Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 08.11.1916, Side 1

Lögrétta - 08.11.1916, Side 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiCslu- ag innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti 11. Talsimi 359. Nr. 53. Reykjavík, 8. nóvember 1916, XI. árg. V. B. K. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — RekkjuvoÖir, Kjólatau. — Cheviot. — AlklæÖi. — Cachemire, Flauel, Silki, Ull og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar. Regnkápur. — Gólfteppi. Pappír og ritföng. Sólaleður og skósmíðavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókawsli Siglúsar [ymuRdssDnar. Lárus Fjeldsted, Y firr jettarmálaf ærslumaöur. LÆKJARGATA a. Venjulega heima kl. 4—7 siöd. Nýja Bókbandsvinnustofan tekur aö sjer alla vinnu, sem aö bók- bandi lýtur og reynir aö fullnægja kröfum viöskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aörir ættu því aö koma þangaö. — Útvegar allar bækur er fáanlegar eru. Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Brynj. Magnússon. Stríðið. Austurvígstöðvarnar. Framsókn Rússa á suöurhluta aust- urvígstöövanna var aöalviöburöurinn þeim megin á ófriðarsvæöinu síöastl. sumar, fram til þess, er Rúmenía fór út í stríðið í lok ágústmánaöar. Framan af sumrinu sóttu Þjóðverjar fast á viö Verdun, og svo tóku Aust- urríkismenn að sækja mjög fram á ítölsku vígstöövunum. Þetta tvent, og ])ó einkum hiö síöar nefnda, er taliö hafa flýtt fyrir því, að Rússar hófu árásina aö austan. Það var talað um það í fyrra vetur, aö bandamenn mundu vorið 1916 hefja sókn sam- tímis á öllum vígstöövunum. En úr því varð ekki. Miöveldin hjeldu, þvert á móti, sókn uppi um vorið hæöi að vestan og sunnan. En í hyrj- un júní hófu Rússar sókn að austan og Frakkar og Englendingar nokkru síðar að vestan, viö Sommefljótið. Hjer skal nú gefið yfirlit yfir það helsta, sem gerðist í sumar á austur- vígstöðvunum. 4. júní í sumar tóku herir Rússa sig upp til sóknar á svæðinu frá Rokitno- eða Pripet-flóunum aö norð- an suður aö takmökrum Rúmeníu. Vegalengdin er 500 kílóm., og lá her- línan á þessu svæði hjer um bil beint í norður frá Czernowits, höfuðborg Búkóvinu, sem er rjett við takmörk Rúmeníu, þar sem hún nær lengst til norðurs, og norður þangað sem árn- ar Pripet og Styr falla saman, en þar eru flóar þeir, sem áður eru nefndir, og ná yfir stórt svæði. Eru þar ill- ræmdar vegleysur og foræði, sem ekki er farandi um með her. En fyrir sunn- an þá er opinn vegur úr rússnesku hjeruðunum Volhyniu, Podoliu og Bessarabíu, inn í Galizíu og Búkó- vínu, Austurríkis megin. Yfirforingi þessara rússnesku hera er Brusiloff hershöfðingi, og var mik- ið látið af herstjórn hans meðan á framsókninni stóð og Rússar höfðu mikið traust á honum. Hann tók viö yfirstjórninni af Ivanoff hershöfö- ingja í byrjun þessa árs, er þá var orðinn sjúkur af ofþreytu. Brusiloff er 46 ára gamall og var vel kunnur maður í rússneska hernum áður en þessi ófriður hófst. Nú hafði hann, er hann hóf sóknina, 4 heri til yfir- stjórnar og stýrðu þeim hershöfðingj- arnir Kaledin, þeim nyrsta, Sacha- roff, Scherbacheff og Lechitsky, þeim syðsta. I byrjun júlí kom 5. herinn til viðbótar undir stjórn Lesh hershöfð- ingja, og var hann tekinn norðan að, frá herstöðvunum i Mið-Rússlandi, þar sem Evert hershöfðingi hafði yf- irstjórnina. Var það þannig ógrynni liðs, sem Rússar höfðu þarna á að skipa, og stórskotalið höfðu þeir gott, en sóknin var byrjuð, eins og gengur, með ákafri stórskotahríð á vígstöðv- ar Austurríkismanna, en á eftir henni sótti hermúgurinn fram. Segja Aust- urríkismenn að fjöldi franskra og japánskra liðsforingja hafi verið þarna í her Rússa og brynjaðir her- bílar, sem Englendingar hafi stjórn- að. Annars sögðu þeir fótgönguliðið vera dregið að úr ýmsum áttum, frá Kákasus og austan úr Síberíu, litl æft lið og ekki sterkt að öðru leyti en höfðafjölda. En stórskotalið Rússa sögðu þeir gott og vel búið. I Rúss- landi bygðu menn miklar vonir á sókninni þarna og töldu, að með full-. komnum sigri þar mundi ófriðnum brátt lokið. Það leit og vel út fyrir Rússum þarna um tíma. Austurríkis- menn hrukku fyrir og þeir tóku fjölda fanga. Sögðu fregnirnar stundum að þeir væru fyrir fult og ait að brjóta herlínu Austurríkis- manna á bak aftur og hefðu rofið hana á ýmsum stöðum. En þetta reyndist ofsagt. Austurríkismenn hörf- uöu út úr Búkóvínu og drógu her- línu sína til baka á löngu svæði suð- ur frá Pripet. En hvergi var hún rofin. í byrjun sóknar rússneska hersins stóðu Austurríkismenn svo aö vígi á þessum stöðvum, aö þeir höföu þar 5 heri. Þeim syösta stýrði Pflanzer- Baltin hershöfðingi, sem varið hafði Búkóvínu haustið 1915 og getið sjer góðan orðstír fyrir. Sá her varði svæðið sunnan frá Czernovits norður að Buczacz og lá herlínan syðst á því svæði á takmörkum Bessarabíu og Búkóvínu, en síðan inn í Galiziu, því Rússar höfðu frá byrjun stríðsins haldið suðaustur-horninu á Galizíu. Næsta her þar fyrir norðan stýrði Bothmer hershöfðingi og náði hann sunnan frá Bucza'cz norður að Zaloc- ze, sem er austast í Galizíu og var herlínan á öllu þessu svæöi einnig innan takmarka Galizíu. Þriðja hern- um stýrði Böhm-Ermolli og náði sá her frá Zalocze til Dubno, sem er inni í Rússlandi, og lá herlínan norður yf- ir takmörk Galizíu skamt fyrir aust- an Zalocze. Fjórði herinn var frá Dúbnó noröur aö Kolki, undir for- ustu Puhallo hershöföingja, en fimta hernum, þar fyrir noröan, stýröi Jós- eph Ferdinand erkihertogi. Á allri þessari línu höföu Austur- ríkismenn sterkar vígstöövar, sem þeir höföu haldið í marga mánuöi og því haft góðan tima til þess aö búa þar um sig. En í fyrra vetur höfðu þeir tekið þaðan þýskt lið og sent til Verdun, og þegar Austurrikismenn hófu sóknina síðastl. vor á ítölsku vígstöðvunum, höfðu þeir tekiö liö frá þessu svæði og sent þangað. Það er talið, að allur mannafli austur- ríkska hersins á þessu svæði hafi, þegar rússneska sóknin hófst, verið 900 þús., þar af 550 þús. menn vopn- aðir með byssum. Við vinstra fylk- ingararm þessa austurrískameginhers^ tók við þýskur her undir stjórn v. Linsingen hershöfðingja, og hafði v. Linsingen aðalaðsetur í Kovel, sem er langt fyrir sunnan Pripetána og langt fyrir vestan herlínuna, en yfirstjórn austurríkska hersins sat í Lemberg, og þar var Joseph Ferdinand erki- hertogi. Fyrir norðan Pripetflóana, á her- línunni alla leið þaðan og til Eystra- salts, er talið að Þjóðverjar hafi i byrjun júnímánaðar haft á að skipa 600 þús. mönnum byssuvopnuðum, og stóö sá her undir yfirstjórn Hind- enburgs hershöfðingja. Hann hafði aðalstöðvar sinar í Kovno, norður við Njemen. Eftir þessum reikningum hafa miðveldin haft í byrjun júní- mánaðar á öllum austurvígstöðvun- um 1 milj. og 150 þús. menn byssu- vopnaða. En bak við herlínu sína höfðu þau góö járnbrautasambönd og gátu því fljótlega flutt hersveitir sín- ar til eins staðar frá öðrum eftir þörfum.En að þessu leyti voruRússar miklu ver settir, þótt þeir hefðu, eins og miðveldaherirnir, varið síöastliön- um vetri til að bæta úr þessu eftir meerni. Með þvi að byrja sóknina á svo löngu svæði, vænti Brusiloff aö geta komið í veg fyrir það að miðveldaher- inn ætti hægt með að nota járnbrautir sínar til þess að færa hersveitirnar fram og aftur. Það hafði og verið ráðgert milli bandamanna, að jafn- framt og Brusiloff brytist fram aö austan skyldu þeir reyna að láta Þjóðverja hafa nóg að gera á vestur- herstöðvunum og Austurríkismenn á ítölsku vígstöövunum, svo aö úr hvor- hvorugri þeirri átt yrði lið tekiö til varnar aö austanverðu. En þetta tókst þó ekki til fulls, ]íví þegar í júní voru 4 þýskar herdeildir teknar af vesturvígstöðvunum og sendar aust- ur, og í júli voru 6—8 austurríkskar herdeildir sendar austur frá ítölsku vígstöövunum. Kom það síðan fram, einkum á suðurvígstöðvunum, að her miðveldanna hafði verið veiktur þar meira en hann þoldi, því ítalir fóru þá að hrekja hann hjá Izonso. En hitt tókst ekki, að Rússar gætu rofið her- línuna að austan. Einnig voru herir Rússa norðan við Pripetflóana settir í hreyfingu til þess að varna herflutningum þaðan suður eftir. Þar hafði Kuropatkin hershöfðingi, sem kunnur er frá ó- friðnum við Japana, tekið við yfir- yfirherstjórninni seint í febrúar og byrjað sókn á norðurhluta þeirra víg- stöðva síðari hluta marzmánaðar, en ekkert unnið á. Nú, er Brusiloff hóf sóknina að sunnanverðu, er sagt aö Kuropatkin hafi ekki þótt veita hon- um þann stuðning, sem vænst var eítir, og hafi þetta verið orsök þess, að Kuropatkin ljet af herstórninni á miðju sumri. í fyrstu árás Brusiloffs hrukku herir þeirra Pflanzer-Baltins, Böhm- Ermollis og Puhallos undan í viður- eigninni við heri Lechitzkys, Sacha- roffs og Kaledins. En her Bothmers, eða næstsyðsti her Austurríkismanna, stóð fastur fyrir og hjelt stöðvum sínum í viðureigninni við her Scher- bacheffs. Nyrsti her Austurríkis- manna, eða her Ferdínands erkiher- toga, varð viðskila við meginherinn að sunnan og hörfaði norður á bóg- inn, til þess hers Þjóðverja, sem þar var fyrir og áður er nefndur, undir stjórn v. Linsingen. Framrás Rússa varð skjótust uorður í Volhyniu og tóku þeir Lusk 8. og Dubno 11. júní. En Czernovits tóku þeir 17. júni og 24. júní hafði her Lechitzkys lagt undir sig alla Búkóvinu. Her Pflanz- er-Baltins rofnaði í tvent og misti syðri hluti' hans samband við megin- herinn og hörfaði undan yfir Kar- patafjöllin. En fyri’r norðan Buczac stóð her Bothmers fastur fyrir, svo að þar kom mikill sveigur á herlín- una, er herir Rússa komust langt vestur fyrir sunnan og norðan. Nokk- uð hrökk herlína Bothmers fyrir í ystu örmunum báðu megin svo að hún hjelt sambandi við herina, sinn hvoru megin, sem undan viku. Rúss- ar náðu bæði Buczacz og Salocze. En meginher Bothmers stóð eftir viður- eignina hjer um bil á sömu stöðvum og hann var á þegar hún byrjaði. Fyrir norðan hann hjeldu herir þeirra Sacharoffs og Kaledins lengra og lengra vestur á við. í Volhyníu eru þrjár kastalaborgir, sem Rússar háfa víggirt sem aðalherstöðvar á þessu svæði: Lusk vestast, Dubno, þar fyr- ir sunnan og austan, og Rovno, norð- austur frá Dubno. Tvær af þessum víggirtu borgum tóku Austurríkisher- irnir í fyrra, Lusk og Dubncö, en Rovno náðu þeir ekki. Nú fjellu hin- ar tvær aftur í hendur Rússa þegar í byrjun sóknarinnar, eins og áður segir. Dubno stendur við ána Ikva, sem fellur í Styr, en Styr fellur til norðurs út í Pripet, og við Styr stend- ur Lusk. Þessar ár mynda þarna ásamt hinum víggirtu borgum eölil. varnar- línu, er þó var rofin af miðveldahern- um í fyrra, og eru borgirnar viggirtar af Rússum til þess af hafa þaðan vald yfir opinni leið frá Suður-Rússlanditil Póllands á svæðinu milli Galizíu og Pripet-flóanna, og auk þess er þaðan opin leið til árása á Lemberg. Nú hrukku herir Austurríkismanna fyrir á öllu þessu svæði.Norðan viðZalocze hjeldu Rússar inn í Galizíu, í áttina til Lemberg, og fyrir vestan og norð- an Lusk hrukku Austurríkismenn fyr- ir til árinnar Stokhod, sem rennur til norðurs út í Pripet nokkru vestar en Styr. Syðsti her Rússa fyrir norðan Pri- petflóann, sem var undir stjórn Ev- erts hershöfðingja, gerði árás á her- línu Þjóðverja þar rjett fyrir miðjan júní, en vann ekki á, og sú árás gat ekki hindrað það, að Þjóðverjar sendu að norðan mikinn her til varn- ar Kovel, en þangað stefndu Rússar árásum sínum norðvestur frá Lusk. Þangað kom og her sá, sem Þjóð- verjar tóku frá vesturherstöðvunum, og var hann kominn austur 17. júní. Með þessu liði að vestan ásamt því, sem Hindenburg sendi að norðan, haföi nú v. Linsingen safnað svo miklum her á stöðvarnar milli Kovel og Pripet, aö hami rjeðst á Rússa viö Stokhod-ána í síðustu viku júní og urðu þeir að hrökkva þar undan, svo að framrás þeirra á því svæði var þar með stöðvuð um hríð. En eins og áð- ur segir sendi nú yfirstjórn rússneska hersins heilan her.sem áður hafði ver- ið norðan við Pripetflóana, suður eftir, undir stjórn Lesh hershöfðingja, og varð þá aftur framsókn af hálfu Rússa. Var barist þarna af miklum ákafa í júlí og fram í ágúst. En þá fer að draga úr sókn Rússa og hjelt miðveldaherinn stöðvunum við Stok- hod og vestan við Lusk. Smám sam- an stöðvaðist einnig framrás Rússa sunnar, í Galizíu, nokkru fyrir aust- an Lemberg, og í Búkóvinu við Kar- patafjöllin. Er árangurinn af sókn Pússa sá, nú í byrjun vetrarins, að þeir hafa tekið alla Búkóvínu, svæði af Galizíu austan við Lemberg, og fært herlínu sína nokkuð vestur fyrir Lusk á svæðinu þaðan norður að Pripet. En síðan í ágústlok hefur þótt mestu skifta viðureignin við Rúmena, enda hefur ekkert stórvægilegt gerst annarstaðar á austurvígstöðvunum síðan. Það vetrar snemma í Karpata- fjöllunum. í september var þegar tal- að um, að þar væru komnar hríðar og snjóar til hindrunar umferð. Síðustu frjettir. Það er lítið um fregnir frá víg- stöðvunum í skeytum hingaö síðustu vikuna. Þó er það sagt frá Verdun, að Frakkar hafi nú náð aftur úr höndum Þjóðverja þorpinu Vaux, sem lengi var barist um áður, meðan Þjóðverjar voru aö ná því. Er þaö þá orðiö töluvert, sem Þjóöverjar hafa hörfaö til baka við Verdun. Italir sækja fram á suöurvígstöðv- unum, og ein fregnin segir aö þeir hafi tekiö nokkur þúsund fanga á Carso-sljettunni. Verslunarkafskipið „Deutschland" er sagt komið vestur til Ameríku í annað sinn, og annað þýskt kafskip, U. 53, er sagt komið lieim til Þýska- lands frá Ameriku. Stjórnir miðveldanna hafa nú lýst því yfir, að Pólland verði sjálfstætt konungsríki með þingbundinni stjórn, en landamæri verði þó ekki ákveðin til fullnustu fyr en að ófriðnum lokn-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.