Lögrétta

Issue

Lögrétta - 30.05.1917, Page 1

Lögrétta - 30.05.1917, Page 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiÖslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. XII. árg. Aðalfundur h.f. „Lögrjettu“ verdur haldinn á afgreiðslustofu blaö- sins, Bankastræti 11, laugardaginn 2. júní kl. 8^2 síðd. STJÓRNIN. Nr. 26. Bækur, innlendar og erlendar, pappi'r og alls- konar ritföng, kaupa allir i Btkaverslon Slflfðsar [ymundssanar. Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 siöd. r Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin sauniuð flest. Þar eru fataefnin best. I -=^=J Ómildir dómar um íslenskar jarðfræðisrannsóknir. Eftir Guöm. G. Bárðarson. Hin síSustu ár, síöan menn fóru aö braska i námuleit hjer á landi, hafa blöðin í sambandi viö fregnir þær, sem þau hafa flutt af afrekum þeirra manna sem a'5 þessu hafa unniö, alloft fariö lítilsvirðandi orö- um um jarðfræðisrannsóknir er hjer hafa verið geröar (sjá ísafold 1908). Um leiö og þau hafa skýrt frá því aö þessi eöa hinnalþýðumaðurinn hafi fundið nýjar og merkilegar jarö- myndanir, hafa þau stundum hnýtt þeim athugasemdum við, a|ð þetta hafi jarðfræöingarnir hlaupið yfir á hundavaöi, og meö því gefið í skyn, aö rannsóknir þeirra hafi veriö lít- ils eöa einskis viröi. — Þeim hefur sjaldan oröiö aö vegi aö fletta upp ritum þeirra, sem fengist hafa viö rannsóknir hjer, til þess aö ganga úr skugga um, hvort hinar svo kölluöu nýju myndanir væru áöur ókunnar, eða hvort hinar nýju skýrslur ykju þaö sem rit eldri manna hafa gert. Þaö má þó ekki minna vera en aö þeim fáu mönnum, sem vjer höfum átt* og varið hafa kröftum sínum til aö rannsaka land vort og auka þekkingu á því, sje sá sómi sýndur, að lofa þeini aö- eiga heiðurinn fyrir það, sem þeir liafa fundið, en eigi sjeu reittar af þeim fjaörirnar til aö skreyta aöra með, ekki sist þar sem flestir þessara merkismanna eru fyr- ir löngu komnir undir græna torfu. Þetta var afsakanlegt meöan rit ýmsra þessara fræöimanna lágu grafin og gleymd í handritum í bóka- söfnum eða dreifö í hinum og þess- um útlendum tímaritum. Þannig lágu hinar merku athuganir Sveins læknis Pálssonar um jöklana hjer á landi, er voru hinar fyrstu er skýröu til fulls eölí jökla og áhrif þeirra á lönd- in, óprentaöar í dagbókum hans, en útlendur maður fann hiö sama löngu síðar og hlaut allau heiöurinn fyrir. Nú hefur Þorv. próf. Thoroddsen safnaö öllu því helsta saman í eina heild, sem jarðfræðisrannsóknir hafa leitt í ]jós hjer á landi fram að vor- 11111 dögum, og dregiö það fram í dagsbirtuna, er því hverjum einum vorkunnarlítie að fletta upp í ritum hans** , og ganga úr skugga um, hvaö nytt er eöa áöur kunnugt. * Eggert Ólafsson, Bjarni Pálsson, Sveinn Pálsson, O. Olavíus, Jónas Hallgrímssoil) þorvaldur Thorodd- sen og Helgi Pjeturss. — Auk þess- ara íslendinga mætti og nefna marga erlenda menn, sem fengist hafa við rannsóknir hjer. ** Lýsing íslands. — Landfræðis- sagan, — Feröabókin, — jaröfræðis- kortiö o. fl. Eggert Ólafsson vicilögmaöur og Bjarni landlæknir Pálsson rannsök- uöu víða surtarbrandsmyndanir á ferðum sínum, sýndu athuganir þeirra þegar, að rannsóknir á slíkum mynd- unum gætu haft víötæka þýöingu fyr- ir jarösögu landsins, eins og síðar kom á daginn, er safn Jap. Steen- strups úr surtabrandslögunum hjer á landi var rannsakað. í ferðabók þeirra fjelaga er og allítarlega lýst eöli surtarbrandsins og nothæfi hans til eldsneytis, og kemur það aö flestu leyti furðuvel heim við þaö sem síö- ari tíma rannsóknir hafa leitt i ljós um sams kyns kolamyndanir erlend- is. Þar er þess og getið, aö bæta megi brandinn til eldsneytis meö þvi að breniia hann á sama hátt og við- ur var brendur til kola, og sagt aö ýmsir hjer á landi hafi gert það og reynst vel. —■ Hefur þessari athug- un verið minni gaumur gefinn en skyldi. Brúnkol og surtarbrandur bæði hjer á landi og annarstaöar hafa allajafnan allmikið vatn í sjer fólgiö (um 20% eða meira), sem dregur mjög úr hitagildi þeirra, en þetta hefur verið handhæg aðferð til aö losa þau við allmikið af því. Þeir sem síðar hafa fengist viö rannsóknir hjer, hafa allmikiö aukiö þekkingu vora á þessum myndunum, getið um nýa fundarstaði og lýst sumum þeirra allnáiö, og sumir rann- sakað kolaefnisinnihald þessara kola- myndana og hitagildi.* Hinir ómildu dómar um rannsóknir jaröfræðinga á þessum kolamyndun- um hafa mjög bitnað á Þorv. Thor- oddsen, því hann er sá maðurinn, sem ítarlegast hefur rannsakaö landiö, og langmest ritað um þessar rannsóknir sínar og annara. En þennan dóm á hann síst skilinn. 1 feröaskýrslum sínum getur hann alstaðar um surtar- brands og kolamyndanir í hjeruðum þeim, sem hann fór um, og bætti mjög viö þekkingu vora á þeim. Reyndar haföi hann ekki tíma til að rannsaka lög þessi mjög nákvæfn- lega, því hann hafði mörg önnur verkefni með höndum, þar sem hann var að safna athugunum til víðtæks jarðfræðiskorts yfir landið og full- kominnar íslandslýsingar. Þó lýsir Jhann ýmsum lögum allítarlega, t. d. kolamyndununum í Stálfjalli,** sem blöðin hafa flutt mestar fregnir um hina síöustu tíma. Þar lýsir hann mjög vel afstööu laganna til annara myndana, getur um þykt kola- eða surtarbrandslaganna og lýsir ásig- komulagi þeirra, segir aö þar finnist kol, sem sjeu öllu betri en þau við Hreðavatn, sem áður höfðu verið tal- in bestu brúnkol hjer á. landi. Af lýs- ingu hans má ráða það að hiti frá hraunlögum, sem runniö hafa yfir myndun þessa, muni hafa haft áhrif á efstu kolalögin og gert þau betri en ella mundi. — Hann bendir og á hverir annmarkar sjeu á því, aö koma kolunum burt frá nátnum þess- um. Af þessu, sem hann ritar um lög þessi, þó ekki sje þaö langt mál, má fá meiri og áreiöanlegri fróðleik um nothæfi náma þessara, en af öllum þeim skýrslum, sem blöðin hafa ver- ið látin flytja um þær undanfarið, því lýsing hans er hlutdrægnislaus og skýr það sem hún nær. — Eftir því sem jeg hef komist næst eru allir þeir kolafundir, sem blööin hafa flutt fregnir af undanfarið, nefndir í ritum Þ. Th., og þeir markaðir á jaröfræö- iskort hans. Svo er bæði um kolin (eða surtarbrandinn) á Skarðströnd i * Þannig prófaöi hinn danski jarð- fræðingur Johnstrup kol frá Hreða- vatni og fann í þeim 61.8% af kola- efni, en í surtarbrandi frá Brjámslæk vorti að eins 34% af kolaefni sam- kvæmt rannsóknum lians. — Nú síðustu árin voru kol og surtar- brandur frá ýmsum stöðum hjer á landi rannsökuð efnafræöislega af Asg. sál. Torfasyni. ** Ferðabókin, II, bls. 8—9. — Lög þessi hafa sumar fregnir taliö ný- fundin. Reykjavík, 30. maí 1917. Dalasýslu, í Dufansdal og Þernudal, Botni í Súgandafirði, Stigahlið, í döl- unum fram af Bolungarvík o. s. frv. Jeg hef fjölyrt um þetta efni af þeirri ástæöu, að sú skoðun virðist hafa verið aö þróast hjer á landi, einkum í sambandi við námutrúna, sem vaknað hefur hjer síðustu ár, að jarðfræðirannsóknir, sem hjer hafi verið gerðar, hafi veriö lítils eða einskisvirði, því þær hafi ekkert nýti- legt leitt í ljós í þeim greinum. Með því er reynt að varpa skugga á við- leitni, sem einstakir menn hafa sýnt í því að afla þekkirigar á jarðfræði landsins, og gera lítið úr fræðigrein, sem í öllum siðuðum löndum er mik- ilsmetin og álitið sjálfsagt að styrkja af almanna fje. Enda er nú í flestum löndum búið að koma á fót stofnun- um, er vinna að jarðfræðirannsókn- um hver í sínu landi. Hafa þær í þjón- ustu sinni marga jarðfræðinga, er geta gefið sig einhuga við rannsókn- um. Er verkefni þeirra að rannsaka og gefa út ýtarlegar lýsingar og skýrslur um kolanámur, málmnámur, mómyndanir, jarðvegsmyndanir,berg- tegundir og alls konar jarðmyndanir aörar í löndum þessum og gefa út ýtarleg jaröfræðiskort, er sýni út- breiðslu þessara myndana o. fl. o. fl. í Danmörku t. d. var slíkri stofnun komið á fót fyrir nálega 30 ár- um og hefur hún síðan stöðugt unnið aö rannsóknum þar i landi. Menn mega ekki dæma hinar ís- lensku jarðfræðisrannsóknir eftir því hve mikiö er órannsakað af jarðmynd- unum landsins, heldur eftir því, hve miklu þeir menn hafa afkastað, er við þær hafa fengist, miðað við þann tíma og fje, sem þeir gátu til rann- sóknanna varið. ■—■ Verður eigi með sanni sagt að árangurinn sje lítils- virði, ef allra ástæöna er gætt. Þrátt fyrir afrek þessara manna er þó afarmikið enn óunnið í þessu efni, því ýtarlegar sjerrannsóknir vantar hjer enn í flestum greinum jarðfræð- innar, og án þeirra er eigi auðið aö fá fullkomna þekkiugu á jarðfræði landsins. Pljer er fyrir höndum margra áratuga verk fyrir ötula jarð- fræðinga, er geti starfað einhuga að rannsóknum. En þær komast aldrei í framkvæmd hjer nema landið sjálft styðji þær og komi þeim í reglubund- iö horf, eins og títt er í öörum menn- ingarlöndum. Því einstakir menn liafa ekki efni á því, og ekki er. við að bú- ast að önnur lönd telji sjer skylt að annast slíkt fyrir okkar hönd. Framan af lögðu Danir allmikið fje fram til rannsókna hjer á landi, danska stjórnin kostaði ríflega rann- sóknarferðir þeirra fjelaga Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, ferð- ir þeirra Sveins Pálssonar og Jónas- ar Hallgrimssonar, Olaviusar, Steen- strupS o. fl. voru og kostaðar af dönsku fje. —■ Nú fyrir alllöngu höf- um vjer fengið sjálfstjórn og aðskil- inn fjárhag og síðan hefur danska stjórnin ekki talið sjer jafnskylt og áður aö rannsaka landið; hún hefur þar á móti snúið sjer meira til Græn- lands. Eru árlega gerðir út vísinda- menn til rannsókna þar í landi frá Danmörku, og mikiö fje veriö lagt fram til að afla þekkingar um land- ið, enda er Grænland nú í ýmsum greinum mun betur rannsakaö en ís- land. Hjer heima var Þ. Th. um eitt skeiö sá eini, er gaf sig við jaröfræðisrann- sóknum, og varö hann að stunda þær í frítímum sínum frá annríku embætti, með lítilfjörlegum styrk af almanna- fje, er lengi vel var veittur meö eft- irtölum. — Með frábærum dugnaði hefur honum tekist að inna af hendi þrekvirki í jaröfræöi og landafræöi íslands, sem hann hefur hlotiö fyrir alment lof og margs konar viöur- kenningu meöal erlendra vísinda- manna. En til þess aö hann gæti ein- huga starfað aö því aö rita um rann- sóknir sínar, hljóp ríkissjóöur Dana undir bagga og veitti honum árlega styrk til þeirra starfa. — Dr. Helgi Pjeturss hefur og notiö dálítils styrks úr landsjóöi til jaröfræöisrannsókna, og auðnaðist honum þau fáu ár sem hann hefur starfaö aö þeim að gera ýmsar stórmerkar athuganir í jarð- fræði landsins. :—■ Þá held jeg að alt sje upp talið, sem landið hefur lagt fram til jarðfræðisrannsókna hjer síðan vjer fengum sjálfstjórn. Aðalfundur Búnaðarfjelags íslands 1917. Niðurl. Leiðbeiningarferðir í sauðfjárrækt hefur Jón H. Þorbergsson farið fyr- ir fjelagið í vetur, eins og í fyrra. Fór hann nú um Múlasýslur, Skaftafells- sýslur og nokkurn hluta Rangárvalla- sýslu, skoðaði fje á 112 bæjum og hjelt fyrirlestra á 25 stöðum fyrir 1050 mönnum, er flestir voru bænd- ur. Um störf hans að þessu árið sem leið er skýrsla frá honum í Búnaðar- ritinu. Sauðfjárræktarfjelagi einu í Leir- ár og Mela sveit, var veittur lítils- háttar styrkur, 1 kr. fyrir hvern fje- lagsmann, 24 kr. Fóðurtilraunir sauðfjár voru gerðar í vetur á 2 bæjum, sömu og áöur, á Leifsstöðum og í Síðumúla. Verður væntanlega haldið áfram og bætt við 2 bæjum öðrum. Skýrslur um tilraun- irnar undanfarna vetur eru komnar út í Búnaðarritinu. Búnaðarnámsskeið hafa í vetur verið haldin 2 í ísafjarðarsýslu, sem Búnaðarsamband Vestfjarða gekst fyrir, en búnaöárfjelagið sendi fyrir- lestramann til og styrkti auk þess með fje. Mun það einnig styrkja náms- skeið Búnaðarsambands Austur- lands. Guðmundur kennari Hjaltason hefur enn -sem fyrri haldið fyrir- lestra á allmörgum stöðum fyrir fje- lagið, snertandi búnað. Hússtjórnarkensla. Eftir tilmælum Búnaöarsambands Vestfjarða voru í vetur haldin 4 námsskeið í Isafjarðar og Stranda sýslum. Greiddi búnaðar- fjelagið kaup kenslukonunnar. Kenn- ari var þar ungfrú Guðrún Ólafsdótt- ir frá Reykjarfirði. Fjelagið haföi boöist til að láta halda hússtjórnar- námsskeið í vetur í Snæfellsnessýslu, en eftir ósk þaðan var því frestað í þaö sinn. Verða vonandi haldin næsta vetur, ef því verður viö komið. — Kvenrjettindafjelagi íslands hefur veriö heitinn styrkur til nokkurra vikunámsskeiöa hjer í Reykjavík í vor fyrir húsmæður, þar sem sjer- staklega verði hugsað um að kenna hagsýni og sparsemi í meðferö mat- væla með tilliti til dýrtíðarinnar nú. Mjólkurmeðferðarkenslan á Hvit- árvöllum. Um hana verður að vísa til skýrslu kennarans, sem mun koma út í Búnaðarritinu. Þar hefur, eins og undanfarna vetur, nemendum veriö veitt nokkur tilsögn í að búa til al- gengan mat, baka brauð o. fl. Frú Þóra Þorleifsdóttir hafði þá kenslu á hendi. Utanfararstyrkur var áriö sem leið veittur þessi: Til vatnsveitunáms o. fl. Valtý Stefánssyni búfræðiskandí- dat 600 kr. Sú styrkveiting heldur áfram þetta ár og hið næsta. — Til búnaöarskólanáms i Danmörku Níl- jóni H. Jóhannessyni og Gunnari Hallssyni, síðari hluti, 200 kr. hvor- um, og til búnaðarháskólanáms í Noregi Eðvald Bóassyni, fyrri hluti, 200 kr. — Til verklegs búnaöarnáms í Noregi og Danmörku, Guðjóni Ei- ríkssyni, Bergi Jónssyni, Skúla Á- gústssyni, Birni Þórhallssyni, Jóhanni Eiríkssyni, Guðmundi Jóhannssyni og Eið Sigurðssyni 100 kr. hverjum. —- Til verklegs garðræktarnáms Ragn- ari Ásgeirssyni 100 kr. — Til ferðar um Noreg, Danmörku og Svíþjóð til að búa sig undir framkvæmdarstjóra- starf hjá Ræktunarfjelagi Norður- lands var Sigurði Baldvinssyni veitt- ur 500 króna styrkur. — Enn- fremur styrkti fjelagið Jón H. Þorbergsson með 300 kr. til utan- farar árið sem leið, aðallega til að kynna sjer verslunina meö íslenska hesta, en sá styrkur var ekki greidd- ur fyr en eftir nýjár 1917, því aö ut- anfararfjeð 1916 var uppgengið. — Enn var utanfararstyrkur veittur þeim Einari Jósefssyni Qg Þorbergi Kjartanssyni, 150 kr. hvorum, til verklegs búnaðarnáms (í Bretlandi og Danmörku) og Önnu Friöriks- dóttur rjómabússtýru 200 kr. til að læra að sjóða niður mjólk, en þessir styrkir eru greiddir af vöxtum gjafa- sjóðs C. Liebe. Verkfæraútvegun hefur gengiö tregt áriö sem leið og í vetur vegna samgönguteppunnar. Jafnvel heyhita- mælana, sem fjelagið hefur útvegað mönnum frá Stefáni járnsmiö Stef- ánssyni á Akureyri, hefur verið tregt um aö fá, vegna þess að mælisglösin sjálf hafa ekki fengist. Nú hefur ver- ið gerð tilraun til aö fá þau frá Ameríku með Gullfossi. Þess er get- ið í ársfundarskýrslunni í fyrra, aö tilraunir voru gerðar til að fá betri ljái frá Englandi og Ameríku, en ekk- ert hefur oröiö ágengt. í fyrra vor hjet fjelagið einum manni, Magnúsi búfræðing Kristjánssyni í Múla í Nauteyrarhr., styrk til að kaupa mó- eltivjel, en af einhverjum ástæðum gat hann ekki fengið vjelina þá, hvað sem síðar hefur orðið. Efnarannsóknir, sem búnaðarfje- lagið kostaði, voru i minna lagi árið sem leið, vegna veikinda og dauða Ásgeirs Torfasonar. Aö eins 8 mó- sýnishorn úr Flóanum, tekin af dr. ITelga Jónssyni og rannsökuð eftir tilmælum hans, og 3 sýnishorn af vatni frá Hólum til undirbúnings á- veitutilraunanna þar. í vetur hafa ver- iö reynd þorskhrogn og þorsksvíl til skepnufóðurs, og 2 jarðvegsteg- undir, sem hugsað er um aö reyna til áburðar. Var annað af þeim fjöru- leðja frá Bessastöðum, og fanst að í henni var 6% af köfnunarefni. Hygg- ur bóndinn nýi gott til að hafa þarna við túnið hjá sjer áburðarnámu með þriöjungi köfnunarefnismagns á móts viö Chili-saltpjetur, og mun ekki lengi láta dragast að aö reyna hana. Tilraunir meö smjörgerð og osta- gerö. Þess er getið í ársfundarskýrsl- unni í fyrra, að Gísli Guðmundsson gerlafræðingur væri að byrja tilraun- ir meö smjörgerð. Hefur hann haldið því áfram og fjelagið greitt honum styrk þann til áhaldakaupa ög mjólk- urkaupa', sem lofað var, rúmar 100 kr. Gráðaostagerðinni hefur Jón Guð- mundsson á Þorfinnsstöðum haldið á- fram og fjelagið greitt honum þann 150 kr. styrk til áhaldakaupa, sem lofaö haföi verið. Ostageröin tókst ágætlega áriö sem leið að dómi Gísla Guömundssonar. Rann osturinn út hjer i Reykjavík fyrir kr. 4.20—4.40 kg., og fengu færri en vildu. Sýnis- horn hafa verið send til útlanda. Jón hefur auglýst, að gráðaostagerð verði í sumar í Ólafsdal, og hefur hann boðist til aö taka menn til kenslu. Ólíklegt að ekki hafi einhver viljað sinna því boði. Jarðýrkjubók II. Enn er ekki kom- ið handritið af henni, enda hefði varla verið ráðlegt að gefa hana út nú sem stendur, með því afarverði,

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.