Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.06.1917, Blaðsíða 4

Lögrétta - 06.06.1917, Blaðsíða 4
IOO LÖGRJETTA Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. XII. KAFLI. Þeir Kmielnitski og Skrjetuski gistu um nóttina hjá herbúðastjóran- um gamla. Tuhai-Bey gisti þar einn- ig, því aS honum þótti of áliöiS aö halda aftur um kvöldiö til Basavluk. Tartarahöföinginn sýndi fanga sínum hina mestu kurteisi, því aö hann vissi aö hann myndi geta fengiS mikiö lausnarfje fyrir hann, og auk þess haföi hann sjeS hann viS hirö khans- ins sem sendiboöa. Húsbóndinn var einnig mjög stima- mjúkur viö hann, þá er þeir voru komnir heim í kofa hans. Hann var sem verkfæri í höndum Kmielnitskis, og haföi tekiS eftir því aS hann haföi viljaö bjarga sendiboöanum á ráS- stefnunni. En hann varS fyrst for- viSa, þegar Kmielnitski, eftir aS þeir höfSu tekiS sjer sæti, sneri sjer aö Tuhai-Bey og mælti: „SegSu mjer, hversu hátt lausnar- gjald þú ætlar aS heimta fyrir fang- ann?“ „Þú hefur sagt, aS hann væri af göfugum ættum, og jeg veit aS hann var sendiboöi hins ógurlega fursta, og furstinn hræöilegi lætur sjer ant um menn sína. Hann borgar sjálfur og hinn líka,“ — hann hugsaöi sig um, — „tvö þúsund dali.“ „Jeg borga þjer 2000 dali fyrir fangann,“ sagSi Kmielnitski þegar. Tartarinn svaraSi ekki undir eins, hann dró annaö augaS í pung, horfSi á Kmielnitski rannsakandi og mælti síöan: „Þú lætur þaö vera þrjú.“ „Hvers vegna ætti jeg aö greiSa þjer þrjú, er þú krefst ekki nema tveggja?“ „Vegna þess, aö fyrst þú vilt fá hann, þá varöar þaö þig nokkru, og þar eS þjer þykir þaö nokkru varöa, þá greiöir þú þrjú fyrir hann.“ „Hann bjargaSi mjer frá dauöa.“ „Hann veröur þúsund dölum dýrari fyrir þaS.“ „Tuhai-Bey,“ greip Skrjetuski fram í, og var reiöur. „Jeg lofa þjer engu úr fjárhirslu furstans, get þaö ekki; en jeg á sjálfur 3000 dali og skal greiSa þjer þá mjer til frelsis. Jeg vil ekki þurfa aö þakka hetman þess- um líf mitt og frelsi.“ „Þú veist ekki hver ætlun mín er, viövíkjandi þjer,“ sagSi Kmielnitski stuttur í spuna. SiSan sneri hann sjer aö Tartaranum og mælti: „Styrjöldin er byrjuö. ÞaS getur orSiö biö á því, aö sendimaöur þinn komi aftur frá Lubni meö lausnar- fje. Fái jeg hann skal jeg sjálfur greiöa þaö í Basavluk." „Þú borgar fjórar þúsundir, þá færöu hann,“ sagöi Tahai-Bey óþol- inmóöur. „Jeg greiöi fjórar þúsundir.“ „Ef þú vilt,“ sagSi húsráöandinn viS Kmielnitski, „þá get jeg greitt upphæö þessa. Jeg hef hana hjerna undir veggnum og ef til vill meira.“ „Á morgun feröu meS greiösluna til Basavluk,“ sagöi Kmielnitski. Tartarinn teygSi sig og geispaöi. „Jeg er syfjaSur,“ sjagöi hann. „I fyrramáliö fyrir dögun verö jeg aö vera kominn til Basavluk. Hvar á jeg aö sofa?“ Húsráöandi benti honum á bunka af röggvarfeldum út viS vegginn. Tartarinn fleygöi sjer þar niSur og eftir stutta stund heyröust hroturnar til hans. Kmielnitski gekk lengi um gólf í kofanum og mælti: „Jeg get ekki sofnaS nú; komdu meö eitthvaö aö drekka.“ „Vin eöa brennivín?“ „Brennivín. Jeg get ekki sofnaö." „Og þó er komiö undir dögun.“ „Það er þá kominn tími fyrir þig aS fara aö sofa, gamli vinur. Drektu einn bikar áSur.“ „Skál hamingju og frægöar þinn- ar!“ sagöi húsbóndinn. „Skál hamingju þinnar!“ svaraöi Kmielnitski. HúsráSandi þerði sig um munninn meS treyjuerminni, rjetti Kmielnitski hendina, fór út í eitt horniS, þakti sig allan í gæruskinnum, því að hann var oröinn gamall og kulvís. Brátt hraut hann einnig, ásamt Tuhai-Bey. Kmielnitski sat viS boröið þungt hugsandi. Alt í einu leit hann upp og á Skrjetuski og mælti: „Nú eruð þjer frjáls.“ „Jeg þakka ySur, hetman! En ekki get jeg neitaS því, aö heldur hefSi jeg kosið aS mega þakka öSrum frelsi mitt en yöur.“ Þjer hafiS ekkert aö þakka. Þjer hafiS frelsaö líf mitt og jeg hef gert ySur greiöa. Nú á hvorugur hjá öðr um. En jeg get ekki slept yður heim til ySar nú þegar nema þjer lofiö viö drengskap yöar aö segja ekki frá liðskosti vorum eSa ööru því, er þjer hafiö komist aö hjer um hernaö vorn.“ „Þá er frelsi mitt mest í oröi, því aS þjer vitið aö slíkt loforö gef jeg aldrei.“ „Líf mitt og alls hersins er komið undir því að yfirhetmaninn haldi eigi gegn oss með allan afla sinn, en þaö mundi hann gera, ef hann vissi liðs- kost vorn. Þjer sjáið aS þaS er ekki aS ófyrirsynju aS jeg eigi vil láta yö- ur fara fyr en þjer heitiS þessu eða mjer verSur frásögn yðar bagalaus. Jeg hef oröiS aö hafa mikiö fyrir því að sá ryki í augu þeim — ætti jeg þá meö þessu eina atriöi aS gera þá alsjáandi. Þeir eiga mikið undir sjer, en þaö á jeg líka; allur lýöurinn og Kósakkarnir fylgja mjer, einnig khaninn á Krim og Tartarar. Jeg er vongóSur um aö sigra fjandmenn mína. Jeg treysti guöi og góöu mál- efni.“ Kmielnitski stóS upp og fór að ganga um gólf, órór í skapi, en Skrje- tuski horfði hvast á hann og mælti í ákveönum róm: „Hetman! LeggiS ekki guSs nafn við hjegóma. Þjer getiö ekki treyst hjálp hans, en reiði hans og refsing lýstur ySur bráölega. ÞaS á illa viS aS þjer ákallið hjálp hans í þessari styrjöld; henni hafið þjer komiS til leiöar bara til þess aS hefna persónu- legra mótgjörSa, er þjer þykist sjálf- ur hafa orðið fyrir. Þjer geriö banda- lag viS heiöingja gegn kristnum meö- bræSrum ySar. Hvort sem þjer sigr- ið eða ekki, eyöist landiS; ómælandi veröa þau tár og þaS blóö, er úthelt verður; ríkiö verður gert máttvana; samþegnar yðar verða þrælar heiS- ingja og ölturu drottins verSa van- helguS. Og þetta alt er afleiöing af aS Tschaplinski hefur lagt undir sig jaröarskika lítinn, er þjer töldust eiga, og aS hann ógnaSi yöur örvita af vínnautn. Þó að tildrögin sjeu þessi, hikiö þjer ekki viö að ákalla guös hjálp! Jeg er á yöar valdi og þjer ráðiö yfir frelsi mínu og lifi, en samt segi jeg ySur þaS, aö þaS er ekki guð ljóssins heldur myrkrahöfð- inginn, sem þjer ættuö aS ákalla, því aS helvíti eitt er ySur reiSubúiS!“ Kmielnitski varS eldrauöur og greip til sverösins. Hann horfði á Skrjetuski eins og ljón á bráð, búiS til stökks, en hann stilti sig, enda var hann lítiS drukkinn. Ef til vill hefur samviskan vaknaS, því að hann byrj- aöi að tala eins og hann væri aö verja sig fyrir ákærum hennar, og mælti t „Þessi orö hefði jeg engum öör- um þolaö en yður, en gætið þess samt að espa mig ekki um of. Takmörk eru sett þolinmæöi minni. Þjer ógniS mjer meS helviti og kallið mig land- ráSamann. Hver hefur sagt aS jeg sje að öllu þessu til þess eins aö hefna misgjöröa gegn sjálfum mjer. Haldið þjer að þúsundir þær, er safn- ast hafa undir merki mitt og liö þaS, sem enn kemur 0g verður miklu fleira en það sem fyrir er, geri það aö eins til þess aS jeg nái rjetti mín- um. Athugið hvernig ástatt er í Ukra- ina, hinu frjósama landi. Enginn get- ur verið þar óhræddur um líf eöa eignir nema aðalsmennirnir. Öll völd og auður er í þeirra höndum. Þeir lifa í allsnægtum, en allur lýöur í vesöld og kúgun, jafnvel hinir minni- háttar aSalsmenn eru kúgaðir, og hafa margir þeirra flúið hingaS til Sitsch. Þeir reiða sig á miskunn guSs, því að miskunn konungsins hefur þeim aS engu dugaö. Jeg berst ekki gegn konungi vorum, heldur harö- sjórunum, — smákonungunum, — er þjá lýðinn á allar lundir með píslum og ótal sköttum. Hver eru laun Kó- sakka fyrir hraustlega framgöngu? Konungurinn hefur að vísu veitt þeim ýms rjettindi, en harðstjórarnir varna oss að njóta þeirra. Minnist Nalevaj- ko,er var brytjaöur sundur,ogPavluk, er var steiktur í koparnauti! Ógróin eru sárin eftir sverð þeirra Zolkiev- skis og Konjepolskis; enn grátum vjer þá er falliS hafa í bardögum, veriö hálshögnir eða stegldir lifandi. Hjer er merkiS á himninum. Svipa guðs ! SjáiS !“ Kmielnitski benti út um gluggann á halastjörnu mikla og fagra. „Sje mjer ætlaö aö verða svipa guSs, þá þaö. Jeg skal taka þá byrSi á herðar mjer.“ Hann var orðinn eldrauSur i fram- an og ljet fallast á legubekk, eins og örmagna af byrðinni, er hann hafSi tekist á heröar. í kofanum heyrSist ekkert annaö en hrotur hinna sofandi og engisprettutíst úti.í einu horninu. Skrjetuski drúpti höfði og var aö hugsa um svar sitt, því orS Kmiel- nitskis voru þung á metunum, sem björg, síöan mælti hann í lágri en sorgblandinni rödd: „Hvaða rjett hafiS þjer, hetman, til þess aö gjörast dómari og bööull enda þótt alt væri rjett, er þjer hafiö sagt? Hví feliö þjer þaö ekki forsjá guös? ÞaS er langt frá því að jeg ætli aS verja hina ranglátu lýðkúg- ara. En stingiö hendinni í yöar eigin barm! Látið þjer menn njóta laga og rjettar? BeygiS þjer ySur fyrir lögunum? Þjer sjáiö ok það er harö- stjórarnir leggja á lýðinn, en þjer gætið þess ekki, aS það er her þeirra og hreysti, er hefur frelsað blessað landiö vort undan oki Tyrkja og Tart- ara, er oröiö hefði hundraö sinnum þyngra. Er þaö ekki þeim að þakka, aö synir yðar hafa ekki horfiö inn í herliö Tyrkja og að hurðir kvenna- búranna eigi hafa lukst eftir eigin- konum ySar og dætrum? Hverjir hafa gert auönirnar byggilegar, reist borg- ir og bæi og látiS smíða kirkjur?“ Skrjetuski brýndi nú raustina, en Kmielnitski horfði svipþungur fram undan sjer á brennivinsflöskuna. Hann krepti hnefann og var auösæ á honum innri barátta. „Og hverjir eru menn þeir, sem þjer kvartiS yifr?“ hjelt Skrjetuski áfram. „Hvorki eru þaS Tyrkir nje ÞjóSverjar. Eru það ekki yöar eigin landar? Aöalsmenn landsins! ÞaS er hin mesta ógn og smán, aö láta hina yngri bræöur vega aö hinum eldri. Þó að þjer hafið rjett fyrir yður, og smákonungar þessir sjeu þorpar- ar og virði lögin að vettugi, og þó ' að þeir varni Kósökkum rjettinda ' þeirra, er konungur hefur veitt þeim, 1 þá látiö guð dæma þá. ÞaS er ekki : yðar hlutverk, hetman! Hvernig get- ið þjer staShæft, að rjetturinn sje aS eins ySar megin og rjettlætiö einnig? Og ef þjer spyrjiS mig, hver sje rjett- ur Kósakka, mun jeg svara því, aö þaS voru ekki aöalsmennirnir, sem reyndust landráðamenn, en þaö voru Kósakkaforingjarnir, þeir Laboda, Sosko, Nalevajko og Pavluk, og þaS er ekki rjett, aö Pavluk væri líflát- inn í koparnautinu. Kósakkarnir hafa margsinnis gint Tartarana inn yfir landamærin, til þess aö ræna, rupla og drepa, og sagt þeim hvar helst væri fjárvon, en ráöist síöan á þá, er þeir hafa haldiS heim aftur með herfang mikið og tekiö alt af þeim. ÞaS eru þjer Kósakkar, sem eruð sök þess, aö fjöldi kristinna eru þræl- ar heiöingja. Þaö eruö þjer sem ávalt eruð uggur og ótti aðalsmanna, bænda og kaupmanna. Þaö eruð þjer, sem hefjiS borgarastyrjöld og leggiö borgir og bæi Ukraines í auðn og ösku, saurgið og rænið kirkjur. Ætl- ist þjer til aö þjer fáiö einkarjett til borgarastyrjalda, ráns og gripdeilda? Yður hefur verið sýnt alt of mikið umburðarlyndi af ríkinu. ÞaS hefur reynt að lækna lim þann, er þaS átti að höggva af, og hefur hneykslað. Hvernig hafiS þjer launaS umburSar- lyndi þess? Hjer hrýtur bandamaöur yöar, hinn svarnasti fjandmaSur rík- isins; vinur yöar, hatari kross og kirkju. Ásamt honum ætliö þjer að herja land vort, og þið ætliö sam- eiginlega aö dæma landa yöar. Þjer munuö brátt komast aS raun um það, aS hann verSur sá er ræöur, og þjer verðið neyddur til aö halda í ístaö hans.“ Kmielnitski fylti glas sitt af brenni- víni, tæmdi það og sagði: „Þegar jeg ásamt Barabasch stóö frammi fyrir konungi vorum og við kæröum fyrir honum misrjetti það, er beitt væri gegn oss, mælti hann: „Hafið þjer ekki byssu um öxl og sverð við hliö?“ „En stæðuð þjer frammi fyrir kon- ungi konunganna mundi hann segja: „Þjer hafiö náttúlega fyrirgefið öðr- H. F. Dvergur Trjesmíðaverksmiðja og timburverslun Hafnarfjarðar Flyg-enring* & Co. Talsími 5 og’ 3 tekur að sjer smíðar á hurðum, gluggum, listum allskonar, húsgögnum og öðrum smíðisgripum. Selur enn fremur alls konar timbur til húsabygginga. Innan skamms á fjelagið von á stórum timburfarmi frá Halmstad. KBONE E^AOEBÖL er best. Andbanningafj elagsins er opin í LÆKJARGÖTU 6B (inngangur gegnum portiö til vinstri). Tilgangur fjelagsins er, samkv. 4. gr. fjelagslaganna aö „vinna að því, aö lögin um aðflutningsbann á áfengi verði sem fyrst afnumin, svo og einnig að öSru leyti aö vinna á móti hverju því, er hnekkir persónu- frelsi manna og almennum mannrjettindum.“ Þeir sem óska eftir aö styðja þennan fjelagsskap meö því aS gerast meölimir, eða á annan hátt, eru beðnir að snúa sjer til skrifstofunnar, sem er opin frá klukkan 4—7 e. m. Fjelagsmenn ákveða sjálfir árstil-lög sín. um, þar sem þjer æskið fyrirgefning- ar af mjer.“ „Jeg segi ekki ríkinu stríð á hend- ur. Jeg vil að eins afljetta kúgun Kó- sakka.“ „Til þess aö setja á þá helsi Tart- ara.“ „Jeg vernda trú vora.“ „Já, í bandalagi viS heiöingja!“ „ÞegiS! Samviska mín er ekki á ySar skoSun. Jeg hlusta ekki lengur á yður.“ „En það blóS og þau tár, er verð- ur úthelt, heimta hefnd frá himni, og þjer getið ekki umflúiS maklega refs- ingu.“ „Þjer dirfist að segja þetta,“ æpti Kmielnitski óöur af bræði og mund- aði rýtinginn aS Skrjetuski. „Leggið honum bara,“ sagði Skrje- tuski. Það varð steinhljóð. Kmielnitski stóö með rýtinginn beindan á brjóst Skrjetuskis. Hönd lians titraöi; hann hugsaöi sig um, stakk rýtingnum í beltið, greip síðan brennivínsílátið og drakk; settist niSur á 1)ekkinn og dæsti. „Jeg get ekki drepið hann,“ hvísl- aöi hann. „ÞaS er orðið áliðiS nætur. En þaö er líka orðið of aliSið fyrir mig aS snúa aftur. Hann talaði um refsingu. Khaninn hefur lofað lið- veislu. Þarna liggur Tuhai-Bey. Á morgun verSur lagt á stað. Að snúa aftur er of seint.“ Hann hafði drukkið meira en góðu hófi gegndi. Hann hallaðist upp i bekkinn, en leit alt í einu upp skelfd- ur og mælti: „Hver er þar?“ SNfliilflílS MOIIMEHT-HTELIER 0, Farimagsg. 42. Köbenhavn 0. — Katalog tilsendes gratis. — Umboð fyrir Schannong hefur Gunhild Thorsteinsson, Suðurgötu 5. Reykjavík. Legsteinar frá hf. Johs. Grönseth & Co. eru viðurkendir bestir. EinkaumboS fyrir ísland: Gunhild Thorsteinsson, SuSurgötu 5. Reykjavík. (Á virkum dögum til viðtals á af- greiöslu e.s. Ingólfs). „Hver er þar?“ svaraSi húsráðandi í svefnrofunum. Kmielnitski tautaði einhver óskilj- anleg orö um dóm og refsingu og sofnaöi síSan. Skrjetuski gerði bæn sína. Hann var mjög máttfarinn af sárinu og geðshræring hans í samræöunum við Kmielnitski hafSi mjög slæm áhrif á hann, svo hann hjelt aö þessi nótt yröi sín síöasta. Hann var fárveikur. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.