Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 20.03.1918, Side 1

Lögrétta - 20.03.1918, Side 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgrei'Sslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 12. Reykjavik, 20. marts 1918: XIII. á $. Bækur, iunlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Lárus Fjeidsteð, yfirrjettarxnálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heirna kl. 4—7 síðd' Laxamýri. MeS því að póststjórnin hefur á- kveöið viðkomustað pósta áLaxamýri í Þingeyjarsýslu, viijum við mælast til þess aS afgreiðslumenn blaða og aðrir, sem senda póstsendingar að Laxamýri, skrifi á þær Lx., í stað Hv. eða G. Laxamýri, 18. febr. 1918. Egill Sigurjónsson. Jóhannes Sigurjónssoh. Stjórnarfyrirkomulagið Og flokkaskiftingin. 111. í tveim fyrri köflum greinar þess-. arar hafa verið leidd rök að því tvennu, að forsætisráðherra— en ekki þingflokkarnir, — á að hafa frum- kvæöi að því, hverjir eru í ráðaneyt- inu meö honum, og að þann veg lög- uö ráðancytisskipun, meö einum ráð- herra úr hverjuiri flokki, sem nú á sjer staS, hefur þegar r.eynst illa. I þessu síðarnefnda felst engin á- lösun til þeirra manna, sem stjórnina skipa. Ástandiö er nokkuð líkt því, aö þrem hestum væri beitt fyrir vagn, og enginn ökumaöur til yfirstjórnar; þegar einn hesturinn vill draga vagn- inn beint sem horfir, annar stjaka aftur á bak og sá þriöji snúa honum þvert úr leið, þá er hætt við aö ferða- lagiö sækist seint, og það þótt allir hestarnir væru snillingar, jafnvel hver fyrir sig einfær um að brokka með vagninn standslaust í áfangastað. Svipað þessu hlýtur að fara, þegar þrem ráðherrum, sem sýnist sitt hverjum, er beitt fyrir þjóðarvagn- inn. Og það er engin veruleg mála- bót, þótt segja mætti með sanni, að samkomulagið sje gott milli mann- anna persónulega, — það er álíka mikill fengur ,í því, eins og ef hest- arnir fyrir vagninum væru að kljást og leika sjer hver við annan milli þess, sem þeir reyna að toga hver í sína átt. Þó er friður og prúðmann- leg framkoma vitanlega mikils virði Í samanburði við ófrið og illindi. En jafnvel að því er þetta sjálfsagöa atriði snertir, er ástandið innan nú- verandi stjórnar ekki betra en það, að fjármálaráðherrann lætur blað sitt, sem hann hefur stofnað og gefur út í þeim tilgangi, að gylla sjálfan sig i augum alntennings, og sjáifttr skrif- ar mest í, brigsla forsætisráðherran- úm um hlutdrægni til hagsmuna fyrir skyldmenni sín út úr veitingu lög- reglustjóraembættisins í Reykjavík. Og var þó sú eiíibættisveiting óað- finnanleg með öllu, því að bæði var maðurinn, sem veitinguna fjekk, eink- ár vel hæfur til starfsins, og auk þess stóð hann næstur því að fá það, allra umsækjendanna samkvæmt regl- tim þeim,sem fylgthefurverið við veit- ingar álögfræðingaembættum landsins frá öndverðu. Er þvi þessi aðdróttun frá fjármálaráðherra til forsætisráö- herra svo ósæmileg, sem orðið getur, og eftir þetta er ómögulegt að breiða yfir neina bresti í stjórnarfarinu meö þeirri viðbáru, að samkomulagið sje gott innan stjónarinnar. Aðrar þjóðir, sem hafa lengri sjálf- stjórnarferil að baki, og hafa náð meiri stjórnmálaþroska en Islending- ar, hafa sneitt hjá göllum þeim, sem é var bent að hjer væru á fyrirkomu- laginu að því er skipun stjórnarinn- ar snertir. Þurfum vjer ekki langt að leita, til að finna dæmi upp á þetta. því að í Danmörku stóð einmitt eins á í stríðsbyrjun og hjer eftir siðustu kosningar. Engin þingflokkur hafði þar meiri hluta í þinginu. En samt gripu þeir ekki til þess úrræðis, að láta þingflokkana hvern fyrir sig „til- nefna“ einn eða fleiri menn í ráöa- neyti. Nei, þeir ljetu einn af smærn þingflokkunum (,,radikala“-flokkinn) mynda stjórnina einsamlan, og eftir sínu höföi. Stjónnnálaþroskinn í landinu var nógu mikill til þess, að sósíalistaflokkurinn, sem vildi heldur hafa stjórn úr radikala-flokknum en neinum hinna, hjet stjórninni stuðn- ingi, og hefur haldið það loforð síð- sn.Mun það vera alment álit,aðstjórn Danmerkur hafi verið vandasamara i verk, en stjórn ýmsra annara hlut- leysislanda á styrjaldartímanum, en farið þó einna best þeirra úr hendi. Þegar fram li'ðu stundir, og búið var að fresta nýjum kosningum til rik- isþingsins, sem annars áttu fram að fara að lögum, fór að brydda á óá- nægju hjá hinum þingflokkunum yfir því, að láta þennan litla minnihluta- flolck einsamlan hafa stjórnina á hendi. Var þá eftir talsverðar bolla- leggingar fundið það ráð til að bætá úr þessu, að þingflokkarnir þrír, aðr- ir en stjórnarflokkurinn, skyldu „til- nefna“ hver sinn mann í ráðaneytið. En þessir tilnefndu ráðherrar áttu engin ráðherrastörf að hafa á hendi, heldur áttu gömlu ráðherrarnir allir að sitja áfram og gegna þeim; þessir tilnefndu rnenn áttu að eins að sitja i ráðaneytinu sem vitundarvottar þingflokkanna að því, hvað gerðist. Þessir aukaráð- herrar hafa orðið. fremur lausir í sessi, og lítur út fyrir, að þeirn hafi leiðst vistin, en sjálf stjórnin hefur setið sem fastast. Er alt fyrirkomu- lagið óræk sönnun þess, að danskir stjórnmálamenn kunna að taka lands- hagsmuni fram yfir flokkshagsmuni á alvörutímum. Samsteypuráðaneyti hafa verið mynduð í ýmsum lÖndum á styrjald- artímunum, t. d. á Englandi. En ávalt þannig, að forsætisráðherra velui mennina í stjórn með sjer, og hefur að talsveröu leyti frjálsar hendur til að skifta um menn, þegar honum þykir þurfa. Jafnvel þótt Lögr. sje eindregið þeirrar skoðunar, að tíð stjórnarskifti sjeu yfirleitt óheppileg fyrir landið, cg beri vott um lítinn stjórnmála- þroska, þá virðist henni vera svo brýn nauðsyn að breyta til nú, að auka- þing það.sem á að komasamanínæsta mánuði, hljóti aö gera alvarlega til- raun til að koma á laggirnar sterkari stjórn en þeirri, sem nú sit- ur. Og skal það skýrt fram tekið, að Lögr. stendur öldungis á sama, úr * hvaða stjórnmálaflokki ráðherrarnir eru á þeim erfiðu tímum, sem nú standa yfir, einungis að þeir sjeu hæf- ir til að gegna stjórnarstörfum, og þá einkanlega að ánnast um þau mál, er snerta viðskifti vor við Bretland og Ameríku, og verslun Vora við Dan- mörku. Skipa tnénn í stjórriiria, sem geta komið sjer sairiari um að g e r a s t r a k s það sem gera þarf á hverj- um tíma, en draga ekki allra nauð- synlegustu framkvæmdir í þessum málum mánuð eftir mánuð, lands- mönnum til stórtjóns, vegna ósam- komulags innan stjórnarinnar um ein- hver aukaatriði, eins og því miður virðist eiga sjer stað nú. Vesían um haf. „íslensku bannlögin eru alveg ein- stæð í sinni röð, hvergi annarstaðar á bygðu bóli hafa menn fundið upp á því ófrelsi að banna „skikkanleg- um“ borgurum að kaupa sjer áfengi." Lesendumir munu kannast við þessa fullyrðingu. Andbanningar hafa svo þráfaldlega endurtekið hana. Og þegar bannmenn hafa nefnt bannfylkin í Ameríku, þá hafa hinir hrist höfuð sin og svarað ; „Nei, ónei, góðir hálsar, þar er eingöngu sölu- bann. Það dettur víst engum í hug í jafnfrjálsu landi að stinga upp á öðru eins ófrelsi og aðflutningsbann- ið er.“ Og það v a r von, að þeir segöu það, þvi að þar hefur til skamms tíma ekki verið annað en sölu-, veitinga- og tilbúningsbann á áfengum drykkj- um. Og andbanningar vorir voru svo ókunnugir bannlagahreyfingunni j vestra, að þeir vissu ekki — og vildu ekki vita sumir, — að bannvinir j vestra töldu þetta sölubann ekki ann- j að en áfanga á leiðinni að sams kon- ar bannlögum og vjer höfum nú. En hjeðan af eru þeir óafsakan- legir, ef þeir koma með þessa mót- báru. Hvert blaðið á fætur öðru skýr- ir frá þeim dæmafáu sigrum, sem bannlagastefnan hefur unnið vestan hafs árið sem leið. Blaðið „Bjarmi“ varð fyrst til að flytja þær frjettir 20. febr.Er þar glögg oggreinilegskýrsla frá Davíð Östlund* um fyrri hluta ársins, og síðan hefur því blaði bor- ist áframhaldsyfirlit yfir sigurvinn- ingarnar fram til janúarloka þ. á. bæði frá hr. D. Ö. og í Vestanblöðum íslendinga. Og skal hjer stuttlega drepið á helstu atriðiri úr því yfirliti. Bannríkjum fjölgar óðum. Árið 1913 voru þau 8, nú eru þau oröin 27. Fjögúr bættust við haustið 1916 og önnur fjÖgur síðan. En jafn- framt hefur bannlagafylgi aukist mjög í þeim fylkjum, sem enn leyfa áfengissölu. Ohio er ágætt dæmi þess. Árið 1914 fór þar fram almenn at- kvæðagreiðsla um áfengisbannlög, og höfðu andbanningar þá 83152 atkv. meiri hluta. Ári síðar var aftur geng- ið til atkvæða og var þá meiri hluti andbanninga 55408 atkv. í vetur, 6. nóvember, var enn leitað þjóðarat- kvæðis og höföu þá andbanningar ekki nema 1723 atkv. fram. yfir hina. —• Er þvi síst furða, þótt bannmenn telji sjer sigur visan í því fylki þegar næst verður gengið til atkvæða. Sölubann er í mörgum hjeruðum, þótt það sje ekki í öllu viðkomandi fylki. „Brödremenighedens Missionsblad“, gefið út í Kristjánsfeldt á Þýska- landi, skýrir frá að í haust hafi ekki nema 355 hjeruð i Bandaríkjum, af 2543 alls, leyft áfengissölu. En þær tölur eru breytilegar. T. d. skýrir „Sameiningin“ frá í des. f. á. að við nýafstaðna kosningu í New York fylki hafi 127 hjeruð bætst við í tölu þeirra, sem ekki leyfa vínsölu, en einir 5 bæir, sem áður höfðu sölu- bann, breytt til og leyft vínsölu. Reynslan sannfærir marga, sem sönsum vilja taka, þótt auður áfeng- isbruggara sje óspart notaður til að ófrægja bannlögin í ræðu og riti. Hafa þeir fastan fjelagsskap sín á milli og mörg blöð og umferðaræðu- merin á sínu bandi, en ekkert stoðar. Nefnir „Sameiningin" í sama tÖlu- blaði sem dæmi, að Dahlmann borg- arstjóri í Ömaba hafi barist i fyrra ákaft gegn vínbanni í fylki sinu, Ne- braska, en riú hafi hann öpinberlega lýst því, að öðruvísi hafi farið en hann bjóst við. Vínbanniö hafi ein- ungis leitt af sjer blessun. ' * Hr. D. Östlund hefrir eirigöngri starfað fyrir bannlagafjelögin síðan hann kom til Ameriku. Hann á heima í Minneapolis i Minnesota og lætur vel yfir hag sínum, „Þetta er tómt sölu- og tilbúnings- bann.“ Það v a r það, en e r ekki lengur. Það er nokkuð til í þvi sem Sam- einingin sagði i suinar sem leið: „Hrakfarir Bakkusar eru orðnar svo hraðfara að erfitt er að fylgjast með og muna þær allar.“ Hjer skulu nokkrar taldar í rjettri tímaröð —- andbanningum til minnis : 1. Sambandsþing Bandaríkja sam- þykti árið 1913 heimildarlög fyrir livert einstakt fylki að banna hjá sjer innflutning á áfengi. Áður var þeim það óheimilt. En fjöldamargir lögfræðingar fullyrtu aö þessi heim- ildarlög kæmu í bága viö stjórnar- skrána nema % fylkjanna samþyktu þau eins og hverja aðra stjórnar- skrárbreytingu — og því urðu þau að litlu liði — þangað til 8. jan. 1917. Þá úrskurðaðli hæstirjettur Banda- ríkja að þau væri í samræmi við grundvallarlögin. 2. I febrúar samþykti alsherjar- þing Bandaríkja svo nefnd „Reed- lög“. Þar er ekki numið staðar við heimildina eina, heldur er öllum fylkjum og hjeruðum, sem samþykt hafa eða síðar samþykkja sölubann, gert beinlínis að skyldu að banna all- an innflutning áfengis. Meira að segja banna þau lög innflutning i bannfylki allra blaða og rita, sem flytja áfengisauglýsingar; og fara þannig miklu lengra en íslensku bannlögin. Þessi lög gengu í gildi 1. júli 1917. 3. Undir eins og Bandarikin gengu i ófriðinn, þótti þeim sjálfsagt að vernda þá er tóku þátt i heræfingum frá allri óreglu. Var þá stranglega bannað að Selja hermönnum nokkurt áfengi og öll vínsala bönnuð innan 5 mílna svæðis í nágrenni heræfing- anna, þótt þær væru í vínsölufylkj- um. 4. í september bönnuðu Bandarík- in alveg að búa til whisky, og 1. des- ember var bannað að brugga nokkr- ar öltegundir eftir 1. jan. 1918, sem í væru meira en 2)4 % áfengis. Áöur hafa öltegundir þar í landi verið með 3 til 7 % áfengi. 5. Tíunda desember úrskurðaði hæstirjettur að hvert einstakt fylki hefði fullan rjett til aö banna borg- urum sínum að eiga eða geyma á- fenga drykki. — Það er holl leið- beining fyrir íslensku lögfræðingana á alþingi, sem töldu það frámunaleg- S ar firrur að koma með frumvarp í þá átt hjer í bannlandinu. 6. Síðast en ekki síst má telja það sem William J. Bryan stjórnmálamað- ur telur mikilvægasta siðbót aldar- innar, sem sje að nú hafa báðar deild- ir sambandsþingsins samþykt lög, sem banna allan tilbúning og aðflutn- ing áfengis i Bandaríkjunum. Efri málstofan samþykti þau lög með 65 atkv. gegn 20 í sumar og neðri deild 17. des. með 282 atkv. gegn 128. En þar sem það er stjórnarskrárbreyt- ing, koma lögin ekki til framkvæmda nema 2/ hlutar allra fylkjanna, eða alls 36, samþykki þau einnig innan 7 ára frá því að sambandsþingið samþykti þau. Er enginn vafi talinn á að þau verði samþykt innan þess tíma, jafnvel líklegt að þau fái lög- legan meiri hluta innan tveggja ára, því að bæði greiddu allflestir þing- menn úr 36 fylkjum atkvæði með lög- unum og sömuleiðis var meiri hluti beggja stjórnmálaflokkanna með þeim. Loks má geta þess að i vetur kom fram frumvarp í sambandsþinginu, sem fór fram á að banna allan áfengis-ú t f 1 u t n i n g frá Banda- ríkjum til Afríku. Er búist við að það verði að lögunl á þinginu í ár, og hafa því bruggarar kepst við að fá flutning sem fyrst fyrír vörur sín- ar austur um haf. Svona eru Bandaríkin komin langt áleiðis til að koma í veg fyrir áfengis- isbölið. En Canada kemur fljótlega á eftir. Landstjórnin þar í landi lýsti því yfir 22. des. í vetur að innflutn- | ingur á öllum áfengum drykkjum inn í Canada væri algjörlega bannaður frá 31. jan. 1918, aö þvi fráteknu, sem nauðsynlegt væri til iðnaðar, lækninga og kirkjulegra þarfa. Sömu- leiðis skyldi bannaður flutningur á- fengis inn í vínsölubannsfylki (ftir 1. apríl 1918, og bráðlega yrði og bannaður allur tilbúningur áfengis. Stjórnarboð þessi gilda sem lög þangað til 6 mánuði eftir að ófriðn- um lýkur, og bannvinir munu vinna að því að innan þess tíma verði lög- gjafarþingið búið að samþykkja þau „fyrir alda og óborna“. Ameríkumenn eru ekki með nein- ar smásektir út af bannlögunum. Hver sem brýtur t. d. „Reed-lögin“ fyrnefndu verður sekur um 1000 dollara eða 6 mánaða fangelsi eða hvorttveggja.------ Væntanlega er óþarft að bæta nokkrum hugleiðingúm vi'ð þessa skýrslu. Lesendurnir munu sjálfir geta ímyndað sjer, hvort þessir stór- kostlegu sigrar bannlagastefnunnar hjá t þróttmestu þjóð veraldar muni stafa af „tómu ofstæki“, „þröngsýni“ eða „fávisku”. Sigurbjörn Á. Gíslason. Heyásetningur og hin yfirvofandi hætía- landbúnaðarins. Svo mikið hefur þegar verið rætt og ritað um heyásetning, að nóg mætti vera komið af því, hefði því verið alvarlegur gaumur gefinn. Samt er því alls ekki þannig var- ið. Er þetta þó eitt af þeim allra þýðingarmestu málum hins íslenska landbúnaðar. Það mál, sem efnalegt sjálfstæði mikils meiri hluta þjóðar- innar er undir komið, svo þýðingar- mikið, að einstakt má heita, að ekki skuli þegar vera tryggilega um búið. Að svo er ekki, færir reynslan ár- lega heim sanninn um. Sá hluti þjóðarinnar, sem þetta varðar mestu, virðist enn ekki alinent vera vaknaður til meðvitundar um, hve afarmikils vert þetta málefui er, því enn heyrist það sama sem heyrst hefur líklega á hverjum einum einasta vetri síðan land bygðist, að fleiri eða færri bændur hafi enn sett svo djarft á, að engin fyrirsjón sje í, ef harð- indi beri að höndum. Um ástandið nú verður auðvitað ekkert sagt með neinni vissu, en svo mikið má þó segja, að verði vetur- inn hjer eftir líkur því sem af er, og ofan á hann bætist svo álíka vorveðr- átta og menn hafa átt að venjast und- anfarin ár, ja, þá verður hræðilegt að lifa, svo ekki sje frekar komist að orði. Væri því ekki vanþörf á að brýna þegar fyrir sveitarstjórnum og forðagætslumönnum, að vera nú vel á verði, til að reyna að afstýra felli, að minsta kosti svo, að hann heyrist ekki þaðan sem annars er nóg fóðut fyrir, sje því skift niðut á þá, sent vanta, sem umfram er hjá öðrum. Því nú má engin skepna falla fyrit fóðurskort, ef hægt er að afstýra því. Er sannarlega leitt til þesS að vita, að bændur skuli enn ekki vera komnir lengra á menningarbrautinni en það, — eftir alla þá reynslu sem þeir hafa fengið, að þeir skuli enn geta getigið með ugg og kvíða fyrir því, að fellá fjenað sinn af fyrirhyggjuleysi, hvað lítið sem á bjátar með veðráttufarið, í þetta sinn köm þó vetur svo snemma aðvarandi svo rækilega með hríðarbyljum, frosthÖrkum og hafis á næstu grösum, að ekki gat verið um það að villast, að best var að vera við öllu því versta búinn, ef ekki ættu aö endurtakast sömu hörmung* ar, sem svo oft hafa heimsótt þetta land í harðindaárutri. Það er því þeini mun verra, að vera nú illa staddur, eftir alt, sem á undan er gengið, auk þess, að aldrei hefur jafnrækilega verið aðvarað um gsetilegan ásetningi

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.