Lögrétta

Issue

Lögrétta - 21.11.1917, Page 3

Lögrétta - 21.11.1917, Page 3
LÖGRJETTA 197 Aug'lýsing. Verdlag,snefndin hefir ákvedid há- mark söluverds á hangikjöti og kæfu þannig: A. Af sauðum. Hangikjöt: Til kaupmanna. Til almennings. 1. flokkur: Læri. Skammrif. Vatn 50 °/o eða Salt xo °/o — minna 1 , _ } Pr- kg. 2,00 2,40 2,20 2. flokkur: • Vatn 50—6o°/«l Salt 10— i2°/o[ pr. kg. . • . • 1,80 2,00 1,90 3. flokkur: Vatnyfir 6o°/°l Salt — 12°/° j pr. kg 1,60 1,76 1,68 Af öðru fje minna 1. flokkur . . . eða rýrara. . . . . pr. kg. 1,60 1,76 1,68 1,40 i.54 1,48 3. — . . . 1,20 1,32 1,26 Kæfa: 1. flokkur: Feiti 25X eða meira Salt 10% eða minna 2. flokkur: Feit 25-30X1 k Salt 10—12X1 P 3. flokkur: Feiti undir 20X l , Pr- kg. fir 12/0 J Til kaupmanna. Til almennings. } pr. kg. 2,00 1,80 1,60 Salt yfii Þetta birtist hjer með til eftirbreytni. Bæjarfógetinn 1 Reykjavík, 12. nóv. 1917. 2,30 2,10 1,84 Vigfús Einarsson, — settur. — i Rúmeniu gerir þeim sennilega fært að halda ófriönum áfram í 2 ár enn, eöa hver veit hve lengi. Þeir eru líka hreinustu vísindamenn í því aö leika á bandamenn og villa þeim sýn, eins og best sjest á Rússlandi. — Rúss- land getur ekki veitt bandamönnum neinn verulegan stuöning nú oröið. Byltingamenn ráða þar flestu og þeir eru margir á bandi Þjóðverja. Og úr því Rússland er aö líkindum úr sög- unni, veltur alt á því, hverja hjálp Ameííka getur veitt, og hvort hún kemur svo fljótt, a<5 bjarga megi Frakklandi. Ef Þjóöverjar geta aö lokum safnaö mestu liSi sínu saman á vesturvígstöövunum, veröa þar endalausir, blóöugir bardagar og ær- iS tvísýnt, hver annan grefur. Ef Ameríka á aö taka þar af skarið, næg: ir ekki minna en 5 milj. manna, og svo mikiö lið1 getur ekki Ameríka búið út og komið því til vígvallar fyr en í fyrsta lagi 1920. En geta banda- menn þolað svo langa bið og geta Bandaríkin amerísku sjálf þolað hana? Höf. telur það hæpið, og sjer þann kost vænstan fyrir bandamenn að reyna að semja sjerfriö við Aust- urríki, ef mÖgulegt sje, reyna til þess að liða miðveldin sundur og einangra Þjóðverja, því ókleyft verði þeim ein- um að halda ófriönum áfram. — Eftir síðustu frjettum að dæma, um sameiginlega sigurvinninga Þjóðv. og Austurríkismanna á ítölum, eru ekki mikil líkindi til að bandamönnum tak- ist að sundra samkomulaginu milli miðveldanna. Frjettir. Tíðin. Undanfarna viku hefur ver- ið hláka um alt land, sífeld sunnanátt og stundum rigningar. Skipaferðir. Útflutningsleyfi er nú fengiö í Ameríku fyrir allar vörur í „Gullfoss", segir i símsk., sem Eim sk.fjel. fjekk í gær, og er gert ráð fyrir að skipið verði ferðbúið hing- að um miðja þessa viku. „Willemoes-' er nú einnig fersbúinn þaðan, og út- fl.leyfi fengið fyrir kolum handa öll- um skipunum hjeöan.—Frá Danmörk er nýl. komið seglskip, sem „Helen“ heitir, með vörur til kaupnianna. — Fyrir nokkru lagði seglskipið „Sylt- holm“ út frá Hafnarfirði áleiðis til Spánar með fisk, en sneri aftur vegna leka og inn til Hafnarfjarðar, en þar strandaðí það í rokintt síðastl. mánu- dag. Menn komust allir af. Fulltrúarnir í Ameríku. Lögrjetta átti nýlega tal við fjármálaráðherr- ann um fulltrúa landsstjórnarinnar i Ameríku og fórust honum orð á þessa leið: f samráði við alþingi eða bjarg- ráöanefnd alþingis var Árni Eggerts- son sendur til Vesturheims sem erind-t reki landsstjórarinnar. Var þá búist viö, að nægilegt mundi að hafa einn erindreka í Ameríku, og svo ráð fyrir gert, að Jón Sívertsen yrði kalláður heim. Fór Árni Eggertsson með gögn þar að lútandi. Eftir áð þessi ráð- stöfun var gerð, urðu horfur í Am- eríku um útflutningsleyfi ískyggilegri, og i þinginu komu fram raddir um áð hafa þar fleiri menn, jafnvel þriggja manna nefnd. Var þá til bráðabirgða gerð sú ráðstöfun, að: óska þess áð Jón Sívertsen yrði áfram í Ameríku, þangað til önnur ráðstÖfun yrði gerð. Leit stjórnin svo á, þótt hún, eins og alþingi heföi fult traust til Árna Eggertssonar, áö óverjandi væri, þar eð horfur voru verri, að hafa ekki mann við hendina, ef Árni forfall- aðist. Stjórnin ræddi því næst mál þetta og varð sú niðurstaðan, að rjett væri að hafa þriggja manna nefnd i Ameríku. Var sú ákvörðun gerð rjett áður en forsætisráðherrann fór til Kaupmannahafnar. Gert var ráð fyrir því, að skipa nefndina eins fljótt og hægt væri. Örðugleikar miklir voru bæði á því áð fá menn, sem gætu unn- ið saman, og menn, sem vildu taka við þessu starfi og væru því vaxnir, og hefur enn ekki verið ákveðin endi- leg skipun nefndarinnar. En með Gullfossi 24. f. m. hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að þriggja manna nefnd geti tekið til starfa i Ameríku jafnskjótt og stjórnarráðið gefur fyr- irskipanir um það með símskeyti. Að öðru leyti er rjett að taka fram, að stjórnin fær ekki betur sjeð, en að báðir fulltrúar hennar hafi unnið samviskusamlega áð því marki, að greiða fyrir viðskiftum við Ameríku. Styrktar- og sjúkrasjóður verslun- arm. í Rvík á 50 ára afmæli næstk. laugard. og verður þess minst með samsæti þá um kvöldið, og út kemur dálítill pjesi, sem segir frá starfsemi sjóðsins. Töluverða aukning fær sjóð- urinn nú af gjöfum, sem gefnar eru vegna afmælisins. Hann er nú 50— 60 þús. kr. Niðurjðfnunarnefnd. í hana ver’ða kosnir 7 menn næstk. föstudag, en 8 sitja af núv. nefndarmönnum. Tveir listar eru komnir fram, annar frá ýmsurn fjelögum utan Alþýðttsam- bandsins og á honum; Geir Sigurðsson, skipstjóri, Magnús Einarsson, dýralæknir, Sigurbjörn Þorkelsson, kaupm., Sveinn Hjartarson, bakari, Flosi Sigurðsson, trjesmiöur, Gunnlaugur Ólafsson, sjómaður, Felix Guðmundsson, verkstjóri. Hinn er frá þeim fjelögunum, sem teljast til Alþýðusambandsins og á honum: Hannes Ólafsson, verslunarmaður, Benedikt Gröndal, skrifari, Björn Bogason, bókbindari, Jón Jónsson frá Hól, Högni Hansson, Jósef Húnfjörð, sjómaður, Ármann Jóhannsson. Sykurverðið lækkað. Stjórninlækk- aði verð á sykurbirgðum sínum 16, þ. m., samkv. kröfum þeim, sem fram voru komnar um það og frá var skýrt í síðasta tbl. En auk krafa þeirra, sem þar var skýrt frá, samþykti bæj- arstjórnin áskorun til stjórnarinnar um verðhækkun á fundi 15. þ. m. Landstjórnarkolin í Rvík. Bæjarstj. hefur nú samþykt reglur um úthlut- un þeirra. Skal bæjarbúum skift í 4 flokka eftir þessum aðalreglum: f fyrsta flokki eru einstæðings gamal- menni og sárfátækar fjölskyldur, sem þó ekki þiggja af sveit. í öðrum flokki eru þeir húsfeður, sem greiða alt að 30 kr. í útsvar éöa ekkert út- svar greiða og einhleypt fólk, sem annaðhvort greiðir sama útsvar eða ekkert útsvar, svo sem námsfólk. í þriðja flokki eru þeir allir, húsféður og einhleypt fólk, sem greiða útsvar frá 30 kr. og upp að 75 krónum. f fjórða flokki eru allir þeir, sem greiða hærra útsvar. Þeir sem ætla má að hafi yfir 6000 krónur í árlegar tekjur, fá engin kol. Kolavetðið er: í 1. flokki 75 kr. fyrir hver 1000 kg, í 2. flokki 125 kr. fyrir hver 1000 kg. í 3. flokki 160 kr. fyrir hver 1000 kg. í 4. flokki 200 kr. fyrir hver 1000 kg. Einhleypar persónur í fyrsta flokki fá 100 kg. af kolum hver, en að öðru leyti er það aðalreglan, að hverri fjöl- skyldu skal úthluta 80 kg. fyrir hvern fullorðinn mann, og 100 kg. fyrir hvert barn undir 7 ára, en einhleypar persónur fái 80 kg. Þó fær enginn húsráðandi meira en 1000 kg., og heldur enginn meira en hann hefur beðið um. Borgun fyrir kolin skal greiða fyrirfram og skulu þeir, sem í þriðja og fjórða flokki eru þegar i stað taka og borga þau kol, sem þeim eru ætlúð. Ritstjóraskifti. Sjera Tryggvi Þór- hallsson hefur nú sagt af sjer prest- skap og er tekinn við ritstjórn „Tím- ans“. Tímar.„Elektron“hefurlíkaskift um ritstjóra, Tómas Stefánsson hætt- ur, en Gunnar Schram tekinn við. Lagastaðfestingar. öll lög síðasta alþingis eru nú staðfest. 34 voru stað- fest 26. okt., en þau 33, sem þá voru eftir, 14. þ. m. Klukkan hefur verið færð aftur á bak um eina kl.stund frá 15. þ. m. Tekjuskattur í Rvík. Skrá yfir hann er nú komin fram. Hæstan skatt greiða þessir: Thor Jensen 7923 kr., Jes Zimsen 5055, Th. Thorsteinsson 5055, H. P. Duus 4655, Eimskipafjel. Islands 3973, Elías Stefánsson 3855, Halldór Þorsteinsson 3455, P. A. Ól- afss 3055, Copland 2255 og Steinoliu- fjelagið 2055. Fjárhættuspil. Lögr. er skrifað: „Það veitir ekki af að opinberlega sje vakin athygli á því, að á nokkr- um stöðum hjer í bænum sitja menn við fjárhættuspil kvöld eftir kvöld og nótt eftir nótt, og kveður svo mik- ið að þessu nú, að full ástæða er til þess áð lögreglan ljeti það mál til sín taka. N. N.“ Bráðapest í sauðfje. Það er sagt að austan fjalls beri nú töluvert á bráðapest í sauðfjenáði. Atvinnubæturnar í Rvík. Sagt er að um 700 manns hafi sótt um vinnu á atvinnuskrifstofu stjórnarinnar hjer í bænum. Á síðasta bæjarstj.fundi var kosin nefnd til áð íhuga, hver fyrir- tæki bærinn gæti helst ráðist í til at- vinnubóta, og í hana: frú Bríet Bjarnhjéöinsdóttir, Jör. Brynjólfsson og Kr. V. Guömundsson. Stjórnin hefur byrjað á að láta taka upp grjót í öskjuhlíð til væntanlegr- ar landsspítalabyggingar hjá Grænu- borg. Einnig hefur hún falið lands- verkfræðingi aö gera mælingar og til- lögur um breytingar á Hafnarfjarð- arveginum, og hefur hann nú lokiö því verki og lagt tillögur sínar fyrir stjórnarráðið. Hvítárbakkaskólinn. Lögr. er skrif- að: „Nemendur eru þar nú 35. Skól- inn birgur af öllum nauðsynjum, flest- um fengnum snemma í vor. Mó brent í móofnum í stað kola. Aðflutnings- bann var á karbít til ljósa, og varð því að skifta um ljós og nota olíu. Karbit-ljósið besta ljós, að rafmagns- ljósi frátöldu.“ Dánarfregn. Hinn 17. október þ. á. ljetst að Prestsbakka á Síöu ungfrú Jóhanna Magnúsdóttir, dóttir Magn- úsar prófasts Bjarnarsonar á Prests- bakka og konu hans, Ingibjargar Brynjólfsdóttur, rúmlega 17 ára göm- ul, eftir þriggja ára þungbæra van- heilsu, sem hún bar með frábærri þol- inmæði og stillingu. Jóhanna sál. var sjerlega vel gefin og efnileg stúlka til sálar og líkama, var ljós og yndi foreldra sinna og systkina, og sann- kölluð heimilisprýði, og naut virð- ingar og vináttu allra, sem henni kyntust. Er hennar því sárt saknað. ekki einungis af foreldrum og skyld- mennum, heldur einnig af öllum, sem þektu hana. Kunnugur. Lög frá alþingi. 41. Fjáraukalög fyrir árin 1916 og 1917. — 1. gr.: Sem viðbót við gjöld- in, sem talin eru í fjárlögunum 1916 og 1917, veitast 307914 kr. 6 au. 42. Um slysatrygging sjómanna. —- 1. gr.: Skylt skal að tryggja gegn slysum (sbr. 5. gr.) hjerlenda sjó- menn, þá er hjer greinir: 1. farmenn og fiskimenn, er lögskráðir. eru á ís- lensk skip, 2. fiskimenn á vjelbátum og róðrarbátum, fjórrónum eða stærri, er stunda fiskiveiðar eina ver- tíð á ári eða lengur. — 2. gr.: Um leið og lögskráning fer fram, skal skrán- ingarstjóri gera sjerstaka skrá yfir skipverja samkvæmt 1. gr., hverja stöðu, sem þeir hafa á skipinu. Þegar formaður á vjelbát eða róðrarbát (sbr. 1. gr.) hefur ráöið skipverja sína, skal liann jafnskjótt senda hreppstjóra eða bæjarfógeta, þar sem báturinn geng- ur, skrá yfir skipverjana ásamt gjaldi því, er greiða ber eftir 3. gr., en hreppstjóri sendi skrána og gjaldið til sýslumanns. Skráningarstjóri skal senda skrá þessa og þá, sem nefnd er í fyrri málsgrein greinar þessarar, stjórn þeirri, sem nefnd er í 8. gr, laga þessara. — 3. gr.: Fyrir hvern, sem trygður er samkvæmt lögum þessum, er skylt að greiða í slysa- tryggingarjóð1 þann, er siðar getur um, iðgjald er nemur 70 aurum fyrir hverja viku, sem hann er lögskráður fyrir eða ráðinn í skiprúm, og reikn- ast iðgjaldið frá lögskráningardegi éða þeim degi, er hann kom í skip- rúm. Annan helming iðgjaldsins greiði sá, sem trygður er, en útgerðar- maður hinn. Þó skulu útgerðarmenn róðrarbáta að eins greiða 10 aura vikugjald fyrir hvern skipverja, og útgerðarmenn vjelbáta, sem eru minni en 12 lestir, að eins 20 aura, en það, sem á vantar fult iðgjald (25 aura eða 15 aura á viku fyrir hvern), greiðist úr landssjóði. Útgerðarmaður greiðir skráningarstjóra iðgjöldin, bæði sinn hluta og hluta skipverjanna; þann hluta iðgjaldanna, sem útgerðarmað- ur hefur goldið fyrir hönd skipverja, fær hann endurgreiddan af kaupi þeirra éða hlut. Gjald þetta greiðist þegar lögskráning fer fram, og má taka það lögtaki. — Formaður vjel- báts eða róðrarbáts greiðir iðgjöldin fyrir útgerðarmann og skipverja til hreppstjóra eða bæjarfógeta (sbr. 2. gr.), gegn endurgjaldi af afla báts- ins eða hlutum skipverjanna. Gjald þetta má og taka lögtaki. Skráningar- stjóri skilar iðgjöldunum x slysa- tryggingarsjóð, samkvæmt nánari fyrirmælum stjórnarráðsins. Honum ber 3% í innheimtulaun af skipum, sem lögskráð er á, og 6% af róðrar- og vjelbátum, sem eru minni en 12 lestir, og gengur helmingur gjaldsins til hreppstjóra, þar sem hann hefur innheimtuna á hendi. -— 4. gr.: Nú forfallast slysatrygðúr skipverji og gengur ótrygður maður í skiprúm hans; skal þá skylt að tryggja þann skipverja, svo sem að framan grein- ir, meðan hann er í því skiprúmi, þó aldrei skemur en eina viku. Útgerðar- maðúr eða skipstjóri tilkynnir tafar- laust skráningarstjórn eða heppstjóra mannaskiftin, og ábyrgist útgerðar- maður iðgjaldsgreiðslu. — 5. gr.: Þeir, sem stunda fiskiveiðar á róðrar- bátum, en eru ekki tryggingarskyldir, samkvæmt lögunum, hafa rjett til þess að tryggja sig í slysatryggingarsjóði á sama hátt og tryggingarskyldir sjó- menn, gegn 35 aura iðgjaldi á viku, og greiðist þá einnig úr landssjóði 35 aurar á viku fyrir hvem þeirra. — 6. g.: Verði sjómaður fyrir slysi á sjó á vátryggingartímabilinu, eða þegar hann er á landi, annaðhvort í þarfir útgerðarinnar eða fyrir sjálfan sig, í erindum, sem leiða af starfi hans sem sjómanns, skal úr slysatryggingar- sjóði greiða upphæðir þær, sem hjer segir: a. Verði sá, er fyrir slysi varð, að læknis dómi algerlega ófær til| nokkurrar vinnu þaðan í frá, ber að greiða honum 2000 krónur, en að því skapi lægri upphæð, sem minna skort- ir á, að hann sje til fulls vinnufær, og ekkert, ef minna skortir en að yí hluta. b. Valdi slysið daúða innan eins árs frá því að slysið varð, ber að greiða eftirlátnum vandamönnum 1500 kr. Rjett til skaðabótanna hafa vandamenn í þeirri röð, sem hjer seg- ir: 1. Ekkja hins látna, hafi þau gifst áður en slysið varð og samvistum þeirra hafi þá eigi verið slitið. 2. Börn hins látna, skilgetin og óskilgetin, hafi á honum hvílt framfærslu- éða með- gjafarskylda með þeim. 3. Foreldrar hins látna. 4. Systkin hins látna, þau er að nokkru eða öllu-leyti hafa ver- ið á framfæri hans. Hljóti ekkja skaðabæturnar, skal að auki grelða 100 kr. fyrir hvert skilgetið barn inn- an 15 ára aldurs; enn fremur skal greiða óskilgetnum börnum innan sama aldurs 200 kr., er ekkja fær skaðabæturnar. Sje að eins um eftir- látin börn að ræða, ber hverju barni 100 k. í viðbót; þó skal engin viðbót- arupphæð greidd af eitt barn fær skaðabæturnar. Frá skaðabótunum, sem greiddar skulu vandamönnum, skal draga þá upphæð, er greidd hefur veri'ð þeim sjálfum, er fyrir slysinu varð, samkvæmt a-lið. Enginn skuld- heimtumaður í dánarbúi eða þrotabúl hefur rjett til að skerða neitt skaða- bætur þær, er greiddar eru samkvæmt þessum lögum, og ekki má leggja á þær löghald nje í þeim gera fjárnám eða lögtak. — 9. gr.: Slysatrygging- arsjóðnum skal stjórnað af 3 mönn- um, er stjórnarráðið skipar til 3 ára í senn. Stjórnaráðið hefur yfirumsjón með stjórn sjóðsins. Kostnaöur við stjórn sjóðsins greiðist úr landssjóði. — 10. gr.: Landssjóður ábyrgist með alt að 30000 kr., að slysatryggingar- sjóðurinn standi í skilum. Slysatrygg- ingarsjóðurinn tekur við eignum og og skuldbindingum vátryggingarsjóð s þess, er stofnaður var með lögum nr. 53, 30. júlí 1909. Að öðru leyti eru þau lög úr gildi numin. Enn um skattamálin. Eftir Jón G. Sigurðsson á Hofgörðum. Niðurl. Að styrkja landbúnaðinn með fjár- veitingum til ýmissa fyrirtækja getur að vísu verið gott, og blessað í sjálfu sjer, ef gætni og framsýni er viðhöfð, en engu að síður virðist þó nauðsyn- legt að hlynna að honum sem mest ó- beinlínis íueð frjálslegum og viturleg- um lögum. Eða mundu auknir skatt- ar á landbúnað vorn stöðva útstreymi fólksins úr sveitunum? Forfeður vor- ir yfirgáfu óðul sín í Noregi og stukku þaðan undan ofríki Haralds konungs hins hárfagra, en þar var mannmergðin nóg eftir til að byggja aftur hin yfirgefnu óðul. — Kæmi svipað fyrir í sveitum Islands, hverjir mundu þá verða til þess að byggja þær aftur? Mundu Reykvíkingar og ' aðrir kaupstaðarbúar gera það? Naumast er slíkt hugsanlegt, en hitt gæti fremur orðið ofan á, að ísland yrði að eins verstöð að lokum. Það virðist með öllu óeðlilegt og ósanngjarnt, að bóndi.sem á að skuld- lausu meðalstóra jörð er hann býr á og áhöfn á hana, sje þvingaður með lögum til að greiða landssjóði sjer- stakan skatt af eign sinni, því að oft getur ástæðum hans verið svo hátt- að, að áöurgreind eign hans sje hið

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.