Lögrétta - 20.03.1918, Qupperneq 2
46
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið-
vikudegi, og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á
íslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí.
bæði af stjórnarvöldum og einstök-
um mönnum.
Hefur þessi vetur, sem af er, líka
rætst svo sem verða muni enn einn
prófsteinn á menningarþroska bænda
í þessu efni. Væri því óskandi að
þeir stæðust þá eldraun sem virðist
vera fyrir dyrum, svo þeir verði ekki
enn einu sinni fyrir skapraun af fyrir-
hyggjuleysi, því í þetta sinn verður,
hana ekki ljett að bera, hvort heldur
sem litið er á skaðann eða skömm-
ina. Það mætti líklega segja sem svo,
að óhætt væri að bíða átekta, sjá
hvernig öllu reiðir af í vor, áður en
frekara verður lagt til málanna. Svo
er þó ekki. Enda ekki ráð, nema í
tíma sje tekið. Hvernig sem öllu reið-
ir af, hvort það verður vel eða illa,
má ekki við svo búið standa.
Það er þegar komið svo mikið af
prófsteinum og eldraunum í þessu
efni, að lengur má ekki láta undir
höfuð leggjast, að búa svo um, að
öllu sje jafnan óhætt, hvað sem á
gengur, og til þess þarf ekki að bíða
úrslitanna í vor. Ætti það að vera
eitt af þeim verkefnum, sem liggur
fyrir næsta alþingi að ráða fram úr.
Hefur oft legið minna fyrir en það,
að reyna að koma í veg fyrir fjenað-
arfelli eftirleiðis með lögum. Nú er
það væntanlega öllum nægilega ljóst,
að ekki má lengur láta reka á reið-
anum með þetta málefni, því nú er
sá háski, að eiga nokkurn hlut á
hættu, hvað þá heldur að láta það
koma fyrir, að fjenaður falli af fyrir-
hyggjuleysi, að efnalegt sjálfstæði
þjóðarinnar virðist að miklu lleyti
komið undir því, að öllu reiði vel af.
Er óþarfi að lýsa afleiðingum þeim
er nú yrðu af almennum fjenaðar-
felli. Gangur þeirra er svo augljós
öllum, sem eitthvað vilja um það
hugsa.
Reynsla undanfarinna ára hefur
sýnt og sannað, að bændur eru enn
ekki alment færir um að sjá fjenaði
sínum borgið í löku árferði, hvað
þá heldur fullkomnum harðindum,
með hafís og kulda langt fram á
sumar, sem mörg eru dæmi til. Mætti
hún vera næg til að 'sýna það, að
of langt verður þess að bíða, að þeir
fari alment og af eigin hvötum að
setja svo vel á, að fóðurskortur og
fellir detti úr sögunni.
Lög þau, sem nú gilda til trygg-
ingar góðum heyásetningi, koma alls
ekki að tilætluðum notum. Bera um^
ræður frá síðasta alþingi, auk reynsl-
unnar, þess ljósastan vott. Sumstað-
ar er þeim alls ekki hlýtt, — t. d.
ekki til forðagæslumenn — annar-
staðar eru þau víðast slælega hald-
ín, algerlega án þess að afstýrt sje
þeim voða sem með þeim er ætlað
að koma í veg fyrir, en á því eiga
auðvitað sveitastjórnir og forða-
gætslumenn mesta sök, meðfram af
því, að í þeim er ekkert ákvæði, sem
beinlínis heimilar þeim að ákveða hve
margt hver einstakur bóndi má setja
á vetur, sem ekki hlýtir ráðum forða-
gætslumanna. Hafa bændur því al-
gerlega farið eftir sínu höfði með á-
setninginn, og afleiðingarnar af því
orðið aftur sú reynsla, sem þegar er
fengin. Er því auðsætt, að ekki verð-
ur lengur tekið tillit til þeirra radda,'
sem vilja láta frjálsræði og ábyrgð-
artilfinningu hvers einstaks bónda
ráða um það, að sjá hyggilega far-
borða fjenaði sínum, þó búast megi
við, að lög með sliku ákvæði, sem að
ofan er getið, verði ekki vei metin,
En eins og það er víst, eins víst er
það, að slíku ákvæði mundi ekki oft
þurfa að beita, væri það að eins til.
Það eina, sem ætti að vera fullnægj-
andi, er það, að aldrei sje á haustin
sett fleira á, en nægilegt fóður er
fyrir í harðasta vetri, og því sje
stranglega framfylgt. Ætti það að
vera lægsta krafan, sem gerð er, þeg-
ar sett er á að haustinu. Mín tillaga
í þessu máli verður því sú, að inn
í förðagætslulögirt sje bætt ákvæði,
seni beinlínis heimilar sveitastjórnum
að ákveða hve margt hver einstakur
bóndi má setja á vetur, sem ekki hlýt-
ir ráðum forðagætslumanna um á-
setninginn. Ætti jafnframt a.,ð gera að
skyldu, að koma á í hverjum hreppi
á landinu heyásetningssamþykt, sem
lögð sje til grundvallar við ásetn-
inginn.
Nýjar bækur:
Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur Dr. phil.
Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi
kr. 5,50.
Guðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00.
Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins-
son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00
Guðm. Guðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb kr 7,00
og kr. 11,00.
Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr 6,50,
óbundin kr. 5,00.
Jón Helgason, biskup: Kristnisaga, 3. bindi (lok miðaldanna og sið-
bótartíminn).. Obundin kr. 8,00
Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá
Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík.
Selskinn og Tófuskinn
kaupir
Heildverslun Gardars Gíslasonar í Reykjavík
hæsta verdi.
Símnefni: „GARÐAR“. Talsími 281.
Til vara vildi jeg svo benda á ráð,
er mjer hefur hugkvæmst, sem þegar
hefði átt að vera fyrir löngu upp
tekið, ráð, sem gæti haft töluvert víð-
tæk áhrif, ef því væri fylgt út í ystu
æsar.
Er það sem sje, að allir þeir, sem
lán veita bændum, landssjóður, bank-
ar, sparisjóðir, kaupmenn, kaupfje-
lög og einstakir menn, setji það að
skilyrði fyrir lánum framvegis, að
sýnd sje yfirlýsing frá forðagætslu-
manni, undirskrifað af hreppstjóra,
um að þeir hafi nægilegt fóður í
harðasta vetri fyrir þann búpening,
sem þeir setja á vetur.
Gætu þetta orðið óskráð lög, regla,
er allir settu sjer, sem lán veita bænd-
um. Yfirlýsingar slíkar ættu forða-
gætslumenn að gefa hverjum bónda,
sem fullnægir henni, um leið og hey-
ásetningur fer fram að haustinu.
Yrði þetta fremur til að auka láns-
traust bænda, en veikja, auk þess sem
það væri sómi hvers þess, er gæti
sýnt slíka yfirlýsingu, sem þá er hjer
er átt við.
Er þetta sú vægasta og sjálfsagð-
asta krafa, sem hægt er að gera á
hendur bændum af lánardrotnum, og
þá einkum vegna þess, að hún kostar
ekkert afsal, nema ef vera skyldi á
áhyggjum þeim, er ávalt hljóta að
þjá þá meira eða minna, sem komast
í fóðurþröng. En slíkt afsal ætti
bændum að vera ljúft að láta af hendi.
Hugsanlegt er það, að það sem hjer
er farið fram á síðast, þyki sumum
ef til vill nokkuð strembið. Þeim
bendi jeg því að eins á eitt atriði,
sem sýnir að svo er ekki, þegar betur
er að gætt. Allir vita, að bankar og
aðrar lánsstofnanir heimta vátrygg-
ingarskírteini sem aukatryggingu fyr-
ir lánum út á hús og skip.
Það er álitið sjálfsagt. Er þá til
of mikils mælst, þó búpeningur lands-
manna, aðallífsstofn og aðaleign mik-
ils meiri hluta þjóðarinnar, sje háður
einhverju tryggingarskilyrði, að því
er til lánveitinga kæmi út á hann?
Á Þorraþræl 1918.
Ó. P.
Sögufölsun.
í söguágripi er nefnist „íslending-
ar og ófrjðurinn mikli“, sem blað
Sig. Eggerz flytur, stendur m. a. þessi
klausa (16. febr.):
„Á þessu tímabili höfðu orðið
stjórnarskifti. Sig. Eggerz hafði
sagt af sjer embætti, sökum þess
að konungur synjaði stjórnarskrá
vorri staðfestingar. Við stjórninni
tók Einar Arnórsson prófessor.“
Meiningin með þessum ummælum
getur ekki verið önnur en sú, að nú-
verandi konungur vor, Kristján X.,
hafi synjað stjórnarskrá vorri stað-
festingar á ríkisráðsfundinum 30. nóv.
1914, þegar Sig. Eggerz beiddist
lausnar. Blaðið hefur ekki leiðrjett
þessa missögn, og lítur þvi helst út
fyrir að þetta sje vísvitandi tilraun
til rangfærslu á orðnum atburði, jafn-
framt því sem þar er þá farið með
ósannindi um konung.
Eins og sjá má í Lögbirtingablað-
inu frá 10. des. 1914 var gangur máls-
ins á umræddum ríkisráðsfundi þessi:
1. Sig. Eggerz leggur til að
stjórnarskráin verði staðfest, og tjá-
ir sig um leið samþykkan „fyrirvar-
anum“, sem þingið hafði samþykt.
2. Þessu svarar konungur
þannig: „Eins og jeg tók fram á
rikisráðsfundi 20. okt. 1913 e r þ a 8
ásetningur minn að stað-
f e s t a frumvarp til stjómarskipun-
arlaga“ o. s. frv.
3. í næstu ræðu sinni lýsir Sig.
Eggerz því yfir, að hann geti ekki
„svo leitt sem mjer þó þykir það,
lagt stjórnarskrármálið fram fyrir
Yðar hátign til staðfestingar".
4. Næsta rseða könungs byrjar
þannig: „Úr því ráðherra íslands
ekki vill bera stjórnarskrárfrumvarp-
ið Upp til staðfestingar“ o. s. frv.
5. Endirinn á umræðunum um þetta
atriði er sá, að Sig. Eggerz segir:
„Um leið og jeg held fast við um-
mæli mín, leyfi jeg mfer að taka aftur
tillögu mína um staðfestingu stjórn-
arskrárinnar."
Það sem gerðist á ríkisráðsfund-
inum að því er snerti staðfestingu
stjórnarskrárinnar var því það, að
konungur var reiðubúinn til að stað-
festa, en ráðherrann, sem í fundar-
byrjun lagði lögin fram til staðfest-
ingar, tók síðan þá tillögu aftur, og
þá gat konungur ekki staðfest þau,
fyr en hann var búinn að útvega sjer
nýjan ráðherra, sem vildi undirskrifa
staðfestinguna með honum. Þá fór
líka staðfestingin fram, eins og kunn-
ugt er.
Það eru því bein ósannindi, að kon-
ungur hafi synjað stjórnarskrá vorri
staðfestingar, og situr fremur illa á
blaði fjármálaráðherrans að breiða
þau út.
Þar af leiðir, að það er líka ósatt,
að Sig. Eggerz segði af sjer embætti
af þessari ástæðu. Það skiftir raunar
litlu hverjar ástæður voru til fráfar-
ar S. E., svo litlu, að líklega eru flest-
ir landsmenn búnir að gleyma þeim.
Að f o r m i n u til var ástæðan sú,
að S. E. neitaði að bera upp lög,
meira að segja stjórnskipunarlög, sem
alþingi hafði samþykt, fyrir konungi
til staðfestingar, en það væri brot á
þingræði, ef sá ráðherra sæti áfram.
En að efninu til átti ágreiningurinn
rót sína að rekja til þess, að kon-
ungur og forsætisráðherra ætluðu að
gefa út auglýsingu nokkra í Dan-
mörku, sem S. E. ekki vildi telja sjer
oviðkomandi, þó erfitt sje að sjá
hvernig slík auglýsing gæti komið
íslendingum nokkuð við. Ágreinings-
efni þetta var næsta lítilfjörlegt, og
kom það best í ljós þegar S. E. var
farinn frá, og honum vitrari maður
tekinn við, því að þá gekk greiðlega
að jafna þetta.
Historicus.
Þorra-þankar
1 g 1 8.
Nú er heldur dauft til dala,
dofin rós um hlíð og bala
sefur vært í vetrardvala;
vindar gnauða’ um kaldan snjá;
frýs í botn hvað frosið getur,
fyllist ísum hvala setur.
Fólkið óttast fimbulvetur
færist yfir lönd og sjá,
Víða kvíða virðar hljóðir,
voða boða haturs glóðir,
blóðgar rúnir ríkar þjóðir
rita söguspjöldin á.
Leið um hafið Bretar banna,
brotið er lögmál guðs og manna,
flekkuð trúin sæla, sanna,
syndarinnar vaxa gjöld.
Óteljandi angurstárin
yfir flæða djúpu sárin,
sem að græða síðla árin;
svona er háttað vorri öld.
Hvar er ábyrgð heimsins drotna;
hrokans öldur verða að brotna;
stjórnarbrautin blóði flotna
býr þeim dapurt æfikvöld.
Borgir hrundar, bæir auðir,
barna og kvenna hungursnauðir,
bunkar hræva blóði rauðir
bera víða hátt við ský.
Vitni um hver valdhafanna
virðing sje á lífi manna,
ber það alt nær sögu sanna,
sviftir blæju öldin ný.
Húnar þykja þjóðum slæmir,
þá með rjettu sagan dæmir;
kristnum langtum síður sæmir
sig að ata blóði í.
Þú, sem líf og ljósið veitir,
láttu kífið firrast sveitir,
um sem drífa eldar heitir
eyða, meiða, drepa’ og hrjá.
Læknaðu sár í særðum hjörtum,
sefaður tárin geislum björtum,
er í bárum sorgar svÖrtum
sjálfs þín skíni himni frá.
Gæddu friði’ og frelsi lýðinn,
falli niður blóðug stríðin.
Kærleiks bið jeg boðum hlýðin
blessist þjóðin stór og smá.
Guðl. Guðmundsson.
Stríðið.
Síðustu frjettir.
Hermanna-, varkmanna- og bænda-
ráðstefnan rússneska, sem átti að í-
huga friðarsamninga Þjóðverja og
Rússa í Brest Litovsk, hefur nú geng-
ið til atkvæða um málið. Sagt er, að
á ráðstefnunni væru 3000 fulltrúar.
En af þeim greiddu eigi atkvæði
nema tæp 500. Með 453 atkv. gegn
30 var samþykt að ganga að friðar-
skilmálum Þjóðverja, og eru það
þeir skilmálar, sem frá var sagt í
síðasta tbl. Fregnin um þetta er frá
16. þ. m. Að því er best verður sjeðj
er það Lenin, sem beitt hefur sjer
fyrir því, að koma, þessari samþykt
fram, því í síðari fregnum eru samn-
ingarnir nefndir friðarsamningat
Lenins. Það er haft eftir manni úr
sendiherrasveit Breta í Petrograd, að
Lenin hafi aldrei verið jafnfastur i
sessi og nú. Fregn frá 17. þ. m. segir
að social-radikali flokkurinn, þ. e.
bændaflokkurinn, sem Kerensky átti
upphaflega heima í, geymi sjer rjett
til að mótmæla samningunum, og
sama frjett segir, að þingið í Káka-
sus vilji ekki viðurkenna samning-
ana, en það er að sjálfsögðu vegna
þess, að lönd eru látin þar af hendi
við Tyrki, einkum vegna Batum-hjer-
aðsins.
Fram til þess, er rússneska full-
trúaráðið hafði samþykt friðargerð-
ina, var • hernaðinum haldið áfram.
Þjóðverjar höfðu tekið Odessa. Fregn
um það kom 14. þ. m. Og stjórn
Maximalista var, eins og áður segir,
komin frá Petrograd til Moskva, en
þar var ráðsamkoman haldin. Trot-
sky, sem vikið hafði úr utanríkisráð-
herra-embættinu, varð hermálaráð-
herra og yfirforingi hersins. Hann
varð eftir í Petrograd, er hinir stjórn-
endurnir fóru þaðan, til að verja
borgina. Það hafði valdið mil^lu um
framhald ófriðarins, að í staðinn fyr-
ir afvopnun og heimsending rúss-
neska hersins, kvað töluvert að því
að honum væri breytt í hinar svo
nefndu „Rauðu hersveitir", en þær
munu ekki skoðast sem reglulegur
her, heldur borgaraher, og voru þær
víða uppivöðslumiklar og jafnframt
boðberar Maximalistakenninganna.
Þessar hersveitir vöktu styrjaldirnar
í Finnlandi, Ukraine og víðar. En nú
virðist hernaðurinn stöðvaður, að
minsta kosti í bráð, og úr Uppreisn
gegn Maximalistastjórninni í Rúss-
landi hefur ekkert orðið. En í fregn
frá 17. þ. m. segir, að Þjóðverjar hafi
skipað ráðanaut við hlið rússnesku
stjórnarinnar og hafi hann neitunar-
vald í öllum málum.
Fregn frá 14. þ. m. sagði; að Rúss-
ar væru að semja frið við Ukraine,
en það var eitt af friðarskilyrðunum
í Brest Litovsk, að svo væri gert. En
i Póllandi er kur gegn miðveldunum.
Fyrst vildu Pólverjar fá að taka þátt
í friðargerðinni í Brest Litovsk. Mið-
veldin höfðu ekki á móti því, að
stjórn þeirra sendi þangað fulltrúa,
en frá hálfu Rússa var því mótmælt,
svo að ekkert varð úr því. En út af
þessu sagði forsætisráðherra Pól-
lands, Jan v. Kuchavzewsky, af sjer
og fór alt ráðaneytið frá. Það mót-
mælti, að nokkur ákvæði yrðu gerð
þar snertandi rjettindi Póllands án
þess að til væru kvaddir. fulltrúar
þaðan og krafðist þess, að öll þau
hjeruð, sem á Vínarfundinum 1814-15
hefðu verið talin til konungríkisins
Pólland9, skyldu haldast undir hinu
nýja, óháða pólska ríki. En á friðar-
fundinum var hjeraðið Cholm lagt til
Ukraine, en Vínarfundurinn hafði
talið það til Póllands. í þessu hjeraði
var 1909 tæp t milj. íbúa og hafa
Pólverjar og Ukrainemenn blandast
þar saman og óljóst, hverjir muni
vera fjölmennari, og svo eru tvenns
konar trúarbrögð þar ráðandi, grísk-
kaþólsk og rómversk-kaþólsk. Hin
nýja stjórn Póllands heldur áfram
andblæstri gegn miðveldunum út af
þessu máli.
Frá Finnlandi segja síðustu frjett-
ir, að stjórnarherinn hafi nú byrjað
öflugu sókn gegn Rauðu hersveitun-
um. Svinhufud, forsætisráðherra
Finna, hafði fyrir skömmu flúið frá
Finnlandi til Berlín og fregnskeytin
segja, að hann hafi borið Svíum þar
illa söguna, en sagt fullkomið ófrið-
arástand milli Finna og Rússa. Er
ágreiningurinn við Svía mest út af
Álandseyjamálinu, og voru þá sagðar
þar róstur miklar. Eyjabúar vilja
sameinast Svíþjóð. Nú segja síðustu
fregnir að bráðabirgðastjórn hafi
verið sett á laggir í eyjunum.
Um Eystrasaltslöndin segja fregn-
irnar, að menn sjeu ekki á eitt sáttir
í Þýskalandi. Alþýski flokkurinn
vilji leggja þau öll undir Þýskaland.
En fylgi hans kvað fara rjenandi.
Kurland hefur verið viðurkent sjálf-
stætt hertogadæmi, og landstjórn þess
hefur boðið Vilhjálmi keisara her-
togatign.
í Rúmeníu hefur Averescu neitað,
að ganga að friðarkostum miðveld-
anna og sagt af sjer. En varla getur
hugsast, að það hefti framgang frið-
argerðarinnar.
Um Síberíu heyrist nú ekkert nýtt
en sagt að Kínverjar hafi gert samn-
inga við Maximalistastjórnina, og
má ætla, að þeir sjeu henni samhuga
um, að veita viðnám gegn Japönunl
þar.
Á vesturvigstöðvunum eru alt af
sagðar miklar stórskotaorustur, og
loftárásir báðumegin frá. Á París
rjeðust nýlega 60 þýskar flugvjelar
í hóp, og til Englands er sagt frá
annari árás af þýskum flugvjelum,
en enskar flugvjelar hafa ráðist á
Coblens.
Hollendingar hafa oft átt erfitt að-
stöðu, til að geta haldið uppi hlut-
leysi sínu í ófriðnum, en þó aldrei
fremur en nú. Bretar hafa sett þeim