Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.11.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 22.11.1916, Blaðsíða 4
196 LÖGRJETTA Fyrri myndin sýnir hiö gamla ríkisflagg Póllands og hina gömlu konungskórónu þess, er hjálmur kemur í staðinn fyrir á stríCstímum. — síöari myndin sýnir þýska hermenn í Belgíu á leitS inn í kirkju til aS hlýöa messugjörtS, en þeir eru mjög kirkjuræknir. göngurnar hjá okkur í þetta skifti. Þegar litiö er á áætlun skipa hins ísl. eimskipafjelags, viröast manni sam- göngurnar hjer vera í góöu lagi, því eftir áætluninni á t. d. GoSafoss aö koma 10 eða 11 sinnum á árinu á Norðurfjörð. En áætlun þessi er að- eins í orSi en ekki á borSi, því skipiS kemur ekki á þessa höfn nema þegar stjórn eöa skipstjóra þóknast að gera þaS, þrátt fyrir þaö, þó áætlunin segi að skipiS eigi aö koma þar. Af þessu getur enginn reitt sig á skipiö, maS- ur veit aldrei hvort þaS muni koma eSa ekki, eöa hvenær, enda þó skip hins Sameinaöa fjelags alt af geti haldiS áætlun. EimskipafjelagiS ís- lenska tók aS sjer — sem kunnugt er — aS bæta úr brýnustu strandferða- þörfinni og fær fyrir þaS 75 þús. kr. úr landsjóði. En hvernig bætir nú fje- lagið úr þessari brýnu þörf. Þannig aS þaS neitar verslununum hjer um flutning með skipum sinum, bæSi á erlendum oginnlendum vörum. Versl- anirnar eru nú þannig settar, aS þær hafa engar samgöngur hvorki viö út- lönd eSa innlenda verslunarstaSi aðrar en meö skipum Eimskipafjel. Þegar þau fást ekki til þess aS taka vörurnar til þeirra, verSa þær eSlilega aS flýja á náðir þess sameinaSa, en meS hvaða kjörum? MeS þeim kjörum aS versl- anir þessar verSa aS borga þrefalt flutningsgjald á vörunum, og sjá all- ir hve afarþungar búsifjar þetta eru fyrir sveitir þær, er fyrir þessu veröa. Og ekki nóg meS þaS, aS skipin fást ekki til aS flytja vörur fyrir einstak- ai verslanir, heldur fást þau ekki til þess aö flytja flutning fyrir einstaka menn hafna á milli. Og má því til sönnunar geta þess aS Goðafoss var ófáanlegur til aS taka flutning frá ReykjarfirSi til ísafjarSar og Reykja- vikur síðast er hann var á ferSinni. Af því aS skipin hafa nú jafnmikinn landsjóðsstyrk og þau hafa, og af því aS fjelagiS hefur skuldbundiS sig til aö bæta úr strandferSaþörfinni, og loks af því aö fjelagið er íslenskt fjelag, hugsaSi allur almenningur, aS fjelagiö mundi láta þá staði sitja fyr- ir með flutning, sem engin samgöngu- færi hafa önnur en skip þess, en þess- ar vonir manna hafa algjörlega brugSist, og er þaö leitt, því slíkt veikir þaö traust, sem menn báru til fjelagsins og gerir skarð í vinsældir þess meSal landsmanna. Manni virS- ist aS fjelagiö eigi ekki eingöngu aö vera gróöafjelag fyrir hluthafana, þaS á aS vera gróðafjelag líka fyrir al- menning, með því aö gera samgöng- urnar greiSfærari og hagfeldari. Og afskektu sveitirnar eiga líka sann- girnis, og jeg vil segja lagalegan rjett til aS njóta svipaðra hlunninda aö því er samgöngurnar snertir eins og aörar sveitir og hjeruö landsins. Mönnum sárnar þetta því fremur sem menn unnu fjelaginu íslenska af al- huga, og væntu sjer af því hins besta. Því sárari eru vonbrigSin. En von- andi og‘óskandi er aS fjelagið eða stjórn þess bæti úr þessu eftir föngum næsta ár og ávinni sjer með því traust og vinsældir a 11 r a íslend- inga. — Mikill hugur er nú í Norð- mönnum að setjast hjer aö til síld- veiða. SíSustu árin hafa aöalsíldar- stöðvarnar hjer norðan lands veriS á vestanverðum Húnaflóa og meS Ströndum. Þess vegna er nú oröiö hægast að reka síldarveiöarnar hjeS- an. Sjerstaklega eru þaS 2 firðir hjer, sem virSast vera einkar vel lagaöir fyrir síldarveiðar, og eru þaS Ingólfs- fjörður og Reykjarfjöröur. SíSastliS- ið sumar voru 2 útgerSarmenn á Ing- ólfsfirSi og veiddu vel, og nú eru margir búnir aS tryggja sjer þar staði eftirleiöis, og nokkrir í Reykj- arfiröi. Sumir hugsa gott til komu NorSmanna, en þó munu nú æði skift- ar skoSanir manna um hag þann sem nálægar sveitir hafa af þeim þegar öll kurl koma til grafar. Efalaust kemur töluvert fjefrá þeim inn í sveit- irnar, en þeir taka líka hvern einasta vinnandi mann — bæði karla og kon- ur — frá bændunum, svo þeir standa einir eftir meS skepnur sínar, og margir telja víst aS þeir muni lika hafa ill áhrif á fiskiveiSarnar og spilla þeim. En auövitaS leiöir fram- tíðin alt þetta í ljós, en illa færi ef þessar síldarveiSar yrðu bæði til þess aö eyðileggja landbúnaöinn og fiski- veiSarnar líka. LandbúnaSurinn má þó tæpast viS því aS falla dýpra en hann er, og er það áhyggju- og um- hugsunarefni flestra hugsandi manna meSal bænda, hvernig best sje að reisa hann viS og tryggja hann. Landbún- aöurinn er og verSur þó — þegar öllu er á botninn hvolft — besti og trygg- asti atvinnuvegurinn okkar, en ekki síldarveiöi og togaraveiöi, enda þó aö þær atvinnugreinar viröist nú ætla aö draga til sín alt og alla sakir hins mikla arðs, er þær veita á tiltölulega stuttum tíma. Þing og stjórn á mikiö verk fyrir höndum ásamt bændum aS gera landbúnaðinn arövænlegri og tryggari en hann er nú, en takast má það eflaust, ef allir leggjast á eitt, og þaö verða allir aS gera, er hjer eiga hlut aö máli.—MikiS mein er það fyrir sveitirnar hjer norur frá, hvaö afar- erfitt er aS ná til læknis inn á Hólma- vík, og verður þaö ekki gert nema meö löngum tíma, mikilli fyrirhöfn og ærnum kostnaði. AS vísu er skylt aö játa þaS, aö læknir vor er læknir góður, fljótur til er hann er sóttur og ágætur feröamaöur, en erfiSleikarnir eru þeir sömu fyrir það. Læknishjer- aöiö er aS visu stofnaö fyrir löngu með læknissetri í ReykjarfirSi, en enginn hefur viljaS sækja um þaS hingað til, og má það undarlegt heita, þar eö þaS hjerað meS þeirri sjerstöku uppbót er því er heitið samkvæmt síöustu fjárlögum, er engu lakara en mörg önnur læknishjeruð, enda líka mjög líklegt að fólk fjölgi hjer aö miklum mun á næstu árum, og þar af leiðandi ætti læknir hjer að hafa æöi mikið að gera, og ekki er verra aS lifa hjer en víöast annarstaöar á land- inu, og fólk hjer alt eins vel ment og myndarlegt og gerist í öðrum sveitum landsins. Vonandi er að ein- hver af þeim kandidötum í læknis- fræði, sem nú eru aS útskrifast, sæki um ReykjarfjarSarhjeraS, og treysti jeg því að landlæknir vor hvetji held- ur en letji einhvern þeirra til þess. — Þá er símaleysi hjer norSur frá til stórbaga öllum almenningi, eink- um þó kaupmönnunum og síldarveiða- mönnunum. Hvernig stendur annars á því aö símaleiöin noröur á Reykj- arfjörð var ekki rannsökuö í sumar, eins og síöasta þing ákvað ? Þaö verS- ur óumflýjanlegt aS leggja síma norð- ur undir eins á næsta fjárhagstíma- bili. Þörfin á því er oröin svo mikil, og hún vex alt af meir og meir, eink- um og sjer í lagi þurfa útgerSarmenn- irnir símans með. — AS endingu skal jeg geta þess aö alment eru menn vel ánægöir meö úrslit landskosninganna, og vona aö hjeraSakosningarnar hafi gengið á svipaSan veg. -— BiS jeg svo Lögrjettu vel aS viröa þessar flýtis- línur, og óska henni góös gengis í framtíðinni. — 31. okt. T6. S. Eftirmæli. Guðni Einarsson. Hinn 10. okt. s. 1. ljetst aö BorS- eyri Guöni Einarsson, fyr bóndi að Óspaksstöðum í HrútafirSi. Bana- mein hans var heilablóSfall. Guöni sál. var fæddur-2. sept. 1858. Foreldar hans voru fátæk en merk bændahjón, er lengst af voru búandi í HrútafirSi, og ólst hann upp hjá þeim. Snemma kom þaö í ljós, aS hann var óvenjulega námfús og góS- um námshæfileikum gæddur. En á þeim tíma var erfitt fyrir unglinga aö fá svalað námsþrá sinni; urðu flestir aö láta sjer lynda það, er þeir gátu veitt sjer sjálfir. Og við þann kost varS Guðni sál. aö sætta sig, sem aðrir. En þó er því enn viöbrugSiS í Hrútafirði, hversu fróðleiksnæmir og fjölfróSir þeir voru í æsku GuSni sál. og Jón bróöir hans, sem nú er bóndi í Foam Lake nýlendunni í Sask. Can. Um þritugsaldur kvæntist GuSni sál. og gekk að eiga GuSrúnu Jóns- dóttur, bónda í Hvituhlíð, Jónssonar. Hófu þau búskap þaö hiS sama ár er þau giftust, aS Oddsstöðum í Hrútafirði. En að því ári liSnu flutt- ust þau að Óspaksstööum í HrútafirSi og bjuggu þar í samfleytt 17 ár, eða þar til er GuSrún ljetst, 30. maí 1906. Þá brá GuSni heitinn búi og fluttist aS BálkastöSum í HrútafirSi. Var hann síöan þar til heimilis meSan hann liföi. Þeim GuSna og GuSrúnu varö 9 barna auöiö. Dóu 3 þeirra í æsku, en 6 lifa og eru þessi: 1. Jón, prestur á StaSarhóli. 2. ValgerSur; útskrifuS af kennara- skólanum. 3. GuSjón Hafsteinn, nemandi í Flensborgarskólanum. 4. Sigurlaug. 5. Jóhanna. 6. Einar Ingimar. Eru þrjú hin síöast töldu á fóstri með skyldfólki sínu. Öll þau ár, er GuSni sál. bjó og enda lengur gegndi hann margvísleg- um trúnaðarstörfum fyrir sveitarfje- lag sitt. Hann var hreppsnefndarmað- ur og oddviti hreppsnefndar í mörg ár, hreppstjóri um tíma, sýslunefnd- armaSur í nokkur ár, o. s. frv. Öll- um þessum störfum gegndi hann meS hpurS og vandvirkni. Um önnur störf hans utan heimilis má geta þess, aö hann var um 30 ár starfsmaSur viS Riis-verslun á BorSeyri; lengri eöa skemri tima af árinu. Og í þjónustu þeirrar verslunar var hann er hann ljetst. Alla æfi sína mátti GuSni sál. telj- ast fátækur, en komst þó vel af með barnahópinn sinn. Naut þar eigi síö- ur aS konu hans, er var hvorttveggja skörungur og kvenval. En eftir að hennar misti viS tók hann aS setja l'örn sín til menta, eftir því sem þau komust á legg. Mun það nær því eins- dæmi aS maður hafi af jafnlitlum efn- r.m lagt eins mikið fram til þeirra hluta sem hann. ÞaS mun dómur flestra þeirra, er þektu GuSna sál., að eigi geti áreiö- anlegri mann nje orðheldnari í við- skiftum en hann var. Er óhætt að segja að áreiSanlegleiki hans var samur og jafn, hvort sem um smátt eða stórt var aö ræða. En það sem lengst heldur minn- ingu GuSna sál. á lofti meöal þeirra er kyntust honum, eru mannkostir hans. Vinir hans munu lengi minn- ast glaSlyndis hans og trygglyndis, eins og þeim mun líka veröa þaö minnisstætt, hversu hann var hreinn og falslaus í hjarta. — Er óhætt aS fullyrða, aö gleymst hefur gleSi á mörgum heimilum í Hrútafirði og víöar, þann daginn, er spurðist lát GuSna Einarssonar. Nokkrar húseignir á góSum stöSum í bænum fást keypt- ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viötals í veggfóðursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kl. 3—6 síðdegis. er best til at bestille Lod i det bekendte og afholdte HanskeKolonialtKlasseHnlleri statsgaranteret og statskontrolleret som allerede om kort Tid begynder en ny Serie. Hver Serie besfaar al li Klasser Siersle Oeviistl.lill.Klasseeull. Frcs. 100000,00. 15te Klasse evtl. ilelse Paragraf 9 1 Planen 1S0D000 trcs. (En million Franos). Storste mulioe Oeuinstchance. Loddenes Fris pr. Klasse: ModKr.51 '|2 Lod Kr. 11,20, \ loililer Hr. 22,20. Deltagelse fra Begyndelsen af er at anbefale, ligeledes maa tilraades paa Grund af den lange Afstand að ind- sende Indsatsbelöbene for det hele Lotteri, eller i det mindste for nogle Klasser i Forvejen, da Loddene altid maa være betalt senest Dagen för hver Træknings Begyndelse. Intet andet Lotteri har ved et Lodantal of kun 50000 tlnmre m iffliis oo betvdelíge fievinstor oo Præmier som Dansk Koloníal íKlassel lolleri. Omgaaende Bestilling er onskelig:, da mit Forraad af Lodder for nye Spillere kun er ringe. Rob. Ih. Scbfoior. Firma grundlagt 1870. Studiestræde 10. Postbox 25. KÖBENHAVN, K. Den officielle Plan vedlægges en- hver Bestilling. Schannongi Monument-Atelier, Ö. Farimagsg. 42. Köbenhavn. = Katalog gratis. ■ ■■■ Söðlasmíða- og aktýja-vinnustofa Grettisgötu 44 A. TekiS á móti pöntunum á reiStýgj- um og aktýgjum og fl. tilheyrandi. ASgerSir fljótt og vel af hendi leystar. EGGERT KRISTJÁNSSON. PrentsmiSjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.