Lögrétta - 05.12.1916, Blaðsíða 4
210
LÖGRJETTA
Asg. G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstræti 1, Reykjavík,
selja:
Vefnaðarvörur. — Smávörur.
Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði.
Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt.
Prjónavörur.
Netagarn. — Línur. — Öngla. — Manilla.
Smurningsolíu.
Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð.
Pöntunum utan af landi svarað um hæl.
1
Bændur,
sem ætla aS byggja íbúðar- eða peningshús úr steinsteypu, ættu að leita
sjer upplýsinga hjá mjer undirrituöum, sem einnig geri áætlanir og
teikningar.
Gjörið svo vel og simið eða skrifið til mín.
Öllum fyrirspurnum svarað fljótt og vel. '
Virðingarfylst
Jón Vig'fússon.
Pósthólf 362. Laufásveg- 28. Sími 546.
ti
H
H
ti
H
Ö
Ö
Þ
n
H
o
H
s
H
O
h
H
fí
S - • ,
'1ö?í
_ 03
C/l'O
r-öj
>c/>
öS
u
o
a
a
w
o
a
&
w
►
w
M
KBONE LA6EBÖL
cr best.
Til kaups og ábúðar.
Nokkrar góðar bújarðir í Árnes og Rangárvallasýslum fást til kaups og
ábúðar í næstkomandi fardögum.
Upplýsingar gefa
Pjetur MagnÚSSOH. yfirdónislógmaður, Rvík
eða
Gestur Einarsson, Hæli.
Orusta í lofti.
Hell is the path of a Man-
kind towards extinction.
I.
Skugghverfingurinn, er um það
leyti, sem mig loksins var farið að
syfja, hafði tekið til að skemta sjer
við eitthvert af þessum hjátónatól-
um( sem geta pínt þreytt höfuð þó
nokkuð áleiðis til örvæntingar, var
hættur aftur og jeg hjelt áfram til-
raunum minum til að ná hvíld.
Og í þetta skifti tókst það. Fyrr
en mig varði voru orðin undarleg
umskifti. Jeg var ekki í rúmi mínu
lengur, þótti mjer, heldur kominn á
einhvern mjer alveg ókunnan stað.
Segi jeg það ekki ósatt, að mjer
Jjótti þar ógurlegt um að litast. í
lofti sá jeg langt í burtu eins og
fuglahóp, sem nálgaðist óðum. Sá
jeg brátt, að þetta voru ekki fuglar,
heldur flugvjelar, ótrúlegur fjöldi,
svo að jeg hefði haldið, að mikið
mundi á skorta að jafn margar flug-
vjelar gætu verið samankomnar á
einum stað á jörðu hjer. Sá jeg flug-
vjelarnar glögglega, þegar nær komu,
þó að þær væru hátt i lofti. Er það
eftirtektarvert, að sjón mín var
miklu skarpari en í vöku. Hygg jeg
að mikið skorti á, að nokkur maður
á jörðu hjer sje eins langsýnn og jeg
þóttist þarna vera.
Flugvjelarnar voru af ýmsri gerð,
sumar nokkuð líkar því sem jeg
jeg hafði sjeð myndir af (því að jeg
hef aldrei flugvjel sjeð öðruvísi en
á mynd); en aðrar mjög ólíkar.
Jeg sá nú að flugvjelahóparnir
voru tveir, annar á flótta, en hinn
sem eftir sótti. Sækjendur voru,
þegar rjett bar upp yfir þar sem jeg
var, komnir svo nálægt sumum ó-
vinaflugvjelunum, að þær snerust
við og orusta tókst. Hafði jeg ekki
haldið að mennirnir kynnu að beita
flugvjelum einsog þarna sást, og jeg
hygg lika, að mikið muni á skorta,
að nokkrir menn kunni svo að fljúga
á jörðu hjer. Var líkt til þessara
flugmanna að sjá einsog þegar
skúmar og mávar eiga eltingaleik.
Var furða á að horfa. Og þegar
minst varði, gaus upp úr einni flug-
vjelinni grænhvítur logi, og hrylli-
legt vein kvað við. Jeg hef heyrt
hljóðað í örvænting, af óþolandi
kvölum, svo að það liktist varla
mannsrödd; en það komst þó ekki
nálægt hljóði flugmannsins þegar
blossinn tók hann. Aðra flugvjel
sá jeg blossa svona upp, og aftur
heyrðist þetta hryllilega örvænting-
aröskur. Jeg hygg, að engir menn
á jörðu hjer hafi róm til að öskra
eins hátt og hryllilega og hinir
sigruðu flugmep.n getlSu. Er þessi
athugun samstæð við það sem áður
er sagt af skarpleik sjónar minnar
í draumnum.
II.
Fram að þessu hafði verið því lík-
ast sem jeg vekti, svo greinilega sá
jeg það sem frá er sagt, nokkurn-
veginn með trúleik náttúrufræðings.
En nú fór að likjast meir drauma-
rugli, einsog mig vanalega dreymir,
og í því vaknaði jeg. Var mjer sem
jeg hefði loftorustu sjeð í raun og
veru, og hafði miklu glöggari hug-
mynd eftir en áður um það hversu
djöfullegt það athæfi er; má svo að
orði komast, að mennirnir hafi not-
að flugvjelarnar, sem hefðu getað
fært þá nær guðunum, til þess að
færa sig nær djöflunum.
Jeg segi frá þessum draumi einnig
vegna þess að hann táknar spor á-
fram í rannsóknum mínum. Gat jeg
þegar jeg vaknaði, greinilegar en
jeg hafði áður gert, athugað með-
vitundaskiftin. Munu menn finna
ef þeir stunda þesskonar sálurann-
sóknir, sem svo eru rjettnefndar,
hvað sú athugun er vandgerð. Hafði
jeg orðið að æfa mig á slíku þúsund
sinnum og oftar, áður jeg gæti sagt,
einsog jeg get nú, að jeg hafi bein-
linis athugað, að draumvitundin er
meðvitund annars, sem kemur fram
i mínum huga þegar jeg sef, og mín
eigin skynjun hvílir sig og færir
huga minum lítið meðferðarefni eða
ekkert.
Það sem jeg athugaði greinilegar
en áður, var hvernig svefnmeðvit-
undin, draumurinn, hvarf fyrir inn-
streymi því í hugann, sem varð frá
skynjun minni og endurminningum
um lif mitt áður en jeg hafði sofnað,
framhaldi vökuvitundarinnar. En
svefnvitundin var einnig framkomin
fyrir innstreymi frá skynjun; mun-
urinn var sá, að það var skynjun
annars. Jeg hef gert þær athuganir,
sem sýna þetta með vissu; mundi
jeg hafa skýrt frá þessari grein
rannsókna minna nákvæmlega, og
ýmsu sem byggja má á þeirri undir-
stöðuuppgötvun, sem hjer ræðir um,
hefði jeg ekki tafist fyrir þreytuveik-
indi þau, sem hafa spilt svo lífi minu
og dregið svo úr framkvæmdum
mínum, síðan jeg ofreyndist af vök-
um fyrir óheppilegar ástæður í langri
ferð fyrir nálega 20 árum; var
jeg fyrir nokkrum árum (1913)
kominn mjög nálægt því að fá endir
a veikindum þessum. En þó að svefn-
leysið hafi eytt mjög ánægju og
krafti úr ævi minni, þá hef jeg þó
fyrir þessar þúsundir af næturstund-
um, sem jeg hef vakað, haft meiri
tíma til að íhuga drauma og fleira,
en annars mundi verið hafa; og með-
fram þessvegna hefur mjer auðnast
að gera athuganir, sem munu verða
mjög þýðingarmiklar þegar menn
fara að færa sjer þær í nyt.
Það er alveg rjett, sem Demo-
kritos sagði, mesti spekingur forn-
aldarinnar, sem var svo langt und-
an sinni öld, að samtíðarmenn hans
hjeldu lengi að hann væri vitlaus,
draumar eru ekki eingöngu heila-
spuni mannsins sjálfs, heldur verða
einkum fyrir áhrif á hugann utan
að.
III.
Loftorustan, sem jeg þóttist sjá,
var ekki heilaspuni minn, heldur
átti sjer stað, og að vísu á öðrum
hnetti, þar sem menn eru komnir
lengra í vjelfræði en á jörðu hjer;
þar sem sjónin er miklu skarpari og
rómarnir miklu sterkari en á jörðu
hjer, lífsaflið meira. Þó að þeir sem
gera sjer enga grein fyrir því hvern-
ig jeg hef undirbúið mál mitt, muni
ef til vill ekki skilja það, þá er það
þó áreiðanlega víst, að það er á vís-
indalegri leið, sem jeg hef komist að
þessari niðurstöðu. Mannkynið á
hnetti þeim, sem hjer er sagt af, er
á ýmsan hátt lengra komið en menn-
irnir á jörðu hjer. En þó er ástandið
þar nær helviti en hjer er. Þeir hafa
meira lifsafl þar, en kveljast líka
meira. Risið er þar hærra til muna,
en hrunið líka hærra, af því að ekki
hefir reist verið á rjettri undirstöðu.
Það er engin tilviljun að jeg fjekk
hugsamband við þennan loftbar-
daga hnött; og það munu fleiri hafa
fengið en jeg. Menning hefur í sum-
um greinum aldrei komist jafn langt
á jörðu hjer og á þessum tímum, en
afmenningin heldur aldrei verið að
tiltölu eins mikil. Það hefir verið
hærra reist en áður, en hrunið þeim
mun meira. Spekin er í of litlum met-
um á jörðu hjer; þess vegna er það,
sem menningin hefir ekki komist á
rjettar undirstöður. Mætti telja til
þess margar líkur, að mannkynið sje
eins og nú stefnir, á glötunarvegi.
Flið hvíta mannkyn er farið að visna
í toppinn, og verði ekki stefnunni
breytt, mun forustan verða hjá hin-
um gulu og hinum brúnu. En þó
mundi ekki þar við lenda, heldur
mundu hinir svörtu taka við af þeim.
Er hætt við að þá verði herskátt og
vargaldir miklar, en mannkynið fari
síðan sömu leiðina einsog svo margar
líftegundir aðrar, sem bygt hafa hnött
þenna og aldauða orðið.
Leiðirnar eru tvær. Annað er leið-
in til dauðans, hitt leiðin til lífsins.
Væri mannkynið á þeirri sigurbraut,
þá mundi morðöldum lokið.Þá mundu
þeir, sem lengra væru komnir, bróð-
urlega taka að sjer uppeldi hinna. En
þó eru þeir engir, sem lengst sjeu
komnir um hvað eina; því að um
sumt munu litaðir menn vera hvítum
mönnum femri á jörðu hjer. Og stór-
þjóðir munu verða að sækja sumt til
smárra þjóða.
H e 1 g i P j e t u r s s.
Til sjera Hálfdáns Guðjónssonar.
Það gladdi mig þegar jeg las í
Lögr., hvað yður hefur þóknast að
rita um mig og mitt heita trúboðs-
starf. Víðasthvar látið þjer koma fram
í grein yðar, að þjer viljið vera hrein-
skilinn. Gefið mjer því þann vitnis-
hurð, að jeg sje góður maður og
margt fallega og vel sagt i ritum mín-
um. Þetta her mjer að þakka og eins
þá gestrisni og kurteisi, er jeg sem J
ferðamaður naut á heimili yðar,
Breiðabólstað í Vesturhópi. Jeg hef,
því miður, of litla kynningu af yður,
eins og þjer líka hafið af mjer. Jeg
skil á grein yðar, að þjer álítið að
lítið muni leiða gott af trúboðsstarfi
mínu, af því að jeg ráðist á gáfaða
mentamenn þjóðar vorrar. svo sem
áður á Jón sál. Ólafsson alþm. og
svo sagnaskáldið Einar Hjörleifsson
Kvaran. Jeg skal ekki bera þetta af
mjer, sjera Hálfdán minn. Jeg deildi
á Jón sál. Ólafsson eins hart og jeg
framast mátti, en við lög varðaði það
ekki. Hefði svo verið, þá hefði kapp-
inn Jón Ólafsson lögsótt mig, því
ekki var Jón sál. Ólafsson vanur að
hggja flatur undir meiðyrðum ann-
ara. Hann fann, að jeg var sannur
lærisveinn drottins vors, ekki hálf-
volgur oflátungur eða launaður
hringlari. Ykkur þj óðkirkjuprestunum
likar illa, að jeg fylgi dæmi meist-
arans frá Nazaret, sem deildi hart á
leiðandi menn þjóðar sinnar, skrift-
lærða mentamenn, er lögðu þungt ok
á almenning, brutu boð löggjafa síns
sjálfir, en skipuðu almenningi að
halda þau. Jeg get ekki gert að því,
vigði þjóðkirkjuprestur, þó yður líki
illa, að jeg vil ekki ganga breiða
veginn, sem liggur til falls og glöt-
unar. Herra Einar Hjörleifsson Kvar-
an á að bera hönd fyrir höfuð sjer
sjálfur. Sál hans þarf að vakna til
vitundar um það, að nú má ekki sofa
á verði lengur.
Með vinsemd og virðingu hlýt jeg
að láta yður vita, að skrif yðar um
mig og mitt trúboðsstarf er ekki rjett
og satt í sumum greinum. T. d. verð-
ur yður það á að segja, að jeg hlaði
egiftskan múr milli tveggja bræðra,
Matthíasar og mín. Þetta er rangt,
vinur minn. Jeg hlóð ekki þann vegg,
er skyggir á sannleika kristilegrar
opinberunar. í barnaskap yðar leyfið
þjer yður að kalla mig ómaga og orð
mín ómerk. Gætið að sjálfum yður,
orðum yðar og verkum, að þjer ekki
hneykslið smælingja drottins. Hvað
því viðvíkur, að jeg hafi kallað mig
Messías þessa lands, þá hygg jeg það
enga synd vera. Allir erum við hómo-
patar í kærleiksverkunum, þið vígðu
herrarnir, sem mest prjedikið um
kærleikann. og jeg líka, vinur minn.
Sá, sem lítið á, verður að gefa lítið.
Embættislaun mín eru engin, það vit-
ið þjer, en fullan vilja hef jeg til að
gefa þeim, sem þess þurfa með, þvi
jafnaðarmaður er jeg, þótt hitt sje
ekki rjett hjá yður, að jeg beri kala
til nokkurs manns fyrir það, að hann
sje ríkur.
Yðar trúfastur vinur
Einar Jochumsson.
ÞAKKLÆTI.
í júní 1915 varð jeg undirritaður fyrir
því mótlæti eins og margur, að missa heils-
una, svo að jeg varð að vera undir læknis-
hendi, fjærri heimili mínu, á annað ár.
Heimilisástæður mínar voru afarslæmar,
konan mín ein, með 8 börn, öll í ómegð,
og efni fremur lítil. Var því ekki sýni-
legt annað, en að heimilið yrði að tvístrast,
ef mínir kæru sveitungar, og allir sem önn-
uðust mig, hefðu ekki veitt mjer þá drengi-
legu hjálp, sem þeir gerðu, og sem jeg get
aldrei launað. Þegar jeg veiktist, þá tóku
Kiðjabergs-, Neðra-Apavatns- og Hamra-
hjón sitt barnið hver, þau yngstu, og hafa
þessi góðu heimili annast þessi börn mín,
sem sín eigin til þessa dags, án alls endur-
gjalds. Einnig hafa mjer verið gefnar af
sveitungum mínum, yngri og eldri, stórar
fjárupphæðir í peningum, auk allrar ann-
arar hjálpar, bæði er snertir mig sjálfan,
en þó einkum heimili mitt, sem þeir önn-
uðust að mörgu leyti og sem seint væri
hægt upp að telja. Sömuleiðis á þeim þrem-
ui stöðum, sem jeg dvaldi sem sjúklingur,
var mjer hjúkrað af stakri nærgætni og
umhyggju. Alla þessa hjálp, gjafir, hlut-
tekningu og aðhjúkrun, finnum við okkur
undirrituð hjón bæði ljúft og skylt að
þakka og biðjum þann guð, sem öllu ræður,
að launa það alt af rikdómi sinnar náðar
og kærleika.
Minni-Bæ í Grímsnesi 23. nóv. 1916.
Guðrún Guðmundsdóitir.
Sigurjón Jónsson.
Nokkrar húseignir
á góðum stöðum í bænum fást keypt-
ar nú þegar. Mjög góðir borgunar-
skilmálar. Væntanlegir kaupendur
snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR.
Til yiðtals í veggfóðursverslun Sv.
Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kl.
3—6 síðdegis.
ÞAKKARÁVARP.
Við undirskrifuð vottum hjer með okk-
ar hjartkserustu þökk fyrir þá ógleyman-
legu hjálp, sem okkur hefur verið sýnd út
af heilsutapi mínu á þessu ári.
Fyrst og fremst lipurð hjeraðslæknis
Guðmundar Guðfinnssonar á Stórólfshvoli,
1 að taka af mjer fótinn, og annast um
sárið fyrir lítið endurgjald.
Því næst staka umhyggju þcirra Garðs-
aukahjóna, hreppstjóra Einars Einarssonar
og Þorgerðar jónsdóttur, sem höfðu það
erfiðasta af mjer á þvi tímabiK, mátti
segja án endurgjalds.
1 þriðja lagi skal þess getið, að nærfelt
hver einasti Fljótshlýðingur hefur rjett
okkur bróðurlega hjálparhönd með fjegjöf-
um og annari hluttekningarsemi. Sjerstak-
lega vil jeg tilnefna harnakennara Ólaf
Benediktsson frá Tumastöðum, sem gekst
aðallega fyrir að afla samskota, sem geng-
io hafði svo greitt og göfugmannlega að
undrum sætti. Einnig hafa margir ótil-
kvaddir nær og fjær rjett okkur sömu
hjálparhöndina. Slíka mannúð, miskun og
kærleika biðjum við samhuga algóðan guð
að launa þeim öllum þegar þeim mest á
liggur.
Miðkoti í Fljótshlíð 10. nóv. 1916.
Svcinn Jónsson. Margrjct Guðnadóttir.
Söðlasmíða-
0g aktýja-vinnustofa
Grettisgötu 44 A.
Tekið á móti pöntunum á reiðtýgj-
um og aktýgjum og fl. tilheyrandi.
Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar.
EGGERT KRISTJÁNSSON.
Prentsmiöjan Rún.