Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.12.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.12.1916, Blaðsíða 2
208 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. Eftir kosningarnar. 11. Fjölgun ráðherra. I Úrslit kosninganna, þau aö enginn flokkur hefur náð meiri hluta, hafa orSiS til þess, ásamt ööru fleiru, aö talsvert er nú talaö manna á milli um fjölgun ráöherra, sem hina einu færu leiö til þess aö mynda stjórn, er hafi meiri hluta þings við að styðjast. Og hugsa menn sjer þá að ráöherrarnir verði j>rir, með jöfnum atkvæðisrjetti á ráðherrastefnum, og þess vegna í rauninni með jöfnum völdum, þótt einn þeirra verði forsætisráðherra. Að hafa tvo ráðherra, og sje annar þeirra jreim mun voldugri, að hans atkvæði ráðþ ef þá tvo greinir á, eins og far- ið var fram á í frv. Einars Arnórs- sonar á síðasta þingi, viröist ótiltæki- legt, því aö annar ráðherrann yrði þá einungis undirtylla hjá hinum, og hef- ur það fyrirkomulag enga kosti, en ýmsa ókosti, fram yfir það sem nú er, Jrar sem stjórnin er í höndum ráö- herra og landritara. Því verður ekki neitað, aö margt mælir meö fjölgun ráöherra. Störfin hafa aukist mjög, ekki hvaö síst vegna allra þeirra ráðstafana, sem sifelt útheimtast vegna ófriöarins. Og menn gera sjer vonir um að þrír ráð- herrar mundu geta afkastað ýmsum þeim löggjafar-undirbúningi, sem hingað til hefur veriö falinn milli- þinganefndum, og vonast eftir að þar mundi breytt til batnaðar, þvi að sæmileg reynsla virðist nú vera feng- in fyrir þvi, að störf milliþinga- nefndanna verða einatt aö litlu gagni. Og ef sparast gæti töluvert af milli- þinganefndum, mundi kostnaðurinn við ráðherrafjölgunina ekki verða mikill í reyndinni, en kostnaöaraukinn hefur til þessa verið aðal-mótbáran á móti þessari breytingu. Friðarstjórn. Vegna styrjaldarinnar hefur flest- um þjóöum Norðurálfunnar þótt nauðsyn til bera, að láta innanlands- flokkadeilur niður falla um stund, til þess að athyglin og starfskraftarnir drægjust ekki frá utanríkismálunum, sem öll velferð landa og lýða nú sem stendur veltur á. Og þó oss sje betur í sveit komið aö því er Jjessi mál snertir en flestum eða jafnvel öllum hinum NorðurálfuJ)jóðunum, þá eig- um vjer líka svo mikið í húfi að því er snertir viðskifti vor út á við, að það virðist góð og gild ástæða til þess, að dreifa ekki kröftunum sem stendur til þess að deila um þau inn- anlandsmál, sem þola bið, heldur sam- eina þá, til þess að forða landinu að svo miklu leyti sem unt er frá tjóni styrjaldarinnar, sem ávalt vofir yfir á Jressum tímum. Flestar aðrar þjóðir hafa komið á friði um innanlandsmál sin með því að mynda samsteypuráðaneytþ þar sem sæti eiga stjórnmálamenn ýmsra flokka. Ef aukaþingið komandi vildi feta þessa braut, fjölga ráðherrum í Jrví skyni að koma hjer á friðarstjórn, þá er að athuga hvers gæta þarf, til þess að sú ráðstöfun nái tilgangi sin- um. I Fyrst er það þá ljóst, að Heima- Stjórnarflokkurinn, sem er fjölmenn- asti flokkur Jnngsins, hefur bæði rjett og skyldu til þess að takast á hendur forsæti slíkrar stjórnar. Og þar næst er það einnig augljóst, að næst-stærsti f lokkurinn, Þversum- menn( verður einnig að taka sæti í þessari stjórn. Sá flokkur hefur verið að undanförnu, og er enn,þá hinn eig- inlegi stjórnar-andstöðuflokkur, og })að nær ekki neinni átt að ímynda sjer að unt sje að skapa friðarstjórn með samsteypuráðaneyti, þar sem sá flokkur sje útilokaður; hann mundi þá vitanlega halda áfram að starfa sem stjórnar-andstöðuflokkur, og hann er svo fjölmennur í J)inginu, að | stjórnarandófsins mundi gæta þar mjög mikið. " Aftur á móti er talsvert vafasam- ara hvaðan þriðji ráðherra friðar- stjórnarinnar ætti að koma.Ef bænda- flokkarnir tveir, sá gamli og „hinir óháðu“, halda saman í þinginu, og mynda þar bændaflokk, þá verður ])ar að likindum þriðji fjölmennasti flokkur þingsins, og gæti þá sá flokk- ur lagt til þriðja ráðherrann. En ef bændaflokkarnir halda ekki saman, J)á getur hugsast að Langsummenn verði þriðji fjölmennastur flokkur, og gæti þá einnig komið til tals að taka þriðja ráðherrann þaðan. Enn er hugsanlegt að stærsti flokkurínn leggi til tvo menn í stjórnina, og sá næst stærsti einn, og loks gæti kom- ið til mála, að eftir að tveir stærstu flokkarnir hefðu lagt til sinn mann- inn hvor, þá væri Jrriðji maðurinn tekinn utan þings eða utan flokka, ef þar fyndist einhver sá maður, sem mönnum vegna kunnugleika á málum eða starfshæfileika þætti ástæða til að fá í stjórnina. Ef það t. d. yrði ofan á, eins og oft hefur verið talað um, að leggja niður landritaraembættið um leið og ráðherrunum er fjölgað, J)á sýnist margt mæla með þvi, að núverandi landritari, sem er kunnug- ur öllum undangengnum stjórnarráð- stöfunum, tæki Jrriðja ráðherrasætið. Flokksstjórn. Ef ekki þykir ástæða til að mynda hjer friðarstjórn, vegna ástandsins út á við, þá er eðlilegast og í samræmi við þingræðisvenjur að mynda flokksstjórn. Verður þá annarhvor stærstu flokkanna, Heimastj.menn eða Þversum, að safna til fylgis við sig svo miklu þingliði, að nægi til að mynda meirihluta. Ef sá meirihluti svo vildi fjölga ráðherrum, þá ætti það aðallega að vera til þess að starf- ið yrði auðveldara, heldur en það nú er fyrir einn mann, og til þess að stjórnin gæti orðið afkastameiri. En til fjölgunar á ráðherrum í þessu skyni virðist tíminn ekki vel valinn. Ekki mundi þykja tiltök að útiloka stjórnarandstæðinga frá eftirliti og meðráðum að því er snertir utanlands- viðskiftin, og mundi því að sjálf- sögðu skipuð „velferðarnefnd" úr öllum flokkum þessari flokksstjórn til ráðaneytis í þeim málum, og er þá stjórnarbáknið orðið full-stórt, ef þrir ráðherrar úr sama flokki eiga að sitja með fimm manna velferðarnefnd. Og enginn býst við stórvægilegri fram- kvæmdasemi í innanlandsmálum nú sem stendur, og væri því naumast timabært að fjölga ráðherrum innan sama flokks þeirra vegna. Vandræðastjórn. , Ef ekki þykir ástæða til að skipa friðarstjórn, og ef enginn þingflokk- urinn getur náð bolmagni til að skipa flokksstjórn, þá eru vandræð- in fyrir hendi. Hafa þá sumir hugsað sjer, að einhverjir tveir flokkar kynnu að geta komið sjer saman um að skifta völdunum á milli sin, með því að fjölga ráðherrum, og taka ráð- herra úr báðum flokkum, t. d. Heimastjórnarmenn og Langsum- menn. En það virðist auðsætt, að ef ])eir þingmenn, sem þessa flokka skipa, eru sammála um J)au landsmál, er miklu varða, þá eiga þeir líka að geta komið sjer saman um að mynda stjórn — flokksstjórn — án þess að láta kaupa sig til samkomulags; en sjeu flokkar þessir sundurþykkir um landsmál, þá verður stjórn sú, sem þeir Jrannig mynda, líka sjálfri sjer sundurþykk um J)au mál, og þess vegna aðgerðalaus i þeim, en friður innanlands fæst ekki að heldur. Út úr þessu er sagt, að sumum hafi dottið í hug, að gefast upp við að ráða fram úr vandræðunum, og lofa núverandi stjórn að sitja áfram, með stuðningi Heimastjórnarflokksins líkt og hing- að til. Eins og áður var fram tekið, hefur stuðningur sá, sem Heimastjórnar- flokkurinn hingað til hefur veitt Ein- ari Arnórssyni, ekki verið neitt ann- að en umsamin og nú að fullu greidd borgun fyrir það, að hann veik frá villu síns vegar í stjórnarskrármálinu. En framhald á þessum stuðningi yrði ekki varið með öðru móti en þvi, að flokkurinn treysti honum öðrum bet- ur til J)ess að hafa stjórnina á hendi, og liggur þá fyrir að athuga, hvort stjórnarstarfsemi hans hafi farið þannig úr hendi hingað til( að Heima- stjórnarflokkurinn geti sýnt honum þetta traust eftirleiðis. Stjórnarstarfsemi Einars Arnórssonar. Lögr. hefur engan mann heyrt halda því fram, ekki einu sinni nán- ustu fylgismenn Einars Arnórsson- ar, að honum hafi farist ráðherra- starfið tiltakanlega vel úr hendi. Hann þykir( þvert á móti, hafa reynst, jafn- vel öðrum fremur, reikull í ráði og úrræðalítill. Kom J)etta mjög fram í afskiftum hans af Landsbankamálun- um, sem nú eru þjóðkunn orðin. Dóm- arnir eru víst mjög samhljóða um það, að honum hafi farist þau af- skifti afaróhöndulega, vægast talað, bæði af gjaldkeramálinu og bygging- armálinu. Og út yfir tók J)ó, er farið var að birta alt staglið um þetta á landsins kostnað og í stjórnartíðind- unum. Um ensku samningana skal hjer ekki dæmt, hvorki um nauðsynina á því, að þeir væru gerðir( nje um vöruverðlagið, sem þar var ákveðið. Það verk liggur fyrir þinginu innan skams. En þriðja atriðið þeim samn- ingum viðvíkjandi mætti minnast á. Eins og menn muna, gaf ráðherra út í sambandi við samningana reglu- gerð fyrir vöruútflytjendur og skip- stjóra, og tókst samning hennar svo, að tvívegis varð að breyta henni og lagfæra hana, eftir að hún hafði ver- ið auglýst í Lögbirtingablaðinu. Ó- samræmið milli samningsins sjálfs og reglugerðarinnar varð til þess að skip, sem hingað áttu að fara, eftir að samningurinn var gerður, voru stöðv- uð af Englendingum, bæði skip, sem voru með vörur til stjórnarinnar sjálfrar, og skip, sem voru á leið til Norðurlands með síldartunnur, og kom þetta sjer mjög illa, því vegna Jjessa urðu síldveiðamenn nyrðra að hætta veiðum um hríð á besta veiði- tímanum. Tjónið af þessu varð auðvit- að mjög mikið, og sökin virðist ein- göngu sú, að stjórnin fór að túlka samningana hjer á annan hátt en hinn samningsaðilinn taldi rjett vera. Embættaveitingar hafa ekki marg- ar komið til kasta núverandi ráðherra, og hann hefur ekki heldur sýnt af sjer neina tiltakanlega hæfileika sem valdsmaður á því sviði. Eina sýslu hefur hann veitt, og hana veitti hann mági sínum. Fyrir þá veitingu hefði hann átt að fá þung ámæli í öllum blöðum landsins. En honurn var hlíft við þeim. Svo undrandi voru samt ýmsir yfir þeirri veitingu, aðþeirsögðu að hún ein væri næg til að sýna, að þessi maður ætti að eiga sem skemsta vist í ráðherrasætinu. Önnur sýsla hefur staðið óveitt nú í hálft annað ár. Það er Árnessýsla. Til að þjóna henni hefur verið settur ungu mað- ur og óreyndur, nýkominn frá próf- borðinu. Hjer skal ekki farið út í sög- urnar, sem af því ganga, hvað ráðið hafi upphaflega setningunni í embætt- ið, og ekki heldur sögurnar, sem ganga af ráðagerðum um veitingu embættisins, enda þótt nokkur ástæða væri til þess. En þótt þeim sje slept, þá er meðferð ráðherra á þessu em- bætti yfir höfuð mjög ámælisverð. Og úr því að farið er að tina hjer til ýmislegt af þvi, sem aðfinslu vert er af gerðum ráðherra, þá er ekki á- stæða til að ganga fram hjá skamma- ritlingnum um Jón Þorláksson lands- verkfræðing. Með þögninni hefur ráð- herra samþykt, að hann sje höfund- urinn, og þá líka ráðandi þeirri að- ferð, sem höfð var við útgáfuna. En hvorttveggja, bæði samning ritlings- ins og útgáfuaðferðin, er mjög óráð- herralegt og sýnir, að E. A. er ekki vel lagið að hegða sjer svo sem heimt- andi ætti að vera af manni í æðsta embætti landsins. Fleira mætti nefna siðar, ef ástæða J)ætti til. Frjettir. Fjelagið Fram. Á næsta fundi Jress, laugard. 9. þ. m. verður rætt um launaeftirlitið. Jón Þorláksson verk- fræðingur hefur umræður, og ráð- gerir hann að taka sjerstaklega til athugunar eftirlaunafyrirkomulagið. Ýmsum utanfjelagsmönnum verður boðið á fundinn. Launanefndarálitið var til umræðu á Stúdentafjelagsfundi síðastl. fimtu- dag og var frummælandi Lárus H. Bjarnason prófessor. Mælti hann á móti tillögum nefndarmanna, en þeir Jón Magnússon bæjarfógeti og Hall- dór Daníelsson yfirdómari voru til andsvara á fundinum og áttu Jreir báðir sæti í nefndinni. Fjórir menn drukna. Mrg.bl. frá í gær segir þá slysafregn, að síðastl. laugardag hafi hvolft í lendingu í Höskuldsey á Breiðafirði báti, sem var að koma úr fiskiróðri, og 4 menn( sem á voru, druknuðu. Brim hafði verið töluvertog stormur nokkur.Einn Nýjustu bækur: GLÍMUBÓK. Gefin út af Iþróttasambandi Islands. Með 36 myndum. Verð kr. 2.75. KNATTSPYRNULÖG. Gefin út af íþróttasambandi Islands. Með uppdráttum. Verð kr. 0.50. Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Frá 1. febr. næstkomandi tek jeg að mjer ýmisleg verkfræðingsstörf fyrir einstaka menn eða fjelög, einnig fyrir bæja- og sveitafjelög, fyrir sanngjarna borgun. Einnig útvega jeg allskonar byggingarefnþ. ]>ar á meðal sement, vjelar og verkfæri, að svo miklu leyti sem Jretta er fáanlegt vegna stríðsins. Reykjavík, 4. des. 1916. Jón Þorláksson. af mönnunum, sem fórust, hjet Bjarni Bjarnason, en hinir 3 voru synir hans. Kafbátarnir. Mrg.bl. segir þá fregn frá Dýrafirði. eftir enskum botnvörp- ungi, sem Jrangað hefur komið, að fregnin um að ])ýskur kafbátur hafi sökt 3 enskum botnvörpungum úti fyrir Dýrafirði, sje ekki rjett; þeim hafi verið sökt úti fyrir Berufirði. Kjötútflutningurinn. Stjórnarráðið hefur tilkynt, að leyft verði að flytja alt kjöt, sem óselt er, til Noregs. Áð- ur hafði verið leyft að flytja þangað 12000 tunnur og 600 tn. til Færeyja. En sölusamningar verða að vera gerðir fyrir 20. þ.m. Það sem J)á verð- ur óselt verður ekki flutt út hvorki til Bretlands eða annara landa. Kjöt- ið á að seljast norsku Livsmedels- kommissionen eða Livsmedels-Gros- serer-Societeten( og á að taka fram rm hverja sendingu á skipsskjölunum að hún sje hluti af því kjöti, sem samkvæmt samningi megi flytja til Noregs. Gærur allar og 140 smál. af ull má senda til Danmerkur. Vísir. Bráðabirgðalög um þyngd bakara- brauða hafa verið undirskrifuð af konungi 16. f. m. og eru birt i Lögb.- blaðinu 30. f. m. Þau eru svohljóð- andi: 1. gr. Bæjarstjórnum og sveitar- stjórnum veitist heimild til að ákveða þyngd bakarabrauða, hver í sínum kaupstað eða sveit og skal bökurum óheimilt að selja brauð með öðrum þunga, en ákveðinn verður með tjeðri samþykt. Þó skal það ekki teljast brot á samþyktum þessum, þótt ein- stök brauð sjeu 2 pct. ljettari eða Jjyngri, en samþyktin tiltekur, en á Jryngd 20 brauða má mismunurinn að eins vera 1 pct. 2. gr. I samþyktum þeim, sem sett- ar verða samkvæmt Jiessum lögum, má ákveða sektir 25—500 krónur fyr- ir brot. Sektir allar renna í hlutað- eigandi bæjarstjóð eða sveitarsjóð. — Með mál út af brotum skal farið sem með opinber lögreglumál. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Frá útlöndum er nýkominn heim Guðmundur Jóhannsson í Brautar- holti. Hefur hann frá því í vor, sem leið, dvalið i Noregi, Danmörk og Svíþjóð til Jress að kynnast J)ar bú- skap o. fl. Lengst var hann í Noregi. Mun hann innan skainms segja frá ferð sinni hjer í blaðinu. „fioððfoss stranðar við Straumnes, norðan Aðalvíkur, Síðdegis á laugard. 2. þ. m., kom sú fregn með símskeyti frá Isafirði, að Goðafoss lægi strandaður við Straumnes, norðan Aðalvíkur. Hafði hann farið frá ísafirði seint á mið- vikudagskvöld, 29. f. m.( og strand- að aðfaranótt fimtudags, kl. nál, 3, í hríðarveðri. Straumnes er að framan þverhnýpt- ur hamraskagi, en út frá odda hans gengur til sjávar stuttur urðartangi og mun ófær vegur úr honum til lands á báðar hliðar. Á þessum tanga Schannongi Monument-Atelier, Ö. Farimagsg. 42. Köbenhavn. = Katalog gratis. — strandaði Goðafoss, hafði farið of nærri nesinu. Næsta bygð er inni í Aðalvíkinni, en næsta simastöð á ísa- firði. I símskeyti skipstjóra um strandið til stjórnar Eimskipafjel. íslands segir, að sjór sje i vjelarúminu og stórlestinni og gufupípan sprungin, svo að ekki sje hægt að dæla. Hafði farjægunum verið komið að Látrum í Aðalvík, en „Flóra“, sem þá var á ísafirði á norðurleið, fengin til að taka þá J)ar, og einnig mikið af póst- inum( að Jiví er sagt er frá ísafirði. Fór hún Jraðan á sunnud.morgun. Af farþegum á Goðafossi hefur Lögr. heyrt þessa nefnda: Árna Gíslason lækni, sem á að þjóna Strandalæknis- hjeraði í fjarveru M. P. á þingi, frk. Guðrúnu Bjarnadóttur frá Steinnesi, Jón Bergsveinsson síldarmatsmann frá Akureyri, Jóh. Ólafsson kaupm. á Akureyri og Zöllner stórkaupmann. En miklu fleiri höfðu farþegar verið, sumir segja um 20. 5 vjelbátar fóru frá ísafirði norður til strandsins undir eins og lýsti á sunnudagsmorguninn. Fóru þeir að flytja vörur frá skipinu til ísafjarð- ar og segir fregn hingað í gær, að þangað sjeu komnar 150 smál. af vörum frá strandinu( og eru þær sagðar lítið skemdar. Kl. 7 á laugardagskvöld fór björg- unarskipið Geir hjeðan norður á leið til strandsins og með því Nielsen framkv.stj. Eimskipafjel. Frá honum kom hingað skeyti í gærmorgun, er sagði ekki vonlaust um, að skipið næðist út, ef gott veður hjeldist. Hve mikið skipið væri brotið, væri ósjeð enn. Væri ])á verið að dæla sjóinn úr vjelarúminu, og aðalgufupípan væri ósprungin. Nál. kl. 3 í gær átti Lögr. tal við mann á ísafirði og sagði hann síð- ustu frjett að norðan þá, að búið væri að Jrurdæla skipið og haldið væri að það mundi nást út og Geir geta kom- ið því til Reykjavíkur. Veður var þá gott þar norður frá eins og hjer. Vonandi er að það takist að bjarga Goðafossi. Annars er skaðinn mikill, enda J)ótt skipið sje vátrygt fyrir 900 J)ús. kr, Kunnugir menn skipaverði segja( að nú mundi ekki skip af sömu gerð og Goðafoss fást fyrir minna en 1500 J)ús. kr. Engin von um björgun. Ráðgert haföi verið að botnvörp- ungurinn Apríl færi hjeðan í gær- kvöld til að aðstoða Geir við björg- unina. En klukkan um 9 í gærkvöld kom svohljóðandi skeyti frá Nielsen: „Útlitið hefur versnað. Nær von- laust um að skipinu verði bjargað. Vaxandi vestansjór hjer. Brimið hef- ur kastað Goðafossi nær landi. Apríl getur ekkert hjálpað." Og nokkru síðar kom svohljóðandi skeyti frá ísafirði: „Bíðum l>etra veðurs á strandstaðn-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.