Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 18.04.1917, Side 1

Lögrétta - 18.04.1917, Side 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsimi 359. Nr. 19. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókaverslun Siglúsar [yuiuulssenar. Lárns Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sínii 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Um mjólkurafla íslenskra bænda, verðmæti hans og verðleysi. Loku skotið fyrir frekari framfarir. I. Nautgriparækt í ýmsum löndum. Kýr („kýr og kelfdar kvígur“) á 100 manns: Danmörk ..... 41,4 Svíþjóð ............ 34,7 Noregur............. 31,7 Sviss .............. 22,3 ísland (1910) ...... 21,0 Frakkland ..... 20,3 Holland ............ 18,8 Þýskaland (1900) ... 18,6 Austurríki ...... T7n II. Mjólkurafli á íslandi á ári 0g verðmæti hans. r9r3 eru hjer taldar 18867 kýr og kelfdar kvígur, segjum 18850. Ársnyt úr kú, að meðaltali á öllu landinu, mun ekki rjett að telja nema ca. 2200 lítra, þó að ýmsir einstakir kúabændur hafi fengið ca. 2500 að nieðaltali úr kúm sínum (sannreynt). Arsnyt úr öllum kúm á landinu = 18850X2200=41,470,000 lítrar. Það er margreynt og margjátað af bænd- 11 m í bestu kúasveitum *(Árnes- og Rangárv.s.) að þeir (rjómabúsmenn) höfðu ekki meira en 9 aura upp úr lítranum — og víst ekki það. Kúa- mjólkuraflinn hjer á landi hefur þá að verðmæti (fyrir stríðið) verið 4i,470,ooo lítrar af mjólk (ársnyt allia kúnna) X 9 aurar = 2,904,300 kr. = ca. 3, 000,000 kr. að nafninu til. III. Mjólkurþörf manna og mjólkur- nautn. Eitt er þörfin, annað nautnin. Hún getur verið „eftir þörfum“, eða „tneiri en brýn þörf er á“, eða „minni en þörf krefur“. Mjólk er tvímælalaust einna holl- ust og ljúffengust allra matvæla fyrir ahar manneskjur. í hen'ni eru allar næringarþarfir líkamans (ostefni, Riti, sykurefni, salt, vatn) í hentugum hlutföllum og af besta tægi. Mjólkin er bein lífsnauðsyn fyrir Ungbörn 0g fjöldamargar veiklaðar ttianneskjur. Það er margreynt í stór- acjum (nú mjög viða í ófriðarlönd- tum) að mjólkurþuröin veldurgeysi- au^ningu á barnadauða. hefuJÓlkUrnaUtnin 5 erlendum bæjum iöfn^ f'ui veri® aðgætt, er afar mis- rh’“r*Wi. í bæjunum veM- ’• uu “»* bvííahteudur „ú næg mjolk td boða Mjólkurþuríin ,r „ú 4 d5 hið mesta ahyggjuefm í öliUm fólkg, mörgum bæjurn. Rað má segja fyrir víst um bseja- folk: Það er háskalegt lífi og heilsu Reykjavík, 18. apríl 1917. XII. árg. HJERMEÐ tilkynnist vinum og vandamönnum, að mó'ðir mín elskuleg, frú ANNA CHRISTINE THOMSEN, ekkja H. Th. A. Thomsens kaupmanns, andaðist 24. þ. m. úr lungnabólgu. Kaupmannahöfn 28. mars 1917. D. THOMSEN. (einkum ungbarna) ef mjólkurnautn- in fer nokkuð að mun niður úr J4 litra á mann á dag að meðaltali. En lítra á mann á dag er alls ekki full- nægjandi. Það er mjólkurskortur, ef mjólkurnautnin fer niður úr lltra á mann á dag; það lýsir sjer berlega í því, að i þeim fáu bæjum, þar sem mikið hefur borist að, þar hefur nautnin ávalt farið upp úr lítra á mann á dag. í Khöfn t. d. hafa gengiö út htra á mann, þeg- ar svo mikið hefur staðið til boða. í stórlöndunum er nú aHviðast orðið mjög hart um mjóik. Jeg hef t. d. fyrir mjer skýrslu um fjölda marga þýska bæi,* sjer þar ákaflegan mun, frá 181,1 htra á mann á ári (í Frei- burg) til 55,4 htra á m. á ári. (í My- slowitz). Þar í landi var meðaltalið í stórum bæjum komið niður í c. lítia á mann á dag. VI. Mjólkurþörf og mjólkurnautn á íslandi. Ef nú sjálfsagða mjólkurþörfin er sett Yi. lítri á mann á dag, og fólks- talið gert 90,000, þá verður ársþörf þjóðarinnar fyrir mjóik = 365 X 90.000 X 0,5 = 16,425,000 lítrar. En mjólkurafhnn á ári var 41,470,000 lítrar, svo þar ætti að vera af nógu aö taka, ef eitt gengi yfir aha, því þá yrði samt þessi afgangur: 41,470,000 lítrar (ársmjóík) =- 16,425,000 (árs- nautn) = 25,045,000, 25 miljónir potta af nýmjólk, sem þá mætti gera úr smjör og. osta. Gerum útflutt smjör 200,000 kgr. á ári (talið 193900 kgr. í9í3) ; það hefur þá komið úr c: 200,000 X 25 = 5,000,000 lítrum af mjólk. Eru þá eftir um 20 miljónir lítra — og ótalin sauðamjólkin. Hjer hefur verið litið á mjólkur- þörfina og mjólkuraflann á íslandi. En mjólkurnautn almennings er alt annað og alveg órannsakað mál. Þó er mjólkurkjörum manna hjer á iandi svo geypilega misskift, að engum dylst lengur þetta þrent: 1) að í landsveitum er mjólkurafl- inn víðast langt fram yfir nautnar- þarfir.** 2) að í bæjum (kaupstöðum og kauptúnum) fer mjólkurskortur sí- vaxandi, og horfir sumstaðar til stór- vandræða, 3) að mjólkurneyð bæjarbúa í þessu ágæta mjóhcurlandi stafar eingöngu af afskaplega ónógum og óhentugum ) og afarkostnaðarsömum samgöngum milli bæjanna og landsveitanna, til stórtjóns, jafnt fyrir bændur sem bæj- armenn. V. Mjólkurvandræði höfuðstaðarins. Samgönguteppan á landi. Það lætur mjög undarlega í eyrum, að mjög ískyggileg mjólkurþröng og aftaka hátt mjólkurverð skuli þjaka höfuðstað þjóðar, sem á 1 kú á hverj- ar 5 manneskjur — og ekki nema 15000 manns i sjáifum höfuðstaðn- um. En þetta undarlega fyrirbrigði er auðráðin gáta. Ráðningin blasir við manni: Nærsveitir bæjarins eru litl- ar og hrjóstrugar, mjólkurafli þeirra ekki líkt þvi nægur fyrir 15000 manns. Bærinn er í mjólkursveltu og býr við augljósa, sívaxandi mjólk- urþröng og mjólkureinokun — bara af þeirri einu einföldu ástæðu, að hjer vantar það, sem gerir gæfumun- inn milli landbúnaðarþjóða nú á dög- um — hjer vantar járnbrautir. Sú *) Úr því langstærsta og besta fræðiriti um mjólk sem til er — Sommerfeld: ! Handbuch der Milckkunde, 1909 (iooobls). ^ **) Svo ágæt fæða sem mjólkin er, þá má j þar, sem af öllu, of mikið gera; bændur hafa yfirleitt afarmikið af mjólk aflögum, sem þeim verður langt of litið úr. Kveður svo ramt að þessu, að einn góður bóndi í Árnessýslu befur nýlega vakið máls á því neyðarúrræði fyrir bændur, að fara að hafa afgangsmjólkina — sem fólkið farg- ar ekki (undanrennu) — til skepnufóðurs. (Búnaðarrit. 1914, bls. 284—289). vöntun leynir sjer ekki lengur. Hún hlýtur bráðlega að skjótast i veg fyr- ir aha frekari framfaraviöleitni áSuð- urlandsundirlendinu og i Borgarfirði, og þar meö líka í Reykjavík; síversn- andi mjólkurneyðin hjer er hátaiaður vottur um þær horfur. En það er mjög víðtaiaö, aö Sunn- lendingar mundu tapa á járnbraut- um (austur og norður). Látum það gott heita. En hvað sem því liður, þessu væntanlega tapi á járnbraut, þá‘ er hitt ekkert efamál, að Suðurland tapar of fjár árlega á járnbrautarleys- inu, ekki síst landsveitirnar. Þær fest- ast meir og meir í sjálfheldunni — flutningsteppunni; þeim er sýnd veiði en ekki gefin: daglegar þarfir höfuð- staðarins, sá ágætasti sístækkandi markaður, en þeir lokaðir úti, sjer til stórtjóns, og bæjarbúar lokaðir inni — sjer til stórtjóns.* Þetta stórkostlega tjón, sem hlýst af járnbrautarleysinu, það vex hröð- um skrefum ár frá ári; er vanda- laust að sanna það. Um hitt skal jeg ekki dæma hjer, hvort rjettara er að gera járnbraut- ir — eða láta þær ógerðar. En eitt- hvað verður að gera. Þetta má ekki svo th ganga. Suðurland —■ alt ís- land — situr í sívaxandi stórtapi, sem hlýst af járnbrautarleysinu, svo það fer að verða til hreinnar minkun- ar, að aögæta þó ekki, hvort við myndum tapa eins miklu, eða minnu eða meiru — á járnbrautum, og hvort það tap myndi líka fara sívaxandi, eins og tapið af vegleysunni, hvort járnbrautin myndi reýnast sístækk- andi framfaraspillir, eins og járn- brautaleysið bersýnilega er. — Það er svo margrætt, hvað muni kosta, t. d. að hafa járnbraut úr Rvik aust- ur aö Ægisíðu. En það er ekki líkt því háífrannsakað, hyað það kostar nú árlega (bændur og bæjamenn) að hafa hana ekki, þá járnbraut — hvort vítiö er verra? Jeg kann dæmisögu: Einu sinni áttum við Reykvikingar aö velja um tvö víti: 1) vatnsskort og vont vatn, eða 2) afardýra vatnsveitu og síðan vatnsskatt á hvert heimili, svo háan, að öllum blöskraöi. Jeg var þá hjeraðslæknir og bæjarf-ulltrúi og skyldan bauð mjer að gera mitt ítr- asta í því nauðsynjamáli. — Og jeg var „háskamaður“, sögðu þeir, „ætl- aði að setja bæinn á hausinn,“ og alla ' „fátæklinga á sveitina.“ Þá datt mjer í hug að rannsaka afarvandlega (spyrj- ast fyrir á hverju einasta heimili) hvað vatnsveituleysiö kostaði bæinn. Og þá kom það aiveg óvænt og al- veg ótvírætt upp úr dúrnum, að jeg hafði ekki reiknað skakt; það sann- aöist, að vatnsveituleysið (vatnssókn- irnar úr brunnunum) kostaði bæjar- búa fullum helmingi meira á ári, en vatnsskattsfúígunni nam, sem fylgdi þessu fyrsta stórvirki bæjarins — á- ætluninni um það. Þá sá þó meiri- hluti bæjarbúa, að vatnsveituley >iö var miklu verra víti, meira tjón, en vatnsveitan. Fjöldamargir vildu samt ekki trúa þessu, þessari útkomu af rannsókn minni, að vonda, ónoga vatniö úr brunnunum kostaði bæinn langt fram yfir áætlaða vatnsskatta. En það var þó svo fullsannað, og svo varlega reiknað, að margir sögðu mjer, aö jeg hefði reiknað mjer og mínum málstaö í óhag (og þaö var satt) ; það gat enginn sagt, að jeg hefði reiknað of hátt. Engu aö síður: Þetta var svo „ótrúlegt", að mjer datt aldrei í hug, að lá fólkinu andróður- inn móti því kostnaðarsama stórvirki. — Árið eftir, að vatnið loksins kom, höfðu ýmsir alþýðumenn orð á því við mig, að nú væru allir „hættir að Bygðarlög Kýr (1913) Manneskjur 1 kýr á Rangárvalla- og Árness.. 4837 10096 (1910) 2 menn Gullbringii- og Kjósars 1196 4448 (1910) 4 — Reykjavík og Hafnarfj. .. 249 c. 17000 (1917) 68 — Borgarfj. og Mýras 1516 430 (1910) 3 — 7798 31838 4 menn skamma Guðm. Bj örnson fyrir vatniö“. Nú borga Reykvíkingar yfir 48 þús. kr. á ári í vatnsskatt; er nú best að spyrja þá hvort þeir vilji heldur ,tapa‘ svona á vatnsveitunni eða losna viö hana. Og jeg hef nýlega afhent borg- arstjóra skjaiaplöggin gömlu um það, hvaö vatnsveituleysið kostaði rjetteft- iraldamótin, og þar getur nú hver sem vill fundið fullar sönnur á því, að vatnsveituleysið (brunnvatniö) þá kostaði 7J4 þús. manns um 60 þús. kr., en vatnsveitan kostar nú 15000 manns tæpar 50000 kr. Núnú : Þetta var blátt áframskyldu- vinna mín í þá tíð, og horfir mjer hvorki td lasts nje lofs. Þess vegna hika jeg mjer ekki að vekja athygli á þessu merkilega dæmi, sem er geng- ið og gleymt, þvi að járnbrautarmál- ið er, — eins og alhr hljóta að sjá — lifandi eftirmynd af þessu gamla vatnsveitumáli, — þessu fyrsta stór- virki í Rvík; er eðlilegt að þjóðin hafi alveg sama beyg af járnbraut- inni, eins og Reykvíkingar eðlilega höfðu af vatnsveitunni. Það er einlægt verið aö reikna sjer til eftir verslunarskýrslunum, hvaö: flutt muni verða t. d. um austurbraut- ina, telja saman bændur og kýr og kindur og hvaö eina, rjett eins og — held jeg muni það! — aUar sam- talningarnar á brunnum og brunn- körlum og vatnskerhngum og þessum urmul af fátæklingum, sem sóttu vatn- ið sjálfir, og sagt var að fengi þaö fyrir ekki neitt! — hvað þetta væri eins og ekkert á viö ósköpin —■ vatns- skattana áætluðu! — í þeim sÖmu þjarksporunum stendur nú járnbraut- armáhð, og stendur eins og steini lostiö. Fyrir ekki alls löngu gisti jeg eitt sinn austanfjalls, hjá einum af bestu bændum þessa lands. Járnbrautin barst í tal. Jeg bað þá bónda að segja mjer greiniiega hvað allir aðflutning- ar og fráfíutningar kostuðu hann ár- lega. Honum varð ekki greitt uni svariö ; er glöggur maður og gætinn ; hugsaði sig um, taidi saman, varð sjálfur forviða á útkomunni. Hann taldi útlátalaust fyrir hvern bónda aö skrifa hjá sjer eitt ár allar flutninga- ferðir (menn, hesta, vagna, flutnings- magn, flutningsleið, útgjöld i ferð- inni (tilheyrandi ferðakostnaðinum) o. s. frv.) Og honum leist sem mjer, að þetta, slík rannsókn og ekkert ann- aö, gæti skorið úr því, hvort þaö mundi meiri gróðavegur, að „tapa á járnbrautarleysi“ en að „tapa á járn- j braut“. ) Og því mun enginn neita, aö slík vel hugsuö og viturlega ráðin árs- rannsókn um landið alt, í ölium land- svei'tum, hún er eini öruggi, óyggj- andi vegurinn til þess að komast að öruggri niðurstöðu um það, hvort vít- ið er verra: járnbraut eða járnbraut- arleysi. Þá fyrst mundi þaö koma berlega í ljós, hvað flutningsgjöldin mættu vera hæst, svo að bændur hefðu þó stórhagnað af þeim nýju flutningatækjum. Sú rannsókn — það er allur gáldurinn. Það er mein- lokan i þessu járnbrautarmáh, að menn eru einlægt að þrefa um livað mikið muni verða fhitt á járnbraut- um, segjum austurbrautinni, í stað þess að rannsaka, hvað bændur mnni geta borgað mest á ári fyrir það, sem þeir nú ótvírætt þurfa að fiytja, og samt grætt á brautinni, því.þó aldrei nema flutningsgjöldin færu í fyrstu langt fram úr, væru margföld á við það, sem til orða hefur komið, þá mundu samt allir þyrpast að braut- inni, ef — ef bara járnbrautin gerði þeim kostnaðinn við flutninginn greinilega kostaðarminni, en hann er þeim nú í járnbrautarleysinu. AHir samanburðir við önnur lönd eru hjer sama sem einskis nýtir. — ísland er ekki annað land; þaö er okkar land, og ólíku saman að jafna. Okkur varð- ar ekkert um járnbrautarþras i Kan- ada eða Ástrahu. Við erum ekki að hugsa um járnbraut fyrir bændur þar, þeirra vandræði. Okkur varðar ekki um neitt annað en þetta, hvaö flutn- ingarnir að sjó og frá, hvað þeir fluningar kosta okkar bændur i raun og sannleika núna, eins og er, og matka af þeirri rannsókn, hvort það er nokkurt vit í þessu járnbrautar- tali, hvort vitlausara er járnbraut eða j árnbrautarley si.* Jeg vii ekki blanda kunningja mín- um fyrir austan, bóndanum, í þetta tah — En þaö voru okkar málalok, að við bjuggumst við, að þessa rann- sókn mundu allir taka vel undir. En að koma þessu i gang? — gera það! Vil hættum talinu. Það er best aö H. Ibsen hitti naglann á höfuðið, þegar hann kvað: „Hugsa um það, langa, og loks að vilja! En gera það !—Nei, það má skollinn skilj a.“ G. B j ö r n s o n landskjörinn þingmaður. Um bannlögin. Eftir Arna Palsson. (Fyrirlestur haldinn í Rvik 19. mars 1917.) (Niðurl.) Jeg á nú eftir að fara nokkrum orðum um þá aðferð, sem beitt var þegar bannið var lögleitt. Um hitt get jeg verið fáorðari, hvernig það hefur reynst í framkvæmdinni, því að þar eru dæmin deginum ljósari, svo að um það atriði þarf ekki að fjölyrða. Þegar fyrst var farið að hreyfa aðflutningsbanni hjer, þá var gert ráð fyrir, að bannið gæti ekki orðið að lögum nema fjórir fimtu hlutar kosningarbærra manna væru þvi fylgjandi. Seinna var talað um tvo þriðju hluta, en við atkvæðagreiðslu þá, sem fór fram haustið 1908, greiddu að eins kjósanda atkvæði með banninu, en á móti %, þ. e. a. s. af hverjum 100 kjósöndum voru 60 bannmenn, en 40 andbannigar. Auð- vitað settu templarar það ekki fyrir sig, að banninu höfðu ekki unnist jafnmargir fylgismenn sem upphaf- lega hafði veriö ráðgert, heldur ljetu þeir knje fylgja kviði, knúðu bann- lögin í gegnum þingið og vitnuðu í þjóðarviljann. Veslings íslenski þjóðarviljinn! Engin skepna á guðs grænni jörðinni held jeg aö sje eins illa útleikin sem þessi kynjavera, sem þó er svo ein- staklega kyrlát, svo bljúg og hóf- *) Og jeg er þar ekki að hugsa um „Austurbrautina" eina, heldur líka um „Akureyrarbrautina" og „Fagradalsbraut- ina“; söm eru vítin, samar þarfirnar, mis- miklar að vísu, en hvar mestar? — Hver veit það með sanni?

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.