Lögrétta

Issue

Lögrétta - 27.03.1918, Page 1

Lögrétta - 27.03.1918, Page 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti i/. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Baukastræti 11. Talsími 359. Nr. 13. Reykjavík, 27. marts 1918 XIXl. árg. Bækur, iunlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í líkivinlun Slgfúsor íymundssonar. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. —0— Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Lárua Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síöd. Radíum. Það eru ekki liöin mörg ár síöan radíum fanst, svo enn má svo telja, sem allar tilraunir með það efni sjeu á bernskuskeiði. Menn geröu sjer strax miklar von- ir um ágæti þess og nothæfi til lækn- inga, því að þeir, sem við radíum fengust, komust brátt aö raun um þaö, 48 hættulegt var aö bera þaö á sjer, og það jafnvel þótt radíum lægi í blýhylkjum og menn gengju meö þau í vasanum, en ljetu þaö ekki korna við bert hörund. Ef menn gengu nógu lengi meö radíum í vasanum, þá komu fyr eða síðar sár á hörundið undir og þau sár voru oft erfiö og sein aS gróa. Reynslan hafði kent læknum, að sum æxli og mein voru miklu við- kvæmari fyrir ýmsum utanaðkom- andi áhrifum en heilbrigðu vefirnir í kring. Til dæmis má nefna að krabbamein hefur stundum eyðst og horfið eftir heimakomu, sem farið hefur yfir meinið. Þetta hefur stöku sinnum verið notað sem tilraun til lækninga við krabbantein, læknar hafa sýkt sjúklinga með heimakomu- gerlum og látið svo sjá hvað setur. En sú lækningaraðferð er eins og tvíeggjaö sverð, og stundum hefur sú eggin, sem vissi að sjúklingnum, reynst hvassari en hin, sem átti að vinna á meininu. Það var því eðlilegt, að mönnum kæmi fljótlega til hugar að reyna eyðileggingarafl radíums gagnvart illkynjuSum meinum, sjerstaklega þar sern hægt var að láta það verka á meinið án þess að það gerði alt of mikinn skaða í nágrenninu. Þessar tilraunir eru nú þegar orðn- ar margar og alt af lærist læknum betur og betur að beita þessu nýja vopni gegn ýmsum kvillum. Það er ekki sama hver á vopninu heldur, því að til þess að það komi að haldi, þarf sjerstaka lægni og kunnáttu, svo ekki hljótist skaði af fyrir sjúklinginn. Fyrir nokkrum áruni reis upp mót- spyrna móti radíum og Röntgens- lækningum við krabbameinum og ýmsir mikilsmetnir læknar álitu þær lækninga-aðferðir gera ilt verra. Þeir sau krabbamein vaxa eftir geislalækn- iækningar hröðum skrefum og hefði su athugun þeirra verið rjett, hefði áuðvitað verið sjálfsagt að hætta. Athugunin var rjett, en þessar illu afleiðingar voru ekki radíum eða Röntgensgeislunum að kenna, heldur þvi, hvernig geislarnir voru notaðir Það er nú orðið kunnUgt, að of Veik verkun, hvort heldur er af RÖnt- génsgeisitlnl éða radíum, ertir að eins fneinið en drepur það ekki. Það má Íiugsa sjer meinið sem fejálfstæða VerU, sem kenist í háska bg vek við það megin og færist í aukana, en sje áverkinn nógu mikill, þá þverra kraftarttir fljótt. í’etta hafa ntenn lært á seinustu árunum og því verður árangurinn af geislalækningunum alt af betri og betri. En það má heldur ekki nota geisl- ana urn of, svo nauösynlegum líffær- um sje hætta búin, því að, eins og fyr segir, verka geislarnir lika á heil- brigðan líkama, þótt ekki sje það eins mikið og á meinin. Það er vandratað meðalhófið hjer eins og annarstaðar, og hjer ríður reynsla og dómgreind læknisins baggamuninn. í vetur, sem leið, var jeg svo hepp- inn að geta hlustað á fyrirlestra um geislalækningar, sem þeir hjeldu Gösta Forssell frá Stokk- hólmi og tveir aðstoðarlæknar hans. Forssell er nú frægastur geislalæknir á Norðurlöndum og jafnvel þótt víð- ar væri leitað. Hann hefur staðið fyr- ir Radiumhemmet í Stokkhólmi frá því það var stofnaö 1. júlí 1910 og hafði til ársloka 1915 haft 1015 krabbameinssjúklinga undir hendi og skýrði í fyrirlestri sínum frá árangr- inum af þeim lækningum. Sumir sjúklingar höfðu eingöngu fengið radíumlækningar, aðrir Rönt- gensgeisla og sumir hvortveggja og lagði Forssell mikla áherslu á það, að ýms mein, sem ekki gætu læknast af radíum eða Röntgensgeislum ein- göngu, ljetu undan þegar hvortveggja aSferðin væri notuð samtímis. Jeg ætla mjer ekki að telja hjer upp sjúklingana nje segja frá afdrif- um þeirra, sem voru mismunandi eft- ir því hvernig meiniö var og hvar í líkamanum. Þó' get jeg ekki stilt mig um að geta einstakra. Bestur var auðvitaS árangurinn þar sem krabbameiniS var í sjálfri húð- inni, og af 97 sjúklingum með krabbamein í andlitshúðinni hofðu 87 (89,7 %) orðiö alheilir. Þessi á- rangur er nokkuö líkur og eftir skurðlækningar, en munurinn er sá, að eftir geislalækningaimar eru örin mjög lítil og lítið áberandi, en það er ekki alt af hægt að segja um örin eftir skurðina. Þau eru oft til stór-lýta. Þar að auki má geta þess, að geislalækningarnar valda sjúk- lingunum engum sársauka. Tiltölulega góður var líka árang- urinn við krabbamein í leginu, í sam- anburði við árangurinn af öörum lækningaað f erðum. Auðvitað voru mörg krabbamein, í ýmsurn líkamshlútum, sem ekkert höfðu/.batnað, en taka verður tillit til þess, eins og áður er sagt, að geisla- lækningarnar eru enn þá í bernsku og enn þá er öruggasta aðferðin af flestum læknurn talin sú, að skera meinin burtu, þar sem því veröur við komið. Þess vegna eru geislalækning- arnar oft ekki notaðar fyr en meiniS er orSið svo magnað, að ótækt þykir aS skera þaS. En þar hafa geislalækningarnar líka fengið mikið og veglegt verk- efni, því að þótt svo langt sje komið, að ekki náist fyrir meinið að fullu, þá gera geislalækningarnar rnikið gagn meS því að lengja líf sjúkling- anna og sjerstaklega með því aS losa sjúklingana við þjáningar, sár, rensli og ólykt, sern oft fylgja meinunum. Enn fremur eru geislalækningar notaðar mikiö eftir krabbameins- skurði, til þess að koma í veg fyrir, að meiniö taki sig upp aftur. Geislalækningarnar eru líka not- aðar við ýmsum öðrum kvillum en illkynjuðum meinum, en jeg ætla ekki að fara út í þá sálma, því að bar- áttan móti krabbameininu þykir mjer mestu máli skifta, og vegna þeirrar baráttu er það, að radíum er nú komiö í hávegu til lækninga og þykir nú jafn ómissandi og Rönt- gensgeislan Er því ekki bráSum nlál til þess komis, að íslendingar eigi kost á radíumlækningum heima í sínu eigin landi ? Frederiksberg spítala, Khöfn. Guðm. Thoroddsen. Sv. «7 óx&sson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík hafa venjulega fyrirliggjandi rniklar birgðir af fallegu og endingargóöu veggfóðri, rnargs konar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gips- uðunr loftlistum og loftrósum. Símnefni: Sveinco. Talsími 420. Gustave Ador, forseti Rauðakross-fjelagsins í Gen- eve, sem hlaut friðarverðlaun Nobel- sjóðsins síðastl. ár. „Drotningin í Algeirsborg“. Urn hina nýju kvæðabók Sigfúsar Blöndals bókavarðar er ítarlegur rit- dómur nýlega í „Landinu“ og segir þar m. a.: „Þegar maður fer aS lesa þessi kvæði Sigf. Blöndals, skýtur þeirri hugsun fljótt upp, að höfundurinn hljóti að vera v'röföcull og víða kunn- ugur í bókmenta-landinu. ÞaS er frumleiki, sem maður finnur þarna, eitthvað annað en þaS, sem maður alt af getur búist við að sjá. Og það er ekki lítilsvert fimbulfamb, heldur list, sem hressir og kætir hugann. En mig grunar, aS höf. myndi ekki hafa ort á þenna hátt, ef hann hefði t. d. lítið þekt annað en íslensk skáld.'fe^S er ekki svo að skilja, að jeg treysti mjer til þess, að gera grein fyrir and- legum þroska hans, eða hvaöan hann hafi helst orðið fyrir áhrifum og hverjum. Þau þurfa heldur ekki að vera þess eðlis, aS hægt sje að benda á náinn skyldleika við einhverja aðra. Það er oft miklu fremur hitt, að víð- tæk bókmentaleg kynning verður til þess, að benda andanum á nýjar brautir og veita honum fararfrelsi, þar sem áður virtust vera lokuð sund. Og þessi kvæði tilkynna nýtt land- nám íslensks skáldskapar; þau eru blóm, sem tínd eru á ótroðnu engi. En vel má vera, aS þeir, sem ekki eru vanir andlegu víðsýni, láti sjer fátt um finnast, einmitt vegna þess, að þau liggja fyrir utan þeirra svið. Um stíl kvæðanna og ytri áferS mætti ýmislegt segja. Bragarhætt- irnir eru margir góðir, einkennilegir og viðeigandi; manni firtst efnið ein- mitt hafa fengið þann búning, sem því fór best. Sumstaðar er þó oröa- lagiS nokkuð stirt, einkum í þýðing- unum....... „Drotningin í Algeirs- borg“ er lengsta kvæðið, enda ber bókin nafn þess......Þaö er eitthvaö í þessu kvæði, sem minnir á Tenny- son. Það renna upp fyrir manni glöggar myndir, hver á fætur ann- arri. Hröð viðburðarás og persónur með skýrum og sterkum lyndisein- kennum blasa við huganUm, og jafn- framt ber það með sjer blæ hinnar eiginlegu ljóðlistar (Lyrik) — djúpa „stemning" með fjölbreyttum blæ- brigðum. Höfundinum tekst víða á- gætlega að láta oss birtast hugarsýn- ir sínar í orðabúningnum, t. d. minn- ingar íslensku drotrtingarittnar heim- an að frá íslandi. Það er eins og til- finnittgar hennar lýsi óljósu hugboöi um forlög hennar, þegar hún hlustar á svanasönginn á ÞingvöllUtti....... SÍSan man hún eftir Vestmannaeyj- um, skelfingUnum, þegar ræningjarn- ir komu þangað, og fangaVistirtni á ræningjaskipinú...... Hún er seld mannsali í Algeir, en ógæfan breytist í gæfu, þegar hún hittir göfugmennið Hússein Khödja. Hún hefur haldið trú sinni, en hún trúir því ekki, að „Guð kærleikans vilji kvelja þá menn, sein kærleiki og vitska býr i“. Og á dauöastundinni er tvent ríkast í huga hennar: ísland —• álftirnar heirna — og hamingjan, sem hún hef- ur notið í fimm ár og er nú að skilja við .... Kvæðið er yfirleitt ágætt og mun lengi lifa. „Draumur Hannibals“ er og áhrifamikið kvæði, þrungið anda og krafti fornaldarinnar. Mjer finst það vera eitthvert besta kvæSið í bókinni. Hanníbal er meS liS sitt á leiS til ítalíu, að leita hefnda. Það er um nótt, herinn sefur i kring um varðeldana. — Það er meistarahönd, sem hefur málað myndina: „Enn þá brunar. nóttin um uppheimssalinn“ o. s. frv. „Siðasta sigling Jóns Indíafara“ lýsir dauða hans. Hann siglir tií Kaupinhafnar, þar sem hann dvaldi lengi .... Hugmyndin í þessu kvæði er svo skáldleg, svo glögg og ein- kennileg, aS manni finst, að þetta hljóti aS hafa verið hugarflug Jóns Indíafara sjálfs á dauðastundinni, maSur er sjálfur innanborðs á skip- inu og heyrir hugsanir hans. — Ann- að kvæði, ekki ósvipaS þessu að til- finningagildi, er „Guörún Ósvífrs- dóttir við lát Þorkels Eyjólfssonar". Það er skammdegisblær yfir því, nátt- úran er döpur í skapi, eins og rnenn- irnir, þetta harmakvöld. Og maður finnur harma Guðrúnar og skilur hugsanir hennar .... „Sörli ríður i garð“ er lagt í munn Þórdísi Guð- mundsdóttur. Þar finnur maður hýra og hlýja sumarsól brosa við sjer. Það lýsir líka sólskini ástar og yndis og trausti á lífiö og lánið. — „Heim frá dansinum" er og ljómandi fallegt kvæði, uttdir snotrum og vel viðeig- andi bragarhætti, þó höf. láti þess getið, að hann sje stældur (eftir Aug. von Platen). Mörg önnur af kvæðun- um eru góð, og tjáir ekki að vera að telja þau upp hjer. Menn skyldu kaupa bókina og lesa sjálfir; það er andlegur gróði.......“ Dansk-ísíenska fjelagið hjelt ársfund (aðalfund) sinn 26. jan. næstliðinn. í þetta sinn var ársfund- urinn haldinn i Óöinsvjeum. Var það sumpart gert i því skyni,aö vekja með því nánari athygli á fjelaginu i öðr- um landshlutum, en sumpart til þess að gera fjelagsmönnum, sem dreifðir eru um alla Danmörku, auðveldara fyrir, að sækja fundinn. Hann var þá líka ágætlega sóttur, bæði af fjelags- mönnum og utanfjelags, sem boðið hafði verið. Stóð fundurinn í „Fjóns samkomuhúsi“ og fór mætavel fram. Alíred Poulsen, lýðháskólastjóri í Ryslingi, sem er einn í stjómarnefnd fjelagsins, átti aS flytja fyrstu töluna á fundinum, en varS að boða forföll sökum sjúkleika á heimili sínu. Tal- aði þá formaöur fjelagsins, Arne Möl- ler prestur, í hans stað. Skýrði hann í erindi sínu frá tilgangi fjelagsitts og allrar starfsemi þess, er væri sá einn, að koma á fót sambúöar-sam- bandi milli þessara tVeggja þjóða, Islettdittga Og Darta, er báðUm mætti til blessunar vérða. Gat hann þess, meðal annars, að einatt heyrðist nú í Danmörku spúrt: „Ætla íslendingar að fara að skilja við okkur Dani?“ Kvað hann þá spttrttingu næsta hugs- unarlaUsa, þar sertt hiS sanna væri, að fæstir Dana hefðu nokkm sinni átt nokkur mök við ísland og íslendinga eða staðið í nokkru sambandi við þá. En hvernig ættu þeir menn að geta skilið, sent aldrei hefðu í sambandi verið sín á milli? Danir og fslend- ingar þektust yfirleitt miklu miður en skyldi. Af þessu þekkingarleysi væri það skilningsleysi sprottiS, sem mesta ættina sökina á þeim samúðar- skorti sem verið hefði alt of mikill á báðar hliðar. Þessu þekkingarleysi vildi Dansk-íslenska fjelagið af fremsta megni eySa og ryðja með því braut hollu og innilegu samúSar-sam- bandi, er bygöist á náinni þekkingu á högum hvorrar þjóðar fyrir sig og hugSarefnum og næmari skilningi á þjóðernislegum sjereinkennum beggja. Því næst flutti Áge Meyer-Bene- dictsen ágætt erindi sögulegs efnis um samband fslands og Danmerkur. Sýndi hann fram á, að í rauninni hefðu Danir ávalt viljaö reynast ís- lendinum vel og hjálpa þeim, bæði stjórnlega, efnalega og andlega. Þeir hefðu aldrei reynt aS beita þjóðina íslensku neinu ofbeldi eða misþyrm- ingum, en þeir hefðu gert það, sem ekki væri betra, látið henni öldum saman lítilsvirðingu í tje og aldrei verulega hirt um aS kynnast högum hennar og beint vinna að framförum hennar. Góðlátlegt áhugaleysi um hagi hennar væri aðaleinkenniS á framkomu Dana gegn íslensku þjóð- inni. En góðlátlegt áhugaleysi væri jafn fráleitt þvi að tengja kærleiks- og vináttubónd manna á milli og hitt, ójöfnuöur og ill meSferö. Að Danir hefðu aldtei svo mikiS sem reynt að hneppa íslenska bændur í ánauð, því mætti að vísu á lofti halda, en með því einu væri þeim skyldum ekki fullnægt, sem á Dönum hvíldu gagn- vart frændum sínum á íslandi. Því sagan legði Dönum skyldur á herðar gagnvart íslendingum, sem ábyrgðar- hluti væri að vanrækja, sem sje þær að styðja af alefli að varðveitslu hinna gömlu ætternis- og andansbanda milli íslendinga og frændþjóðanna á Norð- urlöndum. Þá talaöi Finnur próf. Jónsson um íslenska tungu og þýðingu hennar fyrir Norðurlönd. Leiddi hann ljós og skýr rÖk að því, hversu íslenskan hefði best allra norðurlandatungn- anna varðveitt sjereinkenni sín ó- breytt og blæ forntungunnar. Þetta væri aftur tvennu að þakka: hnatt- stöðu landsins með þeirri einangrun, sem af henni leiddi, og bóklegum á- huga landsmanna, sem ávalt hefði fylgt þeim. Fram á þennan dag læsu íslensk börn fornsögurnar engu síður en þótt ritaðar hefðu veriö á nútíðar- máli. Ást íslendinga á tungu sinni væri viöbrugSið og áhugi þeirra á því að halda henni hreinni, væri bæði lofsverður og lærdómsríkur. f þvt efni væru þeir á undan öðrum Norður* landaþjóðum, og hefðu gefið þeim, með þeirri baráttu sinni fyrir hreins- un tungu sinnar fagra fyrirmynd til eftirbreyttti. Finnur prófessor hafði látið prentá ættjarðarkvæði Jóns Tbóroddsens i „Ó, fögur er vor fóstttrjörS11 á nör* rænu, íslensku nútíðarmáli ög dönsktt. Sungtt fttndarmenn hið inndæla kvæði á báðum málununf, islensku og dönsku, en sjera Mágttús Þ. Magnúsa son (nú í Fíaatslev á Fjóni) vár för* söngvari og fórst það vel. Möller prestur gerði þá greih fyrir athöfnum fjelagsitts á urrtliðhtt árt og því sem í áförmi væri að aðhafast á hinu nýbyrjaða. Út af satrtgöngtl* vattdræðttnum milli Dartmerkur ög fs- lands vegna ófriðárins, er gerðu ís- lendingttm, stúdentum og öðrum, er nám stunduðu erlendis, ókleift að komast heirn i sumarleyfinu, vakti

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.