið 26 pct. árlega. Og hann bætti þá við, að hann skildi það ekki, hvers vegna það ætti að sjálf- sögðu að vera óráð að taka lán til slíkra jarðabóta — ef lánið væri fá- anlegt. Hann sagði mjer líka sjerstak- lega frá einni steinsteypuhlöðu, sem hann hefur reist — hann hefur að minsta kosti komið upp einni í viðbót' við hana. Hún kostaði 1600 kr. Ná- grönnum hans óx það mjög í aug- um, þegar þeir heyrðu, hvað hún hefði kostað. Slíkt gæti verið nokkurs konar leikfang sterkefnaðra manna. En til eftirbreytni gæti það ekki ver- ið almenningi. Því að það svaraði ekki kostnaði. Og auk þess flestum ókleift. Út úr þessu tali sagðist maðurinn hafa farið að reyna að gera nákvæma áætlun um, hvað hlaðan gæfi í raun og veru í aðra hönd. Og honum taldist svo til, að þegar hann hefði tekið til greina kostnaðinn við tóttina, sem hann hafði áður haft, mannaflann við að hlaða úr heyinu, torfið ofan á því og utan með því, skemdir á heyinu o. s. frv., þá gæfi hlaðan ekki að eins vexti af peningunum, sem til hennar hefði verið varið, heldur líka sæmi- lega afborgun. „En meinið er það,“ sagði maðurinn, „að margir bændur vita svo lítið um það, á hverju þeir skaðast og á hverju þeir græða.“ Áður en jeg lýk við þennan kafla um endurminningar mínar úr norður- ferðinni x sumar, ætla jeg að tilfæra orð eins ungs og gáfaðs bónda. Hann sagði þau við mig sjálfur: „Jeg hef fengið 600 kr. til láns til jarðabóta. Það eru þessar 600 kr., sem hafa forðað mjer frá því að fara á höfuðið." Það hefur verið reynt að nota orð- tækið „trúin á skuldirnar" sem óvirð- ingarmark á suma menn hjer, sem hafa verið að hugsa og rita um lands- mál. Mjer hefur alt af verið óskiljan- legt, hvernig nokkur maður hefur haft lund til slíkrar „rökfærslu" í þessu landi á síðustu tímum, þegar menn hafa verið að ausa gróðanum í miljónum upp úr sjónum, og sjávarútvegurinn aðallega sprottinn upp af lánsfje. Það er vitan- lega ekki til neins að bjóða út- gerðarmönnum slíkt tal. Þeir gera ekki annað en hlæja að því. Af því að þetta hremmyrði er dálítið smell- ið, hefur það líklegast sest að í sum- um bændunum. En víst er um það, að þeir tveir bændur, sem jeg mintist á nú síðast, hafa ekki mikla lotningu fyrir því. Og sama er að segja um marga aðra, sem við mig töluðu. Um heilsuháska í barnaskólum og öðrum alþýðuskólum. Eftir G. B j ö r n s o n. Á öllum eftirlitsferðum mínum hef jtg gert mjer að skyldu að skoða skólahús alstaðar þar sem jeg hef far- ið um og spyrjast fyrir bæði hjá hjer- aðslæknum og alþýðu manna um al- þýðuskólana, bæði fastaskóla og far- skóla. Hef jeg smámsaman orðið þess var, æ betur og betur, að heilbrigði þjóðarinnar stendur augljós hætta, einkum berklahætta, af alþýðufræðsl- unni. eins og henni er nú háttað. Þau eru orðin 9 ára gömul, fræðslu- lögin okkar (lög nr. 59, 22. nóv. 1907, um fræðslu barna), og komin í gagn- ið i öllum sveitum landsins. Landinu er skift i skólahjeruð og fræðsluhjer- uð. Skólahjeruðin eru 51 tals- ins; í þeim öllum eru komin upp skólahús, flest nýleg og nýtileg; í þessum hjeruðum eru samtals um 3000 börn skólaskyld (10—14 ára), og kenslutíminn 6—7)4 mánuður á ári; þessir skólar eru nefndir f a s t a- skólar. Fræðsluhjeruðin eru 183 að tölu, eftir því sem næst verður komist; en í þeim öllum eru nú samtals 417 kenslustaðir, og sjer- stök skólahús ekki til enn nema á 35 kenslustöðum. í fræðsluhjeruðunum eru samtals um 5000 skólaskyld börn, og kenslutíminn ekki nema 8—12 vik- ur á hverjum kenslustað, en það eru kallaðir farskólar; þeir eru sem sagt 417, nú sem stendur, og af þeim eru 382 húslausir; börnunum er þá kent í bæjarhúsum, stundum í bað- stofunni — innan um fólkið — eða í afþiljuðu stafgólfi, eða í framhýsi, gestastofu, eða samkomuhúsi, eða þinghúsi; einu sinni rakst jeg á rjómaskála, sem hafður var fyrir barnaskóla á vetrum. Allir þessir 417 farskólar eru að meira eða minna leyti heimavistar skólar; börn af næstu bæjum ganga að vísu í skól- ann, en hinum, sem lengra eiga að sækja, er komið fyrir á farskólaheim- ilinu eða næstu heimilum meðan á kenslunni stendur; þess ber að gæta að mjög margir af farskólunum eru á sífeldum hrakningi; þeim er holað niður eitt árið á þessum bænum, ann- að á hinum, því ekki má setja þá nið-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.