Lögrétta

Issue

Lögrétta - 06.11.1917, Page 2

Lögrétta - 06.11.1917, Page 2
i88 LÖGRJETTA Nýjar bækur: Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur. Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi kr. 5,50. Guðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00. Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins- son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00. Guðm. Guðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb. kr. 7.00 og kr. 11.00. Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr. 6.50, óbundin kr. 5.00. Jón Helgason, biskup: Kristnisaga, 3. bindi. (lok miðaldanna og sið- bótartíminn). Obundin kr. 8.00. Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík. , LÖGRJETTA ketnur út á hverjum miB- vikudegi, og auk þess aukablöB viB og viB, mmst 60 blöB alls á ári. VerB kr. 7.50 árg. á lslandi, rrlendis kr. 10.00. Gjalddagi /. júli. þá hefur eðlilega engin almenn, föst niSurstaða fengist, en hver haft sína skoöun og ímyndun, alt í óvissu þó og fullyröingalaust, meö því og að sjálf ritningin gefur enga skýra eða ótvíræSa tilsögn nje skýring um þetta, aö öSru leyti en því, að segja, aS gu'5 skapaði og skapar alt og alla, að „frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlutir“, og því um líkt. Enda veit jeg heldur ekki betur til, en að almenningur, bæði lærðir og leikir, hafi yfir höfuð sætt sig við þetta og litið svo á, að hjer væri um þann leyndardóm að ræða, sem skaparinn einn, en engin hans skepna gæti skilið eða skýrt og auk þess ekkert höfuð- sáluhjálparatriði eða skilyrði að! skilja slíkt eða þekkja útíæsar,ertda þóttþað kynni að vera „gaman“, eða fróðlegt. Að öðru leyti kannast jeg viðkenning- arnar fjórar um uppruna sálarinnar, sem heiðr. höf. telur upp og lýsir nokkuð. Rúmsins vegna þori jeg ekki að vera margorður um þessar kenn- ingar, enda þótt hugnæmt væri — gagnlegt dirfist jeg ekki að segja — að hugsa og ræða þær dálítið frekar. Þetta langar mig þó til að segja: Hverja kenninguna, sem maður tek- ur út af fyrir sig til athugunar, þá ber alstaðar að sama brunni með það, að hún verður ekki sönnuð, ekki skil- in nje skýrð með sýning eða reynslu; og alt af og alstaðar verður fyrsta upphaf og síðasti endir — ef svo mætti kveða að orði — upphafslaus og endalaus leyndardómur fyrir okk- ur alla hjer. — Vjer getum í raun- inni hvorugt skilið, og jafnvel hvor- ugt hugsað til fulls: upphaf nje upp- hafsleysi, endi nje endaleysi. Og beri maður saman kenningarnar, þessar fjórar, þá verða gátur tilverunnar og lífsins, og dauðans, og alls, sem var og er og verða kann, nokkurn veg- inn jafn óráðnar og óráðanlegar af þeim öllum; því engin þeirra sannar neitt vísindalega, enda þótt segja megi, að ein kunni að vera líklegri en önnur, en þó langlíklegast, að eng- in þeirra sje hin „eina, sanna og sálu- hjálplega" ráðning. Svo að það, sem menn eru að hugsa og segja út af þessum kenningum, og samkvæmt einni eða annari þeirra, það er að eins af trú, en ekki sköðún. Jeg get ó- mögulega fundið eða sjeð, að sköp- unar-kenningin ráði lakar rúnir til- verunnar en t. d. afsprengiskenning- in. Jeg get ekki heldur fundið eða skilið, að afsprengiskenningin þurfi aði eyðileggja eða gera ómögulega trúna á eilíft líf. Því að sjálfsagt finst mjer að hugsa sjer þó allra fyrsta lífið hjer, fyrstu sköpuðu sálina, at guðlegum og eilífum uppruna, og því vel geta af sjer getið ódauðlegar sál- ir. Og að þar þurfi alls ekki við að eiga líkingin um „stafinn með að eins einn enda“. — Um fortilveru-kenn- inguna vil jeg sem minst tala, síst eins og S. Kr. lýsir henni, og ekkert um hana fullyrða fremur en hinar. nema hvað jeg get sagt fyrir mig, að jeg felli mig ver við hana en hinar áðúrnefndu tvær. Og jeg tek undir það með S. Kr., að tilgangur lífs- ins verður ekki skilinn samkvæmt henni. Niðurl. Síðustu frjettir. í síðasta tbl. var sagt írí mikilli framsókn miðveldahersins á ítölsku vigstöðvunum. Henni hefur lialdið á- fram síðastl. viku I'regn írá 30. f. m. sagði herstöðvar ítala hjá Donso algerlega eýðilagðar, og síðari fregnir segja, að her ítala hafi hörfað að Taglimento-ánni, en hún er langt | -ar fyrir vestan, rennar fyrst austur um hálendið, en síðan suður um láglendi Norður-ítalíu og út í botn Adríahafs- ins. Er það stórt landsvæði, sem ítalski herinn hefur hörfað úr. Þjóð- verjar sögðust 1. þ. m. hafa tekið 180 þús. ítali til fanga og náð 1500 fall- byssum. Siðari fregn segir miðvelda- herinn hafa handtekið 200 þús. ítali. Höfuðstöðvar Cadornu, yfirhershöfð- ingja ítala, voru í borginni Udine, og hafa miðveldamenn tekið hana. Hún er ni'ðri á sljettlendinu, vestur frá Cividale, sem um var getið í síðasta tbl., og er járnbraut þar í milli. Nú er miðveldaherinn kominn alla leið vestur áð Taglimento, en þar ætlar ítalski herinn að veita viðnám. Ný stjórn er komin á laggirnar í ítalíu og heitir forsætisráðherrann Orlando. Michaelis ríkiskanslari hefur sagt af sjer, en við kanslaraembættinu hef- ur tekið Hertling greifi, og hefur sú breyting farið fram í samráði við þingið, nýi kanslarinn orðið að koma sjer saman við þá flokka, sem þar mynda meiri hluta, áður hann tók við embættinu, en áður hefur keisarinn verið einn um kanslaravalið. Þetta er breyting, sem fast hefur verið sótt að á kæmist, og vetáSur að sjálfsögðu föst regla úr þessu. Hertling greifi var áður forsætisráðherra í Bayern. Á vesturvígstöðvunum sækir her bandamanna stöðugt fram á ýmsum stöðum, en Þjóðverjar hrökkva fyrir. Smuts sagði í ræðu í Lundúnum 29. Þetta er mynd af Dohna-Schlodien greifa, foringja á þýska herskipinu „Möve“, sem svo mikið hefur verið um talað. okt. áð úrslitastríðið yrði þar. Sigrar Þjóðverja í ítalíu yrðu að eins til þess að lengja stríðið, en gætu engin áhrif haft á úrslit þess. í opinb. tilk. ensku segir, að Þjóðverjar taki þáð fram með miklum gleðilátum, að almenn- ingur í ítalíu hljóti að hneigjast að friði, er hann sjái hverju fram fari á vígvöllunum. En fregnir frá ítalíu fari i gagnstæða átt. Hættan sameini þvert á móti alla flokka, svo að þeir taki nú höndum saman til þess að verjast. Frá viðureign Þjóðverja og Rússa við Rígaflóa eru fregnir ógreinilegar. í opinb. tilk. ensku segir, að Þjóð- verjar hafi hörfáð til baka til Moon- eyjar með lið það, sem þeir höfðu hleypt þar upp á meginlandið, og einnig hafi þeir hörfað til baka á vígstöðvunum milli Ríga og Pinsk, En aðrar frjettir segja, að þeir sjeu að sækja á hjá Reval, Rússar hafi hrundið þar áhlaupum þeirra. Kvöldið 30. f. m. gerðu Þjóðverjar loftárás á Lundúnaborg méð 30 flug- vjelum í 7 deildum, en tiltölulega lítið tjón varð af þeirri árás, segja ensku fregnirnar. — 2. þ. m. söktu enskir tundurbátar þýsku hjálparbeitiskipi og 4 vopnuðum botnvörpungum hjá Kullen við Eyrarsund. Fregn í Mrg.bl. frá 4. þ. m segii, að Þjóðverjar hafa fundið upp atar- hraðskreið skip, knúin rafmagni. Frjettir. Tíðin. Fyrir helgina breyttist veðr- ið til hlýjinda, gerði sunnanvéður með rigningu, en lygndi síðan, og hefur verið stilt og gott veður tvo undan- farna dag, en í dag er hvast á noi^ðan. Skipaferðir. „Consul Horn“ heitir franskt skip stórt, sem kom hingað með kol og salt til landstjórnarinnar í gærmorgun, og voru i fylgd méð því hingað inn í flóann 2 skip önnur. öll eru þau vopnuð, og eru fylgiskip- in send hingað eftir botnvörpungun- um, sem Frakkar haft keypt hjer og lengi hafa beðið á höfninni, liggjandi hlið við hlið úti við Efferseyjargarð- inn. Sjá margir eftir þeim, er þeii fara alfarnir út hjéðan. — Tvö dönsk seglskip hafa komiö hingaö meö vör- ur til kaupmanna. — 1 gær kom fregn um að „Gullfoss" væri kominn til Halifax á vesturleið, — „Sterling kom hingað í dag með um 400 farþega. Maður varð úti. Mrg.bl. segir þá frjett frá Seýðisfirði, að úti hafi orð- ið á Króardalsskarði, milli Seyðis- fjarðar og Mjóafjaúðar, 31. f. m. Steindór Hjörleifsson járnsmiður hjeðan úr bænum. Hafði hann orðið eftir af „Sterling“ á Seyðisfirði og ætláði að ná skipinu á Mjóafirði. Lík- ið var fundið. Marteinn Lúther. Til minningar um 400 ára afmælishátíð siðbótarinnar kom hjer út æfisaga Lúthers, eftir Magnús Jónsson dócent, gefin út af Bókav. Sigf. Eymundssonar. Það er fróðleg og skemtileg bók, vel skrifuð, eins og annað, sem frá höf. hefur komið. Kostar 5 kr. í kápu, og í skrautbandi 6 kr. 50 au., en upplag er lítið, sem stafar af pappírsskorti. Verður bókarinnar nánar getið síðar. Á siðbótarhátíðinni flutti höf. fyrir- lestur í dómkirkjunni um heimilislíf Lúthers og sagðist þar mjög vel. Skipstrand. „Vísir“ segir þá frjett, að danskt seglskip með hjálparvjel hafi fyrir skömmu strandað á skeri skamt frá Vestmannaeyjum. Þáð hjet „Ester“ og var á leið til Fáskrúðs- fjarðar, en hafði fengið vond veður, verið tvo mánuði í hrakningum. Skip- verjar björguðust upp í skerið, og þar sást til þeirra af ensku botnvörpu- skipi, er flutti fregn um þá til Eyj- anna, og voru þeir þá sóttir út í sker- ið. En af skipi þeirra sát þá ekkert eftir. Samgöngurnar til Norðurlanda, hjéðan hafa, svo sem kunnugt er, verið mjög litlar nú lengi að undan- förnu. Nú er stjórnin að reyna að bæta úr þvi, méð því að biðja um leyfi hjá ensku stjórninni til þess aö mega hafa „Botníu“ í förum milli ís- lands og Danmerkur, án þess að hún þurfi að koma við i enskri höfn, og ætlast þá til að eftirlit með flutningi skipsins fari fram í Bergen. Óvíst er enn, hvort þetta fæst. En mikil bót væri í því, frá því sem nú er. Magnús Thorberg símastjóri á ísa- fiFöi hefur sagt því starfi lausu. Hvanneyrarbruninn. Það er nú tal- ið, að eldurinn, sem honum olli, hafi komið upp í kjallaranum. Var kven- fólk þar við þvotta um kvöldið, og haldið að eldneisti hafi hrokkið í mó- stíju, sem þar var. Úr stofunum bjargaðist töluvert, en ekkert úr kjall- aranum. Þar var m. a. rjómabúið, og brunnu öll áhöld þess. Halldór skóla- stjóri er áð ná sjer eftir meiðslin, sem hann fjekk. Skólahald stöðvast ekki á Hvanneyri vegna brunanas. Silfurbrúðkaup áttu 4. þ. m. Daníel Daníelsson kaupm. í Sigtúnum viÖ Ölfusárbrú og frú hans, Níelsína A. Ólafsdóttir, og dvelja þau nú hjer í Af náð — fyrir trú. Prjedikun á 400 ára minningarhátíð siðbótarinnar 31. október 1917. Eftir dr. theol. JÓN HELGASON biskup. „Hvað á jeg að gjalda drotni fyrir allar velgerðir hans við mig?“ Svo spurði hinn gamli söngvari á löngu liðinni tíð (Dav.s. 116, 12), og svo spyrjum vjer öll á þessari júbíl-hátíð siðbótar Lúters. Hvað eigum vjer að gjalda þjer, drottinn vor, íyrir þá náð! þína,að uppvekja þjer slíkan erindreka kirkju þinni til viðreisnar ? Vjer vitum, ástríki faðir,að vjer getum ekki þakk- að þjer með neinu öðru en því,að vjer innilega tileinkum ossnáð- arhjálpræði þitt í drotni vorum Jesú Kristi, eins og þjónn þinn Lúter hefur sett oss það fyrir sjónir. Þvi biðjum vjer þig, faðir vor á himnum, hjálpa þú oss til þessa með þínum hei- laga anda: Veit oss æ betur og betur að tileinka oss náð þína fyrir trúna og með þeim hætti í öllu lífi voru að heiðra minn- ing vors mikla kirkjuföður, þjer og þinum syni til dýrðar. Amen. „Af náð eruð þjer hólpnir orðnir fyrir trú; og þaö er ekki yður aÖ þakka, heldur er það guðs gjöf. Ekki af verkum, til þess að enginn skuli geta þakkað sjálfum sjer það. Þvi að vjer erum smíð hans, skap- aðir fyrir samfjelagið við Krist Jesúm, til góðra verka, sem guð hefur áður fyrirbúið til þess að vjer skyldum leggja stund á þau“ (Efes. 2, 8—10). Þegar vjer í dag komum saman í húsi drottins til þess að minnast fjögra alda afmælis hinnar miklu kirkjulegu siðbótar- hreyfingar, sem Marteinn Lúter hratt af stað og vann að, með óþreytandi elju, meira en aldarfjórðung, þá gerum vjer það hafandi i huga þá miklu og margháttuðu blessun, sem siða- skiftin hafa flutt oss, sem evangeliska trú játum, og ekki að eins oss, heldur og öllum hinum kristna heimi. En svo stór- feld blessunar-áhrif er þar um að ræða, að vissulega er fylsta ástæða til að minnast 4 alda fæðingardags siðbótarinnar með sjerstöku hátiðarhaldi í guðs húsi og með innilegu þakklæti og lofgerð til drottins, sem gaf kristninni þennan ágætismann kirkju sinni til viðrjettingar og til þess að glæða nýtt og þrótt- mikið trúarlíf innan hennar. En sem nærri má geta um jafnvíðtæka hreyfingu og siðbót Lúters var, eru ávextir hennar fleiri en svo, að nokkur leið sje til þess að gera þeirra fulla grein í stuttri prjedikun.Um það efni mætti rita og hafa verið ritaðar stórar bækur.Hjer skal því aðal- lega dvalið við það sem í trúarlegu tilliti mætti teljahöfuð-ávöxt siðbótarinnar fyrir oss. En á þann höfuð-ávöxt er oss bent sjer- staklega með þeim orðum Páls postula í textanum, er jeg las upp og valinn hefir verið fyrir prjedikunartexta við þessa minn- ingar-guðsþjónustu: „Af náð eruð þjer hólpnir orðir fyrir trú, og það er ekki yður að þakka, heldur guðs gjöf.“ Af náð — fyrir trú eru þar hin miklu höfuð-orð, þar sem hið fyrra gefur til kynna liinn guðlega g r u n d v ö 11 hjálpræðisins, en hið síðara s k i 1 y r ð i ð af mannsins hálfu fyrir tileinkun þess. En fyrir það að hafa dregið þessi tvö höfuðorð fram af margra alda gleymsku erum vjer í þeirri þakkarskuld við siðbótina og höfuð-forvígismann hennar, sem aldrei verður að fullu greidd. I. „A f náð eruð þjer hólpnir orðnir fyrir trú,“ — segir hinn mikli postuli í texta vorum. Það voru þau meginsann- indi, sem hann hafði dregið út af fagnaðarmáli drottins Jesú, — það var kjarni og aðalatriði þess trúar-boðskapar, sem Páll kallar s i 11 evangelíum, þess böðskapar, sem hann hafði til flutnings og varði miklum hluta æfi sinnar til að innræta þeim, er hann náði til með kenningu sinni, og vjer eigum enn geymdan í brjefum postulans i nýja testamentinu. Baráttulaust hafði Páll ekki gert þessa uppgötvun sína um náðar-grundvöllinn og trúar-skilyrðið, Frá æsku hafði hann, sem var fæddur og uppalinn undir lögmáli Gyðinga, átt e i 11 höfuð-áhugamál, sem sje þetta: að ávinna sjer með lögmálsverkum það rjettlæti fyrir guði, sem lijarta hans þráði svo heitt. Og svo mikill var áhugi hans í því efni, að hann, að sjálfs síns vitni, fór þar enda lengra en jafnaldrar hans meðal þjóðar hans og var miklu vandlætingasamari en alment gerðist um erfikenningar forfeðra sinna. Hann vildi rjettlæt- ast fyrir guði af lögmálsverkum, þ. e. ávinna sjer hylli og velþóknun drottins með því að lifa í öllu eftir fyrirmælum lögmálsins. En svo varð niðurstaðan sú, að því meiri viðleitni sem hann sýndi í þessu áhugamáli hjarta síns, þess meira fanst honum hann fjarlægjast sitt trúarlega hugsjónar-takmark. í stað þess að öðlast með lögmáls-hlýðni sinni þann frið i hjarta, sem hann þráði svo innilega, ágerðist dag frá degi kvíðinn og órósemin í sálu hans, svo að nærri stappaði fullri Örvænt- ingu. Hún er ekki að eins fyrir það eftirtektárverð', þessi barátta Páls, sem hann lýsir með meistara-hendi í 7. kap. Rómverja- brjefsins, hve áþreifanlega hún minnir á trúar-baráttu Lúters 15 öldum síðar í klausturklefanum í Erfurt. En hún er líka lærdómsrík fyrir alla tíma að því leyti sem hún sýnir oss átakanlega hve óvænlegt til friðar fyrir hjarta og sál, til friðar við guð og sjálfan sig það er, að ætla sjer méð eigin verkum sínum að ávinna sjer það rjettlæti, sem fyrir guði gildir, í stað þess að fara náðar- og trúarleiðina. Niðurstaðan verður ávalt hin sama og hún varð hjá þeim báðum Páli og Lúter: Vjer uppgötvum hjá sjálfum oss svo mikinn siðferðilegan van- mátt, að jafnvel þótt allur vor hugur hneigist að hinu góða, þá fara framkvæmdirnar einatt i þver-öfuga átt, af því að lögmálið * í limum vorum reynist yfirsterkara lögmáli vors innra manns, og hertekur oss undir lögmál syndarinnar. Páll postuli orðar þá lika niðurstöðuna sem h a n n kemst að í baráttu sinni, á þessa leið: „Vjer höfum sannreynt, að maðurinn rjettlætist ekki af lögmálsverkum, heldur að eins fyrir trú á Jesúm Krist “ (Gal. 2, 16), þ. e. rjettlæti fyrir guði fæst einvörðungu með því í lifandi trausti að veita móttöku þeirri náð guðs, sem Jes- ús Kristur hefur opinberað oss. Hjálpræðið veitist aldrei sem endurgjald fyrir unnin verk, heldur sem guðs gjöf. Og frá þeirri stundu varð þá líka náðin hið mikla hjálpræðis-undur í lífi postulans, meginatriðið mesta í kenningu hans, enda snýst öll viðleitni hans í stóru og smáu upp frá því um þetta eitt, áð „guðs náð við hann verði ekki til ónýtis“. — Aldrei hefur nokkur maður borið fram jafn reynslu-trygðail sannleika og Páll gerir ]iað í texta vorum, er hann segir: „Af náð eruð þjer hólpnir Orönir fyrir trú.“ Og aldrei hefur nokkur maður verið í meira og fullkomnara samræmi við meistarann sjálfan, drottin Jesúm, en Páll var, þar sem hann lagði hina miklu megin-áherslu á náðina sem hjálpræðis-grundvöllinn og trúna sem hjálpræðis-skilyrðið af mannsins hálfu, enda var hann sjer þess meðvitandi, að hafa meðtekið þann trúarsann- leika fyrir opinberurt Jesú Krists. Náðar-kenning Páls er þá ekki heldur, þegar vel er að gætt, neitt annað' en náðarkenning Jesú sjálfs, eins og hann aftur og aftur framsetur hana í dæmi- sögum sínum. Munurinn er sá einn, að hjá Páli birtist þessi trúar-sannleiki í guðfræðilegum umbúðum og guðfrséðilega

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.