Lögrétta - 27.02.1918, Síða 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsími 178.
LOGRJETTA
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti 11.
Talsími 359.
Nr. 9.
Reykjavík, 27. febrúar 1918,
Xlll. árg'.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappír og alls-
konar ritföng, kaupa allir i
Sókaverslun Sigiúsar Eymundssonar.
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstr. 16.
Stofnsett 1888. Sírni 32.
par eru fö'tin saumuð flest.
Þar eru lutaefnin best.
Lárus Fjeldsted,
yfirrjettarmálafærslumaður
Læk jar gata 2.
Venjulega lieima kl. 4—7 slSd-
Skipakomur í Reykjavík
árið 1917.
Myndin er af nýju málverki eftir norska málarann Chr. Krogh pró-
fessor og sýnir sjálfan hann sitjandi á verkstofu sinni í Lista-akademi-
inu, en hann er formaður þess nú. Þykjr mikiö i mynd þessa variö, og
sjálfur telur hann hana eitt af bestu verkum sinum.
Taliö er aS 193 skip hafi hafnað sig
i Reykjavik árið 1917, og eru þá mn-
lend fiskiskip ekki meðtahn, nema
þegar þatt hafa komið frá útlöndum.
Eru þetta miklu færri skip, en hingað
hafa komiö undanfarin ár, sem sja
má aí þvi aö samskonar skipakomur
voru
ÁriS 1914 ......... 49° sk'P
■— 1915 ......... 3°2 '
-— 1916 37°
Fækkunin á skipakomum stafar af
striðinu, og einkum á hin ntikla íækk-
Un árið 1917 rót sína að tekja til hins
ótakmarkaða kafbátahernaöar Þjóö-
verja, sern hófst 1. febr. þaö ár.
Þaö er nógu fróðlegt aö athuga
hvers konar skip þetta eru, sem hing-
aö koma áriö 1917, og hvaöan þau
komu. Má flokka þau þannig:
íslensk fiskiskip.................... !3
Færeysk fiskiskip ................... 39
Önnur útl. fiskiskip ................ 25
Flutningaskip frá innl. höfnum. n
Flutningaskip frá útlöndum .. 105
Samtals 193
Meöal islensku fiskiskipanna, sem
komu frá útlöndum til Reykjavikur
á árinu eru 2 botnvörpungar, sem
íóru til Englands meö ísfisk, og kontu
aftur í janúarmánuöi, áöur en kaf-
bátahernaðurinn hófst. Ennfremur 5
af þilskipum H. P. Duus, sem höföu
farið til útlanda til þess aö fá í sig
mótora, og komu frá Kaupmannahöfn
hingaö að því loknu. Loks eru nokkr-
ir vjelbátar, sem keyptir voru eða
smíðaöir erlendis, flestir i Danmörku,
0g komu hingað á árinu.
Flest útlendu fiskiskipin, sem hing-
aö komu, voru bretskir botnvörpung-
ar. Aö eins 2 frakkneskar fiskiskon-
nortur höfnuöu sig hjer á árinu, og
er þaö mikil breyting frá því sem
áöur var.
Meira en helmingur þeirra flutn-
ingaskipa, sem talið er aö hafi kom-
iö hingað frá innlendum höfnum, eru
danskar skonnortur, sem hafa komið
með farm frá útlöndum til annara
hafna á landinu, og komið svo hingaö
flestar til þess aö taka hjer farm til
útlarida.
Meöal þeirra 105 flutningaskipa,
sem hjer er taliö aö komið hafi frá
útlöndum á árinu, eru nokkur, sem
höfðu komið viö á annari innlendri
höfn en Reykjavík, áöur en þau komu
hingað. Þannig höföu t. d. sum af
gufuskipum þeim, sem hingað komu
frá Danmörku, fyrst komið viö í
Vestmannaeyjum, og x einni ferð sinni
frá Ameríku koni Lagarfoss fyrst viö
á ísafirði, en þaö er þó rjettmætt aö
lelja þetta með skipakomum frá út-
löndum, en ekki skipakomum frá inn-
lcndum höfnum, af því að farmur sá
sem hingað kemur með þessurn skip-
um, er aö mestu eða öllu leyti frá út-
löndum. Skal nú gerð nokkru nánari
grein fyrir því, frá hvaö löndum þessi
skip komu, og hve mikið lestarúm
kom frá hverju landi fyrir sig.
Af þessum 105 skipum voru 4, sem
ekki komu með farm frá útlöndum;
var eitt þeírra lítill togbátur, sem sótti
hingað barkskip, er notaö hafði ver-
ið til kolageymslu hjer á höfninni i
nokkur ár, eitt kom vegna sjóskemda
og strandaði síðan hjer, eitt kom frá
Færeyjum til að sækja hingað vörur,
og eitt kom farmlaust (með segl-
festu). Þau 101 skip, sem fluttu farm
hingað skiftast þannig e f t i r þ j ó ö-
erni skipanna:
■Segl- Gnfu- Sam*
skip. skip. tals.
Dönsk • 23 16 39
Norsk • 3 22 25
íslensk 14 16
Rússnesk .. • 9 9
Bretsk 6 6
Sænsk 2
Amerísk ... , . 2 2
Frakknesk . , # 2 2
Um norsku skipin er þess að geta
sjerstaklega, að þau komu flest fyrri
hluta ársins. Síðari mánuöi ársins
komu að eins þessi norsk vöruflutn-
ingaskip:
„Bisp“, leiguskip landstjórnarinn-
ar einu sinni.
„Are“, leiguskip El. Stefánssonar
o. fl. einu sinni frá útlöndum,
Seglskip frá Spáni í júlí, og
Seglskip, eitt, tvisvar frá Noregi;
var einn af eigendum þess skips hjer
búsettur Norðmaöur, og flutti skipið
vörur frá Noregi til verslunar hans
hjer.
Þessi snögga fækkun á komu
norskra skipa hingað stafar af þeirri
ákvörðun Bandamanna, sem gerð var
á árinu, að hver hlutlaus þjóð skuh
nota sín eigin skip, þannig aö t. d.
norsk skip skuli aðeins sigla milli
Noregs og annara landa; þar af leiðir
að norsk skip hafa veriö ófáanleg til
siglinga milli íslands og Bretlands,
eða íslands og Ameríku. Undantekn-
ingar frá þessári reglu hafa verið
leyfðar í einstökum tilfellum, og eru
komur skipanna „Bisp“ Og „Are“
dæmi upp á það, en bæði þaU skip
voru tekin á leigu löngu áður en um-
rædd siglingaregla var sett.
Eftir því frá hvaða landi
skipin fluttu farm hingað
skiftast þau þannig!
Bcgl- Gufu- Sam-
skip. skip. tals.
Frá Bretlandi .... 7 24 31
— Danmörku .... 14 12 26
— Ameríku ...... 2 19 21
— Spáni og Portug. 12 1 13
— Nor. og Svíþj. . 4 6 10
Því miður liggja ekki fyrir upp-
lýsingar um þ y n g d f a r m a
þeirra, sem skip þessi fluttu hingaö,
eða fluttir voru í land úr þeim hjer.
Skýrslur um þetta er þó auövelt að
fá, því aö afgreiðslumenn skipanna
eiga hægt meö aö gefa þær, og auk
þess mun vera mælt svo fyrir, að
síikar skýrslur skuli gefa, og á þá
bæjarfógeti að ganga eftir þeim. En
þaö hefur ekki verið gert. Aftur á
móti liggja fyrir upplýsingar um
lestarúmstærð skipanna, þá sem
skipagjöldin eru reiknuö eftir, og
meö því að telja má víst aö öll þessi
skip hafi komið meö fullfermi til
lafidsins, aö einu eöa tveimur undan-
skildum, ætti lestarúmsstæröin aö
gefa allgóöa leiðbeiningu um hlut-
föllin á vörumagni þvi, sem flutst
hefur frá löndum þeim, er nefnd voru.
Lestarúm skipa, þaö er skipagjöld
eru greidd af, er mælt i r ú m 1 e s t-
u m (registertonnum), en ein rúm-
lest er 2,83 teningsmetrar (tæp 92
teningsfet). í mæltu máli er þetta oft
nefnt smálestir, en það veldur rugl-
ingi, þvi að smálest er þyngdarmál,
sama sem tonn, eöa 1000 kg., og á
ekkert skylt við rúmmálseiningu þá,
sem nefnd var, annað en þaö, aö út-
lendu heitin (tonn og registertonn)
eru hvort ööru nokkuð lík. Þegar
skip eru mæld til rúmlesta, er fariö
eftir alþjóðareglum, sem um þaö hafa
veriö settar, og pru þessar reglur
ekki þannig, að alt þaö rúm i skipun-
um, sem unt er aö láta farm i, sje
mælt, heldur eru gerðir ýmsir frá-
drættir, sem verða mjög mismunandi
eftir því hvernig tilhögun er innan
borðs í skipunum. Þess vegna getur
þaö mjög vel komið fyrir, að skip,
sem telst fleiri rúmlestir en annað
skip, beri þó minni vöruþunga, eða
með öðrum orðum, rúmlestatalan er
alls ekki ábyggilegur mælikvarði fyr-
ir því, hve mikið skipin geta flutt.
En sjeu teknir hópar af skipum, þar
sem skip með ýmsu lagi eru í báðum
eöa öllum hópunum, þá má ætla að
hlutfallið milli samanlagðra rúm-
lestatalna verði nokkuð líkt og hlut-
fallið á milli samanlagðra farm-
þyngda þeirra.sem hver hópUrinn fyr-
ir sig getur flutt.
Af rúmlestum þessara komttskipa,
sem voru 101 talsins, átti:
Eimskipfjelag íslands .. 7262 rúml.
Aðrir íslendingar ...... 2555 —*
Útlendingar ............. 36578 —
Alls .... 46395 —
íslenska rúmlestataliö er þvi frek-
lega fimtungur af öllu því lestarúmi,
sem hingað kom á árinu. Má af þvi
sjá, að þótt góð byrjun sje fengin
til íslensks versluriarflöta, þá er langt
frá því, að nann sje enn nægilegur til
Sv. J énsson & Co.
Kirkjustræti 8 B. Reykjavík
hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóðu
veggfóðri, margskonar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gips-
uðum loftlistum og loftrósum.
Símnefni: Sveinco. Talsi/ni 420.
þess að annast nauðsynlega flutninga
til landsins.
Eftir löndum þeim, sem skipin
fluttu farma frá, skiftist lestarúmið
þannig:
Frá Bretlandi ........ 1+493 rúml.
—1 Ameríku ............ t4455 —
— Danmörku ........... 11991 —
— Nor. og Svíþj....... 2866 —
— Spáni og Port. .... 2590 —
Skip þau, sem komu frá Spáni og j
Portúgal, munu hafa flutt hingað salt
eingöngu. Skipin frá Bretlandi hafa
flutt mestmegnis kol og salt, fremur j
litiö tiltölulega af öörurn vörum. Al-
mennar neytslu- og nauðsynjavörur
hafa komiö nær eingöngu frá Ame-
riku og Danmörku. Vilji menn mynda
sjer hugmynd um hve mikið hafi
komið af vörum hingað frá hvorum
staönum fyrir sig, eftir rúmlestatöl-
unni, veröur að taka tillit til þess,
að annað stærsta skipið, sem hingað
kom á árinu, kom frá Danmörku, en
ekki með fullfermi hingað. Skip þetta
var „Pensylvania“, 2385 rúmlestir aö
stærð, og flutti hingað 1635 smálestir
af vörum. Með tilliti til þess að skip
sama fjelags, „Island“, er taliö 1061
rúmlest, en flytur um eöa lítið yfir
1000 smálestir fullfermt af algengum
vörum, virðist hæfilegt að draga 750
rúmlestir frá fyrir ónotuðu lestarúmi j
i „Pensylvania“. Hafa þá komið frá
Danmörku til Reykjavikur á árinu
11241 rúmlestir með farmi, en 14455
rúml. frá Ameriku. En þess ber enn-
fremur að geta, að í rúmlestatölunni
frá Ameriku munu hjer vera talin
öll þau vöruskip, sem hafa komið
til landsins á árinu frá Ameríku, en
auk þeirra rúmlesta, sem hjer er tal-
ið að hafi komið til Reykjavikur frá
Danmörk á árinu, hefur lika komið
talsvert af vöruskipum frá Danmörku
til annara hafna á landinu en Reykja-
vikur, svo að ef gera á samanburð á
siglingunum frá Ameriku og Dan-
mörku til landsins i heild sinni, þá
hækkar rúmlestatalan frá Danmörku,
en ekki frá Ameriku.
Meðal manna, sem litla athy^li
veita skipagöngum, og eru ókunnugir
verslunarviðskiftum, hefur bólað á
þeirri skoðun, að skipagöngur milli
fslands og Danmerkur væru nú orðn-
ar svo litilfjörlegar, að landinu mætti
á sama standa þó þær hættu alveg.
Skipaskýrsla Reykjavikur sýnir ótví-
rætt, að þetta er rangt. Siglingar frá
Danmörku hafa verið það miklar sið-
astliðið ár, að ef þær hefðu fallíð
burtu án þess að tilsvarandi sigling-
ar frá öðrum löndurn hefðu komið i
þeirra stað, þá væri fyrir löngu orð-
inn almennur vöruskortur í landinu.
Mrs. Annie Besant
Ög
heimastjórarbaráttan á Indlandi.
í aftureldingu.
Eins og gefur að skilja, hafa Ind-
verjar unað illa hinum útlendu yfir-
ráðum, enda verður þeim varla láð
það. Þjóð, sem geymir jafn fornhelg-
ar feðraminningar, þjóð, sem veit,
að hún hefur alið af sjer mestu vitr-
inga veraldarinrtar, þjóð, sem hefur
vakað yfir vöggu trúarbragðanna og
veitt andlegu straummagni útumallan
heim -r- slíkri þjóð hlýtur eðlilega
að finnast, að hún eigi annað og betra
skilið, en lúta í auðmýkt og ganga
undir stjórnarok vestrænnar þjóðar,
sem hefur fátt eitt fram yfir hana,
nema aflið.
Það mun óhætt að fullyrða, að í
Indlandi hafi verið tvær gagnólíkar
stjórnmálastefnur eða flokkar siðan
árið 1823, er Bretar náðu þar alger-
urn yfirráðum. Annar flokkurinn hef-
ur unnið bæði ljóst og leynt að þvi
að fá brotist undan hinum erlendu
yfirráðum, og gert hvað eftir annað
uppreisnartilraunir. Hinn nefur tal-
ið alla fielsisviðleitni árangurslausa,
þvi að þar væri við helst til ramm-
an reip að draga, þar sem breskt her-
vald var annars vegar.
Og stjórmálahorfur Indverja hafa
stundum verið alt annað en glæsi-
legar. En nú er sem þeir lifi á aftur-
eldingartímum. Það er eins og þjóð-
ernistilfinning þeirra hafi fengið nýtt
lífsmagn, að sama skapi sem þeir hafa
komist æ betur og betur að raun um,
að vit- og fræðimenn Norðurálfu
kunna að meta hinn helga feðraarf
þeirra — fornbókmentirnar. Auk þess
hafa þeir og elfst nokkuð við hina
ytri menningu, sem þeim hefur borist
úr Norðurálfu, sjerstaklega frá Eng-
lendingum. Það var lengi að þeir gáfu
henni litinn eöa engan gaum, þar eö
spekingar þeirra sýndust hafa álitið
sig of góða og of vitra, til þess að
beina þeim inn á víga- og vjelamenn-
ingarleiðir þær, sem Norðurálfuþjóð-
ir sýnast hafa skálmað út á. Hinir
forn-indversku spekingar virðast hafa
verið sannfærðir um, að þjóðin liföi
ekki á einu saman brauði, nje fengi
höndlað hin sönnu hnoss, þótt hún
eignaðist allan heiminn,ef hún, sökum
ágirndar, „liði tjón á sálu sinni“.
En þegar þjóðirnar eru að vakna af
aáðleysisdvalanum, þegar hin „kúg-
aða stjett“ tekur til að hrista klafann,
og finnur að hún er „voldug og
sterk“, þá lifa þær á mestu hættu-
tímum sínum. Þá er þeim einna hætt-
ast við að leggja út á haturs- og öfga-
leiðir og tefla meira af kappi en for-
sjá. Það voru og miklar líkur til þess,
að Indverjar mundu leggja inn á slik-
ar leiðir og margir voru hræddir um,
að þeir mundu sjá sjer slag' á borði,
þegar Englendingar áttu fult i fangi
með að verjast óvinum sínum, og
sömuleiðis að stemma stigu fyrir upp-
reisninni i Irlandi.
Stjórnmálastefna og starfsemi
Mrs. Annie Besant.
Það hefur þó ekki enn þá bólað
á algerðri uppreisn á Indlandi og
mun það vera að miklu leyti að- þakka
stjórnmálastarfsemi Mrs. Annie Be-
sant. Eins og mörgum mun vera
kunnugt, hefur hún nú í fullan aldar-
fjórðung tekið meiri og minni þátt í
frelsisbaráttu Indverja, en mest þó
nú upp á síðkastið. Hún hefur reynt
að tala dug og dáð í æskulýð Indlands,
jafnframt því, sem hún hefur látið
mentamál indversku þjóðinnar til sín
taka. Hún hefur reynt að glæða
sjálfstraust og ættjarðarást með hinni
ungu og uppvaxandi kynslóð, jafn-
framt því, sem hún hefur reynt af
fremsta megni að sporna við því að
hatrið gegn hinu útlenda valdi fengi
yfirhöndina. Þar að auki hefur hún
aldrei þreytst á því að reyna að fá
landa sína til þess að slaka á stjórn-
artaumunum þar eystra. Heimastjórn
eða sjálfstjórn Indlands (Home rule),
segir Mrs. Annie Besant, er eina úr^
lausnin og jaínframt ein tryggingin
fyrir því að friður geti haldist með
þeim stórveldunum, Indlandi og
Englandi í framtiðinni. Enska og
indverska þjóðin verða, segiv
hún, að ganga í fóstbræöra-