Lögrétta - 15.01.1919, Síða 3
LÖGRJETTA
213
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaCur.
Pósthússtræti 17.. Venjulega heima
kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16.
verið getið, að veðráttunni úti á an-
nesjum svipi til þess, sem er norðan-
lands á íslandi, og það enda þótt
Eystribygð liggi langt fyrir sunnan
ísland. En inni í dölunum ber öllum
saman um að lofa þroska og skrúð
jurtagróðursins. Dr. N. Hartz, sem
ferðast hefur á Grænlandi til að rann-
saka jurtgróðurinn, segir í „Meddel.
om Grönland": „og ferðist menn ínrx
eftir einhverjum af suðurfjörðunum í
Júlíönuvonarhjeraði (Eystribygð), t.
d. Igaliko (Einarsfirði), Tunugdliar-
fik (Eiríkisfirði) eða Tasermiut
(Siglufirði) þá blasir við manni inst
í fjarðarvikunum hið grænlenska
jurtariki í sinni æðstu mynd: birki-
skóginum. Hjer, þar sem Eystri-bygð
hinna fornu Norðurl.búa stóð, hjer,
þar sem þeir ráku allmikla kvikfjár-
rækt, eru yndislegir, smávaxnir birki-
skógar og birkilundar, um 20 fet á
hæð, og hjer er, eins og Kornerup
segir „hægt að vaða langar leiðir í
háu grasi, sem nær manni í mjöðm,
og hjer eru enn fremur miklar sljett-
ur vaxnar hreindýramosa, sem hlytu
að vera vel fallnar til hreindýrarækt-
ar.“
Hjer skal að eins tekin upp stutt
lýsing eftir Hartz af aðkomu að einni
af gömlu bæjarústunum okkar við
Siglufjörð: „31. ágúst komst jeg að
Kugsuak (nafnið þýðir stór á). Þar
hafði auðsjáanlega verið höggviðmik-
ið úr birkiskóginum, en það er einnig
sá staður, þar sem mest hefur ver-
iö höggvið. Til að komast upp i vatn-
ið Tasersuak, varð jeg að taka úr
bátnum og leiða hann tómann upp
eftir ánni, sem auðsjáanlega var ekki
sjerlega djúp. Vatnið nær um mílu
inn í landið. Við innanvert vatnið
tjaldaði jeg. Á báðar hliðar út frá
vatnsmkilli á breiddi sig mikil sljetta,
sem að mestu var þakin háum vall-
lendisgróðri, en hjer og þar voru
hólmar af birki- og víðikjarri. —
Beggja megin við sljettuna við fjalls-
ræturnar og alt að 500 feta hæð upp
í hlíðarnar óx hátt og þjett birki-
kjarr, alt að 15—20 fet á hæð. I 500
feta hæð lágu allir birkistofnamir vn>
jörðu eða rjettu sig að eins nokkur
fet yfir jörðu; en jafnvel svona hátt
gátu leggirnir orðið 12 fet á lengd
og í yfir 800 feta hæð rakst jeg enn
á legg, flatan við jörð, sem var 8 feta
langur og þuml. að þvermáli. 1
litlu gili skamt frá miklum bæjarrúst-
um norrænum, sem voru spölkom
inni i dalnum, rakst jeg á unaðsleg-
an, litinn birkiskóg. Trjen voru 20
fet (ca. 6,3 m.) á hæð. Venjulega stóð
fleiri en einn stofn á hverri rót, en
hver stofn hafði sina eigin krónu, og
hægt var að reika um í skóginum án
þess að rekast á greinarnar. Einn
leggurinn, sem við mældum, var 20
þuml. að ummáli. I rökum lægðum
voru mýrgresisdrög með alinháum
carices (störum), t. d. carex ampulla-
cea.“
Birkiskógurinn vex þannig nokk-
uð upp í hliðarnar, en þá tekur við
víðikjarr og annar gróður. Birkiskóg-
urinn er sumstaðar 6—7 metra á hæð
eða álíka hár og birkiskógarnir á ís-
landi. Einkstöku viðartegundir verða
jafnvel hærri en á íslandi, og það er
trúlegt, að skóginn mætti bæta, svo
trjen yrðu hærri og gildari, því hann
er nú í hinni mestu óhirðu. Á trján-
um er víst enginn eiginlegur stofn,
heldur vaxa greinar út frá rótinni.
En greinar þessar vaxa oft beinar og
ná ekki litilli hæð. Við höfum senni-
lega höggvið skóginn mikið og illa
í fornöld og valið úr honum bestu
trjen. Af viðarkolum sem fundist hafa
í bæjarrústunum á Grænlandi (Skræl-
ingjar brendu bæina), er það sannað,
að íslendingar á Grænlandi hafa not-
að barkaðan skógvið til húsagerða.
— Skrælingjar höggva nú skóginn
sjer til eldiviðar. Við sjó hafa þeir
víða eytt skóginum eða spilt honum
og væri ilt, ef þeir fengju að bana
honum og útrýma á líkan hátt og
nærrænum kynstofni þar í landi, og
nú á seinni tímum nálega öllu lifandi
á landi og í lofti. En enn sem komið
er, hafa Skrælingjar ekki önnur far-
tæki en húðkeipana og bakið og geta
ekki lagst á skóginn inni í landinu.
Og vist mun þá skorta dug til að
höggva skóginn til þurðar, því skóg-
lendið er mikið. Prof. E. Warming,
sem fyrstur skifti grænlenska jurta-
gróðrinum niður í belti, vill ekki
heyra, að grænlensku birkiskógarnir
sjeu nefndir kjarr, þeir eigi sama rjett.
á skógarnafni og skógarnir á Islandi
cg það sje á báðum stöðum um virki-
legan skóg að ræða. Fyrir nokkrum
árum dreyfði maður að gamni sínu
nokkru af barrviðarfræi í lágt kjarr
í Eystribygð. Nokkru seinna, þegar
komið var þar að, var þar að vaxa
upp bárrviðarskógur. Sumarhitinn í
Eystribygð er víst nægilega mikill til
að þar gætu vaxið stór trje (smbr.
grasvöxtinn), og það vaxa vænir
skógar í löndum, sem að sumarblíðu
standa langt að baki grænlensku döl-
unum. — Versti óvinur skógarins er,
eftir umsögn grasafræðinga, t. d. prof.
L. Kolderup-Rosenvinge, berangur og
þurkar á vetrum, sjerstaklega fjalla-
þeyrinn, sem leysir snjóinn, þurkar
og skrælir sprota og knappa, meðan
rótin er frosin og getur ekki dregið
í sig vatn. Skógur vex því ekki nema
þar, sem nokkurt skjól er fyrir þess-
um vindi, sem jafnvel að sumrinu og
haustinu er hættulegur óvinur jurta-
ríkisins. Samt er ekki nema liklegt,
að bæta mætti skóginn með aðfengn-
um trjátegundum. í grænlensku skóg-
unum kemst ljósið gegnum limið, eins
og á íslandi, og vex töðugresi á skóg-
argrundinni. Þar eru góðir hagar og
skjól góð.
Á Grænlandi er lyngið miklu hærra
en á íslandi og líkist meira lyngi í
suðlægari löndum (Mið-Evrópu).
Það er sagt, að menn sökkvi í hnje
í lynginu. Það vex einkum á þeim
stöðum, sem eru mjög berir á vetr-
um, því það þolir betur berangur og
þurk, en grösin. Það munu góð beit-
arlönd á vetrum.
I Eystri- og Vestnoygð eru mikil
graslendi og góðar engjar. Sljettur
fram með ánum, valllendisflesjur á
undirlendinu.mýradrög, flóar og star-
armýrar milli hæðanna og við vötn-
ín, grashlíðar í fjöllunum, sem hafa
verið slegnar til forna og upþi á hæð-
unum í Eystribygð eru sagðar engja-
•ræpur. Grösin eru mörg önnur en á
okkar landi, en alt gras vex þar miklu
örar og nær meiri vexti en á íslandi.
Þetta hefur mjög mikið gildi fyrir
búskapinn. Til þess að hægt sje au
nota vjelar vð heyskapinn, þarf gras-
ið að ná vissri hæð. En sje þar með
unninn bugur á mestu erfiðleikunum
við að nota vjelar við heyvinnuna,
eru miklar líkur til, að það geti borið
sig vel og verið gróðavænlegt að jafna
og bæta jarðveginn og verja til þess
ærnu fje og vinnu, með likum hætti
cg gert er í útlöndum. Ef til vill gæt-
um við fengið á Grænlandi grasfrsa,
sem vel væri fallið til að sá í flög
á íslandi og þannig gert túnræktinni
heima ómetanlegt gagn.
Frjettir.
Tíðin er hin besta. Útsynnishryðja
kom á mánud.morguninn, en stóð
stutt og var komið besta veður um
kveldið. — Afli er nú góður í veiði-
stöðvunum hjer suður með sjónum
og i Vestmannaeyjum.
Heiðursgjafir. Nú um jólin var Jó-
hannesi Jóhannessyni bæjarfógeta af-
hent skrifborð mikið og frítt, sem
gjöf frá Seyðfirðingum til hans. —
Á borðið er festur silfurskjöldur mjög
haglega gerður, með áletrun, þar sem
honum er þökkuð tuttugu ára stjórn
kaupstaðarins. Borðið smíðaði Jón
Halldórsson & Co. Skjöldinn gerði
Jónatan, en Ríkarður gróf. — Magn-
úsi Guðmundssyni skrifstofustjóra
var einnig nýlega færð heiðursgjöf
frá Skagfirðingum, vandað gullúr.
Frá New York. Eimskipafjelag ís-
lands hefur fengið skeyti þaðan, sem
st'gir, að þar standi nú yfir eitt hið
mesta hafnarverkfall, sem sögur fari
af. „Lagarfoss" var nýfarinn þaðan,
er verkfallið hófst, fór 11. þ. m„ en
það er búist við, að „Gullfoss" tefj-
ist nú vestra vegna þess.
Bifur-borð. Menn skyldu veita at-
hygli auglýsingu þeirra Fr. Magnús-
sonar & Co í síðasta tbl. Lögrjettu
um hinn nýja húsagerðarpappa frá
Ameríku, sem þar er sagt frá, því
ekki veitir af, að menn noti sjer nú
sem best við byggingar alt, sem til
umbóta og sparnaðar horfir.
Sykurverð lækkar. Landsverslunin
augl. 8. þ. m„ að frá þeim degi lækki
sykurverð og yrði til kaupmanna og
fjelaga í heildsölu: högginn sykur kr.
1,15 kílóið, steyttur sykur kr. 1,05
cg púðursykur kr. 0,95.
Garðar Gíslason stórkaupmaður
hefur keypt hið stóra steinhús hr. A.
Obenhaupts við Hverfisgötu og er nú
að flytja þangað vörur sínar. Kjall-
arinn og neðsta hæðin eru tekin til
vörugeymslu og vörusýninga, en á
2. hæð eru skrifstofurnar, mjög rúm-
góða'r og viðkunnanlegar. Á 3. hæð
eru ljósmyndastofur frk. Zoega, eins
og áður.
Minst Þorst. Erlingssonar skálds.
Ekkju hans, frú Guðrúnu Jónsdóttur,
voru á afmæli hennar, 10. þ. m„ tær»-
ar að gjöf 2400 kr„ frá nokkrum vin-
um og kunningjum Þorsteins sál. og
hún beðin að líta svo á, sem frá hon-
um væri. En þess var getið við þetta
tækifæri, hve mjög hún hefði látið
sjer ant um að geyma minninguna um
Þorstein, þar sem hún hefði á þeim
erfiðu tímum, sem hjer hafa verið að
undanförnu, haldið við herbergi
hans og bókasafni óbreyttu, og auk
þess látið reisa á leiði hans fallegan
minnisvarða. — Fyrir þessu gengust
frú Kristín Simonarson, frú Theodóra
Thoroddsen, Bjarni Jónsson dócent
frá Vogi og ritstjórarnir ól. Björns-
son og Þorsteinn Gíslason.
Eimskipafjel. íslands lækkar farm-
gjöjd. Það hefur nú fært öll farm-
gjöld niður um ca. 10%. Áður hafði
það fært niður aukagjald það, sem
stafaði af stríðsvátryggingum, svo að
öll farmgjaldslækkunin nemur nú um
40 krónur á tonni frá því, sem áður
var. — Fer nú smátt og smátt að
koma í ljós, að ófriðarokinu á við-
skiftunum ljetti. En skip Eimskipa-
fjel. hqfa verið íslendingum góð og
þörf eign á styrjaldarárunum.
Spanska veikin í Khöfn. I síðustu
dönskum blöðum, semh ingað hata
komið, er sagt frá því, að spanska
veikin hafi farið að magnast aftur í
Khöfn, er skólar voru opnaðir, og nu
segir í skeyti frá 14. þ. m„ að veikin
sje að færast þar í aukana.
Viðskifti við England. Stjómar-
ráðið hefur nýlega fengið tilkynningu
um það frá enska konsúlnum hjer,
aö útflutnngsbann hafi verið afnumið
á ýmsum vörutegundum í Englandi,
þó ekki á hrávöru fyrst um sinn.
Þetta nær þó ekki til þeirra landa,
sem að Þýskalandi liggja, fyr en
hafnbannið hefur verið afnumið. Út-
flutningshaftið er tekið af þessum
vörum: Aluminium-vörum, asbest-
vörum, bómullrvörum, reiðhjólum,
skóvörum, nema handa börnum,
burstum ok kústum, margskonar kop-
arvörum, járnvörum og stálvörum,
linoleum, vírdýnum, bílum, sem hafa
undir 30 h. a. vjel, ljósmyndaáhöld-
um, olíum, fernis, vögnum, kerrum
og margskonar ullarvarningi.
Vöruinnflutningur. Reglugerð um
hann og um leyfi til innflutnings
á vörum frá útlöndum, hefur verið
feld úr gildi frá 10. þ. m. og inn-
fiutningsnefndin lögð niður.
Reglugerð um einkasölu á kolum
hefur landstjórnin gefið út 7. þ. m.:
I. gr. Landstjórnin tekur fyrst um
sinn, þangað til öðru vísi verður á-
kveðið, í sínar hendur alla verslun á
útlendum kolum í landinu. — 2. gr.
Á meðan landstjórnin hefur kolaversl-
unina í sínum höndum, er kaupmönn-
um,fjelögum svo og einstökum mönn-
um bannað að flytja til landsins kol
frá útlöndum, svo og að selja kol, sem
flutt hafa verið til landsins gagnstætt
ákvæðum þessarar reglugerðar. Þó
er skipum, sem koma frá útlöndum,
heimilt að hafa meðferðis kolabirgðir
til notkunar eingöngu í skipunum
sjálfum. Heimilt er og þeim, sem eiga
kolabirgðir hjer á landi, þegar reglu-
gerð þessi öðlast gildi, að selja þær á
þann hátt, sem þeir óska. — 3. gr.
Brot gegn ákvæðum 2. gr. reglugerð-
ar þessarar varða sektum, alt að 100
þús. kr.
Reglugerð um bráðabirgðaútflutn-
ingsgjald hefur landstjórnin gefið út
7 þ. m.: 1. gr. Meðan Norðurálfu-
ófriðurinn stendur ög ráðuneyti ís-
kmds fer með verslun innlendra vöru-
tegunda eða sjer um útflutning á
þeim, skal greiða í landsjóð 3% af
andvirði því, er greiðast skal selj-
endum varanna eða þeim, sem þær
eru teknar hjá eignarnámi. — 2. gr.
Útflutningsnefnd eða sá sem fyrir
hönd landstjórnarinnar sjer um út-
flutning varanna, innheimtir skatt
þenna á þann hátt, að hún dregur
hann frá fjárhæð þerri, sem greiða á
hvérjum einstökum fyrir vörur þær,
er ræðir um í 1. gr. — 3. gr. Útflutn-
ingsnefnd eða sá sem gegnir sams-
konar starfi, skal hafa viðskiftareikn-.
ing í bókum sínum fyrir hvern þann,
sem hún kaupir eða á annan hátt fær
vörur hjá, til útflutnings fyrir hönd
landstjórnarinnar og skal hún í reikn-
ingi þessum tilfæra allan kostnað.sem
leiðir af kaupum eða móttöku og út-
flutningi þeirrar vöru, landsjoði ae
skaðlausu. Ef það kemur fram, að
landsjóður hafi eigi þurft, vegna af-
skifta sinna af vörum hvers einstaks
viðskiftamanns, að leggja fram alla
þá fjárhæð, sem skattur hvers ein-
staks nemur, skal honum endurgreidd-
ur mismurinn að tilhlutun útflutn-
ingsnefndar eða þess, sem gegnir
samskonar starfi, eins fljótt og verða
má.
Stríðslokin.
Síðustu frjettir.
Síðastl. viku hafa mjög litlar. fregn-
ir komið frá útlöndum. Það hefur
verið sagt frá óspektum af hálfu
Spartacusmanna í Berlín, og að Lieb-
kneckt hafi reynt mjög til þess að
fá völdin í sínar hendur, náð undir
sig um hrið ýmsum helstu blöðunum
og Wolffs frjettastofu. Einnig náði
liann ráðum yiir vatnsveitunni í Ber-
lín um stund og tók alt vatn af borg-
arbúum. En síðustu fregnir segja, að
Ebertsstjórnin hafi nú náð fullkom-
inni yfirhönd yfir Spartacusflokknum
og lið til hjálpar henni streymi stöð-
ugt til Berlínar.
Pólska byltingin, sem frá var sagt
í síðasta tbl„ er nú að engu orðin. —
í Eistlandi sækja Bolsjevíkar fram og
hafa yfirvöld þar beðið Englendinga
um vopnasendingar, til þess að verj-
ast þeim.
Frá Ukraine.
Nú um langan tíma hafa mjög litl-
ar og ónákvæmar'fregnir borist frá
Rússlandi, eða þeim löndum öllum,
sem áður lutu Rússakeisara. Nokkra
hugmynd um ástandið i Ukraine má
fá af ferðasögu, sem maður einn seg-
ir, sem fór frá Kiew til Ódessu og
Sevastopól skömmu áður en vopna-
hljeið komst á og Þjóðverjar voru
skuldbundnir til að kalla her sinn
heim úr Ukraine.
Han segir, að samgöngutælci öll a
þeirri leið sjeu í góðu lagi og matvæli
þau, sem ferðamennirnir eigi kost á
að fá, sæmileg og ekki tiltakanlega
dýr. En af gestgjafahúsunum í Kiew
lætur hann illa. Á járnbrautarvögrx-
unum sáust nokkur merki um Bolsje-
víkastyrjöldina, sem á undan var
gengin, kúlnaför til og frá o. s. frv.
En alstaðar var kyrð yfir fólkinu, eins
og óspektartímarnir væru gleymdir.
Bændafólkið í vögnunum og á járn-
brautarstöðvunum leit friðsamlega út.
Ferðamaðurinn lýsir bændunum þar
svo, að þeir sjeu með mikið hár, ó-
greitt, og gangi á stígvjelum, sem
ná langt upp á leggina. Konurnar
ganga margar berfættar og hafa börn
í eftirdragi, draga þau með sjer eða
bera, og þær, sem á ferð eru, hafa
einnig með sjer sængurföt í pokum
og fatabögla, stór brauð og melónur.
Með þennan farangur sitja þær í öli-
um hornum og krókum brautarstöðv-
anna. Yfir öllu er ró og friður. En
fáum mánuðum áður var þama upp-
reisn og bændurnir fóru í flokkum
frá einu herrasetrinu til annars og
rændu, myrtu og brendu. En eftir
að þýski herinn kom inn í landið, hafa
þeir orðið að skila herrasetrunutn
aftur og öllu, sem fært var áður burt
þaðan, bæði dauðu og lifandi, að svu
miklu leyti sem hægt var að ná þv>
Nú voru þýskir herverðir á hverri
brautarstöð, og voru það einu merkin
sem sáust um undanfarinn ófrið, seg-
ir ferðamaðurinn. En samt sje ekk’
svo að skilja, að hjer sje um varan-
lega ró að ræða. Orsakirnar, sem
hleyptu Bolsjevikaóeirðunum þarna
á stað, sjeu enn til, ennþá lifi í glóðun-
um undir niðri og bálið geti blossað
upp aftur, er minst vari. Þó herverð-
irnir þýsku sjeu ekki fjölmennir, að
Á síðastliðnu hausti tapaðist að
heiman frá mjer hryssa 20 vetra
gömul, dökkrauð með hvít lauf á
nefinu. Mark: blaðstýft aft. hægra,
vetrarafrökuð, ójárnuð, vel vökur,
með móbrúnu folaldi (hryssu) með
hvítan blett á nefinu. Hvern sem
kynni að verða var við hryssu þessa
bið jeg vinsamlegast að gera mjer
það kunnugt sem fyrst.
Unnarholtskoti í Ámessýslu
5. janúar 1919
Ketill Gíslason.
eins tveir menn á hverri brautarstöð,
þá segir ferðamaðurinn, að það sje
eins og járnbrautarlestm renni fram
milli raða af varðmönnum. Þeir sjeu
merkið um hina fullkomnu ró og ör-
uggleik. Þeir standi þar þegjandi,
með blikandi stingbyssur við axlir og
hjálma á höfðum, eins og steyptir úr
járni, sinn til hvorrar handar við hlið-
in til hverrar brautarstöðvar. Meðan
lceisaraveldið var i Rússlandi hafi
herlögreglumenn keisarastjórnarinn-
ar staðið á þessum sömu stöðvum. Og
svona hljóti þetta að verða framvegis ;
eitthvert vald verði að hafa á þeim
mannmúg, sem fylli þessar víðu og
tilbreytingarlitlu sljettur.
Ferðamaðurinn segir, að hinir
stærri bæjir á þessari leið líti illa út.
Húsin sjeu hrörleg og gluggar búð-
anna tómir, göturnar óhreinar og
gangs'tjettirnar holóttar.svo að hættu-
legt sje að ganga um þær á kveldin,
því að gatnalýsingunni sje mjög á-
bótavant. En á daginn eru allar göt-
ur fuliar af fóíki. Það er þreytulegt
og fremur illa til fara. Allavega ein-'
kennisbúningar sjást þar innan um,
sumir mjög sundurgerðarlegir. Sum-
ir af þeim, sem þessa búninga bera,
eru hermenn, en ekki allir. Menn hafa
rænt þessum búningum meðan á
borgarastyrjöldinni stóð, einn treyju,
annar buxum, þriðji höfuðfati, o. s.
frv„ og svo hafa menn á eftir sett
þetta saman á ýmsan hátt, og getur
sá samsetningur komið mjög undar-
lega fyrir sjónir. Bolsjevíkar drápu
rm 400 herforingja á götunum i
Kiew. Algegnt var, að þeim væri fyrst
skipað, að klæða sig úr fötunum,.alt
inn að skyrtunni, en þegar það var
gert var skotið kúlu í gegn um höfuð
þeirra aftan að frá. Og líkar hafa að-
farirnar verið víðar. En þaðan eru
komnar herforingjakápurnar, úr dýru
ensku klæði, sem alls konar menn
sjást nú í. — Verslun og viðskifti
gangamjög skrykkjótt. Keðjuverslun-
in svo nefnda er nú rekin mjög, eink-
um með vörur, sem lagt hefur verið
löghald á, eða þær vörur, sem ákveðið
er að skamta skuli einstökum neyt-
endum. Lagafyrirmæli um verslun eru
hjer opinberlega brotin, án þess að
við það verði ráðið. Korn, mjöl og
sykur eru vörur, sem að eins eiga að
seljast einstaklingum í vissum skömt-
um, og það er erfitt að fá þær i smá-
sölubúðunum. En heilir vagnafarmar
og lestafarmar af þessum vörum eru
seldir í keðjuverslunum og ganga
þannig fram og aftur, þangað til
verðið er komið upp úr öllu valdi.
Þessi keðjuverslun, og svo fall papp-
írspeninganna, hefur skapað mjög
hl tt verð á mörgum vörum. Það er
sagt, að stjórnin í Moskva láti dag-
lega prenta og gefa út pappírspen-
inga, sem nema 150 þús. rúblum. Að
baki þessara seðla er engin gulltrygg-
ing. Einstakir menn eignast þá í stór->
um stíl og geyma þá í kistum sínum,
eða grafa þá í jörð. Helst vilja menn
nú gamla seðla frá tímum keisara-
veldisins. Seðlar frá stjómardögum
Kerinskys þykja mjöjf varhugaverð-
ir, og eins er um hina nýju seðla
Ukrainestjórnarinnar. Menn bera þá
fyrir Ijósið áður en menn taka við
þeim, því að það hefur komist upp,
að eftirlikingar eru á gangi, sem erfitt
er að greina frá hinum löggiltu seði-
um. Sem smámynt nota menn frí-
merki, vaxtamiða herlánanna og smá-
seðla, sem einstök bæjafjelög gefa út.
Málmpeningar sjást aldrei, ekki einu
sinni koparpeningar. Einstakir menn
hafa dregið þá til sín, og það er sagt.
að mikið af þeim muni vera grafið í
iörð. í Ódessu láta bankarnir illa við
að taka á móti hinum nýju seðlum
Lrkrainestjórnarinnar, og suður á
Krím eru þeir alls ekki taldir gjald-
gengir. Þetta ástand hefur haft miög
h mandi áhrif á framleiðsluna í land-
inu. Bændurnir geta ekki selt afurðir
sínar nema fyrir pappírspeninga, sem
þeir telja sjer meira eða minna verð-