Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.05.1918, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.05.1918, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA 5* LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. iopo. Gjalddagi 1. júlí. aðferðir, enda hefði þaS að líkindum veriS happasælla, meö’an hiö háa verS er á kolum og oliu, og eins hefSi veriö ástæöa til aö taka nokkuö upp fiskheröingu, meöan saltiö' er svo dýrt, því harðfiskur er hollur og hent- ugur rjettur, þegar brauö þarf aö spara. Heföi mátt selja hann i stór- um stíl upp til sveitanna og fá ket og feitmeti í staöinn. — Jeg þekki sjóþorp þar sem menn stunduðu bát- fiski af kappi í sumar, sem leiö, afl- inn var mikill, mjög mikiö var selt af fiskinum nýjum í næstu sveitir, allmikiö var hert til vetrarins, og sumt af því selt til sveitamanna, aö eins minni hlutinn var saltaður og lagður inn í verslanir. Fiskimenn þessir lifa nú góöu lífi í vetur; hafa nóg af fiski til matar, eins nóg af keti og annari landvöru, er þeir hafa fengiö fyrir seldan fisk, og kornvörur hafa þeir fengið íyrir fisk, sem þeir lögöu í verslanir.—Auövitað var hjer fískatalan lægri á mann en á mótorum og trollurum, en tekjurnar hreinni, því helmingur aflans fór ekki fyrir kol og olíu. — Og hjer var kaup- streitan engin, því hver tók sinn hlut og naut þess hags aö fullu, er spratt af vinnu hans. — Ef ísfirðingar hefðu farið líkt að í sumar, hefði afkoman orðið alt önnur. Þorskurinn var þar nógur í sjónum nærri landi, en fáir notuðu hann, allir biöu síldarinnar, sem aldrei kom, og gengu svo slyppir frá að lokum. Innanlandsverslun og strandferðir. Þaö hefur síst vantaö, að vjer fs- lendingar versluöum mikið, höfum vjer veriö flestum þjóöum fremri í því efni, enda er það eðlilegt, því vjer höfum framleitt fábreytta vöru og höfum þilrft margt aö kaupa aö. — Verslunin viö útlönd hefur fariö sí- vaxandi, vöruskiftin við útlönd hafa verið geysimikil, og í ýmsum grein- um meiri en holt hefur veriö, — kjöt og fiskur selt burtu, og minna notaö en skyldi í landinu, en aö mestu lif- aö á útlendri matvöru; ullin seld og aö mestu klæöst í útlendan fatnaö í staðinn o. s. frv. Innanlandsverslunin hefur alt of litlum framförum tekið, til saman- buröar skal þess getið, aö verslanir úti um land hafa kostaö kapps um aö hafa alls konar útlendan varning á boöstólum, bæöi austan úr Asíu, sunnan úr Afríku og vestan frá Ame- ríku, en íslenskan fisk getum vjer sveitamenn sjaldan fengið i verslun- um vorum, þær álíta sjer ekki skylt aö annast útvegun á slíkri vöru, en ætla einstaklingum að braska í þvi EÖ útvega sjer hana sjálfum. Vill það oft ganga æriö misjafnlega, verö- ur þaö oftast að rekast sem kunnug- leikaviöskifti milli einstaklinga í sveitum og sjávarplássum. — Einna Versti þröskuldurinn i vegi fyrir þroskun innanlands vers! unarinnar háfa veriö illar og ógreiöar skipa- feröir með ströndum fram. — Þegar vjer höfðum sem bestar strandferöir, voru skipin ekki svo útbúin aö hægt væri aö flytja nýjan fisk eöa nýtt ket óskemt hafna milli aö sumrinu afleiðingin var sú, áð nýtt ket var í sumum kaupstööum selt á 20—30 au. pd. en í öörum 60—70 au., á sama tíma; nýr fiskur á 10 og 12 au pd. í einni veiðistöð, og þaö meö haus 0g innyflum, en í annari á 6—7 au. pd., afhöföaður og flattur. Mörg dæmin má telja þessu lik, er öll eiga rót sína aö rekja til illra samgöngutækja meö strondum fram. Aldrei hefur veriö meiri þörf á viðunandi strandferöum hjer viö land en nú. Innanlandsverslunin þarf aö aukast, og mikil vöruskifti þurfa áð eiga sjer staö milli sveita og sjó- þlássa, til þess að menn geti sem best bjargast viö innlenda matvælafram- leiöslu í landinu. Eins og stendur ættu slík viöskifti aö vera búhnykkur fyrir alla hlutaðeigendur, meðan útlend Vara er í geipiverði; og reki að því að ílutningar teppist erléndis frá, er bein lífsnauðsyn aö greiöum innan- landsviðskiftum. — Hvaö dugar aö ílytja vorur til landsins, ef lítt kleift et1 að koma þeim til neytenda í ýms- um hjeruðum kring um land ? — Eigi er beldur fult gagn að stórum auk- inní kartöflurækt sunnan- óg vestan- lands, ef eigi eru hentugar skipaferðir til að flytja kartöflurnar til þeirra manna t öörum hjeruðum, er vilja kaupa þaö, sem framleiðendur hafa aflögum af kartöflum. Svo mætti fieira telja. Nú hliðrar „Eimskipafjelag Is- lands“ sjer hjá, áð annast strandferö- ir, þrátt fyrir vilyröi, er þaö hafði gefið um að taka þær aö sjer. Kýs þaö heldur aö gefa sig eingöngu við millilandaferöum, er það græðir stór- fje á. — Þing og stjórn kvarta og undan aö sjá strandferðunum borgið, þykja þær bera sig illa, og nú berjast ýmsir fyrir þeirri stefnu, áð hin af- skektari hjeruö veröi látin annast sjó- flutninga sína sjálf, meö styrk úr landssjóði (flóabátar). Hjer er verið að kljúfa bagga er landið í heild hef- ur borið til þessa og þótt fullþungur, og leggja nokkurn hluta hans á bak fámennari og afskektari hjeruðtim. — Þau eiga aö taka að sjer krókana af strandferðunum, er verst borga sig, og er ætlað að kljúfa kostnaðinn með því aö leggja háar aukafragtir á alt það, er þau þurfa að flytja, auk ýmsra annara óþæginda er af slíku fyrir- komulagi hlýtur aö leiöa. Stefnan er mjög athugaverð og felur í sjer æriö efni til ójafnaðar, en hjer verður það mál ekki rætt til hlítar. En þaö þarf að leggja mun meiri alúö viö strandferðirnar en gert var t. d. síðastl. sumar, að öðrurn kosti veröa öll innanlandsvið'skifti og versl- un ómöguleg í ýmsum landshlutum. Þvi kann að verða svaraö, aö landið hafi ekki ráö á að bæta strandferð- irnar aö mun. En hefur það þá ráö á að veita hundruð þúsunda kr. í dýr- tíðaruppbætur, er að nokkru lenda hjá stórefnuðum mönnum, er lifað geta ágætislífi hvaö sem á dynur, eöa gefa einstökum mönnum eldsneyti fyrir hálfa miljón króna, eöa veita dýrtíðarvinnu er landið lilýtur að tapa stórfje á? (Niðurl.) Saitibandsmálið tekið upp að nýju? Útlit er fyrir aö upptaka fánamáls- ins á þinginu 1917 ætli nú að draga á eftir sjer upptöku sambandsmálsins í heild sinni á yfirstandandi þingi- Eins og menn muna, voru þau um- mæli látin fylgja synjun konungs- úrskuröar um siglingafána í ríkisráð- inu 22. nóv! f. á. af hálfu f o r s æ t- isráðherra Dana, aö Danir væru „fúsir til nú sem fyr aö semja um þau deiluatriði, sem fram koma um sambandið milli Danmerkur og íslands", og af hálfu k o n u n g s, „aö þegar íslenskar og danskar skoð- anir ekki samrýmast, munu almennar samningaumleitanir í einhverju formi — heldur en aö taka eitt einstakt mál út úr —• leiða til þess góöa samkomu- lags, sem ætíð veröur að vera grund- völlur sambandsins milli beggja land- anna“. Og aðalblað dönsku stjórnar- innar, „Politiken", komst svo að orði í sambandi viö þessar ríkisráðsum- ræður: „Eins og sjá má á því, sem hjer á undan er sagt, er afstaðan gagnvart kröfu íslendinga um sjer- stakt verslunarflagg sú, að ef breyt- ingar eiga aö gerast á sambandi ís- lands ogDanmerkur,er eigi talið hent- ugt, aö verið sje aö gera ívilnanir um einstök atriöi; heldur ætti að veröa ljóst við samningaumræður, eins og gerist, hvaö þaö er yfir höfuð, sem íslendingar óska eftir, til þess aö frið- samleg og vinsamleg samvinna, sem víst ætti aö geta skapast, mætti kom- ast á. Þess er þá að vænta, að íslend- ingar vilji nú taka á móti því samn- ingatilboði, sem þannig er fram bor- iö. Hver aðferð er valin til aö koma þeim samningaumræöum á, skiftir ekki máli; það er hægt að ræða um málið í nefnd, líka hægt að fela ráð- herrunum málið eöa sjerstaklegavÖld- um fulltrúum." Eftir þessar undirtektir dönsku stjórnarinnar gat ekki verið nema um tvent að velja, að þvi er framhald fánamálsins snerti, annaöhvort aö fresta málinu með Öllu og þá aö sjálf- sögöU velja frestuninni þannig lagað form, að ekki væri Unt að finna í henni neitt undanhald eða fráfall frá krofunni um siglingafána — eða þá að taka Upp samningaumleítanir þær um sambandsmálið í heild sinni, sem fram voru boðnar, en fresta fánamál- inu út af fyrir sig' á meöan. Af ræöu, sem Bjarni frá Vogi hjelt nýlega í þinginu, má nú ráöa að tiÞ ætlun alþingis sje sú, að fara fram á að sendimaður eða sendimenn komi frá Danmörku hið fyrsta til þess að taka upp samninga við alþingi um sambandsmálið. Hætt er viö að mörguni, sem muna eftir þeim óskapa dunum og dynkj- um, er fylgdu sambandsmálinu sein« ast þegar það var á döfinni, árin 1908 og 1909, þyki það dálítið undarlegt, að þetta mál skuli nú vera að komast á dagskrá aftur svo að segja öllum aö óvörum, án þess að neinar umræð- ur hafi átt sjer stað um það í blöð- um eöa á mannfundum hvort heppi- legt væri að taka málið upp nú, og án þess að nokkur ósk hafi verið fram borin frá neinum utanþings- manni um upptöku málsins. Hjer viö bætist og, að það mun vera nokkuð alment álit meðal landsmanna, að vandamál þau, sem styrjöldin hefur í för með sjer, sjeu svo umfangsmikil, að ekki veiti af kröftum þings og stjórnar nokkurn veginn óskiftum til að ráða fram úr þeim málum svo að vel sje. Meira að segja er það álit flestra, er hafa tækifæri til að fylgjast með ófriðarmálunum, að talsvert vanti upp á að kraftar stjórnarinnar, eins og hún er nú skipuð, nægi tii þess að ráða fram úr hinum daglegu vandamálum. Er því von aö menn sjeu kvíðandi um það, hvernig fara muni þegar þessi sama stjórn bætir á sig sambandsmálinu, sem að sjálf- sögðu hlýtur að heimta til sín alla athygli þjóðarinnar, mestalt starfs- þrek alþingis og megnið af kröftum stjórnarinnar, meðan þaö er á döf- inni. Út í efni sambandsmálsins skal ekki farið að sinni. Að eins skal mint á það, að síðan það mál var á ferð- inni seinast, hafa miklir viðburðir gerst i heiminum, sem hljóta aö breyta nokkuð skoðun manna á því, hver sjeu eða þurfi aö vera, aðalat- riðin í samningum milli landa. í sam- bandslagafrumvörpum þeim,sem Iágu fyrir á árunum 1908—09 var öll á- hérslan af íslendinga hálfu lögö á það, aö tryggja fræðilega rjettarstöðu landsins í sambandinu, en hinu lítill gaumur gefinn, að tryggja Islending- um í nútíö og framtíð þau hagsmuna- legu rjettindi, sem nú eru sameign allra þegna Danakonungs, og ekki virðist rjett að eftirláta Dönum ein- um, þótt breyting verði gerð á hinu lagalega sambandi landanna. En úr því að sambandsmálið stend- ur fyrir dyrum að nýju, er ómögulegt annað en að minnast á eftirköst fyrri sambandslagadeilunnar, þvi að til þess eru vítin að varast þau. Þeg- ar sambandsmálið var tekið upp í árs- lok 1907 var góð vinátta orðin milh þ j ó ð a n n a, Dana og íslendinga; haföi verið gert mjög mikið af beggja hálfu til þess að útrýma kala þeim, sem íslendingar frá fornum eymdar- tímum höfðu borið til Dana, og varð ekki betur sjeð, en að góður árangur heföi orðið aö þeim tilraunum hjer á landi. Og þeir íslendingar, sem voru í Danmörku um og eftir aldamótin, alt fram að 1908, 0g annars kyntust nbkkuð dönsku fólki, munu sjaldan eða aldrei hafa orðið varir við aðrar tilfinningar en vjngjarnlegar í íslands garð; sjerstaklega hlutu þeir íslend- ingar að verða varir við þetta, sem kyntust lýðháskólafólki, fríkirkju- mönnum eða Grundtvígssinnum, því að meðal þess fólks var íslendingum á þeim árum undantekningarlaust tek- ið sem fjarlægum frændum, er sjálf- gefið væri að sýna innilegustu alúð og hina höfðinglegustu gestrisni þá sjaldan færi gæfist. En eftirköst sam- bandslagadeilunnar urðu þau,að þetta hlýja hugarþel kólnaði og óvild á báða bóga kom í stað vináttunnar. Áttu hinar vanstiltu blaðaumræður, sem mótstöðumenn „uppkastsins“hjer á landi hjeldu uppi, mestan þátt í þessu. Nú er svo komið, að tilraunir erU byrjaðar til að vekja til lífs að nýju vináttu þá milli þjóðanna, sem hvarf i sambandlagamoldviðrinu. Að þessu starfar m- a. hið dansk-íslenska fjelag („Dansk-Islandsk Samfund“), sem getið hefur verið um hjer i blaðinu, og farið hefur prýðisvel af stað. Má gera sjer fylstu vonir um að því fje- lagi 0g öðum góðitm mönnum takist nieð tímanum að endurvekja samúð milli þjóðanna, þeim báðum til sæmd- ar og ánægju — ef hreyfingitt fær að vera í friði fyrir ólguróti stjórn- málaitna. «= Þess verður að óska og vona í lengstu log, að ef ekki verður hjá því komist, að sambandsmálið komi nú aftur á dagskrá, þá gæti þó þeir, sem ábyrgðina bera á upptöku máls- ins, og sömuleiðis aðrir Islendingar, þess, að láta ekki eftirköstin verða hin sömu og í fyrra sinnið. Láta ekki ágreining, sern verða kann milli stjórnanna, koma af stað óvild milli þjóðanna. Og umfram alt, að þeir stjórnmálamenn, sem þykjast þurfa að ná fylgi kjósenda, reyni nú að stilla sig um að nota þá ógeðslegu aðferð, að sá útsæði óvildar og hat- urs gegn hinni dönsku þjóð í hugi manna, í von um að uppskera ein-' hverja stundarvegsemd eða stundar- hagnað handa sjálfum sjer. Utanríkisverslun Þjóðverja. Eftir G. Funk, verkfræðing.* I báðum fyrirlestrunum um þjóðar- búskap Þjóðverja í ófriðnum var líka dregin upp stutt mynd af viðskifta- lífi þjóðarinnar fyrir ófriðinn. Að eins eina hlið þess, útanríkisverslun- ina, var varla minst á, því hún hafði sakir hafnbannsins næstum algerlega stöðvast meðan á stríðinu stóð. En hún átti afarmikinn þátt í uppgangi hins þýska þjóðarbúskapar, og henni á Þýskaland að þakka hið efnalega afl, er hefur gert því mögulegt að berjast við stórkostlegt ofurefli. Þess vegna ætlum vjer að athuga hana hjer nokkru nánar. Þegar þýska ríkið var stofnað 1871, var aðalatvinnuvegur þjóðarinnar akuryrkja, og landið gat allvel fætt íbúana. En fólkstalan var í vexti, miklu hraðari en í Frakklandi, sem þann dag í dag hefur naumast fleiri íbúa en 1871, og einnig hraðari en í Englandi.** Hún steig árlega, næst- um um eina miljón, svo að brátt kom þar, að landið dugði ekki til að fæða íbúana og miklir útflutning- ar hófust. Að eins lítill hluti útflytj- endanna settist að í þýsku nýlendun- um, því þær voru enn þá lítt þrosk- aðar og eru, vegna lofslagsins, miður vel faþnar til aðseturs fyrir Evrópu- menn. Meiri hluti útflytjendanna leit- aði sjer samastaðar í Bandarikjunum eða ensku nýlendunum, gleymdu þar brátt sínu fyrra heimkynni og á þennan hátt misti Þýskaland svo mil- jónum skifti af duglegustu sonum sínum. Þá hófust, um 1880, hinar stórkost- legu framfarir í þýskum iðnaði, og með framförum landbúnaðarins tókst að auka afurðir jarðarinnar. Efna- hagur landsins óx svo brátt, að það fór að standa lítið að baki jafn auð- ugum löndum og Englandi og Frakk- landi. Ekki skorti heldur tækifæri til að græða fje, fyrir dugnaðarmenn. Sakir þessa minkaði útflutningurinn hröðum skrefum og var jafnvel á síð- ustu árum algerlega hættur, en aftur á móti óx hann hröðum fetum í öðr- um Evrópulöndum.*** Um leið óx cinnig að mun tala þeirra útlendinga, er settust að og störfuðu í Þýska- landi. Þeir voru 1880 276,000, en 1900 aítur á móti voru þeir 1,260,000. Orsökin til þessarar breytingar var þroskun iðnaðarins og landbúnaðar- ins. En iðnaðurinn þurfti fjölda af hráefnum og landbúnaðurinn þurfti skepnufóður og tilbúinn áburð, og mikinn hluta af þessum efnum varð að flytja inn frá útlöndum. Til þess að borga þennan mikla innflutning, varð Þýskaland að selja til útlanda fullgerðar iðnaðarvörttr. Það varð að * Þessi ritgerð er viðbót við fyrir- lestra þá tvo, sem höf. flutti hjer síð- astl vetur og prentaðir hafa verið, annar í Lögr., hinn í Landinu. Ritstj. Fólkstala i milj. Vöxtur 1871 1914 i ^ Þýskaland , .. 41 67 64 Frakkland • 36 40 II Stórabretl. • 32 46 44 *** Fólksflutningur frá Evrópu- ríkjum talinn í þúsundum (sjá Dan- marks statistiske Aarbog 1917, bls. 241): o.'Í § vh 0 0 » cr. H 0 Ov fO 00 J. s M i 00 I 1 | Sn Þýskaland Stórabretl. 221 136 53 29 26 26 og írland 243 256 i74 2.34 330 470 Rússland . 28 29 46 84 94 209 ftalía .... 4i 99 158 321 403 56S vissu leyti að stóreflis verkstæði, sem tók við hráefnum þeim og fóðurefn- um, sem önnur lönd ekki þurftu á að halda, og ljet í staðinn tilbúnar vörur. Á þessurn gyundvelli óx upp svo mikil utanríkisverslun, að fyrir ófriðinn liafði Þýskaland næst stærsta versl- unarumsetningu af öllum löndum heimsins, eins og eftirfarandi tafla sýnir: Verslunarumsetning á árunumi903 og 1913 í milj. kr. (sjá Danmarks statistiske Aarbog 1906, 1917, bls. 248) : 1903 bls. 193 og Vöxtur 19,3 ÍX Stórabretland 16397 25488 55 Þýskaland .. 10400 20042 93 Bandaríkin .. 9251 15960 73 Frakkland .. 8393 13350 59 ísland 21 35.8 71 Af þessu sjest, að verslunarumsetn- ing Þýskalands hefur næstum tvö- faldast á síðustu 10 árunum fyrir ófriðinn. Enn fremur sýnir næsta tafla skift- ingu verslunarumsetningarinnar: Verslunarumsetning Þýskalands ár- ið 1913 (í milj. kr.): nflutn- ngur. s ío £ S c é 5 C S 4 a 0 £ nj 2 Hráefni ... 4670 45 L530 15,8 Matvörur . 2720 26,3 1220 12,5 Hálfgerðar vörur ... 1100 10,7 1030 10,6 Fullgerðar vörur ... 1590 15,3 5920 61 Þessi tafla sýnir aftur ljóslega mynd þá, er vjer sýndum hjer að cfan af viðskiftalífi Þýskalands. Hún sýnir, hve háð Þýskaland er útlend- um hráefnum og matvörum, sem er næstum af öllum vöruinnflutningi þess, og að næstum ^3 af útflutningi þess eru fullgerðar vörur. Látum oss nú líta nokkru nánar á hinar helstu vörutegundir, innfluttar og útfluttar, árið 1913, talið í miljón- um króna: I n n f 1 u 11: Kornvörur ............. 945 Húðir og skinn....... 552 Baðmull ............... 540 Ull.................... 365 Kopar ................. 298 Kol ................... 243 Járngrýti ............. 202 Kaffi.................. 195 Silki ................. 192 Steinolía og aðrar olíur 152 Saltpjetur............. 151 Gúmmí ................. 132 Ú t f I u 11: Járn- og járnvörur ... 1120 Kol og koks ........... 640 Vjelar ................ 605 Baðmullarvörur....... 397 Litir.................. 259 Ullarvörur ............ 320 Sykur ................. 235 Barnaleikföng .......... 91 Af tölunum um innflutninginn sjest, hve afarmikið af matvörum og hráefnum Þýskaland flutti inn fyrir ófriðinn. Stöðvun þessa innflutnings á ófriðartímunum olli því geysimikl- um erfiðleikum heima fyrir. Hvernig tókst að sigrast á þessum erfiðleikum var skýrt frá í fyrsta fyrirlestrinum. Athugun talnanna um útílutning kemur mjer til að gera dálítinn póli- tískan útúrdúr. Meðal útfluttra vörutegunda stend- ur járn og járnvörur fremst í flokki, og eru 1120 milj. kr. virði. Þessi inn- flutningur er að vigt 7,2 milj. smál., en næstum 38% af hinni þýsku járn- framleiðslu, sem var 19 milj. smál. árið 1913. En einnig vjelarnar, sem eru þriðji liður í röðinni, eru að mestu leyti gerðar af járni. En járn- iðnaðurinn er ekki að eins stærsta iðnaðargrein Þýskalands, heldur einnig stærsti útflutningsiðnaðurinn. En líka fyrir þessa iðnaðargrein hef- ur landið ekki nægileg hráefni. Ein9 og sjest af innflutningsskýrslunni, neyddist það til að flytja inn frá út- löndum járngrýti fyrir 202 milj. kr. árið 1913, einkum frá Svíþjóð, Spáni og Frakklandi. Þetta var þó ekki rema 14 milj. tonna eða ýá af því sem Þýskaland þarfnaðist af jarn- grýti, en aftur á móti voru 28 milj, tonna unnar í Þýskalandi sjálfu. E11 uæstum allar járnnámur Þýskalands liggja í Lothringen. Nú nefna banda- menn það sem eitt helsta ófriðartak- mark sitt, að vinna Lothringen handa Frakklandi og getur Þýskaland undir engum kringumstæðum gengið inn á

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.