Lögrétta - 06.06.1917, Qupperneq 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
LOG
JETTA
AfgreiSslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti 11.
Talsími 359.
Nr. 27.
Reykjavík, 6. júní 1917.
XII. árg.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappí'r og alls-
konar ritföng, kaupa allir í
ir [ymundssonar.
Lárus Fjeldsted,
yfirrjettarmálafærslumaður.
LÆKJARGATA 2.
Venjulega heima kl. 4—7 síöd.
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstr. 16.
Stofnsett 1888. Sími 32.
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru fataefnin best.
Deilan um bannlögin.
Eftir Sigurbjörn Á. Gíslason.
lnngangur.
Um það leyti sem bannlögin kom-
ust á, var margt og mikið um þau
skrifað frá báðum hliðum, flest eða
alt sagt, sem telja mátti til gildis
og ógildis lögunum, og ekki laust
við að stundum væri reynt að hár-
toga einstakar setningar, eins og
gengur í orðadeilum, þótt slíkar
hártoganir sanni ekkert til eða frá
um giidi málsins, og valdi ekki öðru
en gremju og leiðindum.
því miður virðast andbanningar
ekkert hafa lært og engu gleymt í
þeim efnum. Síþyrstir hamast þeir
ljóst og leynt gegn bannlögunum og
virðast ætla enn að reyna að fljóta
í blaðadeilum með því að hártoga
einstakar setningar í greinum bann-
manna.
Mig langar ekki til að lengja shk-
ar deilur. þær voru orðnar nógu
langar — og leiðinlegar — hjer á
árunum.
Árni Pálsson
og áfengismálið.
Auk þess sannar það ekkert nje
ósannar í sjálfu málinu, þótt einhver
einstaklingur skrifi klaufalega eða
komi með fjartæður. þess vegna
ætla jeg ekki að fara að svara lið
fyrir lið hinum langa fyrirlestri
Árna Pálssonar hjer í blaðinu, enda
er afstöðu hans sjálfs til áfengismáls-
ins svo farið, að engum kunnugum
dettur í hug að hann sje óhlutdræg-
ur dómari í því máli; jafnvel alment
talið trúlegt, að hann sje vel fær
um að sannfæra menn um að á-
fengisnautn sje gæfutjón, hvaða gull-
hamra sem hann kann að flytja
Bakkusi í orði.
þeir hafa þrír komið fram á rit-
völlinn gegn Eggert Claessen, og
ættu að geta ráðið við fullyrðingar
hans, ekki veigameiri en þær eru í
þessu máli.
Fyrir unga fólkið.
Allmargir minnugir blaðalesendur
munu kunna utan að flestallar full-
yrðingar og röksemdir með og móti
bannlögunum. En unga fólkið, sem
er nýfarið að lesa blöðin, kann þær
ekki, og hefur auk þess ekki sjeð
jafnmargar hrylliiegar afleiöingar á-
fengisnautnarinnar 0g Vjerj sem bar-
ist höfum gegn henni í 20 ár eða
lengur. það þarf að fara að átta
sig á bannmálinu, og vildi jeg þa
biðja það að íhuga í góðu tómi þab
sem hjer verður sagt alment um
málið.
Jeg ætla þá fyrst og fremst að
telja upp nokkrar algengustu mót-
bárur, gamlar og nýjar, gegn áfeng-
isbannlögunum og algengustu svör-
in gegn þeim. Til hægðarauka læt
jeg andbanning (A.) og bannvin (B.)
tala saman. Viljandi sleppi jeg eng-
um af aðalmótbárunum, en best man
jeg þær, sem jeg hef nýlega heyrt
eða lesið. þeir munu verða fúsir
andbanningar til að minna mig á
þær, sem jeg gleymi eða sleppi, af
því að þær eru svo ljettvægar. Jeg
býst við að svörin verði ekki vand-
fundin.
Andbanningur og
bannmaður eigast við.
A. : „Bannlögin eru alveg ein-
stæð í sinni röð og ganga alt of
nærri persónufrelsinu."
B. : „Öll sjálfstæð lög eru að
einhverju leyti einstæð t sinni röð
og því fremur því veigameiri sem
þau eru. Öll lög, sem eitthvað
banna eða skipa, skerða sjálfræði
einhverra einstaklinga. Hvað langt
megi fara í einstökum atriðum, hlýt-
ur jafnan að vera álitamál, sem þjóð-
fjelagsheildin eða fulltrúar hennar
verða að skera úr. í flestum sið-
uðum löndum er t. d. bannað fjöl-
kvæni, þótt Múhamedsmönnum,
Mormónum og ýmsum lauslætis-
seggjum þyki sjálfsagt þar gengið
ofnærri sínu „frjálsræði".
Hjer á landi er bannaður inn-
flutningur stórgripa, kinda og hunda,
nema með sjerstakrl undanþágu, af
ótta við erlenda sjúkdóma í þeim
dýrum, bannaðar landhelgisveiðar
stærri skipa, til að vernda veiði
smábáta, og margt og margt fleira,
þar sem þjóðfjelagið telur sjálfsagt
að gróðafýsn eða nautnafýsn ýmsra
einstaklinga verði að víkja fyrir
heill heildarinnar.“
A. : „það er óhafandi að þjóð-
fjelagið skifti sjer af, hvað jeg læt
mjer inn um munn fara.“
B. : „þjóðfjelagið skiftir sjer þó
af, að allra vilja, hvað þú lætur
þjer út um munn fara, leggur fje-
sektir við meiðyrðum, og sumstað-
ar er bannað að viðlögðum sektum
að hrækja á gólfið, t. d. í járnbraut-
arvögnum; er með því skert frelsi
illyrtra manna og sóða að stórum
mun.
þegar alvarieg hætta er á ferð-
um, hvort sem hún stafar af al-
mennum ófriði eða almennu óhófi,
verður þjóðfjelagið að grípa tii al-
varlegra ráða og láta almennings-
heill sitja í fyrirrúmi, hvað sem
nautnasjúkir menn segja.
Allír skynbærir menn kannast við
að sjálfsagt sje að skerða jafnvel
„matfrelsi" einstaklinganna á öðrum
eins alvörutímum og nú eru, bæði hjer
á landi og víðar. — Skyldi andbann-
ingafjelagið fara að safna andmæl-
um gegn matvöruseðlunum, af því
að þeir skerða tilfinnanlega frelsi
efnamanna? Andbanningar segja
stundum að sig varði ekkert um
hvað verði um „drykkjuræflana";
ætla þeir nú að sýna sama kæru-
leysið við fátæklingana, sem geta
ekki keypt matarforða til margra
mánaða eða ára í einu?
A. : „Jeg veit ekki hvað fjelagið
kann að gera, en jeg vil enga í-
hlutun hins opinbera um hvað mikið
jeg kaupi mjer til matar og drykkjar.
„Sjálfur leið þú sjálfan þig“ og „hver
er sjálfum sjer næstur“, — það eru
mínar meginreglur. — En jeg sætti
mig við, þótt mjer sje bannað að
flytja til landsins kynbótafje, bæði
af því, að einn af bestu samherjum
mínum er því meðmæltur, og af
því, að jeg er ekki borgunarmaður
fyrir því tjóni, sem veikt fje mundi
valda.“
B. : „því síður ertu borgunarmað-
Ur fyrir ógæfu þeirri, sem áfengið
getur valdið einu heimili, hvað þá
mörgum.“
A. : „En jeg er hófsmaður um
alla vínnautn.“
B. : „það segjast þeir einnig vera,
sem þú kallar drykkjumenn, og eng-
inn ákveðinn mælikvarði er til, sem
segi til hvaða takmörk sjeu milli
hófdrykkju og ofdrykkju.“
A. : „þið bindindismenn segið að
hófdrykkjan sje móðir ofdrykkjunn-
ar, en það er álíka fjarstæða og að
segja að fegurðarskrift sje móðir
„kattarklórs“, eða að þeir, sem vel
skrifa, beri ábyrgð á því hvað marg
ir skrifa illa.“
B. : „Samlíkingin er fjarstæða, því
að skrift hefur engin siðferðislega
lamandi áhrif á viljakraft þeirra, sem
skrifa, en þau áhrif hefur áfengis-
nautnin; og sje viljakrafturinn ekki
því sterkari, lamar „hóflega“ nautn-
in hann fyr en varir, svo að nautn-
in fer úr hófi fram, og afleiðingarn-
ar bitna á fjölda mörgum öðrum
en drykkjumanninum sjálfum, jafn-
vel ófæddum afkomendum hans.“
A. : „En það fara sumir svo ógæti
lega með eggjárn og skotfæri að
tjón hlýst af. Ætlið þið að reyna að
koma innflutningsbanni á slíka hluti
vegna óvarkárni einstakra manna?“
B. : „Samlíkingin er fjarstæða, ein
af ótal. Sannaðu fyrst að eggjárn og
skotfæri sjeu aldrei nauðsynleg nema
i sumum veikindum, lami siðferðis-
þrótt þeirra, sem með þau fara, og
sjeu yfirleitt heimilislifi og þjóðfje-
lagi til meira tjóns en gagns, — og
þegar þær sanna’nir eru fengnar, get-
um við farið að tala um bannlög
þeim viðvíkjandi.“
A. : „það er eitur í tóbaki og kaffi
eins og í áfengi; væri þá ekki best
að banna allan innflutning á þeim
vörum? Ekki er tóbakið nauðsyn-
legt, jafnvel ekki í sjúkdómum.“
B. : „Jeg er hvorki í tóbaks nje
kaffibindindi. En ef þú getur bent
mjer á fjölmörg heimili með þjóð
vorri, sem kaffi eða tóbak hafa svift
allri gæfu, er velkomið að hjálpa þjer
til að útrýma svo hættulegri nautn.
Jeg þekki ekkert dæmi þess að
heimilisfaðir hafi t. d. tekið svo
mikið í nefið að hann hafi barið
konuna sína og börnin, eða að fjöl-
skylda hafi farið á sveitina vegna
kaffidrykkju. — Eða þekkir nokkur
þess dæmi, að tóbaks eða kaffinautn
gjöri allmarga menn að hamstola
villudýrum, svo að lögregian verði
að setja þá í járn, eða gjöri t. d.
skipstjóra svo óaðgætna að þeir
sigli skipum í strand og valdi með
því manntjóni og eignatjóni.
Mig minnir að það stæði í vetur
í einu andbanningablaðinu hjer í
bæ alveg ómótmælt, að drykkfeldir
bílstjórar — en því ekki skipstjór-
ar, þótt þeir sjeu efnaðri — ættu
að missa stöðu sína. Ætli nokkur
vildi taka jafnhart á því, þótt btl-
stjóra þætti gott kaffi og að kveikja
sjer í pípu á eftir? — Nei, þjer
talið andbanningar móti betri vitund,
þegar þjer eruð að setja kaffi og
tóbak á bekk með áfenginu.“
A.: „Bannlögin eru siðspillandi.
Menn brjóta þau unnvörpum af því
þau eru nauðungarlög, og svovenj-
ast menn á virðingarleysi fyrir öðr-
um lögum þjóðarinnar og alskonar
yfirdrepskap og lygar, jafnvel á að
ljúga fyrir rjetti.“
B : „það eru ekki bannlögin, sem
valda því,heldur gömul ólöghlýðni og
áfengisnautnin sjálf. — Áður en bann-
lögin komust á, reyndu áfengisvinir
á ýmsar lundir að fara í kring um
og brjóta þau lög, sem þá voru
um sölu áfengis hjer á landi. Sum-
ir þeirra stofnuðu leyniknæpur, bæði
í kauptúnum og við fjölfarna þjóð-
vegi, og aðrir keyptu mjöðinn, þótt
þeim væri hægðarleikur þá að ná sjer
löglega í áfengi. Aldrei varð þess
vart að nokkur andbanningur reyndi
að stemma stigu fyrir þeim laga■
brotum. Hitt var almennara, að
þeir reyndu að breiða yfir lagabrot-
in með alls konar ósanníndum. Á-
fengisnautnin virtist hafa svo lam-
andi áhrif á virðingu þeirra fyrir
landslögum, að hvenær sem áfeng-
is-ílöngunin og landslög rákust á,
þá urðu lögin að lúta. — Svona
var það áður en aðflutningsbann-
lögin komu, og því þarf engan að
furða á þvi, þótt svona sje það enn.
— þessi áfengisáhrif eru ekki strax
rokin af þeim, sem drukkið hafa
tugum ára saman.
Hitt má furðu gegna, að sumir
andbanningar skuli vera að reyna
að telja bannmönnum trú um að
áfengismenn verði löghlýðnir að
nýju, ef sölubann kæmi í stað inn-
flutningsbanns. — Fyrri framkoma
andbanninga er ekki vel fallin til
að vekja það traust meðal kunn-
ugra. — Enn fremur er það á margra
vitorði að þeir, sem einkum eru
grunaðir nú um ólöglegan innflutn-
ing áfengis, voru áður en bannlög-
in komu grunaðir um ýmiskonar
tollsvik og sumir um landhelgis-
brot, og eru það enn. — Enginn
gat þó kent aðflutningsbannslögun-
um siðspillandi áhrif, áður en þau
urðu til; en áfengið var þá sem nú
kær vinur lögbrjótanna, og áhrif
þess sögðu til sín.“ [Frh.]
Framtíð landbúnaðarins.
Eftir Jóhann Magnússon.
Oft er okkur bændunum boriö þaS
á brýn, aö viS berjum okkur uni alla
hluti, ekki einungis meS orSum, held-
ur jafnvel tneð látbragbi og ýmsum
öörum athöfnum. ÞaS þykir hin besta
skemtun í vinahóp, aS segja frá bar-
lómi bænda, og ýmsum rithöfundum
verður stundum all-skrafdrjúgt um
þetta barlómsvil. ÞaS er orSiS móS-
ins aS halda því sem mest á lofti.
En mjer virSist barlómur bænda alt
af aS rninka, og áreiSanlega berja
ýmsar stjettir sjer engu minna en
bændur, t. d. alþýSa í kaupstöSum og
nú upp á síSkastiS embættis og.launa-
menn landsins. ÞaS getur veriS fylli-
lega rjettmætt aS berja sjer. í raun
og veru eru kvartanir yfir kjörum,
sem aS einhverju leyti eru óhagstæS,
ekkert annaS en barlómur. Fyrsta viS-
leitnin aS bæta kjör sín er þaS, aS
kvarta aS minsta kosti þegar svo
stendur á, aS maSur á þaS undir ein-
hverju öSru en sjálfum sjer, aS fá
þau bætt. Embættismennirnir hafa
nú kvartaS undan kjörum sínum —
„bariS lóminn“ — og þeir hafa fengiS
þau bætt fyrir bragSiS. Verkamenn
kvarta undan kjörum sínum og fá
þau þess vegna stundum bætt o. s- frv.
ÞaS er því oft alls ekki þýSingar-
laust aS berja lóminn.
Þeir sem brosa aS barlómi bænd-
anna mega ekki gleyma því, aS bænda
barlómur er ekki æfinlega ástæSu-
laus. ÞaS er síSur en svo. Þeir lifa
ekki viS gull og græna skóga, þó
margir hyggi svo vera. ÞaS getur
bókstaflega oltiS á miklu um fartn-
tíS þeirra, aS þeir „berji lóminn" lát-
laust. Þeir þurfa og verSa aS kvarta
um þaS, sem þá vanhagar um, til þes9
aS geta trygt sjer framtíSina og staS-
ist samkepnina viS aSra atvinnuvegi.
AljrjóS þarf aS vita hvaS þá vanhag-
ar um. Ef þeir þegja um þaS aS meira
eSa minna leyti, fá þeir seint eSa
aldrei þaS sem þeir þurfa helst með.
Þeir eiga aS byrja á því aS kvarta
— kvarta, svo um muni hispurslaust,
og lina ekki látum fyr en þeir fá þaS
bætt sem bæta þarf.
ÞaS er mikiS efamál, hvort bænda-
stjettin hefur ekki mesta ástæSu allra
stjetta til aS kvarta yfir kjörum sín-
um, ekki svo mjög vegna þess, hvern-
ig þau hafa veriS til þessa, heldur
hins, hvernig þau eru aS verSa, því
efamál er, hvort nokkur stjett í land-
inu er jafn illa trygS í framtíSinni
eins og bændastjettin. Getur veriS, aS
sumum finnist þaS sjálfskaparvíti
bændanna, aS svo er, og sumum finst
ef til vill aS framtíS þeirra sje ekki
síSur glæsileg en annara atvinnurek-
enda, en þaS er nú misskilningur, aS
mista kosti aS sumu leyti. Landbún-
aSurinn er í eSli sínu bygSur á alt
öSrum grundvelli en aSrir atvinnu-
vegir í þessu landi. Hann þarf því
alt aSrar undirstöSur og undirbúning
en þeir, sem heimtar langan og dýran
tíma. Hann getur þvi ekki bylt um
öllu því gamla og úrelta i einni svipan
eins og þeir; hann getur ekki eins og
þeir notfært sjer í öllum greinum
útlenda reynslu og útlent hugvit.
Flann verSur aS byggja svo mikiS á
innlendum athugunum og hugviti,
sem sjaldan hleypur upp í hendur
á mönnum eftir þörfum. Munurinn á
þessu meSal atvinnuveganna er mik-
ill.
Hugkvæmist sjávarútvegsmanni aS
bæta sjávarútveg sinn og .veiSiaSferS-
ir, þarf hann ekki annaS, ef hann hef-
ur fje i höndum, en aS fá sjer togara
meS öllum nýtiskuvjelum og áhöld-
um, eSa mótorbát af bestu gerS, og
hann hefur þar meS náS í einu stökki
nútimans bestu veiSiaSferSum, án alls
annars undirbúnings, en aS taka lán
til kaupanna, sem oftast er lítil fyrir-
staSa á, og ávaxtanna getur hann not-
iS í fylsta mæli þegar á fyrsta ári.
Shkar framfarir eru auSveldar, þegar
þannig er hægt aS notfæra sjer
reynslu og hugvit annara þjóSa, án
minstu breytinga. Ef iSna^SarmaSur
vill bæta handiSn sína, þarf hann ekld
annaS en kaupa nýtískuverkfæri frá
öSrum löndum, þar sem nóg er úr-
val, sem alt er viS hans hæfi, engu
þarf aS breyta. Þeir, sem óska aS
reka verksmiSjuiSnað, kaupa vjelar
til verksmiSjunnar, sem allar eru sam-
kvæmt þörfum þeirra og óskum;
engu þarf aS breyta. Svona mæt.ti
lengi telja, en þegar kemur aS land-
búnaSinum, þá verSur annaS uppi á
teningnum, þá byrja erfiSleikarnir á
því aS nota reynslu og hugvit ann-
ara þjóSa.
Vilji bændur innleiSa ýmsar land-
búnaSarvjelar, þá eru þœr oft óhent-
ugar til notkunar hjer. Þannig eru
sláttuvjelarnar og hestahrífurnar.
Þær er ekki hægt aS nota yfirleitt,
af því heyskapur er mestpartinn unn-
inn á óræktaSri jörS og jafnvel gras-
lagiS á túnunum okkar, þó aS sljett
sjeu, er ekki vel þjált fyrir þess kon-
ar vjelar. ViS verSum því aS vera
án þeirra og sætta okkur viS ljáinn
og orfiS, og beita fyrir það hvort-
tveggja dýrasta vinnuaflinu sem til
er — mannsaflinu. Ef bændur vilja
innleiSa stórvírkar jarSræktarvjelar
og rækta jörSina í stórum stíl, þá
strandar þaS á því, aS viS höfum
enga trygga ræktunaraSferS, sem
hægt sje aS treysta á hjer, hvernig
sem árar, nema þökusljettunaraðferS-
ina, sem er illa til þess fallin aS beita
vjelum viS. Hún er mest part handa-
vinna. Ef bændur vildu hætta viS þá
gömlu innlendu ræktunaraSferS, og
taka upp sáSsljettun í staSinn, þá
vantar hentugt grasfræ, sem þolir
loftslag landsins til hlítar. Útlenda
fræiS er of viSkvæmt, því hefur það
ekki náS almennri útbreiSslu. Annars
eru allar okkar ræktunaraSferSir á
tilraunastigi og því ekki mikils af
þeim aS vænta í bráS*. Erlendar rækt-
unaraSferSir getum viS ekki hagnýtt
okkur óbreyttar,nema aS nokkru leyti.
Ef bændur vilja byggja fyrirmyndar
peningshús, er sjeiv í engu lakari en
slik hús gerast erlendis, þá vantar
hagfeld lán, er sjeu veitt til nógu
langs tima. Peningshús, þannig úr
garSi gerS, eru tvöfalt lengur aS
borga sig en togari eSa mótorbátur.
Þess vegna verSur aS veita lán til
húsabóta til margfalt lengri tíma en
til skipakaupa. Ef bændur vilja bæta
kynferSi húsdýranna, þá þarf til
þess tugi ára áSur en fullur árangur