Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.01.1918, Blaðsíða 3

Lögrétta - 23.01.1918, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 15 Þessi mynd er úr þýsku skopblaSi og á aö tákna Ameríku og hlutlausu þjóSirnar. Wilson lítur yfir girðing- una og segir: „Ef þið látið rakka- skömmina þýsku ná einum bita af því ,sem jeg fleygi til ykkar, þá fáið þið ekkert framar. Yngri fregn segir, að Maximalistar hafi sundrað þinginu með aðstoð vopnaðra sjóliðsmanna. í Sevastopol á Krím er sagt frá uppþoti meðal rússneskra sjóliðsmanna, og höfðu verið drepnir þar 70 foringjar. Síðustu fregnir x Morgunbl. segja að samkomulag sje orðið um friðar- grundvöll. Þar er og sagt að blóð- ugar orustur sjeu í Petrograd, lik- lega framhald af róstunum út af þinginu, og að Kúhlmann vilji að Svíar taki þátt í samningunum um það, hvað verða eigi um Álandseyjar, en margir af íbúunum þar eru sænsk- ir og hefur áður heyrst að eyjamenn kjósi helst að sameinast Svíþjóð. Samningafulltrúar Þjóðverja i Brest Litovsk höfðu krafist þess, að rússnesku keisarafrúnni og frænd- mennum Vilhjálms keisara, s^em i P.ússlandi væru, yrði leyfð burtför þaðan til Þýskalands. Ein fregnin sagði stjórn Rússa hafa neitað þessu, en önnur segir, að keisarafjölskyld- unni rússnesku hafi verið stefnt fyrir herrjett, en keisaradrotningunni þó leyfð heimför til Þýskalands, eftir kröfu Þjóðverja. I útlendum blöðum hefur staðið sú fregn, að ein af dætr- um fyrv. Rússakeisara, Tatiana, sje komin til Ameríku og ætli að stunda þar danskenslu. Caillaux (frb. Kajó)- málið er nú aftur mjög rætt i Frakklandi og tal- að um að birta öll skjöl, senx að því lúta. Honum hefur m. a. verið gefið að sök, að hann hafi viljað koma á samningum við Þjóðverja og hafi verið í ráðabruggi um þetta við sendiherra þeirra í Buenos Aires. Sagt er frá sundurlyndi rnilli stjórnmálaflokkanna í Þýskalandi, bæði út af afstöðunni til krafa þeirra, sem gerðar eru til Rússa í friðar- samningunum, líklega mest snertandi meðferðina á hinum herteknu lönd- um austan megin, og svo út af innan- ríkismálum, einkum kosningalögun- um nýju í Prússlandi. Stjórnin í Ung- verjalandi hefur nýlega sagt af sjer, og í fregn frá 20. þ. m. er sagt, að jafnaðarmenn í Austurríki vilji fara að semja við Wilson forseta. Sagt er að Þjóðverjar sjeu að hleypa af stokkunum nýrri tegund kafherskipa, er sjeu stærri en eldri kafbátar þeirra, alt að 1500 tonn, og hafi meiri hern- aðarútbúnað og 40—50 manns. Síðustu fregnir segja frá verkföll- um og vandræðum í Axisturríki, og er sagt að Czernin greifi, utanríkis- málaráðherra, hafi verið kvaddur heim frá Brest Litovsk, að líkind- um þeirra vegna. Eitt blað að eins kvað koma út í Vínarborg, verk- mannablað, og ekki tala um annað en friðarmál og vei-kföllin. Nýlega kom fregn um kolaleysi í Bandríkjunum, en nú kemur aftur fregn um, að hlutlausum skipum sje It'yft að fá þar kol. Fra Danmörk. í símfregnunum er sagt, að þingkosningar standi til í Dannxörk um niiðjan apríl næstk. og hafa tveir af ráðherrunum, þeir J. C. Christensen, fulltrúi vinstrimanna í stjórninni, og Rothböll, fulltrúi hægrimanna þar, sagt af sjer. Vesúvíus gýs. Mrg.bl. segir þá fregn eftir enskum blöðum frá 28. des., að eldur sje uppi [ honum, og hraunflóðið velti þar niður snæþakt- ar hliðarnar. Tvær yfirlýsingar. Hr. Olgeir Friðgeirsson hefur sent Lögr. yfirlýsingar þær, er hjer fara á eftir: Með þvi að jeg hafði á hendi, síð- astliðið ár, að gera reikning urn hag og rekstur Landsverslunarinnar, frá því að hún var stofnuð (1914) °S frarn til aprilmánaðarloka 1917, — er mjer kunnugt um, að í verkahring hr. Olgeirs Friðgeirssonar var ekki annað af bókfærslu verslunarinnar en það, sem við kom sölunni. Stjórnar- ráðið hafði með höndurn vörukaup og skipaleigu, og sá um bókun þeirra reikninga, en af þeim hafði hr. Ol- geir Friðgeirsson engin afskifti. Bæk- ur hans gátu því ekki náð yfir nema aðra hlið viðskiftanna. Þær áttu ekki að sýna og gátu ekki sýnt allan hag verslunarinnar. Útlátnar vörur voru bókaðar í frumbók, afhendingarbók, höfuðbók og sjóðbók. Eftir þessurn beimildum fór jeg við reikningagerð- ina og varð ekki annars var, en þær væri ábyggilegar, og ítarlega „færð- ar“. Fjárgreiðslur allar greinilega bókaðar og sjóðbók ætið „gerð upp‘ nákvæmlega. Reykjavík, 3. jan. 1918. Þórður Sveinsson. í sambandi við ummæli herra Þórð- ar Sveinssonar 3. jan. 1918, um bók- færslu herra Olgeirs Friðgeirssonar skulum við láta þess getið, að við höf- um ekki orðið annars varir en að hún væri ábyggileg það sem hún nær. En eins og tekið er fram af herra Þórði Sveinssyni, nær hún að eins yfir afhendingu og sölu á vörunum hjer. Það skal og tekið fram, að skýr grein er gerð fyrir öllum þeim pen- ingum, er hann hefur tekið á móti, og eru aldrei nema litlar upphæðir í sjóði degi lengur hjá honum. Reykjavík, 10. jan. 1918. Ólafur Daníelsson. Þói'ður Bjarnason. Yfirlýsingar þessar eru fram komnar út af endurteknum tilraunum blaðsins „Tírninn" til þess að gefa hr. O. Fr. sök á göllum þeim, sem voru á bókfærslu landsverslunarinnar meðan verslunin og bókfærslan að nokkru leyti var í höndum stjórnar- íáðsins sjálfs. Eru yfirlýsingarnar að öllu leyti í samræmi við það, sem áður hefur verið sagt í Lögr. um þetta efni, og þurfa engra skýringa við, en „Tíminn" hefur neitað að birta þær í heilu lagi. Frjettir. xipp á Kjalarnes. Þá var gengið út [ i Viðey. En í gærmorgun var auður | sjór rnilli Engeyjar og Kjalarness, en lagt sundið frá Rvík til Engeyjar í dag er það autt Engeyjarmegin. Skerjafjörður hefur lengi verið lagð- j ur ísi. — Kenslu í Barnaskólanum hjer var hætt um tíma frá þvi á mánud. vegna frostsins. Á mánud.kvöld var 30 stiga frost á Seyðisfirði, en i gærkvöld 1 stig. Skipaferðir. Það er nú ákveðið, að „Gullfoss" fari vestur til New-York nú nálægt mánaðamótunum næstu, en þó mun enn ekki fengið útflutnings- leyfi vestra fyrir vörurn í harrn. — „Botnía“ lagði út frá Seyðisfirði í gær, og eftir því að dæma hefur ís- inn losnað eitthvað sundur fyrir Aust- urlandinu; hún kemur hingað og fer síðan til Noregs með kjöt, og þaðan til Khafnar. — „Sterling" fór fram hjá Bergen á leið til Kristjaníu 19. þ. m. og hafði gengið ferðin vel. — „Lagarfoss“ komst til Norðfjai-ðar frá Seyðisfirði í gær. Afli er sagður mjög góður i Vest- mannaeyjum. Bjargarskortur á fsafirði. Þaðan fjekk stjórnarráðið símskeyti 21. þ. m. með þeirn frjettum, að þar i bæn- um væru 300 fjölskyldur algerlega matarlausar og hafi ekkert heldur fyrir að kaupa. Er því skoi-að á land- stjórnina að hlaupa undir bagga og hjálpa. Mrg.bl. segir svo frá eftir frjetta- ritara sinum á ísafirði: „Nýlega fór fram rannsókn á efnahag manna hjer i kaupstaðnum. Kom þá i ljós, að 374 heimili voru atvinnulaus, og heimilis- fólk þeirra 1268. Það er búist við því, að 66 heimilanna, 780 manns, komist af hjálparlaust, en 308 heimili, með 988 manns, þarfnast hjálpar. Hvert þeirra þarf að minsta kosti 3 skippund af kolum og um 300 krón- ur í peningum, til þess að geta keypt aðrar nauðsynjar. Hjer á staðnum eru til nú sem stendur að eins 30 smálest- ir af kolum. Það er eigi hægt að reka surtarbrandsnámuna í Bolungarvík, vegna skoi-ts á spi-engiefnum, sem eru nauðsynleg við námurgöftinn. Og það litla, sem unt hefur verið að ná úr námunni, er ekki unt að flytja hingað vegna hafiss. Skólunum var lokað 15. des.“ „Næstu harðindin" hjet flokkur af greinum, sem G. Björnson landlæknir skrifaði í Lögr. fyrir nokkrum árum. og brýndi hann þar fyrir mönnum, að þeir skyldu reyna að vera sem best við þvi búnir, að bráðlega fengju þeir að kenna á harðari vetrarveðr- áttu en lengi að undanförnu. Greinar þessar voru síðar sjerprentaðar og komu út í litlu kveri, sem mun fást hjá öllum bóksölum og kostar 40 au. — Væri nú ekki ófróðlegt fyrir menn að líta í það. Tíðin. Vikuna nú að undanförnu hefur frost orðið enn hærra en áður á þessum vetri, hæst á mánudaginn 21. þ. m., þá var það 25 st. C. hjer, 26 st. á Seyðisfirði, 28 á ísafirði, 33,5 á Akureyri, 36 á Grímsstöðum, en ekki nema 12 í Vestmannaeyjum. Undanfarna daga hafði frost verið hjer um 20 stig á morgnana, en nokkru lægra um miðja daga. Alla þá daga hefur verið logn. En í gær- morgun var lítill andvari á austan og frostið að eins 8 stig., og í gær- dag komst það í 5 stig. í dag eftir há- d. frostlaust. — Fregn frá Seyðisfirði frá 21. þ. m. sagði hafis landfastan frá Melrakkasljettu til Gerpis, Vopna- fjörð fullan af ísi og á Seyðisfirði einstöku jaka og þykkan lagís. — Frjetst hefur að 4 ísbirnir hafi ver- ið drepnir á Melrakkasljettu, einn í Fljótum og einn á Skagaströnd. Skrokkurinn af honum flegnum hafði vegið 300 pund. Á Látraströnd náðust 90 höfrungar í vök og kvað kjötið af þeim vera selt á 11 au. pundið. — 2 hvalir hafa verið drepnir í vök á Húnaflóa. —■ Sunnan úr Hraunum á Reykjanesi er sagt að rjúpur sjeu að falla þar vegna harðinda, finnist dauðar til og frá. Einn mesta frosta- daginn frusu 3 álftir fastar í vök á Skerjafirði. — Frá ísafirði er sagt, aí5 póstur hafi verið fluttur þangað a ísum beina leið frá Arngerðareyri. Fyrir nokkru tók alveg fyrir vatns- leiðsluna í ísafjarðarkaupstað vegna frosta. — Hjeðan frá Rvík að sjá virtist á mánudaginn vera ís alla leið Andvaka heitir nýtt tímarit, sem Bjarni docent Jónsson frá Vogi er farinn, að gefa út, og er komið út 1. hefti, mestmegnis um fánamálið, ræður, sem hjer hafa verið fluttar um það nú í vetur, kvæði um fán- ann og Fjallkonuna og smærri grein- ar um sama efni. Lag eftir Árna Thorsteinssonn við kvæðið: Til ís- lands, eftir A. Hovden, norska skáld- iö. Kvæðin eru eftir Þork. Þor- kelsson stúdent, B. J. frá Vogi og Sig. Grímsson stúdent, en ræðurnar eftir alþm. Ben. Sveinsson og Bjarna frá Vogi. Á titilsíðunni er mynd eftir Ríkarð Jónsson: Nýi tíminn í drengs- gervi, með lafandi vængi en lúður við munn, blásandi fánalagið. Blaðið „Vestri“ á ísafirði er hætt að koma út um hríð vegna pappírs- skorts. Bæjarstjórnarkosninganiar. Tveir listar eru komnir fram, annar frá fjelaginu „Sjálfstjórn" og á honum: Sveinn Björnsson yfird.lögm., frk. Inga Lára Lárusdóttir, Guðm. Ás- bjarnarson kaupm., Jón Ólafsson skipstjóri, Jón Ófeigsson kennari, Guðm. Eiríksson trjesmiður og Jón Kristjánsson prófessor. — Frk. I. L. L. er valin á listann af kvenfjelögum i bænum, er tekið hafa höndum sam- an við fjelagið „Sjálfstjórn“ í kosn- ingunum. Hinn listinn er frá Verkmannafje- laginu „Dagrbún" og þeim fjelögum, sem með því standa, og á honum: lijáMöðin þjóðfræg'u með fílsmerkinu og B. H. B.-stimplimim, sem er áreiðanlegt einkenni um óbrigðult bit, veröa þrátt fyrir margvíslega örðugleika, að því er alla útvegun snertir, aftur fáanleg i á í verslun undirritaðs. Þar sem salan á blöðum þessum eykst stórum með ári hverju, þá væri það heppilegast, ef sem flestir þeir sem á ljáblöðum þurfa að halda, sendu hingað pantanir sínar sem allra fyrst, því langan tíma mun þurfa til nýrra útvegana. Verslunin hefur sömuleiðis fest kaup á talsverðum birgðum af ljábrýn- um „Indian Pond Stone“, sem menn gætu pantað jafnhliða blöðunum. Versl. B. H. Bjarnason. Þorv. Þorvarðsson prentsmiðjustj., ólafur Friðriksson ritstjóri, Jón Baldvinsson prentari, Kjartan Ólafs- son verkam., Guðm. Davíðsson kenn- ari og Jónbjörn Gíslason verkstjri. 7 bæjarfulltrúar verða kosnir, en ekki 8, því stjórnarráðið hefur úr- skurðað, að Ben. Sveinsson alþm. skuli eiga sæti í bæjarstjórn áfram,en hann átti annars að víkja eftir hlut- kesti um hann og Jón Magnússon for- sætisráðherra. Kyrsettir farþegar. Tveir af far- þegunum, sem ætluðu með „Sterling“ um daginn, voru kyrsettir af þvi, að á þeim fundust brjef, sem þeir höfðu tekið til flutnings til Khafnar, en enska stjórnin hafði leyft farþega- flutning með skipinu, en bannað póst- flutning, og farþegarnir höfðu allir skrifað undir skuldbindingu um, að flytja ekki brjef. Um þjóðarbúskap Þjóðverja flutti þýski verkfræðingurinn Funk fyrir- lestur siðastl. sunnudag fyrir Alþýðu- fræðslu stúlentafelagsins. Hann tal- aði á íslensku, hefur numið málið svo. Fyrirlesturinn mun bráðlega birtast á prenti. Laust prestakall. Breiðabólsstaðar- prestakall á Skógarströnd er auglýst laust. Heimatekjur kr. 208,80. Veit- ist frá fardögum 1918. Umsóknar- frestur til 15. mars. Yfirkjörstjórnaroddviti i Austur- Skaftafellssýslu er sjera Pjetur Jóns- son á Kálfafellsstað skipaður í stað sjera Jóns Jónssonar á Stafafelli, er sótt hafði um lausn. Prentsmiðjusala. Nú um áramótin var prentsmiðjan „Rún“, ásamt hinu r.ýja steinhúsi við Ingólfsstræti, seld eigendum „Fjelagsprentsmiðjunnar“. og ætla þeir síðar að slá prentsmiðj- unum saman í „Rúnar“-húsinu. Þar hefur til þessa verið eina setjara- vjelin, sem notuð hefur verið á þessu landi. En nýju eigendurnir bæta þar nú bráðlega annari við, svo að þarna íús upp stór prentsmiðja. Hafnarstjórastaðan. Það er rangt, sem segir í siðasta tbl., að hr. Hjalti Jónsson skipstjóri sje meðal umsækj- endanna um hana. Listamannastyrkurinn. Úr tölu þeirra, sem hann fengu nú, hefur fall- ið í síðasta tbl. Br. Þórðarson málari. Hann fjekk 500 kr. Bæjarstjórnarmál. Á síðasta fundi bæjarstjórnar var skýrt frá, að dýr- tíðarvinnu hjá bænum stunduðu nú 235 menn og fyllilega eins margir hjá landsjóði. Frá nýju frv. um bæj- argjöld er sagt á öðrum stað í blað- inu. Mjólkursölubúðir voru löggiltar á þremur stöðum, hjá Davíð Ólafs- syni bakara á Hverfisgötu, frú Kr. Símonarson í Vallarstræti og Sveini Hjartarsyni bakara á Bræðraborgar- stíg. Beiðni frá Páli Níelssyni, um lóð fyrir fiskisölu var visað til hafnar- nefndar. Lesin var tilkynning til bæj- arfógeta frá stjórnarráðinu um að dýrtíðarlán til bæja- og sveitafjelaga )7rði ekki veitt samkv. ákvæðum lag- anna frá síðasta þingi, heldur að eins bráðabirgðarlán gegn rentum og endurgreiðslu. Kæra kom fram frá nokkrum bæjarbúum út af því, að allmargir kjósendur höfðu verið strykaðir út af kjörskrá til bæjar- stjórnarkosninga, vegna þess að þeir höfðu ekkert goldið upp í bæjargjöld sin siðastl. ár. Var deilt um það í bæjarstj. hvort þetta væri leyfilegt að lögum, og meðal lögfræðinganna eru skiftar skoðanir um það. En í bæjarstjórninni er málið enn óútkljáð. Mannalát. 17. þ. m. andaðist á Ak- ureyri Snorri kaupm. Jónsson, einn af merkustu borgurum þar í bæn- um. Hafði legið sjúkur frá því fyrir jól og talið, að hann muni hafa dáið úr Krabbameini. Aðfaranótt 21. þ. m. andaðist hjer í bænum Gunnar Björnsson, skósmið- ur, faðir Pjeturs Þ. J. Gunnarssonar kaupmanns, Steindórs prentsmiðju- stjóra og þeirra systkina. Nýlega er dáin á Einarsstöðum í Kaldaðarnéshverfi í Árnessýslu hús- frú Jakobína Björnsdóttir, ekkja Ein- ar Ingimundarsonar umboðsmanns í Kaldaðarnesi, 83 ára gömul, fædd 16. apríl 1834. Guðmundur Olsen kaupmaður and- aðist hjer i bænum 21. þ. m., varð bi'áðkvaddur nál. kl. 6 um daginn, og var þá í verslunarbúð sinni. Hann var á sjötugsaldri, alþektur maður hjer í bænum, og verður hans nánar getið síðar. Slys af reyk. Laugardagsmorgun- inn 17. þ. m. fundust hjónin á Krögg- ólfsstöðum í Ölfusi meðvitundarlaus i rúmum sinum. Segja sumir, að ofn hafi rokið svo mjög í herbergi þeirra um nóttina, en aðrir segja ljósreyk or- sökina. Gísli læknir Pjetursson á Eyrarbakka var þegar sóttur, og tókst honum að lífga konuna en ekki manninn. Á sunnudaginn fór Konráð læknir Konráðsson hjeðan á stað austur i bíl,og var þá enn talið tvísýnt um lif bóndans. En bíllinn komst ekki nema nokkuð hjer upp fyrir, vegna skafla á véginum. Bóndinn andaðist kl. 4 á mánudaginn. Hann hjet Engilbert Sigurðsson og konan heitir Sigþrúður Eggertsdóttir. Eng- ilbert var bróðir þeirra Ögmundar skólastjóra í Flensborg og Kristjáns áður ritstjóra „Lögbergs“, var odd- viti í Ölfushreppi, dugnaðar- og myndarmaður. Leikara-afmælin. I síðasta tbl. var getið um, að þau Helgi Helgason verslunarstj. og frú Stefanía Guð- mundsdóttir ættu 25 ára leikafmæli í þessum mánuði. En Friðfinnur Guð- jónsson prentari á það líka, byrjaði að leika hjer sama dag og frú Stefan- ia, 30. jan. 1893. Hafði reyndar kom- ið fram á leiksviði, í litlu hlutverki, tæpum 3 árum áður á Akureyri. Hjálpræðisherinn. Fyrir jólin safn- aði hann gjöfum handa fátækum í jólapotta og á annan hátt, eins og venja er til, og fjekk inn kr. 718,67. Fyrir þetta hjelt hann jólaskemtanir fyrir 150 gamalmenni, 184 börn og 70 sjómenn, þar af marga útlend- inga, sem sátu hjer og biðu skipa- ferða. Enn fremur var útbýtt til fá- tækra heimila 25 sauðarlærum, 25 bögglum af kaffi og sykri og 25 jóla- kökum. Á jólaskemtununum var veitt súkkulaði með jólakökum. Matvör- urnar, sem keyptar voru, námu kr. 27l-25< kostnaður við jólaveitslurnar kr. 283.96, en 80 kr. var útbýtt í peningum. Afgangur, sem notast seinna, varð kr. 83.46. Af upphæö- inni, sem nefnd er hjer á undan, gaf G. Copland kaupm. 200 kr. J. Bjerg kaupm., eða Vöruhúsið, gaf 50 kr. í ullarvörum til útbýtingar meðal fá- tæklinga. Einar Jochumsson kvað, er hann kom út morguninn 13. þ. m.: Grimdarharka um borg og bý blöskrar manna kyni; gott frýs samt ei orð guðs í Einari Jo.chumssyni. Um Einar Jochumsson kvað kona hjer í bænum nýlega: Einar þótt ei flytji fjöll fær í orðaglímum, er hann mesta andans tröll okkar nú á tímum. Sá ei felur merginn máls, myrkra verk er lasta. Hans er andi hreinn og frjáls, hneykslum vill því kasta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.