Lögrétta - 19.02.1919, Blaðsíða 4
28
LÖGRJETTA
Notið eingöngu
FRYSTIVJELAR
reisa þa?S, sem forfeSur okkar gátu
ekki varið handa komandi kynslóö-
um, því viö berum ábyrgð á lífi
þeirra, og þa.ð er skylda okkar aö
vinna framtíöinni, hve fjarlæg sem
hún er, alt það gagn, sem við meg-
um. Hver sú kynslóð, sem ekki hef-
ur gert það, hefur hlotið harðan og
veröskuldaðan dóm seinni tíma. Vei
okkur, sem nú lifum, ef það yrði okk-
ar hlutskifti.
frá
THOMAS SABBOE & CO., AARHUS,
sem eru notaðar um allan heim og þykja
alstaðar bestar. Hafa hlotið mikið lof og
fjölda hæstu verðlauna.
Hjer á landi eru vjelar þessar notaðar hjá Sláturfjeiagi
Suðuriands, Reykjavík; Sameinuðu íslensku verslununum,
Akureyri, og ísfjelagi Yestmannaeyja:
Eimsltipaljolag íslands
Samoinaða gufualtipafjolagiQ
nota eingöngu þessar frystivjelar í skipum sínum.
2700 vjelar af öllum stærðum þegar seldar.
Biðjið um upplýsingar og verðlista.
Einkasali á Islandi
o
o
I*
w
GL J. Johnsen
Vestmannaeyjum.
yrða, aS hún hafi verið hans önnur
hönd i hvívetna, því uppspretta og
miðstöð allrar starfsemi hans hefur
verið, og er og verður, hjer á heimili
hans. Og þar var verkahringur þeirra
sameinaður meS svo mikilli snild, að
góðfrægt er í sögu nálægra sveita, og
mun eigi fyrnast yfir um langt skeið.
Og þvi er það, að hugir okkar
hvarfla aS Gilsbakkaheimilinu með
jafnvel mýkra flugi en að velflestum
öðrum heimilum hjer í nágrend —
að þangað höfum við sótt okkur sól-
skinsstundir, ef til vill í skammdeg-
inu, — og þar hefur jafnan verið ein-
hver hugðarblær yfir hlutum og hug-
nm, sem í engu hefur átt skylt við
falsaðar tiðsku-gyllingar.
Til þess nú að láta í ljósi með ein-
hverju öðru en hveriandi orðum það
hlýja hugarþel, sem almenningur
þessara safnaða ber inni á sjer fyrir
alt það góða og gagnlega, er stöðug-
lega hefur borist út frá þessu heimili
um síðustu áratugi, þá hefur verið
skotið saman dálitilli fjárupphæð, er
þótti vel viðeigandi aö kæmi fram
hjer í dag, þar sem svo sjerstaklega
stóð á — eins og áður hefur greint
verið.
„Kongur vill sigla, en byr hlýtur
að ráða“. Svo er um einstaka liði
tjársöfnunar þessarar og upphæðina
í heild sinni. Fjárhagsástæðumar
taka stundum fram fyrir hendurnai
á viljanum og setja honum takmörk.
Með fjársöfnun þessari hafa söfn
uðimir viljað sýna góðhuga sinn í
þessa ákveðnu átt, og jafnframt
styðja að þvi, að í framtiðinni yrði
nokkurt framhald á nytsemdar- og
góðgirnis-starfsemi í þessu presta-
kalli, er bæri nafn og merki þeirra
Gilsbakkahjóna. — Væri þesskonar
stefna í þessu efni best í samræmi
við grundvöllinn.
Vitanlegt er þaö, aö fje þetta verð-
ur nú afhent sjera Magnúsi til for-
ráða og umsjár. En jeg þykist mega
fullyrða, að ráðstöfun þess muni
verða þannig löguð, að í framtíðinni
muni það á einn eður annan hátt
verða ýmsum hjer í prestakallinu til
gagns og glaðnings, — svo sem ver-
iö hefur starf og stefna þeirra
hióna. — — —
Við væntum þess öll og óskum
þess af heilum hug, að við fáum að
njóta sjera Magnúsar sem lengst hjer
hjá okkur, þótt hann nú hafi lagt
frá sjer aöal-lifsstarf sitt, því viö
v-'tum, aö þaö muni enn, sem fyrrT,
verða okkur til ánægju og uppbygg
iugar að hafa hann í návistum, enda
þótt síðustu árin hafi slegið nokkr- ■
um skuggum yfir æfibraut hans, og
ef til vill bugað hann að einhverju
leyti.
Og þótt nú sje svo ástatt, að dimm-
ara gerist yfir hverri þjóðleið —
frá honum að sjá — heldur en áður
var, þar sem sýn hans förlar svo
mjög, þá vitum við, aö hans andlega
sjón er ósködduð enn, og getum þv!
^ænst eftir, að frá þeirri hlið verði
skírleikinn jafn og áður var, vinum
hans og grönnum til gagns og gleði.
Með þessum lauslegu ummælum
aíhendist þá samskotafjeð, sem er að
upphæð krónur 1000,00 — eitt þús-
und. —-
Fjeð er afhent í nafni allra þeirra,
cr þar hafa lagt sinn skerf til, og
einnig í nafni þeirra, er þar hafa stað-
ið hjá, en láta eigi að síður góðan
hug sinn fylgja fyrirtækinu. Og það
ei afhent með innilegum alúöarþökk-
um fyrir liðna timann og hjartfólgn-
um óskum um blessun guös yfir öld-
unginn í ellinni og ástmenni hans.
Grænland.
Eftir Jón Dúason.
VII.
Þegar íslendingum á Grænlandi, 6.
frændþjóðinni, var gereytt, var þar
höggvið mikið skarö í norrænan kyn-
stofn, og þungt sár var það fyrir
Norðurlönd og norræna tilveru. Það
var sem vaxtarsproti okkar væri þar
ar sneiddur, því að með tapi Græn-
lands var Vínland, draumlandið
okkaa., eiliflega týnt. Við íslending-
ar erum næstir til eftirmæla eftir
landa okkar á Grænlandi. En slík
eftirmæli væru nú tímabær, þar sem
við höfum nú eignast skip, og erum
farnir að sigla um höfin, og okkur
er þannig mögulegt, að halda uppi
sambandi og samgöngum við ís-
lenska bygð hinu megin við höfin,
og þar með að reka þar verslun og
aðra atvinnu. Skortur á við og
járni á íslandi er ekki lengur nein
hindrun fyrir því, að íslendingar
geti orðið siglingaþjóð og eignast
sand af skipum, því að viðskiftaííf-
inu og vinnuskiftingunni hefur fleygt
svo fram, að skip og útbúnað má
kaupa með hagnaði frá öðrum lönd-
um. Og þannig gæti dótturþjóð á
Grænlandi einnig orðið siglingaþjóð.
Og þar sem möguleikamir eru fyrir
hendi, er það skylda okkar, að endur-
Slík ábyrgðartilfinning gagnvart
komandi kynslóð —■ og einnig gagn-
vart liðnum kynslóðum, því þeirra
verk ber okkur að fullkomna — er
einnig þeim, sem nú lifa, fyrir bestu.
Það gefur þjóðinni festu og stór-
menskubrag, og fórnfýsi í nútíð er
besta trygging fyrir bjartri framtíð.
Slík þjóð er stór þjóð, hve fámenn
sem hún er, og hve dapurleg sem for-
tíð hennar hefur verið.
Einhverntíma í framtiðinni, þegar
öll lön3 eru orðin þjettbýl, og dálítill
jaröarblettur verður metinn í manns-
lifum, sem geta lifað á honum, mun
sagnariturum og skáldum, sem líta
til baka yfir hina síðustu tíma, og
þá, sem við lifum á, finnast sem þeir
horfi yfir draumbjart æfintýraskeið
í sögu mannkynsins. Heimur Norður-
álfumanna, sem við getum sagt, að
hafi náð yfir dálitla skagaíá vestur
úr Asíu, hrynur, og það opnast ný
veröld, mörgum, mörgum sinnum
stærri og mörgum, mörgum sinnum
fjölbreyttari og auðugri. Það var
þröng en nú standa ótal möguleikar
fyrir höndum, og landnámið, gullöld-
in og æfintýraöldin byrjar. — Gamal-
kunn orð: Aukist og margfaldist,
og uppfyllið jörðina, fara bergmál-
andi um heiminn og eru kjami land-
námsstefnunnar. Gufuskip, skipa-
skurðir, járnbrautir, málþræðir og
ritþræðir gera fjarlægðir og farar-
tálma að hjómi. — Sú þjóð, sem flyt-
ur úr landi og myndar nýlendur úti
um heiminn, varðveitir þjóðerni sitt
og gerir sjer þar nýtt ættland, eykst
og margfaldast. Frá þvi að veraNorð-
urólfuþjóð vex hún og verður heims-
þjóð. Nýlendurnar taka við fólk- og
fjárstraumi heiman að. Það er hægra
að komast þar áfram fyrir menn með
Norðurálfumentun og víðan sjón-
deildarhring. Auður, sem lagður er
þar í fyrirtæki, gefur mikinn ávöxt,
því jörðin fæst ókeypis, og vinna
fæðingjanna er ódýr, því þótt þeir
fái ekki kaup nema rjett tii matar
er það þó bót frá þeirra fyrri kjör-
um. Þeir, sem á einhvem hátt liða-
skipbrot heima fyrir, flytja i nýlend-
urnar og byrja þar nýtt lif. Þeir, sem
þjást af æfintýralöngun, flytja í ný-
lendurnar, því þar getur margt, ó-
hversdagslegt, á dagana drifið. Og
þeir, sem vilja safna fje, leita þangað
eins og fyr segir. Þannig vex upp
nýtt og sjerkennilegt þjóðarafbrigði í
nýlendunum, sem hefur auðgandi og
magnandi áhrif á alt þjóðlífið. Ung-
ir menn, sem koma heim til náms úr
nýlendunum, gefa þjóðinni heima
töframyndir af sjálfri sjer, Og hennar
eigin lífi úti í heiminum, og stórlyndi
og víðsýni dafna. Nýlenduþjóðin,
heimsþjóðin, er plantan, sem nær að
rjetta blöð sin upp í ljósið og á líf
fyrir höndum. í nýlendunum fjölgar
fólkinu örar en heima, og innflutn-
ingur kemur stöðugt aö heiman. Aö
halda áfram aö vera Noröurálfuþjóö
er sama og aö veröa kotþjóð eftir
l/2—i mannsaldur. Þeir, sem úr landi
flytja, flytja í lönd nýlenduþjóöanna,
týna þar þjóöerni sínu og styöja
þannig aö því, aö gera heimsþjóð-
irnar stærri, og sína eigin þjóð minni,
svo að það er augljóst, hvert miðar
fyrir þeim. í viðskiftunum við aðrar
þjóðir er rjettur þeirra fótum troðinn.
í heimi visinda og lista er einnig
útilokað að þær geti framleitt nokk-
uð sjálfstætt eða tórt. Slíkt kostar
mera fje en smáþjóöir hafa ráö á,
og til þess útheimtist mannval, sem
ekki er aö vænta meðal þeirra fáu,
sem leggja inn á þær brautir hjá
smáþjóð. Og því ósjálfstæðari verða
smáþjóðirnar, því meir sem menn-
ingin vex, og stærðarhlutföllin milli
þjóðanna verða meiri.
Undirrót heimsófriðarins, sem nú
hefur geisað, er einmitt að miklu
leyti þessi: að tryggja komandi kyn-
slóðum landrými og lífsrjett. Um
mörg ár hafa þjóðirnar kepst um, að
afla sjer nýlendna, og sú barátta hef-
ur altaf harðnað eftir þvi, sem það
hefur orðið mönnum ljósara, hvað
nýlendur eru: að þær eru að eins
viðbót við það land, sem þjóðin hefur
nú þegar — oft fyrir löngu siöan
eignast og bygt, og aö nýlendurnar
veröa meö tímanum eins þjettbýlar
og þjóðlegar og sjálft heimalandið. —
Aðferðirnar til að vinna nýlendur
hafa verið hinar margvíslegustu, alt
frá óbreyttu hernámi og alt upp i þaö,
að styðja velgengi og sjálfstæði ein-
hvers ríkis (Englendingar og Rússar
í Persíu, Þjóðverjar í Tyrkjaveldi).
En alt ber þetta að sama brunni, þeg-
ar landnámsmenn og fjárafli er kom-
inn í löndin. En það er aö því og aö
útilokun annara þjóða, sem stefnt ei
í nýlendupólitikinni, að því fengnu
eru afdrif landsins útkljáð.
Ef þjóð eignast nýlendur, eru
möguleikar fyrir þvi, að hún fylli þær
og verði stór þjóð. Það skiftir ekki
svo miklu fyrir framtíð þjóðar, hvori
hún er stór eða lítil á einhverjum til-
teknum tíma. Það, sem ræður stærð
hennar í framtíðinni er það, hvernig
hún dreifir sjer yfir löndin og hve
mikið hún vex. Þegar Englending-
ar byrjuðu að flytja út voru þeir ekki
sfór þjóð (2—3 mílj.), en af þessum
nýlendum er vaxin upp heil ensk
veröld. Englendingar ha.fa fyrst setst
að i löndunum, og þegar þar hefur
verið komin ensk bygð hefur enska
stjórnin kastað eign sinni á það eða
aflað þeirra á annan hátt.
Þegar hjer er lagt til, að íslending-
ar byrji að nema lönd, skal engin
dul á það lögð, að við erum enn svo
mikil börn í stjórnmálum og svo lítil
þióð, að sjerhvert brask við stór-
þjóðirnar í þeim efnum mundi verða
ckkur til falls, og enda með þvi, að
þeim gæfist færi á að sletta sjer fram
i mál okkar, og við gætum orðið
þeim meira eöa minna háöir. íslenskt
landnám verður að hvíla á gagnhliða
norrænni samvinnu, og það verður
fyrst og fremst að vera gert til styrkt-
ar og eflingar hinu danska ríki, með
því að nota ríkisborgararjett okkar og
byggja ónumið danskt land innan rík-
isins, með styrk bróðurhandar Dana.
Þetta mundu og Danir að líkindum
veita, sjer sjálfum okkur og öllum
Norðurlöndum í hag. Ljetum við
þetta tækifæri, sem ríkissambandið
við Danmörku býður, ónotað, væri
það glæpsamlegt gagnvart sjalfum
okkur, ríkisheildinni og Norðurlönd-
um. Sjálfum okkur mættum við þá
um kenna, ef við hefðum ilt eitt ai
sambandinu við Dani. Og það væri
þjóðarskömm, ef við vildum ekki
hlúa að grafreitum feðra okkar á
Grænlandi.*
Stríð og friður.
iii.
Fram að lokum 18. aldar voru
það fáar raddir, sem ljetu til sín
heyra um varanlegan frið, eða
andmæltu ófriðnum. pær fáu
raddir, sem á ýmsum tímum hafa
komið fram í þessa átt, hafa verið
sem „hrópandans rödd í eyði-
mörku“. Merkilegt má það þó
heita, að jafnvel i fomöld voru
sumir spekingar þjóðanna mjög
andvígir stríðunum, t. d. Markús
Aurelíus keisari Rómverja fyrir 18
öldum.Hann var þó heiðinn stóiku-
spekingur og keisari einnar hinn-
ar rángjömustu og ófriðargjöm-
ustu þjóðar, sem til hefur verið í
heiminum. En þó hann hugsaði og
breytti eins og þeir menn, sem
best kristnir hafa verið, þá kann-
aðist hann eigi við kristindóminn
eða skildi hann. Eftir honum er
þetta haft meðal annars: „Köng-
urlóin er kotroskin, er hún hefur
náð flugu. Maðurinn er hreykinn,
er hann hefur tekið hjera, villigölt
eða bjarndýr — eða þá heila þjóð.
En eru þetta eigi alt ræningjar í
spekingsaugum?"
það er fyrst í byrjun 19. aldar,
að menn í mörgum löndum fara
að mótmæla opinberlega öllum
hemaði og ófriðaryfirgangi og rán-
fýsn þjóðanna. Blóðbaðið mikla í
Frakklandi og hernaðarbrjálæði
og mannaslátrun Napóleons mikla
opnaði augu manna fyrir þessu böli
* Þetta er skrifaö áöur en sam-
bandsmálið var tekiö fyrir á síðastl.
sumri. —■ Ritstj.
þjóðanna, stríðum og fylgifiskum
þeirra. Rjett eftir að Napoleon
varð heillum horfinn, var hið
fyrsta friðarfjelag stofnað í Aust-
urríki (1815) og annað ári síðar
á Englandi. Svo reis upp í ýmsum
löndum hvert friðarfjelagið á fæt-
ur öðru. Sýndist þetta mörgum
fagur morgunroði til varanlegs
alheimsfriðar.
Fyrir þessari fögru hugsjón
gengust menn af öllum stjettum,
meðal flestra siðmentaðra þjóða,
án tillits til trúarskoðana eða þjóð-
ernis. Markmiðið var, að efla frið
milli þjóðanna, draga úr öllum her-
búnaði, og efla sátt og samúð með-
al mannanna. Friðarfjelög þessi
hjeldu sameiginlegt alþjóðaþing
1840. Svo dofnaði mikið yfir þess-
ari friðarhreyfingu þar til Banda-
rikjaófriðurinn gaus upp. pá færð-
ist nýtt líf í hana aftur. Og á síðari
árum hafa margir ágætismenn
þjóðanna, menn og konur, varið
mestu lífi sinu í þarfir friðarins
eða fyrir alheimsfriðarhugsjónina,
með ræðum og ritum. Má svo að
orði kveða, að flestir mestu og
bestu menn þjóðanna sjeu ein-
dregnir friðarvinir. Nokkrir skipa
sjer þó á annan bekk. pess vegna
kom nú stríð, ægilegra og viðtæk-
ara, en liklega öll stríð til samans,
sem háð hafa verið síðan prjátíu-
árastríðinu lauk. pað eru vitanlega
margir enn, sem ófriðinn elska,
einkum margir valdhafar þjóð-
anna, herforingjalýður þeirra og
þeir er mest á þjóðaófriði græða.
Eu slíkir menn teljast eigi með
bestu mönnum þjóðanna, og best
að vegsama þann lýðinn eigi meira
en góðu hófi gegnir.
Merkisviðburð i sögunni töldu
það margir, þegar Rússakeisari
hjerna á árunum (1899) , sællar
minningar, kallaði saman stjett-
arbræður sína á friðarþing í
Haag. par kom þá fram sú hug-
mynd, að leggja í „gerðar-
dóm“ ágreiningsmál þjóðanna.
pað þótti nýmæli þetta, en úr
þeirri áttinni komið, er menn síst
höfðu vænst. — „En hafa skal
heilræði hvaðan sem þau koma“.
Máli þessu þokaði lengra áfram
á friðarþinginu í Haag 1903. pá
komu Englendingar og Frakkar
sjer saman um, að láta gerðardóm
fjalla um þau mál, sem þá kynni
að greina á um í framtíðinni. pó
skyldu undanþegin þau stórmál,
sem varðaði sjálfstæði og heiður
þjóðanna. Fleiri þjóðir fóru brátt
að dæmi þessara þjóða. — pess-
um tíðindum tóku menn með
fögnuði.
Belgir og Svisslendingar höfðu
löngu áður fengið samþykki allra
stórveldanna til þess að vera hlut-
lausir í ófriði. En hlutleysi sitt áttu
þeir þó að tryggja með hæfilegum
hervömum. Engin þjóð hafði þvi
lagalegan eða siðferðislegan rjett
til að brjóta þetta viðurkenda hlut-
leysi þeirra. pær voru í helgu vígi,
og hver sá sem þetta vígi rauf
hlaut að kallast vargur í vjeum,
óalandi og óferjandi. Engin afsök-
un dugir hjer. pótt t. d. einhver
þjóð gæti sannað, hvað þá ef það
væri ímyndun ein, að önnur þjóð
væri í einhverju pólitísku makki
við þessar hlutlausu þjóðir, sem ilt
gæti hlotist af, þá mátti eigi brjóta
hlutleysi þeirra. Jeg má eigi drepa
mann, þó jeg viti fyrir vist, að
hann sitji um líf mitt. pá fyrst má
afsaka mig, ef jeg á hendur mínar
að verja, og fyrir þá sök verð ó-
vini mínum að bana. Svo ætti einn-
ig að líta á ófriðarviðskifti þjóð-
anna. — En margir eru oft blindir
fyrir ávirðingum vina sinna. Rjett-
lætistilfinningin, þar sem hún ann-
ars er nokkur, krefst þess, að menn
sjái eins brestina eða syndsamlegt
athæfi hjá vinum sínum, hvort
sem er um einstaklinga að ræða
eða þjóðir, og hjá öðrum, sem
þeim geðjast eigi að. Sje þessu á
annan veg farið fyrir mönnum,
eru þeir haldnir þeim leiða sálar-
kvilla, sem hlutdrægni nefnist.
Fjelagsprentsmiðjan