Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.06.1917, Blaðsíða 2

Lögrétta - 06.06.1917, Blaðsíða 2
98 LÖGRJETTA . LÖGKJETTA ktmur út á hvtrjum mit- vikuitgi, og ouk þtss aukablöt vit og vit, minst to blit tlls á ári. Vert kr. 7.50 árg. á lslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi /. júlí. fæst — þorskurinn og síldin bæta kyn sitt af sjálfsdáSum —. Allur þessi langvinni og dýri undirbúningur og allir þessir erfiðleikar við það, að koma atvinnurekstri sveitabænda á fastan grundvöll, gerir hinn mikla mun á aðstöðu þeirra í saman- burði viö aðstöðu annara atvinnuvega í landinu. Landbúnaðurinn þarf tíu ár til að kippa sinni atvinnugrein í lag, þegar aðrir atvinnuvegir þurfa að eins eitt ár. Hlutfallið verður 1: 10. Ef til vill miklu meiri. Það er því ekkert kraftaverk, þó ýmsir atvinnu- vegir komist fram úr landbúnaðinum á framsóknarbrautinni. Ef það væri jafnauðvelt að koma nýtísku sniði á landbúnaðinn og hefja hann til jafns við erlendan landbúnað, eins og það er auðvelt að innleiða aðrar atvinnu- aðferðir nútímans, þá er engin hætta á að hann væri eftirbátur þeirra í neinu. Engu síður eru framsóknar- og atorkumenn meðal bænda en ann- ara stjetta; það sýnir það, sem eft- ir þá liggur, þrátt fyrir erfiða að- stöðu. Búnaðarframfarirnar hafa ó- neitanlega orðið mjög miklar, þó þær á hinn bóginn sjeu helst til litlar, eða minni en þær þyrftu aö vera og æski- legt væri. Ef samanburðinum á aðstöðu land- búnaðarins við aðra atvinnuvegi er haldið áfrarn, þá er enn margs að minnast. Verkafólk fá allir atvinnu- vegir eftir þörfum, sumir jafnvel meira en það, að undanskildum land- búnaðinum. Hann vantar verkafólk tilfinnanlega. Þó mestur hluti þjóðar- innar sje í heiminn borinn í sveitun- um og sje þar alinn upp, þá festir hann þar ekki rætur í rjettu hlutfalli þar við. Fólkið streymir burt úr sveitunum þegar það hefur þroska til og líkamsburði, og leitar sjer atvinnu annarstaðar. Bændurnir sitja eftir verkafólkslausir, þó þeir hafi nú mest til þess unniö að fá að njóta þess. Hvernig ætli nú t. d. sjávarútvegn- um vegnaði, ef hann hefði alt of lít- inn vinnukraft? Flestir fara nærri um það, hverjar afleiðingarnar yrðu. Sams konar halla bíður landbúnað- urinn við þaö, að hann vantar fólkið. Hann verður að draga saman seglin og láta auðnu ráða hvernig fer. En all-iskyggilegt áhyggjuefni er slíkt, sem aðrir atvinnuvegir eru lausir við, og enn ískyggilegra vegna þess, að í sveitum verður ekki bætt úr verka- fólksskortinum með vinnuvjelum, svo teljandi sje, eins og aðrar þjóðir hafa gert í líkum kringumstæðum. — Landbúnaðarafurðir eru yfirleitt í miklu lægra verði en sams konar af- urðir í nágrannalöndunum. Kjöt t. d. — aðalsöluvara bænda — er alt að því í helmingi lægra verði en erlent kjöt. Smjör, ull og hross eru einnig að miklum mun í lægra verði. Af- urðir annara atvinnuvega eru í litlu eða engu lægra verði en sams konar vörur erlendis. Einnig i þessu falli er landbúnaðurinn ver kominn en aðrir atvinnuvegir. —- Loks eru lánskjör landbúnaðarins. Þau eru líka talsvert lakari en flestra annara atvinnu- greina, þegar á það tvent er litið, að landbúnaðurinn hefur þau bestu veð að bjóðá, jarðirnar, og hitt, að ýms- ar búnaðarframkvæmdir eru seinar að gefa arð og borga sig. Út á jarðir af besta tægi er lánað jafnmikið eins og út á mótorbáta og húsahjalla i kauptúnum, en þó ekkert eða mjög litið tillit tekið til jarðarhúsa. Að vísu er lánað til fleiri ára gegn jarð- arverði en gegn tryggingu i húsum og skipum, en sá er munurinn, að búnaðarfyrirtæki eru fimmfalt til tí- falt lengur að borga sig en t. d. mótorbátaútvegur. Af því leiðir að lánstími sá, sem landbúnaðurinn þarf, verður að vera alt að því tifalt lengri en lánstími sjávarútvegsins. Þurfi hann að fá sín lán til tiu ára, verður landbúnaðurinn að fá sín lán til alt að 100 ára, að minsta kosti þarf mun- urinn á lánskjörunum að vera miklu meiri en hann er nú, ef öllu væri rjettlátlega niðurraðað. Frh. Nýjar bækur: Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarloikur. Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi kr. 5,00. Guðm. Finnbogason, dr. pliil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00. Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins- son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00. Guðm. Guðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb. kr. 7.00 og kr. 11.00. Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá Skifting þjóðernanna í Austurríki-Ungverjalandi. Stridid. Afstaða Austurríkis og Ungverjalands í þjóðemismálum. í nýlega komnu símskeyti hingað er sagt,að nokkrir þjóðflokkar í Aust- urríki hafi krafist sjálfstjórnar, en þýskir Austurríkismenn mótmæli þvi. Eins og kunnugt er, búa innan keis- aradæmisins Austurríkis og Ung- verjalands margir þjóðflokkar. Þeir eru 8 eða 9, og málin jafnmörg, sem töluð eru innan takmarka ríkisins. Það er þvi skiljanlegt, að þar sem þær raddir kveða við nú á ófriðartím- unum irá sumum hinum mestráðandi mönnum stórveldanna, að þjóðernin eigi að ráða sem mestu um skiftingu ríkja og landa framvegis, komi upp deilur út af skiftum skoðunum um þetta í Austurríki-Ungverjalandi. Fyrir nokkru skrifaði austurríkskur rithöfundur, Alfred Gold, ritgerð um þetta mál, einkum til þess að skýra það fyrir hlutlausum þjóðum, og var þessi ritgerð hans í danska blaðinu „Politiken". Hjer skulu tekin upp ýms aðalatriði úr henni. Höf. segir að ekkert sje auðveld- ara, en að setja út á ríkisbyggingu, sem þannig sje til orðin. Menn, sem búi í ríkjum, þar sem að eins eitt mál sje ráðandi, eigi örðugt með að skilja, að gott samræmi geti verið í stjórn ríkis, þar sem töluð eru í skólunum 9 tungumál, þar sem almenn frjetta- blöð koma út á 9 tungumálum, og þar 1 sem löggjafaþing og bæjarstjórnir tala sitt málið í hverjum staðnum. ! Mönnum verði að hugsa, að slík sam- steypa hljóti að vera óeðlileg 0g 1 mynduð með rangindum og yfirgangi upprunalega. Og menn dragi af þeirri hugsun þá álytkun, að austurríkska keisaradæmið hljóti að vera mjög svo laust í sjer, og að straumarnir innan einstakra hluta þess hljóti að starfa fremur að upplausn heildarinnar en samloðun hennar. En rangt væri að fallast á slíkar skoðanir án frekari rannsóknar, segir höf. Menn vita þó, að í þessu ríki haf komið fram eigi fáir framúrskar- andi menn, þjóðlegir menn, bæði stjórnmálamenn og rithöfundar, — að Austurríki er föðurland þeirra Haydns, Mozarts, Schuberts, Grill- parzers, Lenaus, J. Strauss og Mun- kaczys. Bendir svo á Bandaríkin í Norður-Ameríku til samanburðar, þar sem svo að segja öllum þjóðflokkum jarðarinnar ægir saman, og tengi- bandið er ekkert annað en sameigin- leg stjórnarskrá. Austurríkismenn eiga heimting á því, segir hann, að ríkismyndun þeirra 0 g rikisfyrir- komulag sje skoðað í ljósi sögunnar, og að litið sje á þessa þjóðasamsteypu sem heild, er til hafi orðið fyrir rás viðburðanna. Sundurgreining eftir tungumálum er ógerleg. Og það er ekki hægt að kenna uppáfynding nokkurs einstaks manns um að þetta er orðið svo. Þjóðirnar hafa raðað sjer þannig niður, hver innan um aðra, af frjálsum vilja, af því að þeim hefur upprunalega þótt það hag- kvæmt. Og þótt þær mæltu hver á sínu máli, hefur þeim þótt hagkvæm- ast að láta það ekki vera til fyrir- stöðu samvinnu í landsmálum. Þannig hefur keisaradæmið Aust- urríki-Ungverjaland risið upp að vitni sögunnar. Menn tala um áhrif frá stjórnmálastefnu Habsborgaranna. En engu rjeði hún um það, hvernig þjóð- flokkarnir röðuðu sjer niður í þeim löndum, sem nú eru innan ríkisheild- arinnar. Þeirra stjórnmálastefna hef- ur verið að skapa heild úr þessari þjóðasamsteypu og gefa henni þunga- miðju í sameiginlegri stjórn. Reynd- ar hafa þeir aukið ríkið með nýjum hjeruðum í útjöðrum þess. En þetta er það sama, sem Englendingar hafa gert áratug eftir áratug og öld eftir öld í öðrum heimsálfum. Og Habs- borgararnir hafi ekki skapað þjóða- samsteypuna í ríki sínu, heldur var hún þar fyrir, er þeir tóku við því. Þegar menn tala sjerstaklega um, að hinn austurríkski helmingur keis- aradæmisins sje óeðlilega saman settur, minna menn einkum á Slav- ana og Þjóðverjana þar, af því að mismunur þeirra þjóðerna er best kunnur úti um heiminn. En kunnugir líta á þetta að eins sem eitt dæmi af mörgum sams konar. Og hvernig er nú þessari samsteypu þarna varið í raun og veru? Hafa Þjóðverjarnir þarna lagt slavnesku þjóðina undir sig, eða er hún í sambandi við þá samkvæmt fyrirskipun utanaðkom- andi vilja? Alls ekki. Þær 10 miljónir Þjóðverja, sem nú eru í Austurríki, eru innflytjendur frá fyrri öldum, sem hafa dreifst yfir Alpalöndin og orðið þar í milli slavneskra þjóða, sem sótt hafa þangað bæði að sunnan og norð- an. Hver á að bera ábyrgð á því á- standi, sem þannig skapast? Hver á að greiða úr, ef til vandræða kemur út af því? Eð liti menn til Bæheims sjerstaklega. Þar búa Tscheckar, og hafa um langan aldur verið kjarni íbúanna þar. En í breiðu belti í kring um þá búa Þjóðverjar. Og inni í land- inu til og frá eru stórir blettir, sem eingöngu eru bygðir af Þjóðverjum. Þeir eru eins og eyjar innan um hitt, og þar er þýska töluð, en Tscheckar tala sitt mál alt í kring. í Máhren er enn erfiðara að draga takmarkalinur milli þjóðernanna, því í norðurhluta landsins hafa þau raðað sjer í skák- ir hvort við annars hlið og hvort innan um annað. Þetta ástand hefur enginn eins manns vilji skapað, og enginn illur tilgangur hefur verið þar ráðandi, en þetta hefur orðið svona fyrir rás viðburðanna, og menn verða að líta á það eins og það er. Eða hver treystir sjer til að finna upp þau töfraskæri, er klipt geti þetta sundur og sniðið upp úr því ný ríki eftir þjóðernaskiftingunni ? Höf. segir, að rikisrjettur Austur- ríkis sje lítt kunnur almenningi út í frá. En með mjög fjölbreyttum á- kvæðum sje reynt að ráða bót á því, að ríkisheildin sje saman sett af margs konar þjóðernum. Til dæmis tekur hann lög um kosningarrjett í Máh- ren frá 1905. Þar er jafnrjetti skapað milli þjóðernanna á þann hátt, að þau eru látin ráða kjördæmaskiftingu í landinu; bygðarlögum Tschecka er skipað í kjördæmi sjer, og bygðar- lögum Þjóðverja eins. En einstakir kjósendur, sem búsettir eru í bygðar- lögum þar sem annað þjóðernið er ráðandi, eiga þó ekki kosningarrjett þar, heldur í kjördæmur þar sem þeirra eigin þjóðerni er ráðandi. Með þessum og þvílíkum ákvæðum er reynt að eyða stríðinu milli þjóð- ernanna. Austan við Tscheckana í Bæheimi eru Slovakar, austan við þá Pólverj- ar og svo Ruthenar. En þessi þjóð- erni eru líka sumstaðar hvert innan um annað, eins og Þjóðverjar og Tscheckar í Bæheimi og Máhren. öll eru þau slavnesk. En inn á milli þeirra eru til og frá allstórir blettir, sem Þjóöverjar byggja. En þó þessi þjóð- erni öll sjeu slavnesk, þá er málið ekki hið sama hjá öllum, og siðir ekki heldur. Þau vilja ekki heldur renna saman, og tilraunirnar fara ekki í þá átt. Reyndar er í nafni alslav- nesku stefnunnar verið að vinna í þá átt, og menn af þessum slavnesku þjóðernum öllum játa og viðurkenna frændsemi sín á milli. En sú frænd- semi er engan veginn þess eðlis, að vegna hennar sje nauðsynlegt eða Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. r Ásg. G. Gunnlaugsson & Co, Austurstræti 1, Reykjavík, s e 1 j a: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. eðlilegt fyrir þá að mynda í samein- ingu ríki út af fyrir sig. I því riki yrðu áfram mörg mál og margir sið- ir, og að því leyti nóg efni til sundr- ungar. Skandinavar, sem eru inn- byrðis skyldari en þessir þjóðflokkar, sem hjer er um að ræða, kannast við þetta heima hjá sjer. I Mið-Galizíu og Austur-Galizíu búa Pólverjar og Ruthenar. Þeir mæla hvorir á sitt tungumál. En þeir eru búsettir hvorir innan um aðra í mörgum hjeruðum landsins. Þar sem svo stendur á, hefur verið skapað sjer- stakt kosningafyrirkomulag. Kjör- dæmin fá tvo þingmenn, sinn af hvoru þjóðerni. Meirihluta fulltrúinn verður að fá yfir helming atkvæða, en minnihluta fulltrúinn yfir fjórða- part atkvæða. Á þennan hátt er reynt að láta það þjóðernið, sem er í minni hluta á hverjum stað fyrir sig, ná jafnrjetti við hitt, til þess að draga úr ósamlyndi milli þeirra. Samt er talað um það út i frá, að bæði þjóð- ernin verði fyrir ranglæti. Suðurslavarnir, sem búa í keisara- dæminu Austurriki-Ungverjalandi.eru 5—6 miljónir að tölu, og er helming- ur þeirra Slavónar, en hinn helming- urinn Serbókratar. Þeir hafa hvorir sitt mál, hvorir sínar bókmentir og hvorir sína sögu. Slavónar eru hvergi búsettir utan keisaradæmisins svo að nokkru nemi. Serbókratar eru skyld- ir Serbum í hinu fyrra serbneska konungsríki. En þeir eru samt ekki partur af þeirri þjóð, er slitinn hafi verið frá henni. Þeir hafa aldrei ver- ið í stjórnmálasambandi við hana. Þeir eru skyldir Serbum en þó ekki Serbar. Þeir eru blendingsþjóð, sem öldum saman hefur búið i ýmsum hjeruðum keisaradæmisins og er rót- gróin þar. Þeir mynda enga fasta heild innbyrðis, mæla á ólíkum mál- lýðskum, nota tvens konar bókstafa- gerð (latneska og cyrilliska) og fyl&JÁ ekki einu sinni allir sömu trúarbrögðunum. Þeir mundu enga til- hneigingu hafa til þess að mynda sjer- stakt ríki fyrir þjóðerni sitt, þótt það væri, sem ekki er, hægt vegna legu bygðarlaga þeirra. Loks skal litið til slavnesk-ítölsku íbúanna, t. d. á Istríuskaganum. ítal- ir tala um að vinna Triest í nafni helgra þjóðrjettinda. En hvað er Triest? Á tímum Rómverja hinna fornu var borgin nýlenduborg frá Róm, reist á slavneskum grundvelli. Borgin hefur aldrei frá upphafi vega sinna verið ítölsk. Á miðöldunum var þar biskupaveldi, og eftir það gekk borgin í frjálst samband við austur- ríska hertogadæmið. Síðan hefur hún öldum saman heyrt Austurríki til, að undanskildum fáum árum á Napóle- ons tímanum. Borgin er enn, eins og Nýr saltfiskur — um 150 vættir — til sölu á 20 kr. vættin. Finnið Bjarna Pjetursson, Versl. „Verðanda". hún áður hefur verið, höfuðborg hje- raðs á Istríuskaganum, og í því hje- raði skilur ekki helmingur íbúanna ítalska tungu. Það er ekki hægt að kalla nokkurt sjerstakt tungumál höfuðmál á þessu svæði. En alþýðan þar hefur jafnan verið og er enn slavnesk. Lesi menn friðarræðu þá, sem Wil- son forseti hjelt í Bandaríkjasenatinu síðastl. vetur, þá má sjá, að hann lít- ur alt öðrum augum á það mál, hvern- ig greiða beri úr erfiðleikunum þar sem mörg þjóðerni eru innan einnar ríkisheildar, heldur en stjórnmála- menn bandamanna hjer í álfu. Þegar um þetta atriði er að ræða, mótmælir hann þeim jafnvel. Fyrir þjóðirnar, að því leyti sem þær koma fram semsjer- stakar ríkisheildir („nation“,ekki „pe- ople“) heimtar hann jafnrjetti, og um þetta kemur öllum saman nú á dög- um. En honum dettur ekki í hug að hægt sje að búta sundur samvaxna heild eins og austurríska-ungverska keisaradæmið eftir skiftingu þjóðern- anna þar. Hann játar, að hjer sje um að ræða vandameira mál en svo, að það verði leyst á jafnauðveldan hátt. Og stjórn Austurríkis og Ungverja- lands hefur svarað honum því, að Utll þetta atriði væri hún honum fyllilega samdóma. Menn yrðu að taka nokk- urt tillit til þess ástands, sem nú væri ríkjandi og skapast hefði fyrir við- burðanna rás. Og hjer hefur nú ver- ið gerð nokkur tilraun til þess að sýna, hvernig ástandið er að þessu leyti í Austurríki-Ungverjalandi, seg- ir höf. Síðustu frjettir. Það er fremur lítið um fregnir frá vígstöðvunum í símskeytum hingað síðustu vikuna. Rjett fyrir mánaða- mótin var þó sagt, að ítalir væru í framsókn í nánd við Triest, og ættu þá eftir 17—18 kílóm. ófarna til borgarinnar. Annars er ekkert eftir- tektar vert sagt frá vigstöðvunum. Alþjóðafriðarfundur jafnaðarmanna í Stokkhólmi, sem áður hefur verið getið um að til stæöi, en mætt hafði mótstöðu meðal jafnaðarmanna í Englandi og Frakklandi, verður nú

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.