Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 05.12.1917, Qupperneq 2

Lögrétta - 05.12.1917, Qupperneq 2
204 LöGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum miB- vikudegi, og auk þess aukablöB viB og við, minst 60 blöB alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á Islandi, trlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí. þekkum persónum sem Bois-Róse og Pepe — svefnpurkan — eru. Yfir sög- unni er svipurinn þó ekki ljettur, sem orsakast mjög af grimdarhug þeim, er þar kemur fram. Þó ver5 jeg aö telja söguna gróöa fyrir lesendur Kvöldvakanna. f þeim árgangi er og „Kviksyndi", eftir Björn austræna, frumsamin saga og prýöilega vel á staö fariöl Eftir hann komu út nokkr- ar sögur sjerprentaðar hjer um ári'5, og þóttu þær benda á góöa skáld- sagnahæfileika. En síðan hef jeg ekki sjeðl siglingu hans. Fimti árg. hóf göngu sína mdð frumsamdri sögu eftir sr. Jónas: „Úr blöðum Jóns halta“. Var þetta þvi meiri fengur fyrir lesendur ritsins sem sagan hlýtur að teljast höfuðskáld- saga sr. Jónasar. Það hefur þótt ein- kenna sögur hans, hve oft skugga- hlið! lífsins er snúi'ð að lesandanum. En enginn hefur neitað sanngildi þeirra viðburða, er höf. lýsir, og í því felast kostirnir. „Úr blöðum Jóns halta“ er ekki saga með „ljetta, ljósa brá“; djúp alvara liggur bak við! frá- sögnina, og mörgum lesti lífsins er maklega stungin sneið, t. d. hræsn- inni, og eigingirnin húðflett hlífðar- laust. Mig minnir að sr. Jónas segði mjer einhvern tíma að' efni þessarar sögu hefði hann velt fyrir sjer svo árum skifti, áður en hann skrifaði hana. Enda sýnir sagan, að henni er ekki flaustrað áfram að efni eða orð- færi. Sjera Jónas hefur þegar náð þeim tökum á íslensku máli, að allar hugsanir og athafnir persóna hans eiga sjer ram-íslenskar rætur. Þarf ekki lengi að blaða i „Blöðum Jóns halta“, til að sjá, að önnurhver setn- ing er ekki hugsuð' eð'a miðuð við út- lendan mælikvarða, eins og sumar dansk-íslensku sögumar. Eins og kunnugt er, hefur sjera Jónas safnað eldri sögum sínum í eina heild. Fyrra bindi þeirra er útkomið. Höf. hefur engu breytt í þeim sögum, hvorki efni eða stafsetningu, og þó gaman sje, að sjá framfarirnar á þessari síð'- ustu sögu hans, hefði jeg kosið, að þeim eldri hefði verið! snúið til vand- aðra máls, einkum er höf. hefur öðl- ast ágæta list og leikni á því sviði. Sjötti árgangur Kvöldv. flutti svo söguna „Hypatia" eftir Charles King- sley. Það er efalaust ein áhrifaríkasta frásögn, sem þýdd hefur verið á ís- lensku. Svo margbrotið er efni sög- unnar og athafnaþrungið, að með þýðingunni hefur sjera Jónas leyst stórvirki af hendi. Ef nokkur ímynd- ar sjer, að allar sögur sjeu jafn auði veldar til útleggingar á annað mál, þá er það mesti misskilningur. Þýðingin á „Hypatíu" hefur verið afbrigða er- fitt verk, og fáum hent, að færa hana í íslenskan búning. Sagan gerist á 5. öld e. Kr. í Alexandríu aðallega, og bregður upp átakanlegri mynd af höf- uðstefnum þeirrar aldar: Gríska heiðna heimspekin verður fórnarlamb æðisgengins og haturstrylts þorpara- lýðs, er telur sig kristinn. Gyðinga- ofsóknir eru daglegt brauð; og valda- græðgin og drotnunargirnin búa sig grímu guðrækninnar. Innan um æðis-* gengið öldufallið skolast svo síðustu leifar Gotanna. En „blóðug og mörg eru sporin“, sem stigin hafa verið í skjóli kirkjunnar, og mikla undrun vekur, hve kristnir menn geta mis- beitt og vanhelgað nafn Krists. Þessi saga jafnast fyllilega á við slíkar á- gætissögur sem Ben Húr eða Quo Wadis? og er þá langt til jafnað. í síðári árgöngum Kvöldv. hafa aðalsögurnar verið þessar: „Smar- agda“ eftir Aug. Neumann, ágætis- lýsing á ofsóknum Tyrkja gegn Ar- meníumönnum, og afskiftaleysi Norð- urálfu-stórveldanna i því máli; „Ja- ob Ærlegur“ eftir Fr. Marryat. — Það er sagan, sem Jónas Hallgríms- son las síðustu nóttina, sem hann lifði. Sagan er heimsfræg, og þykir happa- fengur öllum mentaðra þjóða bók- mentum. Með veigamestu sögunum má og telja: „Hverjum er um að kenna?“ eftir Frankcois Coppée. Er sagt að frönsku,,rjettvísinni“hafi sáran sviðið stjúpmóðurtök höfundarins á siðferð- islífinu, þegar bókin kom út. Auð- vitað er alstaðar pottur brotinn meir og minna á því sviði, en ef aðfinslur i sögustíl megna ekki að þroska sanna siðgæðistilfinningu, veit jeg ekki hvaða flenging dugar. Veigaminni eru aftur sögurnar: „Sagan af honum litla Tuma“, „Li- ana“, „Háttprúða stúlkan“ og „Tengdadóttirin", þó sumar sjeu góð- ar. — Nú er ágætissaga á ferðinni: „Kynjalyfið" (Talismanen) eftir Walter Scott, þýdd af sjera Jónasi(?) Auk þessara skáldsagna hefur hann þýtt ýmsar fleiri, þó jeg þekki þær ekki úr sjerstaklega. Sjera Jónas hefur og ritað bók- mentaþætti í hvert hefti, og að minni hyggju felt sanngjarna dóma um þær bækur sem þar ejr getiðL Ritdóma þessa er oft unun að lesa, og þótt þeir hafi ekki borist víða, mun áhrifa þeirra gæta hjá mörgum lesenda. Mjög fróðlega „Menningarþætti“ hef- ur hann og skrifað nú í seinni tíð, og má heita, að' með þeim sje gefin útsýn yfir öll framfarasvið þjóðanna á síðari öldum. Þetta er þá verk sjera Jónasar. Sögu-þýðingarnar einar — líklega milli 10 og 20 talsins, sumar eins langar og „Qou Wadis“ — mundi mörgum hafa þótt meira en með- almannsverk á 11 árum. En auk þessa hefur hann haft margt fleira á prjónunum samtimis, t. d. unnið með óþreytandi elju að yfirgrips- miklu riti um íslenskar þjóðvenjur og siði að fornu og nýju. En nú er sjera Jónas Jónasson al- farinn frá Akureyri, eins og áðúr er sagt, og nú reynir á stáðfestu og Kvöldvökuútg. hvernig tekst að halda þroskastefnu ritsins. Jeg vil gera mjer góðar vonir og — bíða og sjá hvað setur. Alþingi í sumar veitti sr. Jónasi 1600 króna eftirlaun og ritlaun. Minna mátti það ekki vera, nú í dýrtíðinni, og hvernig sem honum tekst að verja þessu til ritstarfa, vil jeg álíta upp- hæðina litinn þakklætis- og viður- kenningarvott fyrir vel unnin störf i þágu íslenskra bókmenta. Og ríkulegar þakkir vildi jeg færa hinum aldna fræðimanni fyrir holla skemtun og fróðleik, sem „Nýjar Kvöldvökur“ hafa fært inn á íslensk heimili. 2. nóv. 1917. Margeir Jónsson. Þjóðarhættan. Niðurl. Sjávarútvegurinn. Þar virðist yfirvofandi hætta á ferðum, og stafar af þrennu: fyrst og fremst af hinu afskaplega verði, sem er á öllu, sem að útgerð lýtur, í öðru lagi af þvi hve útgerðarmögu- leikarnir eru takmarkaðir og í þriðja lag af óvissunni, sem er á verðmæti sjávarafurðanna. Til þess að ráða bót á þessari þjóð- arhættu, sem kyrstaða eða gereyðing sjávarútvegsins hlýtur að hafa i för með sjer fyrir þjóðina, þarf að mynd- ast heilbrigð og viturleg samvinna milli stjórnarinnar og framleiðend- anna. Ófriður og sundrung má ekki komast þar að, því að það er stað- reynt að alt slíkt tefur fyrir fram- kvæmdum góðra mála. Mönnum þarf a'ð skiljast það, að sjávarútvegurinn er svo mikill aflgjafi í öllu fram- kvæmdarlífi þjóðarinnar, að það tjáir ekki að takmarka hann eða eýöi- leggja, fyr en einskis annars er úr- kosti. Sala togaranna — með öllum hennar afleiðingum fyrir þúsundir manna — hlýtur að hvetja alla hugs- andi menn til alvarlegrar íhugunat um hina stórfeldu þýðingu þeirrar atvinnugreinar fyrir landið. En togararnir eru seldir — og um það ekki frekar að ræða — og auk- inn skipastól, togara, seglskip, og báta heldur ekki um að tala. En það er til mikill skipastóll enn og það er spurning, sem úr þarf að leysa: hvort mögulegt sje að halda út þessum skipastól öllum og hvort það muni borga sig, bæði út af fyrir sig, og í samanburði við einhverjn nýja fram- kvæmanlega atvinnugrein. Auðvitað er ekki mögulegt að gera þetta itar- lega í stuttri blaðagrein, en róleg um- hugsun og staðgóð rannsókn máls- ins ætti að geta leitt að viðunandi niðurstöðu og getur hin þarfa sofn- un, Hagstofa landsins, gefið mikils- verðar upplýsingar í þessu efni. Sam- kvæmt fiskiskýrslum hennar árið 1916 hafa verið til það ár 161 fiski- skip, samtals 11018 tonn br. Á sama ári stunda fiskiveiðar 391 mótorbát- ur (minni en 12 tonna) og 1121 róðr- arbátur. Á fiskiskipunum eru 2365 menn, á róðrarbátunum 5148 og á mótorbótunum 1935 eða alls 9448 menn. Árangur þorskveiðanna (allur fiskur) það ár er um 23^ miljón fiska alls á þilskip og báta, og þyngd alls aflans, miðuð við nýjan, flattan fisk (400 kg. i skpd.) er 55,4 miljón kg. Vísast er ekki of hátt áætlað verð- mæti hvers skpds., miðað við vefð þetta ár, 100 kr. skpd. (80—90 kr. þorskur, smáf. og ýsa) eða um 14 miljónir króna. Það má því telja á- byggilegt að árið 1915 hafi um 10,000 útgerðarmenn og sjómenn veitt þjóð- inni tekjur, í fiski einum, er svarar 14 miljónum króna með þessa árs verði, að ótöldu lýsi og síld. AS vísu er nú, eins og áður er fram tekið, mik- ið högum breytt, en ef hugsanlegt væri að þessi atvinnugrein gæti veitt landinu hlutfallslegar tekjur á næsta ári, þá er ógætilegt og óverjandi að stöðva þá framkvæmd eða takmarka ef ekki er önnur atvinnugein til, sem ábyggilega gefur slíkar tekjur í aðra hönd. En þó að vissa færi fyrir þessum eða líkum sjávarafla, gæti tilkostnað- urinn við að reka útveginn orðið svo mikill að fleiri eða færri hikuðu við að gera út eða stunda sjó, og það er meinið að um tilkostnaðarhliðina vantar skýrslur alment, og að gera áætlun um hana nú er sjerstaklega erfitt, meðal annars vegna þess, að engin vissa er fyrir að nægilegt sje og verði til af kolum, olíu og salti og útgerðin þvi stöðvist þegar verst gegnir. Til þess að komast að ábyggi- legri niðurstöðu um þetta atriði þarf stjórnin annars vegar og útgerðar- menn hins vegar að rannsaka og upp- lýsa ástandið eins og það er nú. Þáð þarf að upplýsast, hversu mikið er til af þilskipum, mótorbátum og ára- bátum, er sjó geta stundað á næsta ári. Þá þarf áð upplýsa, hve mikið af kolum, olíu, veiðarfærum og salti þarf til þess að útgerðin verði rekin með nægilegri 0g sjálfsagðri fram- sókn. Þá mundi og auðvelt áð upp- lýsa, hversu mikið af öllu þessu væri til í landinu bæði í vörslum stjórnar- innar, útgerðarmanna og kaupmanna — og þá jafnframt gera nokkurn veg- inn áætlun um, hvers vænta mætti til viðbótar. Þá er og sú hlið málsins, er takast þyrfti til skjótrar og ræki- legrar meðferðar, hversu miklu verði Englendingar vilja kaupa fiskinn. Alt þetta er virðingarvert og nauð- synlegt samvinnustarf stjórnar og þjóðar og ólíkt vænlegra til góðs árangurs á þessum óhamingjutímum en ófriður og flokkadrættir, sem æfinlega hlýtur að leiða til meira og minna úræðaleysis og jafnvel ráð- þrota. Til skilningsauka á því hversu af- arnauðsynlegt það er að allrar varúð- ar og framsýni sje gætt í þessu máli og hve afar mikilsvarðandi þáð! er, vil jeg leyfa mjer að benda á nokkur atriði í útgerðarkostnaðinum, sem öllum er svo ljós, áð ekki geta orkað tvimælis: Togaraútgerðin er með rjettu tal- in lang-arðvænlegasta grein sjávar- útvegsins; en ef tonnið af kolum fæst ekki fyrir minna en 300 kr., þá kosta einungis kolin (c. 8 tonn) um 2400 kr. á sólarhring. Þegar við þetta er bætt um 50 kr. á skpd. af fiskinum i salti (tonnið talið 280—300 kr.), þá er hjer um svo gifurlegan kostnað að ræða, að eðlilegt er að varlega sje farið. En þegar kemur til vjelbátanna, er áhættan ekki síður lýðum ljós. í „Landinu" frá 30. f. m. er sýnt fram á það, „að með meðalafla bíður út- gerðin á mótorbátum 3,294 kr. tap á 2 mánuðum — bestu mánuðum ársins. Mun með því dæmi átt við útgerð hjer nálægt. En það mun ekki fjarri sanni, t. d. á Austurlandi, að þeir vjelbátar, sem ætlaðir eru til fullrar sjósóknar þar, með alt að 10 tíma „stími“ á ystu mið, eyði einu fati af olíu í róðrinum. Og sje gengið út frá um 80 róðrum á tímabilinu maí— nóvember, til þess að fá meðalafla, um 200 skpd., er mun láta nærri, þá er olían ein, með um 80 kr. verði á fati,.................... kr. 6,400.00 Salt, um 30 tonn, á kr. 280.00................ kr. 8,400.00 Veiðarfæri og beita um kr. 8,000.00 Mannahald (hvort heldur reiknað er kaup eða hluti af afla) um .... kr. 8,000.00 eða alls um kr. 30,800.00 Nýjar bækur: Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur. Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi kr. 5,50. Guðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00. Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins- son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00. Guðm. Guðmundsson: Ljóð Og kvæði. Nýtt safn. Innb. kr. 7,00 og kr. 11,00. Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr. 6,50, óbundin kr. 5,00. Jón Helgason, biskup: Kristnisaga, 3. bindi (lok miðaldannaog sið- bótartíminn). Obundin kr. 8,00. Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík. Aug'lýsing' frá Landsspítalasjódsnefndinni. Konur þær, er tekið hafa að sjer afgreiðslu minningarspjalda sjóðsins, eru vinsamlega beðnar um að láta stjórn hans í tje nú um áramótin skýrslu um gjafirnar: nöfn hinna dánu, dánardægur o. s. frv., til inn- færslu í aðalbókina fyrir ár 1917. Og er þó ótalin vátrygging og margt fleira. Og þegar svo þar við bætist óvissan um hvað fæst fyrir aflann — hvort þessi 200 skpd. gefa í aðra hönd 20,000 eða 30,000 kr. — þá er það sýnilegt, að hjer er nauðsyn á skjót- um og góðum ráðum og framkvæmd- um; því það er hinn mikli leyndar- dómur sjávarútvegsins, að jafnvel þrátt fyrir þennan feikna kostnaö, getur hann borgað sig, ef vel geng- ur, allra atvinnuvega best. Hann fær- ir landinu árlega tugi miljóna króna, fæðir og klæðir og veitir lífsþægindi, menning og mentun þúsundum manna; á honum hvílir velmegun landsjóðsins og framtíð íslendinga sem siglingaþjóðar; yfir honum blaktir íslenski fáninn á höfnum ætt- arlandsins og undir vexti hans og við- gangi er komin velmegun lands og lýðs í nútíð og framtíð. Það er því fullkomin þjóðarhætta, ef stjórn og þjóð bera eigi gæfu til að ráða far- sællega fram úr því vandamáli. En ti’ þess að geta ráðið' fram úr því þarf einlæga, hleypidómalausa og flokkadráttalausa samvinnu stjórnar- innar og landsins hæfustu manna — og sú samvinna má ekki dragast. J. H. Stríðid. Vopnahlje og friðarsamningar milli Rússa og miðveldanna. Svo langt er nú loksins komið að vopnahlje er sett á austurvígstöðvun- um og friðarsamningar byrjaðir milli Rússa og miðveldanna í Bestlitovsk, sem er nálægt miðju austurvígstöðv- anna og ein af kastalaborgum þeim, sem miðveldaherinn tók af Rússum haustið 1915. Vopnahljeið var sett 30. nóvember, en 1. þ. m. hófust friðar- | samningamir í Brestlitovsk. Hafði | rússneska stjórnin sent þangað full- trúa til þess að semja fyrir sína hÖnd. Tveimur dögum áður kom fregn um að beint loftskeytasamband væri komið á milli Berlínar og Petrograd. En af friðarsamningunum hafa engar frek- ari fregnir komið enn. Það1 er Maximalistastjórnin, sem ræður þarna fyrir Rússa hönd, en um mátt hennar til þess að' halda sjer við völd framvegis fer ýmsum sög- um. Fregn frá 30. f. m. segir að hún hafi flestar borgir í Rússlai\di á sínu valdi. Aðrar fregnir segja hana valta í sessi. Og loks ganga fregnir um, að Lenins-stjórninni hafi verið breytt i samsteypuráðaneyti. En hvernig sem þessu er variö', þá hafa nú stjórnir miðveldanna gengið að því, að semja við þá stjórn, er nú sem stendur hefur yfirhöndina í Rússlandi. Stjórnir bandamanna neita þvi aftur á móti, að hún hafi vald til að semja fyrir Rússlands hönd, og þær gera að sjálfsögðu alt til þess að koma í veg fyrir frið’arsamninga. í síðasta tbl. var sagt frá fregn um það, að Duk- hovnin hershöfðingi, sem Lenins- stjórnin setti af vegna þess að hann vildi ekki gerast milligöngumaður um friðarumleitanir, hefði verið hand- tekinn. En af síðari fregnum má sjá, að! þetta er ekki rjett. Hann hefur neitað að afsala sjer herstjórninni, án þess þó að; sjeð verði, hve mikið! fylgi hann hefur í hernum, og bandamanna- stjórnirnar snúa sjer nú til hans með mótmæli gegn friðarsamningunum. í opinb. tilk. ensku frá 30. f. m. er sagt frá málunum á þessa leið : „Þýski ríkiskanslarinn lýsti yfir 29. nóv., að Þýskaland væri reiðubúið til að ræða um frið' við' Maximalista í Rússlandi undir eins og Rússar sendu fulltrúa með fullkomnu umboði. Sím- skeyti frá Petrograd herma, aði samn- ingar sjeu þegar byrjaðir. Yfirhers- höfðingi Maximalista hefur gefið skipun um að hætta vopnaviðslciftum. Hernaðarfulltrúar Bretlands, Frakk- lands, ítalíu, Japans, Rúmeníu og Serbíu sendu Dukhovin yfirhershöfð- ingja skjal til aðalstöðva rússnesku herstjórnarinnar, þar sem mótmælt er broti á samningum við bandamenn um það, að semja ekki sjerfri'ð. Er þar tekið fram, að slíkt brot muni hafa alvarlegar afleiðingar.“ Þar er það einnig sagt, éftir enska blaðinu „Daily Cronicle“ frá 28. f. m., að stjórn Lenins hafi verið breytt í sam- steypuráðaneyti, er myndað sje af Maximalistum, bændum og andstæð- ingum Lenins. Á ráöistefnu bænda hafi veriö feld yfirlýsing í þá átt, að samgleðjast yfirhershöfðingja Maxi- malista út af vopahljeinu. Þrjár höf- uðdeildir rússneska hersins styðjifrið- arstarfsemi Maximalista. Aðrar sjeu líklegar til að mótmæla skipuninni um, að hætta ófriðnum. En þessi fregn enska blaðsins er nú þegar viku göm- ul, og hefur ekki heyrst um mótmæli frá rússneska hernum, svo að alt bendir til þess, að Maximalistar hafi þar yfirhöndina. Af síðustu fregn frá Rússlandi, frá 3. þ. m., í Mrg.bl., virðist líka ljóst, að svo muni vera. Hún segir, að þvi sje lýst yfir, af Lenin, að1 allir rúss- neskir þegnar skuli hafa rjett til jarö- eigna, öll stjettaskifting sje afnumin og eins titlar. Óljósar fregnir hafa borist um, að mikilsmegandi maður enskur, Lands- downe lávarður, sje að gerast tals- maður fullkomins friðar. Skeyti í Mrg.bl. frá 30. f. m. segir að! hann hafi „birt þá skilmála, sem banda- menn setji til þess að friður geti kom- ist á“. En í opinb. tilk. ensku frá sama degi má sjá, að hann gengur ekki erindi ensku stjórnarinnar. Þar segir að hann hafi sent blaðinu „Daily Telegraph" brjef, sem það prenti, og segi þar frá skoðunum sínum um tak- mark ófriðarins. En „stjórnin lýsir yfir, að hún eigi enga hlutdeild í brjefi þessu og blöðin fordæma einuin rómi þessa óhyggilegu athöfn Landsdowne

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.