Lögrétta - 10.07.1918, Síða 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
S
r% TPTTA
l\ ú Lm JL a JHl
AfgreiÖslu- og innheimtum.;
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti 11.
Talsími 359.
Nr. 32.
Reykjavík, 10. júlí 1918.
Xll>. arg.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappír og alls-
konar ritföng, kaupa allir t
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstræti 16.
Stofnsett 1888. Sími 32.
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru fataefnin best.
Lárus Fjeldsteð,
yfirrjettarmálaíærslumaður
Lækjargata 2.
Venjulega heima kl. 4—7 síCd.
Sildveidarnar.
1. Álitsskjal síldveiðamanna.
Þann 20. júní 1918 áttu síldveiöa-
útgerðarmenn úr Reykjavík og Hafn-
arfirði svo og fulltrúar síldveiöa-út-
geréarmanna á NorSttr- og Vestur-
landi fund með sjer hjer í Reykjavík.
/\ fundinum var samþýkt álitsskja’
það, er hjer fer á eftir, og undirritaSir
menn kosnir í nefnd til þess að fylg'ja
málinu fram viS þing. og stjórn:
Eins og hinn háa stjórnarráði er
kunnugt, vaf mikil síldveiöi hjer við
land árið 1916, en kom ekki að full-
v,m notum vegna þess, hve seint flutt-
ust til landsins tunnur þær, sem undir
síldina voru ætlaðar. Afleiðingin af
þessu varð sú, að í árslok 1916 voru
1;jer allmiklar tunnubirgðir í landi.
Arið 1917 ætluðu menn ,ekki að
brenna sig á sama soðinu -eins og árið
fyrir og brutust í að ná tunnum i tæka
tíð og urðu að gjalda allhátt verð
fyrir. Tunnurnar komu, en — ]>á brást
veiðiskapur. Hafa nú útgerðarmenn
á annað ár orðið aö liggja með tunnu-
og saltbirgðir sínar og mun láta nærri
að tunnan nú, — þegar vextir,
geymslu- og viðhaldskostnaður er tal-
inn, — mttni standa útgerðarmönnum
í 19 krónttm að meðaltali hver tóm
tunna. E.ftir því sem næst verður
komist, muntt nú vera um 300000 síld-
artunnur t lanidtiu, eða, með öðrum
orðum, i tunnum einum hafa útgerð-
artunnur i landýju, eða, með öðrum
króna. Þegar nú hjer við bætist alt
þaö fje, sem liggur í stöðvum, hús-
unt, veiðarfærum og bátum, sent ein-
göngu er ætlað til síldveiða, þá er
það ljóst, að hjer er um stórkostlegar
fjárupphæðir að ræða, sent liggja á
útgerðarmönnum eins og mara, sem
hæpið ntá telja að ttndir verði risið,
enda ])ótt þær 50000 tunnur sildar,
— sem útflutningsleyfi er fyrir, —
væru veiddar og seldar við háu verði.
Auk þess sem vjer, eins og nú var
sagt, ekki fáum sjeö hvernig útgerð-
armenn, — min'sta kosti allflestir, —
vænt færir um að rísa undir öllum
þeim greiðslum, sem samfara eru því
að liggja með svo ntikið fje bundið
árlangt enn ]>á einu sinni, — ])vert
;. móti má telja víst. að það riði mörg-
um ])eirra að fullu efnalega, —þá ber
þess aö gæta, að su atvinnurýrnun,
1— er svo mikil stöðvun síldveið-
anna, sem hjer er um að ræða, ef
að eins væri fiskað í 50000 tunnur,
hefði í för með sjer fyrir allan þann
mikla sæg af vinnulýð þessa lands,
sem og aðra, er alla jafna að undan-
förnu, beint eða óbeint, hafa til síld-
veiðanna sótt meginið af ]>ví fje, er
menn hafa þurft sjer og sínum til
lifsframdráttar árlangt, — mundi
verða þess valdaudi, að alt þetta fólk
yrði hörmulega statt, og mundi margt
af ])ví hljóta aö verða sveitarsjóðum
sínum til byröi. En tekjur sveitar-
sjóðanna rýrna að sama skapi sem
gjaldþol útgerðarmanna og verka-
lýðsins þverrar. Þegar hjer við bæt-
ist, aö tíminn líður óöfluga, og nú
er aö eins skammur tími þar til síld-
veiðar byrja að venju, þá má ekki
meö nokkru móti. lengur dragast aö
taka ákvörðun um, hve mikla áherslu
eða kapp megi telja skynsamlegt að
leggja á það að framleiða saltaða
síld til útflutnings og innanlands nota.
Þegar á alt þetta er litiö, teljum
vjer að svo búið imegi ekki standa.
Hjer er mikill hluti af öðrurn aðal-
atvinnuvegi landsins í stórhættu, og
tjáir ekki aö láta berast sofandi að
feigðarósi um þessi efni, heldur verða
nú allir að sameina krafta sina til að
verjast því þjóðarböli, sem það yröi
ef mikill hluti þessa útvegs legöist
í kalda kol.
Þess vegna leyfum vjer oss, — fyr-
ir hönd síldveiða-útgerðarmanna bæði
á Suður-, Norður- og Vesturlandi, —•
að snúa oss til hins háa stjórnarráðs
og fara fram á, að hjer verði, í ein-
hverju formi, hlaupið undir bagga,
til þess að afstýra þeirri þjóðarhættu,
sem hjer vofir sjáanlega yfir, ef ekki
er að gert.
Þegar nú um það er að ræða i
hvaöa formi stjórnin geti hjer hjálp-
að, verður annarsvegar að gæta þess
að fara ekki lengra en svo. að með
skynsamlegum líkum megi álíta að
fjárhagsleg áhætta landssjóðs sje
ekki þar með gerð of stór, og hins
vegar, að sú aðstoð, sem landssjóbur
með |)essu veitir, sje nægjanleg til
hvorstveggja í senn, bæði að gera út-
gerðum kleift að' fleyta sjer yfir
mestu öröugleikana og ekki siður
hins, að auka svo atvinnu í lándinu,
að verkafólkið dragi þaö að mun til
lífsframdráttar. Vjer höfum leitast
við að leggja þetta niður fyrir oss á
marga vegu og höfurn komist að
þeirri niðurstöðu aö hyggilegast væri
fyrir. landssjóð' og til bóta fyrir út-
gerðarmenn og verkalýðinn að stjórn-
in kaupi fyrir landssjððs reikning alt
að 150000 ápakkaðar tunnur sildar
og borgi þær þannig:
Fyrstu 50000 tn. með 75 aur. pr. kg.
Aðrar 50000 tn. með 50 aur. pr. kgr.
Þriðju 50000 tn. með 40 aur. pr. kgr.
Meðalverðið yrði ]>ví 55 aurar pr.
kgr. ef 150000 tn. yrðu veiddar. Með
þvi að gera too kgr. í tunnu næmi
þetta:
50000 tn. á 0,75 kgr. = kr. 3750000,00
50000 tn. á 0,50 kgr. = kr. 2500000,00
50000 tn. á 0,40 kgr. = kr. 2000000,00
eöa samtals kr. 8250000,00
Flestir þeirra manna, sem áður hafa
selt Svíum síld og best þekkja til,
telja sennilegt, að þar sem útflutning-
ur síldar til Sviþjóðar er svo tak-
markaður, sem nú er hann, þá muni
vera hægt að' fá mjög hátt verð fyrir
síldina.
Fyrir varfærnis sakir viljum \jer
áætla söluna þannig:
TilSvíþjóðar seljast 50000
tn. á kr. 1,00 pr. kgr. .. 5000000,00
Til Ameríku seljast 25000
tn. á kr. 0,50 pr. kgr. .. 1250000,00
Til manneldis, skepnufóð-
urs og ef til vill bræðslu
yrði að nota 75000 tn. á
kr. 0,27 pr. kgr. ...... 2025000,00
ftm þessa áætlun vora skulum vjer
láta oss nægja aö taka þetta fram:
1. S í 1 d i n t i 1 S v í þ j ó ð a r. Eins
og vjer áðtir liöfum vikiö að, er
verðið sett svona lágt fyrir var-
færnis sakir, en alt sýnist benda
til þese, að hærra verð yrði liægt
að fá, ef vel væri á haldið.
2. S í 1 d i n t i 1 A m e r í k 11. Þaö
er álit sumra, sem til þekkja, að
þangað ínuni mega selja töluvert
meira en áætlaðaf 25000 tn., —
jafnvel helmingi íneira, — en vjer
viljuin einnig hjer gera áætlun
vora sem gætilegasta. Hvað verð-
iö snertir skal þess getið, að áriö
1917 mátti fá þar 22 dollara (=
77 kr.) fyrir 100 kgr. síldar. Ef
Eimskipafjelag íslands vildi nú
ljetta undir sýnist hæfilegt að á-
ætla fragt pr. tn. 6 kr. Þá fengist
með markaðsverði 1917 fyrir 100
kgr. tunnu i New-York.. kr. 77.00
-4- Fragt ....... kr. 6,00
Assurance 6% — 5>°°
Sölukostn. .. — 3,00 — 14,00
Netto kr. 63,00
Hið áætlaða verð, 50 kr. fob., feng-
ist þannig, þó 13 krónum minna
fengist pr. tunnu í New-York nú
lieldur en fjekst áriö 1917.
3 Síld til manneldis, skepnu-
f ó ð u r s o. f 1. getur ekki dýr
talist, þótt hún kosti 27 aura kgr.
með umbúðum. Vjer skulum i
þessu.sambandi leyfa oss að benda
á, að það er sjerstök ástæða til
þess, að stuðla að því, að síld sje
meira notuð nú, bqgði til mann-
eldis og skepufóðurs, en vcrið
hefir. Ef ekki væri hægt að hag-
færa alla síldina (75000 tn.) þann-
ig, má bræða afgatiginn.
Ef áæthm vor reyndist rjett, sem
vjer fastlega vonum, — svo gætilega
cr hún gerð, — þá þarf landið engu
hjer á að tapa, en hins vegar eru
ýmsir möguleikar fyrir því, að það
gæti haft mikinn hagnað af þess-
um kaupum. Svo mundi verða: 1. ef
stríðið hætti á þessu ári eða snenuua
á næsta ári. 2. ef útfluningsleyfi feng-
ist til Norðurlanda fyrir meira en
50000 tqnnur, 3. ef hægt yrði aö selja
meira til Ameríku en vjer höfum á-
ictlað. Tvent hið síðasttalda finst oss
ekki ósentiilegt að geti liafst fram,
einkum ef landsstjórnin væri kaup-
rndi að allri síldinni. Hvað snertir
greiðslu á andvirði síldarinnar til selj-
enda og önnur skilyrði fyrir geymslu
á síldinni og þáttöku framleiðenda
í veiðinni, ætlumst vjer til að þessu
verði svo fyrir komið, sem hier
greinir: Að veiðitímanum lok
greiði landsstjórnin síldina i tvi nu
lagi þannig: Fyrri helming andvirð-
isins fyrir 1. október og síðari helm-
\ ing þess fyrir 1. desember þ. á. Selj-
endur hafa ábyrgð á síldinni þar til
hún er tekin, þó ekki lengur en til
I. des. þ. á. Verði síldin ekki tekin
fyrir 1. des. þ. á., greiðir landssjóður
þó enga leigu fyrir pláss það, er síld-
in liggur á. Seljendur haldi við síld-
inni með ápæklun og hafi umsjón
með henni til 1. des, þ. á. Seljendur
annist á eigin kostnað útskipun á
nldinni og greiði útflutningstoll af
henni að lögum. Skifting aflans, á
hina ýmsu tunnueigendur, skal gerð
í rjettu hlutfalli við tunnueign hvers
um sig, eins og hún va’Yhjer á landi
1. júní þ. á. Tunnur undan fyrri árs
síld. sem bretska stjórnin hefur selt
eða selur hjer á landi, koma ekki til
greina.
Þessa skifting veiðinnar eftir tunnu-
eign teljum vjer rjettlátasta, því ella
er hætt við að sumir mundu veiða
meira en heppilegt er. Fyrir 15. júlí
skulu rnenn hafa tilkynt tunnueign
sína, en til sönnunar því, að rjett hafi
verið framtalið, skulu að veiðitlman-
um loknum dómkvaddir rnenn telja
tunnubirgðir þær, sem til eru í lana-
inu og í þessu sambandi koma til
greina..
Sá sem ekki hefur — fyrir 15. júlí
]). á. — sagt til um þaö, hvort'hann
vill nota þann rjett, sem honum er
þannig veittur til sölu á þessa árs
síld, getur ekki síðar komið til greina,
og getur ekki fengið útflutningsleyfi
fyf en landsstjórnin hefur ráðstafað
allri þeirri síld, er hún hefur keypt
fyrir landssjóðs reikning.
Opnuðust siðar leiðir fyrir nýjum,
hagkvæmum útflutningi, svo gróði
yrði á kaupum landssjóðs, teldum vjer
sanngjarnt og vildum fara fratn á að
seljendur yrðu látnir njóta helmings
i þess hagnaðar.
Aö svo mæltu leyfum vjer oss að
vona að hið háa stjórnarráð sjái sjer
fært að verða við óskum vorum.
Virðingarfylst
Helgi Sveinsson,
formaður.
Otto Tulinius. Pjetur A. Ólaísson.
P. J. Thorsteinsson.
fjetur Pjeturssön.
II. Frumvarp bjargráðanefnda.
Bjargráöanefndir þingsins hafa
haft álitsskjal þetta til ihugunar um
tima, og hefur komið frani svohljóð-
andi frumvarp frá bjargráðanefnd
Ed.:
1. gr. Af síld þeirri, er innlendir
menn veiða hjer við land á tímabilinu
frá 15. júli til 15. september 1918,
heimilast landsstjórninni að kaupa
100 þúsund áfyltar tunnur á tiltekn-
um höfnum með ákvæðisverði og
)eim skilmálum, er lög þessi að öðru
ieyti ákveða.
2. gr. Síldin skal keypt því ákvæð-
isverði, er hjer greinir:
Fyrri 50000 tunnurnar á 75 aura
hvert kg. og síðari 50000 tunnurnar
á 45 aura hvert kg.
Skilyrðin fyrir kaupunum eru
þessi:
a. a ð seljandi hafi fulla ábyrgð á
síldinni þangað til hún er tekin á
viðkomandi höfn, haldi henni viö
með pæklun og hafi fulla umsjón
með hentii, alt án endurgjalds, t i 1
á r s 1 o k a 1918. Eftir þann tíma
er síldin á ábyrgð kaupanda* en
seljendur eru skyldir til að hafa á
höndum umsjón og viðhald síld-
arinnar, gegn borgun eftir reikn-
ingi, er stjórnin samþvkkir, en
geymslupláss leggur seljandi til
ókeypis.
1. a ð seljendur annist á eigin kostn-
að útskipun á síldinni og greiði út-
flutningsgjald af henni að lögum.
c. a ö síldin sje metin og vegin, svo
sem lög standa til, á kostnað selj-
anda.
3. gr. Sildin sje keypt á þessum
stöðum: Seyðisfirði, Eyjafirði, Siglu-
firöi, Reykjarfiröi, önundarfirði og
ísafjarðarkaupstað. Enn fremur get-
ur landsstjórnn gert kaupin á fleiri
höfnum, ef þaö veldur eigi sjerstök-
um erfiöleikum eða aukakostnaði, t.
d. Eskifirði, Álftafirði og Ingólfs-
firði.
4. gr. Síldin skal keypt af hinum
ýmsu frambjóðendum í rjettum hlut-
fÖIlum við tunnueign þeirra, eins og
hún var hjer á landi 1. júlí þ. á.
Þegar ákveðin er hlutdeild fram-
bjóðenda í sölunni, koma — auk
framleiðenda — þeir einir sildarkaup-
endur til greina, sem hafa greitt
minst 20 krónur fyrir máltunnu nýrr-
ar síldar.
5. gr. Fyrir 15. júlí 1918 skulu menn
hafa sagt til um það, hvort þeir óski
aö nota þann rjett til síldarsölu, sem
þeim er veittur með lögum þessum,
og hve miklar tunnubirgðir þeir hafa
átt hjer á landi fyrir 1. júlí þ. á. Fyrir
sama tíma setur landsstjórnin og aug-
lýsir nánari reglur um framkvæmd
laga þessara og skilyrði gagnvart
seljendúm, svo sem henni þykir nauð-
syn til.
6. gr. Verö síldarinnar greiðist selj-
endum hlutfallslega eftir tunnutali
því, sem kaup eru gerð á, jafnótt og
landsstjórnin hefur fengið verð fyrir
sild, er hún selur út. Nú hefur hún
eigi fengið inn í lok októbermánaðar
svo mikið, að nemi helmingi af inn-
kaupsverðinu, og skal hún þó eigi
að síður greiða seljendum fyrri helm-
ing verðsins að fullu og síöari helm-
inginn fvrir árslok.
7. gr Nú verður að lokum, þá er
landssl* ún hefur komið i verð allri
þeirri sild, er hún hefur keypt samkv.
1. gr„ hagnaöur af síldarkaupunum,
eftir aö dreginn er frá kostnaður og
vaxtatap, og skiftist sá hagnaður
þannig: hagnaðarins greiðast til
seljendanna, en afgangi ’nn rennur í
landssjóð.
8. gr. Lög þessi ööla: g-idi þegar
1 stað.
Deildin . nþykti fru mámid.
með breyti . im á 6. ■. gr. og
hljóða þær svo:
6. gr. W sddarinnar greiöist selj-
endum hlui lcga eftir tunnutali
því, sem kaup eru gerð á, jafnótt og
landsstjórnin hefur fengið verð fyrir
síld, er hún selur út. Nú hefur hún
eigi fengið inn í lok októbermánað-
ar svo mikið, að nemi þriðjungi inn-
kaupsverðs, og skal eigi að síður
greiða seljendum þriðjung verðsins að
fullu, annan þriðjung fyrir árslok og
þann siðasta fyrir lok marsmánaðar
1919. — 7. gr. Nú verður að lokum,
þá er landsstjórnin hefur komið í verð
allri þeirri síld, er hún hefur keypt
samkv. 1. gr., hagnaður af sildarkaup-
unum, eftir að dreginn er frá kostn-
aður og vaxtatap, og ákveður þá
næsta Alþingi, hvernig þeim hagnaði
skuli varið.
Frumv. er til fyrstu urnræðu í Nd.
í dag.
III. Greinargerð bjargráðanefndar.
Efni frumvarps þessa er að mestu
tekið úr álitsskjali, er síldveiðaútgerð-
armenn hjer í Reykjavík og Hafnar-
firði.ásamt fulltrúum síldveiðaútgerð-
armanna á Norður- og Vesturlandi.
hafa samið og sént stjórninni og
bjargráðanefndum þingsins til athug-
unar og eftirbreytni.
Nefndunum dylst það alls ekki, að
hjer sje um allþýðiingarmikinn at-
vinnuveg að ræða, atvinnuveg, sem
kominn er á þann rekspöl ,að telja
má mjög verulegt tjón fyrir ])jóðina,
ef hann biði svo stórkostlegt skip-
brot nú þegar, eins og útlit er fyrir,
ef- ekki er eitthvað gert til þess aö
koma í veg fyrir það, og reynt sje
að halda honum á floti, þangað til
þeir timar koma aftur, sem sildveið-
arnar geta án opinberrar íhlutunar
borið sig sjálfar og gefið' síldveiða-
mönnum og þjóðinni í heild veruleg-
an arð.
Það dylst heldur engurn, að útflutn-
ingsleyfi það, er vjer höfum fengið,
— að eins á 50000 tunnum — er alls-
endis ófullnægjandi til þess að bjarga
síldveiðamönnum yfirleitt, ef ekki
finnast fleiri leiðir til útflutnings og
notkunar á síld en þessi eina, sem svo
mjög er takmörkuð. Það eitt út af
fyrir sig getur að eins stutt þá til
áframhalds á síldveiðum, sem síst
þurfa stuðnings með — þá sem sterk-
astir eru — en hinir, sem efnalitlir
verða að teljast, geta alls ekki reist
rönd við þvi að liggja með tugi eöa
hundruð þúsunda kr. í tunnum, salti,
skipum, veiðarfærum, húsum, brvggj
um og síldarpöllum, ónotað árum
saman, og afleiðing þess hruns, sem
af því gæti stafað, hlvti að koma
þungt niður á fleiruni n sildveiö.i-
útgerðarmönnnin sjálfum. svo si
bönkunum, vinnulýð ])• in, sem síld-
arvinnuna stunda, þjóðarbúinu í heild
og landssjóðnum sjáli . n, bæði nú
þegar og einkum fyrsti in eftir aö
heimsstyr ' linni linni
En hjer u góð ráð dýr, og vjer
getum ek \lað landssjóöi að bæta
úr þessu íullu, eða að eins miklu
leyti og þyrfti, ef vel ætti aö vera.
I áminstu álitsskjali síldveiðafull-
trúanna er íarið frarn á það, að lands-
sjóður kaupi 150000 tunnur síldar á
100 kg. og borgi þannig: Fyrstu
50000 tuiinurnar nteð 75 aurum pr.
kg., aðrar 50000 tunnurnar meö 50
aurum pr. kg., þriðju 50000 tunnurn-
ar með 40 aurum pr. kg., eða að með-
altali 55 kr. tunnuna, og hugsa sjer,
að landssjóöur losni við þá síld
þannig: Selji Svíum 50000 tunnur,
selji til Ameríku 25000 tunnur og noti
til manneldis, skepnufóðurs og ef til
vill til bræðslu 75000 tunnur.
En nú er það mjög athugavert, að
salan til Sviþjóðar er það eina, sem
talist getur nokkurn veginn ábyggi-
legt, og þó er sá stóri hængur á, að