Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.06.1917, Blaðsíða 3

Lögrétta - 06.06.1917, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 99 haldinn, og segir í fregnskeyti til „Vísis“ frá 31. f. m. aö jafnaSarmenn allra stórþjótSanna, sem i ófriönum eiga, aö Bandaríkjamönnum undan- skildum, taki þátt í fundarhaldinu. SíSari fregn segir þó, aS forsætisráS- herra Frakka banni aS gefa jafnaiS- armönnum vegabrjef til þess að sækja fundinn. f opinb. tilk. ensku segir, aö Bar- nes verkamannafulltrúi hafi tekiS sæti í herráSinu í staS Hendersons, er sendur hafi veriö af stjórninni til Petrógrad í mikilvægum erindagerö- um. Þar er og sagt, aS jafnaSarmaS- urinn Ramsey-Macdonald hafi feng- iö hjá stjórninni fararleyfi til Petro- grad til viötals viS rússn. jafna'Sar- menn og ráSageröa. Verkmannasam- koma mikil haföi veriö í Hyde Park 27. f. m. og þar veriö mælt með fram- haldi ófriðarins uns sigur fengist. Fulltrúi frá Rússum tók þar m. a. til máls og sagöi að Rússar væru hollir bandamönnum og mundu halda ó- friðnum áfram. — Balfour hefur ver- ið á ferð um Bandaríkin, en er nú kominn norður í Kanada. f Krónstadt hefur orðið uppþot, og segir í fregn frá 2. þ. m. að hermenn og verkamenn þar vilji ekki viður- kenna nýju rússn. stjórnina. Fregn frá 2. þ. m. segir, að Aust- urríkiskeisari hafi látið í ljósi í ræðu, að hann vildi frið án landvinninga og skaðabóta, en að þýskir íhalds- menn sjeu óánægðir með ræðuna. — Spánsku póstflutningaskipi hafði ver- ið sökt af þýskum kafbáti í lok síð- astl. mánaðar, og hafði orðið uppþot út af þvi í Madrid með kröfum um, að friði yrði slitið við Þýskaland. En til þess hefur þó ekki kom- ið. Einnig er sagt að 6 sænskum vöru- flutningaskipum hafi verið sökt og 3 hertekin í finska flóanum. Andbanningafjelagið. Á fjölmennum fundi í Reykjavík 3. maí 1917 var stofnað andbann- banningafjelag. Tilgangur þess er að vinna að því „að lögin um að- fiutningsbann áfengis verði sem fyrst afnumin, svo og einnig að öðru leyti að vinna móti hverju því, er hnekkír persónufrelsi og almennum mannrjettindum." það er nú hvorki meira nje minna. þetta fjelag ætlar sjer að taka höndum saman um alt land og vaka yfir, að löggjafarþing íslands gæti skyldu sinnar. Um þetta er nú ekki margt að segja; maður getur að eins brosað. Um aðflutningsbann áfengis hefur verið töluvert ritað, og álíta báðir partar sig tala fyrir munn fjöldans. þær greinir læt jeg afskiftalausar, eins og jeg líka læt vera að gagn- rýna, hvort þessi frelsishreyfing (!) stendur í nokkru sambandi við Bakkusarstrandið í Viðey. Mjer þyk- ir sem þessir menn vakni heldur seint. Hvarvoruþeir þegar atkvæða- greiðsla um aðflutningsbann áfengis fór fram? það er ótímabært að tala um þetta nú, og jafnvel þó fram- kvæmd bannlaganna hafi farið í hinu mesta sleifarlagi, þá eigum við ekki að gefast upp við hálfnað verk, heldur bæta það, sem bætt verður. Við eigum að eyða of- drykkju í landinu, og það hlýtur að vera mögulegt. Auðvitað helst með kenningu og eftirdæmi, fremur en valdboði. í öllum skólum ætti að brýna fyrir nemendum skaðsemi ofdrykkj- unnar, og í prjedikunarstólunum ekki síst. Mundi það hafa meiri áhrif og gagnlegri en þetta fimbul- famb upp í himnaríki, oní helvíti og um alt, sem þar er á milli. Of- drykkja er lands og Iýða tjón og Það er siðferðisleg skylda hófsemd- armanna að sýna sjálfsafneitun, til að ioröa öðrum frá því böli, sem af henni leiðir. Drykkjuskapar- ástríðan fylgir ei{ici fremur fávitrum en vitrum. þab er ajkunnugt, jeg þarf ekki að neina dæmi. Jeg er uppalinn á þeim tíma, þegar það þótti ckki „maður með mönnum" ef hann ekki drakk, og það þ’urfti meira en meðalþrek til að halda sjer þá frá drykkjuskap. En núna er það að berast með straumnum að afneita víni, svo mikill er munur- inn frá því, sem áður var, og með- Áskorun r til Islenditiga. Það er orðið ljóst, eftir að eins hálfs þriðja árs reynslu, hversu heillaríkar afleiðingar lögin um aðflutningsbann á áfengi hafa hér á landi. Er öllum þó kunnugt, að lögin hafa mætt miklum and- blæstri og gæsla þeirra verið allsendis óviðunandi. I bæjum og þorpum landsins, þar sem eftirlitinu þó hefir verið mest ábótavant, hafa fátækrastjórnir séð að efnahagur manna hetír breyst mjög til batnaðar, einmitt þar sem drykkjuskapurinn hjó áður stærstu skörðin, og siðferðisbragur á almannafæri hefir tekið stórkostlegum stakkaskiftum. — Þetta kemur einnig heim við reynslu í öðrum löndum, þar sem áfengisbann hefir komist á að einhverju leyti. — Eru þá enn ótalin þau gæði, er koma fram síðar í bættu heilsufari og vaxandi hreysti kynslóðarinnar. Með því að það þá sýnist vera augljóst eftir þessa stuttu reynslu, að með bannlögunum hefir verið stigið örugt spor í áttina til bættrar siðmenningar á þessu landi, en andstæðir kraftar eru þó sístarfandi, leyfum vér oss að beina þeirri alvarlegu áskoruu til þjóðarinnar, að hún athugi þetta vel og láti ekki liðast neina til- slökun eða undanhald frá því sem komið er, en leggi áherslu á að herða eftirlitið með bannlögunum og endurbæta þau svo, samkvæmt fenginni reynslu, að þau eigi enn hægra með að koma að full- um notum. Reykjavík, á hvítasunnudag 1917. I stjórn Bannvinafélags Reykvíkinga: Sigurður Gunnarsson, Jón Rósenkranz, Jónas Jónsson præp. hon., formaður. læknir, ritari. irá Hriilu, gjaldkeri. Halldór Jónasson, Jón Ásbjörnsson, konnari. yfirdómslögmaður. Samþykkir ofanrituðu: Ásgrlmur Jónsson, málari. Einar ÞorkeJsson, skriistoiustjóri. Gudbr. Magnússon, ritstjóri. Guðm. Guðmundsson, skáld. Árni Eiríksson, Árni Jóhannsson. kaupm. bankaritari. Baldur Sveinsson, Einar H. Kvaran, barnaskólastj., ísafirði. rithöfundur. Friðrik Friðriksson, Geir Sigurðsson, frkv.stjóri K. P. U. M. skipstjóri. G. Björnson. Guðm. Hannesson, landlæknir. prófessor í heilbr.fræði. Guðm. Helgason, Guðmundur Lojtsson, Hannes Haflibason. búnaðtrfél.forseti. bankaritari. »■ form. FÍBkifélags íslands. Haraldur Árnason, Haráldur Níelsson, Indriði Einarsson, kaupm. próf. i guðtr., þ. á, rektor báskól. skrifstofustj. Jakob Jónsson, Jóhann Þorkelsson, Jón Aðils, verzlunarstj. dómkirkjuprestur. héskólakennari. Jón. Hj. Sigurðsson, Jón Ófeigsson, Jörundur Brynjólfsson, héraðslæknir. c^nd. nmg. alpingismaður. K. Zimsen, Kristinn Daníelsson, Ludvig Kaaber, borgarstjóri. alþingismaður. konsúll. Magnús Helgason, Morten Hansen, Jakob Möller, forstöðum. kennaraskólans. skólastjóri. ritsljóri. 0. Ellingsen, Ólafur Lárusson, Ólafur Rósenkranz, yfirdómslögm. leikfimiskennari. Páll Halldórsson, Pétur A. Ólafsson, stýrmannaskólastj. Sigurður Sigurðsson, ráðunautur. Sigurjón Pétursson, kaupm. ólafur Ólafsson. fríkirkjuprestur. Pélur Halldórsson, bóksali. Sigurbj. Á. Gíslason, cand. thool. kaupm. Sigurður Sívertsen, prófessor í guðfræði. Sveinn Björnsson, kaupm. yfirdómslögm. an andbanningar hafa ekki annað á stelnuskrá sinni en afnám bann- laganna, vil ieg ekki t era með þeim, heldur vil jeg benda á að þeir, sem eru mjer sammála um þetta, ættu sem Hestir að láta til sín heyra í blöðunum, því „sofandi sigrar eng- inn“, og andbanningar í Reykjavík (þar er fjelagsstjórnin) þurfa að sjá það svart á hvítu, að þeir hafa ekki þjóðarviljann með sjer. En komi þeir með tilögu, sem virðist að- gengilegri til að útrýma drykkju- skap, þá mætti ræða uin það. Guðm. Magnússon, Geithálsi. Prjettir. Tíðin hefur verið mjög köld frá því um miðja síðastl. viku, sífe'd norö- anátt og stundum hvast. Hefur þelta mjög hnekt gróðri. í gær breyttist veðrið og rigndi lítiö eilt. Skipaferðir. Sterling er Iátin laus í Svíþjóð, sagði fregn hingað í gær, og er þá innan skamms væntanleg hingað. — Willemoes er á leið hing- að frá Khöfn. — Escondito og ís- land eru á leið hingað frá Halifax og Gullfoss kominn til Halifax frá New- York. — Gufuskipið Valur (áður Gustav Falk) kom frá Khöfn 30. f. m. með vörur, mest til þeirra J. Zim sens og Th. Thoisteinssons. Fór frá Khöfn 19. maí. — Um fyrri helgi kom seglskipið Ane til Hafnarfjarðar frá Danmörk með sement. — F.óra er komin til Bergen, segir í símsk. hingað í gær. — Botnía, sem verið heíur á Seyöisfirði frá því í febrúar í vetur, hefur nú veriö leigð af landstjórninni til strandferða, á að fara tvær ferðir kring um land, og leggja á stað í fyrri ferðina hjeðan 15. þ. m. — Bisp hefur verið tekinn á leigu áfram af landsstjórninni til ferða miili ís- lands og Englands, fór hjeðan austur um land til Siglufjaröar og fer það- an út. — 3. þ. m. kom hingað timb- urskip frá Noregi með farm til þeirra Jóns Björnssonar & Co. í Borgar- nesi. — Seglskip kom til Hafnarfjarð- ar frá Spáni síðastl. sunnudag með salt- farm til Aug. Flygenring. Annað Kveldúlfsskipið, sem Ije'. keypti í Ameríku og landstjórnin leigði til vöruflutntnga þaðan, kom hingaö í morgun. Það heitir »0!ivet«, þrí- mastrað seglskip. Bannlögin á fsafirði. Á alm. kjósendafundi, sem þar var nýlega haldinn til að ræða um bannlögin, var samþ. svohljóðandi yfirrlýsing og áskorun með 208 atkv. gegn 117: »Þrált fyrir afarslælegt eftirlit telur fundurinn bannlögin hafa gert stór- gagn þann stutta tíma, sem þau hafa staðið, og skorar á alþingi að efla lögreglustjórn og löggæslu landsins svo, að eftirlit þeirra verði fulltrygt, og telur fundurinn heppilegasta leið tii þess lögbundna tollgæslu, — Jafn- framt er skorað á alþingi að bæla svo bannlögin, að tilgangi þeirra verði náð.« Daginn áður en þessi fundarálykt- un var samþ., var andbanningafjelag stofnað á ísafiröi, og gengu í það rúml. 100 manns. Dáinn er hjer í bænum kvöldið 30. f. m. Jón Ásmundsson, sem lengi hefur verið afgreiðslumaður hjá Sam- ein. gufusk.fjelaginu, gamall og vel kyntur borgari hjer. Bannlögin i Ameríku. »Vísir« segir þessa frjett frá þeim eftir »Sam- einingunni* frá í mars: »Þann 21. febr. síðastl. samþ. sambandsþingið f Washinglon lög, er banna járnbraut- arljelögum aö flytja áfengi inn f víu- bannsríki. Einnig er bannað að senda áfengisauglýsingar inn í vínbannsríki í blöðum eða brjefum. Konráð Konráðsson læknir, sem verið hefur að undanförnu á Eyrar- bakka, er nú sestur aö hjer í bænum. Frá Akureyri. Fjölmennur kvenna- fundur þar, sem haldinn var síðastl. langard., skoraði á þingmenn kjördæm. að útvega hjá alþingi í sumar fjár- veiting til byggingar húsmæöraskóla húss á Akureyri og til reksturs skól- ans. — Dýraverndunarfjelag stofnaði Sig. Einarsson dýralæknir á Akureyri síðastl. sunnudag. Stórstúkuþing Góðtemplara hófst í gær, og er nú haldiö í Hafnarfirði. Heimspekispróf hafa tekið hjer við háskólann : Anna Bjarnadóttir og Árni Sigurðsson með ág. eink, Helgi Jónsson, Ingim. Jónsson, Lúöv. Nor- dal, Magn. Guðmundsson og Stanley Guðmundsson með 1. eink, Pjetur Magnússon, Sv. Guðmundsson og Þork. Gíslason mcð 2. eink. — 2 höfðu áður lokið próíi. Tjörneskolin. í 11. tölublaði »Tímans« er þess gelið, að jeg telji Tjörneskolin á við skotsk kol aö gæðum. í skýrslu rninni til Stjórnarráðsins er það tekið fram, að kolin jafnist á við bestu brúnkol eða Ijeleg steinkol. Nú má t. d. gera ráð fyrir, að kol þau, er jeg rannsakaði, hafi verið úr- vals sýnishorn og þess vegna er óvíst, hvort kolin yfirleitt reynast eins vel. Síðar verður rannsakað heildar sýn- ishorn af kolunum og verður þá frem- ur sagt með vissu um gæði þeirra yfirleitt. Hvernig sem Tjörneskolin kunna að reynast, þá er víst, að sýnishorn það, er sent var til rannsóknar, var talsvert betra en önnur íslensk kol, sem Rannsóknastofunni hafa borist hingað ti', og gefur það góðar vonir um, að T ötneskolin sjeu vel nothæf. Þetta vildi jeg taka fram til þess að koma í veg fyrir misskilning. 1. 6. '17. Gisli Guðmundsson. Ameríkuvörur. Ka ípmannaráðið hjer hefur nýlega fengið sfmskeyti frá New-York, sem segir mjög örðugt að fá útflutningsleyfi þar á smjörlíki, kokó málmvörum, gummívörum, og ke- miskum vörum. Sjávarútgerðin. Lögr. álti nýlega tal við merkan sjávarútgerðarmann, og taldi hann það nauðsynlegt, að olíu þeirri, sem lands'jórnin hefur fengið og fær úr þessu, ytði ekki haldið i hærra veröi en svo, að vjelbítaútgerö- in gæti borið sig, og ekkert þyrfti úr henni að draga, hvað svo sem liði innkaupsveiði á sleinolíunni. Háskaleg- ast væri, að framleiðslan hindraðist. Væri henni haldiö uppi, skapaði hún landsjóðnum tekjur og almenningi bjargræði og gjaldþol. Honum taldist svo til, að steinolíutunnan mætti ekki vera dýrari en 50 — 60, hæst 60 kr., ef ekki ætti að draga að mun úr út- gerðinni. Getumvið skilið? Reykjavíkurblöö- in hafa flest á síðara fallinu gert ut- anríkismál vor að umtalsefni og jafn- framt endurvakiö skilnaöarhugleiö- ingarnar. Viröast flestir, er urn málið hafa ritaö, telja skilnaö vera tiltæki- legan og æskilegan og færa þau rök fyrir, aö vjer höfum auögast aö þeirri reynslu, nú í heimsstyrjöldinni, að Danir fái oss enga björg veitt en jafnvel baki oss hættu, ef vjer eig- um óskift mál með þeim, og einkum, að vjer sjeum færir aS fara sjálfir meö málefni vor. En höfundum þessum hefur yfirsjest þaö, sem ger- ir skilnaö viö Danmörku óhugsanleg- an og óframkvæmanlegan. Ef vjer slítum sambandi viö Danmörku, mistum vjer hæstarjett sem æösta dómstól, og þarf því eigi aö lýsa, hverjar afleiöingar slíkt mundi hafa. Páll Jónsson. Vínbannið í Rússlandi. 1 „Hoved- staden“ frá 25. april er símskeyti frá Petrograd, sem segir, að bráða- birgðastjórnin rússneska hafi sett þessar reglur urn sölu áfengis í Rúss- landi: Sala á alkóholdrykkjarvörum með yfir iýý pct. af alkóhol-innihaldi, er bönnuð í öllu Rússlandi. Útflutn- ingur til annara landa á allskonar ávaxtavínum er leyfður, án tillits til alkóhol-innihaldsins. 1 vínyrkjuhjer- uðunum er sala á hreinum vínum (na- turvine), sem þar eru framleidd, leyfð, ef alkóholið fer ekki yfir 12 pct. Utan vínyrkjuhjera'ðanna er sala þessara vína að eins leyfð í borgun- um, en þar er það á valdi bæjar- stjórna, að banna söluna. Vilhehn Knudsen, prókúristi. Þorvarður Þorvarðsson, prentsmiðjustjóri. Jón Helgason, biskup. Effgert Olaeessn yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthisstræti 17. Venjulega hsima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Þórður Bjarnason, kaupm. Þórður Sveinsson, geðveikralæknir. Tryggvi ÞórhaVsson, dócent. Konráð R. Konráðsson læknir Þingholtsstræti 21. Heima kl. 10—12 og 6—7. Sími 575. Hið ísl. Bókmentafjelag. Aðalfund sinn heldur fjelagið mánud. 18. júní 1917 kl. 9 síðdegis í Iðnaðarmannahúsinu. Verður þar: 1. Skírt frá hag fjelagsins og lagðir fram til úrskurðar og samþiktar reikningar firir 1916. 2. Kosnir 2 endurskoðunarmenn. 3. Rætt og áliktað um önnur fjelagsmál, sem upp kunna að verða borin. r Björn M. Olsen, p. t. formaður. Or ðsending'. Allir þeir, sem enn hafa með höndum söfnunarlista frá heimboðsnefnd Stephans G. Stephanson, eru hjer með vinsamlega beðnir að senda þá — ásamt því fje, er þeir hafa aflað — til mín með allra fyrstu ferð. — Kvittanir verða sendar um hæl. P'. h. nefndarinnar Pósthólf 324. H. Bergs, Reykjavík. fjehirðir.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.