Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.05.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.05.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA AfgreiSslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Reykjavík, 1. mai 1918. Nr. 18. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir i Ukavirdi Siglútar Eymundssonr. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. —0— Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Lárus Fjeldsteð, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Áskorun til íslenskra kvenna. Eins og kunnugt er, fengum vjer konur stjórnmálalegt kjörgengi og kosningarrjett meö stjórnskipunar- lögum staöfestum 19. júní 1915- Með lögum þessum opnuðust þau sviS, er áöur voru oss lokuð og um leið og vjer fögnuðum hinum mikils- veröu rjettarbótum, hjetum vjer aö beita oss fyrir því máli, er aö voru áliti er eitthvert hið mikilsverðasta nauðsynjamál þjóðfjelags vors. Þaðan er sprottinn sá ásetningur íslenskra kvenna að vinna að stofn- un almenng spítala, er landið alt njóti góðs af, og sem liður í þeirri starf- semi myndaðist Landsspítala- s j ó ð u r í s 1 a n d s. Stofndagui hans var 19. j ú n í 1916. Sjóðstofunin gerði málið þekt og vinsælt meðal almennings um land alt, auk þess sem hún hjá stjórnar- völdum landsins aflaði'stofnunLands- spítala viðurkenningar sem málefni er *hrynda beri í framkvæmd hið fyrsta, og eru þegar gerðar ráðstaf- anir af hálfu hins opinbera, lóðar- kaup o. fl., til undirbúnings spítal- anum. Til þess að halda máli þessu vak- andi 0g til aukningar sjóðnum hafa kvenfjelög þau í Reykjavík, er að honum standa, ákveðið að halda stofndag hans, 19. júní, jafnan hátið- legan sem minningardag og jafnframt fjársöfnunardag. Árangur af fjársöfn- Un í Reykjavík, 19. júní 1917, varð stærsti tekjuauki sjóðsins á því ári. Nú fer 19. júní bráðum í hönd. I Reykjavík mun hann gerður svo há- tíðlegur og arðberandi, sem föng eru. Enn sem komið er hefurLandsspítala- sjóðsdagurinn, rjettarbótardagurinn, fánadagurinn, að eins verið haldinn hátíðlegur af konum Reykjavíkur. Dagur þessi flutti þó hin sömu rjett- indi til kvenna hvervetna á landinu Og málefnið, sem við hann er kent, er áhugamál kvenna um land alt. Þvi væri það vel við eigandi að vjer kon- ur ynnum að því, að 19. júní yrði viðurkendur um land alt sem minn- ingardagur rjettinda vorra og starfs- dagur til eflingar áhugamáli voru. Að vjer gerðum þennan eina dag árs- ins að þegnskyldudegi í þarfir mann- úðar og líknar. Hátíðahöld og fjársöfnun þenrtan dag hugsum vjer oss þannig: að kven- fjelög eða einstakar konur, sem áhuga hafa á málinu, gengjust fyrir þeim, hver í sínu bygðarlagi, á líkan hátt og kvenfjelögReykjavíkurhafa gert und- ánfarin ár. Stjórn Landsspítalasjóðs- ins telur sjer ljúft og skylt að gefa állar þær ráðleggingar og leiðbein- ihgar viðvíkjandi slíkum almennum Landsspítalasjóðsdegi, er óskað kann áð verða og hún getur í tje látið. Öskar hún að konurogkarlarviljisýna þessari málaleitun hennar sömu góð- vild og Landsspítalasjóðurinn jafnan hefur notið, en konunum treystir hún til þess að vinna að því af alhug — a ð 19. j ú n í v e r ð i f r a m v e g- is hátíðlegur haldinn sem minningardagur rjettar- bóta vorra og fjársöfnun- a r d a g u r t i 1 e f 1 i n g a r L a n d s- spítalasjóðs íslands. Rvík, síðasta dag vetrar 1918. Ingibjörg H. Bjarnason, formaður sjóðsstjórnarinnar. Þórunn Jónassen, gjaldkeri. Inga L. Lárusdóttir, ritari. Elín Jónatansdóttir, Guðríður Guðmundsdóttir. Jónína Jónatansdóttir. Laufey Vilhjálmsdóttir. Sigurbjörg Þorláksdóttir- Önnur blöð eru vinsamlega beðin að birta áskorun þessa hið allfa fyrsta. Um íslenskt þingræði. Fyrirlestur haldinn í fjelaginu „Sjáíf' stjórn“ í mars 1918. Eftir Árna Pálsson. (Niðurl.) Jeg hef nú nokkuð reynt að bera í bætifláka fyrir Alþingi og hef bent á nokkra þá örðugleika, sem Alþingi öðrum þingum fremur á við að berj- ast. Því verður tæpast neitað, að ekki er betur en svo í pottinn búið fyrir þingið, að það er engin furöa þótt ýmislegt fari þar í handaskolum á stundum. En nú verður þess að geta, að það eru alls ekki mistökin og mis- fellurnar i löggjöfinni, sem mest hafa veiklað traust almennings á þinginu. Til þess liggja meðal annars þau rök, að öllum almenningi er litt kunnugt um þau efni, enda er litið gert til þess að fræða hann um þau. Það er ýmis- legur annar auðvirðisháttur í fari og framkomu þingsins, sem hefur fyrir- gert virðingu og trausti þess meðal þjóðarinnar. Menn eiga bágt með að bera virðingu fyrir þinginu aðallega vegua þess, að menn þykjast við ýms tækifæri ekki geta sjeð, að þingið beri neina virðingu fyrir sjálfu sjer. Hvað eftir annað hefur alþingi lyft mönn- um til metorða og mannaforráðs, sem mönnum getur ekki skilist að hefðu átt neina leið til vegs og valda, ef þeir heföu eigi notið þingsins við. Jeg ætla mjer ekki að tala hjer margt um bitlingabrask og embætta- dorg einstakra þingmanna. Slíkt tiðk- ast vitanlega á öllum veraldarinnai þingum og er vitanlega einn hinn allra ískyggilegasti agnúi þingræð- isins. En alstaðar mun hafa reynst torvelt að reisa skorður við þeim ó- iagnaði. Þess má þó geta, að Hol- lendingar hafa mælt svo fyrir í grundvallarlögum sínum, að hvei þingmaður, sem fær veitingu fyrir ríkisembætti,verði að afsala sjer þing- mensku, en auðvitaö hefur hann leyfi til þess að bjóða sig fram að nýju, og getur þá samstundis orðið þing- maður aftur, ef kjósendur sjá engin missmíði á ráði hans, Jeg get nú ekki betur sjeð, en að full þörf væri á, ab sams konar ákvæði væri sett i stjórn- arskrá vora, og ætti það þá að ná til allra embætta 0g alls launaðs starfs, sem veitt er af þinginu. En annars verð jeg að játa, að jeg hef ekki trú á að neitt geti hjálpað í slíkum efnum annað en heilbrigð siðferðistilfinning þjóðarinnar. Ef þjóðin gerir sig á- nægða með það, að menn sem eiga að reka hennar erindi noti þingsetuna til þess að reka sín eigin erindi, eða ef hún álítur það holt heiðri og virð- ingu þingmanna sinna, að þeir eigi persónulegan hagnað að sækja undir högg samflokksmanna og andstæð- inga, — þá verður við svo búið að sitja, Það eitt er víst, að fyrir slíkt háttalag tekur þjóðin greypileg gjöld fyr eða síðar. ■ En þó skiftir það minstu, þótt ein- staka fengsælir þingmenn rnaki królc- inn við og við. Hitt tekur út yfir, hvernig þingi og stjórn ferst úr hendi að velja menn til stai'fa fyrir þjóð- fjelagið. Það hefur margoft komið íyrir á síðustu árum þegar spurst hefur um embættaveitingar eða út- nefningar til annara opinberra starfa, að menn hafa í fyrstu engan trúnað viljað leggja á fregnirnar og hafa haldið að gárungar væru að gabba sig með ófyndnum lygasögum. En nú er þessi tortrygni farin að rjena talsvert eftir reynslu hinna síðustu ára. Menn eru farnir að trúa öllu, sætta sig við alt, og þær embættaveit- mgar, sem menn telja sæmilegar og rjettmætar,vekja nú miklu meiri undr- un og eftirtekt heldur en hinar. Það hefur lengi verið mál rnanna, að jarðamatið í landinu væri heldur skakt, svo að til vandræða horfði fyrir viðskiftalífið, og þess vegna fer nú á þessum árum fram ný virðing á öllum jarðeignum manna á landi hjer. Ef nú svo kynni að vera, að mannamatið, sem hjer gildir og geng- ur, væri ekki öllu rjettara, þá þyrfti sem fyrst að fara fram nývirðing á manngildi vor á meðal. Hvað þarf til þess að vera talinn góður maður og gildur á þessu landi? Hvaða kostum þarf maður að vera búinn, til þess að vinna traust og hylli þjóðarinnar? Jeg þykist vita, að menn fari að telja upp mannkostina og dygðirnar: sannleiksást, ættjarð- arást, ósjerplægni, stefnufestu, vilja- þrek, vitsmuni, þekkingu o. s. frv. Auðvitað kemur engum til hugar að neita, að allir þessir fögru mannkost- ir sjeu í hávegum hafðir vor á meðal, sjálfsagt er líka mikið til af þeim í landinu, eða svo láta menn. En hitt hygg jeg að maður geti rólega full- yrt, að það sjeu ekki slíkir hlutir, sem lagðir eru á metin, þegar verið er að skipa virðingarsæti þessa þjóð- fjelags. Sauðkindin er þeim mun vitr- ari en við, að hún fylgir þeim ein- um, sem forustusauðir eru af náttúr- unni. Við leikum okkur að þvi, að „útnefna" forustusauði, og svo verð- ur hitt að ráðast sem má, hvort nokk- ur forusta er að þeim, eða þeir eru arlakar og eftirbátar. Oft hef jeg heyrt þeirri spurningu kastað fram, hvað þjóðin myndi hafa ■ fyrir augum þegar hún kýs fulltrúa sína. En aldrei hef jeg vitað neinn mann geta svarað þeirri spurningu. Mjer er kunnugt, að gamlir og nýtir þingmenn telja þingsætin furðu ,vel skipuð, ef helmingur þingmanna get- ur talist sæmilega hæfur til þing- starfa. Sumir úr hinum helmingnum eiga ef til vill lítið annað erindi á þing, en að tefja fyrir þeim, sem betur kunna, með gaspri sínu og stefnu- leysi. Og þó að maður skoði slíka þingmenn í krók og kring, þó að maður rannsaki þá með smásjá, þá uppgötvar maður ekki neitt, sem manni getur skilist, að kjósendurnir hafi getað gengist fyrir. Inn á Al- þingi virðast dutlungar reikuls 0g hvikandi almenningsálits geta feykt hverju sem er, án alls manngreinar- álits og af þingbekkjunum getur svo hvað sem er fokið upp í ráðherra- stólana eða önnur mjúk sæti, sömu- leiðis án alls manngreinarálits, Hvar mun lenda, ef slíku vindur fram enn þá um langar stundir? Póli- tísku lífi okkar er nú líkt farið ein& og viðskiftalífinu, þegar mikið af falsmynt er á gangi. Við höfum vilj- að gefa ýmsum pólitískum „pappír- um“ okkar það gildi, sem þeir í raun og veru ekki hafa. Slíkt getur okkur ekki haldist uppi til lengdar, án þess að við borgum það dýrum dóm- um. Þjóðin getur ekki svikið sjálfa sig ver með neinu, heldur en því, að taka liðljettinginn fram yfir nytja- manninn. Við verðum sem fyrst að átta okkur á því, að forustusótt er ekki sama sem forustuhæfileiki. Og eins á hinu, að það tjáir ekki að ætla sjer að gefa mönnunum meira gildi XIII. árg. Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóðu veggfóðri, margs konar pappír og pappa —■ á þil, loft og gólf — og gips- uðum loftlistum og loftrósum. Símnefni: Sveinco. Talsími 420. Hlutafjelag'id ,,Völundur“ Reykjavik hefur nú fyrirliggjandi töluverðar birgðir af alls konar algengum trjá- við, svo sem: Plægð borð: /4, 1 og i)4 X 5”- Óunnin borð: }iX5’> 1 X 4- 5> 6, 8, 9, 10 og 11”; i/4 X 8”; i/2 X 5 og 6”- Planka: 2 X 4, 5 og 7”i 2/i X 5” og 3 X 8”. Allar tegundir af trjám. Ókantskorin báta- borð HX9 til 15”. Áraplanka 3 X 9”- Landsbókasafnið. Samkv. 11. gr. í reglum um afnot Landsbókasafnsins, eru allir lán- takendur ámintir um að skila öllum þeim bókum, er þeir hafa að láni úr safninu, fyrir 14. d. maímán. næstk-, og verður engin bók lánuð það- an, meðan á innheimtu bókanna stendur (1.—14. maí). Skilatími kl. 1— 3 síðdegis. Landsbókas. 29. d. aprílmán. 1918. Jón Jacobson. en náttúran hefur gefið þeim, þvi að hver sú þjóð. sem fótum treður þann sannleika, verður sjálf fótum troðin. Nokkrar hugleiðingar um íhugunarverð mál. (Framh.) Eldsneyti. Þá þarf að hafa fyrirhyggju með eldsneyti, því eldiviðarleysi má leggja á borð við matarleysi. Jeg geri ráð fyrir, að sveitamenn sjái sjer yfirleitt borgið að þessu leyti, en sjóþorpin og kaupstaðirnir þurfa að sýna þar meiri fyrirhyggju en áður. — Því útlent eldsneyti verð- ur ekki nú sótt í búðirnar eftir þörf- um, og svo má það heita ókaupandi. — Strax á næsta vori þarf að afla áreiðanlegra upplýsinga um eldsneyt- isþörfina í hverju kauptúni, og sjá um að henni verði fullnægt til árs. Mótekju verður að hefja það’ fyrsta og jörð þiðnar næsta vor, svo siður missist af móþurkunum. Og innlendra kola þarf að afla eftir þvi sem nauð- syn krefur og föng eru á.* — Það er seint að hugsa fyrir sliku, þegar komið er fram á haust. Hjer þarf stjórnin'að hafa forgönguna og hvetja menn til framkvæmda og ganga ríkt eítir, að sjóþorp og kauptún leggi fram krafta sína. Grasa- og sölvatekja. HvorttVeggja þarf að koma&t í fylsta gengi næsta vor og sumar. Ætti Búnaðarfjelag Islands að beitast fyrir duglegri hvatningu í þá átt. — Svo þarf að gera tilraunir með notk- un sölva og grasa til mjöldrýginda og gefa út leiðbeiningu um matreiðslu þeirra. Eins að greiða fyrir því, að hvorttveggja gangi sem verslunar- vara innan lands. — Næði grasanotk- unin til kaupstaðanna væri grasa- tínsla gott verk handa gamalmennum í kaupstöðum að vetrinum. — Eigi væri úr vegi að fara að ráðum Stein- gríms læknis Matthíassonar og sækja eitthvað af grasaflekkjunum upp á heiðarnar. Væri það „sportför" fyrir suma kaupstaðarbúana. — Ef hörg- ull yrði á brauðmjöli í landinu, en nægur forði af grösum og sölum, væri * Kola- eða surtarbrands-nám má reka að vetrinum, þar sem vel hagar til og námið er vel undiybúið. vel gerlegt að fyrirskipa notkun þess i slátur og brauð, til að spara mjölið. Athugaverður ráðningarmáti. Síldarvinnan hefur mörg undanfar- andi sumur verið mjög eftirsótt af verkafólki á landinu. Því kaupið var hátt hjá þeim, sem mest báru úr být- um, en ærið hefur það verið misjafnt og komið hart niður á sumum, þegar lítið aflaðist, og síðastl. sumar varð verkalýðurinn fyrir gífurlegum skell af síldarútgerðinni. Veldur því ráðn- ingarmátinn. Fjöldi manna er ráðinn upp á lítið fast kaup, en á að taka viðbótina í „premíu“, sumir eru ráðn- ír eingöngu upp á „premíu“. Sumt fólk er ráðið þannig, að það á að vera komið á ákveðna veiðistöð, þegar veiðitíminn á að byrja, svo er því heitið ákveðnu kaupi fyrir að kverka síld og salta í hverja tunnu, en því engin tryggin gefin á móti, ef veiðin gengur illa eða ekkert aflast. — Þann- ig er svo og svo mikill hluti áhætt- unnar við veiðina lagður á bak verka- fólkinu, má geta nærri hvernig þaö afklæðist fyrir fátæku fjölskyldu- fóllci sem engu hefur að treysta nema sumarkaupi sínu. Alvarlegastar hafa afleiðingamar orðið af þessu síðastl. sumar, t. d. á ísafirði. Fjöldi manna kom slippur heim, eftir sumarið, og margir með skuld á bakinu, þvi þeir unni ekki fyrir fæði; svo kom vetUr- inn með gæftaleysi, hafís og frostum og ekkert var til að bíta eða brenna. — Þessi ráðningarmáti við síldarveið- arnar er sjerstaklega athugavert mál á þessum tíma, þegar ekkert má á bjáta,- fyrir fjölskyldumönnum við sjávarsíðuna. Mál þetta þarf stjórn- in að ræða við útgerðarmenn, og þær hjeraðsstjórnir, er málið snertir mest, og leitast við að finna einhverja leið til að sjá því verkafólki, er atvinrtu þessa stundar,betur trygða ávexxti af henni. — Því það er hið mesta tjón þjóðfjelaginu, þegar þúsundir»manna eyða bjargræðistímanum til einskis. — En nóg er þó til að vinna, sem arð gefur, skortur á Verkafólki i sveitum og mokafli af fiski inn á hverjum firði, sem enginn hirðir um, eins og í sumar. Bátfiski. Síðastl. súmar gekk fiskur óvana- lega nærri landi, og víða hvar var hver vík og fjörður fullur af þorski, svo að eigi þurfti nema rjett fram fyrir landssteinana til að hlaða. — Það var rjett eins og forsjónin væri að benda mönnum á áð nota nú róðr- arþátana og taka upp hinar eldriveiðU

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.