Lögrétta


Lögrétta - 22.01.1919, Side 2

Lögrétta - 22.01.1919, Side 2
to LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablðð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á lslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júli. fornu og nýju, og er vonandi, aö all- ir prestar landsins stuöli atS því með kappi og góðu fylgi, hver í sínum söfnuði, aíS þessu máli veröi fram- gengt. Saurbæ, 10. jan. 1919. Einar Thorlacius. Kveðja tií hinnar íslensku kirkju frá hinni „dansk-íslensku kirkjunefnd“. Eins og menn kynni aS reka minni til, var til umræðu á síðustu presta- stefnu málaleitun frá Danmörku um horfur á nánara sambandi milli dönsku og íslensku kirkjunnar á kom- andi tíð. Var þeirri málaleitan vel tek- ið af fundarmönnum og nefnd kosin af hálfu hinnar islensku prestastjettar að svara þeirri málaleitun og hrinda málinu í framkvæmd. Kosnir voru í nefndina með biskupi: prófastur sr. Eggert Pálsson og prestarnir sr. Bj. Jónsson, sr. Fr. Friðriksson og sr. Gísli Skúlason. í Danmörku var á fundi hjá Sjálandsbiskupi 16. október f. á. kosin nefnd, til þess af hálfu hinar dönsku kirkju, að vinna að frekari framkvæmdum í þessu máli. Er Sjálandsbiskup, H. Ostenfeld, formaður þessarar „dansk-íslensku kirkjunefndar“ og mun verða nánar skýrt frá því hjer í blaðinu, hvað fyr- ir nefndinni vakir. Kveðjuávarp það, sem hjer fer á eftir, í íslenskri þýð- ingu, barst biskupi um nýársleytið: „Til biskupsins yfir íslandi. Undirrituð „dansk-islensk“ kirkju- nefnd“ sendir kirkjulýð íslends, um hendur yðar, háæruverðugi herra, bróðurlega kveðju. Jafnframt því, sem nú eru að renna upp yfir fimm hundruð ára stjórnlegt samlíf dönsku og íslensku þjóðarinn- ar nýir timar, sem Danir vona, að verði ávaxtaríkir fyrir þjóðlegt og menningarlegt samband þjóðanna sin á milli, er innan dönsku kirkjunnar að vakna eðlileg löngun eftir að kom- ast í innilegra samband við systur- kirkjuna á íslandi. Með gleði höfum vjer þá og komist að raun um, að svipaðar tilfinningar bærast innan ís- lensku kirkjunnar. Það er sannfæring vor,að fyrir þá sjálfstæðu sögulegu þróun, sem þessi tvö svo skyldu kirkjufjelög eiga að þaki sjer yfir að líta, hafi andi guðs falið hvoru þeirra um sig fjársjóðu, sem þau hvort um sig bæði geti miðl- að og sje skylt að miðla hinu af þvi til blessunar. „Dansk-íslenska kirkjunefndin" telur það verkefni sitt af hálfu hinn- ar dönsku kirkju, að gera sitt til þess, að slík andleg miðlun á báðar hliðar geti átt sjer stað. Að ákveða nánar þær leiðir, sem vænlegastar kynnu að þykja til að koma þessu í fram- kvæmd, yrði að sjálfsögðu samninga- mál með oss og nefnd þeirri, sem oss er kunnugt um, að sett hefir verið til þess, fyrir hönd hinnar íslensku kirkju, að vinna að sama markmiði. Til slíkra samninga, er fyrst um sinn ættu að geta farið fram á þá leið, að vjer skriflega birtum hvorir öðrum hugsanir vorar þar að lútandi, leyfum vjer oss að bjóða með brjefi þessu. Með þeirri bæn, að drottinn af náð sinni blessi þessa fyrirætlun vora og taki hana í sína þjónustu, sendum vjer hínni íslensku kirkju, um hendur yðar.herra biskup, hjartanlega kveðju vora með nálæga jólahátíð í huga, og biðjum guð að græða sárin og sefa harmana, sem á næstliðnu hausti hafa á ýmsan hátt blandað gleði hinnar íslensku þjóðar sárri alvöru. Á jólaföstu 1918. H. Ostenfeld (Sjálandsbiskup). V. Ammundsen (dr. theol. prófessor í guðfræði). Niels Dad (frísafnaðar-• prestur). Gunnar Engberg (framkv.- stj. K. F. U. M.). Chr. Gad fsóknar- j prestur). Frederik Gad (bóksali í Khöfn). H. Gíslason (aðstoðarprest- ur í Khöfn). Johs. Götzsche H. Hoff- meýer (stiftprófastur í Khöfn). Hen- nette Knuth (framkv.stj. K. F. U. j K. í Khöfn). Chr. Ludvigs (biskup í Alaborg). M. Th. Magnússon (sókn- arprestur). P. Munch (prófastur). Arne Möller (sóknarprestur). Johs. Nodentoft (prófastur). Ingibjörg Ó- lafsson (framkv.stj. K. F. U. K.). H. | T. Poulsen (sóknarprestur). Alfred Povlsen (lýðháskólastjóri). H. Skat Rördam (kennaraskólastjóri). Thórd- ur Tómasson (sóknarprestur í Hor- sens).“ Vísindalega orðabókin. í 3. tbl. ísafoldar þ. á. ritar herra A. J. um ísl. orðabókina af hlýjum huga, en eigi að síður finn eg ástæðu til að gera nokkrar athugasemdir við grein hans. - Rétt mun það, að fæstum sé ljóst, hversu mikið stórræði er verið að leggja út í með vísindalegri orðabók, er menningu vorri verði til sóma og gagns. Með því liði, sem nú er ætlað verkinu, veitir fráleitt af allt að 25 árum til orðtöku rita og ýmislegs annars undirstöðu undirbúnings eins sér, en þar sem stórþjóðirnar, Eng- lendingar og Þjóðverjar, hafa orðið að bíða um 70 ár eftir sínum full- komnu nýmálsorðabókum, fæ eg eigi betur séð, en að íslendingar verði að vera rólegir þótt fullkomnun verksins á orðabók, er nær yfir mál- ið að fornu og nýju, taki allt að 40 til 50 ár. Varla mun það rétt, að varhuga- vert sé, að orðtaka íslensk rit, áður en aðalgrundvöllurinn er lagður, sem hér merkir líklega það, hvert verk- efni og snið orðabókin á að hafa. Eða á hverju skyldi fremur eiga að byrja en upphafinu, sem þama er orðtakan ? Það er í þessu verki einmitt fyrsta undirlagsverkið, að orðtaka sem flest rit, og þeirri starfsaðferð er jafnan fylgt við samningu orðabóka. Meðan undirbúningsverkið er svona stutt komið, sagði Björn heitinn Bjarnar- son við mig í sumar, að ekkert lægi á að gefa út nákvæma stefnuskrá með sýnishorni, en orðtökuna þyrfti að meta sem mest fyrst í stað, enda væri þar mikið verk fyrir hendi, og'hafði hann þar eflaust rétt að mæla. En að hinu leytinu er sjálfsagt þeg- ar í upphafi, við byrjun verksins, eins og Birni var líka vel ljóst, að hafa aðalmarkið fyrir augum, nefnilega bvort bókin á heldur að vera almenn eða vísindaleg, því að það hefir þeg- ár frá fyrsta viðviki áhrif á alla til- bögun við starfsaðferðina og þá lika orðtökuverkið. En svo getur nú verk- > efni vísindalegrar orðabókar verið á fleiri en einn veg, eða að minsta kosti misvíðtækt og einnig það verður þeg- ar í upphafi að gera sér ljóst. Annars famlst okkur Birni heitnum skilning- ur manna, og það jafnvel margha málfróðra, á öllu þessu verki vera mjög ófullkominn, og þótt einhver góður kennari hafi samið útlendar skóla-orðabók handa íslendingum, að mestu eftir fyrirliggjandi orðabókum í því máli, þá er þetta verk alls ann- ars eðlis, eins og vísindamenn líka vita, svo oft er lítið á slíkum hand- bókahöfundum að græða, fremur en öðrum fræðimönnum. Nú vill svo vel til að Björn heitinn gaf alþingi 1917 álit sitt um hvert vera ætti verkefni vísindalegrar orða- bókar í ísl. tungu að fornu og nýju og má lesa það í Alþt. frá því ári. Það var í þessum 8 liðum: 1) Nútíð- arframburður orðanna, 2) formbreyt- ingar þeirra (í hljóði, beygingu og kynferði), 3) aldur þeirra, þ. e. hve- nær þau hverfa, eða hvort þau lifa enn í dag, 4) verksvið þeirra og heimilisfang, 5) þýðing þeirra í sögu- legri röð (tilgreina ef unnt er, hve- nær þýðingar breytingar hafi orðið og af hvaða orsökum [sálarfræðil. menningarl.]), 6) sifjasambönd orð- anna, 7) afstöðu þeirra í setningum, 8) Ætterni þeirra er af útlendum toga eru spunnin (hvenær og hverja leið þau hafa komið inn í málið og með hvaða menningarstraumum). Á þessum grundvelli vildi hann reisa ritverk þetta og var mjög treg- ur til að hafa hann víðtækari, eða með öðrum orðum, fara lengra. Af þvi nú, að mér þegar í upphafi, þóttí þarna heldur skammt farið, bætti eg þegar í fyrrahaust þessum 2 liðum við og sendi honum til ísafjarðar frá Kvennabrekku: 9) Fornaldarfram- burður orðanna (c. 950—1250) eftir því sem næst verður farið ásamt mið- aldaframburðinum (c. 1250—155°)- iO) Uppruni innlendu orðanna, þ. e. skyldleiki þeirra við sömu orð í ind- germönsku málunum. Þótt honum væri þetta eigi sem geðfeldast, að hann beint samþykkti það, þá lét hann það svona vera, en sagði með sinni elskulegu ljúf- mennsku, að þrátt fyrir það, að við Þjoðin á að vaka og vinna. Vinur! þú sem enn ert ungur, örugt gakk að þjóðarstarfi! Örðugleikans urð og klungur yfir sækir fast hinn djarfi. „Áfram!“ segir oft hinn sterki, ýmsir þó hann miður skilji. Einstaklingsins orka’ og vilji eiga leið að settu merki. Verkleysingi farðu á fætur! fagna hverjum nýjum degi; greiddu lýð og landi bætur hðins tíma’ á starfans vegi. J?ú, sem enn crt miðlungsmaki, máttar þíns skalt djarfur neyta; áreynslunnar áttu’ að leita, orka hverju framans taki. Viljirðu öðlast álitstrygging, áform þetta skaltu taka: Legðu stein í landsins bygging, láttu hverja hugsun vaka yfir þjóðar gæfu’ og gengi. Greypar láttu plóginn spenna; iðjuleysi’ í eldi brenna; aðrir svo þín minnist lengi. þú, sem getur sagt með sanni, síðsti þegar dagur liður: „Áreynslunnar stormur stríður styrkt mig hefur best að manni. Aldrei hef jeg á liði legið, lagt fram alt í verki’ og orði“, eflaust hefurðu alt af dregið eitthvað gott að framtaks borði. pjóðin á að vaka’ og vinna, víkja’ að sporum yðjumannsins, láta hug og hendur sinna heillamálum unga landsins! pað er erfitt gull að grafa, greiparnar svo megi fylla. þjóðin skyldi hugfast hafa að handaletin ber sig illa! Festum heit við drengskap dýran: Dugum hverju góðu máh! ýÖj u-hönd með orkustáli á að móta vilja skýran. Öllum tímans táknin benda: Trygð við sanna hugsjón lyftir! Afli mannsins einatt skiftir ósamlyndið þjóðarkenda! M. Jónsson. báöir heföini nokkuS grúskaö i sam- anburöarmálfræöi, þá værim viS eigi, án tilhjálpar okkur enn fróðari manna færir um aö fullnægja síSasta liön- um og þetta sagöi hann auSvitað að fullu satt. En svona hátt finnst mér aS markið veröi að setja, jafn- vel þótt enginn íslendingur nú í svip- inn, sé fær um að fullnægja kröfunni. Aftur féllst Björn heitinn á það, að þarna hefði maður ágætan stuðning af útl. orðabókum er til uppruna rekja, og líka að þetta væri í sjálfu sér engri vitund erfiðara en sumir hðirnir hjá sér sjálfum. Og nú verða menn að gæta þess, að þegar við fyrsta undirbúningsstarfið, orðaupp- tökuna, hljóta sumir af þessum lið- um að koma strax til ereina. Herra A. J. vitnar í hvernig inar stærstu og fullkomnustu orðabækur Englendinga og Þjóðverja séu úr garði gerðar (Murray og Grimm) og er því líkast, sem hann ætlist til, að þær eígi að verða fyrirmyndin að vísindal. orðabókinni hjá oss, en það kemur varla til nokkurra mála að svo verði, enda væri oss það ofvaxið. Þegar maður, sem eigi hefir sjglfa orðabókina séð, lítur nú þarna í til- vitnunina hjá A. J. í orðið „sól" hjá Grimm, þá sést undir eins að þar er um meira að ræða, en vísindalega orðabók í venjulegustu merkingu, því þetta er miklu fremur alfræði (enkyklopædia), heldur en eiginleg orðabók. Ýmislegt er það um orðabók vora sem Björn heitinn talaði um viS mig, sem hér er gagnslaust um að skrifa. En fyrirmynd orðabókarinnar vorrar sagði hann skýlaust að ættu að verða vísindalegu orðabækurnar hjá frænd- þjóðum vorum á Norðurlöndum, emkum þó hjá Norðmönnum, og fór hann þar eflaust réttan veg. Eg hafði og ávalt búist við því, að þar yrði fyrirmyndin tekin, þegar til fullra framkvæmda kemur með verkið. Hreint afleita tel eg uppástungu A. J. um að skifta málinu og orða- bókinni í þrennt: i)forníslenzka, 2) miðíslenzka og 3) nýíslenzka. Hug- myndin hjá honum er þá að láta þetta vísindalega orðabókarstarf, sem nú er tilstofnað, lenda við nýíslenzkuna ema, en semja jafnframt sérstaka orðabók alþýðlega yfir miðíslenzku, víst líka því sem Norðmenn eiga nú yfir forníslenzku. En það er afarmargt sem mælir á móti þessu og alt þungt á metunum. Fyrst er nú það, að vér tölum em- hverja ina fegurstu og fullkomnustu tungu í Norðurálfu og verðum að halda því rígföstu í huga vorum til að tína ekki tungunni í umróti ins umbreytta þjóðlífs, sem nú hefir fært þungamiðjuna frá bæjum í sveitum til býja við sjósíðu, og svo í ólgu- sjó þjóðagrautarins, sem vafalaust fer að berast hingað. í öðru lagi þurfum vjer aö gera alt vort til að koma út- lendingum líka á þá skoðun, að vje. tölum fræga forntungu, því þá vilja þeir miklu fremur læra mál vort. Það þriðja er, að virðing vor úti í heim- inum veltur mestmegnis á því, hversu mikla trú menn hafa á því, hvort vér höldum enn inni ágætu forntungu Isiorðurlanda. Vér verðum því að var- ast, að gera nokkurn hlut til þess að útlendingar komist á þá skoðun, að forn-íslenskan sje dautt mál, enda er slík skoðun helber vitleysa; en henni gefum vér beint vind í segl, með því að vera sífelt að tala um forn-is- lensku, mið-íslensku og ný-íslensku. Þar er heldur eigi nema um ofur- litinn mállýskumun að ræða. Þetta er miklu mikilvægara en margur heldur. íslenskur fræðimaður, sem verið hefir á Þýskalandi, hefir t. d. sagt mjer, að stórmerkur vísindamaður í nátt- úrufræði, sem var kunningi hans, hafi einu sinni verið að tala við sig um tungurnar í Evrópu, og hafi þá í sam- talinu talið grísku, latínu og iom- íslensku meðal dauðra merkistungna. Fn íslendingurinn mótmælti þessu fyrir hönd íslenskunnar, og spurði Þjóðverjann, hvað hann teldi fast mark þess, að einhver tunga væri dauð. Hinn svaraði: „Þegar læsir unglingar skilja eigi bækur skrifaðar á málinu." Þá sagði Islendingurinn manninum að íslensku börnin bæði læsi og skildi sögur ritaðar á 12. og 13. öld. Þá féllst Þjóðverjinn á, að vest-norðrænan forna, væri hjer enn lifandi mál, og fékk miklu meiri mæt- ur á íslendingum nútímans fyrir bragðið. Sannarlega eigum vér að forðast i tali og riti að gera mikið úr þessum mun á fornu máli og nýju, en verst væri þó að vilja gera hann augljósan fyrir öllum heimi og það fjarlægt öll- um sannindum, með því að skifta sjálfir málinu með þrem orðabókum eftir eintómum tímabilum, sem þó engin skörp málstakmörk hafa. Milli fornnorsku og miðnorsku er aftur bægt að tala um skörp og líka furðu- snögg málstakmörk, en það á ekki heima um íslenskuna. Fjórða atriðið á móti skiftingartillögunni er það, að þetta væri skaðlegur tvíverknaður, því orðin eru langflest in sömu í forn-íslensku, mið-íslensku og ný- íslenskunni og svo er það í fimta lagi, auk ýmislegs annars, um þetta að segja, að með því yrði þessi vísinda- lega orðabók eiginlega ófullkomið hálfverk. Bókmentir vorrar fámennu þjóðar eru heldur eigi meiri en það, að þrátt fyrir orðafjölda málsins, er algerður óþarfi á þessari skiftingu. Það eru sumar nýtungurnar, engu orðfærri en öll íslenskan og samt eru orðabæk- urnar þar hafðar óskiftar. Oss vant- ar líka á móðurmálinu, og það er stór vansi, orðabók yfir forníslensku, engu síður en mið-íslensku og ný- íslensku. Þótt lærðir menn, sökum kunnáttu sinnar x útlendum málum, finni minna til þess, af því þeir not- færa sér orðabækur sem aðrir hafa samið handa sinni þjóð, þá er þó slíkt ástand til skammar og skaða. Það nær alls engri átt að setja þenna mismun á málfæri hjá oss jafn- fætis fornháþýsku, miðháþýsku og nýháþýsku, því enginn Þjóðverji skil- ur nú fornþýsk né miðþýsk rit, nema hann hafi lært málin sjerstaklega. Þar er því um dauð mál að tala, en ekki hjer á landi. Óþarfi er það hjá ýmsum, er nú rita um þetta mál, að vera stöðugt að setja þessa vísindalegu orðabók í samband við ina stóru og alþýðlegu orðabók, sem Jón heitinn Ólafsson ætlaði að semja og var byrjaður á, en- féll frá. Því þetta er allt annað verk og hygt á öðrum grundvelli, þótt styrkur sá, er Jón hafði, yrði undir- rót þess, að farið var að launa mönn- um til að semja þá bók er hér um ræðir. Rétt er það að þarflegt er að fá styrk manna út um landið við verk þetta, og að hækka þurfi ef vel á að vera, orðabókarstyrkinn, því bæði þurfa starfsmennirnir að kaupa sér dýrar bækur og geta borgað ýmsa aukahjálp, er fá verður frá mönn- um er kunnáttu hafa í ýmsum sér- fræðum og sériðnum, sem almenn málkvxnnátta nær illa til. Víst væri cg gott að fjölga mönnunum likt sem A. J. talar um, svo að einn maðurinn mætti alfarið fást við miðaldaritin. Það myndi flýta fyrir verkinu. Yfir- leitt verða menn að muna það, að hér er um þjóðlegt menningarmálefni að ræða. Það er sjálfgefið metnaðar- mál íslensku þjóðarinnar og íslenska ríkisins. Jóhannes L. L. Jóhannsson. Frjettir. Tíðin. Undanfarna daga hefur ver- ið asahláka, sunnanveður með 5—6 st. hita dag og nótt. — Aflabrögð eru góð, þegar á sjó gefur. Seðlaútgáfurjetturinn. Alþingi 1917 samþykti þingsályktun frá fjárhags- nefnd n. d., þar sem skorað er á landsstjórnina, að „leita samninga við íslandsbanka um að hann láti af hendi seðlaútgáfurjett sinn allan, gegn á- kveðnu gjaldi, eða, ef það næst eigi, þá að hann láti af hendi, með ákveðn- um skilyrðum, rjett sinn til að hindra seðlaútgáfu fram yfir 2y2 miljón, auk seðla Landsbankans". Samningar um þetta skyldu svo bornir undir Alþingi til samþyktar. — Samkv. þessari þingsályktun hefur nú stjórnin skip- að þrjá menn í nefnd, þá Magnús Guðmundsson fjármálaskrifstofu- stjóra, sem á að vera formaður, Þorst. Þorsteinsson hagstofustjóra og Pjet- ur Ólafsson konsúl, til þess að rann- saka þetta mál og láta uppi álit sitt um það. Eiga þeir að grenslast eftir, hvort íslandsbanki sje fáanlegur til þess, sem fram á er farið í þings- ályktunartillögunni, og íhuga, hvort þau kjör, sem náðst gætu, ef hann reyndist fáanlegur til að láta af hendi seðlaútgáfurjettinn að öllu eða ein- liverju leyti, megi teljast viðunandi. En reynist bankinn ekki fáanlegur til þessa, þá eiga þeir að láta uppi álit sitt um það, hvernig og með hverj- um kjörum koma megi fyrir til nokk- urrar frambúðar seðlaútgáfurjettin- tim, þannig að hæfileg seðlamergð geti jafnan verið til hjer á landi, eftir því sem viðskiftaþörf krefur. Nefndin á að hafa komið fram með tillögur ' sínar fyrir lok næstk. martsmánaðar.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.