Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 14.10.1916, Qupperneq 1

Lögrétta - 14.10.1916, Qupperneq 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Nr. 48. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð f/est. Þar eru fataefnin best. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Békaiierslun Sigíðsar Enundsaonar. Lárus Fjeldsted, Yfirrjettarmálafærslumaíur. LÆKJARGATA a. Venjulega heima kl. 4—7 sítSd. Nýja Bókbandsvinnustofan tekur aS sjer alla vinnu, sem að bók- bandi lýtur og reynir aö fullnægja kröfum viöskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aörir ættu því aS koma þangaS. — Otvegar allar bækur er fáanlegar eru. Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Brynj. Magnússon. Landsíminn] tíu ára. igo6 — 29. september — 1916. Eftir Gísla J. Ólafson stöövarstjóra. Meðan landsíminn var í móðurlífi. Meögöngutíminn með þann króga var óvenjulangur, hvorki meira nje minna en full 15 ár, og reikna jeg hann þá frá þeim tíma, sem sima- málinu var fyrst hreyft af íslending- um sjálfum á Alþingi 1891. Það voru þeir Skúli sálugi Thor- oddsen og Jens heitinn Pálsson, sem þá lögðu til, aS bygð yrði landsíma- lína milli Reykjavíkur og aðalkaup- staðanna, Isafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjar'ðar, og munu þeir meðfram hafa gert þaö í þeim tilgangi, aö flýta fyrir því, að ísland kæmist í síma- samband við umheiminn. En þaö fjell þá auðvitaö, eins og flest önnur þarfleg þjóöþrifa- og framfarafyrir- tæki, sem ný eru af nálinni. Á þessu sama þingi var þó skorað á stjórn- ina „að hlutast til um, aö það veröi borið fram við erlend ríki, hvort og að hve miklu leyti þau kynnu að vilja styðja að því, sjerstaklega veð- urfræðinnar vegna, aö lagöur verði frjettaþráður til íslands“. Eftir þetta fer áhugi þings og þjóð- ar sívaxandi í símamálinu, þó aö lít- ið bóli raunar á því þar til 1897; þá liggja fyrir þinginu 2 tilboö um aö leggja sæsíma frá Hjaltlandi til íslands, yfir Færeyjar; annað er frá 2 Englendingum, Mitchel 0g Cooper, og vilja þeir fá til þess 45)°°° kr. styrk úr landsjóöi á ári í 25 ár; hitt er frá Mikla norræna Ritsímafjelag- inu, og fer það fram á 40,000 kr. árs- tillag i 20 ár, en lætur þess þó jafn- framt getið, að það muni líklega láta sjer nægja 35,000 k.. á ári, og þessa upphæS veitti svo þingið. Þetta er i fyrsta skifti, sem símamáliö kemst inn í fjárlögin, og þetta sama árstil- lag hefur verið samþykt á hverju þingi síðan. Árið eftir sendiMikla norræna ame- rískan verkfræðing, Hanson aö nafni, hingað upp til rannsókna, og ferðað- ist hann hjer um i 2 ár í þeim er- indagerðum. Hann kemur fyrstur upp með það að leggja sæsimann upp til Austurlandsins, en ekki til Reykja.- Reykjavík, 14. október 1916, XI. árg. Olaf Forberg. víkur, og að fjelagið greiði aftur á móti íslandi fje það, sem sparaðist við þetta, til að byggja fyrir landlínu til Reykjavíkur, og var upphæð þessi áætluð 300,000 kr. Aðalástæðan til þess að símalagn- ingunni var ekki komið í framkvæmd á næstu árum, var sú, að fjelögin, sem sóttu um leyfi þetta, gátu ekki fengið nægilegan fjárstyrk frá öðrum ríkjum, eins og þau munu hafa gert sjer vonir um. Eftir þetta er málinu að vísu hreyft á hverju þingi, en lítið í því gert, er miði í framfaraáttina, þar til H a n n- es Hafstein verður ráðherra 1904. Hann og hans flokkur tekur málið á sínar herðar og færir það fljótt frarn til sigurs. Hannes Hafstein byrjaði þegar á samningatilraunum, bæði við Mar- conifjelagið í London og Mikla nor- ræna Ritsímafjelagið.Honum tókst að komast að töluvert betri kjörum hjá síðarnefnda fjelaginu en það hafði nokkurntíma áður boðið, og gerði hann samning við það í september 1904, sem svo var lagður fyrir Al- þing 1905. Hvað sem annars má urn samning þennan segja,og ýmislegt má auðvitað að honum finna, þá er það varla nokkrum efa undirorpið, að með honum var stigið eitthvert allra stærsta og happadrýgsta sporið í framfaraáttina, sem stigið hefur ver- ið á þessu landi, því að þjóð, sem er símasambandslaus, getur a 1 d r e i orðið framfaraþjóð; símasambandið er sú undirstaða, sem allar aðrar sann- ar framfarir v e r ð a að byggjast á. Alþingi 1905 veitti svo nauðsynlegt fje til landlínulagningarinnar frá Seyð- isfirði til Reykjavíkur, til viðbótar þeim 300,000 kr., er Mikla norræna, samkv. samningi, átti að greiða land- sjóði fyrir að sleppa við að leggja sírnann upp til Reykjavíkur. Ekki fæddist krói þessi hljóðalaust, því að aldrei áður á þessu landi hafði verið gerður eins mikill hávaði út af nokkru máli eins og þessu, og svo miklu ryki var þyrlað upp, að skilningsvit sumra fyltust alveg. Og æsingarnar náðu hámarki sínu með bændafundinum sæla 1. ágúst 1905. Þrátt fyrir þessa megnu mótspyrnu gegn símamálinu, var því þó til lykta ráðið á Alþingi I9°5> °& Jeg’ hygg að flestir sanngjarnir menn muni nú játa, að það hafi verið gert á þann hátt, sem ættjörðu vorri var heilla- vænlegast. Það er nógu gaman að athuga, hvaða vonir þingmenn gerðu sjer um þetta viðskiftatæki. Flestum mun hafa verið það full-ljóst, að hjer var um að ræða eitt af þýðingarmestu og víðtækustu velferðarmálum lands og þjóðar og að óbeini hagnaðurinn af því væri óútreiknanlegur; en synd væri að segja, að þeir hefðu gert sjer of miklar vonir um beinu tekjurnar af símasambandinu. Meiri hluti síma- nefndarinnar áætlar, að leggja þurfi með landsímanum, eins og hverjum öðrum landsómaga, 12 til 13,000 kr. á ári, til þess að hann geti staðist reksturskostnað og viðhald. En minni hluti nefndarinar fyllist heilagri vandlætingu út af þessari gyllingar- áætlun meiri hlutans og fullyrðir, að það þurfi að minsta kosti að leggja með honum fyrnefnda upphæð fjórfalda í 20 ár, eða 50,000 krónur á ári! Árið eftir lagði svo Mikla norræna sæsímann hingað upp, og var því verki lokið 25. ágúst 1906, og þann sama dag var sæsíminn til útlanda opnaður til almenningsnota. Norðmaður var fenginn til að sjá um landsimalagninguna, og til þess starfa var valinn, að ráðum ritsíma- stjórnarinnar norsku, núverandi land- k símastjóri, Olaf Forberg. Og honum tókst með frábærum dugnaði, þrátt fyrir mýmarga og ófyrirsjáan- lega erfiðleika bæði að vinna verkið vel og ljúka því á tilteknum tíma. Svo verður víst talið,að krógi þessi hafi verið í heiminn borinn 29. dag septembermánaðar 1906, þegar allar símalinur landsins, tutt- ugu talsins, voru hátiðlega opnaða til almenningsnota kl. 4 síðdegis nefnd- an dag. Landsímalínan var tvíþætt úr 3 mm. bronzeþræði. Lengd línunnar var 615 km. Landsímastöðvarnar voru samtals 21, þar af þrjár ritsíma- stöðvar, tvær 2. flokks og fimtán 3. flokks talsímastöðvar og ein eftirlits- stöð. Starfsmenn landsímans voru 14, auk 18 stöðvarþjóna á landstöðv- unum. Bronzelínan var notuð samtímis bæði til ritsíma og talsíma, og gekk það oft hálf skrykkjótt í byrjuninni, eins og við var að búast, þar sem millistöðvar voru svona margar; þær ■ skiftu oft línunni og gleymdu þá að ! opna hana aftur o. s. frv. Afgreiðslan gekk líka hálf skringi- lega fyrstu dagana. Það þurfti t. d. aldrei að hringja á nokkra stöð, mað- ur kallaði bara inn á línuna og þá svaraði sú stöð, sem á var kallað! Svona var nýjungagirni manna og forvitni mikil, en þetta lagaðist nú furðu fljótt. Símaslit urðu afskaplega mörg þenna fyrsta vetur. Bæði er það, að V. B. K. Vandaðar vörur. Ódýrar vðrur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — Rekkjuvoðir, Kjólatau. — Cheviot. — Alklæði. — Cachemire, Flauel, Silki, Ull og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar. Regnkápur. — Gólfteppi. Fappír og ritföng. Sólaleður og skósmíðavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. simaþræðirnir slitna alt af mest fyrsta árið og svo var bronzeþráðurinn alls ekki af bestu tegund. Það var víst um jólaleytið 1906, að símalínan var í ólagi einu sinni sem oftar milli Staðar í Hrútafirði og Lækjamóts, en þó vorum við ekki alveg sambandslausir, við heyrðum að eins orðaskil til sumra stöðvanna hinu megin bilunarinnar eins og í óra fjarlægð. Línueftirlitsmaður var þegar sendur út til viðgerða, og þeg- ar hann kom heim aftur, hafði hann gert við 27 slit, og þó var hjer ekki um ísingu að ræða, sem er annars versti óvinur símanna hjer á landi. ísingin gerði vart við sig hjer í fyrsta skifti á Dimmafjallgarði 1. Nóvember 1906. Báðir þræðir höfðu dottið alveg niður á tæpum kílómetri og voru vitaskuld marg-purpaðir í sundur, járnkrókarnir höfðu flestir rjetst alveg upp og einangrararnir fóru í þúsund mola. Þegar komið var að biluninni, var ísingin að mestu losnuð af þráðunum, og þess vegna gátu menn ekki í fyrstu gert sjer í hugarlund hvernig á þessari bilun stæði, og hjeldu svo að hún væri af mannavöldum gerð, en við nánari at- hugun sást að svo var ekki. Það kom brátt í ljós, að síminn var notaður mikið meira en við var bú- ist, og þessir 2 bronzeþræðir urðu brátt alveg ónógir, og á næstu 2 ár- um var svo lögð ritsímalína úr 4,5 mm. járnþræði milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar. Árið 1908 voru bygðar margar nýjar línur og langar, og á hverju ári hefur símakerfið verið sí- aukið síðan. Eins og áður hefur verið á drepið hjer að framan, fer því svo fjarri, að menn hafi gert sjer of háar hugmynd- ir og of miklar vonir, hvorki um þann beina nje óbeina hagnað, sem af landsímanum mundi leiða. Fyrst skulum við þá athuga þann beina hagnað, sem við höfum af hon- um haft, eða tekjur landsímans á hinu liðna 10 ára tímabili. Eins og sjest á hlutfallayfirliti þessu, hafa tekjur landsímans vaxíð þetta jafnt og þjett á hverju ári þar til ófriðurinn rnikli byrjar, þá þjóta þær upp óðfluga, og halda enn áfram í sörnu átt. Og jeg hygg að það sje engin ástæða til að óttast, að þær muni minka eða standa í stað eftir stríðið, það er þvert á móti margt sem mælir með því, að þær muni halda áfram að hækka, og sjálfur er jeg í engum efa um að svo verði. Tekjur landsímans voru alls 1907 kr. 46,000, en 1915 kr. 291,000; þær hafa með öðrum orðum rúmlega sex- faldast á þessum tíma og má það all- gott kallast. Tekjuafgangurinn var 1907 kr. 3800, og ef maður margfaldar þá u.pphæð með 48, fær maður út tekju- afganginn 1915 eða kr. 183,000. Gjöldin voru 1907 kr. 42,000, en 1915 kr. 107,000. Það er eftirtektar- vert að á sama tíma sem tekjurnar sexfaldast og tekjuafgangurinn fjöru- tíu og áttfaldast, þrefaldast ekki nærri gjöldin. O 00 * O^ cO On On Oð CM »0 cO hH M vd* ö 00" HH Tf- O 10 to 'O »0 IO IO 0 Oð Oð Oð O O' h-4 t-H en * p 4-> >» 1 (1) 1 tT 1/1 0 4-4 rö $ a r~i rO rv c rö (/) 00 0) Ö 13 JQ CM 15 Ö • I—1 0 Tí '0 4—> xo > "U) 13 4—> u Clj Ö u * CM cO hH »0 0 lO ci to O ON r^ > }-H cO K> ‘S cO ’tf <vT O 4—> 'U CM ‘S ci G £ 0) V, 1 Ö5 6 *8 1 fc« u I 1 u "Ö «4-H b/) 0 G «4H cS S* oS T—H 4—1 10 p 3 3 G U | 1 u u u O O 0 O > 1 > > > r^ r^ O r^ r^ O O O O O O CÞ ON On ON On O HH ►H 1—1 HH HH JCjOb ,.tqor1 l<JOÍ JCjOC) Tekjur alls, kr. JCtJ't MqjQ. ........ Gjöld alls, kr. ---------Tekjuafgangur kr. — —.— Viðtalsbilafjöldi -—

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.