Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 27.03.1918, Qupperneq 4

Lögrétta - 27.03.1918, Qupperneq 4
50 lögrjetta: Tilkynning'. Hjer me8 tilkynnist, aS jeg hef selt herra Kristni Sveinssyni minn hluta í húsgagnaverslun þeirri, sem viö undanfarin ár höfum í fjelagi rekiö í Bankastræti 7. Vænti jeg að heiöraöir viöskiftavinir mínir láti verslunina njóta sömu velvildar og áöur, Reykjavík, 22. mars 1918. Þorvaldur Sigurdsson. Samkvæmt ofanrituðu hef jeg keypt nefnda verslun og mun jeg gera mjer alt far um aö viðskiftin geti oröiS sem greiöust. Enda vænti jeg sama trausts heiöraöra viðskiftamanna sem fyr. Reykjavik, 22. mars 1916. Kristinn Sveinsson. Selskinn og Tófuskinn kaupir Heildverslun Garðars Gíslasonar i Reykjavík hæsta verdi. Símnefni: „GARÐAR“, Talsími 281. Eftirmæli. Friðjón á Sandi. Friöjón Jónsson á Sandi í Þing- eyjarsýslu andaðist 29. júlí s. 1., ná- lega áttræöur aö aldri. Hann var son- ur Jóns bónda að Hafralæk, Jóns- sonar bónda að Hólmavaði, Magnús- sonar að Hólmavaði. Sú ætt verður ekki lengra rakin. Þeir langfeðgar voru hraustir menn og sterkir, svo að því var viðbrugðiö. Jón faðir Friðjóns ljet korntunnu upp á bita- loft meira en mannhæðarhátt. Hann var greindur maöur og vel skapi far- inn. Kona hans, en móðir Friðjóns, var Hólmfríöur Indriðadóttir frá Þvprá í Reykjahverfi. Sá Indtiöi kom austan af landi eftir Móðuharðindin, einmana og örbirgur unglingur.Hann sagði svo frá, að þegar hann var staddur á Mývatnsöræfum, nálægt Jökulsá, settist hann niður á þúfu og hugleiddi ráð sitt. Hann átti ekki nema ígangsklæðnað 0g einn galdra- staf í húfuskotti sínu. Hann gróf þá holu í þúfuna og jarðaði stafinn, því að hann vildi ekki að töfraþing fynd- ist á sjer, ef hann dæi úr sulti. Það manntak var í drengnum, að hann náði Þverá, sem er besta jörðin í þeirri sveit. Hann var smiður, skytta og vefari. — En ætt hans hefur eigi fundist svo jeg viti. Hólmfríður móðir Friðjóns var af- brigða gáfuð kona og svo skáldmælt, að hún gat talað í ljóðum, að sjálfrar hennar sögn, ef hún vildi. Hún kvað rímur af Ármanni í æsku, ásamt s'yst- ur sinni. Og var hún svo stálminnug, að hún kunni alt eftir tvö ár. Þá var fenginn skrifari til að rita rímurnar. Þessa vísu kann jeg, úr þeim kafla sögunnar, sem telur kappana, er sóttu til glímunnar á Hofmannaflöt: Undan Skjaldbreið Eiríkur frá Ei- ríksstöðum þangað náði þeysa glaður; það var kappi fullhugaður. Hólmfríður og Jón áttu mörg börn og bjuggu við mikla fátækt. Fóru börnin í burtu frá foreldrunum, þeg- ar þau gátu unnið fyrir sjer. Friðjón fór í vist og var mörg ár vinnumaður. Hann þótti heldur orðhvass í æsku og skáldmæltur. Sú saga er sögð af honvtm, þegar hann var í Garði, vinnupiltur, að hann kvaðst á við ein- hvern í rökkrinu, eitt sinn. Sá varð uppiskroppa 0g komu þá fleiri til hjálpar. Loksins varð alt vinnufólkið á móti honum og fórtt þá að fjúka vísur, sem enginn kannaðist við. Hann orkti þá, þegar hann vantaði visu. Friðjón lagði niður ljóðagerð á þrítugsaldri gersamlega og gerðist vandfýsinn um skáldskap annara. —• Móðurætt Friðjóns, þ. e. a. s. móð- urætt móður hans, er sú hin sama og móðurætt H. Hafsteins og er stutt að telja. Friðjón giftist á Sílalæk Sigur- björgu Guðmundsdóttur, systur Þor- kels á Fjalli, föður Indriða og Jó- hannesar. Sú ætt „ásælist marga landshöfðingja“, eins og Hjálmar kvað um sína. Börn þeirra eru: Sig- urjón bóndi á Litlu-Laugum, Guð- mundur bóndi á Sandi og Hólmfríður, saumakona, ógift. . Að Sigurbjörgu látinni, eignaðist Friðjón 5 börn með annari konu, Helgu Halldórsdóttur, og eru þau þessi: Sigríður, húsfreyja að Síla- læk, Erlingur, bæjarfulltrúi á Akur- eyri, Halldór, búfræðingur á Akur- eyri, Áslaug ógift og Þórunn, hús- freyja á Akureyri. Friðjón var sögufróður og lög- kænn. Hann flutti mál eitt sinn í hjeraði — landamerkjamál. Innlegg- ið stílfærði Sigurjón sonur.hans, þá nýkominn af Eiöaskóla, en Friöjón las fyrir. Þegar Bened. Sveinsson var Dttinn at) iesa stcjaiit57~mæni tiann og byrsti sig: „Þetta er fjandi mikið. Þjer eruð — eins og hann ákvað, sleipur, Friðjón." Friðjón var skapdeildarmaður svo mikill, að um hann mátti segja því líkt, sem Haraldur harðráði mælti um Halldór Snorrason —• „at hann var sá manna, er síst brygði við vá- veiflega hluti, hvort sem að höndum bar mannháska, eðr fagnaðartíðindi, þá var hann hvorki glaðari nje ó- glaðari.“ Hann var svo hraustur að heilsu, að hann vann heyverk til síð- asta sumars og gætti kinda sinna, vetur og sumar. Friðjón fylgdi fast sveitar- og landsmálum, sótti mjög alla mann- fundi í sveit og hjeraði og las blöð- in alla æfi. Hann var staðfastur Heimastjórnarmaður. Aldrei lagði hann neinum lastyrði, nema þjóð- málamönnum, þeim sem honum voru ógeðfeldir, og þó lítilsháttar. Allra manna þrautseigastur, þegar móti bljes, eljumaður mikill við fjár- geymslu og næsta veðurglöggur. Friðjón var lágur á vöxt, en gildur og rjettur til æfiloka— ólotinn. Hann var breiðleitur og mikilleitur í andliti, ennið stórt og svipurinn aðkvæða- legur, bláeygur og stór augun. Skeggjaður umfram flesta menn, og var*skeggstæðið mikið um sig og sítt skeggfð, brjóstheill og" lá ekki nema tveim sinnum á 78 árurn: í taugaveiki í æsku (,,slímveiki“) og lungnabólgu fyrir nokkrum árum. Tennur, sjón og heyrn entust til æfiloka. Hann dó úr æðasiggi og nýrna-, lá naumast rúm- fastur og andaðist í svefni. Jarðarförin var fjölmenn og fluttu ræður yfir honum heima á Sandi Indriði á Fjalli og Konráð að Hafra- læk — afbrigðilega snjallar. Þingeyingur. Sighv. Blöndahl cand. jur. Viðtalstími 11—12 og 4—6. Lækjargötu 6B. Símí 720. Pósthólf 2. Fjelagsprentsmiöjan. Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. XXX. KAFLI. Furstinn hjelt fram hjá Konstan- tinov og hvíldist með lið sitt í Roso- lovki. Hann gerði ráð fyrir því, að þegar þeir Osinski og Kositski heyrðu tiðindin frá Polonne, þá mundu þeir halda undan til Roso- lovki, en uppreisnarliðið sækja á eft- ir þeim þangað og lenda þar saman við her hans þeim að óvörum. Og fór það að mestu eins og hann bjóst við. Herinn valdi sjer stöðvar þar sem honum þótti hagkvæmast og beið bú- inn til bardaga. Flokkar voru sendir í allar áttir til þess að fá fregnir af fjandmönnunum.Furstinn sjálfur beið x þorpinu með fáeinar liðssveitir. Undir kvöld kom Virschul, er var fyrir einum njósnarflokknum aftur, og sagði að fófgöngulið stefndi þang- að frá Konstantinov. Furstinn gekk þá út og allir helstu foringjar hans, til þess að taka á móti komumönnum. Komuliðið hafði stöðvast fyrir ut- an þorpið, og var nú blásið í lúðra til þess að kunngjöra komu þess. Síð- an gengú þeir fram Osinski og Kosit- ski, foringjarnir, og höfðu hraðan á, en voru þó hálfhikandi, er þeir buðu furstanum þjónustu 'sina. Það var auðsjeð, að þeir bjuggust við óhlýj- um svörum. Furstinn gat heldur ekki stilt sig og sagði: „Þjer vild.uð ekki koma, þegar þjer voruð beðnir. Nú komið þjer óboðn- ir.“ „Náðugi fursti!“ mælti Osinski, „Vjer höfðum ákveðnar fyrirskipanir og þeim urðum vjer að hlýða. Á- byrgðin hvílir á yfirmanni vorum. Vjer hermennirnir verðum að hlýða mótmælalaust." „Dominik fursti hefur þá aftur- kallað þær fyrirskipanir?" „Nei, fyrirskipunin er óafturköll- uð, en vjer töldum oss eigi lengur bundna við hana, þar sem vor eina lífsvon er að ganga í lið með yður.“ Osinski var oröinn kunnur her- íoringi, 'pött fiann ekkT væn neiná fertugur. Furstanum geðjaðist mjög vel að hinni einarðlegu framkomu hans og bauð þá nú báða velkomna." „Er fjandmannaliðið í námunda?" spurði furstinn. „Framliðarnir eru rjett á hælum oss, en meginherinn getur varla komið hingað fyr en í fyrramálið." „Þá höfum vjer nægan tíma. Bjóð- ið liðssveitum ykkar að fara hjerna yfir torgið, svo að jeg geti sjeð, hvort dugur muni vera í þeim.“ „í einu vetfangi höfðu liðssveitirn- ar fylkt sjer, eins og til bardaga, og þegar þær fóru fi-am hjá í ágætu skipulagi, bæði fótgöngulið og ridd- arar, dundu við fagnaðarópin frá mönnum furstans og sjálfur stóðhann hrifinn. Var og full ástæða til þess, því alt var þetta þaulæft einvalalið og vel búið að vopnum og klæðum. Rjett í þessurn svifum kom fregn um það,að riddaraflokkurværi á ferð- inni. Gat það varla verið uppreisnar- menn, því að þessir komu úr alt ann- ari átt. Þegar þeir voru komnir rjett heim undir herbúðirnar, kvað við hjá þeim lúðraþytur og trumbusláttur mikill, en furstinn ljet þagga niður i þeim, svo að fjandmennirnir, sem hann hugði í námunda, yrðu ekki varari um sig. Foringi flokks þessa, er var alls um 800 manna, hjet Samúel Lastj. Var hann æfintýramaður mikill og bardagamaður, en svolamenni og hálfgerður ræningi, og eins voru menn hans. Þeir buðu furstanum þjónustu sina og tók hann við þeim, enda þótt hann vissi, að þeir höfðu unnið sjer rjettindi til að hanga á gálganum. Furstinn rjeð nú yfir 12000 einvala- liðs. Krysovonos hafði að vísu ó- grynni liðs. Voru þar fimm um hvern einn af mönnum furstans. En mikill hluti liðs hans voru illa búnif bændur, svo að mjog var ólíkt á komið ttleð þeim. Furstinn gekk á ráðstefnu með foringjum sínum 0g var þar ákveðið að berjast skyldi að morgrti Fram á nótt sátu undirforingjarnir og hlustuðu á frásÖgu Zagloba um flóttann. Kvaðst hann hafa farið beint til herbúða Kmielnitskis, en verið þá orðinn svo fyrirgengilegur, að hann til allrar hamingju ekki þekti hann, kom hann sjer á tal við hann og var sendur á njósnir til Podólíu og fylgdi Helena honum jafnan. Fjekk hann vegabrjef hjá Kmielnit- ski, svo að þau ekki yrðu áreitt af Törturum eða Kósökkum. Þegar hann var kominn í námunda við Bar, fór hann inn á veitingahús, en þar voru druknir hermenn fyrir. Hann gætti þá ekki tungu sinnar nógu vel, en ávarpaði Helenu og sagði: „náðuga ungfrú“. Þegar hermennirnir heyrðu þetta og sáu hversu fögur mærin var, tóku þeir að gerast nokkuð aðsúgs- miklir. Ljet Zagloba þá Helenu fara í skot eitt og bjóst til varnar. Kvaðst hann hafa verið búinn að fella tvo af ofsækjendunum, er þangað kom ílokkur mikill; var það frú einfráBár með fylgdarliði. Tók hún við Helenu og fluttust þau með henni til Bar. Yrði Zagloba tvísaga í frásögninni, barg hann sjer jafnan út úr því með mestu snild. Alt í einu sást eldbjarmi bera við himininn. Sló þá öllu í þögn. Vissu foringjarnir að þar fóru fjandmenn þeirra. Eldbjarminn óx meira og meira. Allsherjarmerki var gefið, en lágt þó. Zakvilikovski kom og sagði, að Krysovonos væri á leiðinni skamt undan. Varðeldarnir voru slöktir og ridd- urunurn gefið merki um að setjast á hestbak. Öllu liðinu var nú stefnt á leið til Konstantinov, en ekki hafði það farið langt, þegar dagur var á lofti. Virschul reið í fararbroddi með Tartaraflokk sinn; næstur honum fór Pontianovski með Kósakkasveitina og dragónarnir, þá stórskotaliðið og fótgönguliðið, en síðastir fóru húsar- arnir. Zagloba reið við hlið Skrjetuskis. Hann var ókyr mjög í sæti og all- áhyggjufullur. Laut hann að Skrje- tuski og rnælti mjög lágt, til þess að aðrir eigi heyrðu það: „Eíga híisararntr a?5 géra fyrsta áhlaupið?“ „Þú, sem segist vera gamall her- maður, ættir að vita að þeir bíða þangað til orustan er sem hörðust." „Já, en jeg vildi vita vissu mína um það.“ Zagloba þagði um stund og virtist mjög hugsandi og alvarlegUr. „Er Krysovonos þarna með alt sitt lið?“ spurði hann. Skrjetuski játaði því. „Hvað ætli það sje margt alls ?“ „Yfir sextíu þúsundir." „Og hver fjárinn." Skrjetuski brosti. „Þú mátti ekki halda að jeg sje hræddur," hvislaði Zagloba, „en jeg er mæðinn og er illa við að lenda i mannaþvögu mikilli. Það verður svo heitt þar, en i hita á jeg mjög erfitt með allar hreyfingar. Jeg vil langt um heldur heyja einvígi; þar getur maður líka beitt brögðum, en hjer gagnar engin ráðkænska. Hendurnar einar en höfuðið ekki! Þetta á við Longínus með langa sverðið og ljetta höfuðið. Mjer er satt að segja hálf- illa við þessar stórorustur og slátr- anir. Jeg vil langhelst vera laus við það.“ „Það er ekkert að óttast! Vertu hughraustur!“ „Jeg hughraustur! Það hjelt jeg að vantaði sist. Jeg er hræddastur um að hugrekki mitt og ákafi fari með mig í gönur. Jeg sjest oft ekki fyrir, en — jeg hef sjeð slæman forboða. Þegar við sátum við bálið sá jeg tvö stjörnuhröp. Getur vel verið að annað hafi verið æfistjarna mín.“ „Drottinn mun launa þjer góðverk þín og vernda þig.“ „Að hann þá ekki kalli mig alt of snemma á sinn fund til þess að launa mjer.“ „Hví beiðstu þá ekki heima i her- búðunum?" „Heldur þú svo sem að maður sje öruggur .þar! Þessir ræningjar eru eins líklegir til þess að ráðast á þær, en þar eru fáir til varnar.“ Það var orðið albjart og furstinn fylkti liði síixu til bardaga. Húsar- arnir, undir forustu Skrjetuskis, voru settir í hægri fylkingararminn. Óvinaherinn blasti nú við. Var það óteljandi sægur. Þar voru Kósakka- skarar. Voru það hestliðar einir með háskeft spjót. Bændurnir höfðu að vopnum ljái, pála og heykvíslar. Stóðu þeir án nokkurs skipulags fyr- ir handan stöðuvatn, er var milli herj- anna, og við síki eitt breitt, er lá úr vatninu út í á eina stóra, er rann þar hjá. Zagloba vjek ekki frá hlið Skrje- tuskis og einblíndi á liðsæg óvinanna. „Drottinn minn dýri!“ tautaði hann. „Hví hefur þú skapað allan þennan skril? Kmielnitski hlýtur að vera kominn hjerna sjálfur með alla sína bændur og áttfætlur þeirra. Áður leið oss svo vel hjer í Ukraine. Þeir velta fram eins og haföldur. Bara fjárinn velti þeim alla leið nið- ur til vítis og það undir eins. Þeir ætla að gera út af við oss. Drottinn rninn, láttu dynja yfir þá drepsótt mikla!“ „Þú mátt ekki formæla svona. Það er sunnudagur í dag.“ , Já, það er alveg satt, það er sunnu- dagur. Jeg held það væri eins gott að lesa bænarstúf. Pater noster,* qui es in coelis .... maður getur búist við öllu hinu versta af þessum þorp- urum. Sanctificetur nomen tuum .... Hvað er á seyði þarna niður við sik- ið ? .... adveniat regnum tuum .... Jeg ætla varla að ná andanum. Fiat voluntas tua .... Fari allir þessir þjófar og morðingjar í sjóðandi, log- andi .... Nei, sjáðu! Hví gera þeir þetta?“ rdokkur hurtdruð riddara komu fram úr liði Kósakka. Riðu þeir án þess að skjóta á fylkingu fram á síkis- bakkann. „Þessir eiga að byrja leikinn," sagði Skrjetuski. „Okkar menn láta varla lengi á sjer standa.“ „Það verður þá áreiðanlega háð hjer orusta nú.“ „Það er enginn vafi á því.“ „Og þú segir þetta og ert allur i brosi, eins og hjer ætti að fara að leika gleðileik. Þeir mundu líklegast þyrma okkur, bófarnir þarna, ef þeir kæmust í færi. Zagloba sárgramdist ró Skrjetuskis. „Við venjumst þessu," sagði hinn. „Þarna fara okkar menn!“ hróp- aði Zagloba. Þeir riðu nú fram, Volo- dyjevski með dragóna sína nokkra fór fyrstur. Á eftir þeim riðu sjálf- boðar úr ýmsurn liðsveitum. Voru þar á meðal Virschul, Kuschel og Longinus. Nú var orðið skamt á milli flokk- anna. „Hjer færðu að sjá vel beitt vopn- um,“ sagði Skrjetuski við Zagloba. Taktu eftir þeim Volodyjevski og Longínusi! Ágætir riddarar báðir tveir! Sjerðu þá?“ „Já, ójá.“ „Taktu nú vel eftir. Þig langar bráðum sjálfan í leikinn." * Faðir vor á latínu. Ógiin kjOttunur skaffa jeg yður með nokkrum fyrirvara. Tunnurnar eru smíðaðar úr eilí og eru þar af leiðandi miklu sterkarí en venjulegar kjöttunnur. Verðið er stórum muil lægra en á brennitunnum. Hef jeg þegar á tæpu ári selt yfir 1000 stk. af tunnum þessum og hafa þær reýrtst ágætíega. Allar frekari upplýsingar gefnar í síma 593 eða skriflega. Jón Jónsson, beykir. Simi 593. Klapparstif 7. Box 103.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.