Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.04.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 16.04.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 16. Reykjavík, 16. apríl 1918. XIII. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Klæðaverslun H. Anderien & Sön Aðalstræti i6. Stofnsett 1888. Sími 32. —0— Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Lárus Fjeldsteð, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Yenjulega heima kl. 4—7 síöd. Um íslenskt þingræði. Fyrirlestur haldinn í f jelaginu „Sjálf- stjórn“ í mars 1918. Eftir Árna Pálsson. 2 síðan numin úr (Framh.) Þótt alþingi hafi veriö fundiS margt til foráttu, þá verSur þó eigi meS sanni sagt, aS þaö sje fjörlaust eSa fáskiftiö um landsmál. Lagasetn- ing þess er geysi-umfangsmikil og kemur viöa viö, en hitt leikur fremur á tveim tungum, hvort vandaS sje til hennar svo sem skyldi. Jeg set hjer yfirlit yfir tölu þeirra laga, sem sam- þykt hafa verið á tiu ára tímabilinu 1905—1915. Þess skal getiö, aö engin ijárlög eru talin með. 1905 voru útgefin 56 ný lög. SíS- an hafa 8 þeirra veriS numin úr gildi aftur, en 9 öSrum verið breytt meira og minna. 1907: 67 lög. 2 hafa síðan verið numin úr gildi, en 12 breytt. 1909: 48 lög. 3 síöan numin úr gildi, 6 breytt. 1911: 41 lög. 3 síöan numin úr gildi, 9 breytt. 1912: 26 lög. 2 síðan numin úr gildi, 3 breytt. 1913: 47 lög. 5 síöan numin úr gildi, 9 breytt. 1914: 43 lög. gildi, 8 breytt. x 9 í 5: 55 lög. 2 síöan numin úr gildi, 4 breytt. Af þessu yfirliti má sjá, aS óþarft er að saka alþingi um iöjuleysi. Hitt kann að þykja vafasamara, hver holl- usta sje aö slíkum óróa og óSagoti í löggjöfinni. AS vísu er sjálfsagt aS geta þess, aö sumar af öllum þessum lagabreytingum hafa veriS sjálfsagð- ar og eru fram komnar fyrir eSlilega rás viöburSanna, en hitt er þó vitan- lega aðalorsökin, að þekking og vand- virkni þingsins er á svo lágu stigi, að eigi rná tæpara standa. Þar aS auki hefur forystuleysið og stjórnleysið á þinginu keyrt svo úr hófi fram á siöustu árum, aö þaS mætti furöu .telja, ef störf þingsins bæru þess eng- ar menjar. Jeg ætla mjer ekki aö telja hjer upp axarsköft þingsins eöa rekja víxlspor þess; það væri aö vísu vandalaust verk, en þó furSu sein- unniS. Hitt vildi jeg heldur minnast á, hverju þaöi muni sæta, að svo margar og iskyggiiegar misfellur eru á störfum alþingis, hvort eingöngu muni mönnunum um aö kenna, sem þingiS skipa, eSa hvort hitt muni ekki valda nokkru eSa miklu, hve erfiö og óþjál vinnuskilyrSi eru á þinginu. Þegar menn krýfja gerðir alþingis til mergjar, láta menn venjulega reiöi sína bitna á þingmönnunum, og er þaö sannast aö segja, aö þá eru full- trúunum valin mörg ófögur orö og ekki tekið á þeim meö silkihöndsk- úm. Ef gjörlegt væri aö bæta bresti mannanna meö skömmum, þá heföl ulþingi fyriri löngu fengið bót allra A Sigurjón Friðjónsson, hinn nýi landskjörni þingmaður, sem tekiö hefur nú sæti í efri deild fyrir H. Hafstein. sinna meina. Jeg hygg þaö að visu mála sannast, aS þaö sje eitt hið hræöilegasta tákn tímanna, hvílíkir arlakar rnargir þeir menn eru, sem þjóöin skipar í fararbrodd til lög- gjafar og landsstjórnar. Jeg mun minnast á þaö efni nokkru nánar, áöur en jeg lík máli rnínu. En fyrst vil jeg minnast á nokkur atriSi, sem að minni hyggju mundu skapa tor- íærur á vegi hvers einasta þings, jafnvel þótt þaö væri skipaS ágætis- mönnum einum. ASalafsökun þingsins er í mínum augum sú, hve hræðilega illa er í hendur þess búiö af þjóSarinnar hálfu. Opinberar umræöur hjer á landi eru og hafa lengi veriö í þvi eymdar-ástandi, aö sliks munu fá dæmi meðal siðaðra þjóSa. Þar meS á jeg ekki eingöngu viS þaS, sem mest lýtir umræöuaSferSina, — skammirnar, rógburöinn og hiö vit- firringslega ofstæki. f þeirn efnum viröast þeir alt af aumastir og auð- virSilegastir, sem þykjast berjast fyr- ir sjerstaklega heilögum málefnum, hvort sem þaS eru sjálfkjörnir post- ular föSurlandsástarinnar, eða um- bótamenn þjóö f j elagsskipunarinnar eSa siögæðisdýrlingar, eins og bann- mennirnir. En hitt er ekki síSur í- skyggilegt, aö mýmörg mestu vel- feröarmál þjóöarinnar eru alls ekki tekin til umræöu hjer á landi, að þjóSin og þingiS veröur mestmegnis aö ganga á mis þeirra margháttuöu fræSslu og leiSbeiningar, sem blöS og tímarit og fundahöld og fjelags- skapur veita öðrum þjóðum. En án slíkrar fræðslu og hvatningar er í ratln og veru ókleift, að þjóSræði og þingræði geti veriö annað en nafnið eitt. Sem stendur er kjósendum að eins sigaö upp rjett fyrir kosningar, þess á milli eru þeir venjulega látnir eiga sig. Jeg veit, aö þeim senx stjórna blööum og tímaritum er venjulega kent um þetta alt saman, og mun ekki verða á móti því mælt, aö þeir mættu flestir vera víösýnni og áhuga- meiri en þeir eru. En aSalrót meins- ins er þó sú, aö blöðin og tímaritin eru svo fátæk, aö þaö er þeim of- raun aS draga nauösynlega krafta til samvinnu viö sig. En ef pólitiskt líf okkar á aS komast upp úr því feni, sem þaS óneitanlega liggur nú niSri í, þá er fyrsta og brýnasta boðorðið, að hefja umræðurnar um þjóömál á hærra stig, en nú eru þær á, að gera þær efnismeiri, stööugri og siSuðum mönnum samboönari. Þrátt fyrir alla fátækt ættu aö finnast ráö til þess, ef viljinn er nógu góöur og áhuginn nógu einbeittur; Þetta hygg jeg aS sje aðal-afsökun þingsins, að það dregur eölilega dám af sinni þjóö( sem er hræöilega fá- fróö um málefni sin, og þess vegna sjaldnast veit hvaS hún vill. En margt annaS bætist hjer viS, og vil jeg aö eins minnast á eitt atriSi, sem að minni hyggju truflar löggjafarstarfið meira en flest annaö. Þar meö á jeg viö frumkvæðisrjett þingmanna, — rjett þeirra til aS bera upp lagafrum- vörp, — eöa rjettara sagt, hvernig þeim rjetti hefur veriS misbeitt. ÞaS er ein af þeim flugum, sem íslenskt almenningsálit hefur giniS yfir, aö sá þingmaöur væri ekki maSur meö mönnum, sem ekki bæri fram fleiri eSa færri frumvörp á hverju þingi. Af þessu hefur leitt, aS margir vesa- lings þingmenn hafa talið þaS skyldu sína aö rembast eins og rjúpa viS staur og unga út frumvörpum. Þaö má nú nærri geta, hvílikur hægðar- auki þaö er fyrir þá þingmenn, sem eru verkhæfir menn og þess vegna önnum kafnir allan þingtímann, aö eiga aS sjá viS þessari skæöadrífu af frumvörpum, sem berast hvaöanæfa að, og oft eru óþörf, stundum svo vit- laus, aS ekki er heil brú í þeim, og stundum beinlínis stórskaöleg landi og lýð'. Menn hafa fyrir löngu fundiS til þess, hvílík óþrif og ófagnaöur væri aö slíkri lagasmiö, og þess vegna mun þaö ákvæöi hafa verið sett í hin nýju þingsköp, að hverju frumvarpi ætti aS fylgja nákværn greinagerö fyrir efni þess og tilgangi. MeS þessu mun hafa átt aS þvinga þingmenn til þess aS hugsa út í, hvaS þeir væru aS gera. En hjer hef- ur þaö korniö frarn sem oftar, aö lagafyrirmæli eru ekki einhlít, þaS þarf menn til þess aS beita þeim. Á síðasta þingi var þetta þarfa nýmæli alment virt aS vettugi. Hjer þarf þvi, bersýnilega aö taka fastar í taum- ana. Það er kunnugt, aS í Parla- mentinu á Englandi er frumkvæðis- rjettur þingmanna mjög takmarkaö- ur af rótgrónum þingvenjum, og ekki þarf neinn þingmaöur þar aö ætla sjer þá dul að korna fram meö nokk- urt það frumvarp, sem varðar al- menna löggjöf eöa landsstjórn. Þar er svo til ætlast, að sú stjórn, sem meö völdin fer, beri einnig alla á- byrgð á löggjöfinni. Ætli aö öllu væri ekki óhætt um þjóSfrelsiö og þingræöiS, þó að viö tækjum upp viS- líka siö? En ef við ekki viljurn ganga svo langt, þá ættum viö aö minsta kosti aö grípa til þess ráös, sem t. d. Svíar nota, en þaS er, aö ekkert frumvarp megi leggja fyrir þingiS nema þaö sje áöur prófað af nefnd, sem til þess er kjörin. Slík ráöstöfun yröi sjálfsagt ekki allra rneina bót, en mikil hjálp ætti aö geta oröiö aö henni. Sjálfsagt mætti ennfremur afsaka mörg óhöpp og yfirsjónir alþingis Hlutafjelagid „Völundur“ Reykjavik hefur nú fyrirliggjandi töluveröar birgðir af alls konar algengum trjá- viö, svo sem: PlægS borð: 1 °8' llÁ X 5”- Óunnin borS: }iX5', 1 X 4, 5- 6, 8, 9, 10 og 11”; 1 l/A X 8”; i)4 X 5 °8 6”. Planka: 2 X 4, 5 °g 7”; 2/4 X 5” og 3 X 8”. Allar tegundir af trjám. Ókantskorin báta- borS yi X 9 til 15”. Áraplanka 3 X 9”. meö því, hvaS þingtíminn er stuttur og þingsamkomurnar strjálar. AS rjettu lagi á alþingi aS koma saman annaS hvort ár, og situr þá venju- lega tvo mánuSi eða svo. ÞaS þarf ekki aö orSlengja um það, hvað slíkt fyrirkomulag er óheilbrigt og óskyn- samlegt, þar sem aS heita á, aS þingræSi sje, — þar meö eru í raun og veru taumarnir stroknir úr hönd- um þingsins og stjórnarinni afhent miklu meira vald en gerist í nokkru öðru þingræöislandi. Ef þjóSinni er alvara meS aö hafa þingbundna stjórn, verður hún aS tíma aS halda þing á hverju ári. Hitt ætti og eigi síSur aö vera augljóst, aö glappaskot- in veröa afsakanlegri, þegar tíminn er svo krappur, aö keyra veröur ef til vill allra merkustu málin gegn um allar umræöur meS afbrigöum frá þingsköpunum, en þaS hefur komiö íyrir á hinum síöustu þingum. Loks má geta þess, aö alla þessa stuttu stund, síðan þingræöi hófst hjer á landi, hefur þjarkiS og þræt- urnar um sambandsmálið geysaS á- kafar en nokkru sinni áöur, og verö- ur þaö ekki málum mælt, hvaö það hefur kipt úr og tafið fyrir eðli- legum þroska íslensks þingræöis. Fram á síöustu stund hafa þingflokk- arnir skiftst um það mál, og deilurnar um þaS oft og tíSum verið háðar með viðlika ofstæki sem trúarbragöadeil- ur milli þröngsýnna og lítt mentaöra kirkjuflokka. ÞaS er áreiöanlega eitt af okkar mestu meinum, aö þaö mál skyldi eigi vera leitt til nokkurra sæmilegra lykta, áöur en þingræði byrjaöi hjer á landi. (Niöurl.) Nokkrar hugleiðingar um íhugunarverð mál. Grjótvinnan í skammdeginu, er sett var af staS í vetur til aö veita fólkiatvinnuog kostuövar af landsfje, hefur hlotiö ómilda dóma, sem von er til. Vinnan var rekin á óheppilegum tima og kaupið alt of hátt, svo engar líkur voru til aö eftirtekjan yröi svo mikil aö kostnaSinum myndi svara, landssjóöur hlaut því aS veröa fyrir stórum skaSa á vinnunni. — Sje ráö- ist í aS hefja vinnu fyrir landsfje, til aS bæta úr atvinnuleysi, þarf um- fráiti alt að haga þeirri vinnu þannig, aö báöir hlutaöeigendur hafi hag af, bæði landssjóSur og þeir, sem vinn- una þiggja. í þa$ minsta má landsjóS- ur til aö vera skaölaus, því aS öðrum kosti missir hann bolmagn þaS, sem hann þarf aS hafa til aS hlaupa undir bagga og greiöa fyrir framleiSslunni og atvinnuvegunum, meSan ófriöur- inn stendur. — Því hver veit nær hiö versta og örðugasta kann að dynja yfir, aS aðflutningar teppist og hörg- ull veröi á matvælum í landinu, — ef eigi er reynt aö reisa skorður viö því í tíma. — Auk þess bætir grjót- vinnan ekkert i búi i svipinn, en það þarf aS beina slíkri vinnu í þá átt, aS auka matvælaframleiösluna í landinu eftir því sem unt er. — Líklega heföi landssjóöur eitthvað getaö hlynt aö því að bátfiski heföi aukist í vetut í Reykjavík og annarstaSar við Faxa- flóa og máske víðar, hert á því aö bátar væru smíSaðir og komiS því til leiöar, aS mótorar og bátar sæktu sjó í fjelagi, mótorarnir flyttu bátana út á miðin og til lands aftur, og stund- uöu um leið veiöi sjálfir. En allar horfur eru á, aö bátfiski muni nú borga sig best, ef fiskur gengur upp undir land, meöan hið háa verö er á kolum og olíu. — En þingi og stjórn verður aö skiljast þaö, aS nú á tim- um er stór munur á því, hvort lands- sjóSur hlynnir aS öflun grjóts eSa brauSs. Flóaáveita. Nú vill Sig. alþm. SigurSsson ráöa- nautur BúnaSarfjelags Islands, aS landssjóSur drífi af Flóaáveituna, taki verkið að sjer fyrir áætlunarverö og borgi sjálfur það, sem þaö fer fram úr áætlun, og hlýtur það aö verða stór upphæS, eins og kaupgjald hefur hækkaö nú í dýrtíöinni. — Þarna kemur sami andinn sem fyr, aö láta landssjóð blæSa, eða taka á sig fyrirsjáanlegt tap, alveg eins og sjóöur sá sje ótæmandi. — Menn ættu þó að muna þaS, aö landssjóöur er samlagsfje íslenskrar alþýSu. — Þingmennirnir og stjórnin eru fjár- haldsmenn þjóðarinnar. —: Á þess- um- tímum þurfa þeir aö reka fjár- haldið meS sjerstakri fyrirhyggju og gera fjeS ekki aö eyðslueyri til þeirra hluta, sem þola bið, heldur beina því öllu í þá átt, aö líftryggja þjóSina á þessum ískyggilegu timum, er yfir standa. Verja því sem mest til þess aö hlynni aS aukinni framleiöslu lífs- nauðsynja í landinu og reyna aS fyr- irbyggja þaS, aS hungurvofan nái hjer landgöngu. — Flóaáveitan þolir biS og þaö eru líkur til, aS síöar verði ódýrara aö vinna þaö verk. Á- veitukostnaðurinn einn er líka þaS minsta; til þess að áveitan veröi að fullum notum þarf að margfalda bú- stofninn á áveitusvæðinu, reisa hús fyrir geipifje, gera miklar bætur á engjum, fjölga þar býlum og marg- falda vinnuafla til heyskapar og le8&Ía stórfje i bætt samgöngufæri frá áveitusvæöinu. Til þessa þarf mil- jónir króna, og þær verða ekki í handraSa þessi ár, og auk þess er framkvæmdaafl einstaklinganna stór- um lamað vegna ófriöarins. GarÖrækt. F’lestum mun skiljast hve mikið bjargræöi geti verið í aukinni garS- rækt í landinu. Hafa margar hvatn- ingar birtst í þá átt. Eins og bent hefur veriö á í „Lögrjettu" vinst ekk- ert meS því aS landssjóður sje aS bjástra meS garðholu fyrir sig, hjer þarf samtaka framkvæmdir allra þeirra, sem ráöin hafa á jarðarbletti í landinu. — Þetta mál ætti Búnaðar- fjelag Islands þegar aS taka aö sjer. Útvega sjer fulltrúa í hverjum hrepp á landinu, er kynni sjer stærð garöa nú, og fá einstaklingana til aö auka viö sig ákveöinni faðmatölu í görS- um, og fá þá til aö setja sjer þaS mark aö reyna aö framleiða ákveöna tunnutölu af jaröarávöxtum fyrir hvern mann, er þeir hafa í heimili, — Og helst að framleiöa þar aö auki eitthvaö til sölu. — Fulltrúarnir gefi þegarskýrslu umárangurinn og hvétji menn og leiöbeini mönnum eftir því sem þörf er á,og liti eftir aö garðarnir sjeu vel hirtir. — Garðyrkjan ætti og að vera aöalhlutverk sveitabún- aöarfjelaganna þessi ár, gætu þau aöstoöaö Búnaöarfjelag Islands í slík- um framkvæmdum. — í Þýskalandi kvaö varla hafa smakkast brauö öSru vísi en blandað meö kartöflum síðan fyrsta ófriöaráriS. Hvers væri þá þörf hjer á landi, þar sem einskis korns veröur aflaö. — Þaö er nú liðin meira en hálfönnur öld síöan Björn prófast- ur Halldórsson í Sauðlauksdal gróö- ursetti fyrst kartöflur hjer á landi

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.