Lögrétta - 19.02.1919, Blaðsíða 1
Utgefandi og ritstjóri:
ÞORST. GISLASON.
Þingholtsstrœti 17.
Talsími 178.
Afgreiðslu- og innheimtum.
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON
Bankastræti 11.
Talsími 359.
Reykjavík 19. febrúar 1919.
Nr. 8.
innlendar og erlendar, pappír og alls-
konar ritföng, kaupa allir í
B6ka?ersl. Sigf. Eymundssonar.
Launakjör íslenskra
presta.
f>egar jeg i síðasta Lögrjettu-
blaði skýrði frá launakjörum
norsku prestanna, eins og þau eru
nú með nýju launalögunum, sem
i gildi gengu 1917, lofaði jeg því
í enda greinarkornsins, eins og til
samanburðar, að skýra frá launa-
kjörum íslensku prestanna.
Alkunna er hve bág þau hafa
verið lengst af, en sakar þó ekki, að
á þetta sje minst með „talandi töl-
um“ einmitt á þessum tímum, er
mönnum verður svo tiðrætt um
launakjör opinberra starfsmanna
þjóðarinnar.
Meðfram i þeim tilgangi, að bæta
launakjör prestastjettar vorrar,
voru lögin frá 16. nóv. 1907 sett.
En aðferðin varð sú, að gera jöfn-
uð sem mestan embættanna, án
þess að auka landssjóði útgjöld.
Og markmiðið var, að þegar allir
prestar landsins væru komnir und-
ir nýju lögin, þá stæðust á tekjur
„prestslaunasjóðsins“ (þ. e. vextir
kirkjujarðasjóðs, eftirgjöld eftir
kirkjujarðir og sóknargjöld) og út-
gjöldin til prestanna, en landssjóð-
ur sbppi hjá öllum frekari gjöldum
til kristnihalds í landinu. Meðan
þetta væri að komast í kring yrði
landssjóður með síminkandi fram-
lögum til prestslaunasjóðsins að
greiða það er á vantaði, að tekjur
og gjöld stæðust á. Árið 1916 var
þetta „framlag til prestslaunasjóðs“
komið niður í ca. 29500 kr. (en þar
eru meðtalin laun prófasta (3200
kr.) og eftirlaun uppgjafapresta
(4585 kr.) svo að rjettu lagi varð
framlagið til þjónandi presta að
eins 21712 kr.).
Með lögunum frá 16. nóv. 1907
eru öll prestsembætti í landinu
gerð jöfn að launum. Enginn prest-
ur getur byrjað með hærri launum
föstum en 1 3 0 0 kr., nema dóm-
kirkjupresturinn í Reykjavík, sem
vegna stöðu sinnar sem prestur við
dómkirkju landsins fær að auki
1200 kr., en heldur þó jafnframt
rjetti sínum til launaviðbótar eftir
þjónustualdri eins og aðrir prestar.
1 þessum 1300 kr. byrjunarlaun-
um er meðtalinn arður af prests-
setrinu, sem prestur fær til ábúðar,
ef um sveitaprest er að ræða. pað
skiftir engu hve fjölment presta-
kallið er, eða hve víðáttumikið.
Föstu launin verða liin sömu. J?ó
er 20 prestaköllum ætluð svonefnd
erfiðleika uppbót frá 150—300 kr.
auk föstu byrjunarlaunanna. þegar
prestur svo hefur embætti þjónað
i 12 4r, fær hann 200 kr. viðbót
við föstu launin, og þegar liann
hefur þjónað 22 ár, fær hann aðrar
200 kr. — hvorttveggja úr prests-
launasjóði. Og við þessa upphæð
föstulaunanna verður hann að búa
það er eftir er þjónustutímans, því
þar er hámarkinu náð: 1700 kr.
Við föstu launin bætast svo
aukatekjurnar, þ. e. borgun
fyrir aukaverk. þau eru, sem geta
má nærri, mjög mismunandi eftir
mannfjölda prestakallanna og
breytast nokkuð frá ári til árs eftir
verðlagsskránni. Eftir skýrslum
presta af' öllu landinu árið 1916
voru aukatekjur 13 presta undir
100 kr., 40 voru á 2. hundraði, 38
á 3., 13 á 4., 8 á 5., 1 á 6., 4 á 8.,
1 á 9. hundraðinu, 1 telur þær 1000
kr. og 1 — 2000 kr. (hinir tveir
síðasttöldu eru Reykjavíkurprest-
arnir). Minstar voru þær i Grims-
ey: 36 kr.! Alls námu aukatekjur
presta þetta ár c. 33500 kr. og koma
þá til jafnaðar 280 kr. í aukatekj-
um á hvern prest (en þeir voru þá
120). Miðað við þetta ár verða tekj-
ur þeirra alls 88 presta, sem þegar
eru komnir undir nýju lögin, til
jafnaðar:
Hjá prestum
yngri en 12
ára ..... 1300+280=1580 kr.
Hjá prestum
eldri en 12,
yngri en 22
ára ..... 1500+280=1780 —
Hjá prestum
eldri en 22
ára ..... 1700+280=1980 —
Erfiðleika uppbæturnar eru lijer
ekki taldar með enda etast þær full-
komlega upp við aukið hestahald
og margvíslegan kostnað annan,
sem enn meiri viðátta þeirra
prestakalla en annara hefur í för
með sjér.
Enn eru 18 prestar undir gömlu
launalögunum. Af þeim eru 10,
sem ekki bera úr býtum þá launa-
upphæð, sem þeir eftir þjónustu-
aldri hefðu fengið ef komnir hefðu
verið undir nýju lögin. Njóta þeir
því bráðabirgðaruppbótar, sem þvi
svarar, er á vantar. En þar sem
prestum undir eldri launakjörun-
um fer sífækkandi, er ekki haft til-
lit til þeirra hjer.
Nú er fróðlegt til samanburðar
að rifja upp fyrir sjer það, sem sagt
var um launakjör norsku prest-
anna.
í Noregi má enginn sóknarprest-
ur hafa minni árstekjur en 3000
kr. a u k arðs af bújörð með ókeyp-
is húsnæði og launaviðbótar, 300
kr., þrisvar sinnum ó 5 ára fresti.
Hjá oss fá prestarnir minst 1300
kr. auk borgunar fyrir aukaverk.
Búi þeir í sveit, verða þeir að borga
fult eftirgjald eftir prestsetur sitt,
sem (í heimatekjum svonefndum)
dregst frá föstu laununúm. Búi
þeir aftur í kaupstað, verða þeir,
sem aðrir kaupstaðarborgarar, að
sjá sjer sjálfir fyrir húsnæði.
í Noregi er hámark sóknar-
prestslauna til sveita 5000 kr. auk
arðs af bújörð, með ókeypis hús-
næði, og lannabótarinnar, 300 kr.,
þrisvar á 5 ára fresti.
Hjá oss verður hámarkið til
jafnaðar eftir 22 ára þjónustu
1700 kr. auk borgunar fyrir auka-
verk, en þar frá dregst svo
eftirejaldið eftir prest-
setrið.
í Noregi er hámark prestslauna
í kaupstöðum sett 1000 kr. hærra
en til sveita, vegna þess að þar get-
ur ekki verið að ræða um arð af
bújörð, og ef ekki er sjerstakur
embættisbústaður, þá er þeim gold-
ið fult húsaleigugjald.
Hjá oss er ekkert tillit tekið til
þess hvort prestarnir búa í kaup-
stað eða sveit, hvort þeir geta haft
styrk af búskap eða ekki, hvort
þeir eiga víst húsnæði í að hverfa
eða verða að hola sjer niður ein-
hversstaðar þar sem best gegnir
og greiða húsaleigu, sem ef til vill
gleypir mikinn hluta af föstu laun-
unum, — yfir höfuð ekkert tillit
tekið til þess, hve afkoman er
miklu erfiðari í kaupstöðum en til
sveita.
I Noregi fá prestar ferðakostnað
greiddan fyrir allar ferðir í em-
bættisþarfir, svo og fyrir ferðir
eftir sjerstakri beiðni til auka-
verka.
Hjá oss þekkist ekkert slíkt er
prestar eiga í hlut. peir verða að
leggja sjer til hest og taka
borgun fyrir aukaverkið eins
og hún er ákveðin, eftir verð-
lagsskrá. Hve rjettlátt það er má
sýna með litlu dæmi: Maður er
að sækja lækni til barns, en sækir
um leið prestinn, sem býr á næsta
bæ. Hann kemur með reiðhest
handa lækni, en prestur hestar sig
sjálfur. Eftir 9 tíma útivist koma
báðir heim aftur. Fyrir sitt verk
fær læknirinn 18 kr. 50 aura, en
presturinn 2 kr. 10 aura!
1 Noregi njóta útkjálkaprestar
ýmissa sjerhlunninda vegna meiri
einangrunar og sjerstakra erfið-
leika, sem þeir eiga við að búa (fá
t. d. greiddan kostnað við allar em-
bættisferðir, jafnvel kostnaðinn við
að komast á annexíuna).
Hjá oss þekkist ekkert slíkt. það
er ekkert tillit til þess tekið, þótt
prestur búi t. a. m. úti í Grímsey.
Launakjörin eru hin sömu þar og
annarstaðar, þótt presturinn verði
að fara á mis við öll þau þægindi,
sem prestar í landi geta þó venju-
lega veitt sjer.
Jeg skal ekki fara lengra út í
þennan samanburð, svo fróðlegur
sem hann er og góður til skilnings.
Menn munu ef til vill segja: Já,
en Norðmenn hafa ráð á því að láta
sjer farast vel við presta sina!
En höfum vjer ráð á að láta oss
farast illa við presta vora?
Dr. J. H.
\
Árið 1918.
Erindi flutt á samkomu á Álftanesi
23. janúar 19x9.
Eftir Jón Þorbergsson.
ÁriS síðasta er mjög viöburöaríkt
í sögu þjóöanna fyrir þá sök, aö á því
leiddist til lykta hinn mikli heims-
ófriöur, sem er sá stærsti og hrika-
legasti hildarleikur, sem nokkru
sinni hefur háöur verið af íbúum
jaröar. Og með lokum ófriðar þessa
litur út fyrir, að hið margra alda
keisaravald sje til grunna hrunið.
Það er og stórviðburður. Með lokum
ófriðarins virðist og annar stórvið-
burðum í vændum. Það virðist roða
fyrir varanlegum friðarboða, þar sem
rætt er nú meðal þjóðskörunga heims-
ins, að komið sje á allsherjar gerð-
ardómum, er jafni þrætumál þjóð-
anna; en að þær leggi niður vopnin
og hætti að berast á banaspjótum.
Komist þetta á, og allar þjóðir beygi
sig fyrir þeim lögum um aldir alda,
verður jörð sú, er fólkið byggir, að
nýjum og betri heimi. Hjer er því
ekkert smávegis á ferðinni. — Auk
þessa hefur fólk dáið í hrönnum úr
hungri, borgarstyrjaldir verið háðar,
en þær eru hryllilegustu ófriðir, þar
sem frændur og vinir snúast hverjir
á móti öðrum til morða og bardaga,
og loks hefur hin slæma drepsótt
— sem enn geysar — grandað lífi
fólks og er talið, að á árinu hafi hún
orðið 6 milj. manna að bana. Alt eru
þetta afleiðingar ófriðarins mikla. Er
síst að undra, þó að mönnum komi
til hugar, að nú sje mál komið, að
leggja niður vopnin að fullu og öllu.
í sögu íslands verður þetta ár eitt
lnð allra viðburðarikasta, og þó mest
fyrir þá sök, að á árinu náði þjóðin
fullu sjálfstæði, jafnrjetti við sam- 1
bandsþjóðina, Dani—og nær að sjálf-
sögðu viðurkenningu allra þjóða sem
sjerstök ríkisheild, og getur nú von
bráðar látið skip sín sigla um heims-
höfin, hvar sem er, undir eigin þjóð-
armerki. Eru hjer leyst höft bæði frá
hendi og tungu þjóðarinnar. Höft,
sem í gegnum aldirnar hafa átt
drýgstan þáttinn i því, að skapa kyr-
stöðu og afturhald á starfsviði þjóð-
arinnar, þegar öðrum þjóðum fleygði
fram. Það tel jeg og nokkurn stór-
viðburð á þessu ári, að nefnd manna
var send til Skandinavíu til að kynn-
ast þar notkun fossa. Er með því
stigið spor í þá átt, að fara að nota
hinn mikla kratf, sem fossarnir okk-
ar hafa að geyma. Fossarnir geta
haft eigi ólíka þýðingu og verð-
miklar námur. Við getum nú varla
b.ugsað ökkur hversu mikla breyt-
ingu til batnaðar það getur haft fýrir
þjóðina,að farið verði að nota fossana
og vatnsaflið í stórum stíl. Með þvírná
lýsa og hita býlin, hafa afl til suðu og
fleiri starfa á heimilinu, til flutninga,
og hver veit nema það verði notað til
að bræða snjóinn og auka uppskeru.
Þá má minnast þess, að flugfjelag
hefur verið stofnað í Reykjavík, er
bygst að nema þá list, að ferðast í
lofti. Mætti það verða, að loftferðir
kæmust hjer á, og drægju úr hinunr
illu verkunum strjálbygðarinnar hjá
okkur. Á þessu ári hafa verið gerðar
tilraunir með matjurtarækt í stærri
stíl en nokkru sinni áður, og mótor-
plógar fluttir til landsins. Þótt fátt
sje enn hægt að segja um árangurinn
af þessu, sýnir það þó, að til
eru að verða á sviði atvinnumálanna
hugmyndir, sem veigur er í. Enn má
telja það, að í Vestmannaeyjum hefur
verið stofnað björgunarfjelag, sem
þegar hefur sent mann til útlanda í
erindum fyrir fjelagið. Er búist við.
að það taki fljótlega til starfa.
Þá má telja merkisviðburð eldgos-
ið og vatnsflóðið úr Kötlu, sem
brautst út 12. október, og hjelt áfram
í þrjár vikur samfleytt. Mun það
vera eitt hið allra stærsta vatnsflóð,
sem komið hefur frá eldsumbrotum
í Kötlu. Heilar jarðir lögðust i eyði,
úndir sand og möl, þar ’eystra, bú-
peningur týndist og sandtangi mynd-
aðist — milli Mýrdals og Hjörleifs-
höfða — fram í sjó.
Þá rigndi ösku í nærliggjandi
sveitum Kötlu, svo tók víða fyrit
haga. Er enn óvíst um tjónið af því.
Askan fauk norður yfir hálendið og
fjell eitthvað í sveitum norðanlands
og annarstaður um land; eldurinn
sást frá flestum bæjum á landinu.
Síðast en ekki síst má telja þann
viðburðinn, sem kom í endalok ver-
tíðar, og sem enn er ekki urn gerð
genginn, en það er drepsóttin, sem
höggið hefur tilfinnanlega skarð í
hópinn, einkum hjer í nágrenni okk-
ar. Hefti hún samgöngur innanlands
með póstflutninga o. fl.
Þá kem jeg að því, að minnast á
tíðarfarið og stórviðburði á árinu í
sambandi við það. Tíðarfarið vefur
jafnan aðalþáttinn i afkomu manna,
fyrir hvert ár, þeirra, er taka þátt í
aðalatvinnuvegunum: landbúnaði og
siósókn.
Árið byrjaði þannig, að á nýárs-
dag var 5 st. hiti hjer við sjóinn, en
sú veðurblíða var ekki lengi að
hverfa út í hafsauga, og 6. janúar
var komið hjer yfir 20 st. frost. Þann
dag stje frostið að sögn á Vífilsstöð-
um í 27 st. Veturinn var einn sá
allra frostharðasti, er sögur fara af,
síðan landið bygðist. Haft er fyrir
satt, að frostið hafi stigið á Norður-
landi upp undir eða um 40 st. Staf-
aði þetta af hafisnum, sem hjer var
nálægur nær allan veturinn. Þó gat
ekki talist harður vetur hjer um þess-
ar slóðir. Jeg skrifaði daglega um
veðrið í minnisbók. Hiti varð mestur
10 st., C., en frost mest 24 st., C. Með
því að líta þar yfir, sje jeg, að frá
1. janúar til 24. apríl, sem alls eru
XIV. ár.
114 dagar, var um hádegi á Bessa-
stöðum frostlaust í 51 dag, á tak-
mörkum frosts og hita 11 daga, en
frost í 52 daga. — En hjer er vetur-
inn mildari en viðast annarstaðar á
landinu. Er fróðlegt að geta þess, að
sunnudaginn 27. janúar var hjer
hægveður og lofthitinn í núlli, en þá
var norðanrok í Borgarfirði ogfrostið
á Hvanneyri 12 st. Skaðlegasta daglnn
á vetrinum fyrir landbúnaðinn tel jeg
20. marts. Þá var um morguninn blíð-
viðri og rigning, höfðu gengið hlák-
ur undanfarandi; var jörðin blaut
eins og svampur og í túnum voru ný-
græðingar farnir að reka upp koll-
ana, og sporar farnir að teygja sig
út i rótinni. Um miðaftan snerist
veðrið alt i einu til norðanáttar með
hörkufrosti, svo að alt hljóp í gadd.
Mun þessi dagur hafa átt drýgstan
þáttinn í kali og grasleysi því, sem
varð á síðasta sumri, einkum á tún-
um vallendi. Nýgræðingar og sporar
hafa ekki þolað þensluna, sem varð
í rótinni við þetta snögga frost, en
sprungið og dáið. Fjenaðarhöld urðu
góð um vorið um land alt.
Sumarið byrjaði með hlýviðri. Á
sumardaginn fyrsta var 28 stiga hiti
á móti sól kl. 8 um kvöldið. Mátti
heita að hlýviðri hjeldust án nokkurra
verulegra hreta, þar til í júní. Æðarkoll-
an byrjaði að verpa í Bessastaðanesi
10. maí (en árið áður fann jeg fyrstu
kolluna 27. maí) og 17. maí sá jeg
fyrstu kríuna flögra yfir nesið. Þrátt
íyrir hlýviðrin gekk þó klakanum
seint að leysast úr jarðveginum og
7. júní varð að berja upp frosinn fjós-
baug hjá mjer. Vegna klakans og
kuldans í jörðu varð þvt furðu lítill
gróður þennan góðviðris ka,fla. Hinn
6. júni brá til vestan áttar er var ó-
venjulega köld. Var mest köld vest-
anátt eða norðanátt þennan mánuð.
Ilinn 14. júní var ekki ástöðuveður
fvrir nautpening sökum vestanhagl-
jelja og hinn 29. júni gránaði rótin
á Bessastaðatúni af snjójeljum. Hinn
23. júní var þó síðast gefið kúnum
hjá mjer. Næturfröst voru mikil
þennan mánuð, einkum þó upp til
sveita. Fyrstu 8 dagarnir af júli voru
kaldir *>g oftast norðanátt með kulda-
stormum. Þá hjeldust þurviðri og
hægviðri til hins 18. Þennan tíma
voru þó næturfrost tíð, einkum til
sveita. Hinn ig'. júli var jeg staddur
upp í Borgarfirði, var útjörð þar grá
sem í maimánuði væri, og tún með
hvítum skellum graslausum. Voru
þann morgun frosnir pollar i götum.
Hinn 18. júli brá enn til kaldrúr
norðanáttar, sem hjelst i 9 daga.
Flinn 27. mildaði til og hjeldust þá
hlýviðri en að mestu leyti þurviðri
það sem eftir var mánaðarins. Hinn
27. júlí var fyrst borinn ljár í jörð
á Bessastöðum. Ágústmánuður v!ar
hjer fremur góður. Votur nokkuð en
þó nægilegir þurkar. Tíðin þó frem-
ur köld og næturfrost upp til sveita,
þótt þeirra gætti varla hjer við sjó-
inn. Hinn 30. ágúst brá til norðan-
áttar; var hún mjög köld og hjelst
stöðugt að heita mátti til vetur-
nótta, en þá gerði hlákukafla. Hinn
12. sept. byrjuðu hjer hörkufrost á
nóttum. Var þá vetrarklakinn í jörðu
ekki alstaðar með öllu farinn. Urðu
menn að fara frá heyönnum til að
bjarga garðmat upp úr moldinni.
Sumstaðar til sveita voru stararengj-
at slegnar á ís, og i fystu göngum
var hestheldur ís kominn á vötn og
forarflóar frosnir svo að hjeldu hest-
um, uppi á afrjettum, í fyrstu fjalla-
leitum. Sögðu elstu menn í Húna-
vatnssýslu mjer það í haust, að það
væri ekki í manna minnum fyrri,
þeirra, sem nú lifa. Eftir 20. septem-
ber fór aftur heldur að draga úr
frostunum og varð ekki talið frosta-
mikið eftir það til vetumótta. Hinn
10. október gerði fönn svo mikla á
Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, að
sauðfje var tekið þar sumstaðar í
hús og gefið. Þó varð ekki haglaust.
En það var 6 dögum fyrir vetrar-
dag fyrsta.
Sumar þetta var eitt hið kaldasta,
sem hjer getur komið og stafaði