Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 15.11.1916, Qupperneq 2

Lögrétta - 15.11.1916, Qupperneq 2
196 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á lslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi r. júlí. hreyfivjelum og fjórum vjelbyssum, og auk þess með tækjum til þess aS kasta frá sjer sprengikúlum. 8 menn kvað þurfa á hverja af þeim flugum. Þar eru loftskeytatæki og ljósverpir. Hraði þessara vjela kvaS geta veriö alt aö 210 km. á klukkustund. Einnig er sagt frá nýrri flugutegund hjá Frökkum, sem að eins er notuö til njósna fyrir stórskotaliöiö og hefur tvær hreyfivjelar. Þaö er tvíþilja og heitir „Caudron-fluga“. Af þessu má sjá aö flugvjelageröin er í stööugri framför nú á stríöstím- anum. Flugvjelarnar skifta nú mörg- um þúsundum á orustustöðvunum. SíÖustu frjettir. Símskeyti til Lögr. 12. þ. m, segir að blóðugir bardagar haldist á öllum vígstöðvunum. En ekki er getið um neina stórviðburöi þar i fregnskeyt- unum hingaö síöustu vikuna. Helst er það, að her Mackensens hafi nú tekið alt Dobrudscha-hjeraöið, og mátti búast við aö svo færi. Enska blaðið „Daily Mail“ gerði nýlega ráð fyrir, aö fara mundi um Rúmeníu eins Og áður um Serbíu og Monte- negró. Nýlega var sagt, að miklir bar- dagar stæðu yfir á austurvigstöðv- unum, fyrir vestan Lusk, en um á- rangur þar hafa engar fregnir kom- ið. Á vesturvígstöðvunum er í sífellu barist. Ein símfregnin sagði fyrir fá- um dögum, að Þjóðverjar væru þá að skjóta á Reims af miklum ákafa. Frá suðurvígstöðvunum sagði ein fregnin, að ftalir væru að halda und- an hjá Travigna, og önnur, að þeir væru að skjóta á Póla, herskipahöfn Austurríkis við Adríahaf. Út af ákvæðum norsku stjórnar- innar um hernaðarkafbáta i land- helgi Noregs, sem áður liefur verið frá sagt, hafa verið ýfingar milli hennar og þýsku stjórnarinnar. Þýsk blöð mótmæla því, að kafbátum sjeu settar aðrar reglur af hlutlausum ríkj- um en herskipum yfir höfuð og segja að Norðmenn láti Englendinga ráða fyrir sjer í þessu máli. „Hamb. Fremdenbl.“ frá 22. október segir að enginn norskur sjómaður hafi mist lífið við þýska kafbátahernaðinn í íshafinu. Kafbátarnir hafi annast um að koma skipshöfnunum til hafna. FORSETAKOSNING BANDARÍKJANNA. Hún átti að fara ram 4. þ. m. 10. þ. m. komu hingað símskeyti, sem sögðu Hughes dómara kosinn. Síðan kom símskeyti, 12. þ. m., sem segir Wilson kosinn með 34 atkv. meiri hluta, og það er staðfest af skeyti, sem Mrg.bl. flutti í gær og segir Wilson hafa fengið 269 atkv., en Hughes 235. EYGEN CZERNEL. Myndin hjer er af ungum lækni ungverskum, Dr. Czernel, sem fræg- ui er orðinn fyrir að hafa fundið geril, sem valdur er að vissri tegund taugaveiki. Hefur sú veiki nú í stríð- inu mjög lagst á rússneska og tyrk- neska hermenn. Meðal þeirra, sem hún hefur orðið að bana, er hinn gamli og frægi hershöfðingi Þjóð- verja v. Goltz, sem andaðist austur í Bagdad. Veiki þessi er talin ein hin smitsamasta veiki, sem sögur fara af, og þykir því mjög erfið viður- eignar. — Dr. Czernel er búsettur í Wien og er þar gerlafræðingur i þjón- ustu stjónarinnar. SKppfbsa fP fttthjf-.gcíccourr^'^/ Roctþngn^ HtVbutcf tfdeLasigrj.; W fMiraumoní -Hamcl • lill&court^^ krflCoufO* ftHransluý „J \ "dsMonti/ rs\cMfivroú Sailly ASajlliliel ^//feillért :v...■ -1 ’/Avciuy 1 I ; v '■■■ frdettrs lorlancourtW '/Suzani\e/ / ninP.hem'NN ^éricóurt’ 'Jjur-Somjrfie Htí/z /J^Barleux ifZicv'r J&wsr 'VilJcrs-Carboi mucmirr jHértcvií Á myndinni hjer er sýndur laiidvinningur bandamanna í orustunum við Somme. Hin mikla sókn þeirra þar byrjaði 2. júlí og myndin hjer sýnir árangurinn eftir rúmlega þriggja mánaða viðureign, snemma í október. Skálínurnar sýna það svæði, sem unnist hafði frá 2. til 26. júlí, en lóð- rjettu línurnar sýna það, sem unnist hefur frá 26. júlí og nokkuð frarn í október. YFIRRÁÐHERRAMORÐIÐ í WIEN. Þess er áður getið, að yfirráðherra Austurríkis, Stúrgkh greifi, var myrt- ur 21. f. m. Hann var staddur í veit- ingahúsi í Wien, sat þar með öðrum manni. Gekk þá að honum Adler rit- stjóri, sem setið hafði þar skamt frá, og skaut á hann þremur skammbyssu- skotum, og fór eitt gegnum höfuð hans. Yfirráðherrann var þegar ör- endur, en Adler var gripinn. Hann er talinn geðveikur. Hafði hann verið á jafnaðarmannafundi kvöldið áður, deilt þar hart á stjórnina og ráðið til uppþots, en aðrir mæltu í móti hon- um og fjekk hann ekki fundinn á sitt mál. Hafði hann þá sagt, að þótt þeir eklci vissu, hvað þeir ættu að gera, þá vissi hann, hvað hann ætti að gera. En úr því varð þetta. Fritz Ad- ler er fæddur 1879, af góðum ættum, faðir hans ríkisráðsmaður. En Adler yngri hefur verið mjög æstur jafnað- armaður. Tímarit, sem hann gaf út, var gert upptækt í byrjun stríðsins, en siðan stofnaði hann annað, vís- indalegt mánaðarrit, sem haldið hef- ur fram kenningum jafnaðarmanna. Hann segir enga hafa verið í vit- orði með sjer um morðið. Prjettir. Veðrið. Eftir frostakafla óg norð- anátt um tíma að undanförnu, sner- ist veðrið til þíðu nú í byrjun vik- unnar. Hefur síðan verið 6—9 st. hiti á daginn. Klukkan á að færast aftur um 1 klt. í nótt, sem kemur; verða þá vísirarnir færðir á 12 þegar hún er 1. Dáinn er nýlega í Hafnarfirði Jörg- en Hansen áður kaupmaður þar, fað- ir þeirra Ferd. Hansens kaupm. í Hafnarfirði og J. Hansens bókhald- ara hjer í bænum, dugnaðarmaður á sinni tíð oe vel látinn. Silfurbrúðkaup áttu í gær Jón Einar Jónsson prentari og kona hans Sigurveig Guðmundsdóttir. Bjarni Ásgeirsson frá Knararnesi er nýfarinn hjeðan til útlanda til þess að kynna sjer búskap í Danmörk og víðar á Norðurlöndum. Elías Stefánsson útgerðarmaður kvað nú hafa keypt botnvörpuskipið Eggert Ólafsson, sem áður var hluta- fjelagseign og E. St. einn meðal eig- endanna og framkvæmdastjóri út- gerðarinnar. Nú er hann þá einn orð- ir,n eigandi skipsins. , Mannfjöldi kaupstaðanna. Ibúar Reykjavíkur voru um síðastl. áramót, I segja Hagtíðindin, 14145, Akureyrar i 2090, ísafjarðar 1778, Hafnarfjarðar I 1766, Vestmannaeyja 1661, Seyðis- * fjarðar 902. Skipaferðir. Goðafoss fór frá New- York 9. j). m. — ísland fór frá Leith á laugard., væntanlegt hingað á morg- i un. — Flóra fór frá Bergen áleiðis hingað í gær. — Gullfoss kom til Ak- ureyrar á mánud. Hjálpræðisherskastalinn nýi var vigður kvöldið 11. þ. m. eða sam- komusalur hans, af Madsen major. Kveðjusamsæti var sjera Sigurði Gunnarssyni prófasti haldið í Stykk- ishólmi 29. f. m. Hann er nú fluttur hingað til bæjarins. Samsætið var fjölment og afhenti eftirmaður hans, sjera Ásm. Guðmundsson, honum að gjöf frá sóknarmönnum silfurbikar, sem í voru 1300—1400 kr. í gulli og silfri, og flutti ræðu til heiðursgests- ins. Ýmsar fleiri ræður voru fluttar og kvæði sungið eftir sjera Lárus Hall- dórsson á Breiðabólstað. Matth. Þórðarsyni ráðanaut vikið frá. Fyrir nokkrum dögum heyrðist það, að ráðanaut Fiskifjelagsins væri vikið frá stöðunni, eða stjórnin hefði neitað að borga lengur út laun hans, og er það talið víst, að grein hans um ensku samningana valdi þessu. En sje svo, þá á stjórnin ámæli skilið fyrir afsetninguna. Því hvaða mál snertir fremur það starf, sem ráða- nautnum var falið, en einmitt þetta, sem hann skrifaði grein sina um? Og því átti hann að þegja yfir áliti sínu á því máli? Vel má vera, að álit hans sje í ýmsum greinum ekki rjett. En það er annað mál. Hann hafði engu að síður rjett til að koma fram með það; enda þótt hann ætti laun sín und- ir stjórninni og væri að nokkru leyti hennar starfsmaður. Hún hafði ekki leitað álits hans um málið, enda þótt það lægi beinlínis innan verka- hrings hans, þar sem ræða var um upplýsingar um verðlag á vörum erlendis. Þess vegna mun hann hafa valið þá leið, að skrifa um málið í blöð, í stað þess að senda stjórninni brjeflega álit sitt, Menn hafa ekki heyrt þess getið áður, að nein óánægja væri yfir starfi . hr. M. Þ. og skýrslur, langar og fróð- legar, hafa iðulega birtst frá honum, sem Lögr. hefur heyrt menn tala um, að svo mikið taki fram t. d. skýrsl- um fyrv. verslunarráðanauts, að ekki sje saman berandi. Flóabátur Breiðfirðinga hinn ný- smíðaði, „Svanur“, kom ekki til þeirra fyr en nú 12. þ. m. Hann er smíðaður á Ring Andersens skipa- smíðastöð í Svendborg, og kom full- fermdur af vörum. í Lerwjck var honum haldið í 10 daga. Hann fjeklc vont veður á leiðinni, en sagt að hann hafi reynst vel. Báturinn hefur 80 h. a. Bolindervjel og á að geta farið 8-9 milur á vöku. Stærðin er 75 smál. og rúm hefur hann fyrir 10 farþega. Einar H. Kvaran rithöf. hjelt síö- astliðið sunnudagskvöld fyrirlestur „um mótþróann gegn rannsókn dul- arfullra fyrirbrigða". Var salurinn, í Bárubúð, troðfullur, eins og jafnan, er Einar flytur fyrirlestra. Á eftir voru leyfðar frjálsar umræður og stóðu þær yfir, ásamt fyrirlestrinum, frá kl. 5 til 8-}4 um kvöldið. Meðan umræður fóru fram stýrði Halldór Daníelsson yfirdómari fundi. Ekki tóku aðrir til máls, auk fyrirlesara, en þeir Haraldur Níelsson prófessor Nýjustu bækur: GLÍMUBÓK. Gefin út af Iþróttasambandi Islands. Með 36 myndum. Verð kr. 2.75. KNATTSPYRNULÖG. Gefin út af íþróttasambandi Islands. Með uppdráttum. Verð kr. 0.50. Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Nyjar bækur: JÓN TRAUSTI: TVÆR GAMLAR SÖGUR. Verð innb. 4.00, í kápu 3.00. SIGURÐUR MAGNÚSSON: BERKLAVEIKI OG MEÐ- FERÐ HENNAR. Verð 1 kr. JULES VERNE: DULARFULLA EYJAN. Verð kr. 0.60. CONAN DOYLE: MORÐIÐ í LAURISTONSGARÐINUM Verð kr. 0.70. Fæst hjá bóksölum. Adalútsala í Bankastræti 11. t>ór. B. Þorláksson. atæi og Gísli Sveinsson lögmaður, hinn síðarnefndi til andmæla hinum tveim- ur. Er hjer ekki rúm til að rekja að nokkru ráði efni fyrirlestursins nje umræðanna, en þær fóru vel fram, og er gott að menn greiði þannig úr ágreiningsmálum sínum. Báðir máls- aðilar hafa áður rætt þessi efni hjer í blaðinu. Haraldur prófessor gat þess þarna, að eftir að hann hefði haldið fyrirlestur sinn um manngervinga- fyrirbrigði, nú fyrir skömmu, hefðu sjer verið sendar 300 kr. frá gefanda, er ekki vildi láta sín getið, með þeim ummælum, að fjeð yrði upphaf til sjóðsmyndunar, sem verja skyldi til þess að fá hingað góðan miðil frá útlöndum, og kvaðst hann geyma fjeð í því skyni og vænti, að einhverjir yrðu til þess að auka þann sjóð. Kosningin í Mýrasýslu. Af henni ganga hjer slíkar sögur, að óhugs- andi virðist annað, ef þær eru sannar, en að sú kosning hljóti að verða ó- nýtt af alþingi, þegar til kemur. Það er sagt um tvo hreppstjóra þar úti á Mýrunum, að þeir hafi riðið út með kjörseðlana í vösunum, fært mönnum þá heim til þeirra, og látið þá kjósa þar, stungið síðan atkvæðaseðlunum á sig og lagt þá svo fram á kjördegi. Enginn efi getur á því leikið, að í kosningalögunum er ekki ætlast til þess, að kosning fari fram á þennan hátt, þótt ákvæði laganna kunni að vera óljós að sumu leyti um afskifti hreppstjóra af kosningunum. Sög- urnar segja, að annar hreppstjórinn, sem þannig hafi farið að, sje hinn nýkosni þingmaður Mýramanna, Pjet- ur i Hjörsey. Skallagrí*iur. Á sunnud. var tókst björgunarskipinu Geir loks að ná Skallagrími á flot, og dró hann síðan it-n á höfn. Er skipið talið að mestu óskemt, en á sjávarbotni hefur það nú legið í 3 vikur. Þrír menn drukna. 4. þ. m. fórst bátur frá Kviabryggju við Grundar- fjörð. Hann var á siglingu heimleiðis úr fiskiróðri, en norðanveður hvast, og hvolfdi bátnum. Fjórir menn voru á honum og komst einn á kjöl, Jón Ólafsson að nafni, og var honum bjargað af vjelbáti frá Grundarfirði. En hinir þrir druknuðu: Sigurður Ólafsson, formaður bátsins, bróðir þess, sem af komst, barnlaus ekkju- maður, Kristfinnur Þorsteinsson, er lætur eftir sig konu og tvö börn ung, og Ingvar Bjarnason, unglingspiltur. „Sýður á keipum". Lögr. er skrif- að: „Mjög góð þykir mjer saga Jóns Trausta „Sýður á keipum“ í nýju bók- ir.ni hans. Jeg held að það sje ein- hver allra besta saga hans. Hin sag- an þykir mjer einnig góð en þó ekki eins. Karlarnir í fyrri sögunni eru mínir menn.“ Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1917 liggur nú fyrir bæjarstjórn- inni til umræðu og eru þetta helstu Nýja Bókbandsvinnustofan tekur að sjer alla vinnu, sem að bók- bandi lýtur og reynir aö fullnsegja kröfum viSskiftavina sinna. Bókavin- ir, laitrarfjelöf og afirir ættu þvi að koma þanja*. — Útvegar allar bækur er fáanlefar eru. Þimfkaltastmti í (Gutenberg). Brynj. Magnússon. útgjaldaliðirnir þar: til vegabóta 49, 400 kr.; til viðhalds vega 6000; til götuljósa 7500; til snjómoksturs og klakahöggs 8000; til vatnsveitunnar 37750, en tekjur af henni taldar 56000, þar af 8000 af vatnssölu til skipa; til að veita fátæklingum vinnu 30000, en talið að af því komi inn 20000 fyr- ir grjótmulning; til viðhalds og end- urbóta á fasteignum 9000; stjórn bæj- arins 18400; til fátækraframfæris 76300; til þurfamanna utan sveitar 18400; til Barnaskólans 53200; til gasstöðvarinnar 40000, þar af 5000 til aukningar, en tekjur af henni taldar 35000; til vaxta og afborgana lána, annara en vatnsveitu, gasstöðvar og baðhúss, 88000. — Mismunur á tekj- um og gjöldum verður 287915 kr., er jafnað verður niður. Bókmentafjelagið. Þess var ekki getið, er Lögr. sagði frá afmælishá- tíð fjelagsins í sumar, að þá voru þessir menn gerðir þar að heiðursfje- lögum: Vilhelm Thomsen prófessor í Khöfn, Axle Olrik prófessor í Khöfn, J. E. Sars prófessor í Krist- janíu, Hjálmar Falk prófessor í Krist- janíu, Axel Kock prófessor í Lundi, L. Fr. Láffler prófessor í Djursholm, W. A. Craigie prófessor í Oxford, Paul Hermann prófessor í Torgau, R. C. Boer prófessor í Amsterdam, Hugo Pipping prófessor í Helsing- fors, Jón Jónsson prófastur á Stafa- felli, Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð- m í Reykjavík. Nýja altaristaflan í Víðidalstungu- kirkju. Úr Húnavatnssýslu er Lög- rjettu skrifað: „.... Seint í sum- ar var afhjúpuð í Víðidalstungu- kirkju ný altaristafla, sem frú Mar- grjet Eiríksdóttir á Lækjamóti gaf kirkjunni. Taflan er máluð af Ásgrími Jónssyni málara, fallegt verk og vand- að, sem á að sýna Krist, er hann heldur fjallræðuna. Þegar altaristafl- an var afhjúpuð, sem var á sunnu- degi, rjett fyrir messu, afhenti gef- andinn hana með svohljóðandi ræðu: „Þessa altaristöflu, sem þið, hátt- virtu sóknarmenn, nú sjáið afhjúpaða, vil jeg hjer með afhenda að gjöf söfnuðinum í núverandi Víðidals- tungusókn og þá sóknarnefndinni til umsjónar, hver sem hún kann að verða.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.