Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.06.1918, Blaðsíða 3

Lögrétta - 26.06.1918, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA rop „Voröld“ heitir íslenskt vikublaö, sem byrjaSi aS koma út í Winnipeg I. febr. síöastl., en ekki mun hafa sjest hjer heima fyr en nú um þetta leyti. Ritstj. er Sig'. Júl. Jóhannesson, áSur ritstj. „Lögbergs". BláSiS virö- ist standa í sambandi viS enskt blaS-t fyrirtæki, sem jafnframt er stofnaS til, og eiga bæSi, enska og íslenska blaSiS, aS hafa sömu ritstjórnarstof- ur og prentsmiSju og „vera hvort cSru til styrktar,“ segir í „Voröld“ Níu manna stjórnarnefnd hefur blaS- inu veriS kosin, og eiga þeir heima til og frá um ísl. nýlendurnar vestan hafs, en formaSur er Arngr. Johnson og ritari Hjálmar Gíslason í Winni- peg. RáSsmaSur er Jón G. Hjalta- lín, áSur gjaldkeri Northern Crown bankans. BlaSafyrirtækiS mun vera sprottiS af misklíS innan Liberala flokksinsviS síSustu kosningar. „Vor- öld“ er í sönui stærS og „Lögr.“, en barnablaS fylgir hverju tbl.,sem „Sól öld“ heitir. í i. tbl. „Voraldar" er góS mynd af Tr. Gunnarssyni heitn- um ásamt eftirmælagrein. í 9. tbl. er þýSing frá „Gesti" á kvæSi eftir Longfellow, „Dagur er liSinn“ og hefur hr. ASalsteinn Kristjánsson, sem hjer var í vetur, höf. bókarinnar „Austur í blámóSu fjalla“, fært „Vor- öld“ kvæSiSi, og þar meS þessa stöku frá þýSandanums LýSir ganga’ á glóSum, gnestur fold og brestur. KveSju greppum góSum Gestur sendir vestur. Kl. Jónsson fyrv.landritari er sagS- ur orSinn formaSur fossafjelagsins „Titan“, sem er eigandi Þjórsárfoss- anna, meS 12000 kr. árslaunum. Hann dvelur nú í Khöfn. Mannalát. Dáin er 6. þ. m. frú Sól- veig Thorarensen á MóeiSarhvoli, fædd 8. ág. 1861. — Nýlega er dáin hjer á Landakotsspítalanum úr berklaveiki frk. Jóhanna Gísladóttir Isleifssonar lögfræSings á 3. skrif- stofu stjórnarráSsins. 18. þ. m. andaSist hjer í bænum Jón HafliSason steinsmiSur, vænn maSur og vinsæll. JarSarför hans fer fram 28. þ. m. Háskólapróf. Fyrri hluta lækna- prófs hafa tekiS: Daníel Fjeldsted meS 2. betri eink., Eggert Briem meS 2 eink., GuSni Hjörleifsson meS 1. eink., Jón Árnason meS 2. betri eink. og Karl Magnússon meS 2. betri eink. — EfnafræSispróf læknadeildarinnar 'hafa tekiS JófríSur Zoega og FriS- rik Björnsson, bæSi meS góSri 1. eink. Háskólarektor næsta ár hefur Ein- ar prófessor Arnórsson veriS kos- inn. Stefán Guðjohnsen verslunarstjóri á Húsavík hefur nú keypt verslun Örum & Wulffs á Húsavík, sem hann hefur veitt forstöSu, meS húsum öll- um, útibúum og öllu tilheyrandi. Roald Amundsen er kominn á staS h ferS til norSurheimskautsins, segir r.ýkomin símfregn. Ferð um Skaftafellssýslu 1918. Eftir G. Hjallason. Þann 4. febrúar fór jeg á staS, og kom heim 27. maí. Fór alveg austur í Lón, hef aldrei áSur komiS í þá sveit, hjelt yfir 90 fyrirlestra á meir en 40 stöSum í sýslunni, viStökur fyr- irtak, og athygli ágætt, eins og ár Af því aS fæstir geyma blaSagrein- ar, og muna því líklega fátt af lýs- ingu minni þaS ár, ætla jeg aS rita nokkuS um sýslttna og sýslubúa líka, en samt nokkuS öSrtt vísi en áSur. Tek fyrst þaS sem liggnr næst. 1. Árferði í sýslunni í vetur og vor. •— Umhleypinga- og ofviSrasamt vai í febrúar og mars, en batnaSi meS apríl, komu samt í honum frostá- og hrakviSra köst, en færri en í hin- tim mánuSunum. AlstaSar varS snjó- laust á láglendi í annari viku eftir páska, urSu þá nógir hagar fyrir fje og hesta, en gefiS var þvi samt meira eSa minna, því jörS er víSa kvist- litil og lítiS um vetrargrænar fóSur- plöntur í þessum snjóljettu sveitum. Samt urSu hey nóg, því batinn kom svo snemma. Skepnuhöld góS; sá jeg hvergi magrar skepnur, voru allar fjörugar og fremur sællegar aS sjá. Eftir páskana kom feikna afli í Austursýsluna mest alla, bæSi í Lón- iS, í Nesin og Mýrarnar, í Horna- fjörSinn og í SuSursveitina. En í öræfin var hann þó ekki kominn, enda er enn þá örSugra þar meS út- ræSi en i hinum sveitunum. Jeg held, að þeir hafi veriS búnir aS fá fyrir sumarmálin í áSurnefndum sveitum kringum 40 þús. alls af þorski, stút- ungi og sumstaSar stórufsa, mest á íæri, sumt inni í HornafirSi sjálf- um, en mest úti á opnu hafi. Fengu t. d. SuSursveitarmenn 10—12 þús. Gengu þaSan 4 skip, 6- og 8-æringar, en 12 manns á hverju. Frá Mýrum gengu 6 skip, og eitthvaS líkt var meS þetta í Nesjunum. Auk þess voru þar mótorbátar, flestir austan af fjörS- , um. 6 franskar færaduggur voru þar | úti fyrir, en botnvörpungar engir. Jeg fór um sumarmálin úr Austur- sýslunni. Og rjett á eftir frjetti jeg um sífeldan afla þar. Er líklegt, aS um mánaSamót apríl og maí hafi þeir veriS búnir aS fá 20 þús. eSa meira, í sveit hverja ; lika var þá komin kola- og hnísuveiSi á HornafjörSinn. Mik- iS búiS aS salta, og fariS var líka aS herSa áSur en jeg fór. — Jeg var nótt hjá Þórhalli kaupmanni í HornafirSi, og var þá þegar kominn talsverSur saltfisksstafli hjá honum og bættist mikið viS seinna. Hann sýndi mjer vörubirgSir sínar, og var heldur rík- mannlegt á aS lita, kassi við kassa og sekkur viS sekk. Minnir mig hann segðist vera búinn aS byrgja sig svona mikiS til eSa alveg fyrir áriS. Hjer um bil öll Austursýslan verslar viS hann. — SnemmgróiS var þar eystra. Vetrarblóm útsprungin i HornafirSi, stór og fögur, 17. aprjl. Og á sumardaginn fyrsta var birki- lauf aS springa út á Svínafelli í Ör- æfum og fult af algrænum knöppum á skóginum. Burnirót í veggjum meS 5 þuml. löngum nýgræðings blaS- leggjum, tún óSum aS grænka og veSriS mj.ög blítt, fult af rjúpum á túnum þar og víSar i Öræfum, og þær litu vel út — en marga sá jeg nú 1 júpnaræflana á leiSinni. — Austur- sýslubúar virSast vera vel birgir þetta áriS. ÞaS sem helst skorti í vor sum- staSar, var eldiviSur. Mór er ekki víSa, skógur þó sumstaðar, reki nokkur, en kol ókaupandi, enda sá jeg þau ekki neinstaðar, aS teljandi væri. Lakara var ástandiS meS birgðir í Vestursýslunni. Hey aS vísu nóg og skepnuhöld líka góS, en lítiS var um fisk fyrr en eftir sumarmál, þá fór aS smáaflast, og fyrir hvítasunnu var kominn góSur afli i Mýrdalnum, eink- um vestan til. LitiS var og um vörur i Mýrdalsvík í vor, en svo kom nú „Skaftfellingur" fyrir hátíSina meS eitthvaS 50 tonn. 2. óviðjafnanlegt landslag.—Eftir því sem mjer er kunnugt, þá má landslagiS í Skaftafellssýslu heita ó- viSjafnanlegt, Þar eru miklir jöklar og jökulvötn, mikil eldfjöll, hraun og sandar í merkilegri sameining á til- tölulega litlu svæði (3—400 fermíÞ um). Jöklar, eldfjöll, hraun og sand- ar eru nú reyndar víða í veröldinni en vanalega ekki öll saman, heldut sitt á hverjum staS. Jöklar eru, til dæmis, nógir á Grænlandi, einnig í Sviss og Noregi, en þar eru ekki hraunin og sandarnir. Aftur eru nóg eldfjöll og hraun á ítalíu og í Japan, en þar er lítiS um jöklana. Og nógir eru sandar í Sahara og MiS-Asíu, en jökulvötn renna ekki yfir þá. Austur á Kamtsjatka eru eldfjöll og jöklar ; en ekki veit jeg hvort jokulvötn renna þar yfir mikla eyðisanda meS stór- flóðuni og húsháum borgar-ís eins og SkeiSará gerir í hlaupum sínum. Skaftafellssýsla er einmitt þaS, sem einna mest staSfestir þaS, sem dr. H. Pjeturss segir um ísland: „ÞaS líkist engum löndum.“ ÞaS er gamall mis- skilningur að segja að Noregur og ísland sjeu lík, því þau eru í mörgu nauSa-ólík, alt önnur jarðmyndun og fjallalögun, og alt annaS grjót, jái jurtalíf talsvert annaS; og einkum er Skaftafellssýsla afar-ólík Noregi. Sljettlendin miklu og háu fjöllin hjá Myndin sýnir gröf Abrahams í Tyrkneskri kirkju i Palistínu- Er nú landiS þar umhverfis i höndum Eng- lendinga. Framan við tjaldiS, sem hylur gröfina, sjást tvö bindi af Kóraninum. henni líkjast þó fremur sumurn sljett- um viS háfjöll MiSjarSarhafsland- anna. 3. Árnar í Vestur-Skaftafellsýslu.— Fátt er nytsamlegra fyrir ferSamann- inn en aS þekkja vel torfærur þær sem verSa á vegi lians. Skal því byrja á aS lýsa nokkuö ánum í Skaftafells- sýslu. Og fyrst skal fræga telja, þá sem næst er þeim sem austur fara, Jökulsá á Sólheimasandi, sem liggur austan viS Skógasand. Hún er afar- ströng og stórgrýtt, nema neðst, en þar er aftur sandbleytan. Á þessi vex afar-fljótt, skellur oft yfir hestinn, og þá er hætt. Mesta reiö jeg hana í bóghnútu aS ofan, en rúmlega í kviö aö neðan. Þessu, eöa meiru, munar á straumnum. En tvisvar fjekk jeg hana rjett i kviö, og þrisvar í hnje. En hún er oft mest, já, ófær, þegar mest liggur á, bæði fyrir slátt, um slátt og eins á haustin, já, getur alt af orSiS ófær. Lón mikiS er í jökl- inum viS upptök hennar, og hleypur fram meS ofsa jökulhlaupi, þegar minst varir, óferjandi held jeg hún sje, og bráðófær er jökulíinn, sem hún kemur úr, fyrir -hest. Sagt er, aS kunnugir menn geti klöngrast gangandi yfir hann. En krókur er þaS, og þá best aS vera mannbrodd- aður! Margir hafa fariS i hana, og þaS gætnir og öruggir menn ÞaS er því meir en þörf á aS brúa hana! Fyrir austan hana eru í Mýrdalnum 2 jökttlár, Klifandi og Hafursá, miklu hættuminni, en þó stundum varasam- ar. Tvær smáár eru austar i Mýr- dalnum, og austan viS Mýrdalsvík er Kerlingardalsá, er getur verið djúp og varasöm. — Margar ár eru á Mýr- dalssandi. Vestast er Múlakvísl, vex ægilega, rennur þá í mörgum kvisl- um, en verður stundum eitt samflæSi bæjarleiSarkorn á breidd. ÁSur rann meginvatn hennar austar, fórust þrír merkismenn í því 1823. KvaS Bjarni Thorarensen utn þaS og segir:.„Jök- ulfljót rennur á sandinum svart, sent upp úr náheimum berg gegnum hart.“ En aldrei hef jeg fengiS Múlakvísl nema undir kviS. Hún er eins og önn- ur jökulvötn eystra, minst á útmán- uðum og vorum. Háöldu-kvísl er á miðjum sandinum. Hún er bergvatn.. og vex sjaldan mikiö. Svo kemur Blautakvísl, hún er ekki mikil heldur, en sandbleyta er oft í henni, eins og hinum ánum neöan til, þar sem sand- urinn er fínni. Þar fyrir austan er á vestan viS sæluhúsið. Og fyrir'austan þaS 3 smáár, er Kælarar heita, vaxa stundum. Fyrir austan Mýrdalssand er mesta áin i sýslunni, KúðafljótiS. Ekki fór jeg yfir þa'S, heldur þær ár sem þaS verður til af, og eru þær þessar: Fyrst Hólmsá, hún er brúuS cg var sannarlega ekki vanþörf á því. Mjer þykir hún voöalegri en Jökulsá á Breiðamerkursandi, bæði vatsmikil og ströng. Svo kemur Skaftártungufljót, talsvert bergvatn, en fremur góS vöS á því. Svo er Ásavatn (Eldvatn), mjótt, strangt, vatnsmikið og varla reitt, enda brúaS. kemur þaö ofan úr Skaftá. Auk þessa renna mörg smá bergvötn i KúSa- fljót, og er Skálm, sunnan og vestan viS Holmsá, eitt þeirra. Er hún eigin- lega uppspretta í sandinum, en í hana rennur frá jöklum í leysingunum. Fyrir austan Ásavatn renna Ásakvísl- ar þrjár^eða fleiri, suður og ofan i gegn um Skaftárhraunið frá 1783. Eru oft miklar. Eldra nraun er undir því neSan og austan viS þaS og í þvi rniðju. Skaftá sjálf rennur ofan og norSan við hraunið og svo niöur og austur fyrir austan það. Eru þvi þessi miklu hraun, ásamt MeSallandinu fyr- ir neðan þau, afhólmuð lönd. — HiS eiginlega Eldvatn kemur upp i miðj- um hraunum þessum, gjáótt og sendið í botni, reiS jeg þaS dýpst á miSjar síSur, er ekki slæmt fyrir gætna og kunnuga. — Á SíSunni er Geirlandsá, ströng og vex mikiS, er þá varasöm. — Svo eru smáár, uns Þverá kemur, oft mikil, er, eða var, terja viS hana. Svo erHverfisfljót,er núkið í vöxtum, en nú brúaS, og Brunná, fyrir austan það.Hún er samt ekki mjög mikil.Svo er ein á enn, og svo kemur Kálfafell og fyrir austan þaS er Djúpá, vatns- mikil, ströng og botnslæm. Veitti ekki af að brúa hana. — Milli Austur- og Vestursýslunnar eru Núpsvötnin mikiS, en fremur lygnt jökulvatn í mörgum kvíslum. Jeg fjekk þau þetta frá rnilli hnjes og kviðar og í bóg- hnútu, voru þau ekki mikil fremur en hinar árnar, þegar jeg fór yfir um þær. Jeg hef ekki sjeö Skaftafellssýslu- vötnin í neinum algleymingi. En förin — farvegina á þurru — hef jeg sjeS, og sýna þau glögt, aS gangur hefur veriS á. Eina bótin, að duglegir og gætnir eru fylgdarmenn þarna austurfrá og hestar afbragS. Óvanir rnenn meS óvana hesta mega vara sig á vötnum þessum, og þaS eins þó þau sjeu lítil. Þau eru mörg sí- mórauð, og botnsteinar, hyljir og sandbleytur sjást því ekki. Alþingi. Þingsályktanir. 40. Um erfðafestuábúS á þjóSijörS- um og kirkjujörðum. Flm.: Bj. St. — Neðri dcild Alþingis ályktar aS skora á landsstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga um erfSaábúðt a þjóSjöröum og kirkjujörðum. 41. Um lán handa klæSaverksmiðj- unni á Álafossi. Frá fjárveitinga- nefnd n. d. — Alþingi ályktar aS heimila landsstjórninni aS lána eig- endum klæðaverksmiSjunnar á Ála- fossi alt aS 100 þús. krónur, til aS fullkomna verksmiSjuna á ýmsan hátt. — LániS veitist gegn veði í verksmiðjunni og ábyrgS, er stjórnin tekur gilda, ávaxtist meö 5% og greiðist nreS jöfnum afborgunum á 20 árum. 42. Um raflýsingu á Laugarnesspít ala. Frá fjárveitinganefnd n. d. — Alþingi ályktar aS heimila lands- stjórninni aS verja fje til þess aS raf- lýsa holdsveikraspítalann í Laugar- nesi. 43. Um hinn almenna mentaskóla. Flm.: Bjarni frá Vogi. — Alþingi á- lyktar að skora á stjórnina: I. AS rannsaka, hvort eigi muni hollara aö gera hinn almenna mentaskóla aftur aS læröum skóla, meö líku sniöi og áður var, en greina hann frá gagn- fræSaskólunum. II. AS rannsaka, hvort eigi rnundi rjettara að skifta þeim lærða skóla í deildir siðustu ár- in, rpálfræöisdeild og stæröfræSis dilt, eöa jafnvel fleiri. III. AS gera sem fyrst ráöstafanir til þessarar breytingár, svá fremi rannsóknin leið- ir til þeirrar niðiurstöSu. 44. Um kosning samningamanna. Frá fullveldisnefndum. — Alþingi á- lyktar aS kjósa fjóra þingmenn til þess aS hafa á hendi samninga fyrir hönd þingsins viS sendimenn Dana. 45. Um bráðabirgSalaunaviSbót handa starfsmönnum landssímans. Frá fjárveitinganefnd n. d. — Alþingi ályktar aö heimila landsstjórninni aö verja alt að 40000 kr. á ári af tekjum landssímans til bráöabirgSalauna- viöbótar handa starfsmönnum lands- símans. Úthlutun þessarar launaviS- bótar fer frarn eftir tillögum lands- símastjóra. Af launaviSbót þessari greiSist engin dýrtiðaruppbót. Samþyktar þingsályktanir. 26. Urn efniviS til opinna róörar- báta. 27. Um erfðaábúS á þjóðjÖrSum og kirkjujoröum. 28. Um kosningu samningamanna Lárua Fjeldsted, yf irr jettarmálaf ærslumað ur Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síSd. 29. Unt rannsókn mómýra. — Al- þingi ályktar aö heimila landsstjórn- inni SS verja alt að 3000 krónum til rannsókna á mómýrum á þeirn stöð- um, er líklegastir þykja til þess, að móiðnaSur veröi rekinn á síöar. Þingmannafrumvörp. 32. Urn afhendingu á landi til kirkjugarös í Stokkseyrarsókn. Flm.: Einar Arnórsson. — Skylt er hverjum manni að láta af hendi nauösynlegt land undir nýjan kirkjugarS handa Stokkseyrarsókn, enda korni fult cndurgjald fyrir. ' 33. Um breyting á lögum nr. 34, 16. nóv. 1907, um skipun læknishjeraSa. Frá fjárveitinganefnd n. d. — 1. gr.: MeSan ófriðurinn stendur og þar til ööru vísi verSur ákveðiS, heimilast hjeraöslæknum landsins aS hækka gjaldskrá þá, sem um getur í 4. gr. laga nr. 34, 16. nóv. 1907, svo og borgun fyrir ferðir, sem ákveðin er í 5. gr. sömu laga, um alt aö 50%. — 2. gr.: Lög þessi öölast þegar gildi. 34. Um bráSabirgðaláunaviöbót til embættismanna. Frá fjárveitinga- nefnd n. d. — 1. gr.: Auk lögmæltra launa og dýrtíSaruppbótar samkvæmt lögum nr. 59, 26. okt. 1917, veitist launaviðbót, svo sem fyrir er mælt í lögum þessum. — 2. gr.: Skrifstofu- stjórar í stjórnarráöi íslands, svo og hagstofustjórinn, landsbókavöröur, þjóðskjalavörSur og þjóðmenjavörð- ur, fá 500 kr. launaviSbót hver á ári — 3. gr.: Dómstjóri i landsyfirrjetti fær 1200 króna launaviöbót á ári og meödómendur sama rjettar 1000 kr. hvor. — 4. gr.: Landlæknir, holds- veikralæknir og allir hjeraðslæknar landsins, aörir en þeir, sem taldir eru í 5. grein, fá 500 króna launaviðbót hver um sig á ári. — 5. gr.: Lækn- arnir í Keflavíkur-, Patreksfjaröar-, Blönduóss-, SeySisfjaröar- og Reykj- ó.rfjarðar-hjeruðum fá þá launaviö- bót, sem til vantar að laun þeirra nemi 2000 krónum á ári. — 6. gr.; Allir fastir kennarar háskólans, (pró- fessorar og dósentar), að Einari pró- fessor Arnórssyni undanskildum, fá 500 kr. launaviðbót á ári hver um sig. — 7. gr.: Skólastjói'ar viS mentaskól- ann, gagnfræðaskólann á Akureyri. kennaraskólann, stýrimannaskólann og vjelstjóraskólan og allir fastir kennarar og aukakennarar þessara skóla, svo og fræöslumálastjórinn, fá 500 kr. launaviöbót hver á ári. —- 8. gr.: Vegamálastjóri og vitamála- stjóri fá 500 kr. launaviSbót á ári hvor urn sig. — 9. gr.: Biskup lands- ins fær 500 kr. launaviðbót á ári. — 10. gr.: Fangaverðinum viS hegning- arhúsiö í Reykjavík veitist 400 kr. launaviöbót á ári. — 11. gr.: Lands- stjórninni heimilast aö verja alt aö 8000 kr. á ári til úthlutunar meSal presta þeirra, er við erfiö kjör eiga aS búa sökum dýrtíðarínnar.Úthlutun j essa fjár skal geið efrir tillögum l.iskups. — 12. gr.: Af launaviöbót samkvæmt lögum þessum greiðist engin dýrtíöaruppbót. — 13. gr.: Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda þar til ööru vísi verð.ur ákveöiS. Feld frumvörp. 7. Frv. um fólksráðningar feldi e. d. viö eina umræðu þar í deildinni. Móðirin. Hún kom til mín til aö biðja mig aSstoðar. Hún haföi víst eitthvaö heyrt um að jeg fengist viö kven- rjettindamálin, og þetta fanst henni vist vera einmitt eitt af þeim. Jú. — Jeg spurði hana hvaö það væri sem jeg ætti aS hjálpa henni meS. — Henni varS oröfall. Hún varð dálítiö vandræðaleg. HugsaSi sig um dálitla stund, og svo kom sagan: Já, hún hafSi fyrir rúmu ári síöan eignast barn meS manni, sem hún haföi lengi þekt og þótt vænt um. En svo illa tókst til, aS einmitt um sama leyti varS hann heniji fráhverf-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.