Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.06.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 26.06.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiÖslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti n. Talsími 359. Nr. 29. Reykjavík, 26. júni 1918. XIII. árg. 33ir. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavik hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgSir af fallegu og endingargóSu veggfó'Sri, margs konar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gips- uBum loftlistum og loftrósum. Símnefni: Sveinco. Talsími 420. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í UkMnhi Sigfúsar iymundisinar. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. —0—! Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Ræða 19. júní 1918. F.ftir frú Bríetu Bjarnhjeðinsdóttur. (Halditi frá svölum Alþingishússins.) Háttvirta samkoma! Jeg get ekki gert aS því, a'5 ntjer finst’ þaö auðsætt, aö þessi hátí'öis- dagur vór kvennanna sje þóknanlegur bæði guSi og mönnum, ef dæma skal eftir veöurbreytingunni: Helliskúrin. sem var fyrir hálítíma, breyttist í sumarblíöu og sólskin, þegar fólkiö átti aS fara a'ö koma hjer ofan aö Austurvelli. Og aö dæma eftir mann- fjöldanum og einkum þeim mörgtt karlmanna-andlitum, sem blasa við mjer neðan frá götunni hjerna, sem jeg er svo glöö að sjá meðal vor kvennanna, þá er jeg ekki í neinum efa um, að hátíðahaldið okkar er líka „mönnunum" þóknanlegt. Það er alkunnugt, að vjer konur völdum 19. júní fyrir hátíðisdag vorn fyrst og fremst tii minningar um það, að 19. júní 1915 fengu konur full stjórnmálarjettindiviðurkend og sam- þykt af konungi vorum, þótt frestun yrði á að þau rjettindi kæmust full og óskorin í framkvæmd. Og í öðru lagi bundum vjer konur ári síðar þann dag með oss fjelagsskap til aö vinna eftir mætti að einu af stærstu nauðsynjamálum þessarar þjóðar: Að hún fengi fullkominn landsspitala, svo fljótt sem unt væri. Að þessu máli hjetum vjer að vinna, á allan Jiann hátt, sem vjer megnuðuitu og álitum hagkvæmastan, i ]>akklætis- skyni fyrir það, að vjer þá loksins hefðum náð fullri viðurkenningu mn ijett vorn, til að ráða lögum og fram- kvæmdum í landi voru, jafnt bræðr- um vorum. Og þótt vjer auðvitað værum ekki ánægöar með það, hvern ig þessi löggjöf varð i framkvæmd- inni fyrst um sinn, jog teldum það bæði ranglátt, og pólitískan nagla- skap, þá sættum vjer oss þó við það eftir atvikum. Vjer gerðum því 19. júní að hátíðisdegi vorum, bæði ti! að minnast fenginna rjettinda og gleðjast yfir þeim, og til að vinna að einhverjum þeim málum, sem vjer þá hefðum í hvert sinn efst á stefnu- skrá vorri. 19. júní 1916 tókum vjer því agitationina upp fyrir Landsspit- alanum, sem fyrsta liðinn á vorri nú- verandi stefnuskrá. Fyrir landsspít- alasjóðinn viljum vjer því vinna hvern einasta 19. júní, þangað til full- kominn landsspítali er reistur af þjóðinni og vígður henni til fullra yfirráða og notkunar. Jeg ætla mjer ekki að gefa hjer neina skýrslu yfir samskot þau, sem koriiið hafa inn, til landsspítalasjóðs-* ins, sem konur hafa staðið fyrir. Þær eru árlega birtar í blöðunum, og þvi öllum kunnar. Að eins vil jeg geta þess, að hjer í Rvík gaf hátíðahaldið og agitation Reykjavíkur-kvenna 19. júní 1917 af sjer til sjóðsins fullar 4000 krónur. Þá var sjóðurinn oröinn að þessu meðtöldu rúmar 47000 krón- ur. Síðan á nýári 1918 hafa sjóðnum gefist kr. 3562,20, svo nú er hann orö- ínn rúmar 50,000 kr. Þetta er ekki lítið, þegar litið er til þess litla fjár- rnagns, sem konur hafa nú undir höndum, og þess, aö hingað til hafa karlmennirnir aö eins styrkt samskot- in, án þess þó aö álíta þau sjer veru- lega viökomandi. Enda hefur líka til- tölulega mikill hluti þessá fjár safn- ast í Reykjavík, og þá einkurn 19. júní-dagana, sem síðan hafa verið há- tíðis- og fjársöfnunardagar vorir. Því er auðsætt, að það mundi mjög auka sjóðinn, ef konur um alt land vildu taka upp sömu aöferðina og vjer, Reykjavíkur konur: að gera þennan . dag að tvöföldum hátíðar-degi sínum, glöðum endurminningar- og þakklæt- isdegi, og kappsömum starfs- eöa þegnskyldudegi i þarfir þjóðarinnar. Það mundi líka auka sarnúð og sam- vinnu um alt land innbyrðis milli. kvennanna sjálfra, og einnig milli þeirra og karlmannanna, sem við hin ýmsu landsmál væru riðnir. Það verður aldrei of skýrt tekið fram af oss konum, að ætlun vor hef- ur aldrei verið sú, að byggja sjálfar landsspitala, það er að segja: leggja íram fjeð til þess, Vjer höfum að eins ætlað oss að halda þessu máli svo vel vakandi, og ýta því svo þjett á- fram, að hvorki karl nje kona fengi gleyrnt þvi, að hjer væri um þjóðar- nauðsyn- að ræða. Vjer vildum láta þessa kröfu hljóma í sifeliu svo hátt. í eyrum löggjafanna, að þeir gætu aldrei troðið svo fast upp í þau, aö. hún ekki yfirgnæföi aðrar kröfur,.sem fram kynnu að vera bornar, sem hin óhjákvæmilegasta af þeim öllum, sem yrði að ráða fram úr svo fljótt, sem ástæður leyfðu. Þetta höfum vjer gert, og árangurinn virðist vera sá, að alþingi, landsstjórn og þjóðinni sje fariö að skiijast, að fram hjá þess- ari krofu verði ekki gengið. — Þegar vjer nú rifjum upp fyrir oss hvers vegna 19. júní varð að hátíðis- degi vorum, og hvaða störf vjer hing- að til höfuin bundið við hann, þá getum vjer ekki varist þess, að skygn- ast inn i framtíðina og hyggja að þeim störfum, sem fyrst og fremst er sýnilegt að bíða vor þar. Og ])á verður ekki hjá því komist, að hugsa sjer aðaldrættina í stefnuskrá þeirri, sem vjer nú teljum sjálfsagt aö tekin verði upp af konum hjer á landi, þeg- ar mesta ófriðarmyrkvanum ljettir, og menn fara aftur að taka til þjóð- fjelagslegra framfarastarfsemi. Þá munum vjer sjá ærið mörg nauðsynja-\ störf sem bíða vor, sem karlmenn- irnir hingað til hafa gefið lítinn gaum. Margt af því er þannig lagað, að þaö getur varla beðið. Það þart sem allra-fyrst að komast í fram- kvæmd. En hvaða ráð og hvaða með- ul getum ’vjer konurnar notað, sem sjeu óbrigðul til þess : Svariö verður: Það er kosningarrjetturinn frá ig.júni 1915. Iíann er eina vopnið sem dugir í allri framsókn. Með honum einum getum vjer komið umbótum á það, sem oss þykir aflaga fara, hvort sem það er i löggjöf og landsstjórn eða i bæja-, sveita- og hjeraðamálum, eða í kirkju- og kenslumálum. Alstaðar er það bæði hin almennu, pólitísku rjettindi, og kosningari jettur og kjör- gengi í öllum bæja-, sveita- og hjer- aðamálum, sem getur ráðið öllu, ef vjer að eins kunnum að nota hann með festu og samtökum. En hver er nú reynsla þessa stutta tíma, sem vjer konur höfum haft póli- tískan kosningarrjett? Hvemig höf- um vjer notað þetta vopn? Vjer höf- um einu sinni átt kost á að nota hann við landskosningarnar og' kjördæma- kosningarnar 1916. Hvernig fórum vjer þá með þennan rjett vorn? Hagtiðindin skýra oss frá þessum kosningum, og tölurnar tala jafnan sinu máli. Þær verða ekki vefengd- ar. Jeg vil leyfa mjer að taka hjer upp úr þeim úrslita útkomuna eða tölu þeirra karla og kvenna, sem neyttu þessa rjettar þá. Til landskosninganna sumarið 1916 voru 24000 konur og karlar kosn- ingabær. Þar af voru um 12000 kon- ur og jafnmargir karlar. Aö munurinn varð ekki meiri kom til af því, að við landskosningarnar höfðu að eins allir 35 ára kjósendur atkvæði, — svm 40 ára kjósenda aldur kvenna geröi þar minni mun, til að lækka tölu kven-kjósenda, h.eldur en viö kjördæmakosninguna, þar sem karl- menn máttu kjósa 25 ára, en konur að eins 40 ára. Við landskosningarn- ar voru greidd alls 5873 atkvæði. Þar af voru 4628 karlar, og 1245 kon- ur, eða um 38% karlar og 10% konur. Við kjördæmakosninguna um haust- ið 1916 voru 16321 karlm. kjósendur og 12177 konur; eða um 57% karlar og 43% konur. Þar af greiddu at- kvæði 14030 kjósendur, eða um 52%. Af þeim voru 10600 karlar og 3427 konur, eða um 69% karlm., og um 30% konur, allra kjósenda. Ef vjer konur hefðum nú viljað fara rjettustu og beinustu leiðina til að greiða sem mest fyrir landsspitala- málinu, sem þá var einasta málið, sem vjer opinberlega höfðum tekið á stefnuskrá vora, eða eitthvert annað áhugamál, sem vjer hefðum tekið upp, þá hefðum vjer sjeð um að nóg þingmannaefni væru í boði sem skuidbindu sig til að gera alt, sem unt væri, til að greiða fyrir þvi, og svo hefðum vjer fjölment á kjörfundina og kosið þá eina. Þetta er skilyrðislaust rjetti og eini vegurinn fyrir oss, hvenær sem er, i nútíð og framtið, til að koma áfram áhugamálum vorum. Og viljum vjer fylgja stjórnmála- flokkunum, eða flokksbrotunum, og kjósa með þeim, þá verðum vjer að krefjast ]iess, að þeir taki vor áhuga- mál upp.á stefnuskrár sínar. Vjer verðum að eiga fulltrúa í flokks- stjórnum þeirra og kjörstjórnunum, til að mælá fyrir hagsmunum vorum, og sjá um að vor mál veröi ekki út- undan. Og vjer verðum allar að sjá um, að flokkarnir eða fulltrúar þeirra svíki oss ekki. Það getum vjer að eins gert með þvi að vera allar svo fjölmennur og samhuga kjósenda- fiokkur við kosningarnar, að kosn- ingasigurinn sje undir oss kominn. Og til þess að bíða ekki ósigur við kosningar, vilja stjórnmálaflokkarnir mikiö vinna. Sækjum vjer því kosningarnar vel, og sjeum allar á (einu máli, með kosningafylgið, þá tekur flokkurinn og flokkstjórnin og þingmannaefni þeirra mikið tillit til vor. En ef vjer sækjum þær illa, setjum engin skilyrði og dreifum at- kvæðum vorum hugsunarjaust í all- ar áttir, þá dregur ekkeft um þau og enginn metur þau aö neinu. Vorra áhrifa gætir þá hvergi, og áhugamal vor komast hvergi að. Það eru æði mörg mál, sem oss konum ætti að liggja á hjarta að fá endurbætt á komandi timum. 1 þjóð- fjelaginu fer margt af'aga sem karl- mennirnir hafa hvorki haft vit nje vilja til að skilja eöa'þótt hentugleik- ar til að laga. Nýir, breyttir tímar eru upprunnir, sem útheimta nýjan hugsunarhátt, menningu og stjórn. Vjer konurnar, sem setið höfum utan við alla stjórn þjóðarinnar, getum horft á þessi vandkvæði með óhlut- drægari augum en karlmennirnir, sem átt hafa að bæta úr þeim. VjerV óskum fulls jafnrjettis fyrir konur og karla að lögum og í framkvæmd laganna, og vjer viljum gera alla þjóðina færa um að nota sjer slík rjettindi. Vjer óskum að tryggja kon- um jafngóð lífsskilyrði og körlurn við alla þá atvinnu, sem ]>ær kornast að. Þvi óskum vjer, að öll uppeld- ismál og alþýðumentun færist í betra og fullkomnara lag'. — Vjer viljurn tryggja börnunum sæmilegt uppeldi og meðferð, þar sem fult til- lit sje tekið til þeirra andlegu og lík-. amlegu hæfileika, og lagður heil- brigður grundvöllur undir velferð þeirra á fullorðinsárunum. Til þessa þarf breytingu bæði á venjum og iög- gjöf. Vjer viljum taka tillit til gamla íólksins, sern ekki getur lengur sjeb mn sig sjálft. Vjer viljurn ekki leng- ur þola, að farið sje með það eins og afsláttarhesta, sem settir eru á guð og gaddintr á vetrum, og þrælk- aðir á surnrum, þangað til þeir velta út af. — Vjer viljuin fá góð heimili. Til ]iess þuríum vjer góðar, vel uppaldar- konur. En ]rá fræðslu og mentun geta unglingsstúlkurnar óvíða fengið til fulls á þeim heimilum, sem vjer eig- um nú. Til þess þarf sjerstakar stofn- &nir og sjerstakt tillit i öllu uppeld- inu. Þar sem heimilin geta ekki leng- ur sjeð unr börn sín og ganralmenni svo í góðu lagi sje, þurfunr vjer op- inberar stofnanir, sem taki þau og sjái þeinr fyrir öllu uppeldi og fræðslu, svo þeinr líði svo vel sem auðið er. Því börnin eru vor dýrasta eigtr, senr framtið latrds og lýðs bygg- ist á. En ganralnretrnin hafa bygt upp það þjóðfjelag, sem við eigum, og eru setn trúir þjónar verð þess, að þeínr sje vel borgið á elliárunum. — Vjer viljunr efla hreinlæti, heilbrigði og hreinleika í landinu. — Til alls þessa þarf góða stjórn, fje og eftirlit. — Öllu þesstt getum vjer komið i framkvænrd nreð tímanum, nreð kosn- ingarrjettinum einunr og sanrtökrlnr og sanrvinnu sjálfra vor í nrilli. Vjer verðunr að eins að standa fast sanr- cinaðar nreð öruggri trú á góð nrál- efni og óþreytandi þolgæði. \Tjer megunr ekki vænta þess, að koma ölltt i lag á fyrstu árunum. Þeir, sem braska i oftnörgu, koma engu áfranr. En vjer verðttm, ttngar og gamlar, að vilja leggja fram krafta vora þjóð- fjelaginu til gagns, og þá fyrst og frernst standa sjálfar vel í stóöuiu vorunr. Til allra þessara franrkvæmda þarf fje, og til nrargs einnig laga- breytingar. Vjer þurfum að fá breyt- ingar á uppeldis og alþýðufræðslu- málunum, fátækranrálunum, lrjóna- bandslöggjöfinni og barnalöggjöf- inni, ásamt mýmörgum breytingunr i hinu þrengra fyrirkomulagi bæjanna og sveita og hjeraða. En þar er einn-i ig atkvæðisrjetturinn lykillinn, sem lýkttr upp öllunr dyrum. Rjettindin og breytingarnar eru því á kjósend- anna valdi. Og jeg er viss ttirr, að eins og nreð hátiðahaldið okkar i dag, sem svo margir karlnrenn, og þar á meðal rnargir af þingmönnunum okkar, taka þátt í, eins verður það nreð hin ýmsu þjóðarmál, senr viö viljunr vinna að. Það er líka eðlilegt -— 19. júní er nú orðinn í meðvitund nranna „Kvennadagurinn". Hann er alnrent kallaður það hjer i Reykjavík af öll- unr, og það er oss óllttnr kærkomin gleði og sæmdr En lrann getur líka veriðkarlnrannanna merkisdagur.Eins og' vjer konur heiðrunr og elskttm mintringu Jóns Sigurðssonar og telj- um oss eiga þátt í minningardegi hans,- svo verða karlmenn etnnig að minnast þess, að 19. júni 1915 fengum viö öll þenna litla vísir til íslensks fána, sem við nú sjáum blakta hjer. Og þótt hann sje enn þá ærið ónóg- ur, þá felst þó í honunt viðurkenn- ittg ttttr rjett vorn til að eiga fttll- komitrn fána, jafnt á sjó og landi nær og fjær, og það er sameiginlegt mál öllunr íslenskunr konum og körlunr. Undir slíkunr íslenskum fána viljunr við öll standa, hvort sem hann blaktir lrjer á stöngum Alþingishússins eða. á skipttnr vorttm úti á heinrshöfunum. Um hann fylkjum við oss öll, því „íslendingar viljum við öll vera.“ Og svo mun það verða í öllu því, sem stórmál kallast og alla íslendinga varðar, Hingað til höfum vjer konur aldrei átt unr þau að fjalla. Það voru ekki konur, sem gerðu samninginn við Hákon ganrla, eða konur, sem voru á fundinunt í Kópavogi forðum. En nú munu það einnig verða lconur, setrr standa við hlið karlmannanna islensku, ef til þess kenrur að þjóðin íslenska skeri úr sínum stærstu nrál- unr nreö atkvæði allra kjósenda. Þá er enginn efi á, að konur og karlar verði sanrhuga. — Og þá fyrst er rjettmætt að segja, að öll þjóðin skeri úr málunum. Hornbjarg. Turnafögur Hornbjarg heitir höll við ntarar ál. Þar á vori’ tinr kvöld jeg kom, sá kynt í hanrri bál. Hallardyr að hafi snúa. „Hjer nrutr rikur kongur búa.“ Gulls- og silki-glit frá tjöldunr geisla sást í öldum. Sólin rauð frá hafsbrún horfði, hljóður hvíldi sær. Flagg að hún á fleyi steig, er færðist bjargi nær. Hjer var ei að koma’ að koti. Kongi heilsað var nreð skoti. Brátt til svara bumbur aljar bttldu’ í hvelfing hallar. Varpfugl svaf, en við þær kveðjur vaknar; hver ein tó úr sjer vængjum óteljandi yfir djúpið spjó. Hristist loft, en hljóða-gargið hermdi’ og tugði eftir bjargið; cg nreð rámra radda súgnunt rigndi drít frá múgnum. En sá sveimur! En þau læti! En það sarg og garg! Auðsjeð var, sá urmull þóttist eiga þetta bjarg. Hver unr annan sveiflast; sjónir svinrar við þær millíónir. Yfir ræður enginn; fjöldinn allur fer með völdin. Luktist bjargið, ljósitj dóu, litskreytt hurfu tjöld. Sáust skitin skegluhr<riður. Skríllinn fer nreð völd hjer senr víðar. Buðlnng bjargsins bundið hefur múgagatgkms öld, svo fyrri fegurð geytnist fólgin, eða gleynrist. * Það var eins og hami hefði hugur kastað nrinn. Skanrnra stund í huldu-heima hafði’ jeg litið inn. Fyrrttm hafði fólkið kynni i’öst við heiminn þarna inni. Nú er fögrunr huldu-höllunr harðlæst fyrir öllum. Að eins þegar sunrarsólin svona fögur kveld inn til vætta hafs og hanrra hinrins'sendir eld, opnast hallir huldu-þjóða, heimar, þar senr vögguljóða draumntun ljúfa, dularspaka dánir yfir vaka. Þ. G.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.