Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.11.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 27.11.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 17.8. Afgrei8shl- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsimi 359. Nr. 53, Beykjavík, 27. nóvember 1918. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng, kaupa allir í Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuS flest. Þar eru fataefnin best. Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síöd. Guðmundur Magnússon rithöfundur. Þunghögg og stórhögg hefur hún veriö, pestin, senr geisa® hefur hjer eins og grenjandi ljón, undanfariö. Marga hefur hún lagt aö velli mæta menn og merka, þá er íslensk þjóö treg'ar meS túrum Itó h.ygg jeg. 3,8 einskis þeirra ágætismanna sje jafn- mikrð og jafnalment saknaö og Guö- mundar rithöfundar Magnússonar, eöa Jóns Trausta, eins og hann hef- ur kallast i hópi islenskrí sagna- skálda. Varla mun sá Islendingur, fullvita og yfir blábernsku, að Guö- mundur hafi ekki einhvern tíma hrif- ið hann til ógleymis með orðum sín- um; flesta oft og mörgum sinnum. G. M. víiktist af inflúensunni föstudaginn 8. þ. m., og ekki mjög þungt. Hafði þó alt af allmikinn hita. En áður langt leið tók hann lungna- bólgu og þyngdi þá mjög. Hann dó s. 1. mánudag, 18. þ. m., kl. 2 e. h., og hafði þá verið rænulaus frá kvöld- inu fyrir. Guðmundur Magnússon fæddist 12. febrúar 1873 á nyrsta bæ á land- inu, Rifi á Melrakkasljettu í Norður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Guðbjörg Guðmundsdóttir og Magn- ús Magnússon, húsmenskuhjón á Rifi. Ólst Guðmundur upp með þeim, þar og á Hrauntanga á Axarfjarðar- heiði, til þess er hann var fimm ára, en þá dó faðir hans. Efni voru engin fyrir hendi. Rjeðist þvi ekkjan í vinnumensku, en börnin, fimm að tölu, fóru á sveitina. Guðmundur lenti hjá Jóni Sigurðssyni, er þá bjó í Skinnalóni; þar var hann fimm árin næstu. Þá giftist móðir hans í annað smn, Hólmkatli Jónssyni. Reistu þau bú í Núpskötlu við Rauðanúp. Fór Guðm. þangað til þeirra og dvaldi bjá þeim, til þess er hann var 16 ára. Margar voru minningar G. M. ekki sem fegustar frá fyrstu æfiárun- uin. Hvern vetur hafði hann t. d. kuldabólgu á höndum og fótum og duttu á sár („kuldapollar"). Kota- lýsingarnar i Heiðarbylissögunum eru reistar á minningum frá þeim ár- um. Seint gekk Guðmundi kvernámið. Hugur hans var allur við fornsög- urnar og „Þúsund og eina nótt“, og öll kvæði lærði hann, þau er hann r.áði í. Litt var hann vinnugefinn í bernsku — var kallaður latur. Enda er það algent um þá unglinga, sem mikið býr í, en engra fá að njóta bestu hæfileika sinna. Fermingu náði hann þó, og fór að henni lokinni út í lífið — til þess að bjarga sjer á eigin spýtur. Tvö ár var hann vinnumaður nyrðra. En i leysingum vorið 1891 íór hann fótgangandi austur að Mjóa- firði og bar alla eigu sína á bak- inu. Þar var hann hálft annað ár við sjóróðra. Eftir það rjeðist hann til prentnáms hjá Skafta ritstjóra Jósefs- syni á Seyðisfirði. Prentiðn stundaði hann, þar og í Rvik (sumarið 1895), samfleytt hálft fjórða ár. Fyrri hluta sumars 1896 ferðaðist hann um nyrðra með Daníel Bruun, en fór í ágúst til Khafnar og dvaldi þar tvö ár. Um þá dvöl segir hann: „Jeg barðist þar mínar 9—10 stundir á dag v i ð hungrið, en það, sem þá var afgangs dagsins, f y r i r hug- sjónum mínum. Fyrnefnda baráttan gekk illa — hin síðarnefnda skár.“ (,,Bogvennen“, ágúst 1912). Sumarið 1898 kom G. M. heim aft- ur, dvaldi á Akureyri til hausts, og giftist þá Guðrúnu Sigurðardóttur trjesmiðs Pjeturssonar, systur Krist- jáns, er lengi var verslunarstjóri Höepfnersverslunar á Akureyri, en nú er þar kaupmaður. Guðrún er ágætiskona á flesta grein, og var hjónabandið hið besta. Hún lifir mann sinn, en engin börn eiga þau á lifi. Sarna haustið (1898) fluttust þau hjónin hingað til Reykjavíkur og hafa búið hjer að staðaldri siðan, oftast við þröngan kost, einkum á fyrri árum. Hefur G. M. stundað ýmsa at- vinnu: Prentverk, verslunarstörf, barnakenslu og jafnvel daglauna- vinnu, þegar að hefur^sorfið. Um tíma var hann starfsmaður i íslandsbanka og síðustu árin hefur hann - -v£rið... , skrifari i stjórnarráði íslands. Veturinn 1906—’o7 brann hús það, er G. M. bjó í, við Þingholtsstræti. _.Misti hann var aleigu siria. Sluppu þau hjón úr eldinum í nærklæðum einum, en handritinu af „Leysingu", er þá var nýlokið, tókst honum að bjarga með snarræði. Skall hurð nærri hælum, að það afbragðsverk yrði bálinu að bráð. -— Eftir þetta reisti G. húsið, er hann hefur búið í síðan, nr. 15 við Grundarstíg. Ár}ð 1899 kom út fyrsta bók G. M. Var það ljóðakver, litið að fyrirferð, en stærra að efni; nefndi hann þaö „Heima og erlendis“. Þar er a. m. k. eitt kvæði, er sýndi ótvírætt, að þar var skáld á ferð: „Ekkjan“. Síðan má heita, að hver bókin hafi rekíð aðra. „íslandsvisur" komu 1903. Er það skrautprentað ljóðasafn með myndum, er gert hafði Þór. B. Þor- láksson málari. Var bókin prentuð sem handrit i að eins 150 eint., og er löngu uppseld. Þar er innilegasta ættjarðarkvæðið sem við eigum: „Eg vil elska mitt land“, kvæði, sem sungið er víðast þar, sem söngur er um hönd hafður, og hvert barn er látið ,læra. — 1904 kom „Teituí“, ljóðaleikur sögulegs efnis. Um hann hygg jeg að ekki sje ofsagt, að af honum væri hvert stórskáld fullsæmt. Er stórfurða, að hann skuli ekki vera uppseldur og endurprentaður fyrir löngu. Mun það stafa af því, að þegar hann kom, hafði leikrita- formið enn ekki náð vinsældum með þjóðinni; er menn lærðu að meta það, var „Teitur“ tekinn að fyrnast. Væri nú full ástæða til að hann væri tekinn til athugunar. Vil jeg leyfa mjer að vekja athygli listvina á því. Þessum fyrstu bókum G. M. var tekið misjafnlega, svo sem oft vill verða um byrjendarit. íslendingar eru seinir til að viðurkenna unga rithöf- unda, ekki síst þá, sem ekki hafa efni eða skólamentun. En tekið var eftir bókunum, og framsýnir menn spáðu góðu fyrir höf. Næst (1905) komu „Ferðaminning- ar“ frá för, er G. M. fór um Dan- mörku, Þýskaland, Sviss og Eng- land sumarið 1904. Fjekk hann til farar þeirrar 1200 kr. styrk úr lands- sjóði. Er það fyrsta viðurkenning, er hann fjekk frá því opinbera. Bókin er fjörlega skrifuð ferðalýsing, með skemtilegum útúrdúrum um hitt og þetta, og skreytt myndum. Mun það vera besta ferðabók, sem til er á ís- j lensku.* Þegar hjer var komiö, tók G. M. í að rita sögur undir höfundarnafninu Jón Trausti. Kom ,,Halla“ 1906 og „Leysing" 1907. Vöktu þær afarmikla eftirtekt, og töldu ýmsir skygnir menn þær taka fram þeim skáldsög- um íslenskum,er áður voru til. „Borg- ir“ komu 1909 i „Nýjum Kvöldvök- um“ á Akureyri, en voru gefnar út aftur 1911, í vandaðri útgáfu með mynd höf. „Heiöarbýlið“, framhald af „Höllu“ kom út í fjórum bindum 1908—’ii (I. „Barnið", II. Grenja- skyttan", III. „Fylgsnið" IV. „Þorradægur og sögulok“). „Sögur frá Skaftáreldi“ 1912—T3 (I. „Holt og Skál“, II. „Sigur lífsins”). „Góð- ir stofnar" 1914—T5 (I. „Anna frá Stóruborg“, II. „Veislan á Grund“, III. „Hækkandi stjarna", IV. ,,Söngva-Borga“). „Dóttir Faraós", æfintýri í sjónleik, 1914. „Tvær gaml- at sögur“ 1916 (I. „Sýöur á keipum“, II. „Krossinn helgi í Kaldaðarnesi“). ,,Bessi gamli“ 1918. — Smásögur eftir Jón Trausta hafa komið af og til í blööum og tímaritum, og safnað hef- ur þeim verið í tvö hefti (1909 og 1912). í síðara heftinu er sagan „Þeg- ar jeg var á fregátunni", sem ýmsir fróðir menn telja besta smásögu á íslenska tungu. — Til er efni í fleiri smásagnahefti. Auk þess, sem hjer er talið, hefur G. M. ort fjölda kvæða, og hafa ýms af þeim birtst hjer og þar í blööum og tímaritum. Hafa sum af þeim verið snildarverk. Vil jeg leyfa mjer að benda á s^p^pdæmi: „Syngi, syngi svanir mímr!“ (ÓSinn, jan. 1908), kvæðin í sögunum: „Hækkandi stjarna", „Söngva-Borga“ og „Kross- irm helgi í Kaldaðarnesi“, og kvæða- flokkinn „Konan í Hvanndala- björgum“ („Iðunn“, jan. 1918). Mik- inn fjölda kvæða átti G. M. í handriti óprentaðan, og verða þau vonandi gefin út fljótlega. G. M. ferðaðist oft upp um fjöll og firnindi í sumarfríum sínum. Hef- ur hann skrifað nokkrar skemtilegar lýsingar frá þeim ferðum. Má t. d. minna á „Einsamall á Kakladal" („Skírnir“ 1917), „Eiríksjökull“ („Lögr.“ þ. á.) o. fl. Nokkrar af sögum G. M. hafa ver- iö þýddar á erlend mál: dönsku, sænsku, þýsku, ensku og frönsku. Hefur þeim hvervetna verið vel tekið. En því miöur skortir þann, er þetta ritar, þekkingu til að greina nánar frá þeim þýðingum og vísa til þeirra. Nokkrar smásögur þýddi G. M. sjálf- ur á dönsku, og er hann veiktist, var hann kominn vel á veg að þýða „Veisluna á Grund“. Þegar þess er gætt, að rit G. M. eru samin í hjáverkum með störf- um,, sem ýmsum öðrum fullfærum mönnum þykja kappnóg, þá má heita kraftaverk, hversu miklu hann hefur afkastað. Jeg býst við — svo að jeg nefni dæmi — að fæstir lærðir menn — hvað þá sjálfmentaðir — mundu leika það eftir að skrifa á einu ári aðra eins sögu og „Leysingu", auk kvæða og smásagna, vinna jafn- framt að handverki 9—10 tíma dag- lega og bera áhyggjur efnalauss og heilsuveils stórhugamanns. Gerið yður í hugarlund, lesendur góðir, hversu mikla áreynslu og margar vökunætur það hefur kostað. Og dæmið svo sögur G. M. ljettvægar á eftir — ef þjer getiö. Á seinni árum hafa ýmsir menn reynt að slá sig til riddara með hnútu- kasti að G. M. Hann stóð jafnrjett- ur eftir það. Enda höfðu ritsmíðar þær dauðadóminn i sjálfum sjer, því aö flestar þeirra munu hafa verið ritaðar af einhverri annari hvöt en heilagri vandlætingasemi. Auövitaö viðurkenna allir það, að gallar eru ýmsir á ritum G. M. En hvað er til * Jeg minnist fyrstu bóka G. M. svo nákvæmt, vegna þess, að þær munu almenningi ekki í jafnferksu minni og hinar síöari, er jeg |fet stuttlegar. — A. S. gallalaust? Og listamenn ber að dæma eftir því, sem þeir hafa best gert, en ekki eftir meöaltali, og því síður úrkastinu. Næst hygg jeg sanni það, sem merkur ritdómari sagði eitt sinn, að Jón Trausti hafi „einna mest til brunns að bera af íslenskum sagna- skáldum“. G. M. lagði gjörva hönd á fleira en skáldskapinn. Þeim hinum mörgu, er komið hafa heim til hans, munu málverkin hans í fersku minni. Hann hefur málað og teiknaö fjölda lands- * lagsmynda, og bera þær sömu ein- kenni og myndirnar i skáldritum hans: Þær eru skýrar og dregnar af festu og samkvæmni. G. M. var sjálfmentaöur, i besta skilningi þess orðs. Hann las afar- mikið, innlent og erlent, og kom hvergi að tómum kofum hjá honum í viðræðum. Enda var hann aögætinn og stálminnugur. Saga íslands var kærasta viöfangsefni hans, eins og skáldsögur hans, hinar síöari, sýna; var hann þar óbilandi. Vísindalegt sögurit liggur að sönnu ekkert eftir hann, en hug hafði hann á að skrifa sögu prentlistarinnar á íslandi, og var tekinn að búa sig undir það. Skyldi því verki lokið fyrir 400 ára afmæli prentlistarinnar hjerlendis (1930). En nú eru sjeð örlög þess. G. M. var skemtilegur heim að sækja og gestrisinn með afbrigöum; var kona hans honum samhent í því scm öðru. Hafði hann ætíð á reiðum höndum gamansögur, hnittiyrði og fróðleik allskonar. Þá var það venja hans að sýna gestum sínum bókasafn sitt; en það er stórmerkilegt, ein- ' kennilegt fyrir Guðmund og afburða- vel hirt. Enda sparaði hann hvorki tíma nje fje því til fullkomnunar. Gaf þar á að líta margar bækur merkilegar og sjaldgæfar, einkum gamlar, íslenskar bækur. Þeim safn- aði G. M. með ótrúlega mikilli natni og fyrirhöfn. Sat hann oft tímum saman við að hreinsa þær, bæta rifin blöð, og draga upp blöð er vantaði; en þaS gerði hann af listfengi mik- illi. Er vonandi, að landsstjómin sjái til, að það safn tvístrist ekki. Vegna þeirra, er ekki sáu G. M., skal þess getið, að hann var lágur meðalmaður vejcti, en feitlaginn á síðari tímum; lítiö eitt lotinn í herð- um. Fríður Var hann sýnum, ljós á hörund og hár. Augun voru grá, hvöss og eldsnör. Hann talaði hægt, skýrt og hiklaust, hafði þýðan og viðfeldinn málróm og einstakt lag á að vekja áhuga þess, er hann ræddi við, á umtalsefninu. Hann var trygg- ur vinur vina sinna og ráðhollur efni- lcgum æskumönnum. Engum manni heyrði jeg hann hallmæla, en þung- orður var hann um stjórnmálafroðu- skúma. — :— Guömundur Magnússon er dáinn. Sem betur fer verður ekki sagt, að þjóðin hafi drepiö hann úr hor, eins og Þ. E. sagði um Sigurö Breiðfjörð. En hitt verður heldur ekki sagt með sanni, að þjóðinni hafi farnast við Guðmund svo sem æskilegt hefði verið og skylda hennar var. Hún skuldar honum mikið og ómetanlegj. En minna mætti á það, að ekki er öll nótt úti á meðan ekkja hans er á lífi. Þing og þjóð ættu að sjá sóma sinn í því, að láta hana ekki líða skort. Innstæður Guömundar sál. verða þrátt fyrir það á engan hátt full- greiddar. Rvík., 22.—11.—T8. Aðalst. Sígmundsson frá Árbót. E&gert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaCur. Pósthússtræti 17.. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. XIII. árg. Jóhann Kristjánsson ættfræðingur og stjórnarráðsritari er andaðist hjer í bænum 12. þ. m. úr inflúensu-drepsóttinni var meöal þeirra manna, er mikil eftirsjá var i fyrir margra hluta sakir. Hann var fæddur í Leirhöfn á Melrakkasljettu 26. maí 1884, og voru foreldrar hans Kristján bóndi Þorgrímsson og síð- ari kona hans Helga Sigríður Sæ- mundsdóttir járnsmiðs í Hrauntanga í Núpasveit (þar er nú auön) Sig- urössonar og konu hans Kristínar Sigurðardóttur frá Holtakoti í Reykjahverfi Guðbrandssonar á Sult- um í Kelduhverfi Pálssonar á Vik- ingavatni Arngrímssonar sýslumanns á Stóru-Laugum (f 1700) Hrólfsson- ar sýslumanns á Grýtubakka (f 1704) Sigurðssonar sýslumanns á Víðimýri (1 Jb35) Hrólfssonar sterka, nafn- kends manns í Skagafirði. Bjarnason- ar, og eru nokkrar líkur fyrir, en þó ekki full vissa, að sá karlleggur sje kominn í beina linu frá Lofti rika Guttormssyni á Mööruvöllum og Skarðverjum. En föðurkyn Jóhanns heit. í karllegg var upprunniö úr Mý- vatnssveit, og hinn fyrsti langfeðga hans, sem kunnugt er um, var Sig- mundur Halldórsson í Gröf við Mý- vatn, en sú jörð fór öll í auðn i Kröflugosinu 1729. Sigmundur lifði 1703, þá 88 ára gamall (f. c. 1615). Son hans var Marteinn á Hofsstöðum (f. c. 1665) faðir Þorgríms í Bald- ursheimi (f. 1701, d. 1785) föður Mar- teins í Garði viö Mývatn (d. 1824) föður Þorgríms í Hraunkoti í Aðal- dal (d. 1846) föður Kristjáns í Leir- höfn (d. 1896) föður Jóhanns. Er kynþáttur þessi mjög fjölmennur í Þingeyjarsýslu, gott og duglegt bændafólk. Kristján í Leirhöfn vár mesti dugnaðar- og sæmdarmaður. Átti hann 8 börn með fyrri konu sinni, 5 syni og 3 dætur, en 6 sonu með hinni síöari, er hann kvæntist 64 ára gamall, og var Jóhann heit. elstur þeirra, en hinir 5 eru allir enn á lífi. Var 50 ára aldursmunur milli elsta hálfbróður Jóhanns heit. og yngsta albróður hans, og er það allfátítt. Þá er Jóhann var 12 ára gamall misti hann fööur sinn, voriö 1896, og ólst svo næstu 7 ár (1896—, 1903) upp hjá móður sinni, sem enn býr ekkja i Leirhöfn góöu búi, ásamt sonum sínum. Mentunar naut hann ekki í æsku, fremur en alment gerist á sveitabæjum — heimiliskenslu og ef til vill tilsögn farandkennara, — enda börnin öll í ómegð, er faðir þeirra fjell frá, og því í önnur horn að líta fyrir einstæðings-ekkju, en að senda elsta barniö í skóla. En það sýnir ljósast, hversu góða námshæfileika Jóhann heit. hafði, að hann, þrátt fyrir slitvinnu fram að tvítugu, afl- aði sjer sjálfur, þá og síðar, þeirrar mentunar, er honum nægði til hlítar við þau störf, er skólagengnir menn eru annars vanir að leysa af hendi, og í sumum greinum, t. d. í þekkingu á íslenskum fræðum skaraði hann langt fram úr flestum svokölluðum „mentuðum“ mönnum. En löngunin til frekari mentunar.en honum stóð til boða þar norður á Sljettu, mun hafa knúð hann til að leita suður til Reykjavíkur, enda bókhneigðari en svo, aö búsýsla í sveit gæti fallið honum vel í geð. Nítján ára gamall kom hann til höfuðstaðarins, vorið 1903, og fyrir meömæli eins frænda hans hjer (Halldórs heit. Jónssonar bankagjaldkera) tók jeg hann þá þegar, til að annast afgreiðslu blaðsins Þjóðólfs, því að svo stóð á, að mig vantaði þá afgreiöslumann, og þótt piltur þessi væri mjer þá að öllu leyti ókunnur, þá leist mjer þeg- ar svo á hann, aö óhætt mundi að trúa honum fyrir þessu starfi, er

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.